Heimskringla


Heimskringla - 09.08.1917, Qupperneq 5

Heimskringla - 09.08.1917, Qupperneq 5
WINNIPEG, 9. ÁGÚ6T 1917 HEIMSKRINGLA 5. BLAB6ÍÐA að J)á verði enginn. hervids-alræð- ismaður, sem öllu ræður á Þýzka- landi. Það er margt, sem bcndir í átt- ina til, að sú stefnuskrá, sem nú er verið að semja og á að íramfylgja, muni fremur flýta fyrir hinum jmiklu úrslitum, sem fyr eða síðar hljóta að koma. Hervaldið verður að birtst í algleymingi og ganga fram af þjóðinni áður en hún tekur í tauma. Þýzka þjóðin er lang- þolinmóðasta þjóð Norðurálfu og hefir aldrei komið neinni stjórn- arbyltingu til leiðar. Það verður óefað hervaldið, seiji grefur sjál-fu sér þá gröf, er það ætl- aði öðrum að falla í. Það liggur ávalt í eðli hins illa, að eyðileggja sjálft sig, og svo mun það verða í þessu. En tjóðurbandið, sem því er gefið,—tímalengdin, sem til þarf, er lengri og meiri en góðu hófi gegnir, frá voru m,annlega sjónar- iniði. ------o------ Jóns Bjarnasonar skóli Þá eru úrslit júní próifsins 1 mið- skólum Manitoba-fylkis komin fyr- ir almennings sjónir í blöðunum. Próf það var undir umsjón menta- máladeildarinnar, sem þó undirbýr verkefni í samráði við háskólann. Allir nemendur í öllu fylkinu í miðskólabekkjunum (9., 10. og 11.) verða að ganga undir þetta próf, sem vilja fá viðurkenningu ríkisins fyrir námi sínu. Jóns Bjarnason- ar skóli á þar sammerkt við ialla aðra saimskonar skóla í fylkinu. Nokkrir nemendur skólans fengu leyfi til að fara út f sáningarvinnu í vor samkvæmt reglugjörð menta- máladeildarinruar og ganga þpir undir próf í desember-mánuði. Nöfn nemendanna birtast hér þá með þeim einkunnum, sem þeir hlutu í 10. og 11. bekk. Sömuleiðis eru í svigum námsgreinir þær, sein þeir féllu i og ‘*h” merkir “heiður” sainkvæmt skýringu, sem áður er gefin. 11. bekkur. Bergþór Jöhnson, 1B. Björn Sigmar, 2 (enskar bókm. og eðlisfræði). Jólnann Eðvald Sigurjónsson, 1B. Hólmfríður *S. Einarsson, 1B. 10. bekkur undirbúningur fyrir ihásk. aðeins, (arts matriculation) Thelma Eggetsson 1B. Kristján B. Sigurðson, 2 (lauk við 9. og 10. bekk). Halldór J. Stefánsson 1A (Lauk við 9. og 10. bekk). Siggeir S. Thordarson, 2. Axel Vopnfjörð, 1B (lauk við 9. og 10. bekk). Undirbún. fyrir hásk. ásamt kenn- araleyfi (combined course); Sigurbjörg Lilja Johnson 1B, li. Josej>hina Þorbjög Jónsson, 3 (brezk saga og reikn.). Guðrún Marteinsson, 2 h. Rakel Oddson, 2 (reikningur). Guðrún Ráfnkelsson, 1B, h. Rósa Johnson, 2, h. (lauk við 9. og 10. bekk). 9. bekkur. Tilhögun með lestrarskrá og próf þessara miðskóla er að mfnsta tað einu leyti flókin og erfið skilnings íyrir almenning. Þetta eina, sem eg á við, er, að miðskólanámið er undir tveimur stjórnarvöldum. Að einu leyti er það nám það, sem há skólinn heimtar til inntöku og þá undir umisjón hians, en að hinu leytinu er það áframhald af barna- skólanáminu, í alþýðuskólum og þá undir umsjón mentamáladeild- arinnar, en milli þessana tveggja stjórna er ekki algjört samræmi. Er það meðal annars í því fólgið, að mentamáladeildin heimtiar f sumum tilfellum meira af nemend- um en háskólinn. í 9. bekk t. d. heimtar hún próf í hugareikningi, háskólinn ekki. Sé nú nemandinn eingöngu að búa sig undir