Heimskringla - 22.11.1917, Blaðsíða 4

Heimskringla - 22.11.1917, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGuA WINNIPEG, 22. NOV. 1917 HEIMSKRINGLA (Stofnnn 1880» Kemur út á hverjum Flmtudegl. utsefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. Vert5 blat5sins í Canada og Bandaríkj- unum $2.00 um ártt5 (fyrirfram borgatS). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgatS). Allar borganir sendist rátismanni blat5s- tns. Póst etSa banka ávísanir stílist til The Viking Press, Ltd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráðsmaSur Skrtfstofa: Xa» SHERBROOKK STRBET., WINNIPKQ. P.O. Box 3171 Tnlnlml Gnrry 411« I i. iii —■ WINNIPEG, MANITOBA, 22. NÓV. 1917 Vistastjórinn. Hinn svonefndi vistastjóri hér í Canada, hefir með framkomu sinni gefið bölsýni margra og óánægju byr undir báða vængi. Hann hefir gefið þeim mönnum, sem þrungn- er eru af sárri gremju í garð stjórnarinnar, ágætt tilefni til þess að klaga og kvarta. Framkvæmdarleysi hans hefir orðið bezta vopnið, sem þeir hafa getað hönd á fest, og vopn þetta hafa þeir ekki látið ónotað. Skoðun þessara manna og helg sannfæring virðist sú, að vistastjóranum hefði átt að vera mögulegt að viðhalda góðæri í landinu —þrátt fyrir stríð og styrjöld. Þreytast þeir því aldrei á að hallmæla honum fyrir alt að- gerðaleysið og sér til frekari hugsvölunar demba þeir sér svo yfir stjórnina. Hanna hefir reynst lélegur vistastjóri, um það er ekki neinum blöðum að fletta. Af- reksverk hans síðan hann var settur í þessa þýðingarmiklu og vandasömu stöðu eru næsta lítil og þola engan samanburð við það, sem menn í þessari sömu stöðu hafa komið í framkvæmd bæði á Englandi og í Banda- ríkjunum. Árangurinn af starfi hans er hvergi sýnilegur, því verðið á flestum nauð- synjavörum þjóðarinnar er enn á geystum spretti upp á við og engin líkindi til þess, eins og nú við horfir, að kipt verði undan þessu fótum í nálægri framtíð. Vistastjór- inn virðist nú standa algerlega ráðþrota og aflvana, enda hefir hann lýst því yfir sjálfur, að vörumarkaðurinn í Canada megi heita ó- viðráðanlegur! En þó svo sé nú komið fyrir vistastjóran- um, verður honum ekki brugðið um vilja- leysi eða skort á áhuga. Síðan hann tók við þessu embætti hefir hann verið á eilífum þönum um landið fram og aftur. Hann hef- ir setið ráðstefnur með vistastjórum Banda- ríkjanna og hefir leitast við að kynnast öllu til hlítar, sem að stöðu hans lýtur. Hann hefir stofnað til samvinnu í hverju héraði, hverju smáþorpi og bæjum og borgum. Sam- verkamenn hans hafa verið margir og hafa unnið að öllu kappsamlega. Bæklingar hafa verið prentaðir og þeim útbýtt í allar áttir og innihald allra þessara bæklinga hefir verið á þá leið, að hvetja þjóðina til sparnaðar og fyrirhyggju. Á þenna hátt og eins bréflega og í blöðunum hefir Hanna aldrei þreytzt að tala hvatningarorð til fólksins. Auðfélögum og einstaklingum hefir hann verið sískrifandi með því markmiði að stemma stigu fyrir hinni sífeldu verðhækkun á öllu og oft hef- ir hann viðhaft hótanir. En yfir höfuð að tala hefir þetta sama sem engan árangur haft og verðið þrátt fyrir þetta farið hækk- andi á flestum nauðsynjavörum. Hvernig víkur þessu við? Spurningu þessari er auðvelt að svara. Vistastjórinn hefir ekki farið rétt að, og þess vegna hefir starf hans borið svo lítinn