Heimskringla - 27.09.1917, Blaðsíða 7

Heimskringla - 27.09.1917, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 27. SEPT 1917 HEIMSKRINGLA T. BULÐSIÐA Einsamall á Kaldsdal Ferðalýsing eftir Guðmund Magnússon. “Sex eru liðin síðan ár”— eins og þar stendur. Sex ár eru liðin, síð- an eg var á ferð um þessar stöðvar. Hvílík áhrif. þau ihafa haft á mig, verður hezt af því ráðið, hvað eg man eftir því, sem þar bar fyrir mig. Dagurinn, sem eg þá var um kyrt f Kalmanstungu, er jafnan tvílitur í endurminingu minni. Annar helmingurinn er koldimm- ur, hinn er skínandi bjartur. Það kemur af því, að fyrri hluta dags- ins var eg niðri í Surtshelli, en síðari ihlutann uppi á strútnum. Surtshelli œtla eg að láta eiga sig að mestu. Svo hafa margir lýst honum, að auðvelt er að fá cin- hverja hugmynd um hann. En ætti að lýsa honum ítarlega,—hon- uta sjálfum og öllum afhellunum— þá veitti ekki af heilli bók. Og hún kemur einhvern tíma. Eg læt nægja að geta þess, að Surtshellilr er óvistlegasti staður- inn, sem eg hefi komið í. Mér líður ekki úr minni klungrið, sem menn verða að klöngrast yfir fyrir innan heliismunnan, og þekjan uppi yfir, sem grillir upi) í við glæfuna úr hellismunnanum. Innan um siík feikna-björg verður maður að smjúga og skríða eins og ormur. Og björg af sarna tægi virðast lianga laflaus í þekjunni yfir höfði manns, að eins föst á blábrúnunum. Ef eitthvert þeirra kæmi—? Nei, í hamingjubænum líttu ekki upp fyrir þig, er þú vogar þér inn í •Surtshelli, lík Sjón getur orðið taugum þínum um megn. Að eng- inn skuii liafa drepið sig þarna! En þar hefir cnginn maður svo mikið sem limlest sig. Hellirinn lilýtur að vera vígður. Skyldi nafni minn hinn góði hafa leitað sér þar hælis? Þegar inn kemur úr klungrihu, stendur maður í hvelfingu, sem yfirgengur langsamlega alt, sem gert er af manna höndum í heimin- um. Slíka hrikabygging byggir enginn mannlegur máttur. Hvelf- ing Pálskirkjunnar í London er eins og barnaleikfang hjá þessu. Innan skamms gengur maður á gömium, hörðum hjarnfönnum í hellisbotninum, þar som maður kemur aftur undir bert loft. Það er undir fremstu gjánni og þar er ræningjabælið til beggja handa, beinalicllirinn öðru megin, vígis- hellirinn hinum megin. Því að Surtshellir er gamait dæningja- bæli. Um það verður aldrei þráttað. Eg varð guðsfeginn, að komast aftur út og upp á hraunið, án þess nokkurt af þessum heljarbjörgum dytti ofan í höfuðið á mér. Seinna klöngraðist eg ofan f instu gjána og inn í “ísorgelið.” Þar var þeim mun verra en í framhellinum sem myrkrið var svartara, gólfið hálla, loftið inniklemdara og kuldinn ætlaði að drepa mann. En fárán- legt er að sjá ljósið börið innan um “orgelpípurnar”, og enginn getur séð þá sjón í draumi, nema hann hafi áður séð hana í vöku. Af Öllu því, sem eg hefi heyrt um Surtsheiii, er mér einna fastast í minni kvæði Oríms Thomsens, þeg- ar hann og förunautar hans setja séra Pál Thorarensen í þá þraut að “kveða bergmálið í kútinn.” — Grímur endar