há- skólanám en ekki undir kenniara- leyfi, þarf ckki að taka neitt vald til greina nema háskólann; sé nem- andinn á hinn bóginn að búa sig undir kenmaraleyfi verður hann að fylgja öllum fyrirmælum menta- máladeildarinnar, því hún ein veitir iþau. Bæði háskólinn og raentamáladeildin eru f samvinnu með prófið og birta skýrslur um það. Háskólinn veitir þessiar einkunnir: 1A (80% eða þar yfir), 1B (67—79), 2 (50—66). Mentamála- deildin birtir nöfin í tveimur listr um; í öðrum eru nöfn þeirra, sem hafa staðist prófin “með heiðri” (66 2-3. %); í hinum listanum eru nöfn þeirra sem sbaðist hafa próf- in, án þess að ná svo háu .stigi; en vegna þess að mentamáladeildin prófa í fleiri greinum en háskólinn, getur nemandinn f hennar skýrsl- um hlotið hærra eða lægria stig. — Þetta þarf að athuga, til að hafa íull not af skýrslunni, sem hér er birt. Hvernig haía þá ncmendur hans staðið sig í þessu síðasta prófi? Þess skal fyrst getið, að 20 nem- endur frá skölanum gengu undir próíið, og blöðin skýra frá því, að 19 þeirna hafi staðist það, og hinn 20. stóðst próf í þvf sem háskólinn heimtar í þeim bekk, svo það er engin hindrun á því að hann fær- ist upp f næsta bekk. Má þvf telja, að allir þeir, sem tóku prófið írá skólanum, hiafi borið sigur úr být- um. Hilda J. Eiríksson. Elísabet Anma Johnson. Jón J. Austmann. Theodore Jón Blöndal. Guðmundur Guðmundsson — (stóðst próf í sögu Kanada, en féll í liugareikningi, sem háskólinn ekki heimtar. Þessi nemandi stóðst próf ;að öllu öðru leyti , því, sem tilheyrir námi 9. bekkjar.) Með skýrslu þessari er skólinn lagður undir almennings dóm, og velkominn er öllum mönnum sam- anburður við aðra skóla. Eg vil að skýrslan ihrósi skólan- um fremur en eg, og þess vegma hefi eg ekki kært mig um neitt annað en að skýra málið vel og segja rétt frá. Winnipeg, 1. ágúst 1917. Rúnólfur Mrteinsson, skólastj. Jóns Bjarnasonar skóla. -------o------- Guðmundur Olafsson V. 7 Guðmundur Olafsson er sonur Ingimundar Ólafssonar hér f bæn- um. Hann innritaðist í 223. her- deildina í marzmánuði síðastliðið ár. Var hann sendur með isérstök- í efsta bekk skólans (11.) tóku fjórir próf og þrír stóðust það með 1B einkunn, hinn fjórði með 2. einkunn. 1 10. bekk fékk eihn nemandi 1A einkunn, 4 fengu 1B einkunn, 5 fengu 2. einkunn og 1 fékk 3. ein- kunn. Meðal þeirra, sem eru að búa sig undir kenmaraleyfi, setti menta- máladeildin 4 á heiðursskrá. 1 þess- Um bekk voru 4 nemendur, sem sem tóku alt það nám er tilheyrir tveimur bekkjum (9. og 10.). Einn þeirra hlaut 2. eink., annar IB og þriðji 1. eink. Hinn fjórði hafði það hlutverk lað 'búa sig undir kennaraleyfi ásamt inntöku 1 há- skólann (combined counse), fékk sérstakt lcyfi mentamáladeildar- inraar til að stunda þetta nám f þessum bekkjum, og stóðst próf með 2. eink. og að þeim greinum viðbættum, sem mentamáladeildin ein heimtar, stóðst þetta “með beiðri.” Enginn þessara fjögra féll 1 nokkurri námsgrein. um liðsflokk frá Englandi til Frakklands 23. apríl þ. á. Hann er fæddur í Big Point bygðinni við Manitoba vatn og er nú á nítj- ánda árinu. Á Englandi var hann settur í maskínudeild eina, sem haran er í enn þá. En f þá deild eru ekki settir aðrir en þeir, sem bezta traust