Heimskringla - 22.11.1917, Blaðsíða 7

Heimskringla - 22.11.1917, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 22. NOV. 1917 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA Frú Teresa Fenn Saga £rá Vancouver, B. C. Eftir J. M. BJARNASON. (Framh.) “Það er um mig,” sagði hún, “eiri.s og frúna í Shalott, að eg er orðin ihálf-þreytt á eintómúm skuggamyndum. Mér nægja ekki lengur ])ýðingar; eg þarf að lesa um þetta ait á sjálfu frummálinu.” Við útveguðum henni nú orða- bækur G. T. Zoega, og fyrstu tvær lesbækurnar íslenzku, og hjálpuð- um henni alt, sem við gátum; og sótti hún námið af mesta kappi.— Hún var svo fljót að nema', og minnið var svo gott, að undrum sætti. Hún var svo fljót að átta sig á beygingum íslenzkra orða og eðli tungunnar yfir höfuð, og svo undrunarlega fljót að læra að bera orðin rétt fram, að við urðum al- veg hiasa. — En vafalaust hefir ]>að hjáipað henni nokkuð, að hún þekti undirstöðuatriði latneskrar málfræði. “Það er rétt eins og hún sé ís- lenzk,” sagði konan mín. Og með köflum lá mér við að halda ]vað, að hún hefði 'hlotið ein- hverja ofurlitla tilsögn í íslenzku, J áður en við kyntumst henni. — En | það mun ekki hafa verið. Vorið 1914 var hún komin svo vel niður í að lesa og skilja fslenzku, að hún gat liaft góð not af íslenzk- um nútfðar skáldsögum og frétta- greinum í dagblöðunum íslehzku. En við höfðum alt af gát á því, að það, sem hún las, væri aðallega eft- ir 'þá höfunda, sem iheima eiga á fs- landi; og sömulieðis þótti henni strax mjög vænt um ljóðmæli einn ar íslenzku skáldkonu'nnar. Af þessari skáldkonu áttum við mynd, sem hékk yfir bókaskápnum mínum. Teresa horfði oft lengi á myndina, og var þá vön að -egja: “Eg el.sk a þessa konu! — Og haldið ])ið að það myndi gleðja hana, ef hún vissi, að eg væri að læra móðurmálið hennar fagra?” “Já,’eg er viss um, að það myndi gleðja hana mikið,” sagði konan mfn. Teresa brosti þé eins og lítil stúlka, sem hrósað er fyrir að gjöra eitthvað vel. — Myndin af íslenzku skáldkonunni hékk líka á veggn- uim í svefnstofunni hennar (Teresu) í vandaðri umgjörð. Henni fór brátt að þykja vænt um alt íslenzkt: iandið, þjóðina, bókmentirnar, viss bygðarlög, vissa menn og konur, og vissar bækur. Til dæmis þótti henni einna vænst um “Eyrbyggju” af öllum Islend- ingasögunum, og af öllum þeim mönnum og konum, sem getið er um i þeim sögum, þótti henni lang- vænst um Melkorku og Björn Ás- brandsson, Breiðvíkinga-kappa. Vorið 1915 var hún — þó undar- legt megi virðast — komin svo vel niður í fornmálinu, að hún gat lesið og skilið Isiendingasögurnar, ef til vill eins vei og margur alþýðu- maður á íslandi. Og hún átti orð- ið allar íslendingasögumar og fornsögur Norðurianda í skraut- bandi og þar að auki fjölda ann- ara íslonzkra bóka, ásamt mörgum mynduim af íslenzkum merkis- mönnurn. X>að var eitt kvöid (í febrúarmán- uði 1915, ef eg man rétt), að Teresa eat, sein oftar, hjá okkur í litlu setustofunni. úti var ömuriegt, þetta kvöld, dimt, blautt og kalt, og stormurinn stundi á húsþak- inu. Inni hjá okkur var notalegt og hlýtt, því eldur brann á arni. Við sátum þrjú saman, skamt frá eldinum, og horíðum á logann. Við kveiktum ekki á rafmagns-lömpun- um, en létum okkur nægja birtu þá, sem lagði af eidinum. Stund- um var því hálf-dimt inni, en stundum gióbjart, eftir því, hvern- ig logaði á -skfðinu á arninum.