Heimskringla - 06.12.1917, Síða 1
f
J
............. ' ■ 1
Royal Optical Co.
Elztu Opticians i Winaipeg. ViS
höfmn reynst vinum þímim vel, —•
gefðu okkur tækifæri til að reyst-
ast þér vel. Stofnseit 1905.
W. R. l'owler. Opt.
-__________________________________
XXXII. AR.
WINNIPEG, MANITOBA, 6. DESEMBER 1917
NÚMER 11
Styrjöldin
Stórkostlegar orustur í grend viS
borgina CambraL
Frá seinustu sókn Breta á Frakk-
landi var skýrt 1 síðasta blaði,
hvernig þeir bmtust áfram á svæð-
inu norður af St. Quentin og alla
leið að Scarpe ánni. Yoru þeir þá
komnir fast að borginni Cambrai
og búnir að taka þar á sitt vald
Bourlon þorpið og “Bounlon skóg-
inn”. Eftir þetta hófust stórkost-
legar orustur f þessum stað, sem
staðið hafa yfir stöðugt síðan.
Rupprecht prinz, krónprinz Bavar-
íuríkis, er við æðstu herstjórn
Þjóðverja á þessu svæði og hefir
hann snúist þarna gegn Bretuim
með öllum þeim krafti, er hann á
völ á. Uan tuttugu hersveitir
(divisions) heíir hann baft þarna
til varnar — eða um 375,000 menn,
og hefir þessum mikla mannafla
ekiki verið ihlíft hið minsta. Her-
deildunum þýzku hefir verið sigað
fram á orustuvöllinn án minstu
miskunar og hefir þetta haft þær
áfleiðingar, að öllum fréttunum
ber saman um, að aldrei áður hafi
verið stórkostlegra mannfall 1 liði
Þjóðverja en við þetta tækifæri.
Hér og þar fengu Þjóðverjar
hrakið Breta lítið eitt til baka og
tekið frá þeim hervígi, sem þeir
höfðu náð á sitt vald, en af síðustu
fréttum að dæma hafa Bretar náð
flestum þessum stöðum aftur og
fengið algerlega yfinhöndina. Bæ
inn Masnieres tóku Þjóðverjar þó
og halda honum þegar þetta er
skrifað, en ólíklegt er að þeir fái
haldið honum lengi, þar sem Bret-
ar láta nú stöðugt istórskotahríð
dynja á honum, uppihaldslaust
nótt og dag.
ið að gera áhlaup en verið hrundið
til batoa.
Fréttir í byrjun þessarar viku
segja Þjóðverja hafa stórkostlega
sókn í undirbúningi á austari her-
svæðum sínum á Frakklandi. Tii
þessarar sóknar munu þeir Ihafa í
hyggju að viðhafa stórbyssur þær,
sem þeir hafa tekið af ftöium og
herafla þann, sem þeir hafa nú
fengið lausan á hersvæðunum gegn
Rússum. En Þjóðverjar hafa við-
haft mikinn mannafla fyrri — t.d.
við Yerdun—og þeirra stórkostlegu
áhlaup þó Sborið sáralítinn árang
ur sem kunnugt er.
------o--------
Frá ftölum.
Norðanvert á ítalíu gengur við
það sama Þjóðverjar og Austur-
ríkismenn halda sókninni áfram,
en vinst lítið á. Vígi ítala í fjötll-
unum eru örðug sóknar og við
hverja atrennu hafa óvinirnir orð-
ið frá að snúa við mesta mannfall.
Herstöðvarnar í grend við Pertioa-
fjaUið /hafa þeir margitekið og mist
þær jafnharðan aftur. — Hersveitir
Frakka og Englendinga eru nú
vafafaust teknair að berjast með ft-
ölum á einhverjum af svæðum
þeirra, þó ekki hafi enn þá verið
um það getið í fréttunum.
-------o--------
Mörgum kafbátum grandaS.
Um miðja síðustu viku barst sú
frétt, að fiá 1. ti! 15. nóv. s.l. liefðu
bandamenn eyðilagt 39 kafbáta
fyrir Þjóðverjuim. Haldi l>ýzku
kafbátarnir þannig áfram að týna
tölunni, verður þess ekki lengi að
bíða, að fótum verði kipt undan
síðustu sigurvonum óvináþjóðanna.