árang- ur. Hann hefir eytt of miklum tíma í orð- mælgi, þegar augsýnilegt var, að taka yrði alvarlega í taumana — með lögum og fram- kvæmdarvaldi lögreglunnar. Til þess var hann skipaður vistastjóri, að hafa stjórn með matvælum og vistum þjóðarinnar og mun honum hafa verið veitt nægilegt vald til þess að hann fengi framfylgt öllu með krafti. En þessu valdi hefir hann af einhverjum or- sökun> verið ófáanlegur að beita hingað til, hvað sem verður. Eins og tímar nú eru og verzlunar fyrir- komulaginu er háttað í Iandinu, virðast góð orð og áminningar hafa sáralitla þýðingu. Allir vilja skara eld að sinni köku, bæði auð- félög og einstaklingar og láta ekki bægja sér frá þessu með orðunum einum. Auðvaldið hefir töglin og hagldirnar og gín yfir öllu, því þó verkalaunin séu hækkuð og bændurnir keppi að því að fá sem mest verð fyrir sínar framleiddu vörur, kemur þetta að litlum notum. Auðfélögin sitja í einveldisstóli, gera sér hægt um hönd og sprengja upp all- ar nauðsynjavörur hlutfallslega og verða því kjör verkamanna og bænda engu betri en áð- ur. — Á þessu verður nú ekki ráðin bót nema með járnhörku Iaganna og hver sá vistastjóri, sem ekki grípur til þeirrar aðferðar, reynist verra en ekki neitt í stöðu sinni. Á stjórnum landanna og lögunum hvíla ábyggilegustu endurbbótavonir mannkyns- ins. Þegar stjórnir þjóðanna fara á ringul- reið — eins og t. d. nú á Rússlandi — er öllu lokið; þegar lögum landsins er ekki framfylgt lengur, er alt búið. Núverandi samsteypustjórn hér í Canada er stórt spor í rétta átt, en til þess að ná tilgangi sínum verður hún að hljóta eindregið fylgi þjóðar- innar. 1 þessari stjórn verða fulltrúar allra stétta, verkamannanna, bændanna og borg- arlýðsins — Efnisviður þessarar stjórnar er þjóðin sjálf. Enginn flokkarígur á sér stað við myndun þessarar stjórnar. Flokkarnir hafa hér tekið höndum saman með því mark- miði að sameina krafta þjóðarinnar. Slíkri stjórn ætti að vera treystandi til þess að hafa eftirlit með vistastjóra landsins og ef hann sannar sig óhæfan að skipa þessa stöðu, að víkja honum þá frá og setja ann- an í staðinn, sem harðari er í horn að taka. Vissasti vegurinn er því að greiða atkvæði með samsteypustjórninni við næstu kosn- ingar. 4--------- - ------- - Ummæli annara. Bogi Bjarnason, ritstjóri og eigandi blaðs- ins, The Wynyard Advance, er í tölu þeirra manna, sem nú Ijá samsteypustjórninni ein- dregið fylgi. Þar sem hann líka auglýsir blað sitt fylgja óháðri stefnu í öllum flokks- málum, eru ummæli hans mikils virði. Hér á eftir birtum vér eina ritstjórnargrein hans í íslenzkri þýðingu, og vonum að lesendum Heimskringlu þyki mikils vert að fá að heyra álit þessa unga og efnilega ritstjóra: “Það væri gagnslaust að segja hvern þann mann, sem andvígur er samsteypustjórninni, vera ótrúan landi og þjóð. — Alveg eins langt frá sannleikanum er að halda því fram, að eigingirni hafi knúð liberala til þess að gerast meðlimir í stjórn þessari. En vissu- lega ætti að vera hægt að skapa skynsamlega áskorun til allra Canadamanna og allra flokka, sem sannfært fengi hvern einstakling um nauðsyn þess, að öllu flokksfylgi væri nú gleymt og munað eftir þessum orðum hins mikilhæfa stjórnmálamanns: “Ef Þýzka- land sigrar, þá stendur á sama um alt ann- að.” Hvaða hagnaður er í því að sigra í- haldsmenn og setja