—Og DREKKTU HEITT VATN EF FŒÐAN GEFUR ÞÉR ÓNOT í MAGANUM. Þegar fæían liggur eins og blý í maganum og þú hefir önota upp- þembu tilflnnlngu, þá er þab vcgna þess, ab ekki er nægileg blóbrás til magans—samfara súr og ýlðu í fæS- unni. f þess konar tilfellum skaltu reyna þab ráb, sem nú er mikib brúk- a® á sjúkrahúsum og ráSIagt af helztu læknum. ab taka teskeib af Bisurated Magnesiu í hálfu glasi af heitu vatni —eins heitu og þú getur drukkib þab. Heita vatnib dregur blóbitS ati magan- um og Bisurated Magnesia eybir súrn- um á augabragbi og kemur i veg fyrir alla ýldu. Reyndu þetta og þú munt hhðrast yfir þeirri þægilegu og gótSu tllflnning sem er æflnlega samfara ^•K'ulegri verkan meltlngarfæranna. -có 1 k. sem ekki á æflnlega hægt metS atS ná sér í heitt vatn og fertSamenn, sem oft vert5a at5 taka máltitSir sínar ‘hasti, ættu æfinlega atS taka tvær etSa þrjár B-gr. plötur af Bisurateð Magnesia á eftir máltits4m og varna þannlg allrl óreglu metS meltinguna. skugg-arnir okkar voru á sífeldu flakki um herbergið, ýmist daufir, en með köflum svartir, stórir, af- káralegir og draugalegir. Við þögðum öll nokkra stund, og eg tók eftir því, að Teresa var venju fremur utan við sig. Hún einblíndi á logann, og það var eins og hún sæi ]>ar eitthvað alvariegt, því hálfgjörður hræðslu-svipur breiddist með köfl'um yfir andlit hennar, sem sást -svo vel af því, að hún -sneri beint að eldinum. — Alt f einu hrökk hún við, leit til mín flóttalega og mælti: “Eg sé hann alt af í eldinum — alt af — alt af! Er það ekki und- arlegt, að eg skuli alt af sjá hann í eldinum?” “Hver er það?” sagði eg. “Nú, hvíti maðurinn tígulegi, vöxtulegi, með glóbjarta hárið — víkingurinn norræni, hetjan hug- prúða — forfaðir minn!” “Forfaðir þinn?” sagði eg. “Ert þú þá líka af norrænum ættum?” “Jiá, forfaðir mi-nn,” sagði ihún dá- lítið æst og sneri baki að eidinum, svo skugga bar á andlit hennar. “Eg -hefi alt af iséð h-ann í hvert sinn, sem eg hefi horft í eld, síðan eg var á fjórtánda árinu, að hún móðir mín sagði mér söguna af honum — við eld. En mynd hans hefir tekið breytinguin, síðan cg kyntist ykkur; því í fyrstu sýndist mér hann hafa hár, sem féll í lokk- um uin herðar honum, og skegg, sem tók honum ofan á bringu. En nú hefir hann stutt hár, og er alveg skegglau-s. — Andlitið er þó hið sama, sami vöxturinn, og allar hreyfingar ihinar sömu og áður. Hann er í brynju, hefir hjálm á höfði, og stórt og fágað sverð i hendi. Það sækja að honum margir menn—það eru alt Indfánar—og þeir falla unnvörpum fyrir honum; en ]>að fyllist skarðið jafnóðum. Það sækja fram að honum nýir og nýir herskarar, en—hann er alt af einn sínis liðs. — ó, þetta er alt syo óttalegt! En þó er það hrifandi, því eg veit, að ung kona kemur og bjargar honum. — Harrn sé eg samt aldrei í eldinum. — Æ, segðu mér nú failega sögu, svo eg gleymi þessu í svipinn!” Hún leit til mín og brosti rauna- lega. '“Nei,” sagði eg, “nú verður þú endilega að segja o k k u r sögu.