Heimskringla - 16.08.1917, Blaðsíða 2

Heimskringla - 16.08.1917, Blaðsíða 2
X BLAMiÐA HEIMSKRINGLA WTNNIPE», 16. AQtfiT 1917 t-------------------------- Hvað Þjóðverjar ætla sér. Eftir síra F. J. Bergiaann. Bók ein er nýlega út komin í bænuin Lausanne í Sviss, eftir Jiýzkan mann, að nafni Grumbach, »em mikla eftirtekt hefir vakið, af J>ví liún gerir svo nákvæma grein J>ess, hvað Þjóðverjum íinst al- rnent, að Jieir setti að bera úr být- um úr stríði þessu. Margir gera sér í hugarlund, að unt væri nú um Jvessar mundir, að komast að þeim friðarí»amningum við Þjóðverja, að alt sæti við sama keip og þegar stríðið hófet. Allir kannast við rússnesku meginregl- una, er fram var sett um J>að bil er byltingin mikla fór þar fram, sem fefet í setningunni: Engin landa- aukning og engar skaðabætur. I>að eigi að vena ölium þjóðum, •em við stríðið sé riðnar, megin- regla, er til friðarsamninga kemur. En sú meginregJa virðtet, enn eem komið er að nainsta kosti, fá fremur lítinn byr hjá öllum hlut- aðeigendum. Saiaherja þjóðirnar Imfa eiginlega ekki tekið henni sér- lega líklega, án þess þó að kveða upp um liana nokkurn verulegan dóm. Þjóðverjar virðast skelia við henni skolleyrum, eins og þeir vissi ekki af, að þau orð hefði nokkuru sinni töiuð verið. Bókin, sem hér er um að ræða, nefnist: Landaukningahugur Þýzkalands — Das annexionistische Deutschland. Ætlunarverkið, er höfundurinn setur sér, er að sýna frarri á, að hve miklu leyti þýzkri þjóð hafi til hugar komið, «ð á- rangur stríðs þessa yrði henni á- vinningur að því, er til iandaukn- inga kemur. Höfundurinn hefir, tii J>ess að sýna þetta, safnað sarnan öllum Jreim ummælum, sem fram hafa komið í þessu efni á Þýzkalandi í síðustu tíð. Þau ummæli eru ekki einungis frá einstökum mönnum, þeim er líklegastir væri til að hafa þann metnað mestan, að Þóðverjar leggi lönd undir sig. Þau eru úr öllum áttum. Frá Jiáum og iágum, irá keisaranum sjálfum og öðrum konungmennum Þýzkalands, frá herforingjum hans, frá ó'breyttum liðsonönnum, frá prestum og pró- fessorum, frá heilum flokkum og fé- Jögum, er allar stéttir heyra tii, en einkum þó lægstu lög mannfélags- ins. Mikið af þeim eru opinberar yfirlýsingar, er gerðar hafa verið á Bokksjiingum og féiagsfundum. Slíkar yíiriýsingar sýna ávait bet- ur almenningshug og alinennings- vilja en flest annað, sem unt er til að tína. Fyrir liví þykir bókin svo aíar-markverð, að hér er um um- rniæii að ræða, er ekki hafa verið gerð út í bláinn af fáeinum einstak- linguan, er lítið liafa hugsað út í orð sín. Þau hafa verið öll gerð að vel hugsuðu máli. Þau eru öll svo almenn, að tekin í einni heild, er enginn vafi á, að svona er hugsað um þessi efni af háum og lágum í landinu ]»ann dag í dag. Sjálfsagt er þó óhætt að taka fram, að svo og svo margir á Þýzka- landi hugsa um þetta nokkuð á aðra iund. En þeir Játa enn þá lítið til sfn heyra, því þeir vita, að hugsunarháttur þeirra brýtur bág við almenningsálitið og að það muni koma sér bezt, að