Heimskringla - 09.08.1917, Page 2

Heimskringla - 09.08.1917, Page 2
X BLAWKÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. AGÚST 1917, - Keisaravaldið þýzka Eftir síra F. J. Bergmann. (Pramh.) II. KEISARINN ÞÝZKI Ntr A DÖGUM. 38. Umbætur í meðferð utan og innanríkis mála. I>au árin, sem Caprivi var kanzl- ari, varð samkamulag milli Bret- lands og Þýzkalands betra og betra. Yair Vilhjálmur II. þá hvað eftir annað gestur Victorlu drotn- ingar. Vitaskuld var ávalt einhver hagsmuna tilgangur á bak við komur keisarans. Samt sem áður höfðu þær áhrif eigi lítil á stjórn- málaganginn. Árið 1890 haíðist Vilhjálmur um tfma við í konungs- höllinni í Lundúnum. Var hann þá um leið gestur Salisbury lávarð- ar í Hatfield og sýndist þá lítið á vanta, að reglulegt vináttu sam- band — entente cordiale — tækist með ríkjunum. En eigi átti það að verða. Efthr nokkur ár (1895) varð nýlenduáhuginn svo mikill með Þjóðverjum og verzlunar-sam- kepni um leið, að Bretland fór að gruniai, að hér væri all-hættulegur keppinautur annars vegar. Eink- um varð þetta augljóst, er Þjóð- verjar tóku að ráðgera að koma sér upp herskipaflota nægilegum til að vernda heimsverzlan sína. Caprivi leitaðist við á þessum árum að koma þeim mönnum og ílokkum, er hingað til hefði verið í ósátt við stjórnina, í sátt við hana, svo um heilt mætti gróa í laindinu. Stöðugt var verið að bæta kjör verkalýðsins. Með því var verið að leitast við að ávinna kei«aranum hlýðni þeirra og holl- ustu. Jafnvel Velfana í Brúnsvík og Hannover vatr leitast við að kom- ast 1 sætt við tmeð að sýna þeim ýmis konar sóma; sömuleiðis Pól- verja. Enga átti að hafa að öln- bogabörnum nema gerbreytinga menn. Gerbreyti^igaflokkurinn — Die Radikalen — braut iíka af sér um þessar mundir alia velvild og skilning af hálfu istjórnarinnar með ótímabærum hneykslisögum úr einkalífi keisara fjölskyldunnar. Gegn hervaldinu börðust þeir líka hnúurni og hnefuim. Pyrir því lét atjómin ölluim hurðum fyrir þeim ioka. En ekki vildi þessi tilraun hepnast með að gera öllum flokk um til geðs. Hún hepnaðist hvorki í innanríkis né heldur í utanríkis málum. Þegar um bætur á kjörum vinnu- lýðsins var að ræða, hlaiut röðin á sínum tíma að koma til verksmiðju lýðsins. Þegar 1887 og 1888 hafði klerkaflokkurinn og afturhaldslið- ið á þingi hjálpast til að afgreiða lög, sem taikmörkuðu vinnukvöð kvenna og barna og bönnuðu sunnudaga vinnu. En sambands- þingið — Bundesrat, sem er eins konar efri máistofa—, synjaði lög- um þeesum saníþykkis. En eftir alþjóðaþingið, sem haldið var 1890, voru gerðar markverðar umbætur og viðaukar við iðnaðarlögin, — — Gewerkordnung, — sem gengu nákvæmlega í sömu átt. Mest var samt um það vert, að komið var ströngu skipulagi á eft- irlit með öllum verksmiðjum. Vinnutíminn var takmarkaður, einkum þar sem um óheilnæma vinnu var að ræða. í fyrirskipam frá 1895 vair þessu beitt við bak- nra landsims. En svo reis upp mik- il mótspyrna og andróður