Heimskringla - 13.12.1917, Blaðsíða 1

Heimskringla - 13.12.1917, Blaðsíða 1
* ' ................. ■- Royal Optical Co. Elztu Optician* i Winnipeg. Við höfum regnst vinum þínum vel, — gefðu okkur tækifæri til aö rej/a ait þér vel. Stofnsett 1905. W. R. l'owler, Opt. - XXXII. AR. WINNIPEG, MANITOBA, 13. DESEMBER 1917 NOMER 12 Stórkostlegt tjón af eldi og sprengingu í Halifax STÆRSTA SLYS I SÖGU CANADA. TVÖ SKIP REKAST Á, NORSKT IÍKNAR-SKIP OG FRANSKT SKOTFÆRA-SKIP, SPRENG- ING SKOTFÆRA-SKIPSINS LEGGUR TVÆR FERHYRNINGS- MÍLUR AF BORGINNI HALIFAX ALVEG I EYÐI. UM 2,000 MANNS MISSA LÍFIÐ OG MARGAR ÞÚSUNDIR MANNS VERÐA FYRIR MEIRI OG MINNI MEIÐSLUM. Á fimtudaginn í síðustu viku, þann 6 þ.m., var<5 hafnarborgin Halifax, í Nova Scotia, fyrir því ógurlegasta slysi, sem átt hefir sér stað í sögu Canada. Árla um mo>rguninn rakst norska líknar-skipið “Imo” á franska skotfæraskipið “Mont Blanc”, og orsakaði þetta svo stórkostlega sprengingu, að tvær ferhyrningsmílur af borginni voru alveg lagðar í eyði. Árekstur þessi átti sér stað rétt fyrir utan höfn- ina og var franska skipið hlaðið skotfærum frá Bandaríkjunum. — Norðanverð borgin Halifax var á skömmum tíma öll lögð í rústir af eldi þeim, sem sprengingin orsakaði. Misskilningur á merkjum, sem gefin voru frá franska skipinu, eru sögð að hafa verið orsök árekst- ursins, þó enn sé þetta eigi fullsannað. Manntjón varð stórkostlegt—um 2,000 manns biðu bana og margar þúsundir manns lemstruðust og meiddust. Frétta samband við Halifax var um tíma alveg slitið og þá ómögulegt að fá neinar á- reiðanlegar fregnir af þessum ægilega viðburði.—Björgunartilraunir hófust tafarlaust og áður langt leið voru öll sjúkrahús full af særðu og lemstruðu fólki, og líkgeymsluhúsin af líkum þeirra dánu. Við allar þessar miklu hörmungar bættist svo það, að daginn eftir skall á snjó- stormur með feikna roki og gerði þetta allar björgunartilraunir því nær ómögulegar. Af ítrasta megni gengu borgarbúar þó fram í því að hjálpa þeim nauðstöddu og heimilislausu, og jafnvel eftir að tveggja feta snjór var fallinn, var ekki hætt að grafa í rústirnar, í þeirri von, að einhverjir fyndust þar með lífsmarki. Allar, eða flest- ar, lyfjabúðir borgarinnar lögðu fúslega fram lyf sín til hjálpar þeim, er særðir voru. Öll önnur hjálp Halifaxbúa var eftir þessu. Um 1 7 mínútur liðu frá árekstri skipanna og þangað til spreng- ingin skeði. Margir af skipverjum beggja skipanna fengu því bjarg- að sér og komist undan. Sitja þeir nú allir í haldi og bíða þess, að rannsókn verði hafin í þessu af mönnum, sem skipaðir verða af stjórninni.. — Skotfæraskipið, sem sprakk, var hlaðið um 2800 tonn- mn af því sterkasta sprengiefni, sem til er, og var því sízt að undra, þó sprengingin væri ógurleg. Hristingsins varð vart í sumum bæjum í 200 mílna fjarlægð. Og í Truro, sem er um 75 mílur burtu, var hristingurinn svo mikill, að byggingar hrundu eins og jarðskjálfta. Undir eins og fréttasamband komst á aftur, var tafarlaust tekið að senda hjálp úr nærliggjandi bæjum. Heilar lestir af vörum hafa verið sendar frá New York og öðrum bæjum í Bandaríkjunum. Sam- skot hafa verið hafin í öllum stærri bæjum hér í Canada og önnur hjálp send. Skylda vor. Aldrei hefir þeim Canada borgur- um, sem fæddir eru erlendis, og sem atkvæðisrétt hafa við komandi