Heimskringla - 15.11.1917, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 15. NOV. 1917
HEIMSKRINGLA
7. BLAÐSIÐA
Frú Teresa Fenn
Saga frá Vancouver, B. C.
Eftir
J. M. BJARNASON.
>=----------------------
(Framh.)
“Þið hafið valið ykkur gott hús
og góðan stað,” sagði hún alt i
einu, eins og ln'in vaknaði af
draumi; ‘hlíðin liérna veit svo vel
við hafrænunni og sólarlagi, og
héðan er yndfefagurt iitsýni. Mað-
ur sér yfir alla borgina, út á ‘höfn-
ina, yfir til Norður-Vancouver og
yfir alt Stanicy Park, skemtigarð
inn fagra. Og svo sér maður svo
Undur vel alla ljósa-dýrðina á
kvöldin. Maður sér líka blessuð
fjöllin fyrir norðan og norðaustan
naeð öllum sínum kynjamyndum;
“Ljónunuim”, “Rjúpunni”, “Fílnum”
og “Tígrisdýrunum”. — En ef til vill
sér enginn “Fílinn” og “Tígrlsdýr-
in”; neina eg og hún Paulin John-
son, skáldkonan góða — hún Teka-
hionwake — blóm og ’kóróna Indí-
ánanna í Kanada. — En nú er hún
veik — hin fríða, elskulega Tekalii-
onwake er veik, og liggur fyrir
dauðanum—ihúin er að deyja—(Jeyja
—deyja! — Heilaga guðsmóðir! —
“Liljan í dalnum” er fölnuð og—er
nð deyja!”
3>að komiu krampadrættir í kring
Um munninn, það komu tár í aug-
Uin Ihennar, og það setti að henni
grát með isárum ekka. Hún sneri
sér frá okkur og hljóp yfir í húsið
sitt.
“Hetta er undarleg kona og mjög
taugaveikluð,” ®agði konan mín.
Tveim dögum síðar kom hún aft-
Ur til okkar og kóm þá inn, og
gjörði sér eitthvað til erindis. Hún
var að sjá glöð og hress, og talaði
um eitt og annað.
“Hvaðan ertu?” spurði eg stuttu
áður en hún kvarldi.
“Frá Micbigan í Bandaríkjun-
Um,” svaraði hún. “Eg er fædd f
I>etroit, gekk þar á nunnu-skóla,
og giftist þar.”
“Og hvað ertu búin að vera lengi
í Vancouver?” sagði eg.
“Hiálft annað ár,” sagði hún, “en
sjö ár alls á Kyrrahafs-ströndinni,
á ýmsum stöðum. Við erum sjald-
®n lengi í sama stað, því maðurinn
uiinn er hálfgjörður æfintýramað-
Ur: gullneini, fasteignasali, og—alt
Uiögulegt.”
Hún brosti raunalega.
“Hefirðu knnnað vel við þig hér
á ströndinni?” sagði eg.
“Já, að mörgu leyti mæta vel. —
Eg kom hingað vestur með þeim á-
setnimgi að græða— græða heilsu,
og safna kröftum, og verða sterk.
Og gróðinn kom undrunarlega
fljótt. Fjallaloftið og hafgolan áttu
vel við mig, og gáfu mér nýjan
þr<^tt. — Ströndin hérna sýndi mér
alt aí nýjar og nýjar myndir á
fjalíahnjúkunum, og í skörðunum,
og í gljúfrunum. Litirnir eru hér
svo makalaust skýrir og hreinir:
fjallatindar mjallhvítir, dimmblá-j
ar hlíðar, og sefgrænir skógar. T>að
laðaði mig strax að þossari strönd. |
Og þar að auki á hér hvert
annes, hver hólmi, hver vog og vík
sína sögu, bæði forna og nýja. Það
hændi mig líka að iþessu undra-
landi. En Vancouver-borg náði Iþó
á mér sterkustum tökunum. Hún
hafði flest bjargráð fram að bjóða;
hún var lífvænlegasti staðurinn á
allri ströndinni fyrir mig og mann-
inn minn; og ®vo var líka Huldu-
skógur hér svo nærri, sem mig lang-
aði mjög til að kanna; — nei, mig
næstum Jangaði til að villast þar í
l>okunni og rata í æfintýri, langaði
til að leysa einhvern fríðan kon-
hngsson úr álögum, og láta ein-
Heilsureglur við
meltingarleysi
Sérstakt matarhæfi óþarft.