láta sem minst á honum bera. Engin bók, er út hefir komið um stríðið, þykir eftirtektarverðari en einmitt þessi bók. Hún vekur nú áiíka mikla eftirtekt og bókin, seon wt kom einnig í Sviss eftir ónafn- greindan mann þýzkan, um til- drögin til stríðsina. Hún nefndist J’accuse—Eg ákæri—og mun vera í margra höndum, því engin bók var meira lesin en hún í byrjan stríðs- ins. Þar var Þýzkalandi algerlega kent um að hafa hieypt stríðinu af stað, og sú bók rituð af þeirri nákvæmni og Jæirri einstöku Jk>1- inmæði í að tína til heimildir fyrir hverju einu, sein einkennir Þjóð- verja. 1. 1 einu hljóði. í bókinni er útdráttur úr ræð- um, sem fluttar haáa verið við ýms tækifæri, opinberum yfirlýsingum, Sokksþingasamþyktum, ritstjórnar- greinum, flugritum, bækiingum, tímaritum og blaðagreinum, sem allar eru tilfærðar með stund og stað. Allir sýna útdrættir Jíessir, hvað- an sem þeir koma, hvort heldur frá hærri stéttum eða lægri, yfir þvert og breitt Þýzkaland, að rússneska meginreglan: Engin landaaukning og engar skaðabætur á ekki upp á pallborðið á Þýzkaiandi, heldur er hötuð af háum og lágum, sem önnur óhæfa og gífurleg fjarstæða. Með því móti yrði atríðlð Þýzka- landi ömurlegur úmgur. 1 hópi þeirra eiastakligna, er um- mæii í þessu sambandi eru höfð eftir, eru menn eina og ketearinn þýzki, konungurinn í Bæja.ralandi, sem er voldifgasta ríkið í liýzka sambandinu annað en Prússland, meðlimir ráðuneytanna, embættis- menn keisarans í háum stöðum, mikilhæfir umsýslumenn, herfor- ingjar, bæði þeir sem nú liafa her- forystu á hendi og aðrir, er lagt hafa iherþjónustu niður, prófess- orar við háskólana, meðlimir ríkis- þingsins og meðlimir landþingsins prússneska, jafnaðarmenn, rithöf- undar og flugritahöfundar. Ummælin eru mörg og almenn frá öllum flokkum og áhugamönn- um hinna æðri stétta. Afturhalds- flokkurinn, Miðflokkurinn, Frjáfe- lyndir Jijóðernismenn, Lýðflokkur framsóknaimanna, og allir hinir minni stjórnmálaflokkar, létu hér til sfn heyra. Allir lýsa þeir eins og í einu hljóði yfir því frammi fyrir öllum heimi, að landaskipan eins og hún var áður stríðið hófst, sé óhugs- andi fjarstæðai Gegn þessu er komið fram með fáein andmæli frá jafnaðarmönnut* og fáeinum dreifðum einstaklingum að eins. 2. Kröfur leiðtoganna. Keisarinn heimtar frið, sem gefi Þýzkalndi frjálsa ferð um höfin, og nauðsynlegar tryggingar frá sjón- armiði hermála, stjórnmála og fjár- mála. Þessi frjáfea ferð um höfin, sem svo oft er talað um af hálfu Þjóðverja, á vitaskuld að merkja á ófriðartímum. Því á friðartímum hafa Þjóðverjar sama farferlsið um höfin og allar þjóðir aðrar. Konungurinn á Bæjaralandi lýs- ir yfir þvf, að ávöxtur hernaðarins hljóti að verða sá, að efla þýzka keisaradæmið og þenja það út yfir þau landamæri, er nú eru, að svo miklu leyti sem þetta sé nauðsyn- legt, til þess að gefa trygging gegn árásum á ókomnum tímum. Hertoginn af Mecklenburg heirnt- ar frið, sem gefi keisaranum þýzka mikla aukning landa og yfirráða í Afríku og