kosningar, boðist annað eins ta'ki- færí og 17. des. næstkomandi. Að kosningunum afloknum verður því gaumur gefinn, ihvernig }>eir hafi greitt abkvæði. Nú getst þeim tækifæri að sanna, að þeir séu góðir Canada borgarar og trúverð- ugir þegnar síns nýja fósturlands. Vér getum ekki verið hlutlausir f þessari stórkostlegu styrjöld, sem Oanada tekur nú þátt í. Um undanfarandi kosn-ingar hata margir af oss verið afvegaleiddir með pólitisku glamri. En í þetta sinn er engin ástæða til þess, að slíkt ætti að eiga sér stað. Allir hafa verið meira og minna óánægðir yfir ýmsu ástandi hér i Oanada. Engin stjórn getur gert svo öllum líki. Flokkarfgurinn het Ir þó bakað landi þessu einna stærsta tjónið. Margir málsmet- andi menn úr báðum flokkunum fylgdu læirri stefnu strax í byrjun styrjaldarinnar, að skylda allra væri að varpa fyrir borð öllu flokksfylgi og vinna í sameiningu með því markmiði, að ráða bót á núverandi vandamélum þjóðar- innar. Takmarki þessu hefir verið náð. Samsteypu stjórninni tilheyra beztu monn allra flokka hér í landi — conservativa, liberala, bænda og verkamanna fulltrúar. Stjórn þessi henni örugt fylgi f té, svo hún fái hindrunrlaust framfylgt stefnu sinni — “Sigurstefnu” í stríðinu. Gró.ðabrall auðfélaga og einstak- linga verður að hætta. Bóndinn verður að fá sanngjarnt verð fyrir sína framleiddu vöru, og taka verð- ur þannig í taumana, að stóru verzlanirnar moki ekki saman auð- fjár á lífsnauðsynjum þeirra fá- tæku. Canada á í stríði. Þjóðarinnar vöskustu synir verjast á vígvellin- um. Þeir mega til að fá meiri lið- styrk. Alt óþarfa fjárbruðl verður nú að hætta. Eina úrræðið er, að allir vinni sarnan — alm-enn sam- vinna. 1 hverri sameiningu felst styrkur. Sé þjóðin sundruð á strfðstímum, rennur upp hættu- tímabil í sögu hennar. Samsteypu- stjórn er eina úrræðíð f slíkum örð- ugleikum. Vér gerðum þetta land að heimalandi voru. I>að er fram- tíðarland barna vorra. Hver vill ekki stuðla að velvegnan barna sinn-a? Vér viljum að íslenzka kyn- slóðin verði ekki eftirbátur annara hér f landi. Og vér höfum sterka trú á framtíð þessa lands, ef því er stjórnað rétt. Vér höfum alveg eins mikinn rétt til þess að sogja um hvernig landinu eigi að vera stjómað og nokkrir aðrir borgarar. Það eru atkvæði fólksins, sem stjórna. Vér erum spurðir 17. des. hvort vér viljum að þjóðin fyliki sér und- ir -sameiginlegt merki á þeasum hættu tímum, eða sundrist í tvo fiokka — sem þýðir þann stærsta hnekkir, sem þjóðin hefir liðið, og eyðileggingu alls lýðfrelsis hér f Oanada. Hverju eigum vér að svara? Skylda vor leynir sér ekki. Menn- irnir á bak við Sir Wilfrid Laurier á þessari stundu vinna með flokki sínum, en ckki landinu. Vér vilj- um sjá flagglð, sem nú er vort eigið flagg, sigra, og þetta munum vér sýna með því að greiða atkvæði með 'samsteypustjórninni við kom andi kosningar. Enginn má láta þá menn blekkja sér sýn, sem að eins gimast stöður og þrungnir -eru af flokksfylgi og flokksmetnaði. Þeir menn verð- skulda ekki annað en vantraust vort. — Látum oss sýna, að íslend- ingar séu þegn-hollir borgarar þessa lands, sem ásamt öðrum sönnum borgurum ljá nú samsteypustjóm- inni fylgi — af þvf hún er nú eina stjórnin, sem hægt er að treysta. Styrjöldin Bretar taka Jerúsalem. Bonar Law tilkynti þinginu brezka á mánudaginn, að