Heimskringla - 06.12.1917, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA
HEIM5KRINGLA
WINNIPEG. 6. DES. 1917
HEIMSKRUSGLA
(StofHtl 18M)
Ktmur At & hverjum Flmtudegl.
Útgefendur og elgendur:
THE VIKING PRESS. LTD.
VerfS blaSsins í Canada og BandarikJ-
unúm $2.00 um ári8 (fyrirfram borgab).
Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borga8).
Allar borganir sendlst ritsmanni blabs-
lns. Póst eSa banka ávísanir stílist til
The Viktng Press, Ltd.
O. T. Johnson, ritstjóri
S. D. B. Stephanson, ráíSsmaSur
Skrifstofa:
(M HHERBROOKB STREET., WINIHPBÖ.
P.O. Boi 8171 TaUlsel Garrj 411«
WINNIPEG, MANITOBA, 6. DES. 1917
Hverjir ern frjálslyndir ?
Liberal flokkurinn er skiftur í tvo parta;
annar parturinn fylgir stefnu Lauriers kat-
ólska og sóknarbarna hans í Quebec fylki,
hinn parturinn fylgir bandalagsstjórninni og
fastri og óbifanlegri stefnu í stríðsmálum.
Þeir fyrenefndu þykjast enn eiga heimt-
ingu á nafninu frjálslyndi flokkurinn og
undir þessu nafni sækja þeir við kosning-
arnar. Flestum mun þó Ijóst, að þeir eigi
ekki minsta tilka.ll til þessa nafns lengur og
sigli því undir fölsku flaggi.
Það er frjálslyndi flokkurinn, sem nú
styður bandalagsstjórnina og öfluga þátt-
töku Canada í stríðinú. Menn þessir hafa
brotið af sér alla flokkshlekki til þess að
geta fylgt þeirri stefnu, er þeim virðist öllum
borgurum þessa lands skyldugt að fylgja.
Þeir hafa neitað að vera lengur samverka-
menn þeirra manna, sem sundra vilja kröft-
um þjóðarinnar á yfirstandandi tímum og
hnekkja allri samvinnu — manna, sem
nú eru að hleypa öllu í bál og brand og stíga
fyrstu sporin í þá átt — að gera Canada að
öðru Mexico.
Þeir liberalar, sem slitið hafa félag við
slíka menn, verðskulda fyllilega að nefnast
frjálslyndir eftir réttri merkingu þess orðs,
og eiga þeir hrós allrar þjóðarinnar skilið
fyrir sína drengilegu og þjóðræknislegu
frcunkomu.
Þetta er fríður hópur. Af Islendingum
má nefna þá Hon. Thos. H. Johnson, dóms-
mála ráðherra hér í Manitoba, og sem er sá
Islendingur, er hæst hefir komist hér í landi,
Dr. B. J. Brandsson, læknir hér í Winnipeg
og sem öllum Islendingum er að góðu kunn-
ur, W. H. Paulson, þingmaður í Saskatche-
wan fylki og sem allir Vestur-lslendingar
kannast við. Þessir íslenzku liberalar ljá nú
samsteypustjórninni eindregið fylgi og marga
fleiri mætti tilnefna.
Af hérlendum mönnum eru þeir liberalar
engin smámenni, sem nú styðja samsteypu-
stjórnina. Forsætisráðherrar sex fylkja og
margir háttstandandi og málsmetandi menn
aðrir. Allir þessir liberalar hafa sýnt, að
þeir meta meir sanna þjóðrækni og áhuga
fyrir velferðarmálum þjóðarinnar í heild
sinni, en blint fylgi við einhvern sérstakan
flokk í landinu.
Þeir vita líka, að ekki er frá miklu að
hverfa, þar sem Sir Wilfrid Laurier er.. Eng-
um er kunnugra en þeim, hve litlu hann hef-
ir afkastað í þarfir þjóðarinnar. Það ligg-
ur ekki eftir hann eitt einasta þrekvirki, sem
haldi nafni hans á lofti í sögu þessa lands.—
Hann er ekki einu sinni höfundur gagnskifta-
stefnunnar við Bandaríkin, sem svo mikið
hefir verið básúnað um; það var William
Stevens Fielding, fyrverandi þingmaður í
Nova Scotia, sem var faðir þeirrar stefnu og
ruddi henni leið inn í stefnuskrá liberal
flokksins. Eftir að stefna þessi varð undir
í kosningunum 1911, var honum kent um ó-
farirnar allar og í hefndarskyni var honum
bolað frá þátttöku í stjórnmálum.
