Heimskringla


Heimskringla - 06.12.1917, Qupperneq 3

Heimskringla - 06.12.1917, Qupperneq 3
WINNIPEG, 6. DES. 1917 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSIÐ4Í vestur frá Jerúsalem. Brezka her- liðið er því að umkringja höfuð- borg Gyðingalands. Hún fær naum- ast lengi staðist, þar sem hún er með öllu afskorin samgöngum við um'heiminn. I>að er heldur ekki langt síðan, að sagt var að borgarbúar væri teknir að líða mikið af vistaskorti. Sagt er nú í síðustu fregnum (27. nóv.) að Tynkir hafi dregið að sér herafla allmikinn og ætli sér að verja borgina af alefli og einkum járnbraut, sem liggur frá Jerúsal- em til Sikkem. Ef alvara verður úr og þeir hafa hernaðargögn að sama skapi sem mannaíla, getur þeim ef til vill hepnast að verja borgina nokkuð enn. Naurnast er unt að setja þessa framsókn Breta á Gyðingalandi í beint samband við atgerðir brezka hersins í grend við Bagdad undir forystu Maude hershöfðingja, sem nú er látinn, og Sir W. R. Marshall kominn f stað hans. Pramsóknin á Gyðingalandi sýn- Ist vera bæði vörn og sókn. Eyrst og fremist virðist tilgangur hennar sá, að varðveita hinar miklu sjáv- ar samgöngur gegn um Sue*-skurð inn, og mun það vera aðal ætlunar- verk henanr. En á hinn bóginn hefir það afar mikla þýðingu að yfirbuga tyrk- neska herinn á Gyðingalandi og ná á vald sitt borgum, sem um margar aldir hafa verið á valdi Tyrkja án þess nokkur hafi eigin- lega amast við. Það eyðir öllu vígs- gengi Tyrkja og lamar bæði völd þeirra og álit með Aröbum og Mú- hameðsthúar mönnum, sem byggja sléttur og eyðimerkur austur-Asíu. Bvlseviki á keijarþreai. Moldviðrið á Rússlandi er svo mikið, að þar sér enginn maður handa sinna skil. Þar sýnist hver höndin að vera uppi gegn annari, og er ekki að vita, hve lengi kann að verða. Þar trúir enginn öðrum og allir vilja hafa völdin og ráða. Eins og sagt hefir verið frá, nefn- ist sá flokkur manna, sem nýlega brauzt þar til valda, er Kerensky fekk eigi varist yfirgangi þeirra iengur, Bolseviki, Eoringi þeirra heitir Lenín. Þeir voru ekki lengi að þrífa til sín valdataumana. Ein af fyrstu stjórnarathöfnum þeirra var að sögn sú, að gera Þjóðverjum íriðartilboð og leggja það til við Samherja, að samið væri þegar i stað vopnahlé. Yildu þeir vinda að þessu sem bráðastan bug. Því til framkvæmdar vildu þeir að herdeildirnar hvoru megin, bæði Rússa og Þjóðverja, færi að semja frið, þar sem þær stæði and- epænis hvor annarri á vígstöðvun- um. Og um sama leyti er sagt, að þeir hafi gefið út yfirlýsingu um, að í hernum skyldi allir bera sama búning, enginn herforingi skyldi 'betur búinn en hver óbreyttur liðs- maður. Hvorttveggja þetta sýnir all- glögt stjórnarhugmyndir þeirra eða öllu heidur stjórnleysi. Krafa þessarar Bolseviki stjórnar, ef stjórn skal kaila, sýnist að hafa komið alveg nýlega til Lundúna- borgar, en vitaskuld verið að engu höfð. Frá Pétursborg fréttist nokk- urn veginn samtímis, að hópur þýzkra * heimálamanna sé þangað kominn, til þess að leggja þessum Nikolai Lenín, forsætisráðherra Bolseviki-flokksins, ráð og aðstoða hann við stjórnarstörfin. Fregnriti stórbiaðsins Times í Pétursborg segir að hann hafi kom- ist að því og hafi beztu lieimildir fyrir, að þar hafi verið fundur haldinn af sendiherrum erlendra þjóða, og hafi þar verið samþykt að hafa kröfur Leon Trotsky um vopnahlé að engu. Fregnritinn þykist þess fullvís, að á 'fundi þessum