Heimskringla - 09.08.1917, Page 1

Heimskringla - 09.08.1917, Page 1
/"■ ------------ ■ Roya! Optical Co. Elztu Opticians i Winnipcg. Vlð höfum regnst vinum þínnm vel, — gefðn okkur imklfseri til eO regn- ast þér vel. Stofnsett J905. W. R. Fowler, Opt. XXXLÁR. WINNIPEG, MANITOBA, 9. ÁGÚST, 1917 NÚMER 46 Styrjöldin Frá vestur-herstö'ðvum. Eins og sagt var fi'á í síðasta blaði gerðu bandainenn stórkost- legt áhlaup í Flanders í síðustu viku. Fyrsta daginn voru þar tekr in tfu þorp af Þjóðverjum og nærri 4,000 fangar. Þjóðverjar áttu von á sókn þessari og voru þess vegna vel við búnir, en þrátt fyrir sína öfl- ngu vörn urðu þeir þó undan að hrökkva. Vafalaust hefði þessi sókn bandamanna orðið enn meiri, ef ekki hefði veður snúist til ■hins verrá. Afskaplega iniiklð regn «kall Jiarna á, sem hélzt lengi og ■setti alt á flot. Reyndu banda- menn því ekki að koinast lengra á- iram, en tóku að víggirða sem vandlegast þá staði, sem þeir höfðu þegar náð. Um miðja vikuma fengu Þjóð- verjar náð á sitt vald aftur tveim *töðum, sem þeir höfðu tapað. Var þetta bærinn St. Julien og svæðið í grend við Westhoek. En ekki leið á löngu áður bandamenn gátu tekið staði þessa aftur og hrakið övinina Jiaðan að nýju. Mannfall varð mikið í liði Þjóðverja í orust- tnn þessum og í lok vikunnar höfðu bandamenn tekið af þeim um 6,000 fanga. Búist er við, að þessi sókn í Flanders muni ef til vill standa yfir í marga mánuði. Við Verdun gerðu Þjóðverjar all- hörð áhlaup á Frakka og eins á Aisne svæðinu. Fengu þeir tekið örlftið svæði af Frökkum nálægt 'Verdun, en á öllum öðrum stöðum voru áhlaup þeirra brotin á bak aftur. í byrjun þessarar viku gerðu Þjóðverjar áhlaup á hin nýju vígi Breta í grend við Iiollebeke í Belgíu, en brezku hersveitirnar voru við þessu búnar og voru Þjóðverjar þarna því hraktir á hak aftur við mesta mannfall. Ahlaup þeiri'a 'gegn Frökkum, á Arras svæðinu, fóru á sömu leið. Víðar hafa Þjóðverjar gert áhlaup í seinni tíð, en lítið 6 unnist með þessu. — Canada herdeildirnar hafa gengið hraustlega fram á svæðunum út frá Lens borginni og hrutust þar áfram á all-stóru svæði 1 hyrjun vikunnar. Frá öðrum stríðsþjóðum. Rússar og Rúimeníumenn unnu ^tóran sigur í byrjun síðustu viku ú einu svæðinu sem þeir halda f sameiningu. Tóku þeir um 4,500 fanga of AUsturríkisirrönnum í slag þessum og hröktu þá á stóru svæði. Alt virðist benda til þess, að skipulag sé nú töluvert að færast aftur á her Rússa í Galicíu. Ekki er þó hægt að segja, að þeir haifi komið neinu öruggu viðnámi á er>n þá. Um miðja vikuna náðu Austurríkismenn borginni Czerno- v*tz á sitt vald. Borg sú er höfuð- staðurinn í Buckowina og að 3ni«sa borg þessa var Rússum til- finnanlegt tap. Hefir þessi borg verið hertekin tiu sinnum af Rússum og Austuríkismönnum til skiftis, síðan strfðið byrjaði. Heima fyrir á Rússlandi gengur alt í mesta ólagi enn þá. Sundrung í landinu er svo mikil að engri stjórn virðist unt að sitja þar við völdin nema stutt bil í einu. Kerensky, stjórnarráðherra, sagði