nægilega margar víg- stöðvar víðs vegar um heiminn til kolastöðva, turna til loftskeyta, og verzlunarstöðvar. Bethmann-Hollweg segir heimin- um afar-rólega, að skilyrðin, sem verið hafi áður stríðið hófet, eigi sér aldrei framar stað, og að friður sé óhugsandi fyrr en Þýzkaland hafi komið svo fótum fyrir sig, að það sé ósigrandi. Hann bætir þvi enn íreanur við, að ef nokkur geri sér í hugarlund, að Þýzkaland láti af hendi lönd þau að vestanverðu, sem unnin hafi verið, án þess trygging þess gé gefin, að Belgía verði ekki aftur eins konar lýð- skylduland Englands og Frakk- lands, þá skjátlist honum háska- lega. “Þetta merkir, að ástæður geti ekki orðið eins og þær voru áður stríðið hófst,” heldur hann áfram. “Þýzkaland getur ekki af- hent aftur hinn lang-þjáða flæmska lýð annarlegum yfirráðum.” Nýlendu - ráðherra Þýzkalands lýsir yfir því, að Þýzkaland láti hér ekki til hugar koma að láta af hendi eignir sínar hinum megin hafsins. Þvert á móti ætli það sér að styrkja og efla nýiendueignir sínar á allar lundir. Buelow fursti, sem áður var kanz- lari, heldur því hreinskilnilega fram, að viðreisn þjóðmálanna eins og þau voru í byrjan stríðs- ins, sé frá sjónarmiði Þýzkalands ekki ávinningur, heldur tjón — nicht Gewinn, sondern Verlust — ekki sigur, heldur ósigur. Fyrir því heimtar hann viðbót landa að austan og vestan. “Frökkum er blátt áfram ekki unt að skilja þá staðhöfn, að það sem þeir skoða ofbeidisfulla harðneskju, er oss Þjóðverjum brýn þjóðarnauðsyn. Ef til viil sætta Frakkar sig við á- kvæði friðarins í Frankfort 1871, þegar tfmiar líða, ef þeir gera sér ljóst, að þeirn er ekki unt að breyta, og einkum og sér í lagi, ef oss tekst að gera landvarnar af- stöðu vora gegn Frökkum öflugri.” Vewalings Frakkar! Þeim geng- ur svo bágt að láta sér skiljast, að þýzka ofbeldið sé í rauninni vina- hót, sem nauðsyn þrýstir til að hafa í frammi. Buelow getur ekki haft augun af Póllandi að austan og jafnvel Belfort að veatan. En Ballin, for- stjóri mikla gufuskipafélagsins þýzka, er að hugsa um Þríhyrn- inginn vota — das nasse Dreieck— og segir löndum sínum, að hróp- leg nauðsyn beri til að eignast ejóliðsherstöð við Norðursjóinn: Deshalb muessen wir hinaus noch ueber das Gebiet der Nordsee hin- weg uns einen Flottenstuetzpunkt suchen. Þýzkaland verður auk- heldur að eignast sterkar sjóliðs- herstöðvar hinum megin hafsins. Von Tirpit* heifir metnað enn meiri: Þýzkaland veröur aö eign- ast sjóndeildarhring, sem um- spennir allan heiminn. Luden- dorff vill hrekja Rússiand langar leiðir austur og balda Rússum ]>ar. Prófessor dr. Albert Hillebrandt, sem situr í efri málstofu prúss- neska þingsins, álítur réttast að láta fánana halda. áfram að biakta þar sem þeir eru—yfir gröfum hetj- 'anna vorra: In Ost und West muss die deutsche Flagge ueber den Graeben unsern Helden wehen. Von Bissing leggur það til við keisarann á afmæiisdegi lians, að ]>eir skuli halda því íöstu, sem þeim liafi verið trúað fyrir: Das was uns anvertraut