að þá frjálslyndu í þeirra stað, að kjósa til þings verkamanna fulltrúa hér og þar — ef járnhæll trylts harðstjóra fær að merja til agna alla siðmenningu, að neyða mannkynið til undirgefni, að láta öll mannréttindi víkja úr sessi og máttinn koma í staðinn og fótum troða þannig allar meg- inreglur kristindómsins? Myndi Hindenburg viðurkenna nokkra verndun eða veitingar- rétt, væri hann líklegur til að fylla flokk samvizkusamra mótmælenda, eða myndi hann nema úr gildi Regiugjörð 1 7, stofnsetja gagnskifti á milli Canada og Bandaríkjanna, veita konum atkvæðisrétt, viðurkenna iðn- aðarfelögin eða yfir höfuð að tala sinna nokkrum af kröfum þeirn og endurbóta til- raunum, sem nú gera vart við sig á stjórn- málasviðinu hér í Canada? Væri hann lík- legur til þess?—Leggið þessa spurningu fyr- ir konurnar í Belgíu, sem hafa verið sví- virtar og börn þeirra skotin og dætrum þeirra misþyrmt og þær hneptar í þrælahald. Legg- ið han*' fyrir Canadamennina, sem hafa séð félaga sína krossfesta. Leggið hana fyrir fatlaða skósmiðinn í Zabern, sem lostinn var niður af sverði rússnesks fylgjenda hans helgu hátignar, keisara Þýzkalands. Leggið hana fyrir hina sundurtættu Armeníubúa. — Er það af eintómri tilviljun, að öll Vestur- álfan er nú að snúast gegn Þýzkalandi? Vissulega er til full gild ástæða, að þeir, sem búa við kjör lýðfrelsisins, sameini krafta sína með því markmiði, að eyðileggja fyrir fult og alt síðustu orður hins keisarakrýnda hervalds.” Hér kveður við annan tón en í sumum öðr- um blöðum — hér er góður Canada borgari að tala og um leið sannur Islendingur. Þessi maður er trúr sinni nýju fósturjörð og um leið trúr lýðfrelsis hugsjónum forfeðranna. Hann veit hvað í húfi er fyrir Canada, ef Þjóðverjar sigra og vill að allir sannir þegn- ar þessa lands taki saman höndum til þess að afstýra því — þess vegna gerist hann ein- dreginn stuðningsmaður samsteypustjórnar- innar. +---------—-------- - — Sigurvinningar Bandamanna. Mörgum hættir til þess, að gera lítið úr sigurvinningum bandamanna á Frakklandi og í Belgíu og skoða þá hverfandi í saman- burði við sigurvinninga Þjóðverja og Austur- ríkismanna í hinni stórkostlegu sókn þeirra gegn Itölum. Skoðun þessi gerir vart við sig hjá mörgum þjóðhollum borgurum þessa lands, sem málstað bandaþjóðanna unna og vilja af Iífi og sál sjá þær bera sigur úr býtum. Við austurgluggann Eftir síra F. J. Bergmann. 42. En þessi skoðun stafar af vanþekkingu og engu öðru. Ef menn þessir ættu nú leið um Frakkland og Belgíu og sæju með eigin aug- um hverju bandamenn þar hafa áorkað, myndi þessi skoðun þeirra fljótt verða alt önnur. Þegar þeir komu ofan í neðanjarð- arborgirnar, skotgryfjurnar 40 til 75 feta djúpu, sem Þjóðverjar voru hraktir upp úr og á flótta, myndu þeir fljótt undrast yfir þeim krafti, sem slíku fékk til leiðar komið. Hér var ekki að etja við skelfda ítali eða verjulitla Rússa, hér voru Þjóðverjar brotn- ir á bak aftur, öflugasta herþjóð heims og sem búið hafði um sig í þeim ramgerðustu virkjum, er nokkurn tíma hafa verið reist af manna höndum. Sigurvinningarnar við Somme, Vimy, Mes- sines, Wytschaete og Passchendaele voru engir smásigrar. Hæðaklasar þessir, eða fjallaklasar öllu heldur, voru varðir af öllum þeim varnartækjum, sem mannlegt hugvit getur upphugsað. Það voru Þjóðverjar, sem þessa staði