með þessu erindi: Ef draugar kynnu að drekka vín, oss datt í liug að minnast þín, sem hjartað áttir hlaðið kurt”,— og hressa líka gamla Surt. Við skiidum eftir fulla flösku og fórum burt. Eám klukkustundum síðar var eg kominn upp á Strútinn. Tveir drengir frá Kalmanstungu voru með mér. Ejórir hestar stóðu bundnir á streng í flesjunum fyrir neðan háJhnúkinn og biðu eftir Brúkið Magnesia fyrir súran maga Flestir læknar og sérfrætiingar brúka magnesíu vit5 læknun á maga- kvillum vegna hennar undravertSu á- hrifa á meltlnguna og súrinn í mag- anum. — Af öllum þeim tegundum, sem til eru af magnesíu, — svo sem oxides, citrates, carbonates, sulphates o.s.frv., þá gefa æfðir læknar æfinlega bisurated magnesíu, því hún verkar bezt. — Teskeið í volgu vatni á eftir máltít5 ver öllum súr og meltingin veröur fljótari og náttúrlegri. — VeriÖ viss um a’ð fá bisurated magnesíu, því verkun hennar er langsamlega bezt. —t>að má líka fá hana hjá flestum lyfsölum 1 litlum plötum eða í dufts- formi. — t>eir sem þjást af maga- kvillum og óreglulegri meltingu, og brúka þetta lyf í stað pepsín, charcoal, soda mints og annara slíkra meðala, eru æfinlega hissa yfir hvað verkun þess er þægileg og hvað maginn ger- ir verk sitt vel án annarar hjálpar. okkur. Dönsku mælingamennirnir höfðu látið íslenzku hestana bera sig alla leið upp á hnúkinn, og meðal þeirra var þó maður, er vóg um 100 kg. Það vona eg að aldrei verði íslenzkur siður. Einu sinni fyrir mörgum árum, þegar ferðaþráin og fjallgönguþrá- in brann mér iheitast í huga, spurði eg ögmund Sigurðsson, nú skóla- stjóra, hvaða fjall hann gæti vísað mér á, þar sem víðsýni væri mikið og fagurt, sem eg gæti notið án þess að stofna mér í nokkurn voða. Eftir litla umhugsun benti hann mér á Strútinn hjá Kalmanstungu. Þetta holla ráð læt eg nú berast til annara, stutt af minni eigin reynslu. Hvergi á íslandi er auð- veldara að komast að miklu og fögru víðsýni. Strúturinn er 921 metrar á hæð (rétt að segja 3000 fet. Hengiliinn til samanburðar, 771 metrar) og liggur prýðilega við útsýni yfir all- an norð-vesturhluta landsins. Hann stendur á takmörkum bygða og öræfa, norðan og vestan undir nöfuðjöklunum og liggja að hon- um láglendar heiðar á þrjá vegu. Eiríksjökull er “hinum megin við torgið”, ef svo mætti að orði kveða, ihæfilega langt burtu til að njóta sín, og öll Langjökuls-breiðan þar suður og austur af. Þeim, sem opin hafa augu fyrir því, sem er að gerast í náltúrunni, er Strúturinn merkilegt fjall, því að hann er fjall, sem er að fjúka. Það eru nú að vísu fleiri fjöll, en fá hér á iandi, þar sem það kemur jafnskýrt í ljós. Eins og hann er nú ihefir landnyrðingurinn sniðið hann og snikkað til. Hann er iiæstur að norðan, brattastur og hvassastur, en smáhallar suður og vestur af, því að þar skilar storm- urinn sumu af því aftur, sem liann rífur úr honum að norðan. Að norðaustan er djúp slöður eða livilft inn í hann, því að þar skella á honum kastvindarnir ofan af Eiríksjökli. Norður