ist, das wollen wir fasthalten. Og þaö sést hvergi nein bending um, að keisarinn liafi veitt honum neinar ákúrur fyrir að ihalda fram svo ó]>ýzkum skoð- unum. Maður áð nafni Peus, 9em er ó- breyttur liðsmaður, tekur í hönd ]>eim Buelow o-g Bissing. Hann ótt- ast, að ráðist geti 'aftur orðið á Þýzkaland að austanverðu og vestanverðu. Álítur enn þá, að cina ráðið sé, að bæta Belgíu við ]iað fjárhagsbakhjarl, sem Þýzka- land hafi við að styðjast. Ekkert er betur f lófa iagið. Peus ]>essi í- myndar sér þingmenn Belgíu á leit eftir frelsi og friði í örmum Þýzkalands, l>ar sem þeir sé þreytt- ir orðnir af 'að sjá landi sínu fórn- að Englandi og Frakklandi. Suedekum, sem iíka er hermaður, álftur, að nú sé sjálfsagt að heimta nauðsynlegar tryggingar f nýjum iöndum. Heilmann kemur fram með þá skýringu, að stríð til varn- ar verði ekki stríð til að leggja lönd undir sig, ef það hafi á end- anum sigur í för með sér og maður vinni eitthvað. Verkalýðsfélag eitt lýsir yfir þvf, að fáninn, sem blaktir yfir Antwerpen, blakti þar ávalt. Látum oss vona það! Heimspekingarnir taka undir með óbreyttum liðsmönnum. Margir kannast við vísindamann- inn og heimspekinginn alkunna Ernst Haeckel. Stefnuskrá hans er 'svo: 1. Belgíu skal skift sundur. Stærsti hluti hennar á að ganga beint til Þýzkialands. Annar parb ur á að sameinast Luxemburg. En Luxemburg á að verða þýzkt ríki. Þriðji partur Belgíu á að samein- ast Hollandi. Sýnist það vera furðuleg greiðvikni. 2. Þýzkaland á að taka m<St af brezku nýlendunum og belgíska Kongo-héraðið. 3. Norðaustur héröð Frakklands eiga að sameinast Þýzkalandi. 4. Konungsrfkinu Póilandi á að skiia Austurríki og Ungverjalandi aftur og sameina. 5. Héröðunum kring .um Austur- sjóinn á að skila Þýzkalandi aftur. 3. Kröfur þjóðarinnar. Nú má um þetta segja, að hér sé um kröfur freklundaðra ofstækis- uianna að ræða. öðru máli sé að gegna um hin-n þögula vilja alirar þessarar miklu kristnu þjóðar. Og víst er um ]>að, að miklu betri hugs> anir geta duiist í djúpi þjóðarsál- arinnar. Þegar þrýstingin verður nógu mikil, kemur það í ljós, hvað þar lifir og ihrærist. Enn sem komið er verður þess ekki vart, að sanngjarnir friðar- skilmálar hafi fæðst þar, þótt verða kunni með tímanjfm. Það, sem enn heyrist frá hihum breiðu iög- um þjóðarinnar, stefnir enn, að því er virðfet, nákvæmlega í sömu átt og ummæli leiðtoganna. Það er iíkast því, að þjóðarsálin þýzka hafi verið dáleidd af hervaldi og keisarasinnuðum embættislýð og að alt sem hún enn mælir, eða því sem næst, sé taiað í slíku millibils- ástandi. Grumbach, höfundur bókarinn- ar, sem hér er um að ræða, hefir líka séð við þessarri mótbáru. Hér eru í bók hans fjöimargar yfirlýs- ingar frá stjórnmáiafiokkum og alls konar félögum. Fyrst í þess- um flokki heimilda er yfirlýsing allra borgara flokka á ríkisþingi. Þegar jafnaðarmaðurinn, Scheide- mann bannfærði iandaukninga- stefnuma í desember 1915, svaraði leiðtogi Miðflokksins, Spahn, í nafni borgarastéttanna, að