Heimskringla - 11.10.1917, Blaðsíða 5

Heimskringla - 11.10.1917, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 11. OKT. 1917 NEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA ÉG SET PENINGA BEINT í VASA YÐAR MEÐ ÞVÍ AÐ SETJA TENNUR í MUNN YÐAR ÞETTA ER ÞAÐ, sem eg virkilega geri fyrir yður, ef þér komið til mín og látið mig gera þau verk, sem nauðsynleg eru til þess að tönnur yðar verði heilbrigðar og sterkar. — Eg skal lækna tann-kvilla þá, sem þjá yður. Eg skal endurskapa tönnurnar, sem eru að eyðast eða alveg farnar. Eg skal búa svo um tönnur yðar, að þær hætti að eyðast og detta burtu. Þá getið þér haft yfir að ráða góðri heilsu, líkams þreki og storfsþoli. Expression Plates Heilt “setM af tönnum, búit5 til eftir uppfyndingu minni, sem eg hefi sjálfur fullkomna'ö, sem gefur yöur í annat5 sinn unglegan og eblilegan svip á andlitib. I>essar “Expression Plates” gefa yfcur einnig full not tanna yöar. Þær líta út eins og lifandi tönnur. Þær eru hreinlegar og hvítar og stœrö þeirra og afstaba eins og á “lifandi” tönnum. $15.00 Hvat&a tannlækningar, sem þér þarfnist, þá stendur hún yíur til boöa hér. Vottorð og meSmæli í hundraða tali frá lög- mönnum, prestum og verzlunarmönum. Varanlegar Crowns og Bridges I>ar sem plata er óþörf, kem- ur mitt varanlega “Bridge- work" at5 góöum notum og fyllir auða staöinn í tann- garöinum sama reglan sem viöhöfð er í tilbúningum á “Expression Pates“ er undir- stöfcuatribitS í “Bridges” þess- um, svo þetta hvorutveggja gefur andlitinu alveg etSlileg- an svip. Bezta vöndun á verki og efni — hreint gull brúkað til bak fyllingar og tönnin vertSur hvít og hrein “lifandi tönn.” $7 Hver Tönn Porcelain og Gull fyllingar Porcelain fyllingar mínar eru svo vandaðar og gott verk, að tönnur fyltar þannig eru ó- þekkjanlegar frá heilbrigðuín tönnum og endast eins lengi og tönnini Gull innfyllingar eru mótaðar eftir tannholunni og svo inn- límdar með somenti, svo tönn- in verður eins sterk og hún nokkurm tíma áður var. Alt verk mitt ftbyrgrnt ab vera vandab Alllr nkoðniHr kontnatiarlaunt. — I»ér eriih mfr ekkert nkuld- hundir þft ejf hafl gefift yilnr rfthiegglngar vihvfkjandi tönn- um yður. Komið efta tiltakih f gegu um taÍMfmann ft hvaða tfma þér vlljltf koma. Dr. Robinson Birks Building, Winnipeg. DENTAL SPECIALIST verið beittir sö'mu brögðum nú al- *eg nýverið. Einhvern tíma hljóta augu þjóð- arinnar að öpnast, svo hún sjái og skilji: Þetta fer að verða vonlaust. Stjómin hefir dregið þjóðina á tál- ar. Við vinnum þetta stríð aldei. l*að er iangt síðan þau orð voru l>öfð eftir prófessor Harnack, sem Þó var allur á bandi stjórnarinnar í byrjan. Pyrir meira en ári á hann að hafa sagt: Við vinnum aldrei þetta strfð. Blaðið Dagens Nyheter, sem út kemur í Stokkhólmi í Svíþjóð, hef- ir að sögn nýlega birt heilmörg við- við heldri menn á Þýzkalandi strfðið, og þar kveður við tölu- »ert annan tón en verið hefir. í*ýzkur vísindamaður, sem alveg *ýlega var á ferð 1 Svíþjóð, átti tal ▼ið ritstjóra þessa merka blaðs, og fórust orð á þessa leið: ósamkomulag með Þjóðverjum fer vaxandi með 'hverri viku. Það er ósveigjanlegra f stefnu, fyllra haturs og beiskju en nokkuru sinni fyrir stríðið, — jafnvel þótt það sé ekki eins hávært. Almenningsálit- ið er