á há-hnúknum er mæl- ingavarða. Ilún er lík hverri ann- ari mikilii vörðu og vel hiaðinni tiisýndar en þegar nær or gengið, skilur hún sig fá þeim. Fyrst og fremst er hún óvenju-vel hlaðin og síðan öll fjötruð utan með gildum járnvír. Undir þessi járnbönd höfðu nokkrir ferðamenn smeygt nafnspjöldum sínum. Þegar svo hátt er koniið yfir venjulega vegu mannanna, verður manni fyrst fyrir að svaln sjóninni —teiga víðsýnið í löngum drögum, fá yfirlit yfir hina miklu heild, áð- ur en maður fer að athuga liið ein- staka. Hér var víður hringur og svipmikill. Okið og Borgaifjarð- arfjöllin í suðri og héraðið sjáift ineð blikandi árnar og býlin hvert við annað undir fjöllunum. 1 vestrinu Baula, Snæfellsnessfjall- garðurinn og Snæfellsjökull, on norðan við Breiðafjörðinn Skorar- lilíðar, Hornatær og Gláma. 1 norðrinu Strandafjöllin alt norður að Reykjahyrnu, Vatnsdalsfjöllin, Skagafjöllin og Mælifellshnúkur, en yfir að líta allur vatnaklasinn á Arnarvatnsheiði og Tvídægru. Til hafsbrúnar sér bæði norður af Búnaflóa og vestur af Eaxaflóa. Mest þótti mér um vert, að iíta suður á bóginn, þar sem bla3ti við endilangur Kaldidalur, sem eg ætl- aði mér að fara daginn eftir. Það verður lítið úr Skúiaskeiði, þegar maður lítur yfir það norðan af Strút, og allan veginn finst manni maður geta mælt í spönnum. Okið dregur að sér meiri athygli, þessi fallega bunga, fannhvít að ofan. Jöklaklasinn í austri er ægilega fagur. Snjóskjöldótt heljarfjöll, hornótt og hrikaleg, f jökulbrúnun- um, en mjúkar, mjallhvítar bungur liið efra. Það, scm einkennir þetta lands- lag, eru bungusteypurnar, skjald- fjöllin. Þau eru frá yngstu öld hinna miklu basaltgosa og hvergi eins fögur og regluleg eins og á Sandwieiheyjunum og íslandi, og hvergi á íslandi eins mikið um þau ein,s og einmitt á þessu svæði. Þegar farið var að draga mátt úr basaltólgu þeirri, sem í fyrndinrii hafði skapað stóra fláka af yfir- borði hnattarins, héldu smágos á- fram um einstök uppvörp, lítil sýn- ishorn af þeim feikna gosum, sem áður höfðu verið. Vatnsgufa var lítil f gosunum, svo að ekki hefir verið mikið um stórar sprengingar. Hraunleðjan ólgaði upp úr gígun- um og rann út til allra hliða, á- gætlega bráðin, Hver ólgan kom oftir aðra með ofurlitlum hvíldum á milli. A þennan hátt steyptust UPP úinar breiðu bungur, sem all- ar eru með.gíg efst í kollinum, en allar með hægum halla til allra hliða, nokkurn veginn jöfnum, og allar með ihverri hraunsteypunni ofan á annari. Vafalaust eru allar bungurnar undir Vatnajökli þann vcg myndaðar. Þessar steypur hafa líklega bygst upp rétt fyrir síðustu ísöld. Veðramót.