Nýr vistastjóri.
Frá Frökkum.
Frakkar hafa etoki iagt út f nein-
ar stórorustur í seinni tíð. Hér og
þar á vestur-svæðinu hafa þó verið
háðar smáorustur og virðast
Frakkar hafa borið sigur úr býtum
í ölJum þeim viðskiftum. Á Aisne
svæðinu hafa einnig staðið yfir
orustur, en af þeim hafa að svo
komnu ekki borist ljósar fregnir. í
grend við St. Quentin og norður af
“Fossé’s skógi” ihafa Þjóðverjar ver-
Nýr vistastjóri hefir verið skipað-
ur fyrir vesturfyltoin og verður
hann undirmaður W. J. Hanna,
sem er vistastjóri fyrir alt Canada.
Vistastjórinn nýi er J. D. McGregor,
veiþektur og málismetandi bóndi í
gremd við Brandon. Hefir hann
þegar tekið til starfa, en ekki þó
tilkynt enn þá hvernig hann muni
haga visöastjórn sinni. Vonandi
reynist hann duglegur og atkvæða
mikill, enda er ekki heigluin hent
að skipa slíka stöðu.
Sigur nú eða ævarandi
Hervald
Alt vort frjálsræði — alt vort frelsi — velferð
heimila vorra — framtíð barna vorra er alt undir
því komið, að sigur fáist í stríðinu.
Við ósigur vorn eða jafntefli, verður veröldin öll
að vopnabúri Hervaldið verður þá rótfest hér í
Canada. Að eins við sigur — með því að færa her-
boðsval (selective draft) til afnota í dag — getum
vér komist hjá þessu. Hinn hugprúði her sýnir oss
veginn. Hann þekkir ekki ósigur. En sjálffram-
boðs aðferðin hefir mishepnast og þörf brýn á meiri
liðstyrk. — Sameinaða stjórnin skuldbindur sig til
að safna nægilegu liði, án þess að hnekkja landbún-
aði eða öðrum iðnaði landsins.
Þörf fyrir bændasyni á
Iandinu.
Mowbum, hcrmálaráð-
herra, sagði nýloga í sam-
bandi við þörfina á
ibændason.um hér heima
fyrir:—
“Eg skal sjá um það, að
bændasynir þeir, sem
einlæglega vilja vinna á
bújörðum sinum að vöru
framleiðslu í landinu, fái
þó þeir þeir séu nú her-
skyldir, lausn úr Oanada
hernum, ef þeir fara til
baka á bújarðir sínar.”
Ábyrgð Sir Roberts Borden.
Sir Robert Borden sagði þetta:—
“Hve bændur snertir, þá er stjórn-
inni augljós nauðsyn þess, að vöru-
birgðir i landinu renni ekki til
þurðar. Hermálaráðherrann hefir
tekið þetta mál vandlega til fhuig-
unar með þvf augnamiði að senda
fleiri fyrirskipanir til undanþágu-
og áfríunar-dómstólamna, til þess
að tryggja velferð þjóðarinnar hve
þetta snertir svo framleiðsla allrar
vöru haldist við, sem er eitt af að-
alskilyrðuim þess að þátttaka þjóð-
arinnar í stríðinu geti haldið áfram
með fullum krafti.” — Sir Robert
Borden, í Oshawa, Ont.
Greiðið atkvœði með “Union
Govemment” og vísum sigri
Auðsætt ætti það að vera hverj-
um hugsandi mianni, að ástandið
yfirleitt í heimiuum er nú sem
stendur ihið ískyggilegasta. Aldrei
hafa hinar ýmsu þjóðir, sem nú
standa í stríði gegn hinu ægiloga
þýzka hervaldi, séð betur en nú,
hve mikið verður að leggja í söl
urnar áður en sá voða óvinur verð
ur að velli lagður. Menn sjá nú al
ment, ef þeir að eins vilja sjá það
að þetta stríð var áformað og und
irbúið um langan tíma af hinum
þýzku yfirvöldum, með því eina
augnamiði að gjöra hið þýzka ríki
að slíku aliheims drotnandi stór-
veldi, sem rómverska keisararíkið
var á sinni tíð. Eftir því sem tím-
inn líður, koma í ljós fleiri og fleiri
sainnanir, sem sýna ótvírætt til-
gang ihinna þýzku yfirvalda.
