Heimskringla - 06.12.1917, Page 8
8. BLAÐSiÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 6. DES. 1917
1 " .............. <
Halldór
Methusalems
býr til og selur
Swan Weather Strips
Swan Furniture Potuh
Einnig margar tegundir at
MTNDA UMGJ ö RÐUM
Selur stækkaðar- ljósmyndir i
sporöskju löguSum umgjörð-
, um með kúptu gleri fyrir eina
$6.00 til $8.00.
Alt verk vandað. Póstpant-
anir afgreiddar fljótt.
SWAN MANUFACTURING
Company
Tala. Sh. 971. 676 Sargent Ave.
j
Cr bæ og bygð.
--------------------------------
ISergpór Þóröanson, bæjarstjóri á
Gimli, var á ferð hér I síðustu viku.
Kann sagði >alt gwtt að frétta.
Steplhan G. Stephansson, skáldið,
hélt iheimleiðis á þriðjudag.skveld-
ið var.
ífllenzkukenxlu nofnd stúknanna
Heklu og Skuld, er beðin að mæta
kl. 2 í G. T. húsinu næsta laugar-
dag.
----------1----
Sigurjón Sveinswon frá Wynyard,
sem >hér hefir verið síðustu viku og
fór vestur til Argyle, kom þaðan á
föstudag og fór heimleiðis á xnánu-
dag í þeífcari viku.
Guðmundur Sörensen, farand
bóksali, Ihefir logið uim nokkurn
tíma hættulega veikur á Almenna
spftalanum tiér í bænum og er
xnikið veikur enn.
Jón Kjernested, lögegludómari
frá Winnipog Beaeh, kom hingað
tiíl bæjarins á xnánudaginn og hélt
heimleiðis aftur isamdægurs. Hann
sagði alt hið bezta að frétta.
Heimskringla hefir verið beðin
að geta þess, að tírninn til iþess að
áfría úrskurði undanþágu dómstól-
anna, hefir verið farmiengdur uin
10 daga.
BÓkin Trú og þekking eftir séra
F. J. Bergmann fæst í skrautbandi
hjá höfundinum og í bókabúð O. S.
Thorgeinssonar, konsúls. Hún kost-
ar $2.00.
Frú Kristfn Sfmonamon í Reykja-
vík á íslandi, auglsir eftir núver-
andi áritun Mrs. St. Bentley (hét
áður Sigurbjörg Ingiríður Björns-
dóttir). SendLst á skritst. Heims-
kringiu.
Gleymið ekki jólakortunum, seon
Jóns Sigurðssonar féiagið hefir til
sölu. Aldrei er of mikið gert tfyrir
gott máloíni. I>au fá«t ihjá Mrs. G.
Búason, 564 Yictor atr., Winnipeg.
Stúlkur úr bandalaginu Bjarmi
eru að undirbúa samkomu, sem
haldast á 18. des. til arðs fyrir
Skjaldborgarsöfnuð. Prógram aug-
iýsist í næsta blaði.
Vakið, Goodtemplarar! Nóg er
til að starfa. Stúkan Skuld hefir á-
kveðið að hafa skerntanir hvert
íundarkvöld, svo sem upplestra,
söng og dans. Sækið fundina. —
Hagnefndin.
NikuLás Otten«on, wm heima á f
Riiver Park hér í bænurn, lagði af
stað ofan í Nýja fisland á þriðju-
daginn og bjóst við að dvelja þar
nokkra daga.
Hallgrímur Björnason, bóndi í
grend við Árborg, koan til bæjarins
á mánudagrnin og verður 'hér um
kyrt nokkra daga.
B. L. Baldwinson fékk nýlega
skeyti frá iróstmólastjóra Oanada
þeas efni«, að fullnaðar samningar
hafi verið gerðir viðvíkjandi því,
að póstgöngoir haldis.t milli Hali-
fax og f.siands.
S. D. B. Stephansson, ráðsmaður
Heimskringlu, kom úr ferð sinni
um Vatnabygðina á holginni. Segir
hann almenna vollíðan þar vestra
og yfir höfuð að taia hafi bændur
þar nú meiri peningaráð en undan-
förnu árin. — Heimskringla þakkar
öilum þeim áskrifendum sínum, er
Stephanason fan>n að máli, fyrir
greiða úrlausn á erindi hans.