margskift í ýmsar áttir, og fer alls ekki sömu leið og flokkaskift- ingin í landinu. Lengst til hægri er al-þýzki flokkurinn, sem er leifar af þeim Slöðu dögum, er styrjöldinni var hrósað eins og stór-heillavænlegum atburði. En með hverjum degi, 8*m llður, fer þeim mönnum fjölg- ®ndi, sem með hugrekki vilja horfa sannleikanum beint í augu og *ska þess af alhug að finna eins Wjótt og unt er einhverja leið, til *ð sleppa út úr hörmungunum •oeð erns litlu tjóni og fært er, áð- Ur «n það verður miklu meira. í’eim er stöðugt að fjölga, álítur Þ«ssi þýzki vfsindamaður, sem á- Ifta, að framahld styrjaldarinnar ■auni hafa í för með sér tortíming fyrir Þýzkailand f stjórnmálum og bérhagsefnum. öll von um alls- þtrjar völd í Norðurálfu eru að hverfa. Hann bætir því við, að jafnvel f •Lþýzka flokknum, eru það fleiri en einn eða tveir menni í háum efeöðurn, er öðlast hafa þessa glögg- ahygni. Þeim hættir við, að láta bað brjótast út smám saman: “Lát- i® Belgíu og Serbfu eiga sig, já, jafnvel Elsass og Ix>tringen. 'Lofið að greiða hvað sem vera skal, ein- ungis til að binda enda á þetta, og Það sem bráðast.” f annari grein 1 sama blaði, er aagt frá viðtali við ríkisþingmanm, tem greitt hafði atkvæði með fjár- veitlngunni til hernaðar. Þegar hann var spurður, hvernig hann liti á þá tillögu, sem færi fmm á, að stríðsþjóðimar sameiginlega legði fram fé, þeim landshlutum til endurreisnar, sem stríðið hefir far- lð verst með”, snerist Þjóðverjinn •eiður við, sló í borðið með hnef- anurn og hrópaði: “Mig hefir aldrei dreymt neitt svo lólegt. Eigum við Þjóðverjar að i’aka við einum eyri frá nokkuru atórveldi til þess að endurreisa ®elgíu, að svo miklu leyti sem það er unt? Á ekki að lofa okkur, að hjóða fram bætur fyrir þá eyð- ÍBSU, sem orðið hefir? Ætlar nokkur f Norðurálfu að vera svo fcíræfinn, að bjóða okkur hjálp til Þess? Þeir, sem slfkt vilja, hljóta eannarlega að álíta okkur auma *«efla! ónei. “Þegar slík endemi hafa unnin verið í nafni þýzkrar þjóðar, verð- ur þjóðin sjálf í allri auðmýkt að- finna veg til að fægja blottina af, sem fallið hafa á mannorð hennar og góða nafn. Einir ver&um við að gera iðran og yfirbót fyrir þe ta eins og fyrir margt annað. Heim- urinn verður að gefa okkur færi á að vinna þann siðferðilega sigur, jafnvel þó annar sigur renni okk- ur úr greipum.” 1 tfmaritinu enska, Nineteenth Century and After, september hefti, er eftirtektarverð ritgerð eftir pró- tessor F. Sefton Delmer, fyrrum dócent í ensku við háskólann 1 Berlín, en fæddur í Ástralíu 1865. Hann var á Þýzkalandi, er stríðið hrauzt út, var gerður fangi 4. ág. 1914 f Berlfn og var þar þangað til 23. maí 1917, að hann komst til Eng lands. Hanin ritar af hinni mestu stillingu og nákvæmri þekkingu á öllum högum þýzkrar þjóðar. Hann segir: “Eg er oft spurður, hvernig mér hafi virzt hugur Þjóðverja vera gagnvart keisaranum og stjórn hans. Eyrir stríðið voru mentuðu stéttirnar á Þýzkalandi, nálega hver maður, á banidi keisarans. En niargt af því fólki, sem í ágúst 1914 hampaði lávarði sínum til skýja eins og nýjum Karlamagnúsi, ypt- ir nú öxlum að honum og kon- ungsættinni. “Það leggur þau vfti, sem þjóðin hefir ratað í fyrir stríð þetta, og enn þá verri víti, sem þeir eiga von á í ókominni tíð, kefsaranum til