Þatí eru tvelr veglr fyrlr fólk, sem
Pjálst af meltingarleysi. súrum maga,
vindþembu o.s.frv., aS fá bót á þessu.
Fyrst, vegna þess ab nálega öll tilfelll
af ofannefndum kvillum eru beln af-
■eiöing af súr og ýldu, þá má foröast
b-o boröa þann mat, sem myndar súr
°í meltist seinlega, eins og t.d. alt
stifelsi og sykur, kartöflur, brauö ald-
og flestar kjöttegundir, þá eru a»
eins eftlr sem hættulausar fæöuteg-
^oðir "gluten” brauö, kál, og litlir
skamtar af hvítu kjöti af hænsnum og
yalkúnum. Svona matarhæfi er ekki
ibllnægjandi, en stundum bætir þat5.
«inn vegurinn og sem kemur þeim
eerstaklega vel, sem matlystugir eru,
er aö boröa alt sem þá langar i, en
íj;rir,>yggja alla meltingarleysishættu
™eT5 því at5 brúka Bisurated Magnesia
„J-eskeiö í volgu vatnl á eftir máltiö-
m, eöa hvenær sem tilkennlng er í
KinRanu.m- eyt5ir á svipstundu
fsur °* öt5ru skatinæmu eitrl í
v«?vnnl„ °s >ætur magann gjöra sitt
náttúrlega. — Vegna þess hve
v ' ,.ah® er handhægt, þá er nú þessi
r-*Mr brúkat5ur mjög alment—i statS
siíi«a vanans at5 fasta og kvelja
vJa“a Sig metS sulti. 1 þessu sam-
a* v.má *eta þess, at5 sít5an fólk fór
]vf„Pekkja. þetta ráti, þá hafa marglr
n««it‘ar betSitS um atS Blsurated Mag-
DI«i? Væri sett saman i lltlar 6 gr.
tsk.Ví’ J5*- eru 2 eBa 3 af Þeim á viti
? duft formi, ,en er þægllegra atS
•ara þat5 á sér þannig.
hvern ung-an Kapílanó «egja mér
sögur af Indíánaköppunum frægu,
og—”
Hún þagnaði og horfði um stund
út í bláinn. En alt í einu kiptist
hún við og fórnaði höndum.
“Heilaga guðsmóðir!” hrópaði
hún, og það var grátsfcafur í rödd-
inni. “Nú er enginn Kapílanó leng-
ur til, se<m segir söguna af hinni
fornu frægð hins rauða manns—
nei, enginn. — Hann er dáinn, dá-
inn, hann Kapílanó er dáinn!”
Og aftur greip hana krampa-
dráltur í kring um munninn, og
það setti að henni sáran grát með
áköfum ekka og andköfum, eins og
í íyrra skiftið, isem við töluðum við
hana. — Hún tók báðum höndum
fyrir andlitið, hljóp út úr húsinu
og fór heim til sín.
“Hún er ef til vill skáldkona,”
sagði konan mín.
Þegar leið fram á haustið og þok-
ur og vætur gengu í garð, og dag-
arnir fóru að styttast, þá kom Ter-
esa yfir í húsið til okkar á hverjum
einasta degi (nema sunnudögum),
og stundum oft á dag. Og sum
kvöld sat hún hjá okkur svo
klukkutímum skifti. Hún var alt
af verða okkur meir og meir sam-
rýnd, og okkur fór brátt að þykja
mjög vænt um hana, eims og hún
væri sy.stir okkar cða dóttir.
“Mér leiðist að sitja alt af ein
heima,” sagði hún á stundum, þeg-
ar hún kom; “maðurinn minn fer
ávait í burtu í býtið á morgnana,
og kemur ekki iheim aftur, fyr en
um miðnætti. Og þess vegna finst
mér eg alt af vera e i n—eim—srvo
óttalega ein!” Hún varpaði mæði-
lega öndinni og krampadrættir
komu í munnvikin.