gegn því, að eigi varð framkvæmdum komið við á öðrum svæðum. Yíirleitt er óihætt að fulJyrða, að ekkert iand í Norðurálfu og þá um leið ekkert land í heimi hefir Játið sér eins vel hepnast, að koma góðu skipulagi á fátækramál og vinnulýðs mál og þýzka ríkið. Hvergi eru kjör vinnulýðsins, þeg ar á alt er litið, jafn-viðunanleg og á Þýzkalandi. Og hvergi er jafn- vel séð fyrir hag fátæklinga og öln- bogabama mannfélagsins og þar. Hvað eftir annað er það tekið fram, að á Þýzkalandi sé alls engir fá- tæklingar. ÁstsæJdir þær og þjóð hollusta, sem Vilhjálmur II. nýtur, er að langmestu leyti á þessu bygð. Enda er það ekkert smáræði, því í stjórn þar er Akillesar-hæilinn fiestra þjóða. 39. Jafnaðarmenn og keisarinn. En um leið og uml>ætur þessar voru gerðar, lét keisarinn og stjórn- in yfirlýsingar og ummæli fylgja þeim, eins ákveðin og ótvíræð og framast mátti, gegn kenningum jafnaðarmanna. Þeir voru iátnir skilja, að umbætur þessar væri alls ekki gert í því skyni, að taka kröfur þeirra hið allra-rninsta til greina, heldur einungie til að sýna að allar aðferðir aðrar til mannfé- lags-umbóta , en þær, sem þeim hefði hugkvæmst, væri betri og eðlilegri. Keisarinn tók af skarið, er hann talaði til verkfallsmanna í borgun- um Berlin og Breslau. Þar birtist hann þeim eins og nokkurs konar refsinorn og talar um jafnaðar- menn og kenningar þeirra eins og væri hann málaflutningsmaður auðkýfinga og landeigenda. í mínum huga jafn-gildir hver jafnaðarmaður fjandmanni ríkis- heildarinnar og föðurlandsins. Fari svo, að eg verði þess var, að jafnaðarmannastefnan fléttist sam- an við umbótakröfurnar og æsi upp ólögmæta mótspyrnu, þá ætla eg mér að taka stranglega og ó- vægilega í taumana og beita öllu því valdi, sem eg á yfir að ráða og — það vald er mikið. Svo fórust keisaranum orð í Ber- lín 1889. Það var okki fyrr en árið 1902, sem hann talaði til verka- manna lýðsins í Breslau á þessa leið: Árum saman hafið þér og bræður yðar látið blekkjast af æsinga- mönnum jafnaðarmanna til að gera yður í hugarlund, að ef þér tilheyrið flokki þessum eigi og veit- ið honum viðurkenningu, verði yð- ur enginn gaumur gefinn og þér komist aldrei svo langt, að fá neina áheyrn um réttmæt áhugamál yð- ar og umbætur á kjörum yðar. Það er herfileg lýgi og argasta villa. 1 stað þess beinlínis að tala máli yðar, leitast æsingamennirnir við að fylla yður vonzku gegn verk- gefendum, gegn öðrum stéttum, gegn hásætinu og gegn kirkjunni, ....Og í hverjum tilgangi er vald þetta notað? Ekki til þess að auka velferð yðar, heldur til þess að sá út hatri milli stéttanna og breiða út auvirðilegan róg, sem eigi ber lotningu fyrir nokkurum helgi- dómi. Og að síðustu: Þeir hafa smánað almættið sjálft. Hvað eftir annað lýsir keisarinn yfir því á ótal stöðum og við ótal tækifæri, að jafnaðarmenn sé óvin- ir lands og þjóðar. Þær ræður eru svo margar, að nóg væri efni f sér- staka bók. Samt senn áður hafa allar tilraunir mishepnast urn