lasts og klaufaskap hans í að láta •sendi'herra sína búa stríðið undir, og kenna einvaldsstjórn hans um allar ófarirnar. Hin sífelda til- hneiging hans til að koma fram í einhverju annarlegu gerfi, löngun hans til að svíkja sjálfan sig og aðra inn í þá falstrú, að hann sé annar Friðrik mikli, óstöðuglyndi hans og ákafi um að stýra þýzkri stjórnmálastefnu, — alt þetta er orðið þeim deginum ljósara. “Hanni svifti Bismarck emhætti,” hefi eg heyrt fóik segja. “En hugs- ið um stjórnmálamennina, sem hann hefir duhbað kanzlara síðan: Caprivi fyrstan, hermann að eins; þá Hohenlohe, hirðmanninn; þá ref- inn sérplæga, von Buelow; og næst- an honum tungumjúka en kné- skjálfa heimspekinginn, Beth- mann; en aldrei reglulega mikil- hæfan mann, eða mikinn stjórn- málamann í öllum hópnum. “1 laumi minna menn hver ann- an á rit eitt, sem út var gefið skömmu eftir, að hann hófst til keisaratignar, þar sem mannjöfn- uður er ger með honucm og Cali- gula brjáluðum, þeim rómverskum keisara, er lét auglýsa sjálfan sig opinberlega sem guð og lézt vera sigurvegari Bretlands með því að láta hormenn sína fylla hjálmana skeljum, er safnað hafði verið við strendur Belgíu. “íhaldsmenm, frjálslyndir menn og jafnaðarmenn vilja allir sameig- inlega umbætur á stjórnarskránni. Eg hefi heyrt gætna íhaldsmenn segja, að Hohenzoilarnir hafi unn- ið Þýzkalandi óþægt verk, er þeir hrifsuðu til sfn arfgengan rétt til keisaranafns. “í ókominni tíð verður að kjósa keisara,” sögðu þeir, “og kjósa eftir verðleikum úr stjórnara hópi hinna miklu þýzku ríkja. Það kæmi í veg fyrir, að jafn-ótakmarkað vald væri fengið heimskum manni í hendur.” Svo farast honum orð, þessum manni, sem verið hefir kennari við háskólann í Berlín um langan tíma, og er rétt frá Þýzkalandi kominn. Hanm virðist standa vel að vígi með að skilja þá hugar- farsbreytingu, sem nú er í aðsigi með þýzkri þjóð, hvað sem úr henni kann að verða. Auimast er, að þjóðin virðist ráðþrota með, hvað hún á til bragðs að taka. Stefnuskrá jafnað- armánna er ofur-þokukend. Eng^ inn virðist kunna að gera sér ljóst, hvernig þjóðiú ætti að því að fara að þrífa valdataumana til sín. Hún hefir enga reynslu, ekkert fordæmi í eigin sögu sinni. Og herinn allur á valdi keisarastjórnarinnar. Herinn sjálfur þarf að vakna. En til þess er helzt von með því móti, að hann bíði feikna ósigur á or- ustuvelli. Það eitt virðist líklegt til að vekja þjóðina af svefni til fulls. Hvað sem annars er, sýnast merki þess fleiri og fleiri, að þjóðin sé nú þegar í svefnrofum. Ungi maðurinn, var að leggja af stað út í lífið. Blóðið ólgaði f æð- um hans og taugarnar skulfu af þrá. Hann stóð á heiðarbrúninni og liorfði á mannlifið. Sumir menn gengu hröðum skrefum eftir renn- sléttum brautum, sem ruddar höfðu verið löngu áður en þeir fæddust. Sumir voru á vegleysuim og urðum og voru að ryðja sér brautir. Sumir gengu í hægðum sínum eftir brautum, sem aðrir voru að ryðja fyrir þá. —Hvað á eg að verða? spurði ungi maðurinn. Þá kvað við rödd mikil ofan úr háloftinu og sagði: — Vertu skáld. — Vertu skáld! endurtók ungi maðurinn. — Já.x— Eg verð skáld. —Og svo gekk hann hröðum skref- um ofan gf heiðinni. Ungi maðurinn tók nú að skrifa. — Eg er skáld, sagði hann við sjálf- an sig og skrifaði af kappi. Einu