Með það eitt fyrir augum, að
setja hæ! á háls nágranna sinna,
hrundu þeir heiminum út í þetta
ógurlegasta stríð, sem heimurinn
hefir séð. öll önnur stríð íyrri
tíma eru smámunir í samanburði
við það,v sem nú stendur yfir.
Undir úrelitum þessa sfcríðs er það
komið, hvort ávextir frelsisbaráttu
mannanna á öllum umJiðnum öld-
um, eiga að verða að enigu eða ekki.
Því ef hið þýzka hervald sigrar f
þessari baráttu, þá verður kúgun-
arvald hins þýzka hervalds það
afl, sern ræður lögum og lofum um
langan ótoomi'nn aldur.
Hjá hinum ýmsu bandaþjóðum
þroskust sfcöðugt sú hugmynd, að
nú sé aö eins um eitt mál eiginlega
að ræða, nefnilega: hvernig þetia
yfirstandandi stríð megi verða léitt
til happasælla lykta, og það sem
fyrst. öll önnur mál verða að
sitja á hakanum og bíða úrlausnar !
}iar til þetfca mál, sem alt yfirgnæf-
ir og nú gagntekur hugi manna,
er útkljáð. Ti! þess að 'hrinda
þessu aðalmáli í betra horf, finna
menn til iþess, að nauðsynlegt er
að sameina bctur en áður alla
krafta þjóðanna, sem í stríðinu
standa. Öll sundrung veikir starfs-
kraftana, þess vegna er nauðsyn-
legt, að útrýma henni sem mest má
verða. Samkvæmt þvf stjórnar-
íyrirkomulagi, sem viðgengst í
hinum enskutalandi heimi, er það
vanalega einihver sérsfcakur stjórn-
málaflokkur, sem völdin hefir og
sem svo ber ábyrgðfct'a. Fljótlega
eftir að stríðið hófst, sáu menn, að
þetta var ekki heppilegt, heldur
var nauðsynlegt að sameina krafta
allra leiðandi inanna, hversu óllkar
sem skoðanir þeirra í öðrum mál-
um kynnu að vera. Þess vegna er
nú stjórnin bæði á Englandi og í
nýlendum þess ríkis saman sett af
miönnum tilheyrandi öllum aðal-
stjórnmálaflokkum landsins. Með
því að sameina þannig alla beztu
krafta þjóðarfcnnar, er auðsætt, að
þjóðin getur betur beitt orku sinni
en annars, og margt af því, sem
miður má eiga sér stað, en sem oft
á sér sfcað undir stjórn eins flokks,
getur ekki átt sér sfcað undir sam-
einaðri stjórn.
Af hinum ýmsu ríkjum Brefea-
veldis var Oanada seinast tiJ þess
að taka upp þessa stefnu. Eflaust
kom það til af því, að hér hefir
flokksfylgið æbíð verið mjög sterkt
í hugum manna. Sú sannfæring hjá
ein'staklingnum, að sá pólitíski
flokkur, sem hann sjálfur tilheyrði,
væri sá eini flokkur, sem völdin
ætti að ihafa, hefir verið mjög rót-
gróin, og ervifet að útrýma henni.
En eftir því sem tíminn leið, komu
fram fleiri og fleiri raddir, sem
heimtuðu að þessu yrði breytt, að
stjórn' yrði mynduð, sem saiman-
stæði af mönnum tiltheyrandi ekki
öðrum heldur báðum hinna póli-
tísku llokka þjóðarinnar. Menn
sáu margt, sem þeim fanst miður
fara í stjórmarfari landsins undir
forystu Sir Robert Bordens. Marg-
ar 'af þeim ákærum, som fram
komu, voru eflaust á góðum rök-
um bygðar. Samt er ekki úr vegi
að segja, að eflaust margt af því,
sem miður hafði farið, hefði ef-
laust gengið alveg eins illa, hvaða
sérstakur pólitiskur flokkur, sem
við völdin hefði setið. Eins lengi
og hagsmunir einhvers pólitisks
flokks, en ekki ihagsmunir þjóðar-
innar var aðal augnamiðið, var
ekki að búast við að veJ gengi.