að lokka verkalýðinn eða ógna til að snúai baki við kenningum jafnað- armanna. Hvað sem keisarinn og aðrir embættlsmenn sögðu, hélt verkalýðurinn á Þýzkalandi áfraim, freklegar en í nokkuru öðru landi, að skoða stjórnarskipulagið alt, keisarann, herinn, 'kirkjuna og lög- regluna sem fædda óvini sína. Verkalýðurinn á þýzkalandi hefir legið í faðmi jafnaðarmannakenn- inganna, sem mikið hafa til sfns máls frá almennu sjónarmiði, en eru oft og tíðum erfiðar að koma í verklegar framkvæmdir. Fyrir fiintíu árum átti þetta sér stað með þýzku borgarastéttina alla, sem þá var öll á valdi frelsis- kenninga stjórnarbyltingarinnar. í sambandi við hreyfingar þessar er það afarnhugnæmt að gera sér grein þess, hve þjóðerniseinkunnirnar þýzku gera sterklega vart við sig. í byrjan var jafnaðarmanna-hreyf- ingin sterk byltingarhreyfing En smám saman breyttist hún f eins konar lærdóms kenninga kerfi, — eins konar jafnaðarmensku rétt- trúnað. Ósjaldan virtist meira undir því komið, að Marx-kenningin væri skýrð eftir kröfum rétt-trúnaðrar jafnaðarmensku, heldur en hinu, að umibætur væri gerðar á kjörum verkalýðsins. Ágreiningsumræður þær, er fram fóru á ársþingum jafn- aðarmanna, líktust meira rökræð- um guðfræðinganna, en framkvæm- anlegum ráðstöfunum stjórnmála- mannanna. Jaifnaðarmannaflokkurinn óx og miklu góðu hefir hann til leiðar komið. Vöxturinn hefir verið langt fram úr öllum vonum. Lög gegn jafnaðarmönnum, »em Bis- marck hnfði látið samþykkja, voru nú ógilt. Þóttust jafnaðarmenn þá vinna mikinn sigur yfir ofurmenn- inu Bismarck, eins og ekki var að furða. Við kosningar 1890 náðu 35 jafnaðarmenn kosningu, árið 1893 voru 44 kosnir, árið 1898 hlutu eigi færri en 56 kosningu. Áhrif þeirra náðu ekki til iðnað- armanna einna. Mikill fjöldi þeirrai, er ýmislegum störfum gegndu fyrir stjórnina, og þeirra, er unnu á skrifstofum hennar, eða voru leynt eða ljóst f þjónustu hennar, fyltu flokk jafnaðarmanna. Haustið 1890 var þeím fyrst unt að heyja aJment fulltrúaþing á Þýzka- landi. Síðan hefir það verið háð árlega. ólíkar stefnur áttu sér stað innan flokksins. Á ' þingum þessum gafst þeim fyrst tækifæri til að leiða opinberlega hesta sína saman. 1 Berlínarborg var lítill flokkur, en harðsnúinn, er nefndi sig hina ungu — Die Jungen. — Þeir gerðu allharðar árásir á leiðtoga flokks- ins á þingi fyrir að standa í stöð- ugum málamiðlunar ^tilraunum. Þeim fanst, að þessir leiðtogar á þingi væri að falla frá upp- runalegum lýðveldis anda, sem ein- kent hefði flokkinn í fyrstu. Árið 1891 var mJkil ólga og um- brot innan flokksins. Þá var Werner og fylgismönnum hans vísað á bug úr flokknum. Sumir hans fylgismanna gerðust stjórn- leysingjar, og aðrir hurfu úr sögu. Hins vegar var’ mikill flokkur, þar som Herr von Vollmar var leiðtogi. Sá flokkur hélt því fram, að jafn- aðiarmanna-byltingin myndi verða hægfara, en engin skyndi-bylting. Kvaðst flokkur þessi vera fús til að vera f samvinnu við stjórnina um