Elízabet Giliies, kona Jóns G.
Gililes, varð bráðkvödd á sunnu-
dag9kveldið að heimili sínu, 658
Sherbrooke str. hér í bænum. Var
jörðuð á miðvikudaginn í Maple-
tan grafreitnum 1 Selkirk. — Þeirr-
ar látnu verður nánar getið í næsta
blaði.
Vér vonum, að tekið verði eftir
augiýsingunini um leikinn, Syndir
annara, eftir Einar Hjörleifsson,
sem sýndur verður á húsi Good
Templara 12. og 13. þ. m. Góður
sjónleikur er ávalt bezta skemtun
og Islendingar leikelskir. Þessi
sjónleikur 'hefir aldrei verið sýnd-
ur hér í Winnipeg áður og er talið
eitt allra bezta leikrit, sem til er
á vorri tungu.
V. G. Sfmonarson, bóndi í Argyle-
bygð, kom til borgarinnar ásamt
konu sinni á Iiaugardaginn í mæst-
síðustu viku. Komu þau til þess
að dvelja hér nokkna daga sér til
skamtunar og héldu heimleiðis á
miánudaginn í þessari viku. — Hra
Símomanson sagði alt hið bezta að
frétta frá Argyle, heilsufar gott
mianma á meðal og líðan allra góða
yfir höfuð að tala.
Síðustu viku komu heim frá víg-
völlum Frak'klands þeir Hallur E.
Magnússon og Ólafur Bardal, báðir
héðan frá Winnipeg. Lesendur
blaðslras karamast við Hall af bréf-
um hans, sem birzt hafa í blaðinu
við og við. Hann fékk “shell shock”
og varð úr því ófær til víga. Hress
í anda er hann þó sem fyr og útiit
hans hið bezta. — Herra Bardal
höfum vér ekki getað séð.
Föstudagskvöldið var, þann 30.
nóv., voru gefin sanrnn í hjóna-
band að heimili Mr. og Mrs. Gísla
Jórassonar, 906 Banning str., Jóhann
Helgi Straumfjörð, sonur Jóns E.
Straumfjörðs hjá Otto P.O., Man.,
og ungfrú Anna María Jónsdóttir,
systir Gísla Jónssonar prentsmiðju-
stjóra. Brúðhjónin voru gefin
saroan af séra Rögnv. Péturssyni.
Að aflokinni hjónavígslunini fór
fram mjög myndarleg veizla. Fram
eftir nóttinni skemtu menn sér við
söng og ræðuhöld og spil. Gest-
komandi var þar skáldið Stephan
G. Stephansson og flutti hann þai-
undur fagurt kvæði, er hann hafði
ort á Islandi í sumiar og kallar:
“1 berjamó.”
Bæjarstjórnar kosningarnar, sem
haldnar voru hér i Winmipeg á
föstudaginn var, enduðu þannig,
að F. H. Davidson var endurkosinn
i borgarstjóri með miklum xneiri
| hluta. D. J. Dyson, mótsækjandi
hans — og sem stærstar sakir bar
á haran — var fyrstur allra til þess
að senda honum árnaðar óskir!
Controllers voru allir endurkosnir.
1 3. kjördeild hlaut Geo. Fisher
kosningu og í 4. kjördeiid Allan Mc-
Lean. í skólaráðið voru kosnir
þeir D. Oameron (1. kjörd.) og J. T.
Haig (4. kjörd.). — Hálfrar miljónar
Lántaka til barna.skólabyggimgar
var samþykt.
A sunnudagskveldið var, þann 2.
þ.m„ voru gefin saman í hjónaband
af séra Rög^rav. Péturssyni á heimili
Mr. og Mrs. Páls S. Daimann, 864
Banning str. hér í bænum, hr.
