Heimskringla


Heimskringla - 13.12.1917, Qupperneq 2

Heimskringla - 13.12.1917, Qupperneq 2
2. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG. 13. DES. 1917 Skeggöld og skálmöld Eftir síra F. J. Bergmann. Á Frakklandi. Vikan síðastliðna hefir verið frem- ur aðgerðalítil að flestu leyti, og ekki mikið annað að gert en að halda í horfi. Bretar hafa átt fult í fangi með að verja það svæði, sem Byng herfor- in«i náði með svo miklu skyndi. Þjóðverjar hafa hamast af alefli og sýnir það bezt, hve sárt þeim hefir fallið að verða að sleppa svo stór- um skika lands úr greipum sér. Þeir hafa sópað saman öllu því herliði, er þeir hafa þózt geta mist annars staðar, til þess að sækja þarna á. Hafa Bretar talið um 20 herdeildir (divisions), sem Þjóð- verjar hafa þarna skipað út í opinn dauðann og skoteldurinn brezki hefir að mestu eytt. Manníall í liði þeirra hefir verið feikna mikið En dálítið hefir þeim orðið á- gengt hins vegar. Bretar hafa orð ið undan að síga hvað eftir annað, en oftast hafa þeir náð þvf aftur, sem þeir hafa orðið að sleppa í bili Þegar þetta er ritað (4. des.) halda þeir öllu svæðinu, nema í grend við La Vacquerie og austur af Morco- ing, þar sem Bretar hafa orðið að láta fylkingar sinar siga dálítið undan. Síðustu fregnir segja, að það, sean Bretar hafi orðið aftur af hendi að láta af því svæði, sem Sir Julian Byng koinst yfir og náði á vald sitt, nemi hér um bil tíunda hluta., Suður af Marcoing brutust Þjóð- ▼erjar gegn um brezku fylkingarn. ar á einum stað, en þeir voru inm- an skamms hraktir á bak aftur, svo alt stendur þar við sama og áður. En Þjóðverjum hefir í atlögu þessarri tekist að taka einar sex þúsundir brezkra hermanna til fanga og heilmikið af byssum. Sagt er að Bretar hafi tekið ein 26,000 þýzkra hermanna til fanga síðast- liðinn nóvembermánuð. Nálægt Ypres var á einum stað barist suðvestur af Polygon-skógi. Þar þokuðust brezku fylkingarnar ofurlítið áfram og nokkurir fangar voru teknir. Á mánudaginn 3. des. ▼ar ofurlítil smáorusta norður af Passchendaele. Þar tóku Bretar 129 fanga og nokkurar vélabyssur. Nýjum Iherdeildum er stöðugt ▼erið að bæta þarna við þýzka her- aflann. Sumar hafa verið teknar frá Flandri. Þjóðverjar sýnast ▼era að beita öllum þeim mætti, er þeir hafa til að dreifa, til þess að vinna þama eitthvað á. En sagt er, að viðbúnaður Breta á bak við fylkingarnar sé feikna niikill yfir margra mflna svæði. Uppdrættir, sem náðst hafa af landslagi, þar sem Þjóðverjar gerðu •tlöguna, sýna, að þeir hafa ætlað aér að hremma þarna afarmikla spildu. Sumum herdeiLdum Þjóðverja hafði verið skipað, að komast þeg- ar fyrsta dag einum tveim mílum lengra áfram, en þar sem fylking- arnar brezku voru, áður Byng gerði atlögu sína 19. nóv. En það æm þeim ávanst var í raun og vem alls ekki neitt. Þorpið La Vacquerie stendur á miðju þessu svæði, er Þjóðverjar gerðu atlögur sfna á. Þegar þetta er ritað, stianda brezku fylkingarn- ar þar fyrir eins og veggur, og Þjóðverjar komast hvergi áfram. Á báðar hliðar er barist af ógur- lega miklu kappi f atlögum þessum og engu síður, eftir því sem virðist, af Bretum en Þjóðverjum. Þeir hafa hlaðið valköstum í liði Þjóð. ▼erja þessa síðustu daga. Og smám saiman era þeir að ná aftur byssum- og hergögnum, sem þeir urðu af hendi að láta í fyrstu atrennunni, sem Þjóðverjar gerðu 30 nóv. Þá er sagt, að ein brezk skotliðsdeild