umbóta-tilraunir á þvi mann- félagsskipulagi, sem nú ætti sér stað, til þoss vellíðan og frelsi verkainannalýðsins færðist smám samam f aukana. Flokkur þessi efldist mjög, því Vollman lét sér hepnast að breiða hugmyndir jafnaðannanna út jafn- vel meðal katólskra manna í Bæj- aralandi. ílvað eftir annað voru tilraunir gerðar með að sýna fram á, að þeir væri ekki sannir jafnðar- menn. En þeim tilraunum var hvað eftir annað komið fyrir katt- arnef. Þeir héldu þvf fullri sam vinnu áfram við hinn annan væng flokksins. En stöðugt áttu þeir í vök að verjast. Prússneska stjórnin gcrði eina tilraunina á eftir annarri til að eyða flokknum með nýri lög- gjöf og afar-ströngu eftirliti lög reglunnar. Það var meira en lítið alvarlegt spor, sem stigið var og ör- laga þrungið, þegar er kosningar- lögum konungsríkisins Saxlands var breytt, í þeim ákveðna til gangi, að loka jafnaðarmenn úti frá saxneska landsþinginu Við ]>etta og margt annað urðu menn næsta hræddir um, að einhver til raun kynni að verða ger til að breyta lögum um almennan at- kvæðisrétt til ríkisþingsins — Reichstag. Stéttarígurinn og vantraustið stjónarvöldunum, sem ávalt hefir einkent jafnaðannannahreyfing una, fekk byr undir vængi og öld ungis nýjan stuðning af öðru eins stjórnimála atferli og þessu. Hins vegar urðu þess fleiri og fleiri merki, að jafnaðarmönnum óx%ug- ur og vilji til að vera í sem mestri samvinnu við frjálslynda flokkinn sem verið ihafði fjandsaimlegur garð þeirra að fornu fari. 40. Keisarinn og herinn. Þegar keisarinn hugsar um ein- valds afstöðu sína til ríkisins, er það ofur eðlilegt, að honum finn- ist þá herinn vera hin eina stoð sín og stytta. Þegar 'hann er að hugsa um þarfir hersins og aukn- ing, vill hann ihelzt ekkert vera að spyrja þjóðina til ráða; honum þykja afskifti hennar ill og óhafr andi. Hann er ekki eins og flestar einvalds.stefnur aðnar í Norður- álfu. Hann sækir ekki um leyfi til að stjórna til neins. Vald hans styðst við sverðið. Ef þjóðin er 'honum þæg og eft- irlát, vill hann vera henni góður og ljúfur. En hann ógnar henni alls konar fári, ef hún er honum ó- stýrilát og baldin. Þá hótar hann flengingum og opnum byssukjöft- um. Hann sveiflar sverðinu í ræð- um sfnum og lætur leiftra af um leið og hann nefnir guðs nafn stöð- ugt. Þegar er hann hafði vikið Bis- marek úr embætti og beitt hann margs konar lítilsvirðingu og móðgunum, þykist hann verða að kveðja hann með einhverri hæfi- legri gjöf. Og er hann fhugar, hver gjöfin skuli vera, verður hún ein- mitt sverð. Við það tækifæri verð ur keisarinn að halda ræðu, og segir þar meðal annars: Eg gat ekki fundið neitt hæfi legra tákn en sverð, þetta göfug asta og helgasta tákn Þjóðverja; það helgitákn, sem yðar hágöfgi í félagi við afa minn sáluga hjálp- aði til að laga, hvessa og líka til að bregöa; helgitákn hins mikla og volduga byggingar-tímabils; þegar steinlímið var blóð og járn; það vopn, er aldrei brestur þor, vopn, sem í höndum