— Þú segir, að móðir þín hafi sagt þér frá þessum manni, þegar þú varst á fjórtánda ári. En hver sagði henni um hann?” “Amma mín, — móðir hennar,” sagði Teresa; “og amma mín var Indíáni í báðar ættir, en þó ekki eins dökk á hörund og alment ger- ist með Indfánum.” “Var amma þín Indíáni?” sagði eg. “Já,” sagði Teresa. “Sérðu það ekki á andlitinu á mér — einkum í augnakrókunum — að eg er Indí- ána-ættar? Og 'hafið þið ekki tek- ið eftir því, hvað mér tekur jafnan sárt ti-1 Indíánanna?” “En það virðist líka, sem þér taki sárt til Íslendinga og vikinganna gömlu,” sagði kon-an mín. “Já,” sagði Teresa; “og það kem- ur til af því, að eg tel mig líka í ætt við þá.” Við hjónin horfðum stórum aug- um á Teresu. “Þú telur þig f ætt við íslend- inga?” sagði eg. “Var þá faðir þinn íslenzkur? Eða var það afi þinn? — Og þú hefir leynt okkur þessu, allan þenna tíma!” “Eg skal segja ykkur söguna um hvíta manninn, söguna sem móðir mín sagði mér, og amma mín sagði henrni, og langamma mín sagði öminu minni, og—jæja, eg skai segj-a ykkur söguna, því hún er ekki mjög löng.” “Og við skulum hlýða á, eins og börn á huldusögu,” -sagði konan mín brosandi. Eg glæddi eldinn á arninum og bætti á hann vænum greniviðar- bút. Og það snarkaði og small i honum. — Við drógum svo stólana ofurlítið lengra fram á gólfið, og sátum þannig, að Teresa sneri baki að eldinum, en eg og konan mín horfðum í hann. — En skuggarnir flögruðu um herbergið og drógu upp ýmsar kynjamyndir á vegginn. — Stormurinn veinaði og stundi á húsþakinu, og miðsvetrarregnið lamdi rúðurnar í austur-gluggun- um. “Vel og gott!” sagði Teresa, og eg m-an að hún leit í kringum sig, eins og -hún væri oíurlítið hrædd við skuggana í herberginu. Og hún talaði lágt og hægt, eins og amma, sem segir börnunum álfasögur í rökkrinu. “Vel og gott,” sagði hún, “svona er þá sagan." Og Teresa sagði okkur langa sögu, svo langa, að þegar henni var loltið, þá var grenibútrurinn á arn- inum brunninn. Aldrei, fyr né síðar, hefi eg heyrt nokkurn mann, né konu, segja eins vel frá. Við hjónin hlýddum á al- veg hugíangin, undrandi, og vor- um eins og í leiðslu frá því fyrst að hún byrjaði og þangað til hún lauk sögunni. Okkur fanst með köflu-m, að það ekki vera hin yfir- lætislausa, liálf-feimna, ístöðulitla Teresa, sem var að segja okkur þessa kynlegu sögu, heldur einliver fríð og fögur og fræg leikmær, eða töfrakona, eða álfadrotning, því það var eitthvað það í rödd henn- ar og hreyfingum, sem hafði meiri áhrif á okkur, heldur en sjálf frá- sögnin — eitfchvað, sem brá unaðs- fullum ljúflingsblæ yfir alla sög- una. Og stundum fanst okkur að her- bergið fyllast af ilmsætu skógar- lofti, og stormurinn fyrir utan verða ýmist að öldusogi við sanda, eða brimhljóði við klettófcta strönd; og