af sér f vikunni sem var, en við frekari umliugsun afréð hann þó að taka við stjórnarráðheri'astöð- unni aftur. Síðan hefir hann ver- ið að berjast við að mynda nýtt ráðaneyti, en gengur þetta mjög treglega. — Hver höndin virðist upp á móti annari á Rússlandi. Ekkert sögulegt gerist nú á her- svæðum ítala. Smá-orustur eiga sér þar stað við og við og virðist Itölum einlægt ganga heldur betur. Óeirðir hafa verið í borginni Athens í seinni tíð, höfuðborg Grikklands. Orsök þessa er hald- in vera sú, að hinum nýja konungi og Yenizelos stjórnarráðherra muni ekki koma sem bezt saman. En að svo komnu hafa ekki borist af þessu neinar ljósar fréttir. -------o------ Kínverjar að fara í stríðiS- Sú frétt kennur frá Kfna, að stjórnin þar muni í þann veginn að segja Þýzkalandi stríð á hend- ur. Vissir embættismenn stjórnar- innar þar vilja ólmir að Kína taki þátt í stríðinu það bráðasta, og er haldið að markmið þeirra með þessu sé að sameina Jiannig krafta þjóðarinnar. Fln sundrung mikil hefir ríkt þar í landi í seinni tíð. -------O------ Sendinefnd frá Japan. f ráði er, að Japanar sendi nefnd manna til Bandaríkjanna seint í Sumar eða snernma í Imust með því markmiði að komast að samning- um við Bandaríkin hvað þátttöku Japana í stríðinu snertir. Sagt að þeir muni bjóðast til að leggja fram allan sinn kaft til stríðsins gegn vissum skilyrðum frá hálfu Bandaríkjanna. Vilja þeir komast að rýmri kjörum hvað innflutning Japana viðkemur til Kyrrahafs strandar ríkjanna. En mest mun þeim þó uinhugað að Bandaríkin gofi þeim eftir fult frelsi gagnvart Kína. — Þessi sendinefnd Japana ætlar að ferðast um Canada, eftir að hún er búin að fara til Banda- ríkjanna, og er í ráði að hún komi hingað til Winnipeg. ------o------- Stórt eldstjón í Winnipeg. Á mánudaginn kom upp eldur i heildsöluhúsi Mackdonalds verzl- unarfélagsins, á liorninu á Alex- ander ave. og Stanley str. liér i bænum, og er sagt að eldur þessi hafi gert $110,000 skaða, Haldið er, að slitnir rafvfrar á eftsa lofti, þar sem miklar birgðir af eldspýtum voru geymdar, hafi verið orsök elds þessa. Myndirnar á þessari blabsíðu voru teknar sérstaklega fyrir Heimskringlu á Islendingadeg- inum hér í bænum 2. þ.m. Flokksþing liberala. Flokksþing liberala hér f Vestur- fylkjunum var sett á mánudags- kvöldið f samkomusalnum á Royal Alexandi’a gististöðinni hér í bæn- um. Fjórir forsætisráðherrar Vest- urfylkjanna voru Jiar til staðar og mörg hundruð fulltrúar liberal flokksins úr öllum pörtum Vestur- landsins. Var þingið sett með við- höfn mikilli. — Fróðlegt verður að heyra, hvernig fer á l>essu þingi. Allir vita, að töluverð sundrung á sér nú stað f liberal flokknum. Á samskonar Jiingi, sem haldið var í Toronto f vikunni sem var, varð sú stefna ofan á, að þjóðinni bæri að leggja fram alla sína krafta f Jiarfir stríðsins og herskylda J>vf óumflýjanleg lengur. Vonandi ber l>essi stefna einnig sigur úr býtum á þessu flokksjnngi liberala í Win- nipeg, en sökum þess hve flokkur- inn