sinni sat hann við borðið sitt og var að lesa rit sín. Þá kom inn til hans maður. Hann var reiðulegur á svip og ávarpaði unga manninn. með þjósti. — Þú hefir raskað ró minni. Eg stefni þér fyrir hinn mikla dóm- stól. — Eg 'þekki þig ekki, svaraði ungi maðurinn. Hví dirfist þú að bera á mig slíkar sakir? — Hvað hefir þú skrifað? — Eg var að ljúka við sögu, sem gerðist fyrir hundruðum ára. — Hvaða menn talar þú um 1 þessari sögu? — Þeir eru margir. — En manstu eftir því, að þú ger- ir einn. manninn í sögunni að ill- menni? — Já. — Eg man það. — Hvers vegna gerir þú það? — Eg veit ekki hetur en að hann hafi verið illmenni, og mennirnir, sem maður segir frá, verða að koma fram í sögunni eins og þeir nafa verið í lífinu, sumir góðir, sumir vondir. — Miskunnarlausi maður! Mað- urinn, sem þú segir, að hafi vcrið iilmcnni, er eg. Guð var húinn að gleyma syndum mínum, og eg var kominn í hóp með hinum góðu. Þú hefir rifjað upp misgerðir mín- ar og aukið við þær eftir þínum geðþótta, svo að eg hefi ekki frið í gröfinni. Brendu bókina, og þá fæ cg frið. Ungi maðurinn brendi bókina, ’og maðurinn hvarf. — Er eg ekki skáld? spurði ungi maðurinn. Þá kvað við röddin mikla: — Þig vantar bók lífsins. — Hvernig á eg að ná henni? spurði ungi maðurinn. — Þú átt að biðja þangað til að ekki er nema einn blóðdropi eftir í hjarta þínu, svaraði röddin inikla. Ungi maðurinn bað nú nótt og dag, þangað til að ekki var nema einn blóðdropi eftir í hjarta hans. Svo sofnaði hann, þvl hann var orðinn dauðþreyttur. Þegar hann vaknaði, lá bók lífsins á skrifborð- inu hans. — Nú er eg skáld, sagði ungi maðurinn og blaðaði í bók lífsins. Hann skrifaði nú hverja bókina eftir aðfa. — Eg er skáld, sagði hann og var ánægður með sjálfan sig. Einn dag kom til hans kona. Hún grét hástöfum og miæiti: — Þú gerir mér rangt til, un.gi maður. »—Eg þekki þig ekki, svaraði ungi maðurinn. — Það segir þú satt. En þó ert þú að segja frá því hvernig eg hafi verið, hvað eg hafi talað og hvað eg hafi hugsað. Eg er ein af kon- unum, sem þú segir frá í sögu þinni. Eg hefi ekki frið í gröfinni, af því að þú segir inig öðru vísi en eg var og vil vera. Brendu bókina, þá fæ eg frið. Ungi ímaðurinn brendi bókina, og konan hvarf. — Er ekki skáld? spurði ungi maðurinn. — Þig vantar sálarskuggsjána, svaraði röddin mikla. — Hvar get eg náð henni? spurði ungi maðurinn. — Hún er undir fjallinu þarna, svaraði röddin mikla. — Flyt það burtu, og þú munt finna sálar- skuggsjána. Ungi maðurinn tók til að flytja hnrtu fjallið. Það var erfitt verk. Þegar því var lokið, fann liann sálarskuggvsjána. — Nú er eg skáld, sagði ungi maðurimn og horfði í sálarskugg sjána. í henni sá liann hverja þá sál, sem hann vildi sjá. Nú gat hann skrifað. Hann þurfti ekki annað en horfa í sálarskugg- sjána, þá sá þann, hvernig sálirnar voru, og í bók lífsins sá hann hvað þær höfðu gjört. Ungi maðurinn skrifaði nú margar bækur. Einn dag kom inn til hans kon- ungur. Umgi maðurimn þekti þeg- ar, að þar var kominn konungur- inn, sem hann var að ljúka við að skrifa uim, og gladdist hann með sjálfum sér, því þessi konungur hafði gert margt gott, og sál hans var einhver íegursta sálln, sem ungi maðurinn hafði séð i skuggsjánni. Konungurinn mælti: — Brendu bókina, sem þú skrif- aðir