regnfallið, sem skall á gluggarúðunum, minti okkur af og til á lauffall á haustnótt, þegar vindur fer um hlynviðarrunn. Mér keinur ekki í hug að reyna að segja söguna með líkum orðum, eða á líkan hátt, og Teresa, því mér væri það allsendi-s ómögulegt. — En um leið og sagan er svift hinu glæsilega orðavali, og hinum skáld- legu tilþrifum ,og ljúfa huldusögu- blæ, sem hún hafði, þegar hiin var sögð, þetta kvöld, af hinni mjúkrödduðu og andríku Teresu, í hálf-dimmunni við arininn, þá missir hún (sagan) að mestu áhrif sín og gildi, og það má þá segja hana í fám orðum á þessa leið: (Framh. í næsta blaði.) ------o------ ÆFIMINNINGAR Það hefir áður í íslenzku blöðun- um verið lauslega getið um lát þeirra frændsystskinanna: Herborg- ar Jónsdóttur, dáin 6. apríl næstl., og Jóns Árnasonar, dáinn 29. f.m., bæði hér í nágrenninu. Eg hefi lengi ætlað mér, sérstak- lega til skýringar og huggunar fyr- ir þá, sem áður meir höfðu kynni af Herborgu heifcinni, að geta helztu æfiatriða hennar í blöðun- um, og nú ihefi eg þá, við fráfall Jóns sál., endurnýjaða og tvöfalda ástæðu til að láta það ekki lengur hjá -líða. Herborg *var fædd á Víðihóli á HólSfjöllum í N-Þingeyjarsýslu 13. okt. 1851. Hún var því 651/2 árs gömul, þegar hún lézt. Banamein hennar var lungnabólga. Rúmföst lá hún ekki nerna tvo seinustu dag- ana. Hún lézt á föstudaginn langa á heimili sínu og bræðra sinna, Friðriks og Benedikfcs, hálfa míiu fyrir sunn-an bæinn Mozart, í hinni stóru íslenzku nýlendu, Vatnabygð í Saskatchewan. Faðir Herborgar sál. var Jón Árnason bóndi á Víðihóli, Áma- sonar bónda á Staðarlóni í Axar- firði, Árnasonar og Guðrúnar, þeirra hjóna, er vorið 1785 bygðu upp jörðina Brokku í Núpasveit, er lagst hafcði i eyði í móðuharðind- unum 1783, og sem einnig bygðu upp Þórunnarsel í Kelduhverfi vorið 1791, og bjuggu þar lengi. Guðrún kona Árna þess (dáin 11. febr. 1815), langainma Herborgar, var 16. ættliður frá Guðmundi ríka Eyjólf'ssyni á Möðruvöllum, en Eyj- ólfur var sonarsonur Auðunnar rotins, Þórólfssonar smjörs, Félaga hrafna Flóka, Þorsteinssonar skræfu, Grímssonar kambans, er fyr.stur fann Færeyjar og blótinn var þar til þok-kasældar. — Móðir Herborgar, kona Jórvs, var Kri-stín Eiríksdóttir Sigvaldasonar óðais- bónda á Hafrafellstungu í Axar- firði. Herborg ólst upp hjá foreldrum sínum, til þess er hún var 19 ára gömul, að hún haustið 1870 gifbist Kristjáni Kristjánssyni ættuðum úr Aðal-Reykjadai í Suðuv-Þing- eyjarsýsiu og sem andaðist 26. nóv. 1915 á heimiii þeirar hjóna, sem þá var á Gunnarsstöðum í Hnausa bygð í Nýja íslandi. Herborg var minni en meðalkona á vöxt, og 1 fljótu bragði að álíta ekki atkvæðamikil. En með lengri viðkynningu óx hún stöðugt 1 áliti allra góðra manna. Hún var glað- lynd, ræðin, hreinlynd í allri sinni framgöngu, vinföst og velviljuð. Hún var mikill bókavinur og þar af leiðandi fróð í mörgum greinum. Þau -hjón Kristján og Herborg bjuggu blómabúi mörg ár á Nýja- Hóli, Fagradal og Grundarhóli á Hólsfjöllum, raunar aldrei rík, en stórvel efnuð og búskapur