hafi það verið samþykt, að fara með það stjórnar- skjal eins og því hefði aldrei verið veitt viðtaka. Líkar fregnir berast öðrum Lundúna blöðum frá Rússlandi. Eru innan um þær dylgjur, sem ekki er mark á takandi, að þjóðin sé að sannfærast um að öll stjórn byltingarmanna hafi reynst ónýt eða verri en ónýt. Á bak við tjöldin, mitt í öllu þessu moldviðri sé þau öfl starf- andi, er gjört hafi Rússland að keisaraveldi. Þeir, sem bezt beri skynbragð á rússneska sögu, þykist hafa glögt hugboð um, hvernig endalykt alt þetta byltinga mold- viðri muni fá. Þessir fregnritar segja, að smám saman sé að verða skiljanlegra og augljósara, í hverja átt málefni rússneskrar þjóðar sé að stefna. Kosningar til alls herjar stjömar- skrár-samningar-þings muni fara fram, en þingið sjálft muni aldrei verða háð. Gengi Bolseviki-flokksins,—hvað sem sá flokkur kann að bera f skauti sér—ihafi þegar orðið alls herjar þingi til stjórnarskrár samninga að aldurtila. Með þessu er vitaskuld gefið í skyn, að þjóð- in sé að glata trúnni á það, að hún geti orðið lýðveldi. Þeir segja enn fremur, þessir fregnritar, að hin mikla gulldyngja Rússlands, sem árið 1913 hafi verið flutt frá Pétursborg til Kremlin, hafi verið flutt enn lengra inn í landið. Nú sé hún í þeim höndum, sem trúa megi. Kaledines iherforingi, aðal-höfuðs- maður hins 'nýja veldis Kósakk- anna, á að hafa vald á öllum korn- forða landsins. Hann hefir undir sér traustan og ábyggilegan her, allar tegundir herliðs, og hafi vald yfir öllum þeim héruðum Rúss- lands, þar sem uppskera hafi verið síðastliðið haust. Hann á að vera að ná valdi með skyndi yfir öllum þeim héruðum, scm Rússland bygg- ir á, til þess að veita börnum sín- um brauð. Samband mikið á að vera mynd- að, sem nefnist Suðaustur sam- bandið. í því eru Domhéruðin, mikill 'hluti Litla Rússlands, neðri Volga héruðin og Turksetan. En þetta eru einmitt kornlönd Rúss- la.nds. Samband þetta þykist ætla að ná umráðum yfir kornyrkju- svæðunum í Síberíu. Þessi Kaledines nerforingi á að hafa yfirráð yfir öllum gullforða og öllum kornforða iandsins; hann á nú að vera orðinn voldugasti mað- urinn, og þeir er hann ljær þjón- ustu isína, vilja hvorki láta tmenn eins og Kerensy né Lenín, eða nokkurn annan, skipa sér, sízt af öllu Þýzkalandi, eða þá, sem þaðan koma. Stórveidunum, sem mestu ráða með Samherjum, er ráðlagt að bíða þess áhyggjulaust, að gamlir vinir þeirra birtist þeim á ný út úr öllu því moldviðri, ®em nú á sér stað. Ságt er um leið, að herinn sé að svelta. Á norður vígstöðvum landsins liafi hann> ekki séð brauð um nokkurn tfma. Fyrir því liafi sú ráðlegging komið fram, að draga herinn algerlega burt af vígvellin- um til þesis að koma 1 veg fyrir alls lierjar flótta, með öllum þeim ógn- unum, sem það kynni að hafa í för með sér. 1 stað þess að járnbraufarvagnar hundruðum saman komu til her- Stöðvanna við Dvinsk, hafi nú ein- ungis tuttugu komið þangað dag- lega. Mikill fjöldi hermanna, sem flytjast eigi til ým.sra staða. hafa orðið að nema staðar á leiðinni, sökuin þess að járnbrautarteinar hafa verið teknir upp á stórum svæðum, sem hamlar þeim að kom- ast til Pétursborgar. Fregnir segja, að þingkoshingar til stjórnarskrár samninga hafi byrjað í Pétursborg 27. nóv. Verði erindrekar til þess þings kosnir í dag og næstu daga. Nítján kosn- ingalistar eru úr að velja, þar sem alilir flokkar eru teknir til greina. f l>eim