Teresa var á stundum undur
barnaleg f framkomu, eins og henni
fyndist hún alt af vera dálítil
siúika, tíu eða tólf ára. Það lá
jafnvel stundum við, að hún væri
ofurlítið brekagjörn og kenjótt. —
Hún vildi helzt sitja nærri bóka-
skápnum mfnum, eða krjúpa niður
fyrir framan hann og skoða bæk-
urnar, einkum á daginn, þegar eg
var ekki heima, og konan mín var
önnum kafin við húsverkin. Oft
sat Teresa á gólfinu með mynda-
bók í höndunum, skoðaði hverja
mynd með mikilli eftirtekt, og
raulaði fyrir munni sér einhverja
gamla, einkennilega vögguvísu; og
það var angurværð í röddinni. En
stundum sat hún í hægindastól
eða hallaði sér út af á legubek'k-
inn og las af kappi. Og það var oft
eins og hún væri að leita að ein-
hverju sérstöku — orði eða máls-
grein — sem hún ætti von á að
væri í einhverri bókinni í skápn-
um mínum.
En þegar hún sat hjá okkur seint
á kvöldin, einkum um skammdegis-
skeiðið, þá vildi hún hvergi vera,
nema við arin. Þá var það jafnan,
að hún bað mig að segja sér sögu
um ísland og íslenzku þjóðina, um
víkingana og sjóferðir þeirra, um
fund Vínlands, ■ og um alla þá
Norðmenn og Islendinga, sem forn-
sögurnar fslenzku geta um að farið
hafi til Vínlands; einkum þó sögur
um þá menn, sem til Vínlands fóru
og aldrei koinu heim aftur. Hún
var sérlega sólgin í þessar sögur—
hana hungraði og þyrsti í þær, ef
svo mætti að orði kveða — og hún
fókk aldrei nóg af þeim.
Eg sagði henni þessar sögur oft-
ast á áttunda og níunda tímanum
á kvöldin, þegar við þrjú (Teresa,
konan mín og eg) sátum við arin,
og aðeins hálf-bjart var í stofunni
af glæðunum fyrir framan okkur.
Og stundum kraup Teresa þá nið-
ur við fætur konunnar minnar og
hélt í hönd ihennar; en oft sat hún
þó við hlið ihennar og hallaði höfð-
inu að brjósti hennar, eins og barn
við móðurbarm. — Hún hlýddi á
hugfangin og með mestu eftirtekt,
og horfði í eldinn, eins og hún sæi
þai alt, sem getið var um í sög-
unni. — Og oft varð eg að segja
herni söguna af Birni Ásbrands-
syni (Breiðvíkinga - kappa), og
mauninum, sem sendi gullhring-
inn og sverðið til íslands, og
kvpðst vera meiri vinur húsfreyj^
unnar á Fróðá en goðans á Helga-
felli.
“Og þú hlýtur að kunna eina
sö^ u um Norðmann, eða íslending,
sem fór til Vínlands og kom aldrei
heim aftur,” sagði hún oft og ein-
att, og það var þá stundum óstill-
ingarhreimur í rödd hcnnar, eins
og hún áliti, að eg vildi ekki segja
he;ini “beztu söguna.” Og þegar
eg reyndi að fullvissa hana um,
að eg kynni ekki fleiri sögur um
það eini, þá bað hún mig að segja
sér á ný söguna af Birni Ásbrands-
syni, eða mamninum, sem sendi
svrrðið og gullhringinn til íslands.
að var snemma í nóvember-
mónuði, 1912, að við útveguðum
heuni “The Prodigal Son”, eftir
Hell Caine. Hún grét yfir þeirri
sögu, en kvaðst ekki geta fengið
glögga hugmynd um íslenzkt
sveitalíf af þeirri bók. —■ Við sögð-
uni henni nú frá “Pilti og stúlku”,
en áttum ekki þá sögu á ensku.
H>in bað mig að reyna um fram
i>Ha muni að útvega sér söguna í
erskri þýðing. Eg leitaði í öllum
bíkabúðum i Vancouver, en sú
ssga var þar ekki til. Loksins feng-
um við bóksala einn til að panta
hnna frá Lundúnum á Englandi,
og liðu um fimm til sex vikur
þangað til bókin kom, og beið Ter-
esa eftir henni með mikilli óþres'ju.