Til þess að hagsmunir þjóðar-
innar allrar mæfcti skipa öndvegi,
var nauðsynlegt að fá stjórn, sem
samanstæði aif leiðandi mönnum
beggja hinna pólitisku flokka, og
nú loks hefir þetfca tekist.
Enginn efi er á því, að margir
Ifta hornauga til þessarar nýju
stjórnar. Þeir, sem hafa fylgt Jib-
eral flokknum að málum^ihafa það
aðallega út á hana að setja, að Sir
ftobert Borden skuli vera formað-
ur hennar. Þeir segja, að hamn
verðskuldi ctoki lengur 'tiltrú þjóð-
arinnar. Aftur á móti hefði eflaust
verið ómögul'egt, að fé fylgismenn
lians til þess að sætta sig við nokk-
urn annan leiðtóga ihinnar samein-
uðu stjórnar. Þeir sem óánægðir
eru með Sir Robert Borden sem
stjórnarformann, ættu líka að
minnast þesis, að margt af þvl sem
illa fór undir stjórn hains, var ekki
algjörlega hans skuld, heldur
sumra samverkamanna hans. Suim-
ir þeirra, sem menn höfðu mestan
ýmugust á, eru nú úr sögunni, þar
á meðal Rogers og Hughes. Eí
mönnum finst illa farið af fylgls-
mönmim Bordens að vilja halda
honum við stýrið, þrátt fyrir alt,
þá ættu þelr að gjöra sér f 'hugar-
liund, 'hvort ekki hefði öldungis
eins farið, ef Sir Wilfrid Laurier
hefði verið stjórnarformaður í stað
Bordens. Mundu ekki fylgismenn
hans ihafa verið öldungis eins á-
kveðnir f að hann héldi áfram sem
foi’maður hinnar nýju stjómar,
þótt margir af andstæðinga flokkn-
um væru Ihonum mótsnúnir?
Bflaust er margt hægt að setja út
á hina nýju stjórn. Engin stjóm
er svo góð að enginn geti neitt
fundið að gjörðum hennar. En
mér finst, að þessi nýja stjórn sé
stórb spor í rétta átt. Eftir því sem
tíiriin leiðir í ljós það, sem ábóta-
va.A er, þá hefir maður von um, að
það verði lagað. Það má búast
við, að hér endurbakist sama sag-
an og til dæmis á Englandi, þar
sem búið er hvað eftir annað að
endurskapa hina upphaflegu sam-
einuðu stjórn, þar til inú að hún
hefir fullkomið traust þjóðarinnar
og engum manni kemur nú til hug-
ar að snúa sér aftur að þvi flotoks-
stjórnar fyrirkomulagi, sem áður
átti sér stað. Hér sýnist stjórnin
óðum vera að ávinna sér traust
fólksins. Þessu til sönnunar vil
eg benda á, að nú sem stendur eru
sjö fyltoi í Canada, þar sem fylkis-
stjórnin tilheyrir liberal flokknum.
í öllum þessum fylkjum nema Que-
bec er fylkisstjórnin meðmælandi
hinni nýju stjórn. í emgum fylkj-
um Canada hefir hin núverandi
fylkisstjórn áunnið sér traust og
velvild manna í ríkari mæli, en
stjórniirinar í Manitoba og Saskat-
ehewan. Báðar þessar stjórnir hafa
fengið viðurtoenningu fyrir að vera
í alla sfcaði hollar landi og þjóð.
Báðar þessar stjórnir fylgja ein-
dregið ihinni nýju sambandsstjórn
í Otfcawa. Manm fylgja þessum
stjórnum eindregið í fylkismálum
vegna þess að reynslan sýnir, að
það er óhætt. Er ekki einnig ó-
hæbt að fylgja þessum sömu leið-
togum í þessum hinum stærri
máJum?