hópi eru tvenn bandalög kvenna. En frá Moskva á að hafa komið fyrirskipan um, að kosning- um þessum skyldi frestað um eina viku. Fréttirnar af aumingja Rússum eru ekki glæsilegar sem stendur. Yonandi rætist einhvern tíma fram úr. Og naumast er til þess hugsanda, að gamla keisara- stjómin komist aftur á laggirnar. En það er ekki gott að vita, hvað verður, þar sem annar eins óskapm aður ræður og nú á Rússlandi. Húsmœður!: Viðhafií sannan sparnað. Stundið nothæfni, Sparið fæðuna. Þér fáið meira brauð og betra brauð, ef þér kaupið PURiTV FLOUR "MORE BREAD AND BETTER ÐREAD” Rússar treysta engri stjórn. Hver er munur þess, spyrja Rúss- ar, að láta skrifstofustjórnina fé- fletta sig og þess, að láta lýðkjörna embæ^tismenn gera það? Meðan gamla stjórnin sat að völdum, voruim við dregnir á hárinu af von Plehve og Stolypin og Serge, stór- hortoga. Undir þessarri nýju stjórn hótar Kerensky okkur með blóði og járni. Allar stjórnir eru hver annarri lík- ar. Við kærum okkur okkur ekki um neina stjórn. Það eru ekki einungis fáfróðirj menn, sem svo hugsa. Margir há-j mentaðir Rússar, í háum stöðum, hafa skoðanir Tolstoi. Einn af, þeim gerði grein skoðana sinna ái þessa leið: Þjóðverjar, sagði hann, eru hlýð- in og auðsveip þjóð. Þeim líður ekki vel, nerna þeir verði að lúta miklum aga. Þeim þykir vænt um að láta segja sér, hvað þeir skuli gera. Sem einstaklingar bera þeir ekkert traust til sjálfra sín. Það er ástæðan til þess, að þeir hafa skapað sér ihugsjónina um rík- ið. Þetta ríki er f augum þeirra ofar öllu siðferðis lögmáli. Gildi þess er óumræðilega mikið meira, en gildi einstaklinganna, sem mynda rfkið. Það krefst þess, að það sé dýrkað og því sé færðar fórnir í blindni. Vitaskuld er það svo eins og raun gefur vitni, á Þýzkalandi, og eins og reyndin hefir orðið á Rússlandi, að ríkið merkir íáeina einstaklinga, sem hafa eigur allra annarra að herfangi. Fáeinir ein- staklingar fara með fjöldann eins og farið er með peð á taflborði. Fjöldinn verður fallbyssumatur, eða viðarliöggsmenn og vatnsberar. Þessir fáu einstaklingar gera sig að stónnennum með því að fara með drottinvaldið og láta aðra lúta því. Sé takmörk ríkisins færð út, merkir það einungis, að þeir skuli öðlast meiri völd. Að auka áhrif ríkisins hiGfir það í för með sér, að áhrif þeirra aukast. Hvergi er það ! nokkur ávinningur allri alþýðu,; Jió völd ríkisins aukist. Ávinningurinn er þeirn einum; ætlaður, sem valdið hafa með liöndum. Þeir verða rneiri höfðingj-! ar. En um leið fá þeir betra tæki- færi til en áður að festa ok sitt sem { bczt um háls fólksins. liússneska eðiið er gagnstættj hinu þýzka. Rússar meta einstak- lingseðlið mikils. Rússar liafa [ skömm á drottinvaldinu, jafnvel þegar þeir verða að lúta því. Rúss-1 um er ríkið í litlu gildi. Rússar vilja ekki sjá, að voldug stjórn | komist þar að, þvi þeir vita, að það myndi hafa í för með sér þungar 'Skat tabyröai' og stranga herþjón- ustu, og að allur þorri lýðsins sé í liöndum heils hers embættis- manna. Sem þjóð hafa Rússar alls eng- an metnað. Ekki hafa þeir neina ágirnd á iöndum annarra. Hví skyldi þeir vera að þrýsta stjórn sinnf að öðrum? Hverjum einstak- ling veitir nógu torvelt að ráða sér sjálfum. Rússar vilja hafa frið um heim allan. Þeir vilja láta hvern mann hugsa um sína hagi og umsýslu. Rússar eru öldungis andvígiri þeirri kenningu, að einstaklingur-j inn eigi að beygja sig fyrir