er borið til. Colvin & Wodlinger ;; - ► ■ - --------- ■ - • ;; LiveStockCommissioRBrakers ;; ;; Rooxn 28, Union Stock Tards ;; Winnipeg, Canada A. I. WODLINGER • • Resldence Phone: Main 2868 •• F. J. COLVIN Residence Phone: Ft.R. 2397 X ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦▼♦♦♦♦♦♦♦♦♦t Auðsjafnaðarkenn- ingar. (Úr tímaritinu “Réttur”) (Svo margt misjafnt er nú oft og einatt talað um jafnaðarmennina á vorum dögum, að mörgum mun þykja fróðlegt að heyra hvað menn þessir liafa að segja sjálfir. Þess vegna birtum vér eftirfylgjandi greinarkafla, sem eru teknir úr tfmaritinu “Réttur”, er jafnaðar- menn á íslandi gefa út. Kaflar þessir hafa inni að halda svo mik- ið af fróðleik, að margir lesendur Hcimskringlu munu sjálfsagt hafa gaman að lesa þá. — Undir jafnað- armönnum á Þýzk-alandi er ef til vill að mestu leyti komið, hvort frið verður liægt að semja við Þýzkaland í nálægri framtíð. Eins og eftirfylgjandi grein vsýnir, eru þeir fjölmennastir og öflugastir i þvf landi, sökum þess að þar þjök- uðu lýðnum sameiginlega “stóriðn- aðurinn og stjórnarfarsokur.” — Ritst.) II. Líf hvers einstaklings hefir sér- stakt gildi. Þjóðfélagslífið hefir einnig ákveðið markmið og gildi. Hvorutveggja er fólgið í: baráttu og vinnu. Stöðvist ihún og hætti, þverr lífið. Fyrsta og helzta krafa mannkyns- ins og áform einstaklingsins er það, að geta fullnægt þörfunum. Og tilgangur þeirra með starfi sínu — vinnunrai — er sá, að afla sér möguleikanna til þess. -----Auðvitð hafa rikismenn og fátæklingar verið til, frá því að ein- staklings eignarrétturinn var af- markaður og lögtrygður. Einstak- lingnum var, og er enn, heimilt að eiga svo mikla fjármuni, sem hann gat. Yoldugri og sterkari einstak- lingar raáðu brátt meiru f sinn hlut, og gátu skamtað þeim minni máttar úr hnefa. Sá máttarmeiri eignaðist jörð, hús og framleiðslu- tæki, hinn, sem miður mátti, hlaut annað hvort að fá þessi gæði leigð hjá eigandanum, eða vinna hjá honum. Eigandinn réði leigunni og naut hennar, galt verkamann- iraum kaupið, eftir eigin geðþótta, þangað til nú á síðustu tfmum. Félagsskipulagið, sem helgaði og varði eignarrétt hans, skeytti ekk- ert um, hvort verkamanninum var fenginn arðurinn af vinnu sinni, eða goldið svo fyrir haraa, að full- nægði lífsnauðsynjum hans. — En hagur eigandans — leigan af auðn- um og gróðinn af striti verka- mannsins — taldist “renta” eða framleiðsluarður, sem skipulagið trygði honum.—Eignarréttur verka mannsins veitti lionum heldur cigi fullan vinnuarð, og hlutaðist ekk- ert urn, hvort framleiddu gæðin skiftust þannig meðal félagsbræðr- anna, að enginn sylti.—Engin grein stóð í lagabálkunum, sem gæfi ein- staklingnum bendingu um, hvern- ig hann gæti aflað sér þeirra hluta og meðala, er honum voru nauð- syraleg til þess að lifa. —• En flestar menningarþjóðir hafa reynt að fyila upp í l>essa eyð — þegar þrotbú varð hjá ein- staklingnum — með fátækralög- gjöfinni og ómagastyrknum. Það fullnægir ekki, er að eins “homö- opat”-lyf en eigi lækning. — Einstaklingarnir áttu, hver fyrir sig, ráð á meðalinu, vinnunni, en þjóðfélagið — allir borgararnir — áttu rétt til auðsuppsprettunnar, náttúrugæðarana. En duglegir og sérdrægir