hersveit- irnar ibrezku í Palestínu hefðu ný- leg-a náð á sitt vald borginni Jerú- salem. Höfðu Bretar umkringt borgina á alla vegu og uppgáfust Tyrkir þá við vörnina. Að borgin Jerúsalem losnar und- an Tyrkjum er vafalaust, skoðað frá öílum -hliðum, mesti hagnaður fyrir Bandaþjóðirnar. Nú er til fulls loku fyrir það skotið, að Tyrkir komi fr-am Iþeim tilg-angi sínuim, að hertaka Su-ez -skipaskurðinn og fá þannig brotist inn á Egiptaland. Hefir þett-a verið markmið þeirra -frá því fyrsta þeir fóru í stríðið. Gerðu þeir sína fyrstu herferð gegn skurðinum árið 1914, og voru þá hraktir til baka aftur af brezk- egipszka hernum og herdeiidum frá Ástralíu og Nýja Sjálandi. Úr þessu mun ó'hætt að fullyrða, að vald Tyrkja fari að þverra. Uafa þeir haldið borginni Jerúsálem í alt í rúm 1200 ár. Verður sagt nán- ar frá þessu í næsta blaði. -------o------- Rússar semja um vopnahlé. Rússar og Búmeníuiinenn hafa samið við Austurríkismenn og Þjóðverja um þriggja miánaða vopnahlé. Gengu Þjóðverjar orða- laust að öllum skilmálum nema- lieim, að ekki mætti senda her- sveitir þær, sem sótt hafa gegn Rússnm og Rúmeníuttnönmum, til annara orustusvæða. Að þessu voru Þjóðverjar ófáanlegir að ganga, endannunu þeir liugsa gott til glóð- arinnar, að senda allan- þann her- afla, sem nú losnar eystra, til vest- ur vígstöðvanna. Seinustu fréttir segja innbyrðis- styi’jöld í vændum á Rússlandi. Kaledines, fori-ngi Kósakkanna, og Korniloff, -fyrverandi herforingi Rússa, hafa drogið að sér mikinn her og eru sagðir í undirbúningi að gera tiliaun að sfceypa Bolshe- viki stjórninni frá völdum. Tíminn verður úr því að skera, hvort þeim hepnast þefct-a, en að líkindum verður það ekki fyr en eftir langt og örðugt innbyrðisstríð. Friðarsamningar Rússa og Þjóð- verja virðast ganga treglega. Mun Bolsheviki stjórnin hafa orðið fyr- ir töluverðum vonbrigðum, enda munu þeir þýzku vera all-kröfu- harðir. Meðal annars krefjast þeir þess, að ihafa öll umráð yfir korn- m-arkaði Rússanna í næstu 15 ár. Sömuleiðis vilja þeir að allar vörur, sem sendar verði frá Þýzkalandi inn í Rússland, séu tollfríar. Ekk- ert það land, sem þeir 'höfa hertek- ið í stríðinu, vilja þelr af höndum láta. -------o------- Frá Frakklandi. Litlar fregnir bárust frá vígvöll- um Frakklands síðusfcu viku. Or- ustur liafa verið háðar hér og þar á öllum svæðutm, en ekki virðist fótgönguliðið ihafa tekið þátt í þeim neitt til muna í seinni tíð. Við Cambrai hafa Þjóðverjar verið að gerá öflug áhlaup gegn Bretum og á einum stað urðu þeir síðar- nefndu að hopa lítið eitt. Stórbyss- um sínum og öðru komu þeir þó öllu undan og gat þefcta því ekki ta'list mikill sigur fyrir Þjóðverja. Var það hinn svo nefndi “Bourlon skógar,” sem Brotar hörfuðu frá og sáu sér eigi fært að halda fyr en þeir hefðu lamað þá þýzku ögn ineir í þessum stað. öllum öðrum stöðum halda þeir og eru von- góðir að geta tekið Cambrai áður langt líður. — Á Verdun svæðinu og víðar hafa Þjóðverjar einnig verið að sækja, en í öllum þessum viðureignum hefir bandamönnum gengið að mun betur. Þjóðverjar eru nú teknir að hrúga til vesturvígstöðvanna liði því, sem losnað hefir eystra. Mun þeim «it um að geta gert tilraun að sigra Breta og Frakka áður Bandaríkin skerast i leikinn með fullum krafti. Við þenna mikla mannflutning þeirra er