friður sá, sem væri í vændum, yrði að verða hermálum, fjármálum, efna- hag og stjórnmálum Þýzkalands í hag og innibinda f sér nýjar land- eignir. Þessarri yfirlýsingu hans var tekið með margendurteknu lófaklappi. Flokkar Jæir, sem hér áttu hlut að máli og tóku undir þessa yfirlýsing Spahns með svo mikilli ánægju, greiddu við kosn- ingarnar 1912 ekki færri en átta miljónir atkvæða. Þetta ætti að sannfæra flesta um, að J>jóðarviljinn er enn sem komið er í þeesu efni algerlega á bandi leiðtoganna, eg síðuetu við burðir sýnast benda ean í sömu áttiníu, þó eitthvað virðist þessi flokkur nú vera að rumskast. Ef menn eru ekki sannfærðir um að ]>essu sé þannig farið, ætti þeir að iesa yfirlýsingar flokkanna sér- stöku, sem allir til samans mynda ]>enna niiðflokk. Frjálslyndir þjóðernismenn lieimta efling keisaradæmisins að vestanverðu, bæði á sjó og Iandi. Og að austanverðu landamJæri, sem hentugra sé að verja og ný lönd lianda þeim Þjóðverjuin að byggja, sem þröngt finnist heima fyrir þar sem þeir eru nú. Jafnaðarmenn neita að taka undir. 10. Kröfur háskólakennaranna. Þá má ekki gleyma háskólakenm urum Þýzkalands. Friðrik mikli hafði rétt fyrir sér þegar hann sagði, að tii væri ávalt einhver séivitringur, sem reiðubúinn væri til að réttiæta hvað sem liann gerði. Vilhjálmur II. er vissulega ekki lakar staddur í ]>ví efni. í þessu Grumbacha safni eru Jæir prófessor Ludwig Stein, prófessor A. Doren, prófessor Adolf Wagner, prófessor Hermann Schumacher, sem eitt sinn var prófessor Vil- hjálmLS keisara við Columbia-há- skólann í Bandarikjnm, og prófes- sor Hans Delbruck, ásamt mörgum fleiri. Þeir koma þar fram bæði sinn í hverju iagi og margir saman. Þar er prentuð bænarskráin fræga til keisarans frá háskóla- kennurum, þar sem þeir heimta meðal annars, að Þýzkaiand bæti við sig löndum að vestanveröu frá Belfort til sjávar, bæti Belgíu við eignir sínar, afarvíðlendu svæði á herstöðvunum rússnesku, nýjum nýlendusvæðum í öðrum heims- álfum og stórkostlegum skaðabót- um. Með ofur-mikilli hógværð taka þeir fram: “Þar sem um skaðabætur cr að ræða, viljum við vitaskuld fá þær eins miklar og unt er, skaðabætur, sem jafn-gildi opinbemm her- kostnaði, sé nægilegar til að reisa Austur-Prússland við aftur og Eteass, sé trygging fyrir eftir- launasjóði handa örkumlamönn- um og umkomuleysingjum, full- nægi til endurgjalds einstakling- urm fyrir tjón, er þeir hafa ólög- lega ibeðið, og ná út yfir lúkning Jieirra útgjalda, sem viðreisn og umbætur hergagma vorra hafa í för með sér.” Undir þessari hógværu trúar- játningu voru nöfn eigi færri en 352 háskólakennara, 158 skóla- manna og presba, 143 embættis- manna, 148 dómara og lögmanna; 40 meðlimir löggjafarþinganna, bæði allsherjar þings og ríkis- þinga, 18 sjóliðsforingjar og her- foringjar, 182 banka- og verksmiðju- eigendur, 52 gestgjafar, 252 iðnaðar- menn, rithöfundar og bóksalar. 