—Það er eitt af þessum ágætu íslenzku alþýðuorðum, sem grípur yfir mikla hugsun. Aldrei hafði eg skilið það til fulls fyr en þenna dag, sem eg stóð uppi á Strútnum. Hann stendur á veðramótum. Sjaldan viðrar eins á Suður- og Norðurlandi, og munar oft svo miklu, að alt annað sumar er fyrir norðan en sunnan. Svo var þetta sumar: rosa- og vætutíð á Norður- landi, þurka- og blíðu-tíð á Suður- landi. Beltið, sem skiftir veðráttunni, liggur um höfuðjöklana og vestur af; skiftist stundum um Snæfells- nes, stundum um Glámu. Borgar- fjörðurinn fær -beggja blands. Strúturinn er f miðju beltinu. Og nú fékk eg að sjá sjón, sem eg hefði fráleitt getað ímyndað mér. Fyr en varði var kominn úfinn og ljótur þokumökkur á norður- lieiðarnar. Hann koin eins og skollinn úr sauðarleggnum upp úr dölunum í Húnavatnssýslu. Þeg- ar hann kom upp á heiðarnar, þéttist hann og bólgnaði út, en fór þó ekki lengra að sinni. Og hann kom ekki einsamall. Beljandi iandnyrðingur var með honum, sem eins og kýfði honum ofan á heiðarnar. Vötnin fyrir neðan okk- ur hvítfyssuðu og róluðust upp frá grunni af storminum. Skinnaköst- in þutu eftir þeim eins og elding- ar. Þetta var nú norður undan, en þegar við litum heim að Kal- manstungu, sem stendur undir suðurdrögum fjallsins, sáum við, að rokið var líka komiö þangað. Það tætti reykinn úr reykháfinum, og fólkið úti á túninu ætlaði að missa fiekkinn út úr liöndunum á sér. Og það sleit vatnið upp úr straumöldunum á Gejtlandsánum. En — uppi á Strútnum var blæja- logn, svo blækyrt veður, að eg kveikti í pípunni minni áveðurs við vörðuna, án þess svo mikið sem halda hendinni fyrir loganum á eldspýtunni. Svona undarlega getur veðrið hagað sér. Eiríksjökull- er fagur ofan af Strútnum. Þar stendur maður mátulega hátt til að virða hann fyrir sér allan, hátt og lágt. Hver felling, hver minsta mishæð, blasir við manni. Jafnvel hinar hársmáu sprungur uppi í sjálfum jöklinum sjást með berum augum. I venju- legum ferðasjónauka getur maður lesið á hann eins og bók. í skarð- inu milli hans og Langjökuls sér ofan á tvö leirgul vötn, lukt háum hömrum, sem blunda þar í fjalla- kyrðinni. Niður undan öðru þeirra koma efstu drög Hvítár í Borgarfirði undan fjallinu. Eiríksjökull er steypt bunga, eins og hin fjöllin, skjaldmynduð hraunsteypa, þakin jökli. En sá er munurinn, að eftir að fjaliið gaus, hefir landið brotnað og sigið niður kring um jökulinn. Við þetta hcfir móbergshellan undir lionuin sjálfum orðið að fögrum fótstalli. Hraunbrúnirnar vernda móbergið fyrir eyðingu. Skriðurn- ar eru því snarbrattar, tæplega gengar, og brúnirnar yfir þeim yfir- leitt heilar og jafnar, engin djúp og ljót gil, eins og í öðrum móbergs- fjöllum. Á einum stað stendur klettaröð eins og túða á tepotti fram úr skriðunum og nær nærri því upp á móts við brúnirnar. Það er Eiríksnípa. Þessi lögun gerir fjallið svo ó- segjanloga fagurt, að það á líklega hvergi f heimi líka sinn. Dökkur, snarbrattur fótstallurinn hið neðra, alstaðar jafn liár, en mjall- hvítt hvelið hið efra, örðulaust eins og skurn á eggi. Svo mikil- fenglegt musteri hefir enginn Saló- mon bygt. Sumarið 1904 var það eitt kvöld, að eg var á ferð fram eftir VíðidaL Eg var þá nýkominn sunnan úr Sviss og myndir Alpajöklanna hvíldu enn í huga mínum. Eg hafði séð Tödi, Finstcraarhorn, Jóm- frúna og fleiri fræga jökla, og hafði séð Alpaglóðina (Alpengluhen), sem Sehiller hefir gert heimsfræga. En nú bar fyrir mig sýn, sem mér kom óvart. Eg nam staðar til þess að njóta hennar. Það var sem mjallhvít sól, með örlitlum roða- blæ, mörg hundruð sinnum stærri en okkar sól, væri að renna upp fyrir heiðarnar í suðri. Eg hafði þá aldrei séð Eiríksjökul fyrri. — En hvað við mennirnir og allar okkar hugsanir og tilfinningar, skáldskapur og listir, er alt sam- gróið náttúrunni, sem við lifum og öndum í. í einu æfintýri í Grettis- sögu bregður fyrir mynd af manni, sem livergi á sinn líka. Það er Hall- mundur, sem Hallmundarhraun í kringum Eiríksjökul er kent við. Bjartari, glæsilegri og fegurri berg- búa getur hvergi. Grettir hittir hann á Kili, ætlar að stöðva hann og ræna og tekur um taumana á hesti hans. Hallmundur hefir ekki mörg orð, en strýkur taumana úr höndum hans. Grettir lítur í lóf- ana. — — Þar er ekki æðran eða vanstillingin, þótt ekki skorti afl- ið. Aðvörunin er blíðari, en þegar vagnstjórarnir 1 Beykjavík eru að slan.gra til strákanna sem 'hengja sig aftan í vagnana. Það, að skinnið fór úr lófunum, var að eins því að kenna, að Grettir hélt of fast. Og síðar bætir Hallmundur honum það drengilega upp í hamraskarðinu á Arnarvatnsheiði, er hann berst með honum ósýni- legur og vegur 12 menn á meðan Gretti vegur 6. — — 1 þessari dá- samlegu mynd, er Eiríksjökull orðinn lifandi. (Meira.) -------o------ Guðmundur Magnússon sagnaskáld. (JÓN TRAUSTI.) (Niðurl.) Næsti sagnaflokkur Jóns Trausta er “Góðir stofnar”, fjórar sögur, sem komu út í 2 bindum 1914 og 1915. Mest er þar spunmið í lengstu sög- una “önnu frá Stóruborg”, sem fyll- ir fyrra bindið. I öllum þessum sögum eru konur af heldri ætttum og stéttum fyrri alda höfuðpersón- urnar. Anna irá Stóruborg er í uppreisn gegn rfkjandi skoðunum og aldarhætti sinna tíma, hafnar þeim æfikjörum, sem hún er fædd og uppalin til að njóta, en vill lifa eftir eigin geðþótta, þótt í trássi sé við ættmenn sína, lög landsins og yfirvöld, og sigrar að lokum eft- ir langt og erfitt stríð. Grundar- Helga, aðalpersóna annarar lengstu sögunmiar, grípur á alvarlegum tíma inn f stjórniniálasögu landsins og lætur drepa þann mann, sem þá fer með æðsta valdið innan lands, til þess að hefta yfirgang erlends valds. Fyrri sagan er heil æfisaga, en hin síðari lýsir að eins einum viðburði. Þriðja sagan, “Hækkandi stjarna”, lýsir lífi og heimilishögumj eins af ríkustu höfðingjum landsins á fyrri tíð, Bjarnar Jórsalafara, og verður Kris- tín dóttir hans þar söguhetjan. Lýsingin á veikindum hennar f uppvextinum dregur að sér mesta athygli í sögunni. Fjórða sagan lýsir . vel sáttum dætra tveggja höfðingja, frá fyrri tímum, sem ázt j hafa ilt við, Jóns Sigmundssonar; lögmanns og Gottskálks Hólabisk-j ups. En live réttar og nákvæmar j þær lýsingar höf. séu á framkomu höfðingja fyrri alda, lffi þeirra, veizluhöldum o.s.frv., sem frá er sagt í sögum þessum — um það verða sagnfræðingarnir að dæma. En mörgum mönnum, konum og körlum, er