konunga og þjóð- höfðingja, þegar nauðsyn krefur, mun verja gegn innri óvinum þá einingu föðurlandsins, sem það eitt sinn hafði höggvið úr hendi ó- vina fyrir utan. Það er engin ný bóla, að heyra keisarann ógna þjóðinni með hern- um. Hann hafði það að viðkvæði í ræðum sínum að minsta kosti um eitt skeið, svo framarlega að þjóðin yrði honum að einhverju leyti baldfn. Þegar óttinn kemur upp í huga hans fyrir þvf, að koma kunni til uppreistar í landinu, þá er það ávalt herinn, sem hann ætlar að styðja hásæti sitt með og bæla hverja uppreist. Þegar er hann ávarpaði herinn fyrsta sinni—það var eins og frá er skýrt hér að framan þrem dögum áður en hann lét sér þóknast að ávarpa þjóðina—lýsti hann yfir því: Að algerlega ókrenkileg undir- gefni undir herjöfurinn (Kriegs- herr) á að vera hjá hernum —hern um, sem gengur að arfi frá föður til sonar, eina kynslóð eftir aðra. ....Svo erum við og saman bundn- ir — eg og herinn — svo erum við þá hvor fyrir annan fæddir, og svo skulum við óbrigðult halda sam- an, hvort sem við eigum von friðar eða storma, eftir því sem guði þóknast. Honum íanst hann eiga herinn. Hann hafi fengið hann að arfi og eigi þvf einkarétt til hans. Herinn er súlan mikla, sem veldi hans hvfl- ir á, eiins og hann kemst að orði í annarri ræðu. Hann hefir vita- skuld mjög háleitar hugmyndir um hið háleita ætlunarverk hers- ins. Hann ávarpair nýliðana, sem ganga eiga inn í varðliðsdeildina og vinina hernaðareiða sína í Potsdam 1891: Nýliðar! Þér hafið nú frammi fyrir vígðum drottins þjóni og frammi fyrir altari drottins unnið mér hollustueið. Þið eruð enn of ungir til þess að skilja hina sönnu merkingu þess, sem þegar hefir sagt verið. en verið nú kostgæfnir og fylgið skipunum þeim og regl um, sem yður verða gefnar. Þér hafið unnið mér hollustueið. Það merkir, þér börn varðliðs míns, að þér eruð nú hermenn mínir; þér hafið helgað mér sjálfa yður til lík ama og sálar. Þér eigið einungis einn óvin, og það er óvinur minn. í sambandi við þær æsingar jafn- aðarmanna, sem nú eiga sér stað, getur það komið fyrir, að eg skipi yður að skjóta eigin frændur yðar, bræður, já foreldra—sem guð forði oss frá—; en jafnvel þá verðið þér að fylgja .skipunum möglunar- laust. Þó keisairanum hepnaðist að varðveita inokkurt virtfcngi við England, eins og tekið er áður frain, tókst honum ekki að varð- veita vináttu sambandið við Rúss- land. Frakkland og Rússland voru batndaþjóðir miklar og thafði það vitaskuld mest áhrif í þessu efni. Þessar þjóðir báðiar keptust við að auka herlið sitt að miklum mun. Það varð aftur Þjóðverjum meira en lftil hvatning til að auka her sinn. Árið 1890 varð Caprivi að biðja um 20,000 manns í viðbót'við herinn. Það var fyrsta sinni að slfk viðbót hafði þótt na.uðsynleg um fram hið fyrirskipaða. Árið 1893 var stungið upp á nýjum regl- um 1 sairibandi við aukning hers- ins og þótti all-mikil tilbreyting. Skyldu herkvöð var nú gerð að al- vöru. Enginn maður átti að