5. Kröfur rithöfunda og bækur. Af bókum uin þetta efni virðist vera heilt syndafióð á Þýzkalandi —bókum og alis konar flugritum. Eru höfundar þeirra prófessorar, verksmiðjueigendur, rithöfundar og bóksalar, og endalaus sægur af ritstjórum. Allar þessar bækur, sem gera sem allra mest úr valda- aukningu Þýzkalands, sem afleið- ingu styrjaldar þessarar, seljast i þúsund'aitali. “Eg gæti talið upp fyrir yður,” segir Herr Grumbach, “tugum sam- an af þessum bókum um að leggja lönd undir, sem út hafa komið á Þýzkalandi síðan er stríðið hófst, og þér miunduð finna bezt þektu nöfnin meðal höfundanmai Og þessar bækur seljast hundruðum og þúsundum saman. "200,000 ein- tök seld” er hróðuglega prentað utan á eina, þar sem alveldi Þýzka- lands er prédikað með æðisgengn- um ofsa. “Á þrem vikum 20,000 eintök seid” stendur að lesa á kápu bókar einnar, 200 biaðsíður að stærð, sem nefnist: Eyðing ensku heimsdrotnunarinnar og rússneska keisaravaldsins. Hefir liöfundurinn — Herr von Bleeke — þar langain lista af samverkamönn- um í hópi bezt þektu rithöfunda Þýzkalands, sem, eins og lög gera ráð fyrir, finna stór landsvæði í öll- um afkimum jarðarinnar, er sé vel þess virði að leggja undir sig. Dr. Albert Ritter hefir gefið út flug- rit, þar sem fram eru settar ótrú- legustu kröfur um lönd, er sjálf- sagt sé að leggja undir, og á titil- blaðinu stendur, að þetta sé 16. útgáfan. Þegar hugsað er um þetta synda- flóð af bæklingum og sifeldar end- urtekningar hugmyndanna, sem J>ær hafa meðferðis í stjórnarblöð- unum, fáuin vér eigi komist hjá J>eirri ályktan, að alt landið sé þrungið af Jæssu fagnaðarerindi um landrán. Þær stéttirnar, sem að völdum sitja, hafa fært sér það Bálarástand 1 nyt, gtyrjöldin hefir haft í för með sér, til þess að bála hugi þjóðarinnar upp, og þeiin hefir hepnast það, svo að þjóðar heilbrigðin er í veði, að því er til vitsmuna og stillingar kem- ur. Af bók þessari verða menn margs vísari en áður. Það er hreinasia ó- vit að áfella Rússa fyrir það, þó að þeir sé ófúsir, eins og ástatt er fyr- ir þeiin, að úthella meira blóði til að færa í lag rangsleitni fyrri tírna, og segist vera til þess bún- ir að semja frið, án þess að hugsa til að leggja lönd undir sig eða krefjast skaðabóta. Þegar verið er að kalla þá verkfæri í höndum keisarans þýzka og bera þeim á brýn að þeir sé keyptir til að tala rnáli Þjóðverja og sé fremur erind- rekar þýzka draumsins um heims- vald, er það tal óvit eitt, sem ekk- ert hefir við að styðjast. Loftskeytin, sem berast á hverj- um degi, bera fregnir, er staðfesta meginmál bókarinnar: “Að öilu verði kipt í sama lag og áður var á undian stríðinu, án landaukninga og skaðabóta, er ekki þýzkur sigur, heldur mikiu fremur þýzkur ósig- ur.” SamJherjar geta hugsað um þau úrslit eins og þeim þóknast. En það er engum vafa orpið, hvað Þjóðverjar hugsa. »-—-______ 'TSSSíSaSSfeðííóLir- 6. Hungur eftir heimsvaldi. Annað má af bókinni læra, sem ekki er síður mikils um vert. Þeir af leiðtogum Þjóðverja, sem mestir vitsmunamenn eru, eru hungraðir í að koma til leiðar, þjóðinni til handa, valdasamsteypu