sagt, að tvær lestir hafi rekist á og mörg hundruð hermenn beðið baraa. Ekki eru bandamenn hugsjúkir yfir þessu neinu. Þjóðverjar hafa átt völ á miklum mannafla fyrri og ekki orðið mikið ágengt. Fundur Sir Wilfrids. Sir Wilfrid Laurier er nú á ferð um vesturfylkin og var staddur hér í Winnipeg í byrjun vikunnar. Hélt hann fund í Industrial saln- um á imánudagskvöldið og gafst Winnipegbúum þá kostur á að heyra þenna aldna flokksforingja flytja mál sitt og verja afstöðu sína í samibandi við - tríðið. Eni meiri hlutinn af þeim, sem fund þenna sóttu, munu þó hafa orðið fyrir sár- ustu vonbrigðum. Flestir munu hafa búist við, að hann myndi gera þátfctöku Canadaþjóðarinnar í stríðinu að aðal-efni ræðu sinnar og myndi útskýra fyrir áheyrend- um vel og ftarlega, hvernig hann inyndi haga stríðsstjórn sinni, eftir að hann væri orðinn forsætisráð- lierr-a Canada. En þeasu var ekki að fagna. Hann forðaðtet eins og heitan eldinn að skýra fá því, hve Stóran skerf fylkið Quebec ætti ó- lagð-an til þessa stríðs. Að vísu staðhæfði hann, að lið- söfnun hefði gengið treglega í Que- bec — en kendi svo stjórninni um þetta og lét að vanda allar vamm- ir og skammir bitna á henni. Virt- ist hann skoða það skyidu stjórn- arinnar, að skapa með einhverju ir.óti þjóðræknistilfinningar í Lrjóstum landsmanna, áður en nún gæti búist við nokkrum lið- styrk af þeim! Hann sagði liðsbón ekki hafa verið hagað réttilega í Quobec og þjóðræknisstrengur fylkisbúa þess vegna ekki verið snortinm. Litlu Ijósi varpaði hann þó yfir þetta atriði og forðaðist að skýra frá samvinnu sinnd við Boun assa og íleiri, sem 'berjast af ftrasta megni gegn þáttfcöku Canada í stríðinu. Út á lianni hála ís fýsti hann ekki að halda. Hann kvað sjálfboðaliðs aðferð- ina ekki hafa reynda verið til hlítair og birti skýrslur því til söninunar, ,->ð hún hefði okki mishepnast. En skýrslur ihans- voru villandi, því þær voru yfir allan Canada herinn, en ekki þann hluta hans, sem nú þarfnast mest liðstyrks—fótgöngu- liðið. Réttar skýrslur sýna, að fyrstu fimm mánuðina af ári þessu buðu að eins 13,353 menn sig fram í fótgönguliðið, — en á þetm tíma var inannfallið í fótgönguliðinu 10,039 menn og 17,187 menin voru teknir fangar á þessum tíma. Ekki vottar þetta, að sjálfboðaliðs að- ferðin hafi reynst nægileg, og fleiri skýrslur mætti til telja. Og Sir Wil- frid er þetta einis ljóst og nokkrum öðrum, ef hann fengist til þess að afchuga málið sanngirnislega og hlutdrægnislaust. Eni til slfks er hann ófáaniegur. Hvað sem á dynur, heldur hann á- fram að hamra á því, að hann sé andstæður herskyldu — sem allir hugsandi menn viðurkenna þó eina úrræðið til þess að hermönn- unum verði send hæfileg hjálp. Og þó ekki væri fyrir neitt anmað en þetta, þá gerir þessi afstaða Sir Wilfrid Laurters 'hann onæfilegan leiðtoga Canada þjóðarinnar á yf- irstandandi tímum. Stríðið er nú aðalmál þjóðar- innar—öll heimamál og ágreinings- mál flokkanna verða að bíða þanig- að til því er aflokið. Þetta er nú ríkjandi hugsanin hér í Canada á meðal allra þjóðflokka og góðra borgara. Þetta er stefnan, sem dregið hefir saman áður andvíga stjórnmálamenn og komið þelm til þess að vinna ' í sameiningu að þjóðarinar þýðingarmesta máli. Að hermönnunum sendist nægileg- ur Jiðstyrkur og öll 'hjálp «r látið sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru. En margir eiga bágt með að út- rýtma flokksfylginu úr fari sfnu og' einn af þeim er Sir Wilfrid. Hann er háaldraður maður og þar af leiðandi skortir hann eldmóð þeirra ungu fyrir stærstu málum nútímans. Andi hanis er allur aft- ur í liðna tímanum — það er hvort- tveggja, að hann er kominm á raups aldurinn, enda lætur hann ekkert tækiíæri óniotað til þess að básúna sjálfan sig og liðna tímann. En mönnum er stjórnartíð hans minn- isstæð um of til þess að slíkt hafi mikil áhrif. Og Bolsheviki flokkurin hér f Canada, jafnaðarmenn, stjómleys- ingjar—Maxiinalistar—rjúka nú all- ir til fylgis við hann og fylkja sér undir merki hans! Ekki þarf fleiri sannana við til þess að benda á, að iiverju stefnir, ef hann kemist að völdum. En þeir, sem frekari sanmana þaifnast, geta horfið í anda til Rússlands — þar leyna þær sér ekki. íslendingar! Greiðið atkvæði með stjórn en ekki stjómleysi. Greiðið atkvæði með Unionstjórn- inni. ------o—----- Sonura bænda vcitt undanþága. iSir Robert Borden sjálfur, her- málaráðherrann og fleiri meðlimir samlbandsstjórnar, hafa allir lofað að sjá um, að bændasonum, sem þör.f er á við framleiðslu í landimu, verði veitt undanþága frá herþjón- ustu. Enda væri illa farið, ef þetta væri ekki gert. Frekari sönnun þess að bændur þurfi ekki að ótt- ast að synir þeirra verði frá þeim teknir, er úrskurður Duff dómara í Ottawa í vikunni sem var, Hann er dómari hins svonefnda “Central Appeal Court” og fyrsta málið, sem liann fjallaði um við dómstól þenna, var að bóndi nokkur f Ont- ario, W. J. Rowntree að nafni, hafði beðið um undanþágu fyrir son sinn, en verið neitað af héraðsdóm- stólunum og áfríaði hann þá mál- inu til æðri dómstóls í O tawa. Úr- skurður Duff dóimara var að und- anþágubeiðni þessi skyldi vera veitt, því bóndi þessi væri aidrað- ur maður og gæti ekki komist af án aðstoðar sonar slns. stjómina án þess að velja í hana meðlimi úr fylkisstjórninni hér í Manitoba, þá hlyti Unlonstjórnin engu að síður eindregið fylgi Mani- tobastjórnarinnar. Ef til þeirra hefði verið leitað, hefðu engir af meðlimum hennar neitað Union- stjónminni um fylgi. Slíkt hefðu þeir viðurkent skyldu sína. — Því spakmæli Sólmundsonar, að brezka stjórnin ihefði beðið uim matvöm en ekki menn, svaraði Johnson með því, að bentda á það, að brczka stjórnin hefði að eins beðið um það, sem hún bauðst til að borga fullu verði, en hvað íramlag manna snerti og alla fórn hefði hún látið Canadaþjóðina alveg sjálfráða. Þátttaka Canada í stríðinu hefði ekki hafist sökum þess að um hana hefði verið beðið; þjóðrækni og sómatilfinning Canadamamna hefði vaknað án þess. Ræðumaður kvaðst hafa snúist andvígur gegn Sir Wilfrid Laurier sokum þess, að Canada sé nú f stríði. Stríðsstefnu hans kvaðst i hann ekki geta saimþykt — og f ull- | vissa sin væri, að herskyldan værí ' væri nú eina úrræðið til þoss að jhæfilegur liðstyrkur fengist fyrir I ‘hermemm þjóðarinnar. ! Rúmleysis vegna getum vér ekkl I birt frekari útdrátt úr þessari ræðu Johnsons að sinni. Verðskuldar Fundurinn að Lundar. Fundur var haldi.n.n að Lundar, Man., á mánudaginn í síðustu viku og hélt Thos. H. Johnson, dóms- málaráðherra Manitobafylkis, þar ræðu til fylgis við Union stjórnina. Ræða þessi var birt í blaðinu Kree Press hér í bænum, og eimnig