vörðu, með allri sinni herkænsku og sínm feikilega krafti, en fengu þó ekki viðnám veitt og urðu að láta undan síga — og það voru Frakkar, Canadamenn, Bretar og aðrir bandamenn, sem ráku flóttann. Að Þjóðverjar hafa þannig verið hraktir aftur á bak á vestur-vígstöðvunum, þrátt fyrir allan þeírra stórkostlega viðbúnað, sannar tvímælalaust að bandaþjóðirnar hafa reynst meiri máttar. Undanhald Þjóðverja fer ekki eins hröðum skrefum og undanhald Itala og Rússa hefir farið, en er þó undan- hald engu síður. Síðan eftir orustuna við Marne hafa Þjóðverjar einlægt verið að þok- ast aftur á bak, þó hægt hafi farið og von- andi halda þeir áfram að þokast aftur á bak þangað til þeir verða sigraðir til fulls í stríði þessu. Sigurvinningar bandamanna á vesturvíg- stöðvunum hafa því stórkostlega mikla þýð- ingu, þó ekki beri eins mikið á þeim á yfir- borðinu og hamförum Þjóðverja og Austur- ríkismanna gegn Itölum og Rússum. Það verður að taka tilgreina að hvorki Rússar né ítalir ná þangað með tærnar, þar sem Þjóð- verjar hafa hælana, hve herbúnað snertir — og að hrekja Þjóðverja upp úr 40 feta djúp- um skotgröfum og ofan af mörg hundruð feta háum hæðum, eru því þeir stærstu sig- urvinningar, sem komið hafa í ljós í stríðinu frá byrjun. Bretum er ekki gjarnt til þess að glamra mikið um sigurvinninga sína á meðan á stríði stendur; en þeim hættir stundum til að gera alt of mikið úr því, sem aflaga fer. Þátttaka þeirra í þessu stríði er þó hin aðdáunarverð- asta. Lítt viðbúnir hafa þeir kallað rúmar sex miljónir manna fram á orustuvöllinn og hve allan herbúnað snertir mun nú her þeirra ekki standa hernum þýzka neitt að baki. Önnur risaskref þeirra í sambandi við stríð- ið hafa verið eftir þessu. Fjármagn þeirra hefir verið bakhjallur Frakka og hinna bandaþjóðanna. Sjófloti þeirra hefir hald- ið höfunum opnum og engir hafa barist ör- ugglegar gegn kafbáta ófögnuði Þjóðerja en þeir. Það er því til lítils að reyna að kasta skugga á Breta í stríði þessu og gera lítið úr sigurvinningum þeirra. Slíkt hefir ekki við minstu rök að styðjast. —■——-------—~ - •+ Andvígur hersöfnun. Sir Robert sagði frá því í ræðu, er hann hélt í Sidney í Nova Scotia þann 16. þ.m., að meðan hann var forsætisráðherra fyr- verandi stjórnar, hefði hann oft farið þess á leit við Sir Wilfrid Laurier, að hann beitti á- hrifum sínum til þess að efla sjálfsframboðs aðferðina (voluntary methods) og stuðlaði til þess að þannig væri hægt að safna nægi- legiím liðauka fyrir Canada herinn. En þó Sir Wilfrid viðhefði þá engin opinber and- mæli, afsakaði hann sig ætíð með einhverju og var með öllu ófáanlegur til að láta stjórn- inni í té samvinnu sína. Skýrði Sir Robert frá tveimur tilfellum. Árið 1916 bað hann Sir Wilfrid um aðstoð við liðsöfnunina, og í febrúarmánuði þetta ár voru báðir leiðtogar flokkanna á þingi beðnir um skrifl. meðmæli af Hamilton Canadian klúbbnum, sem notast áttu sem hvatningarorð til liðsöfnunar, — en í báðum þessum tilfellum neitaði Sir Wil frid að vera við slíkt riðinn. Hann gat ekki lotið svo lágt að leggja fram krafta sína í þarfir jafn smávægilegs málefnis. Og engin var furða þó hann yrði mótsnúinn herskyld- unni, þar sem hann hefir í verkinu sannað sig andvígan frjálsri Iiðsöfnun. “Af ávöxt- unum skuluð þér þekkja þá,”—og af verk- unum verður Sir Wilfrid