kom- ast hjá herskyldu, nema þeir, sem alls ekki voru hæfir. Herþjónustu tímabil fyrir hvern mann var nú stytt til tveggja ára. Umræður um þetta á þingi fóru allmjög á víð og dreif. Stjórnin lét loks tilleiðast, að fallast á breyt- ingu, sem gaf nokkuð færri menn til hersins — 557,093 í stað 570,887, eins og um var beðið. En jafnvel þessi breyting var feld með 210 at- kvæðum gegn 162. Miðflokkurinn og gerbreytingamenn tóku saman höndum með að greiða atkvæði á móti. Þingi var á sama augnabliki slit ið. En fyrir næstu kosningar klofnaði gerbreytingaflokkurinn sundur og hér um bil 20 lofuðu að ljá miðlunarlögnnum fylgi sitt. Eðlileg afleiðing þessa klofnings var sú, að áhrif flokksins þurru að miklum mun. Frjálslyndir stjórn- arandstæðingar urðu að eins 23 í stað 67, sem áður höfðu verið. Hinn gamli flokkur gerbreytingar- inanna var með þessu fallinn', lík- lega að fullu og öllu. Samt sem áð- ur voru lögin samþykt með að eins 16 atkvæða meiri hluta, sem stjórn in marði þau af með, þamnig, að Pólverjar greiddu atkvæði með henni fyrsta sinni, miðflokkurinn katólski allur á móti stjórninnJ. 41. Vald keisarans. Hina skömmu stund, sem Friðrik III. sat að völdum (99 daga), eins og áður er skýrt frá, voru lög sam- þykt bæði í prússneska þinginu og sambandsþinginu (Bundesrat), sem lengdu þingtímann frá þrem- ur til fimm ára. Þegar lög þessi voru lögð fyrir keisarann til þess þau öðluðust undirskrift hans, kvaðst hann þurfa að fhuga þau, áður hann gæti gefið þeim stað festingu. Bismarck benti honum á, að grundvallarlög ríkisins leyfðu keisaranum ekki að synja lögum samþykkis, «r samþykt heíði yerið af ríkisþingi og sambandsþlngi. Aftur gæti hamn sem konungur Prússa látið erindreka sína and- mæla lögum f sambandsráðinu (Bundesrat—efri málstofa). En þegar lög hefði náð samþykki þar, væri það skylda hans sem keisara, að láta lögin öðlast gildi. Keisan inn> félst á þessa skýringu grund- vallarlaganna. Þetta er gott að hafa í cminni, þegar um það er hugsað, hvern veg einvaldið þýzka þó er að ofurlitlu leyti takmarkað. Nokkuð virðast hugmyndir Vil- lijálms II. um vald keisarans vera aðrar en þær, sem fram komu þarna hjá Bismarck, og keisarinn vitri félst á að réttar væri. Vilhjálmur II. hefir hvað eftir annað tekið fram svo ljóst og greinilega, að ekki orkar neins tvímælis, hvernig hann álítur valdi keisarans farið. Hann hefir þamn hæfileika, að tala ljóst. Ræðusnild hans, sem ekki er lítil, kann eigi að skera orð við neglur sér. Kenning Vilhjálms II. um keisaravaldið virðist vera eitthvað á þossa leið: Eg er keisari og konungur með guðlegum rétti, og er beinlínis til þess korinn af guði. .. Ríkið er eign ættarinnar; Því á að stjórna réttlátlega, en algerlega laust við alla íhlutan, gagnrýni og árásir. GISLI GOODMAN TINSMIBUR. VwkstæSl:—Hernl Toronto Bt. Ol Notre Damo Ave. Ptaoae HrtaUto Garry 29SS Garry 9M Hafið þér borgað Heimskringlu ? TH. JOHNSON, Úrmakari og Gullsmiður Selur