hafi hleypt af véla- byssum sínum eigi færri en 70,000 •kotum á 1200 enskra álna (yards) færi, og hafi árangurinn verið voða- legur. Þassi atlaga Þjóðverja hefir því sama sem engan árangur borið Þjóðverjum, nema voða-mikið mannfall. Fylkingaroddinnv sem Bretum tókst að skjóta fram í grend við Cambrai, svo nærri, að þeir eru að eins 3’/2 míiu frá bæn-i íim, stendur enn óhaggaður, og af þeim fylkingarodda stendur Þjóð- ▼erjum mesti geigur, þvf sökum hans eru aðflutninga leiðir þeirra á þessu svæði í allmikilli hættu. Það verður alt annað en auðvelt «ð láta hann halda sér. En sjálf- sagt leitast Sir Julian Byng við að breikka hann út til beggja hliða og amá færa sig upp á skaftið, um leið og Þjóðverjar þreytast á að láta skjóta niður herlið sitt öld- ungis að árangurslausu. fipyrja má, hvers vegna Þjóðverj- ar leggi svo mikið f sölur þarna og •iví þeim sé áhugamál svo mikið að ná þessu svæði aftur. Báðning þeirrar gátu sýnist vera sú, að sá tiluti fylkinga þeirra, sem styðst ▼ið bæina Cambrai og Laon, fær ekki haldið velli, ef Oambrai fell. ur. Það er þungamiðja hinnar svo nefndu Hindenburg fylklngar. Ef sú þungamiðja raskast, eT á- iitið, að þeim myndi veita mjög örðugt «ð halda sömu fylkingar- stöðvum áfram. Allar líkur eru til, að þeir yrði þá neyddir til að draga sig með öllu brott af Frakk- landi og láta af hendi strandhér- uðin í Belgíu. Hverju ágengt verður í þesssu efni, getur enginn enn vitað. En einmitt þetta virðist að hafa verið tilgangurinn með hina miklu fram- sókn Byngs Iherforingja á þessu þessú svæði, og Þjóðverjar einmitt sökum þess leggja svo feikna mörg mannslíf í sölur til að afstýra þeirri hættu. Fjárbrellur Þjóð verja. Frakkar eiga fult í fangi ekki ein- ungis f viðureign sinni við þýzka herinn, sem brotist hefir inn á land þeirra og lagt í eyði mikið af hinni fornhelgu menningu þeirra. Þeir eiga líka f vök að verjast gegn alls konar svikum og fjárbrell- um af Þjóðverja hálfu. Hvað eftir annað reyna Þjóðverjar að freista óvandaðra fjárglæframanna Frakklandi til að fremja alls konar landráða glæpi fyrir stórfé. Hver sagan hefir upp komið ann- arri verri af því glæpsamlega at- hæfi á Frakklandi nú sfðustu mán- uðina. Nöfn þessarra ættjarðarsvikara á Frakklandi verða einlægt fleiri og fleiri, en stöðugt tekst þó stjórn inni að ná þeim, leiða þá í steininn. og láta hann geyma þeirra. Mest ber á máli því, sem kent er við Bolo pasja. Erindrekar hans komu fram með tíu miljónir franka f júlfmánuði 1915, til þess að kaupa upp meiri hlubann af hlutaeignum félags þess, sem er eigandi Parísar- blaðsins merka, Lo Journal. Hvað- an komu þessar tíu miljónir? 1 Parísarborg virðist enginn mað- ur vera í efa um, hvaðan féð hafi komið. Það var þýzkt fé og þýzkar fjárbrellur, seim þar komu fram. ABar þessar hneykslissögur frá Frakklandi snúast um það sama. Það eru á Frakklandi þvf miður menn, sem standa f sambandi við Þjóðverja í óvinalandinu sjálfu og láta kaupa sig til landráða. Svo var það með þá Almereyda og Duval, sem nú sitja inni f fangelsi fyrir að láta kaupa sig til að halda uppi alls konar friðar og landráða tali í blaðinu Bonnet Rouge, fyrir þýzka peninga. Hvers vegna sitja nú þingmaður- inn Turmel og kona hans í prfs- und? Sökum þess, að í klæðaskáp í þinghúsi neðri málstofunnar fundust 25,000 frankar í sviasnesk um seðlum. Og uppruna þeirra er ekki unt að rekja neina beint til