svo mik- illi, bæði að því er fjárvald og her- vald snertir, að heimurinn hefir aldrei séð neinn líka þess. Brezka veldið, iaust saman tengt og hrikt- andi í öllum liðamótum, þar sem kalla má að braki í hvérjum rafti, er hreint barniaglingur f saman- burði við það. Allar stéttir Þýzkalands, nema fáeinir Jrversum menn, hafa drukn- ir orðið af stjórnmálastefnu valda- fíkn'arinnar. Jafnaðarmönnum hef- ir fyjir löngu verið iofað sínum skerf. Auðmennirnir eiga ekki að fá að hafa alt í greipum sér. út úr metnaðinum miili junker-anna og auðmanna rennur meira af þjóðar- auðnum inn til jafnaðarmanna, en verkalýður nokkurs annars lands fær að njóta. Junkerarnir eru fúsir til að gefa vinnulýðnum meira en smávegis skerf af tekjum auð- mannanna. Skaðabætur og verzl- an eiga að lenda hjá auðmönnum: Jafnaðarmönnum mun ihepnast, að ná í miklu meira handa fjöld- anum með því að spana junker- flokkinn upp á móti auðmanna- flokknum, en með því að varpa junker-flokknum útbyrðis. Þetta þjóðarsamband er svo ramt, að samherjar munu þurfa á ölium köglum sínum að halda til að buga það. Það er óttinn mikli, sem hjálpar hefir til að æsa J>ýzku þjóðina upp meira en nokkuð annað. Gegn um alt þetta safn heimilda eftir Grumbaoh, má heyra óminn af þessarri hugsan: “Samherjar, eink- um Erigland, ihafa ásett sér að koma okkur fjárhagslega á kúp- una, sökum öfundar. Ef að við eflumst ekki að löndum og skaða- bótum, er úti mn okkur eins og þjóð.” í þessu felst hið mikía ætlunar- verk stjórnmálagarpa og stjórn- nnálahyggindia samherja-]>jóðanna: “Hvaða friðarskilmála er unt að bjóða þýzkri þjóð, sem geri stað- hæfingar heimsveldis forkólfanna að lygi, og spretti á böndin, er binda stéttirnar og múginn?” Um þetta segir prófessor Charles A. Beard, kennari við Columbia háskólann í New York: “Hér dug- ar ekkert kák. Yfirborðs-talshætt- (Framh. á 3. bls.) <<Eldingar>> Flest fólk er hrsett við eld- ingar, en nú er ekki þörf á að hræðast slíkt, því að Townsleyi Þrumuleiðarar eru örugg vörn gegn öllum voða af eldingum. Biðjið om um upplýsingar tafarlaust. THE CANADIAN LIGHTNING ARRESTER and ELEC- TRICAL CO., LTD. Brandon. Dept. H. Man. Oss vantar góða lslenzka umboðsmenn. Skrifið sfrax eftir tiboði voru. GISLI GOODMAN TIXSMIBIK. 8t. Ol V«rksl«Bl:—Hornl Toronto Notro Dame Ave. Fkone Garry 2»N8 Hetsnllla Garry 80 Hafíð þér borgað Heimskringlu ? TH. JOHNSON, Úrmakari og Gullsmiður Selur giftingaleyfisbrM. Sérstakt athygll veitt pöntunum og viöcjöröum útan af landl. 248 Main St. - Phon« M. «80« J. J. Bwanson H. O. HtnrlkMoa J. J. SWANSON & CO. I’ASTKIGXASALAR OG *»!■(• alVlar. Talalml Maln 26»T Cor. Portaso and Qarry, Wlul»t( MARKET HOTEL 14« Prlmr wr Street 4 nótl markaStnnm , Bestu vlnfönx, vlndlar o( aS- klynlns (66. lslenkur veitlnsa- maSur N. Halldórsson, ÍelSbela- lr lslendinsum. P. O’t'OHXKL, Eieandl Wlisl»r( Arnl Anderson E. P. Garland GARLAND & ANDERSON LðGFRÆSINGAR, Phone Mata 1661 (91 Eloetrls Railway Chambors. Talslml: Maln 6302. Dr.J. G. Snidal TANNLÆKNIR. «14 SOMERSET BLK. Portage Avenue. WINNIPEG Dr. G. J. Gislason Phyaldan and Surfeea Athygli veitt Augna, Eyrna og Kverka Sjúkdómum. Ásamt lnnvortis sjúkdómum og upp- skurtti. 