Björn J. Austfjörð, kaupmaður frá
Hensel, N. Dak., og ungfrú Thórey
Magnúsdóttir Ásgrímsson frá
Sleitubjarnarstöðum í Hjaltadal i
Skagafirði. Er Thói’ey af hinum
beztu ættum norðanlands; í föður-
ætt er hún komin af Hólbiskup-
um, en móðir hennar er Þorbjörg
Friðriksdóttir frá Miklabæ Niel-
sens, en kona Friðriks var Guðrún
Halldórsd. Kristjánssonar, bróður
Kristjáns Austmanns og séra Bene-
dikts prófasts Kristjánssonar í
Múla. — Þau Mr. og Mrs. Austfjörð
dvöldu hér nokkra daga f bænum
og héldu svo heimleiðis til Hensel,
þar sem Mr. Austfjörð hefir rekið
verzlun í mörg ár.
.Samkoman í samkomusal Tjald-
búðarkirkju, þar sem Stephan G.
Stephansson las upp ferðakviðl-
inga sína, mátti heita vel eótt.
Þótti vLst flestum mikið til kvæð-
anna koroa, eins og við mátti bú-
ast, en nokkuð örðugt að fylgja
með, því flest kvæðin eru fremur
þung. Eitt kvæði var í þessum
ferðakvæðaflokki, sem engum var
ofætlan að skilja. Það kvæði
-----------------------
Leikið verður
miðvikudag og fimtudag,
12. og 13. des.
í húsi Good Templara
Qyndir_annara
eftir
EINAR HJÖRLEIFSSON
Sæti 50 og 35 cts.
Til sölu hjá O. S. Thorgeirsson
og Sigurðason og Thomson.
Að tilhlutan félagsins Björk.
- /
netfndi skáldið Afsökun og var ort
tll móður er rétt var búin að missa
son sinn úr tæriragu. Kvæðið var
viðkvæmt, .fuit þýðleiks, undur
hlátt áfram, og að öllu hið fegursta.
—■-Skrautmunir þeir, er Stephani
skáldi höfðu verið gefnir f heiðurs-
skyni á íslandi, voru til sýnis í
prentsmiðju O. S. Thorgeirasonar,
konsúls, vikuna sem leið. Mest var
vert uim málverk Arngríins Jónsson-
ar málara, er sýndi eldgos í fjarska
og tvo imenn á heiði uppi, sem voru
að æja hestum vsínum. En allir
voru gripirnir góðir og gerðir af
mikliun hagleik.
Islenzkir mánaðardagar 1918 eru
útkomnir, og er þetta þriðja ár
þeirra. Mánaðardagar þossir eru
þegar orðnir alþektir og hafa átt
'inikluim vinsældum að fagna. Þeir
eru útgefnir að tiLhlutan forstöðu-
nefndar Únítarasafnaðarins hér í
bæ, en undirbúnir af séra Rögnv.
Péturssyni. Þetta ár fiytja þeir
myndir af þeim mönnum, er teljast
rnega helztir leiðtogar á endur-
vakningar tíiraabili þjóðarinnar, á
fyrri hluta síðustu aldar. Undir
myndunum standa einkunnarorð,
er valin eru úr ritverkum þessara
iraanna. Myndirnar eru af þessum
mönnum og í þeirri röð, sem hér
segir: Dr. Hallgrímur Scheving,
Bjarni amt. Thorarensen, Árni bisk-
up Helgason, Dr. Sveinbjörn Egils-
son, Hannes prófastur Stephensen,
Baldvin Einarssora, Jón J. Hjalta-
lfn landlæknir, Tómas prófastur
Sæmundsson, Jónas Hallgrímsson,
prófessor Konráð Gfslason, Dr. Pét-
ur Pétursson biskup og Jón Sig-
urðsson forseti. Mánaðardagarnir
eru prentaðir í þremrur litum á
ljósum gljáspjöldum og kosta
35c. Pantanir má senda til séra
Rögnv. Pétunsosnar, 650 Maryland
str., til blaðanna, og þess utan
verða þeir til söiu víðsvegar um
bygðir íslendinga.