En nú sækir herra Fielding aftur um þing-
mensku í sínu gamla kjördæmi undir merkj-
um samsteypustjómarinnar.
Með hverjum degi verða þeir liberalar
fleiri og fleiri, sem stjóm þessari ljá
fylgi.
4“----------------------- ---------------*
Tvöfeldni Adamsonar.
Tvíhöfðaðir þursar voru allra trölla verst-
ir viðureignar til forna. Höfðum þeirra var
þannig fyrir komið, að annað andlitið vissi
aftur en hitt fram. Gerði þetta það að verk-
um, að þursar þessir voru alls vísir, sem var
að gerast í kring um þá. Var þeim því auð-
leikið að haga seglum eftir vindi, þegar þeir
áttu í vök að verjast gegn árásum eða þegar
þeir ruddust fram til þess að ræna og drepa
og fremja alls kyns ódáðaverk.
Svipaður þessum tvíhöfðuðu þursum er
John E. Adamson, þingmannsefni Lauriers í
Selkirk kjördæmi. Á fundum þeim, sem
hann er nú að halda víðsvegar um kjördæmi
sitt, lætur hann uppi tvær gagnólíkar skoð-
anir — alveg eftir því, hvernig á stendur.
Þegar hann er staddur fyrir framan enska
kjósendur, staðhæfir hann með sterkri á-
herzlu og mælsku mikilli, að stefna hans sé
öflug þátttaka þjóðarínnar í stríðinu. Skýr-
ir hann frá þessari afstöðu sinni með mörgum
fögrum orðum og fullvissar kjósendurna um
það, að hann muni leggja fram ítrustu krafta
í stríðsþarfir, ef hann komist að við næstu
kosningar. Næsta dag er hann svo staddur
fyrir framan borgara af öðrum þjóðflokk-
um og þá er honum svo brugðið, að hann
hefir í svipinn algerlega breytt um stefnu!
Nú segist hann fylgja Sir Wilfrid Laurier og
muni í öllu standa með honum af fylstu
kröftum. Með öðrum orðum, hann er þá
andstæður herskyldu og í beinni mótsögn
við það, sem hann sagði næsta dag á undan.
En allir hugsandi borgarar þessa lands við-
urkenna fyrir löngu síðan, að herskyldan sé
nú eina úrræðið til þess að unt sé að halda
uppi þátttöku Canada í stríðinu.
Þannig er Adamson að haga seglum eftir
vindi og á þessu byggir hann sigurvonir sín-
ar við kosningarnar. “Syngur hver með sínu
nefi,” segir máltækið íslenzka og er ekkert
að athuga við þá kenningu. En varhuga-
verðara er, þegar sama nefið syngur tvo
söngva — lofsöng um einhvern mann og
stefnu hans, og ádeilusöng um sama mann
og sömu stefnu! Og ólíklegt er, að slíkur
nefblástur hljóti miklar vinsældir á meðal
íslenzkra kjósenda í Selkirk kjördæmi.
Hver sem stefna Islendinga þessara er
stríðinu viðkomandi, munu þeir að minsta
kosti krefjast þess af þingmannsefni sínu,
að hann sé ekki eitt í dag og annað á morg-
un. Þeim manni er ekki treystandi, sem tal-
ar eins og hver vill heyra; sízt af öllu er hann
hæfur að mæta sem fulltrúi þjóðarinnar á
sambandsþingi landsins. öhætt mun þó að
fullyrða, að John E. Adamson fái ekki fylgi
margra lslendinga, eftir að þeir hafa orðið
varir við hina miklu tvöfeldni hans.