giftingaleyfisbréí. Sérstakt athyeli veitt pöntunum OB viögjÖröum útan af lanðL 248 Main St. - Phone M. «606 I. J. Bwanioi H. G. Hlarlkaooa J. J. SWANSON & CO. FASTEIGn ASALAR OS ppnlasa mtVlar. Talotml Haln 2(07 Cor. Portago and Garry. Sverð hersins er vopn stjórnar- innar, en herinn arfur keisaraætt- arinnar; ætlunarverk hans er að slá af velli alla innbyrðis óvini, ekki síður en óvini utanrikis. Nokkuð er hún hrottaleg, þessi einvaldskenning. Hún kann sér ekkert hóf. Hún er ekki ósvipuð tali hálfsturlaðs manns. Nú má enginn ætla, að hér sé iátið sitja við orðin. tóm; þetta er alt annað en dauð kredda. Ef það er kredda, þá er óhætt að segja, að það er ein allra lífseigasta kreddan, som unt er á að benda í sögu mannanna. Eftir þessari (kreddu er þýzkaiandi stjórnað. Styrjöldin, sem nú geis- ar, er bein aifleiðing hennar. Þjóðverjar finna til þess, eigi síður en aðrir. Þjóðin var tekin að verða óróieg Undir þessarri fá- ránlegu einvaldskenningu. Til þess að sætta þjóðina við einvald- ið varð keisarinn að beita öllum brögðum og ráðum til að beina huga þjóðarinnair að öðrum á- hugamálum. Fyrir því hefir löng- un til að leggja lönd undir sig ver- ið aiin upi> í þjóðinni á allar lund- ir og herinn einmitt til þess not- aður. Mannfélalgsumbætur, sem BIs- marck hóf og síðar hafði verið haldið fram um stund, voru nú farnar að giata áhrifum sfnulm. Þær voru nú orðnar ónógair til að sefa ólguna, som stöðugt er mikil í iægstu lögum mannfélagsins. Ef eigi hefði verið fundin upp ein- hver ný stefna, er hægt væri að safna þjóðinni saman um, mundu gömiu frelsiskröfurnar rísa upp með þjóðinni aftur, þó þær hefði legið niðri, síðan þær voru bældar niður 1848, og yrði þá ef til vill enn æstari. Fyrir því fer að bóla á öðru stjórnmála fagnaðar-erindi í ræð- um keisarans, en þessu um guð- lega heimild keisaravaldsins. Það Weltmacht. Þýzkaland verður að eignast pláz í sólunni. Þýzka þjóð- á nú að hefjast handa og flytja þýzka menning — Kultur — með sterkum járnihnefa út í myr'krið fyrir utan. Með því væri dýrð Hohenzollern-ættarinnar aukin og “samherjanum volduga, hinum gamla góða guði um leið sómi sýnd- ur, honum, sem ávalt hefir verið á vora hlið síðan á dögum kjörfurst- ans mikla.” MARKET HOTEL 140 Prlar tmm Street á Bóti markaVlnoœ Beatu vfnföng, vindlar o( a»- hlynlng góö. ulonkur veltlmga- maöur N. Halldóriaon, lelöboln- ir Islendlngum. *. O’CONNEL Elgandi wiaaloea Arnl Anderson E. P. Garland GARLAND& ANDERSON LÖGFRACDII’IGAR, Phone Maln 1S«1 801 Kloctric Railway Cbambori. Talafml: Maln 6302. Dr. J. G. Snidal TANNLÆKNIR. «14 SOMERSET BLK. Portage Avenue. WINNIPEG Dr. G. J. Gislason rbynlclan and Surreea Athygli veltt Augna, Eyrna og Kverka Sjúkdómum. Ás&mt innvortis sjúkdómum og upp- skurttl. 