Frá FrakklandL
Séra M. J. Skaptason fékk nýiega
þessar lfnur frá Ama Thorlaeíusi
frænda sínum, sem nú er á yíg-
öllum Frakklands:
“Beztu þökk fyrir tilskrifið. Eg
ligg nú á spítala, allur brotinn og
bramlaður. Þrjú rifin sprungu og
hnóskelin á vinstri fæti. Vinstra
læri og leggur bundinn við spýtur
cða spelkur. Eg ligg í rúminU og
get lftt sofið fyrir verk og óþægind-
uin. Hefi heiirasótt Jósep frænda—
fékk ágætis viðtökur, regluJega
veizlu. Viltu biðja Guðrúnu
Skaptason að passa vel hjálminn
minn. Mér var boðið f hann 100
dollarar >af Bandaríkjaxraanni. Ann-
an sept. var mér dæmd (avvarded)
“Good Conduct Badge” og ber eg
það á vinstri ermi. Bið að heilsa
Guðrúnu og fleiri kunningjum.—
Meira næst.”
--------o-------
Óeir'ðir eystra.
Víða í Quebec fyiki eiga sér stað
Óeirðir miklar nú á dögum. Frakk-
ar snúast andvígir gegn þing-
iraannaefnum bandalagstjórnarinn-
ar og gera oft aðsúg að þeim, er
þeir reyna að flytja ræður. Kvað
einna mest að þessu í bænum
Sherbrooke nýlega. Fundur banda-
lagstjórnar manna stóð yfir í einu
leikhúsinu og hópaðist þá múgur
og marginenni utan um leikhúisið
og bru u alla glugga þess með
grjótkasti. Spyrrt þetta illa fyrir
og hlýtur að hnekkja áhrifum
Lauriers á meðal allra hugsandi
manna — jafnvcl f Quebec fylki
sjálfu. Vfðar hafa Frakkar þar
látið iilum látum og í austurhér-
uðunum er megn óhugur að vakna
þar á milli enskra og franskra í-
búa.
Major a. G. Andrews, þingmanns-
efni Samsteypustjórnarinnar
í Mið-Winnipeg.
Greiðið atkv. með Union Governm.
LMENNUR KJÓSENDA FUND-'
UR VERÐUR HALDINN Á
FIMTUDAGSKVELDIÐ í ÞESS-
ARI VIKU í GOOD TEMPLARS’;
HALL Á SARGENT AVE. og BYR-
JAR KL. 8. — Meðal ræðumanna
verða B. L. Baldwinson og Principal
Riddell (frá WesLey College). For-
seti fundarins Dr. O. Björnsson.
Embættismenn f stúk. Heklu
fyrir yfirstandandi ársfjórðung eru
þcsisr meðlimir:
ÆT.: Guðm. Th. Gfslasou
V.T.: Inga Johnson
F.Æ.T.: Hjálmar Gíslason
Rit.: Árni Sigurðson,
A.R.: Magnús Magnússon
F. R.: Ó. Bjarnason 754 Pine str.
G. ialdk.: Sveinbj. Gíslason.
Kap.: Guðbjörg Patrick
G.U.T : Mrs. G. Búason, 564 Vict
D.: Ágústa Johnson
• A.D : Hólmfr. Sivurðsson
V.: Jóhann Vigfflsson
Ú.V.: Eyvindur Sigurðson.
Vöruverðið á Þýzkalandi.
ELtt Winipegblaðið er nú að
birta ritgerðir eftir frægan fregn-
rita, Herbert Corey að nafni, um
ástandið á Þýzkalandi og hefir
hann leitast við að a£La sér upplýs-
ingar uim þetta eftir beztu föngum
í gegn um hlutlausu LöndLn. Segir
'hann mesta xraatanskort vera þar í
landi, en að svo komnu enginn
hungurs dauði. Fóðurbirgðir séu
þar nægilogar til þess að þjóðin
geti dregið fram lifið næstu 12 mán-
uði, eða fram yfir næstu uppskeru.
Matarbirgðir era þar meiri en um
þetta leyti síðasta ár, en þjóðin nú
meir niðurdregin en áður og meir
farin að Láta ásjá cftlr sína þröngu
kosti. Vöruverðið er íeikilega hátt
á öillum nauðsynjum. Egg eru t.d.