dæmdur; þar er honum engrar undankomu auðið. Karl Hjálmar Branting. Einn þeirra manna, sem mest er getið nú í síðustu tíð, er Svíinn Karl Hjálmar Branting, jafnaðar- manna foringinn sænski. Nafn hans er kunnugt orðið um alla Norðuráifu og virðist hvarvetna lit- ið svo á, að hann sé einn allra mik- ilhæfasti rnaður í flokki jafnaðar- manna, sem bæði er stór og vold- ugur orðinn í öllum löndum Norð- urálfu. Æfiferill hans er býsna ólíkur æfiferli flestra jafnaðarmanna for- ingja. Flestir hafa þeir hafist upp úr fátækt og verið af lágum stig- um. Branting hefir aldrei átt við neina fátækt að etja. Hann er af ágætum ættum. Hann hefir feng- ið að njóta hins bezta uppeldis og mentunar. Branting hefir átt því láni að fagna, eftir þvf sem öllum upplýs- ingum ber saman um, að umgang- ast 'höfðingja alla æfi. Konungur Svía, sem nú er, á eitt sinn að hafa verið leikbróðir hans og skóla- bróðir. Snemma á æfinni álitu margir, að hann myndi verða einn af heimsins ágætustu stærðfræðing- um. Hann stundaði nám við há- skólann í TJpsala, átti þar marga vini og við sérlega rúm kjör að búa. J»að ieit svo út, sem ]»ar væri maður fæddur, er lifað gæti lífi sínu glaður og ánægður. Branting reyndi sig snemma sem vísindamaður, og var sú byrjan svo góð, að margir álitu að þar væri kominn annar Laplace eða Poin- caré. Fram á þenna dag hefir hann yndi af að sökkva sér niður í alls konar grufi um efnið og hreyfing- ar plánetanna, sem hann 19 ára gamall reit hásikólaritgerð sína um. Sagt er að hann hafi verið orðinn tuttugu og eins árs áður en hann hafði lesið Karl Marx. En um leið náði sú hugsan feikna haldi á hon- um, að lífið hvíldi á fjárhagslegum grunni, eins og hinn þýzki djúp- hyggjumaður sýnir svo greinilega fram á frá sögulegu sjónarmiði. Jafnaðarmanna stefnan var um leið orðin lífsstefna hans. Fagnað- arerindi hennar ásetti Branting sér upp frá þessu að flytja. En um ieið og það varð lýðum ljóst, leit svo út, sem hann hefði fyrirgjört þeirri hylli, er hann áður naut. Um þessar mundir átti jafnaðar- mannastefnan ekki upp á paliborð- ið ÍSvíþjóð. Aðalsmannastéttin ræð- ur þar lögum og lofum og er feikna afturhaidssöm, eins og oftast er um aðalsmenn alira landa. Þau fáu tímarit og blöð, sem jafnaðarmanna stefnu fylgdu, voru gerð upptæk, leiðtogunum varpað í prísund og máistaður þeirra of- sóttur á allar lundir. Eigi leið á löngu áður Branting var sjálíum varpað í fangelsi. Út þaðan slapp hann sem grun- aður maður. Snyrtimennin, sem áður höfðu verið vinir hans, forð- uðust hann. Sumir ættmenn hans skoðuðu hann eins konar trþníð- ing, og álitu að verkamenn, kola- piltar og daglaunamenn borgarinn- ar væri heiztu dáendur hans. Auk þess væri fáeinir gáfumenn og sér- vitringar, sem eitthvað þætti til hans koma. t Margur hefði þá í Brantings sporum orðið súr í brotið og gram- ur við iífið. En það barg honum, að hann var gæflundaður maður, bjartsýnn, prúðmenni með afbrigð- um og svo þýður í látbragði, að verstu óvinir gátu ekki annað en gefið upp allar sakir, ef þeir á ana að borð áttu eitthvað saman við hann að sælda. Jafnaðarmenska Brantings er ekki fólgin í hatri, sem hann ber til auðmanna, heldur f þeirri sam- úð, sem hann elur til verkamanna- lýðsins. Hann hefir aldrei orðið bitur, þó honum hafi verið útskúf- að, né móðlaus þó hann hafi verið ofsóttur. Ræðumaður