Thomas Hay, þingmannsefni samsteypu-
stjórnarinnar fyrir Selkirk kjördæmi, er al-
þektur maður fyrir stefnufestu og fer ekki
í launkofa með stefnu sína. Hann er ein-
lægur maður við sjálfan sig og aðra. Hann
skiftir ekki um ham eins og Adamson, mót-
sækjandi hans. Stefna hans er öflug sam-
vinna allra borgara Iandsins, hvaða flokkum
sem þeir tilheyra, með því markmiði, að hin-
um vösku Canada drengjum, sem berjast á
vígvöllum Frakklands, sé hægt að láta í té
alla aðstoð þjóðarinnar hér heima fyrir.
Islendingar! Berið stefnu þessa saman
við tvöfeldni Adamsonar og hálfvelgju Laur-
iers í stríðsmálum, og greiðið svo atkvæði
yðar eins og samvizka yðar segir til.
*— ------------------——----------------—*
Stephan G. Stephansson.
Vér Vestur-lslendingar megum vera stolt-
ir af Stephani G. Stephanssyni. Hann er rétt-
nefndur bókmenta-jöfur þjóðarbrotsins hér
vestra. Ef ekki væri fyrir ljóð hans—hinn
víðáttu mikla andans heim, sem hann hefir
kannað og gert að íslenzkum ódáins akri—
þá væri ekki um auðugan garð að gresja,
hve bókmentirnar vestur-íslenzku snertir.
Ekki er þó hér með sagt, að Stephan sé
eina skáldið, sem Vestur-lslendingar eiga,
því, sem betur fer, eiga þeir mörg skáld
önnur. En hann ber höfuð og herðar yfir
alla samtíðarmenn sína að hugsana frumleik,
andans víðsýni og glöggskygni. Ekkert
íslenzkt skáld hér vestra nær þangað með
tærnar, þar sem hann hefir hælana.
Og Austur-íslendingar hafa nú sýnt, að
þeir kunna að meta að verðleikum hans
mikla starf á bókmenta sviði íslenzkrar þjóð-
ar. Með því að bjóða honum heim til ls-
lands, auðsýna honum þar alla gestrisni og
sæma hann heiðursgjöfum, hafa þeir vott-
að honum þakklætishug sinn og virðingu.
Enginn Vestur-lslendingur hefir fengið aðrar
eins,viðtökur hjá bræðrunum heima, enda
verðskuldaði hann þær fyllilega. Enginn
Islendingur, hvorki hér né heima, ann ls-
landi heitar en hann, né ber hag “gamla
ættlandsins” einlæglegar fyrir brjósti.
Margar af sínum fegurstu náttúrulýsing-
um hefir hann ort um náttúru lsiands.—
Þessu til sönnunar má benda á kvæðin
“Skagafjörður”, “Illugadrápa” og mörg og
mörg fleiri. Þessi óviðjafnanlegu kvæði
sanna það bezt, að enginn skuggi hefir fcll-
ið á náttúrufegurð Islands í huga hans, þó
hann hafi rúma fjóra áratugi dvalið í fram-
andi landi — og það jafn-fögru landi og
Ameríka er.
En ekki eru það náttúrulýsingar hans, þó
fagrar séu, sem gert hafa hann að frægu
stórskáldi. Hefði hann ekki ort annað en
náttúrulýsingar, væri hann ekki stórskáld,
eftir viðteknum skilningi þess orðs. Mann-
lífslýsingar hans, frelsisþrá hans og víðsýni,
hans glöggi skilningur, andans einurð og
stefnufesta — þetta er það, sem gerir hann
að stórskáldi. Frægð hans verður til sökum
þess, að hann er brautryðjandi nýrra frelsis-
skoðana.
Það er einhver Bandaríkja frelsis blær
yfir Ijóðum Stephans, enda dvaldi hann
lengi í Bandaríkjunum og mun hafa Iært að
þekkja til hlítar frelsisþrá þeirrar ungu þjóð-
ar. Lýðfrelsið brezka kann hann að meta,
en það virðist þó ekki eins hafa gagntekið
huga hans. Liggja að þessu ýmsar ástæður.
Hann er byltingagjarn og virðist kunna bezt
við sig í fersku andrúmslofti ungrar fram-
faraþjóðar, sem reisir allar sínar stofnanir á
nýjum grunnum. — Væri hann nú staddur á
Rússlandi, myndi hann vafalaust, án minstu
tafar, orsaka þar stórkostlega stjórnar-
byltingu!