18 South 3rd St., Grand Furtu, N.D. Dr. J. Stefánsson 401 nOYD BUIL.DING Hornf Portago Avo. og Edmonten Bt. Stundar eingöngu augna, eyrna, nof og kverka-ajúkdóma. Er a* httta frá kl. 10 tll 12 f.h. or kl. 2 tll ( o.h. Phone: Main 3088. Holmlll: 10« Ollvfa St. Tala. O. 2816 K%t Vír höfum fullar blrgötr hrafn- f uetu lyfja og meöala. Komlö Á meö lyfseöla yöar hlngaö, vdr V gerum meöulln mákTaamloga oftlr Á dvfaan læknlatns. Vér alnnum T utansvalta pöntunum og aaljum Á glftlngaleyfl. : : : : f COLCLCUGH 4CO. J N«tr« Danc Jt Skcrbrcoke lt«. V Phone Garry 26S0— 26S1 g “Eldingar” Flest fólk er hrætt vitS eld- ingar, en nú er ekki þörf á at$ hræðast slíkt, því aS Townsleys Þrumulei'Sarar eru örugg vörn gegn öllum voíSa af eldingum. BitSjitS oss um upplýsingar tafarlaust. THE CANADIAN LIGHTNING ARRESTER and ELEC- TRICAL CO., LTD. Brandon. Dept. H. Man. Oss vantar gótSa Islenzka umbotSsmenn. SkrifitS strax eftir tibotSi voru. A. S. BARDAL selur llkklatur og annaat um út- farlr. Allur útbúnabur aá beatl. Ennfremur aelur hann allskeaar mlnnlavarba og lecstalna. : : «13 BHERBROOKE ST. Phoma G. 21.12 WIMNIPCG ÁGRIP AF REGLUGJÖRB heimifijréttarlead í Cuadi eg NerÍYettwIaailÍBa. Hver fJtlakyldufaBIr eba hver karl- mabur aem er lt ára, a.m var brazkur þegn I byrjun atrlSalna o( haflr varlB þat alSan, .ta a.m or þ.(n Bandaþjób- anna >ta óháSrar þJóSar, yetur teklS hotmlllarétt á fJðrSuam úr aactlon af ó- toknu otjérnarlandl f Hanltoba. Baa- katchawan ata Alborta. Umamkjandl verSur ajálfur at koma á landakrif- atofu atjornarlnnar otla undlrakrlfotofu hennar I þvl bératll. t umboSl annara Skyldari—8n mánita ábúS 0( raaktua má taka land undlr vlaaum akllyrtum. landalna á hvarju af þranþur árum. t vlaaum hérutum getur hvar land- landnaml fanslS forkauparétt á fjðrb- un(l aoetlonar mel fram landl alnu. VorB: «3.0« fyrlr bvorja okru. Skyldur: Sex mánata ábdS á hrarju hlnna nasatu þrlyirja ára ofttr hann heftr hlottS olcnarbréf fyrlr hetmlllaréttar- landl alnu og auh þaaa raaktah 68 ekrur á hlnu aolnna landl. Forkaups- réttar bréf notur landneml foncltl um lolB oc bann faar helmtllaréttarhréflB. en þð matl vlaaum akllyrBum.. Landn.ml, aom fenclY haflr halmllls- réttarland, an catur okkl f.nclS for- kaupsrétt (pro-emptlon) cotur keypt holmlltsréttarland 1 vlssum héruSum. VorS «3.00 ekran. VerSur aS búa á landlnu sez mánuSI af hvorju af þrsm- ur árum. raekta 60 okrur oc byccl* hfts, sem aé «800.00 vlrSI. Þalr aam hafa akrlfah slc fyrlr holm- lllaréttarlandl, csta unnlS landbúnaS- arvlnnu hjá hnndum 1 Canada áriS 1*17 oc ttmt s& relknast ssm skyldu- tfml á landi þslrra, undlr vlssum sktl- yrSum. • T>sc*r stjðrnarlðnd eru aucHat aSa tllkynt á annan hátt. ceta helmkomnlr hsrmenn, ssm vsrlS hafa I hsrhldnustu srlsndls oc fenclS hafa helSarlecra lausn, fenctS elns daca forcanca rétt tll aS skrlfa slc fyrlr halmlllaréttar- landl á landskrlfstofn héraSalna (en ekkl á undlrakrlfatofu). Uauanarhréf verSur hann aS ceta sýnt akrlfetofu- stjéranum. W. W. COST, Deputy Hlnlstor of tho Intertor. BIBS, aem flytja auclfslnc* þosaa 1 halmUdarUyal, fá aac* tsrcu fyrta.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.