En á meðan las hún “Letters from
High Latitudes” eftir Dufferin lá-
varð, ferðasögu frú Leith, og ýmsar
smá-ritgjörðir um ísland, sem hún
l>afði fundið í dagblöðum og tíma-
r>tum. — “Pilt og stúlku” las hún
>neð mikilii athygli, og fékk þá
fyrst verulega hugmypd um ísland
og Mendinga, eftir því sem hún
sagði okkur.
f febrúar-imánuði, 1913, tók hún
fyrir alvöru að lesa þær af íslend-
ingasögunum, sem hún gat fengið
á ensku. Fyrst las hún Gísla sögu
Súrssonar, ]>ar næst Gret-tisrsögu,
þá Njálu, þá Ólafs sögu Tryggva-
sonar og sögu Ólafs konungs hins
helgæ Eftir það las hún um tíma
alt, sem hún gat fengið á ensku um
fund Vínlands og siglingar hinna
fornu íslendinga vestur um haf. —
En reyndar sló hún slöku við lest-
urinn um tíma, um það leyti, sem
skáldkonan góða, Pauline John
son, dó. Hún dó í Vancouver vor-
ið 1913. Teresa hafði meiri mætur
á henni heldur en nokkrum öðrum
rithöfundi í Kanada, og ef til vill
að nokkru leyti vegna þess, að hún
var af Indíána-kyni, því faðir skáld-
konunnar var Indíána-höfðingi.
Og Teresu var alt af mjög hlýtt til
Indíána af ástæðu, sem lesarinn
fær bráðum að vita.
“Eg er liálSJirædd við þessar
heiðnu sögur ykkar,” sagði Teresa
einu sinni við mig.
“Af hverju kemur það?” sagði eg.
“Af því það er svo mikið blóð á
þeim,” sagði hún; “drengskapur-
inn er þar að vísu öðrum þræði, en
samt er alt of mikið b 1 ó ð á þeim.”
Og það fór hrollur um hana.
“Það er líka blóð á sögum kristn-
innar,” sagði eg.
“En það er blóð pfslarvottanna,”
sagði hún.
öðru sinni sagði hún:
“Draumarnir mínir eru að breyt-
ast. Áður dreymdi mig oft Maríu
mey og post,ulana, en nú deymir
mig iðulega þá Gunnar, Skarphéð-
inn og-^Gretti. — Eg er hrædd um
að eg isé að brjóta boðorðin með
því að lesa þessar sögur; en eg þori
þó ekki að segja prestinum frá
því.”
“Islendinga - sögurnar eru að
styrkja taugar þínar,” sagði eg
brosandi.
“Sé sögur þessar hressingarlyf,”
sagði hún, “þá held eg áfram að
lesa þær — f drottins nafni.”
Þegar komið var fram í júnímán-
uð þetta ár (1913), tók Teresa á ný
og það með miklum áhuga, að
kynna sér forn-íslenzkar bókm'entir,
og var nú ekki lengur ánægð með
að lesa þær í þýðingu, iheldur fór
hú að leggja stund á að nema ís-
lenzka tungu.
(Framh. í næsta blaði.)
-------o-------
*--------------------------------
Islands fréttir.
*--------------------------------*
Tjörnes kol úr námu Þorsteins
Jónssonar. eru nýkomin til bæjar-
ins og eu seld á 135 kr. smálestin.
Nefndarálit fjárhagsnfendar á
þingi um írumvarp Bjarna Jóns-
sonar um heimild fyrir stjórnina til
þess að taka að láni 20,000,000 kr.
til þess að kaupa og hagnýta fossa,
er nú fram komið og er á þessa
leið: —
Frumvarp þetta mun fram komið
sökum Sogfossamálsins, sem Ed.
hefir nú um hríð haft til meðferð-
ar, og til þess að koma að þeirri
stefnu, að sjálft þjóðfélagið en
ekki einstakiingamir, eigi að hafa
mieð ihöndum hagnýtinlg fossa-
aflsins í landinu. Nefndin er á
sarrta máli og flutningsmaður frv.
um það, að þetta sé æskilegt, ef
kleift yrði, en vandlegrar athugun-
ár þarfnast málið alt og rannsókn-
ar, sem alþingi hefir engin tök á að
inna af hendi svo fulltryggilegt
verði. Fossamálin eru með torveld-
ustu framtíðarmálum þessa lands,
og væri illa farið, ef rasað yrði þar
fyrir ráð fram, en við þvf er hætt-
ast í byrjun. — Það vill nefndin
taka fram, til þess að afstaða henn-
ar valdi ekki neinum misskilningi,
að hvort sem einstaklingarnir eða
þjóðfélagið standa fyrir beizlun
fossanna hér í ]andi, þá þarf til
þess erlent fjármagn.