menn og voldugri stétt- ir þjóðfélagsins, náðu óeðlilega miklu í sinn hlut og umiráð af hvorutveggju. Þetta hefir fyr og síðar gefið tilefni til margskonar hugleiðinga og kenninga. Frá upphafi eigraarréttarins hefir sú stóra skipulagsspurning legið 1 loftinu: Hvernig verður fullnægt kröfum einsta'klinganna, jafraframt þörfum þjóðfélgsins, iþannig að báðir aðilar séu ánægðir, og haldi náttúrlegum réttindum síraum ó- skertum? Spurningin hefir verið misjafnlega ljós á tímabilunum, en þó aldrei eins hávær og nú, síðan í lok 18. aldar. Einstakir menn hafa risið upp, og flokkar myndast, til þess að svara sjmrningunni og greiða úr flækjunni. Nokkrir mið- uðu tillögur sínar og kenningar f l>á átt, að veita verkalýðnum vinnuarðinn, eða fylgdu meir kröf- um hans og þjóðfélagsheildarinn- ar, reyndu að samrýma þær og koma á jafravægi. Stefna þeirra er sairahyggju- eða samvinnustefna og flokkarnir samvinnu- eða auðsjafn- aðarmenn. Aðrir flokkar stóðu á móti þeinj, annað hvort svöruðu þeir á annan hátt, eða töldu gildandi skipulag réttu úrlausniraa; þeir efldu og vörðu sérréttindin. Sumir börðust fyrir einstaklingsfrelsi og framsókn hvers eftir eigin geðþótta og orku —samkepnisstefnan og einstaklings- hyggjan. Má nefna þá sérhyggju- menra (individualista). Báðir að- ilar skiftust í fleiri sveitir. Fylgj- endur eirastaklings - hyggjunnar beittu sér — undir ýmsum merkj- um — gegn einveldi konunga og landstjóm og öðrum höftum, sem háðu einstaklingsfrelsi og hugsun- arfrelsi. Aðrir' fengu ríkisvernd til stuðnings hagsmunuin sínum. — verndartollsstefnan—, ýmsir verzl- unar- og cinokunarhringir. Sér- hyggjumenn vilja ná í sinr klær arði af viranu og náttúrugæðum, og útiloka aðra — almúgann. Eigi er rúm til þess liér að benda á dæmi um hugsuraarhátt þeirra. En “Manohestorskólinn” svo nefndi á Englandi t. d. krafðist svo ódýrr- ar framleiðslu, sem unt er, tak- markaláusar samkepni á viðsklfta- sviðinu, viðurkenraingar og vernd- unar fyrir skilyrðislausu frelsi ein- staklingsins til að hagnýta sér auðmagn og vinnu. — Það er greinileg mótsetning samvinnu- eða jafnaðarmarana. — Skoðanir, sem kendar eru við Robert Malthus (1766—1834), eru að miklu leyti lagðar til grundvallar í stefnu sér- hyggjumanraa. Telur hann, að þjóðfélagsmeinin og örbirgðin stafi af heimsku og ódugnaði lægri stéttanna — almúgans. “Fólks- fjölgunin er alls eigi fullkomið hnoss eða blessun; hún verður að sníðast eftir vöruframleiðslunni og tatomarkast með algildum höftum, ef það er eigi gert, mun náttúran sjálf taka í strengiran, fækka fólk- inu og koma á jafnvægi, með land- farsóttum og sulti. — Þess vegna verður að viðhalda erfðaréttinum, efla sérréttindin og útrýma betli- lýðnum, því að jöfnuðurinn eykur að eins eymd og lesti.” Þrátt fyrir alt hafa þessir flokk- ar samkepnis- og sérhyggjumanna unnið sitt hlutverk f menningar- sögunni. Þeir voru eins koraar plógar, sem rifu undur einveldis- höft og einstaklings-athafna helsi miðaldanna. (Meira.) I kvæði Þ.Þ.