þeirra var fyrirmynd. Kristján var út- sjónarmaður mikill, eins og ríkt er í ætt hans, nærgætinn hjúum sín- um og skepnum, og framúrskar- andi hirðumaður. Það var sannar- lega uppörfandi á armæðustund- um að heimsækja Kristján og Her- borgu þegar þau voru upp á sitt bezta. Eg þori óhræddur að leggja það undir dóm þeirra manna sem þektu þau á hádegi æfi- starfsins. Þau hjón eignuðust ekki börn, en nokkrir fátækir unglingar nutu góðs af framkvæmdarsamri nær- gætni þeirra. En það veit eg, að þeim báðum hefði miður líkað, að hiafa það í hámælum. Seinustu árin heimia á í-slandi var Kristján mjög óhraustur, lá jafn- vel í rúminu heilt ár. Gengu þá efni þeirra ihjóna mjög til þurðar, svo að hærri aldur ineð heilsubilan hótaði örbyrgð, nema því betur væri fyrir séð. Réðu þau þá af að fara til Ameríku. Var það sumarið 1903. Lifclu síðar námu þau land í Árdalsbygð í Nýja Islandi og bjuggu þar nokkur ár, þar til Kristján misti sjónina, svo þau urðu að bregða búi og selja landið árið 1914. Enda var það að verki v-erið tii æfiloka, því eins og áður er sagt, dó Kristján haustið 1914 og hún 1 Vá ári seinna, á næstliðnu vori. Blessuð sé oss endurminningin og áhrifin af sarntíð vorri með þeim hjónum. Jón Árnason var fæddur á Skóg- unn í Axarfirði í Norður-Þingeyjar- sýslu 12. febr. 1854. H-ann vantaði því 3% mánuð á 63. árið þegar hann lézt 29. okt. næStl. Hann dó af krabbameini í hálsinum. Kendi þess fyrst sneinma á næstl. sumi'i og var þó ekki sárþjáður eða rúm- fa-stur nema seinustu vikurnar. Faðir Jóns var Ár-ni bóndi Árnason á Nkógum í Axarfirði og seinna á Gunnarsstöðum í Þistilfirði í Norð- ur-Þingeyjarsýslu, albróðir Jóns á Víðiihóli föður Herborgar sem að ofan er um getið. Þau Jón og Her- borg voru því bræðrabörn, svo ekki þýðir að skýra frekar frá föðurætt hans. En m-óðir Jóns og kona Árna í Skógum, var Sigurveig Árnadóttir bónda á Gamla-Hóli á Hólsfjöllum, Brynjólfssonar á Hólseli í sömu sveit. Eins og þau Jón og Herborg voru náskyid voru þau og líka að mörgu leyti raunlík. Jón var meðalmaður á hæð, og fallega vaxinn. Dökkur á hár og skegg, ennið hátt og svip- urinn allur hreinn og góðmannleg- ur. H-ann var framúrskarandi jafn- lyndur og góðlyndur maður, og á- vann sér því fljótt hylli samtíðar- manna sinna. . Sumarið 1884 giftist Jón Vilhelm- ínu Stefaníu Friðriksdóttur, ætt- aðri úr Vopnafirði í Norðurmúla- sýslu. Þau hjón bjuggu á Gunn- arsstöðum, Brekkukoti og síðast á Krossavík í Þistilfirði. Þar misti Jón konu sína vorið 1892. Brá hann þá búi og settist að hjá frænda sínum Friðriki bónda á SyðrarLóni á Langanesi. Fjórar dætur eignað- ist Jón með konu sinni. All-ar eru þær nú fullorðnar. Ein þeirra heima á ísiandi, Stefanía að nafni. Hinar þrjár eru giftar konur í Ameríku: Kristbjörg, gift Sigur- birni Kristjánssyni bónda í Garð- arbygð í Norður-Dakota; Guðbjörg, gift Kri-stjáni Anderson “lathara” f Winnipeg, og Sigurveig Hólmfríð- ur, gift Jóhannesi Gíslasyni bónda að Elfros, Sask. Hjá þessari síðast- nefndu dófctur sinni og tengdasyni lifði Jón