$1.00 tylftin, eftir hérlendum gjald-
eyrir. Kálfskjöt er $1.00 pundið og
oftast ófáanlegt Niðursoðin mjólk
er 50c. smáaskjan og sápa 50c. pund-
ið. Aðrar vörur eru eftir þessu.—
Og þetta er á Þýzkalandl, landinu
fræga—þar sem leikið á að vera á
aJLs oddi við verkafólkið. Þetta er
paradísin mikla á jörðu, þar sem
verkalýðnum á að vera hossað og
hann verndaður gegn öllu illu.
Hér á ekki “auðvaldið” í Oanada
hJut að máJi — sem skýli sér á bak
við Borden stjórnina.
I • /1 Prýddu
Liður 3.0 joium nft1tneiöa
þinna með íslenzku myndunum:
Jón Sigurösson, og Gullfoss. Verð:
$1.60 hver, póstfrítt. Ef útsölumað-
ur nær ekki í þig, né þú í hann, þá
pantaðu frá Þorsteini Þ. Þorsteins-
syni, 732 McGee St., Winnipeg.
Keonara atvinna.
KENNARA vantar við Diana S.
D. No. 1355 (Manitoba) frá 15. Jan.
næstk. til 1. Júlí, og ef um semst
eftir skólafríið til ársloka. Kenn-
arinn verður að hafa 2. eða 3. flokks
“professional certificate” og hafa
haft nokkra æfingu í kennara-
stöðu. Umsækjendur tiltaki kaup
það sem óskað er eftir og sendi
“testimonial” frá eftirlitsmanni eða
skólaráði. — Undirritaður tekur á
móti tilboðum til 27. DesemÞer, að
}>eim degi meðtöldum. — Magnús
Tait, Sec.-Treas., P. O. Box 145,
Antler, Snnk. 9—13.
EINMITT NÚ er bezti tími að
gerast kaupandi að Heims-
kringlu. Sjá auglýsingu vora
á öðrum stað í blaðinu.
Encyclopedia
Britannica
I 29 biudum.—11. útgáfa
Mesta alfræðibók heims.
Ómissandi fyrir alla stú-
denta og þá, sem fræðast
vilja um alt, sem gerst hef-
ir í sögu mannsandans. —
Umboðsmaður útgáfufé-
iagsins í New York verður
f bænum í fjórar vikur, og
er reiðubúinn að sýna og
útskýra nytsemi þessarar
alfræðíbókar. — Sérstakir
kaupskilmálar og sérstakt
verð þessar vikur. FLnnið,
skrlfið eða sfmið Thos. Caff-
rey, Manor Hotel, Winni-
peg. 9-11 Pd.
GISLl GOODMAN
TINSMIÐUR.
VorkatæTJl:—Hornl Toronto It. oi
Notre Dame Ave.
Phone
íimrrj ‘ZHHH
HelmllU
Gmrrr HM
Office Phone:
Garry 6071
Um nætur:
Gary 1227
The Lightfoot
Transfer
Húsbúnaður og Pianos pakkað
og Sent.
STÓRIR VAGNAR — AREIÐ-
ANLEGIR MENN
Office: 644 Elgin Ave.
9-16 Winnipeg
Manitoba Stores Ltd.
346 Cumberland Ave.
Talsími: Garry 3062 og 3063
MatvörubúíSin, sem enginn
íslendingur má gleyma.
Komið og sannfærist um að
þlð getið fengið betri vörur með
lægra verði en annans staðar.
Gigtveiki
Vér læknum aC mlnsta kosti 90
prct. af öllum glgtveikum gjúk-
lingum, sem til vor koma. Vér
lofumst tll aö lækna öll gigtar-
tllfelli—ef llöirnir eru ekkl ailla
relöu eyddir.
Sjúkdómar Kvenna
Vér höfum verlö sérstaklega
hepntr metS Iækningu kvensjúk-
dóma. Vér höfum fært gleöi lnn
á mörg; helmill meö því atS
senda þeim aftur áatvinl sina
hella hellsu. Mörg af þeim sjúk-
dóms tllfellum hafa veriö állt-
ln vonlaus, en oss hefir hepn-
ast aö bæta þeim helisuna aö
fullu og veita þelm þannig
mörg fleiri ár til þrlfa landlnu
og sjálfum þeim tli gleöi og
hamlngju.