ríkinu: og fórna sér fyrir það. Sjálfsmorðingjarnir í Dimmugötu. Eftir Leonard Merrick. Þá segir nú útlendingurinn í Rússlandi sem svo; Þegar svo er, | ætti ykkur að vera ant um að prússneska valdið yrði bugað og því varpað af stóli. Það er aðal- óvinur Rússiands. “Já,” segir Rússinn. En það er. enginn eldmóður í svarinu. “Það, sem þú segir, er rétt, en—” 1 þessu svari Rússans brýzt fram i efinn um, hvort það sé þess virði að berjast fyrir nokkuru. Og það er þessi efi, sem nú er að gjöra Rúss- land öldungis máttvama. Triner’s Mánaðar- daga Tafla. Fallegri en nokkru sinni áður er mánaðardaga-tafla Triners fyrir árið 1918. Mynd af Heilsugyðj-| unni er í miðið og heldur hún á ýmsum jurtum í keltu sinni—efn-j ispörtum Triner’s meðalanna. — Fimm fagurlega gerðar og sögu- legar myndir útskýra meðul þessi, tvær myndir sýna Triner’s efna- fræðinga verkstofuna, sem völ eiga á öllum beztu áhöldum nú- tíðarinnar. Sendið 10 cts. fyrir burðargjald. Jos. Triner, Manu- facturers of Triner’s American El- ixir of Bitter Wine and other remedies, 1333-1343 S. Ashland Ave., Chicago, 111. Þýtt hefir E. H. Kvaran. Tournicquot hafði keypt sér snör- una, og hann var að hugsa um, hvar hann ætti að hengja sig. Gips- loftið í herberginu hans gat reynst veikara en svo, að það héldi hon- um, og ekki kom til nokkurra mála að hengja sig á neinn götuljósa- staurinm, roeðan strætin voru full af fólki. Hann ráfaði áfram, og fór að hugsa um það, að hentugra hefði verið, þegar öllu var á botn- inn hvolft, að kveikja í viðarkolum á pönnu; en snæri, sem undið var upp í hönk í einum búðardyrun- um, haföi freistað hans, og nú var hlægilegt að fleygja þvf frá sér . Tournicquot var mjög ógeðfelt að láta hlæja að sér í pnívatlífinu — ef til vill fyrir þá sök, að forlögin höfðu hagað því svo, að svo mikið var hlegið að honum, þegar hann var að reka atvinnu sína í skemti- staðnum í Ytra Garðinum. Sann- leikurinn var sá, að «f Tournic- quot hefði getað hagað lffinu oftir sínum geðþótta, þá hefði hann verið mikill sorgarleikari, f stað stað þess að vera ofur lítilll æringi, og láta myndirnar af sér skæla tsig á bverju sölutorgi, með ljósrautt nef og skarlatslitaða hárkollu; og hann var staðráðinn í því, að við sjálísmorð sitt skyldi að minsta kosti ekki verða neftt skringilegt. Ástæðan til þess að hann ætlaði að deyja var svo róimantfsk, sem hann gat á kosið. Hann tilbað “Lucretíu ihina fögru”, höggorma- temj'arann töfrandi, og þessi lista- kona átti imann einhversstaðar f pokahorninu. Lítinn grun höfðu á- horfendurnir í Ytra Garðinum um l>á ástríðu, sem nagaði hjartarætur þossa hlægilega gamanleikara, með- an hann var að hoppa á leiksvið- inu, og gera ástina hlægilega; þeir höfðu litla hugmynd um, hve átak- anlegt það var, að þessi maður skyldi vera dæmdur til að hvísla viðkvæinum ástarjátningum bak við tjöldin, þegar hann var af- skræmdur af eldrauðri hárkollu og nefi, sem smurt var rauðum lit! Annar helmingur veraldarinnar veit minst um það, hvernig hinn helmingurinn elskar! En slík ósamkvæmni átti ekki lengur að verða Tournicquot til skapraunar — í dag ætlaði liann að deyja; hann hafði farið f köfl- óttu buxurnar sínar og litla, græna frakkann í síðasta sinn: í síðasta sinn liafði miskunarlaust skfrlífi Lúeretíu rekið hann út í örvænt- inguna. Þegar menn fundu hann andvana, hangandi niður úr bita, og ekkert skringilegt við liann, þá gat verið, að