seinustu fimm árin og naut þar ástúðar og eftirlátsscmi, og í -síðasta strfðinu lieirrar ná- kæmni, sem hægt var að láta í té. Jón -heitinn var alla sína æfi frem- ur óhraustur, þoldi illa erviða vinnu, en var mjög verklaginn, og smiður góður bæði á tré og jám. Hann var mikið gefinn fyrir bæk- ur, ias helstu blöð og tímari-t og fylgdist vel með í helztu áhugamál- um íslenzku þjóðarinnar bæði vest- an ihafs og austan. Hann var ræð- inn og viðfeldinn við þá, sem tóku hann tali, eða heimsóktu hann, en liélt sig fremur til baka þar sem mikið var um að vera. Hvílist hann í guðsfriði. Mozart, 12. nóv. 1917. Fr. Guðmundsson. Tvœr úreltar hugmyndir. Framnes: F. Finnbogason.............Hnausa B. Thordarson................Gimli G. J. Oleson............ Glenboro Geysi: F. Finnbogason..............Hnausa Jóhann K. Johrjson...........Hecla Jón Jóhannsson ..... Holar, Sask. F. Finnbogason.............Hnausa Ilu-sawiek: Sig. Sigurðson ..... Wpg. Beach Andrés J. J. Skagfeld ....... Hove S. Thorwaldson, Riverton, Man. Árni Jónsson_______________Isafold Jónas J. Húnfjörð........Innisfail Jónas Samson..............Kristnes J. T. Friðriksson________ Kandahar Ó. Thorleifsson ......... Langruth Th. Thorwaldson, Leslie, Sask. Óskar Olson ............. Lögberg P. Bjarnason ........... LiUesve Guðm. Guðmundsson_________Lundar Pétur Bjarnason________Markland E. Guðmundason_________Mary Hili John S. Laxdal............ Mozart Jónas J. Húnfjörð..._... Markerville Paul Kernested.............Narrows Gunnlaugur Heigason............Nes Andrés J. Skagfeld.....Oak Point St.. Eiríksson__________ Oak View Pétur Bjarnason ______________Otto Jónas J. Húnfjörð..............Red Deer Ingim. Erlendsson______ Reykjavík Gunnl. Sölvason............Selkirk Skálholt: G. J. Oleson,.. .........Glenboro Paul Kernested............Siglunes Hallur Hallsson ....... Silver Bay A. Johnson .............. Sinclair Andrés J. Skagfeld .. .. Ston-y Hill Halldór Egilson .... Swan River Snorri Jónsson __________Tantallon Jón Sigurðsson_______________Vidir Pétur Bjarnason___________Vestfold Ben. B. Bjarnason______Vancouver Thórarinn Stefánsson, Winnipegosis ólafur Thorleifsson_______Wild Oak Sig. Sigurðsson.Winnipeg Beach Paul Bjarnason........... Wynyard 1 Bandarík junum: Jóhann Jóhannsson_______,. Akra Thorgils Ásmundsson ____ Blaine Sigurður Johnson.........Bantry Jóhann Jóhannsson ...._ Cavalier S. M. Breiðfjörð.......Edinburgr S. M. Breiðfjörð ________ Garðar Elís Austmann........... Grafton Árni Magnússon......;___Hallsou Jóhann Jóhannsson_________Hensel G. A. Dalmann ..._______ Ivanhoe Gunnar Kristjánsson______ Milton Col. Paul Johnson.......Mountain G. A. Dalmann ......... Minneota G. Karvelsson....... Pt. Robertas Einar H. Johnson...Spanish Forte Jón Jónsson, bóksali .... Svold' Sigurður Johnson___________Upham Mórauða Músin Þessi saga er bráðum upp- gengin og ættu þeir, sem vilja eignast bókina, aS senda oss pöntun sína sem fyrst. Kost- ar 50 cent. Send póstfrítt. | I ■ ' HÆSTA verð borgað fyrir Rjóma ÞaS borgar sig ekki fyrir ySur aS búa til smjör aS sumrinu. SendiS oss rjómann og fáiS penmga fyrir hann. Fljót borgun og ánaegjuleg viSskifti. Flutn- ingsbrúsar seldir á heildsöluverSi.