I Norðurlandi er ’sagt frá því, að
fimm Akureyrarbúar hafi tekið sér
ættarnöfn: Böðvar Jónsson yfir-
dómislögm. nafnið Bjarkan, Guðm.
Guðmundsson bókav. nafnið Vest-
mar, Jóhann Ragúelsson kaupm.
nafnið Ragúels, Sigurður Einars-
son dýralæknir nafnið Hlíðar, og
Þorvaidur Jónsson bankaritari
nafnið Vestmann.
HVERN VEGINN
VELUR ÞÚ?
Velur þú braut meltingarleysis-
ins, vondra geðsmuna, höfuðverkj-
ar og nýrnabilunar — og svo síðar
algjörlegrar heilsubilunar—, eða
braut langra og ánægjulegra lí,f-
daga? Ef seinni brautin geðjast
þér betur, þá farðu vel með maga
þinn, og brúkaðu Triner’s Amer-
ican Elixir of Bitter Wine til þess
að halda góðri reglu á meiltingu
þinni. Triner’s American Elixir of
Bitter Wine fríar þig við alla þá
óreglu í maganum, sem þreytir líf
svo margra—En vertu viss um að
taka ekki önnur meðul, sem sögð
eru alveg eins góð. Að eins þau
efni, sem samsett eru í Triner’s
meðal, gefa fullvissu um góðan á-
rangur. Fæst í öllum lyfjabúðum.
— önnur ágæt meðul eru Triner’s
Cough Sedative, sem gefur skjótan
bata á kvefi, hósta, hæsi, hálsbólgu
og öðru slíku, og Triner’s Liniment,
sem hrósað er af þúsundum fyrir
verkanir sínar á gigt, bakverk, neu-
ralgia o.s.frv. Fæst í lyfjabúðum og
beint frá Jos. Triner, Manufactur-
ing Gheiriist, 1333—1343 S. Ashiand
Ave., Chicago, 111.
B0RÐVIÐUR M0ULD1NGS.
ViS höfum fullkomnar birgSir af öllum tegundum
Verðskrá verður send hverjum þeim er þess óskar
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511
Skýrsla
yfir ársreikninga Kvenfélags 223. herdeildarinnar
Aðstoðar-kvenfélag 223. herdeildarinAar get-
ur nú með ánægju birt fyrstu yfirskoðaða árs-
reikninga sína.
Félagið finnur til þess, að það hefir að
miklu leyti útbýtt fé, sem því var trúað fyrir
af fólkinu, og samkvæmt góðri venju >elur fé-
lagið það skyldu sína að birta fjárhagsskýrslu
sína fyrir almenningi yfir höfuð, en þó helzt
vegna þeirra mörgu, er svo ríflega hafa lagt
fram fé og orðið drengilega við liðsbón vorri.
Þegar litið er yfir reikningana, sést það, að
félagið hefir frá byrjun handfjallað $2,050.65.
Af þessari upphæð hefir $1,374.90 verið safnað
með ýmsum ráðstöfunum félagsins eða með-
lima þess, en $665.75 hafa verið gefnir af vin-
um félagsins og deildarinnar.
Stærsta fyrirtæki félagsins var það, að
senda jólakassa öllum þeim, sem eru í her-
deildinni; var það gert fyrir tveimur vikum.
Innihald allra kassanna var nákvæmlega það
sama. Yfirmönnum og óbreyttum liðsmönn-
um var gert alveg jafnt undir höfði Kostnað-
urinn við þetta var $943.26, þar af $180.00 í
póstgjald. — Reikningurinn sýnir dálítinn
tekjuafgang. En með því að bráðum er kom-
ið fram undir jól og ástvinirnir eru enn í
fjarlægð, er enn þörf á fé og hún brýn.