um mig, svo að eg fái frið í gröf minni. — Hágöfugi konungur! Tignasti herra! Hefi eg sagt nokkuð ilt um yður? — Nei, ekki ilt, en margt ósatt, svaraði konungurinn. — Hefi eg ekkj sagt frá sál yðar, eins og hún kom mér fyrir augu i skuggsjánni? Hefi cg ekki sagt frá verkum yðar eins og þau eru skráð í bók lífsims? —Þ ú hefir sagt frá verkum mín- um eins og þau komu þeim fyrir augu, en þú hefir sagt ósatt um sál mína. Þú segir, að sál mín hafi verið fögur og björt og hvergi hafj séð hlett á henni. Þetta er ósatt. — Eg hefi emgan blett séð á sál yðar hátignar, hvernig sem eg hefi skoðað hana í sálarskuggsjámni. — Blindi maður! svaraði kon- ungur. Þú segir, að vilji minn hafi verið göifugur og skær, eins og sól- argeislinn. Þú segir, að eg hafi hrygst með hryggum og glaðst með glöðum. Þú segir, að eg hafi hugsað gott um óvini mína. Þetta er lygi. — Þetta stendur skrifað í bók lífsins, og eg sé í sálarskuggsjánni, að þannig hefir sál yðar hátignar verið. — Fávísi maður! Hefir þú ekki séð hve langt er milli línanna í bók lífsins? Þú lest bók lífsins og þyk- ,i$t sjá alt, sem þar er skráð, en vita skalt þú, að á milli línanna, sem þú sér, er annað letur, sem er 6- sýnilegt þínum augum, og þar er sagt frá öllu, eins og það var. — Kalla þú á unga mamninn þarna, sem gengur við hlið unnustu sinm ar og er á leið til brúðkaupsins og láttu liann sjá sái unnustunnar i skuggsjánni. Láttu hann svo sjá ana að ári liðnu, og vittu, hvort hann þekkjr hana aftur. Kalla þú á annan þessara manna, sem ganga hlið við hlið og eru lijartfólgnir vinir, og láttu hann sjá sál vinar sfns 'í skuggsjánni. Að ári liðmu verða þeir svarnir óvinir. Láttu hann þá sjá í skuggsjána, og vittu hvað hann sér. Vita skalt þú, heimskingi, að eg gladdist ekki alt af með þeim, sem j voru glaðir, þótt eg létist gera það. Eg bar stundum nístandi sorg i hjarta, þótt eg létist vera glaður. Eg hrygðist ekki alt af með þeúm hryggu, þótt eg létist vera hrygg- ur. Eg gladdist meira að segja yf- ir hrygð óvina minna. Eg hataði óvini mína, en eg lézt elska þá, til þess að geta náð valdi yfir þeim. Þegar þú nú veizt þetta, heldurðu þá að vilji miun hafi verið göfug- ur eins og þú segir. Nú er eg orð- inn betri rnaður en eg var. Hið liðna er gleymt. Það veldur mér hrygðar, að það er rifjað upp. Bókin þín er lygi frá upphafi til enda. Brendu hana, þá fæ eg frið. Ungi maðurinn brendi bókina, og konungurinn hvarf. Ungi maðurinn kallaði á unn- ustann. — Viltu sjá sál unnustu þinnar? spurði ungi maðurinn. Unnustinn varð mjög glaður og játti því. Enga sál langaði hann j eims mikið og sjá sál unnust- J unnar. Hann leit í skuggsjána og andlit J hans ljómaði af fögnuði. Sál unn- ustu lians var svo töfrandi fögur, að hann hefði getað horft á hana alla æfi og aldrei þreyzt. — Komdu að ári liðnu og sjáðu sömu sálina, sagði ungi maðurinn. Ungi maðurinn kallaði á annan vinanna. — Viltu sjá sál vinar þíns? spurði' ungi maðurinn. Vinurinn játti því og leit í skugg- sjána. Hann varð glaður, því að sál vinar hans var fegurri en hon- um hafði nokkru sinni komið í hug. — Komdu að ári liðnu og sjáðu sömu sálina, sagði ungi maðurinn. Ár leið. Unnustinn, sem nú var orðinn eiginmaður, kom til unga mannsins. Hann leit í sálarskuggsjána. — Þetta er ekki