Andi hans er víðsýnn, tekur undir sig all-
an heiminn. Hann meira að segja ferðast
með heimskautaförunum hin norðlægu íshöf,
“-------------þar hafís grár
—sem beinagrind af upp’dagaðri öld,
sðm yfirþyrmdist jörð og djúpur snjár—
á hafsauðn myrkri hrannast sfð og ár.”
Og hvar sem hann fer, votta ferðalýsingar
hans glöggsýni og djúpan skilning. Hann
hvessir augun að hverju einu, unz hann hefir
brotið það til mergjar og dregið út úr því
einhverja veigamikla þýðingu. Margar fer-
skeytlur hans hafa hver um sig meiri lífs-
speki inni að halda, en löng kvæði sumra
annara.
Hann hatar alla hræsni og yfirskyn, aura-
girnd og metorðafýsn — og fjallar um slíkt
ómjúkum höndum. En hann elskar alla
sanna framsókn og hverja göfuga frelsisþrá,
hverja bjarta “von með ljós og yl” og fram-
sóknarmagn hvers lækjar, sem brýst úr vetr-
ar læðingi. Stærsta Iífsyndi Stephans er “að
ýta við öllu og sjá það hvika.” •
Lífspeki sína vefur hann oft náttúrulýs-
ingum með meistaralegum tilþrifum — t. d.
í kvæðinu “Á ferð og flugi ’, sem er eitt af
hans fegurstu kvæðum, hve ytri búning snert-
ir. Skýrar mannlýsingar og gullfagrar nátt
úrulýsingar eru hér samfara og glæða þá
mynd í huga lesandans, sem aldrei gleymist.
Flest kvæðin hans “Úr sögnum og sögum”
eru frábær listaverk, þar sem varpað er ljósi
yfir nútíðina með skýrri mynd úr fornöld og
löngu liðnum tímum. Náttúrulýsingar Steph-
ans, sem birtast í kvæðabálki þeim, er hann
nefnir “Úti á víða vangi”, eru dásamlega
fagrar. Sum smákvæði hans, eins og t. d.
“Móðirin”, “Kveld” og mörg fleiri, eru rétt-
nefndar bókmenta-perlur. — Einnig tekst
honum stundum ágætlega vel, er hann velur
sér yrkisefni úr lífi annara þjóða, eins og t.d.
í kvæðunum “Aftaka óeirðarmannsins”,
“Díkonissa ’ o. fl.
Það mætti rita heila bók um ljóð Stephans
og væri engin vanþörf á að þetta væri gert.
Þeirri almennu skoðun, að hann sé torskil-
inn, verður að eyða með því að glæða þekk-
ingu fólks í ljóðum hans. Verkefni fyrir
íslenzka kennara hér í landi er að glæða
skilning ungra íslenzkra námsmanna á Ijóð-
um “Fjallaskáldsins” og kenna þeim að meta
gildi slíks skáldskapar.
Lengi vel var Stephan ekki vinsæll hjá
íslenzkri alþýðu, yfir höfuð að tala. Þessi
miklu frelsisumbrot þóttu ískyggileg og var-
hugaverð! En, sem betur fer hefir þetta
tekið breytingum og íslenzk alþýða nú tekin
að vakna til meðvitundar um bókmenta-
fjársjóð þann, sem “Andvökur” hafa að
geyma. — Nú eru jafnvel þeir farnir að dá
Stephan G. Stephansson, sem lítið hafa lesið
hann og ekki þekkja hans beztu ljóð!
Sannast þá hið fornkveðna, að “sá segir
mest af ölafi konungi, sem hvorki hefir
heyrt hann eða séð.”
Stephan er fyrir stuttu síðan kominn heilu
höldnu úr ferð sinni til Islands. Eftir fárra
daga dvöl hér í Winnipeg og í Dakota bygð-
um er hann nú lagður af stað til bygðar sinn-
ar í Alberta. Til heimahaga sinna hér í landi,
sem hann hefir gert fræga með ljóðum sín-
um.
Árnaðaróskir allra Islendinga fylgja honum
heimleiðis og vonum vér allir einlæglega, að
lengi, lengi enn þá megi hann
“Stytta margar myrkvar nætur
Morgunbrag.