Eflaust í huga miargra er það
herskyldumálið, sem öll önnur mál
yfirgnæfir. Vegna þess að hin mú-
verandi stjórn er með herskyldu,
hafa margir snúist á móti henni.
Herskylda er öllum íriðelskandi
mönnum ógeðfeld, og vonuðu menn
fastlega, að aldrei þyrfti til henin-
ar að taka hjá hiinni canadisku
þjóð. En þegar einsfcaklingurinn
hefir lif og heiður að verja, þá
neyðist hann til þess að grípa til
þeiirra vopna, sem hann uindir öðr-
um kringumstæðum mundi ekki
nota. Eins er ástatt fyrir hverri
þjóð, sem er að berjast fyrir til-
veru sinni. Hún getur ekkert heið-
aríegt vopn látið ónotað. Hjá öll-
um sbríðsþjóðunum h«fir herskylda
verið í lög færð nema Ástralíu, og
það er að eiims lítið tímaspursmál
þar til slík lög verða samþykt þar.
Engin þjóð í heimi er meira frið-
elskandi en Bandaríkin, og engin
þjóð e< til vill hefir meiri óbeit á
herskyldu en hún. Þrátt fyrir það
var herskylda í lög leidd þar strax
og þjóðin lenti í stríðinu. Fyrirlið-
ar þjóðarininar sáu glögglega, að
með þeirri aðferð gat þjóðin bezt
beifct kröítum sínum. Urndir þess
konar lögum, viturlega hagnýttum,
opnuðust möguleikar til þess að
byrðin félli þar sem hún helzt
inátti falla. Raddir þær, sem þar
komu fram andstæðar þessum lög-
um, eru nú löngu þagnaðar. Jafin-
vel margir þeirra, sem andvígir
voru f fyrstu, gefa nú lögunum sifct
örugt fylgi og viðurkenna það yf-
irtsjón, að hafa mótmælt þeim í
fyrstu.
Eg sagði áðan, að þegar ein þjóð
væri að berjast fyrir tilveru sinni,
þá yrði hún að nota öll Iheiðarleg
vopm. Þannig er ástabt fyrir Oan-
ada í dag. Canada er ekki að berj-
ast fyrir nei.na aðra þjóð; hún er
að heyja stríð upp á líf og dauða
vegna sinna eigin hugsjóna, sinnar
eigin framtíðar og eigin tilveru.
Canada er partur af hinu brezka
ríki, og þegar Breblaind er í stríði,
þá er Canada það einnig. Margir
halda því fram, að Canada sé að
berjast fyrir England, þess vegna
sé skyldan til að gjöra sltt ítrasta
minni en annars. Þetta er hættu-
liegur misskilningur, sem á ekki við
nein rök að styðjast. Frelsi og
framtíð Canada er í veði, og öll ör-
lög þjóðarinnar eru undir þvi kom-
in, að málefni mannúðar og
kristilegrar menningar, sem hinar
engiksaxnesku þjóðir nú berjast
fyrir, beri sigur úr býfcum.
Hvernig er afstaða hinnar nýju
sambandsstjórnar gagnvart her-
skyldulögunum? Sir Robert Bor-
den hafði fyrir löngu síðan lýst því
yfir, að Oanada mundi sonda 500,000
hermanna á vígvöll. 1 nafni þjóð-
arinnar lýsti hann því yfir, að Can-
ada hefði wett sér þetta hámark.
Ef söfnun liðs hefði gengið jafn vel
um alt Canada ríki, þá hefði þessu
marki auðveldlega verið náð, án
þess að grfpa til herskyldu. En
hið franska Quebec fylki skarst
nær algjörlega úr leik. Þar sem
það er annað fólksflesta fylki
Cainada, var þetta tilfinnanlegt
skarð. Yfir 400,000 sjálfboðar liafa
nú komið fram. Af þeim að eins
um 14,000 af frönsku bergi brobnir.