18 South 3rd St^ Grand Forti, If.D. Dr. J. Stefánsson 4S1 IOYD BVII.DING Hornl Portage Ave. og Edmontoa St. Stundar eingöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóma. Er aS kltta frá kl. 10 til 12 f.h. eg kl. 2 tll 6 o.h. Phone: Main 3088. Hetmlll: 10« OUrla St. Tals. O. 2616 t Vér hðfum fullar blrgSlr hreln- ustu lyfja og mekala. KomlS meS lyfseSIa ySar hlngaS, vér gerum meSulln nákvmmlega eftlr ávlsan Iseknlslns. Vér sinnum utansvelta pöatunum og seljum glftlngaleyfl. : : : : COLCLBUGH <& CO. Netrf Diuc Jt Shfrkreeke l(l. Phone Garry 2690—2(91 A. S. BARDAL selur lfkklstur og annait un út- farir. AUur útbúnaSur sá hestl. Knnfremur selur hann allskoaar mlnnlsvarSa og legstelna. : : 613 SHERBKOOKE 8T. Pheae G. 2152 WIWNIPBG AGRIP AF REGLUGJÖRB nm heimiEtféttirlöad í Caiada og NarðTestarlao^ÍBi. Hver fjðlskyldufaSlr eSa hver ksrl- maSur sem er 1* ára, sem var breskur begn I hyrjun atrlSslns og heflr verlS þaS slSan. eSa sem er þegn BaudaþJóS- anna eSa óháSrar þJóSar, getur tekiS helmlUsrétt á fJórSung úr sectlon af ó- teknu stjórnarlandl f Manltoba, Sas- katchewan eSa Alberta. Umssekjandl verSur ajálfur aS koma á landakrlf- stofu stjórnarlnnar aSa undlrakrlfatofu hennar I þvl héraSI. 1 umboSI annara Skyldort—8«x mánaSa ábúS og raaktun má taka land undlr vlaaum akllyrSum. landalna á hvsrju af þrsmur árum. 1 vlsaum háruSum gatur hvar land- landneml fenglS forhaupsrétt á fJórS- ung! seetlonar meS frara Iandl afnu. VarS: 13.6« fyrlr hvarja akru. Skyldur: Sex mánaSa ábáS á hverju hlnna naestu þrlggja ára aftlr hann haflr hlottS afgnarbréf fyrlr halmtHsréttar- landf sfnu og auk þasa raaktaS 66 ekrur á hlnu aelnna landl. Eorkaups- réttar bréf getur landneml fenglS ura lelS og hann faer helmlHsréttarbréfiS, an þó maS vlseum sklIyrSum.. Landnsral, asm fenglS heflr hetmlHs- réttarland, sn gatur akkt fanglS for- kauparétt (pre-emptlon) getur keypt helmlHsréttartand 1 vtaeum héruSum. VerS «8.06 ekran. VerSur aS búa á landlnu aez mánuSI af hverju af þrem- ur árum, rwkta 60 ekrur og byggja húa, sem aé «800.0« vlrSI. Þalr aam hafa akrlfaS stg fyrtr helm- lllsréttarlandl, geta unntS landbúnaS- arvfnnu hjá bsendum I Canada árlS 1917 og tlml sá relknaet sem skyldu- tlml á tandt þslrra, undlr vlssum akll- yrSum. TSegar stJðrnarlSnd eru auglýat aSa tllkynt á annan hátt. geta belmkomntr herraenn, aem verlS hafa I harþjdnuatu erlandls og fenglS hafa halSarlega lausn, fengtS elna dags forganga rétt tll aS skrlfa alg fyrlr hefmllfsréttar- landl á landskrffatofu béraSstns (en ekkl á undlrskrtfstofu). Lausnarbréf verSur hann aS geta sýnt skrlfatofu- atjðranum. W. W. CORT, Deputy Mtnlatar of the Intarlor. BISS, aem flytja auglýslngu þesaa I helmlléarUyal, fá anga hergua fyrtv.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.