er nú sundraður í J>essu máli, er 1)6 með öllu óvíst hvernig fer. Verður skýrt nákvæmlega frá nið- urstöðu Jieirri, sem þingið kemst að, í næsta blaði. Eigendaskifti á Can. Northern járnbrautinni. Stjórnin hefir nú afráðið að taka að sér C.N.R. járnbrautina með öllu, sem henni tilheyrir—gisti- stöðum, kornhlöðum, skipum o. fl. Að alt l>etta verður nú þjóðeign má vafalaust telja þýðingarmikið inenningarspor f sögu Canada- þjóðarinnar. Ef til vill er þetta líka spor í þá átt, að þjóðin eignist allar helztu járnibi’autirnar f land- inu. Um 40 miljónir dollara á Oan- ada allareiðu í C.N.R. brautinni og eignum J>ess félags. Eignarverð l>essa félags í hlutafé í alt er meti- ið að vera um 100 miljónir dollara: svo ekki er nema um 60 miljónir dollara virði af eignum að semja. Nefnd hefi’ verið til sett að seinja um kaupin, en gangi kaupin ekki saman J>annig, verður þessu vísað fyrir æðri dómstól. Eins og sagt var frá hér í blað- inu fyrir nokkru síðan, var C.N.R. félagið komið í þær fjárhagskrögg- ur, að J>að gat engan veginn borið | sig lengur. Sambandsstjórnin setti í vor nefnd til þess að rannsaka á-J stand allra járnbrauta í Oanada. Eins og menn muna urðu nefndar- menn ekki á eitt sáttir og skiftust í tvo flokka í málinu. Skýrsla meiri hluta nefndar Jæssarar kom með þá tillögu, <að allar l>ær járnbraut- ir í Canada, sem í fjárhagskröggum væru, yrðu keyptar af þjóðinni, því heppilegra væri að brautir þessar yrðu að J>jóðeign, en að stjórnin veitti l>eim frekari fjárstyrk. Skýrsla minni hluta nefndarinnar kom aftur með gagnstæða tillögu og ákvað heppilegast að stjórnin veitti hinum fjárhagslega að- þrengdu járnbrautarfélögum þann fjárstyk, sem þær mættu til að fá til þess 'að geta borið sig. Um mál þetta hefir þingið svo fjallað síðan og viðkomandi C.N.R. félaginu urðu úrslitin eins og að ofan er sagt frá. En G.T.P. járn- brautarfélaginu, sem einnig var í kröggum, hefir stjórnin afráðið að lána hálfa áttundu miljón dollara með því augnamiði að gera ef til vill járnbraut þá einnig að þjóð- eign áður langt líður. Merkur maður látinn. Símskeyti frá Englandi ibarst ný- lega þess efnis, að þann 7. þ.m. hefði liátist þar Sir Richard Mc- Bride, fyrverandi forsætisráðherra í British Columbia fylki. Hann hafði ásamt fjölskyldu sinni dvalið á Englandi um tíma undanfarið og vtar í þann veginn að leggja af stað heimleiðis til Canada aftur, þegar hann veiktist. Hann var 47 ára að aldri þegar hann lézt. — Vafalaust er hér fallinn í valinn maður í flokki merkustu stjórn- málamanna þessa lands. Var hann í mörg ár riðinn við stjórnmál í British Columbia fylki og fórust honuin öll störf vel úr hendi. Árið 1901 var hann kosinn forseti Liber- al-conservative flokksins og saina ár var hann gerður að leiðtoga á þingi. Gegndi liann forsætis ráð- h'.t:"# stöðu í British Columbia 1 13 ár. Hann var einn af þeim stjórn- málamönnum, sem ávann sér hylli allra, við hvað sem hann fékst og jafnvel á ineðal þeirra manna, sem andstæðingar hans voru