þannig lýst í sögum þessum, að það fóik festist í minni. í “Veizlunni á Grund” er mjög falleg lýsing á eyfirzkri sumarnótt, þar sem sagt er frá viðbúnaðinuln til aðfararinnar að þeim Smiði hirðstjóra og mönnum hans. iSíðasta bókin er “Tvær gamlar sögur”, sem út komu síðastliðið ár. Fyrri sagan, “Sýður á keipum,” er mjög vel sögð, stuttorð og gagnorð, með kraftmiklum mannlýsingum, að er lýsing á vermannalífi undir Jökli fyr á tímum. Eitt af yngri j skáldum okkar liefir sagt í ritdómi j um þá sögu, að liann teidi hana “tvímælalaust bezlu sögu- höfund- arins.” f síðari sögunni er einnig veigamiklar lýsingar á mönnuih, staðháttum og viðburðum frá| merkilegu tímabili í sögu landsins, I en það er siðaskiftatímabilið. Sag- an lýsir fyrstu áhrifum lútersku kenninganna meðal alþýðu hér á landi. Eg hefi ekki minst á smærri sög- ur höf. ihér á undan, en sumar þeirra standa ekki að baki hinum lengri sögum lians, svo sem “Á fjörunni,” “Strandið á Ivolli.” “Sig- urbjörn Sleggja” o. fl. “Stjórnar- byltingin” er meistaralega dregin líking á milli náttúruviðburða og mannlífs. Á þeim 11 árum, sem nú eru liðin síðan fyrsta skáldsagan kom út eftir Jén Trausta, er það mikið verk, sem eftir hann liggur. Bók- mentir okkar væru ekki -lítið fá- tækari en þær nú eru, ef sögum þessum væri kipt þaðan burtu. Þó fer því fjarri, að eg haldi því fram, að ekki megi finna galla á þeim. Svo mun vera um flest mann- anna verk. Ýmsir hafa gert sér mikið far um að halda á lofti að- finningum gegn þeim nú síðustu árini. En þær munu standast þá dóma og velta þeim af sér, enda þótt vel megi vera, að nokkuð af aðfinningunum sé á meiri eða minni rökum bygt. Það gera kost- irnir. Aðalkostur Jóns Trausta er það, hve vel honum lætur að skapa söguheildirnar, með mönnum og viðburðum, og tvinna þetta sam- an, skapa einkennilegar og eftir- tektarverðar persónur og finna þeim rúm til þess að þær geti not- ið sín til fullnustu. Hitt er eigi svo mjög hans sterka hlið, að fága mál og stíl á hverri einstakri setn- ingu. Hugur hans ’hvílir við hitt, þegar hann semur skáldsögur sín- ar, sem líka er aðalatriðið. Því hversu vandað sem mál og stíll væri, þá væri þó sú saga einskis nýt, som ekki hefði annað að bjóða en þetta tvent. Hún þarf fyrst ogj fremst að vera skáldskapur til þess að orðbúningurinn skarti á henni. Við eigum til skáldsögur á ólastan- legu máli, sem alt um það eru leir- burður, og málið bjargar þeim á engan hátt frá þeim dómi, að þær liefðu aldrei átt að sjást á prenti. Þetta mótmælir því þó á engani hátt, að vandað mál og fagur stíll sé verulegur kostur á hverju rih verki, eigi sízt á skáldverkum. En málfræðisvizka gerir engan mann að skáldi, og hitt er ekki heldur heimtandi af öllum skáldum, að þau séu líka málfræðingar. Ekki er málfræðisþekking heldur næg til þess, að kenna mönnum að setja vel fram hugsanir sínar. Lærða málfræðinga getur skort mikið á að gera það svo, að list sé í. Eg tek þetta fram af því að mörgum hefir orðið skrafdrjúgtj