á hana minst í ritstjórnargreinum þess blaðs. önnur blöð hér birtu að eins útdiátt úr henni; en öll luku Winnipegblöðin sama loís- orði á afstöðu Thos. H. Johnsins í þessu máli og bentu á að þefcta vottaði 'hann sannan og þjóðhollan Canada borgara. Dr. B. J. Brands- son hélt einnig ræðu á þessum fundi og mælti sterklega með Uni- omstjórninni. Jóhann Sólmundsson talaði fyrir hönd Lauriers—en eins og vænta mátti fórst honum frekar Óhöpduglega að verja afstöðu hins katólska leiðtoga Quebecbúa! Tók Johnson helztu punktana í ræðu hans til íhugunar og sýndi fram á við hve lítil rök þeir hefðu að styðj- ast. Ræðu síma byrjaði Johnson með því að skýra afstöðu sína. Kvaðst hann ekki lengi vera á báðum átt- um, þegar um’ væri að velja fram- tíð einhvers stjórnmálaflokks eða framtíð Canada. Hann kvaðst þá óhikað kjósa þann veginn, að reyn- ast trúr lamdinu, sem hann hefði svarið hollustueið — Þeim iitásetn- inguim Sólmundssonar, að engir af meðlimum Manitoba-stjórnarinnar væru í núverandi samibandsstjórn, svaraði hamm á þá leið, að þó Bor- den hefði getað myndað Unión- hún þó fyllilega að koma fyrir augu íslenzkra lesenda. Afstaða Thos. H. Johnsoms í þessu máli er 'honum sjálfum og þjóð hams til stórsóma. ------o-------- Dánarfregn. Miss Imgibjörg Pétunsdóttir and- aðist hér í bænuin á sunnudaginn var. Var jörðuð á miðvikudaginn. Hún var myndarleg og góð stúlka og verður hennar að líkindum námar getið síðar hér í blaðinu. ---------------o-------- Fallinnjengill. Svo fallinn! Týndur! Liðið ljós sem líf harus bar; hams hærudýrð nú ötuð öll til eilífðar! Hann Freistarans 1 festist beit ■sem fleiri menn! Og höfug tárin hæfa ei hans hruni senn! En geðs vors istillum hefndarhug; því hann á bágt, sem lýst gat fólki frelsisleið, en féll svo lágt. Sú smán! Því enginn að því hlær, er indæl sál er rekin niður djöfla í djúp og dauðans ál. Sú storð er lionum stolt var af, hann storki ei nú, Og brennimerki’ ei meir hans né myrkurtrú. (skömm, En látum heldur hali lands, frá hafsins rönd til hæða og vatma, hefja söng með haran í önd. Af öllu því, sem unnum vér, er alt á braut og virðing hans er útdauð öll er áður naut. Alt horfið, augun gæaku-grá ei glampa meir; er trúin ferst og heiður hans hver halur deyr. En dauðri frægð hans finnum hrós og felum vömm! En baki snúum þeirri þó að þjóðarskömm. (Lausl. þýtt) Festið þetta í minni: BANDALAGSSTJÓRNIN biður um fylgi og atkvæði yðar til viðhalds þátttöku Canada í stríðinu unz Þýzkaland er sigrað. — Spursmálið er að eins eitt í þessum næstu sambandskosningum: Á Canada að halda þátttöku sinni í stríðinu áfram undir sambandsstjórninni, eða að hætta undir Laurier, sem stjórnast lætur af mót- spyrnu Quebec-fylkis, — þeirra manna, sem uppgef- ast vilja og skilja við hermenn vora á köldum klaka? Þetta er eina ágreiningsmálið, sem takandi er til greina. Atkvæði yðar skerst í leikinn með annari hvorri hliðinni. Gangið ekki í vafa um þetta. At- kvæði yðar á móti Bandalagsstjórninni þýðir, að hætta við stríðið og svíkjast undan merkjum her- manna vorra. Atkvæði með Bandalagsstjórninni þýðir, að drengjum vorum á Frakklandi verður send- ur frekari liðstyrkur. — Vitandi þetta, getið þér hikað} Greiðið atkvæði með Bandalagsstjórninni og aðstoðið drengi vora.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.