Lengi’ í kvæðum fara á fætur
fyrir dag.”
Qreiðið atkvæði með
þÍDgmannaefnum Sam-
steypustjórnarinnar þann
17. þessa mánaðar.
Við austurgluggann
Eftir líra F. J. Bergmann.
47.
Tímabær ummæli.
Lang-merkasta bókin, s«m út hef-
ir koinið um stríðið og um bjóð
verja í sambandi við það, er bókin,
sem ný út komin er, eftir James W.
Gerard, fyrrum sendiherra Banda-
ríkja til Þýzkaiands.
Hann nefnir bókina: Fjögur ár
min á Þýzkalandi, og gefur í henni
upplýsingar svo margar um háttu
og hugsan þjóðarinnar, að þær er
naumast jafn-glöggar að finna í
nokkurri bók annaTri á enskri
tungu.
Á víð og dreif bafa fregnritar
blaðanna vitaskuld sagt imargt af
því, sem í henni stendur, en bæði
eru orð þeirra oft og tíðum ekki
tekin trúanleg neaná að hálfu
leyti, og svo er ávalt mikill raunur
að fá slfkar upplýsingar f glöggu og
greinilegu samhengi.
Áður Gerard varð sendiherra, var
hann ihæstaréttar dómari f New
York ríki. Sá, sem les, 'hefir það i
huga, að hér er maður að tala, sem
hefir æfingu dómarns f því að vega
þau efni í huga sér, sem ágreining
ur er um, frá báðum hliðum, og
gera greinarmun þess, sem er orð-
róimur að eins, og hine, sem eru é-
byggilegar staðreyndir.
Hann var í fjögur ár erindreki
Bandaríkja á Þýzkalandi. Um
þann tíma hafði hann ágætt tæki-
færi til að kynnast iunderni og
hugsunarhætti leiðtoga þýzknar
þjóðar, þeirra, sem mesta ábyrgð
bera ihanmsögu-leiks þess, sem nú
er að gerast.
Hann er fyrirtaks glöggskygn
rnaður og manna lfklegastur til að
kunna rétta skilgrein á sönnum og
ósönnum lýðvaldshugmyndum.
Hann er líka einkennilega amerísk-
ur maður, fordildarlaus og blátt á-
fram, og sannleiksást og gætni auð-
sæ í öIIul-u ummælum hans.
Þessar einkunnir ihöfundarins
gefa bókinni gildi um fram flest
annað, sem ritað hefir verið um
Þjóðverja frá -sjónarmiði Samherja,
síðan er stríðið hófst.
DODD’S NYRNA PILLUR, góðar
fyrir allskonar nýrnaveiki. Lækna
gigt, bakverk og sykurveiki. Dodd’s
Kidney Pills, 50c. askjan, sex öskj-
ur íyrir $2.50, hjá öllum lyísölum
eða frá Dodd’s Medicine Oo., Ltd.,
Toronto, Ont.
eitt eða tvö herbergi.
En er hvorttveggja er borið sanv
an, verður það augljóst, að ekki
hefir Þjóðverjum enn tekist að
ieysa úr því mikla mannfélagsmáli
viðunanlega, og að naumast hafi
almenn velmegan á Þýzkalandi náð
því hámarki, sem hún hefir náð
með enskum þjóðum.
Til er bók ein merk um mannfé-
lags ásigkomulag Þýzkalands, sem
mörgurn er kunn, og lýsir því mjög
giæsilega, ihve vel Þjóðverjar hafi
látið sér hepnast, að leyisa úr fá-
tækra málum sínum,—Sociological
Germany, eftir Höwe.
En mann fer að gruna, að ekki sé
þar komið eins langt, og heimurinn
hefir gert sér í -hugarilund, þegar
ann-ar eins maður og Gerard segir:
“Bg hefi fengið bréf frá verka-
mönnum, sem unnið hafa í Banda-
ríkjum, þar sem eg h-efi verið beð-
inn að sjá 'þeim fyrir fargjaldi á
lægsta farrými til Ameríku og þar
sem það hefir verið tekið fram, að
Mfsábyrgðar iðgjöld þeirra væri svo
há, að ekki gæti þeir með nein-u
móti klipið neitt af launum sínum
til annars.”