sama sálin og eg sá í skuggsjánni í fyrra, mælti hann. Eg sé dökka bletti á þess- ari sál. en eg sé einnig ljósari bletti en eg sá á sál unnustu minnar. En hvaða sál er þetta? — Það er sál konu þinnar, sem var unnusta þín í fyrra, svaraði ungi maðurinn. Vinurinn koon og leit í sálar- skuggsjána. — Þetta er ekki sama sálin, sagði hann. Þessi sál er svört og illúð- leg, en hin sálin var björt og góð- (Framh. á 8. bls.) Gall Steinar Læknaðir á 24 kl. tímum án alls sársauka Meltingar, maga og lifrar kvillar, botnlangabólga og nýrnasteinar orsakast oft frá Gallsteinum, sem er hættulegur sjúkdómur og kem- ur fólki oft til að trúa að það hafi magakvilla, magakvef og meltingar- leysi, en þegar sárir gallsteina verk- ir þjá fólkið finnur það fyrst hvað hvað það er. Níutíu af hverjum 100 fólks veit ekki að það hefir gall- steina. Fáið meðul í dag og forð- ist þannig uppskurð. Fæst alstaðar á $5.00, sent frítt um öll vesturfylkin af Alvin Sales Co., Dept. “K”, P. O. Box 56. Win- nipeg, Man. Búið til af J. W. MARLATT & CO. 581 Ontario Str., Toronto. Ont. Ný og undraverð uppgötvun. Eftir tíu ára tilraunir og þungt erfiði hefir Próf. D. Motturas upp götvað meðal, sem er saman blandað sem áburður, og er á- byrgst að lækna hvaða tilfelli sem er af hinum hræðilega sjúk- dómi, sem nefnist Gigtveiki og geta allir öðlast'%»að. Hví að borga lækniskostað og ferðakostnað í annað loftslag, úr því hægt er að lækna þig heima. Verð $1.00 flaskaan. Póstgjald og stríðsskattur 15c. Einka umhoðsmenn MOTTURAS LINIMENT CO. P. 0. Box 1424 (Dept. 8) Winnipeg, Man. C__________________________ G.H.Nitson Kvenna og karla Skraddari Staersta skraddarabúS Skan- dinava í Canada. VandaíS- asta verk og verS sanngjarnt C. H. NILSON 208 LOGAN AVE. aSrar dyr frá Main St. ’Phone: Garry 117 WINNIPEG - MAN. “Það drepur þær allar” Allir, sem keypt hafa Jacksonian Liquíd Death fyxir veggjalýs, hafa sömu sögu að segja: “Það drepur þær allar" og skilur enga bletti eft- ir, jafnvel ekki á hvítu silki. 10 ára gamall drengur getur brúk- að það og þótt hann drykki af því í misgripum myndi það ekki skaða hann. Það drepur ekkert nema veggjalýs — og gjörir það rækilega. Eg hefi byrði mína af meðmælum frá notendum þess. —Hér er eitt bréfið: “Nóttina áður en eg hrúkaði Jacksonian Liquid Death fyrir Veggjalýs, drap eg fleiri tugi á veggnum alia nóttina. — Næstu nótt sást engin veggjalús og eg svaf vært. John Galloway, 380 Mountain ave., Winnipeg." Skrifið eða sjáið HARRY MITCHELL, 466 PORTAGE AVE. ’Phone Sher. 912 Winnipeg HAFIÐ kÉR BORGAÐ HEIMSKRINGLU? Skoðið litla miðann á blaðinu yðar — hann segir til. HRAÐRITARA OG BOKHALD- ARA VANTAR Það er orðið örðugt að fá æft skrifstofufólk vegna þess hvað margir karlmenn hafa gengið í herinn. Þeir sem lært hafa á SUCCESS BUSINESS College ganga fyrir. Success skólinn er sá stærsti, sterkasti, ábyggileg- asti verzlunarskóli bæjarins Vér kennum fleiri nemend- um en hinir allir til samans —höfum einnig 10 deildar- skóla víðsvegar um Vestur- landið ; innritum meira en 5,000 nemendnr árlega og eru kennarar vorir æfðir, kurteisir og vel starfa sín- um vaxnir. — Innritist hve- nær sem er. The Success Business College Portaftrc Ofc Edmonton WINNIPEU

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.