Aðstoðarfélagið vonast til þess, að geta
glatt fjölskyldur hermannanna og ættingja
þeirra sem í deildinni eru, um jólin. — Félagið
er mjög þakklátt þeim, sem hafa hjálpað því
og lagt fram fé að undanförnu, og vonum vér
að þessi reikningur, sem nú birtist hér, verði
öllum svo ánægjulegur að hann verði hvöt til
frekari samvinnu framvegis. — Félagið er sér-
staklega þakklátt hinum mörgu vinum sínum,
sem á ýmsan hátt hafa rétt því hjálparhönd.
Þessir vinir eru fleiri en svo, að nöfn þeirra
verði hér talin; en sérstaklega ber þó að minn-
ast herra H. J. Pálmasonar yfirskoðara, sem af
mikilli velvild yfirfór reikninga félagsins og
bjó þá út til birtingar, án nokkurs endur-
gjalds.
Financial Statement, October 31, 1917
223rd Battalion, Ladies’ Auxiliary, Winnipeg, Man.
Statemeat of Receipts and Disbnrsementg for Period of Seventeen MonHs crdirg Cct. 31, 1917
RECBIPTS
Membership fees received ................ S
Preceeds from sale of theattre tickets...
Sale of home cooking; raffle and dona-
tions in connectlon therewith .........
Preceeds from raffle of Quilt ...........
Proceeds from Quilt Sqpares.......v......
Raffle of Tea Set .......................
Concert .................................
Rebates on goods purchased and sale of
surplus Christmas Box materials .......
Knltting needle holders .................
Battalion Button sales ..................
Rummage sale and donatlons thereto...
Shawl raffle ............................
Icelandic Celebration booth .............
Electric Show .....................$214.47
Electric Show Tips ................ 6.95
Donations recelved in connectlon with the
various affairs aranged by Auxiliary....
161.80
159.50
315.89
76.60
87.70
11.00
83.15
6.33
.36
6.00
110.40
22.60
102.36
221.42
11.00
Total fnnda ralaed by aale of commodl-
tlea and other value provlded by
membera ................................ $1,374.90
Public subscriptions—
Geysir School ..................$ 10.00
Subscriptions to Christmas Box
Fund, as per publlshed llst.... 665.75
675.75
DISB17RSEMKNTS
Sundry expenses, print., caretaking, etc. $ 12.95
Materials purchased for various sales. 58.34
Expenditure re Concert ................ 38.25
Goods for Iceiandic Celebration booth . 51.90
Bank exchange ............................ .25
Theatre tickets purchased ............. 126.00
Total expendlture In eonnectlon nlth
orgnnlr.atlon and auppllea pnrchnaed
for purpoae of ralalng; funda ..........
Dependents’ comforts ..............$ 65.65
Wool for knitting socks, etc....... 228.75
Farewell gifts to Battalion ....... 226.80
1917 Christmas Boxes—
Sundry expenses ...........$ 2.28
Postage ................... 180.00
Supplles ................. 760.98
------ 943.26
286.69
Total expendlture on eomforta for Bat... $1,464.46
Donatlons to outside organiation — Red
Cross Christmas Stocking Fund ....... '76.00
Balance—Cash with Bankers $219.47
“ on hand ............ 6.03
------ 224.50
Total Recelpts............$2.050.65
ASSETS
$2.050.65
Cash with Bankers
Cash on hand ......
....$219.47
._ 6.08
-$224.50
Amount outstandlng for Theatre Tickets __________________________ 25.00
Theatre Tickets on hand, at cost .......................... 2.00
Stamps on hand .....___________________________________ ■ 3.90
Wool in hands of Workers ........................................ 40.00
I.IABIL.ITIES
D. R. Dingwall ___________
$295.40
..$ 8.60
Surplua of aaaeta over llabllltlea.
$291.90
I have audited the books and vouchers of the 223rd Battallon Ladies’ Auxiliary for the period
of seventeen months ended October Slst, 1917, and hereby certlfy that the above statement is drawn
up in in accordance with the vouchers, correspondence, publlshed subscrlptlon llsts, books, and
other information supplled by the Treasurer.
Respectfully submltted,
> H. J. PALMASON, C.A.
Winnipeg, November lst, 1917. Honorary Audltor.