Þ., sem birtist á öðr- um stað í blaðinu, hafa slæðst inn þessar prentvillur: 1 fyrstu línu er “engan” fyrir “ungan”; í næst- seinustu línu er “hringi” en á að vera “hrímgi”. Þetta eru lesendur beðnir að athuga. HÚSBÚNADUR —Fyrir öll herbergi- I öllum húsum— Á öllu verði. Yor AGÚST HÚSBÚNAÐAR SALA gefur yður tækifæri aðbúa upp heimiii yðar meðþeim húsgögnum sem þér helst kjósið að eignast—án tilfinnanlegs kostnaðar. I öllum deildum búðarinnar er feykilega mikill atsláttur frá vanalegu söluverði. Lítið yfir vörur vorar. Afsláttur fra 20 til 50 prc. Vorir RÝMILEGU SKILMALAR gjöra yður mögulegt að njóta þæginda og gleði af Húsbiin- aðinum, á meðan þér eruð smátt og smátt að borgafyrir hann. Aðeins lítil niðurborgun, og afgangurinn eftir yðar eigin kringumstæðum. Sérstakur gaumur gefín utanbæjar-pöntunum </Æ8a/?f/e/d *92 /V24//V ST I Kennara stöður. KENNARA vantar við Reykjavík skóla No. 1489 fyrir 8 mánuði frá L sept. 1917 til 31. des. og frá 1. marz. 1918 til 30. júní. Tilboðum, sem til- greina kaup, æfingu og mentastig, verður veitt móttaka af undirrifc- uðuin til 15. ág. 1917. A. M. Freeman, Sec. Treas 44-47 Steep Rock P.O., Mant KENNA.RA vantar við Asham. Point skóla, No. 1733, fyrir 7 mán- uði, frá 17. Sept. 1917 til 31. Des. og frá 1. Marz 1918 til 15. Júní. Ef ein- hver vill sinraa því, tilgreini hanra, æfingu, mentastig og kaup. Til boðum veitt móttaka til 18. Ágúst af undirrituðum. n W. A. Finney, Sec.-Treas.. 43—64 Cayer P.O., Man. KENNARA vantar við Big Islancí skóla, No. 589, frá 1. September til 30. Nóv. 1917 og frá 1. Marz til 30. Júní 1918. Umsækjendur tiltaki mentastig sitt og kaup. Tilboðurra veitt móttaka til 20. ág. af undir- rituðuð. W. Sigurgeirsson, 46-49. Hecla P.O., Man. Góð TannlœknÍDg á verði sem léttir ekki vas- ann of mikið—og endist þó Gjörið ráðstafanir að koma til vor bráðlega. Sérstök hvílustofa fyrir kvenfólk. Dr. G. R. CLARKE 1 to 10 Dominion Trust Bldg Regina, Saskatchewan L-- ------------- Ungir Gripir TIL SÖLU MIKLA peninga má græða á þvf að kaupa unga gripi og ala þá upp. Ef þú ert að hugsa um þennan gróðaveg, kauptu þá gripina 1 stærsta gripamark- aði Vestur-Canada, og kauptu á réttu verðl. Skrifð eftlr upp- lýsingum í dag—til Colvin & Wodlínger Dcpt. H, 310 Exehange Bldg. Union Stock Yards, St. Boniface, Man. EINMITT N0 er bexti tími aíí gerast kaupandi að Heims- kringlu. Sjá auglýsingn vora á öðrum stað í blaðinu. BEZTU PLÓG-SKERAR 12 þumlunga........*2.S5 hver 13 og 14 þuml.....»3.75 '• 15 <«K 1« þuml.....$3.»5 " Aflvéla—Gang— fto. 340-342— S.R. 17 »3.10 " Plógskerar So. SP220 #3.25 “ Beztu vörur og íljót afgreiðsla. Pantið í dag. Westem Implement Supply Co. J. Cunningham, mantftr 1605R llth Ave. Regina, Saek. -----------------—_______________> ‘Jacksonian? VEGGJA-LÚSA 0G C0CKR0ACH Eitur “Eina veggjalúsa eitrið sem kens- ur að gagni”—þeta segir fólkið, og það hefir reynt margs konar teg- undir. — Þetta eitur drepur allan veggja maur strax og það er brúk að. Eg sendi þennan “Extermina tor” í hvern bæ og borg i Vestur- Canada, alla lei'S til Prince Rupert í B. C. — og alstaðar dugar það jafnvel — og kaupendur þess nota þaS ár eftir ár. — Jacksonian er ekki selt á lægra verði en önnur pöddu eitur, en það má reiða sig á að það dugir. — Komið eða skrifið eftir fullum upplýsingum. HARRY MITCHELL, 466 PORTAGE AVE. ’Phone Sher. 912 Winnipeg

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.