um, að málið væri óvandað á sög-j um Jóns Trausta. En eg get ekki betur fundið, en að miklu meira j orð sé á þessu gert en rétt er. Það er sjálfsagt, að orð og orð koma fyrir í bókum hans, sem bera þess vott, að hann er ekki lærður mál-, fræðingur. En bæði hér á landi og annarsstaðar er svo varið, að fá- ir af rithöfundunum eru það. Hann er ekki beldur neinn sérleg- ur listaroaður f meðferð málsins, kostir hans liggja ekki á því sviði En hann ritar daglegt mál létt, á ferðarfallegt og blátt áfram, til gerðarlaust og óþvingað. Sú mái fræðisþekking, sem hann hefir afl að sér, og sú framsetning, sem hann hefir valið sér og tamið sér, ■hefir nægt honum til þess, að skapa listaverk á íslenzka tungu. Og það er höfuðatriðið, sem eftir er sózt, og um er að tala. Þ. G. —Skírnir. EINMITT NÚ er beztí tími að gerast kaupandi að Heims- kringlu. Sjá aaglýsingu vora á öðraa stað í blaðiaa. ™E DOMINION BANK ■•fml Motr* Domo o« Uukimk* Btroot. «•11 oo*k... _ . VaraoJAMor ... cloralr _ Yér (akia tltlr Tll_____ taaarmaaaa o> ábyrciamot aS (tU þtim tullamcJa. 8pariaMSaú«U<( Tor «r i« ilomlí ioa ukkw kukl k*i- M I borciaal. Ibáoortur beosa hlnta liarMortnaar 6ska a* akina vtV stateam oam bolr vtta aS ar alBorioca trn*. l#afn rart «r fulUryrífca* «fcóo*l«jka. »yr>*i> opari tualoar tyiír sjiUa rVur, kenu og börn. W. M. HAMILTON, Ráðsmaður PHOJIE GAUT MBB .... ■ < HÆSTA verð borgað fyrir Rjóma Það borgar aig ekki fyrir yður a'8 búa til smjör að sumrinu. Sendið oss rjómann og fái<5 peninga fyrir hann. Fljót borgun og ánsegjuleg viSskifti. Flutn- ingsbrósnr seldir á heild*öluverði.—Skrifið eftir á- skriftar-spjöldnm (Shipping Tags). DOMINION CREAMERIES, Asi«n. wim.ii»g North Star Drilling' Co. CORHBR BEWDHEY AND ARMOU* STREETS fí9Q/na, : Saak. Agentar í Cstnada fyiir Gus Pech Foundiy Co. og Monitor Brunnborunar áhöld. LOÐSKINN I HÖÐIR 5 ULL Ef >4r riljia hljóta fljétustn skil á andvirSi keasta verS fyrir lóðskin*, húðir, ull eg & NBdiS þktta til Frank Massin, Brandon, Man. Depl H. Skriftð eftir prísum og shipping tags. BORÐVIÐUR MOULDINGS. Við höfum fullkomnar birgðir af öllum tegundum VerCakrá verður send hverjum þeim er þess óskar THE EMPÍRE SASH & DOOR CO., LTD. FUery At*. Ejw*, Winnipeg, Man., Telephenec Maín 2511 Minnist íslenzku drengjanna sem berjast íyrir oss. Sendid beim Heimskringlu; það bjálpar til að gera lífið léttara KOSTAR AÐ EINS 75 CENTS 1 6 MÁNUÐl eða $1.50 1 12 MANUÐI. Þeir, sem vildu gleðja vini sína eða vandamenn i skot- gröfunum á Frakklandi, eða í herbúðunura á Englaadi, með því að senda þeim Heimskringlu í hverri viku, eettu að nota sér þetta kostaboð, sem að eias stendur um stutt- an tíma. Með því að slá einum fjórða af vanalegu verði blaðsins, vill Heimskringla hjálpa til að bera kostnaðinn. Sendið oss nofnin og skildingana, og skrifið vaixfiega utanáskrift þess, sem blaðið á að fá. The Viklng Press, Ltd. P.O. Box 3171. 729 Sfcrfareoke St, Winnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.