í stjórn- málum. -------o------- Verzlunar erindreki Noregs í Bandaríkjunum er nú Friðþjófur Nansen, heimskautafarinn frægi. Þessi mynd sýnir þær ungar stúlkur frá Winnipeg, er verðlaun hlutu í knattleik kvenna ó Islendingadeginum 2. ág. hér í bænum. Frá vinsti hlið að telja eru nöfn þeirra eru þessi: F. Goodman, G., Melsted, T. Stephenson, A. Bjamason, A. Jóhiannesson, E. Jónsson, Mv Freeman L. Bjarnason, D. Bardal, T. Bardal. Þessi myncl er af þeiin utanbæjamönnum, sem á Islendingadogin- um, 2. ág. 1917, toguðu reipið úr höndum bæjarbúa, og hlutu verð- laun fyrir, svo sem auglýst var. úr vinstri hendi að telja heita þeir: H. Johnson, G. H. Sigurðsson, E. Erlendsson, G. Jóhannesson, J. Jolmson, E. Johnson, R. J. Backman. Þessi mynd er af þeim ungu meyjum frá Lundar, Man., er önnur verðlaun hlutu í knattleik kvenna 2. ágúst 1917 hér í Winnipeg. — Því miður geturn vér ekki birt nöfu þeirra, því þau eru oss ókunn. Eftir að stríðið byrjaði var hann lengi mjög þýzk-sinnaður í anda og reyndi af ítrasta megni, bæði í ræðuin og riti, >að fegra málstað Þjóðverja. Fyrsta koma hans til Bandaríkjanna var skömmu eftir hann kom úr þeirri heimskaufcaför sinni, sem gerði hann að heims- frægum manni. Komst Irann þá lengra norður á bóginn en nokkur maður hafði áður komist. Eftir að hann var kominn sigri hrósandi úr ferð þessari heim til Noregs aft- ur, varð hann meðlimur skólaráðs- ins við háskólann í Ohristianiia. Tók hann þá mikið að gefa sig við stjórnmálum og átu stóran þátt í aðskilnaði Noregs og Svíþjóðar. Frá 1906 til 1908 var hann fulltrúi Noregs í Lundúnaborg á Englandi. —Hann er atkvæðamikill maður og hefir ritað fjölda bóka, bæði um náttúruvisindi og stjórnmál. Ávarp Sir Roberts Bordens. Um allan liinn brezka heim var þess minst í byrjun þessa mámað- ar, að þrjú ár væru nú liðin síðan stríðið byrjaði. Við þetta tæki- færi sendir Sir Robert Borden eft- irfylgjandi ávarp til Canada þjóð- arinmar: “Einu sinni enn minnumst vér þess örlagaþrungna dags, er Þýzka- land fyrir þrein árum síðan sagði öllu lýðvaldi og lýðfrelsi stríð á hendur. Ákvörðun allra þjóða hins brezka ríkis er nú við þetta tækifæri endurnýjuð. Þenna dag í dag eru þær eins fastákveðnar og nokkurn tíma áður að haldia uppi hugsjónum frelsis og réttlætis með óbilandi staðfestu unz sigur er fenginn. “Þessi stund færir oss inargar daprar endurminningar. Með sáru hjarta hugsum vér út í alla þá fórn og sorg, er þjóð vor nú hefir orðið að þola, en um leið hljótum vér að viðurkenna, að Canada hefir hald- ið uppi vörn þenna tíma með stærstu og sönnustu lýðveldis- þjóðum heimsins. Vissulega hafa ekki synir hennar þolað þrautir og fallið á vígvelli til einskis, ef frelsið á að hafa nokkra þýðingu fyrir fiámtíð mannkynsins. “Öfl hervaldsins og einvalds- stjórnaanna eru enn þá öflug og óeftirgefanleg; úrslit styrjaldarinn- ar eru enn óákveðin. I Evrópu fær hið nývaknaða lýðvald Rúss- lands enn ekki notið sin að fullu. Lýðveldið mesta hér í álfu, sem nú berst á vora hlið, er