veröldin færi að kann- ast við það, að sál hans hefði verið alvörugefni, þó að atvinma hans liefði verið skringileg; ekki var það óhugsandi, að jaínvel Lúcretía mundi láta heit tár falla ofan á leiðið hans. Þetta var snemma um kvöldið. Rökkrið var að færast yfir París; loforð um miðdogisverð voru í loft- inu.' Hvítur glampinn af rafljósa- kúlunum var farinn að brciðast út um búlovarðana, og fyrir fram- an kaffihúsin þustu þjónar innan um borðin með vermút og absint. Tournicquot forðaðisit ósjálfrátt þær göturnar, -þar sem umícrðin var mest, og ráfaði áfram eins og í leiðslu, þar til er hann tók eftir því, að hann var kominn f eitthvert hverfi, seon hann þekti lítið — að hann stóð á strætishorni, og að nafnið á strætinu var “Diroma gata”. Hinumegin við götuna var verið að endurreisa húsð og þegar Tournicquot fór að horfa á það — þessa heimilis-beinagrind, þar sem hamrar verkamannanna voru þagn- aðir undir nóttina — þá sá hann, að nú mundi ferð sinni lokið. Hann gat ekki verið í neinum vafa um það, að hér mundi hann verða fyrir þeirri síðustu, skuggalegu gestrisni, sem hann var að leita að. Fyrir húsinu var engin hurð, sem gæti aftrað honum inngöngu, en— það var eins og það væri einhver fyrirboði — yíir opinu, þar sem j hurðin hafði verið, mátti enn sjá óheillatöluna “13”. Hann leit aft- ur um öxl sér, þreif fast utan um snöruna og Jauinaðist inn. Inni var dimt, svo dimt, að í fyrstu 'gat hann ekkert greint, nema glampann á berum veggjun- um. Hann iaumaðist inn eftir ganginum og fór upp stiga; herg- málið af fótataki lians kvað við raunalega; og hgnn staulaðist á- fram þar til er hwln koin að stofu á l.lofti. Nú var myrkrið orðið kol- svart því að rimlahlerunum hafði verið lokað, og honum var þörf á ljósi, til þess að geta búið sig und- ir það, sem hann ætlaði að gera. Hann nam staðar og fálmaði ofan í vasa sinn; og við næsta skrefið rak ihann sig á eitthvað, sem veif- Hafið þér bragðað Mulið Kaffi? Ef svo, þá hefirðu undrast yfir því, að ált remmqbragS er horfiS. ÁstæSan er sú, aS litlu, jöfnu, hreinu muldu kornin í Red Rose kaffi er alveg laust viS hýSi og ryk. Þú finnur einungis hiS sanna, hreina kaffibragS, og ekkert annaS. Red Rose Kaffi er svo hreint, aS ekkert egg þarf til aS setja þaS. ÞaS er eins hæglega tilbúiS og Red Rose Te, og rennur úr könnunni fagurt og hreint og ilmur þess fyllir eldhúsiS og hjarta þitt fyllist fögnuSi.—ÞaS er eitt í sinni röS. «73 Red Rose Coffee aðist til, þegar hann kom við það, líkt og maður héngi þar í lausu lofti. To'urnicquoit hrökk aftur á bak felmtraður. Kaldur svitinn hljóp út um hann, og nokkur aiugnablik skalf hann svo ékaflega, að -hann gat okki kveykt á eldspýtu. Að lokum tókst honuim það, og þá sá hann mann, sem virtist vera dauð- ur, hanga í snöru í dyrunum. “Ó, guð minn góður!” sagði Tour- icquot og stóð á öndinni. Og það var eins og hjartsláttur hans berg- málaði um mannlaust húsið. Manúðin knúði hann til þess að bjarga mannræflinum, ef þess var enn kostur. Skjálfandi reif hann upp hnífinn sinn, og fór að saga sundur snærið, eins og ætti lífið að leysa. Snærið var digurt, og hnífs- blaðið lítið; honum fanst heil eilífð líða, meðan hann var að sagá þarna í myrkrinu. Bráðlega lét ei'nn snærisþátturinn undan. Hianrl beit á jaxlinn og tók alt af fastara og fastara á hnífnum. Alt í einu fór snærið sundur og iíkaminn datt niður á gólfið. Tournicquot fleygði