Gylliniæð.
Vér lofum «0 lækn frylllnlæV An
HbKi eVa iwflnKir.
SKRIFA KFTIR LPPLtSINGUM
MINERAL springs
SANITARIUM
WINNIPEG ,MAST.
Mynd af öræfajðkli eftir Ásgrhn
Jónsson máLara fæst hjá Hjálmari
Gíslasyni, 506 Newton ave., Winni-
peg. Mynd þessi er veggjarprýði
hverju íslenzku heimili. Kostar að
eins 75 oent. 8-llPd.
Ljómandi Failegar
Siikipjötlor.
til að búa til úr rúmábreiður —
“Crazy Patflhwork”. — Stórt úrval
af stórum silki-afklippum, hentuæ
ar í ábreiður, kodda, semur og 4
—Stór “i»akki" á 25c., flmm fyrir $t
PEOPLE’S SPECIALTIES Ca
Dept 17. P.O. Box 1836
WINNIPEG
The Domln/on
Bank
BOKZl IOT1E DAM8 AVB. •«!
8UERBROOKB ST.
H»f«*.<ftil, arik. .......«
Varaajftttnr .............« 7«##.#••
Allar elgalr ...............S7K,IINM*
Vér ðskum eftir vitSsklftum verzl-
unarmanna og ábyrgjurast aö gefa
þeim fullnægju. Sparisjóösdeild vor
er sú stærsta sem nokkur baakl
hefir í borginnl.
fbúéndur þessa hluta borgarlnaar
ðska aö sklfta viö stofnun. sem þeir
vita að er algerlega trygg. Nafa
vort er full trygglng fyrir sjálfa
yöur, kenu og börn.
W. M. HAMILTON, Ráðsmaður
FHOItB GARRT S4S*
Góð Tannlœkning
á verði sem léttir ekki vas-
ann of mikið—og endist þó
Gjörið ráðstafanir að koma
til vor bráðlega. Sérstök
hvílustofa fyrir kvenfólk.
Dr. G. R. CLARKE
1 to 10 Deminion Truzt Bldg
Regina, Saskatchewan
Tilbúið úr
JURTUM or JURTASEYÐI
The Proprietory or Patenk
Medlcine Act No. 2305
VERÐ: $1.00 FLASKAN
Burðargj. og stríðask. 30«.
The SANOL MANUFACTUR-
ING CO. OF CANADA
614 Portage Ave.
Dept. “H” WINNIPEG, Man.
Látið oss búa til fyr-
ir yður vetrarfötin
Besta efni.
Vandað verk og sann-
gjarnt verð.
H. Gunn & Co.
nýtízku skraddarar
370 PORTAGE Ave., Winnlpeg
Phone M. 7404
North Star
Co.
CORNER BEWDNEY AND ARMOUR STREETS
Regina, : Sctttk.
SANOL
NÝRNAMEÐAL
HIN EINA
AREIÐANLEGA UEKNING
VIÐ
OALL STEINUM, NÝRNA
OG BLÖÐRUSTXINUM OG
ÖLLUM SLÍKUM OG ÞVX-
LlKUM SJUKDÓMUM.
Agentar í Canada fyrir Gus Pech Foundry Co. og Monitor
Brunnborunar áhöld.
FARIÐ AUSTUR!
Veldu nm
TVÆR DAGLEGAR LESTIR
Hinar beztu
IMPERIAL LIMITED— TRANS - CANADA
og vagnar allir af nýjustu gerð.
með BEZTA ÚTBONAÐI
Útsýnisvagnar, Herbergis og Stofuvagnar
Standard og Ferðamanna Svefnvagnar
Borðsalir — Matur seldur A la Carte
SKEMTIFERÐIR AUSTUR
Desember 1. til 31. 1917
Upplýsingar, ferðaáætlanir o.s.frv.
fást hjá
CANADIAN PACIFIC RAILWAY
“Mesta Járnbraut Heimsins”