enn í undir- búningi. Slíkur undirbúningur er óumflýjanlegur til þess að þjóð sú geti hervæðst fullum krafti. Enn þá hafa bandaþjóðirnar ekki getað sameináð til fulls krafta sína. Þetta verður seinna, en á meðan stafar hætta af hinu sterka og öfluga hervaldi óvinanna, ef einliver af bandaþjóðunum dregur sig í hlé og hættir að leggja fram fullan kraft sinn, hvort sem þetta orsakast af dugleysi eða vantrú á kraft annara þjóða. Bandaþjóð- irniar verða í sameiningu að neyta allrar orku til þess að gera sigur- inn vfsan. Annars er alt, sem þeim er helgast og kærast, glatað og framtíð mannkynsins vafin svört- um og ægilegum skugga. Látum oss hér í Canada fylkjast ótrauðir undir sameiginlegt merki og hefja ( baráttuna annað ár til með þeim óbifanlega ásetningi og með ör- uggu hjarta, að duga vel þeim málstað, er vorir hugprúðustu og beztu dengir hafa barist og fallið fyrir.” 0r bœ og bygð. Frá Selkirk berst sú frétt í ensk- um blöðum, að tvcir óþektir menn hafi ráðist þar á Mrs. Elsie Hansen, þegar hún á föstudagskvöldið var á leiðinni- heiin til sín frá hreyfi myndaleikhúsi, bundið fyrir augu hennar og «vo flutt hana út fyrir bæinn og fleygt henni þar f tjörn eina. Að svð búnu skildu þeir við hana og hefir augnamið þeirra vafalaust verið að ráða liana af dögum. Með naumindum gat Mrs. Hansen bjargað sér og komist heim til sfn. Gerði hún lögregl- unni þá aðvart, en þegar þetta er ritað hafa þrælmenni þessi ekki fundist, og hvað fyrir þeim hefir vakað með því að vilja ráða Mrs. Hansen bana, vita engir að svo komnu. — Hún er kona Hjartar Hansen, sem vann hunda kapp- keyrsluna frá Headingly til Winni- peg í vor og tók þátt í samkyns kappkeyrslu til St. Paul í vetur. Einn af nemendum Jónasar Páls- sonar hefir verið sæmdur silfur- medalíu frá Toronto Conservatory of Music við fjórða árs próf. Med- alía þessi er gefin þeim, er hæsba stigi nær f Oanada við vorprófin,— Því miður er stúlkan ekki íslenzk, en er ensk og heitir Margrét Thex- ton. Jóns Sigurðssonar félagið viður- kennir eftirfylgjandi gjafir með þakklæti: frá Mrs. Vilborgu Ein- arsson, Vestfold, $2.50; frá Dorcas félaginu f Glenboro $46.75, — Þeir $15.00, sem áður er kvittað fyrir frá kvenfél. “Bjarmi”, Árnes, átti að vera: Unglingafélagið “Bjarmi” að Árnesi. Þann 4. þan. andaðist að heim- ili foreldra sinna hér f bænum ungfrú Ólafía Thorgeirsson, eftir langavarandi veikindi. Hún var dóttir O. S. Thorgeirssonar, kon- súls, og konu hans. Jarðarförin fór fram á þriðjudaginn. Hinnar látnu verður nánara minst síðar. Þann 7. þ.m. andaðist að heimili sínu f Charleswood (Winnipeg) Mrs. Málmfríður Jónsdóttir, kona Þórodds M. Halldórssonar. Henn- ar verðurhiánar getið síðar hér í blaðinu. Stefán Eiríksson, bóndi að Oak View, var á ferð hér í byrjun vik- unnar. Grassprettu kvað liann vera lélega þar ytra þetta ár, en útlit með uppskeru í meðallagi. Hann bjóst við að skreppa ofan til Selkik áður en hann héldi heim- leiðis.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.