Elestum er nú orðið urn það
kunnugt, að á Þýzkalandi stendur
hervaldið yfir borg-aralegu valcLs-
stéttunum. En mönnum skilst
Til dæmis má taka k-aflann um
fangana, þar sem fram er tekið
suimt af því bezta, sem unt er um
Þjóðverja að segja í því sam-bandi,
og llklega sumt af hinu iakasta.
Frásagnir um það atriði haf-a oft
verið hver upp á inóti annarri. Er
það sjáifsagt sökum þess, sem
manni verður svo prýði vel skilj
anlegt -af lýsingum li-ans, að með-
ferðin er fjar.ska mi-sjöfn á þeim,
eftir því -hvernig þeim er farið, er
skipaðir eru til eftirlits og umsjón-
ar á hverjum stað.
Stæði það f eimhverju dagblaði,
að fimtíu og fimm af hundraði
allra fjöl'skyldna f Beirlínarborg,
yrði saman að 'búa í einni stofu.
myndi margan rek-a f rogastanz og
eiga bágt mleð -að trúa.
En er ummæli þessi og upplýs-
ing koma frá hæstaréttardómara,
er veit um augu -hinna margfróðu
Þjóðverja, sem gagnrýna hvert orð,
er hann -segir um hagi þjóðarinnar,
nær því neyðist maður til að trúa.
Nær því sem lí-klegt virðist, er
sú umsögn Encyclopaedia Britan-
nica, að árið 1905 hafi hlutfallið ver-
ið 45 af hverjum hundrað fjöl-skyld-
um í BerMn, er (hafi mátt sætta
sig við bústaði, sem ekki væru nema
Miljónlr fólks deyr á ári hverju
úr tærlngu. Miljónum hefði mátt
bjarga, ef rétt varnarmeðul hefði
verið brúkuð í fyrstu. — Andar-
teppa, hálsbólga, lungnabólga, veik
lungu, katarr, hósti, kvef og alta-
konar veiklun á öndunariærunum,
—alt leiðir til tæringmr og berkla-
veiki.—Dr. Strandgard’s T. B. Medl-
cine er mjög gott meðal við ofan-
nefndum sjúkdómum. Veitt gull-
medalfa fyrir meðul á þremur ver-
ftldarsýningum—London 1910, Par-
is 1911, Brussels 1909, og 1 Rotter-
dam 1909. Skrifið eftir bæklingi.
Bréfum -íljófct svarað.
)r.STRANDGARD’S MEDICINE Co.
263 268 Yonge St., Toronto.
ÞJÁNINGAR ELLINNAR LINAÐAR
Margt fólk vertJur móttœkilegrra fyrir ýmsum sjúkdómum
me« aldrinum. I>at5 álítur kvilla eins og gIgt, bakverk, bólana
litJi, þvag-sárindl o.s.frv. óumflýjanlegt ogr ólœknandi.
En taki'ö dæmi Mr. Frank Lealdands, sem er vel þektur bóndl
1 St. Raphael, Ont. A 61. aldursári skrifar hann oss þakklætis-
bréf fyrlr hvemlgr Gln Pill* hafi reyn*t honum. Hann hafbl
pjaost af þrautum i bakinu og undir síbunní og varb loks a8
hætta vinnu. Bftir a8 taka inn úr a® elns 6 öskjum af Gin Pills
var hann allæknaöur og seglst vera eins hraustur og hann var
um þntugt. Hann er yngri en kona hans, og hefir hún einnig
haft mjog mikiö gott af a« brúka Gin Pills.
Mjög líklegt er, aö þjáningar þær sem þú tekur út og kennir
ellinni, geti oröiö læknaöar meö Gin Pills. t>aÖ er aö minsta
kosti reynandi aö brúka þær. Mr. Lealand byrjaöi meö ókeypls-
oskju, — þér veröur send ein ókeypis, ef þú biöur um hanan.
Allir kaupmenn selja Gin Pills á 60c öskjuna eöa 6 fyrir $2.60.
National Drng and Chemical Co. oí Canada, Limited
Toronío, Ontarlo.
Dept. “J”
Qkn Diiis
«