sér niður við hliðina á honum, reif upp ikragann, og gerði hamsleyisis-tilraunir til þess -að fá hann til að fara að anda aftur. Árangurinn var enginn. Hann hélt áfram við þetta, en líkaminn lá al- veg hreyfingarlaus. Hann fór að hugsa um það, að það væri skylda sín að gera lögreglunni viðvart, og hann spurði sjálfan sig, hverja grein hann ætti að gera þess, að hann hefði verið þarna staddur. Einmitt meðan hann var að hug- leiða þetta, varð hann var við lífs- mark. Maðurinn stundi, og það það var eins og eithvert kraftaverk væri að gerast. “Verið þér hughraustur, lags- maður!” sagði Touurnicquot más- andi. “Verið þér hughraustur—alt gengur vel!” Miaðurinn átundi aftur; þá leið voðaleg þa^narstund, og Tournic- (Framh. á 7. bls.) LYKILLINN TIL VELMEGUNAR. Til þess að geta örugglega háð lífsbaráttuna útheimtir járnsterka líkamsbyggingu, sem aðalelga er komin undir maganum. Hraust- ur magi þýðir góða reilsu og vel- megun; magi í ólagi þýðir það gagnstæða. Meðalið, sem ætíð heldur maganum í góðu lagi, er Triner’s American Elixir of Bitter Wine. Efnispartar þess, læknandi jurtaseyði og hreint og ómengað rauðavín, gera þetta að verkum. Triner’s American Elixir of Bitter Wine bindur enda á þjáningar af harðlífi, meltingarleysi, höfuð- verkjum, taugaveiklun, svefnleysi o. fl. Fæst í lyfjabúðum. Ef gigt eða taugaverkur draga úr líkam- legum og andlegum kröftum yðar, þá er Triner’s Lmiment meðal, sem aldrei bregst. Læknar einnig bak- verk, stirðleika í liðamótum, alla tognun, bólgu og þreytta vöðva og fætur. I öllum lyfjabúðum.— Jos. Triner, Mfg. Chemist, 1333- 1343 S. Asland Ave., Chicago, 111. Ný og undraverð uppgötvun. Eftir tfu ám tllraunir og þungt erfiöi hefir PróL D. Motturas upp götvað meðal, sem er sainan blandað sem áburður, og er á- byrgst að lækna hvaða tilfelli sem er af hlnum hræðilega sjúk- dómi, sem neinist Gigtveiki og geta allir öðlast það. Hvi að borga lækniskostað og ferðakostnað í annað ioftslag, úr því hægt er að lækna þig heima. Verð $1.00 flaskaan. Póstgjald og stríðsskattur 15c. Einka umboðsmenn MOTTURAS LINIMENT CO. P. 0. Box 1424 (Dept. 8) Winnipeg, Man. E NGIR vinir líkjast fornum vinum. Frá barnæsku og í gegn um mibaldur lífsins, alt til elliára, eru Camberlains pillur kven- mannsins bezti vinur — lækna taugaveiklun, atSstotta melting- una, koma í veg fyrir höfut5- verki, halda blóbinu í lagi og tryggja góóa heilsu yfir höfuó aö tala. Reynib þær. 25 cents flaskan. Fást í öllum lyfjabúb- um eöa met5 pósti. 8 Chnmberlaln Mcdictne Co. Toronto. HEIMSKRINGLA er kærkomins gestur íslenzku hermönnun- um. Vér sendum hana til vina yð- ar hvar sem er í Evrópu, á hverrí viku, fyrir að eins 75c í 6 mánuði eða $1.50 í 12 mánuði Box 3171. THE VIKING PRESS Ltd HRAÐRITARA 0G BÓKHALD- ARA VANTAR Það «r orðið ör'Sngt að fi eeft skrifstofufólk vogna þess hva* margir karlmenn hafa gengiö í herinn. Þeir aem lsert hafa i SUCCESS BUSINESS College ganga fyrir. Success skólinn er sá stsersti, iterkastl, ábyggileg- asti verilunarskóli bæjarins Vér kennum fleiri nemend- um en hinir allir til samans —höfum einnig 10 deildar- skóla víösvegar um Veetur- landið; innrítum meira en 5,000 nemendur árlega og eru kennarar vorir æfðir, kurteisir og vel starfa sín- um vaxnir. — Innritist hve- nær sem er. The Success Business College Portagc og Kilmonton WINNIPEG f

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.