er hann sagður með afbrigðum. Hann hefir komið fram í mörgum löndum á jafnaðar- manna þingum. A Norðurlöndum er hann hvarvetna einn þeirra manna, sem bezt eru kunnir. Fram- koman er ávalt vingjarnleg og tig- inmannleg. Móðurmálið sitt hið fagra lætur hann renna sér af vörum. Hann er bæði skáldmæltur og sanníærandi. Hann er að eðlisfari manna hátt- prúðastur, fylgir máli sínu með fögrum handaburði og tilbreyt- ingamiklum og röddin hreimfögur og framburður áhrifamikill. Branting þykir allra manna minnisbeztur. Hann er bæði fynd- inn og alvörugefinn. Árin Ihafa gert hann ofurlítið lotinn í herðum og silfurlitað hárið. DODD’S NÝRNA PILLUR, góðar fyrir allskonar nýrnaveiki. Lækna gigt, bakverk og sykurveiki. Dodd’s Kidney Pilis, 50c. askjan, sex öskj- ur fyrir $2.50, hjá öllum lyfsölum eða frá Dodd’s Medieine Co., Ltd., Toronto, Ont. Hann er nú maður 57 ára gamall. Samt er hann kominn á fætur kl. 6 að morgni, til þess að vinna baki brotnu allan daginn, bæði á þingi og á skrifstofu hins mikla málgagns jafnaðarmannahreyfingarinnar f Svíþjóð, eða á fundum í félögum jafnaðarmanna. Branting hefir mesta ímugust á öllu ofbeldi. Hann var fyrsta sinni kosinn til rfkisþings í kjördæmi, þar seim eintómir daglaunamenn voru búsettir og kosningabaráttan lenti f heilmikiu uppþoti. Það var nóg til að leggja Branting í rúmið. Verkalýður Svíþjóðar hafði f raun og veru engan atkvæðisrétt fengið, þá er Branting fyrst fór að tala máli þeirra. Fáir ihöfðu mikla trú á því fyrir tuttugu árum, að stjórnmáiaæsingar myndi hafa mikil áhrif til umbóta á kjörum verkamanna. Mest áherzla hafði verið lögð á allsherjar verkföll og uppþot á strætum. Þegar er Branting í fyrstu fór að koma fram í hópi þessarra manna, reyndi það ekki lítið á taugar hans. Menn gerðu fyrst ekki annað en að hlæja að honum. Svo var blásið og trampað. Oftar en einu sinni var honum kastað, svo langur sem hann var, út á strætið. En hann gafst ðkki upp isamt sem áður. Hann talaði um þá hluti, er koma þyrfti í framkvæmd í stjórn- málum úti fyrir verksmiðjudyrum. BJöð, sem annað hvort fylgdu rétt- trúuðu frjálslyndi eða rétttrúuðu afturhaldi, jusu hann ókvæðisorð- Miijónir fólks deyr á ári hverjui úr tæringu. Miljónum hefði mátt bjarga, ef rétt varnarmeðul hefði verið brúkuð í fyrstu. — Andar- teppa, hálsbólga, lungnabólga, veik lungu, katarr, hósti, kvef og alls- konar veiklun á öndunarfærunum, —alt leiðir til tæringar og berkla- veiki.—Dr. Strandgard’s T. B. Medi- cine er mjög gott meðal við ofan- nefndum sjúkdómum. Veitt gull- medalía fyrir meðul á þremur ver- aldarsýningum—London 1910, Pan is 1911, Brussels 1909, og 1 Rotter- dam 1909. Skrifið eftir bæklingi. Bréfum fljótt svarað. ír.STRANDGARD’S MEDICINE Co. 263 266 Tonge St., Toronto. Yerkir í öllum limum. I68V2 Rue Victoria, Quebec. “Eg læt yður hér með vita, að eg hefi í mörg ár liðið af nýrna veiki og þar af leiðandi sárindum í ganglimunum. Eg reyndi ýms meðul án þess að fá þata. — Eftir að brúka Gin Pills ihurfu verkirnir og eg varð brátt ailbata. Þetta er algeriega að þakka Gin Pills. Mns. J. Guy.” Allir lyfsalar selja á 50c. öskjuna eða sex öskjur fyrir $2.50. Askja send frítt til reynslu, ef skrifað er til NATIONAI, DRIIG & CHF.MICAL CO. OF CANADA, LIMITED, Toronto, Ont. Pept. "J”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.