Hvers vegna hinir frönsku Canada-
menn skáruist þannig úr leik, er
örðugt í fljótu bragði að skilja.
Samt er engimn efi á því, að kat-
ólska kirkjan á þar stóran hlut að
máli. Menin hafa verið hræddir
um, að engin stjórn í Canada
mundi hafa kjark í sér til þess að
beita herskyldulögunum í Quebec.
En orð Sir Robert Bordens í ræðu,
sem hann hélt í Haldimand nú ný-
skeð, baka hér af öll tvímæli. Hanm
segir, að Quebec verði að gjöra sinn
fulía skerf og engin sérstök undan-
þága skuli þar notuð. Nú er óð-
um verið að vítoja úr sessi dóms-
nefndum þeim I því fylki, sem hlut-
drægar sýnasfc vera, og sætin skip-
uð öðrum. Einnig hafa menn ótt-
ast, að ef margir ungir menn, sem
vinna við bændavinnu, væru fcekn-
ir í herþjónustu fram yfir það, sem
nú þegar á sér stað, mundi það
stór-hnekkja allri framleiðslu í
landinu, og það einmifct frarn-
leiðslu þeirna hluta, sem nauðsyn-
legastir eru. En nú hefir Mewburn,
hinn nýi hermálaráðgjafi, auglýst,
að engir bændasynir eða aðrir, sem
við akuryrkju vinna, skuli teknir í
herþjónustu, ef burtfcaka þeirra
verði til að hnekkja framleiðslu.
Þefcta sýnir að hin nýja stjórn vill
gjöra sitt ítraista til þess að beifca
þessum lögum á sem viturlegastan
og hagkvæmasfcan hátt og án allrar
hlutdrægni.
En ihver er afstaða Sir Wilfrids
Lauriers f þessu máli? Hann hefir
auglýst það aftur og aftur, að haun
sé á móti herskyldu, on segist skuli
láfca gauga til atkvæða um málið.
Hann segist vilja gjöra enn frekari
tilraun með liðsöfnun án her-
skyldu. Fylgismenn hans láta mik-
ið yfir þvf, 'hve mikið hann mundi
geta gjört í Quebec með frjálsri
liðsöfnun, ef hann fengi að ráða.
En ef maður afchugar, að svo að
segja hver einasti maður f Quebec
af frönskum uppruna, biðst und-
aniþágu frá herskyldu, er lítolegt að
þessir sömu menn fcaki snögglega
simnaskiftum og komi fram sem
sjálfboðar? Mikið er glamrað um,
að fólkið eigi að ráða, og er það að
vissu leyti rétt. En oft vill það til,
að fólkið þarf langan tíma til þess
að átta sig á því, hver er rétt af-
sfcaða f ei'nihverju máli. Ef það á
að skera úr einhverjum vanda án
umlhugsunar, þá getur sá úrskurð-
ur orðið þannig, að menn stofni
sinni eigin velferð í hættu og sjái
um seinan yfirsjón slna. Laurier lof-
ar að hætta allri tilraun til að fram
t
fylgja núverandi lögum þar til eft-
ir að afckvæðagreiðsla hcfir farið
fram. En eins og nú sbanda sakir,
er allra brýnasba þörfin einmitt á
hinuim næstu isex'mánuðum. Það
er öllum augljóst að þýztoa her-
valdið reynir aitt ítraisfca að Iáfca
til skarar skríða á næstu átta mán-
uðum, því ef það tetost ekki, er
sigur alilsendis ómögulegur. Næsta
sumar eða haust verða Bandaríktn
komin með svo mikinn kraft á víg-
völlinn, að um munar. Með hverj-
um mánuði eftir það fer sá herafli
óðuim vaxandi þar til sá mann-
fjöldi verður ekki talinn í þúsund-
um heldur í miljóna tali. Allir,
sem kunnugir eru, Jjúka upp sama
munni um það, að einmitt nú sé
mest þörfin; þörf svo brýn, að ef
menn alment vissu hana, mundi
ekkert til sparað úr henni að
bæta.