—SkrifiS eftir á- skriftar-spjöldum (Shipping Tags). D0MINI0N CREAMERIES, Ashem og Winnipeg v ~ • ............ — ........................... Hugmyndin um, að það sem er velgjulegt og vont sé heilnæmt og bætandi, ætti að kastast fyrir borð. Meðal, sem er í alla staði ágætt, getur nú líka verið lystugt til inntöku. Triner’s American El- ixir of Bitter Wine er gott sýnis- horn þess konar meðals,-— það er bæði bragðgott og bætandi. Trin- ers American Elixir of Bitter Wine hjálpar æfinlega, og það gerir engan mismun hvað langvarandi tilfelli af harðlífi, meltingarleysi, höfuðverk, taugaslekkju og alls- konar máttleysi er um að ræða. Það hreinsar magann, gefur góða matarlyst, hjálpar meltingunni og hressir upp allan líkamann. Fæst í lyfjabúðum. — Önnur úrelt hug- mynd er það, að ekki sé til neitt áreiðanlegt meðal við gigtveiki, taki o.s.frv. Reynið strax Trin- er’s Liniment og þá fullvissist þér um, að þessi hugmynd var röng. Það er ágætt við tognun, bólgu, þreyttum afltaugum og fótum o.s. frv. I lyfjabúðum. Jos. Triner, Manufacturing Chemist, 1333-34 S. Ashland Ave., Chicago, 111. -—» Umboðsmenn Heimskringlu I Canada: i Á-rlborg og Ámes: F. Fiunbogason.............Hnausa Magnús Tait............... Antler Páll Anderson .....Cypress River Sigtryggur Sigvaldason____Baldur Lárus F. Beek ........ Beckville Hjálmar O. Loptsson.... Bredenbury Bifröst: F. Finnbogason.............Hnausa Thorst. J. Gíslason.........Brown Jónas J. Hunfjörd......Burnt Lake Oskar Olson ....... Churchbridge St. ó. Eiríksson ...... Dog Creek J. T. Friðriksson......... Dafoe O. O. Johannson, Elfros, Sask John Janusson _________Foam Lake Til þeirra, sem auglýsa í Heims- kringlu Allar samkomuauglýsingar kosta 26 cts. fyrir hvern þumlung dálkslengdar —í hvert skifti. Engin auglýsing tekin í blat5it5 fyrir minna en 26 cent.—Borg- ist fyrirfram, nema öbru vísi sé ura samið. Erfiljóö og œfiminningar kosta 16c. fyrir hvern þuml. dálkslengdar. Ef mynd fyigir kostar aukreitis fyrir til- búning á prent “photo”—eftir stærb.— Borgun veröur ab fylgja. Auglýsingar, sem settar eru í blabfð án þess að tiltaka tímann sem þær eiga aö birtast þar, veröa að borgast upp ab þeim tíma sem oss er tilkynt aö taka þær úr blaðinu. Allar augl. verba ab vera komnar á skrifstofuna fyrir kl. 12 á þrlbjudag til birtingar í blaðinu þá vikuna. The Vtklng Preis, Ltd. LOÐSKINN I HÚÐIRI ITLL Ef >ér viljið hljóta fljótuatu skil á andvirði og hæsta verTS fyrir léðikinn, hú'ðir, ull og ÍL sendið þett* til. Frank Massin, Brandon, Man. Dept H. Skrifið eftir prisum eg ahipping iags. BORÐVIÐUR SASH, ÐOORS AND MOULDINGS. ViS höfum fullkomnur birgtSir af öllum tegundum VerSskrá verður eend hverjum J»eim er þess óskar THE EMRtRE SASH & DOOR CO., LTD. Heary Ave. Eut, Wi—ip rg, Man., Telepboæ: Mdh 2S11

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.