Eins og nú sfcanda sakir, er það
óumllýjanleg niðurstaða allna
hugsaudi manna, að ef Laurier og
hans fylgismenn bera hærra hlufc
við hinar í hönd farandi kosniug-
ar, þýðir það, að Canada sé uæo
það bil að geíast upp í þessa
stríði. Ef ganga þarf til atkvæða
fólks áður en hinum sárþjökuðu
hermönnum vorum er veibt lið,
sýnir það meiri heigulskap og hálf-
velgju en nokkurri frjálsri þjóð
er samboðið. Slfk úrslit munda
vekja ihrygð og undrum allra
sannra frelsisvina, en um leið
gleði óumræðilega í herbúðnim ó-
vinanna. Þeir mundu þar sjá mik-
inm ávöxt af því sæði sundurlyndis
O'g tortrygni, sem er eibfc af öflug-
ustu vopnum Þjóðverjans. Sutnir
af Þýzkalands hátt sfcandandi
mönnum viðurkienna það fúslega,
að sundurlyndið meðal mófcstöðu-
manna sinna sé það, sem íþeir skoði
eitt af sínum öflugustu vopnum,
og það sundurlyndi reyni þeir að
autoa og glæða eftir megni. Þessu
vopni hefir verið beitt með mikilli
snild á Rússlandi. Við vitum alj-
ir hverjar afleiðingamar eru þar.
Á Oanada eftir að íalla úr sögunni,
falla fyrir sömu vopnum og Rúss-
land? Ef svo er, þá væru það
hörmuleg afdrif. Þótt ekki færi það
svo, að Oanada yrði annað Rúss-
land, 'þar sem menn berjast inn-
byrðis um völdin meðan ræninginn
rænir og eyðileggur, þá væri það
samt nægilegt hrygðarefni ef þessi
unga þjóð með framkomu sinni
auglýsti sig óverðuga að tilheyra
þeim þjóðfloktoi, sem bezt og harð-
ast hefir barist fyrir freisis- ©g
mannúðar hugsjónum mannanna í
nær þúsund ár.
Enginn útlendur þjóðflokkur í
þessu landi á eins marga hermenn
á vígrvellinum að tiltölu við fólks-
fjölda, eins og íslendingar. Með
framkomu sinni hafa vorir ungu
menn sýnt, að þeir skilja afstöðu
sfna og skyldur gagnvart landi og
þjóð. Framkomia þeirra hefir verið
þjóðflokki vorum til sóma og saim-
fært fólk alrnent betur en áður uim
að íslendingar væru eftirsóknar-
verðir borgarar þessa Jands. Æbt-
um við, sem heima erum, að bregð-
ast þessum ungu mönmum þjóðar
vorrar, þegar þeir biðja um hjálp?
Ætlum við að sýna það með at-
kvæðum vorum, að við metum ekki
það, som þeir hafa lagt í sölurnar.
meim en það, að við leggjum örlög
þeirra í hendur þeirm munna, sem
eru svo hálfvoigir, að þeir vilja
ganga til atkvæða um það, hvorfc
veita skuli þeim lið eða ektoi?
Bágt á eg mieð að trúa því, að fólk
vort hugsi þannig, og stór von-
brigði verða það fyrir mig, ei
reynslan sýnir, að ihugsunarháttur
fólks vors er þannig. Ef menn
vilja sýna, að þeir mieti það, sem
vorir ungu menn hafa gjört til þesa
að Iheiðra nafn íslendinga í þessu
landi, um leið og þeir sýna, að þeir
bera velferð lands og þjóðar fyrlr
brjósti, þá ber þeim að greiða afc-
kvæði fyrir þá stjóm, sem ófcví-
rætt lofar «ð styrkja málefni þeirm
eftir fremista megni. Spyrjið yður
sjálfa: “Hvemig munu hinir í«-
lonzku hermenn greiða atkvæði?”
og hagið ykkur eftir því. Þá er
enginn efi á, að þið greiðið atkvæði
ykkur til sóma og þjóðinni til
gagns. Gleymið allri pólitík og
pólitiskri flokkaskiftingu, en hugs-
ið að eins um þjóðina og velfer*
hennar.
Virðingarfylst,
B. J. Brandson.