Þýzkalands. Það iftur út fyrir, að þetta mikla fé sé að eins ofurlítill hluti mútu- gjalds fyrir fréttaburð Turmels til Bethmann-Hollweg um það sem fór fram á leynifundum frakkneska þjóðþihgsins. Hvað hafði Bolo pasja brotið? Hann hefir flögrað fram og aftur með miljóna ávísanir, sem rann- sóknir hafa sannað, að skrifaðar eru út úr ávísanabók Bernstorfs. Bifreiða - yfirkonsúllinn Jellineck Mercedes í Nizza er einn. Hann var ekkert annað en spæjara erindreki í stórum stfl, sem Miðveldin höfðu gert út á sinn kostnað. Þeir Lenoir og Desouches, ill- ræmdir fjárglæframenn f P*arís, era með þeim síðustu, sem frézt hefir um. Þeir hafa hampað miljóna- seðlum, sem menn þykjast vita fyr- ir vfst, að ekki sé annars, staðar upp runnir, en frá Þýzkalandi. Því þótt hendurnar, sem réttu þeim þá, kunni ©kki að hafa verið þýzkar, þá hafa það verið erind- rekar Þjóðverja f Sviss. sem hafa komið þeim til skila. Að sönmu era ekki fundin enn full rök fyrir þessu, bæði í einu og öðru þessara hneykslis mála. En auðsætt er, að eigi líða nema fá- einar vikur unz allar þessar fjár- og landráðah breLlur verða raktar þangað, er þær eiga heimilisfang. Smám saman er lögreglan að flétta net sltt og úr þyí sleppur enginn þessarra glæpamanna og drottins- svikam. Aidrei sannast það betur, að á- girndin er rót ails ills, en þar sem hún leiðir út á aðra eins glapstigu og þessa. Á tímum eins og þeim, sem vér nú eram að lifa, birtist bæði hið bezta og lakasta, sem til er í voru meCfædda manneðli. Og þetta kemur hvergi betur í ljós en með Frökkum. í steininum fá þessir menn tæki- færi til til að hugsa um þann glæp, sem ljótastur hefir ávalt þótt í fari mannanna, — þann, að láta ginn- ast af óvinum ættjarðar sinnar og selja líf hennar og velferð fyrir skitna skildinga. Von er að Fmkkar taki sér slíkt athæfi nærri eins og á stendur. Ofurlítil bót er það í máli, að nær þvf helmingur þessarra manna er ekki af frakknesku þjóðerni, held- ur útlendingar, sem búsettir era á Frakkiandi. Samt eru þeir einir 12 þessarra manna, sem menn era þess fullvfsir, «ð sé Frakkar. Mis- jafn er sauður í mörgu fé. Og þeg- ar um það er hugsað, verður það ekki svo mikil furða, þó til sé á Frakklandi 12 meun, sem glæpast láta á þýzku gulli, til að selja fóst urjörð sína. Þetta er víða lagt frakknesku þjóðinni mikið til lasts. Menn segja: Þarna kemur spillingin frakkneska í ljós. Það er hún, sem veldur öllum hörmum Frakka. Það er hún, sem stöðugt er að steypa hverju ráðuneytinu á fætur öðru, þegar alt ætti að standa í stað og vera með kyrrum kjörum. Samt sem áður eiru slíkir dómar að býsna miklu leyti úr lausu lofti gripnir. Það er víst vafamál mikið, hvort hin frakkneska þjóð er spilt- ari nokkuð en aðrar þjóðir. En hún er þannig gerð, að meira ber á henni þar en annars staðar. Ú>r hverju slfku hneykslismáli, sem upp kemur á Frakklandi, verð- ur svo feikna mikið. Feikilega lang- ar ræður eru um það fluttar á þingi. Þingmenn vilja sýna kjós- endum sínum, hve afar hart þeir taki á svo glæpsamlogu atferli, og hve duglegir þeir hafi reynst í því að klekkja á sökudólgunum. Þar næst er það siður blaðanna í landinu að ræða hvert slíkt mál út f yztu æsar. Þau vita, að jafn vel rosknir og ráðsettir bændur og borgarar, konur og karlar, sem ald- rei viija vamm sitt vita f nokk ura efni, 'hafa samt undur gaman af að lesa slfkar sögur um leið og morgunkaffið er drukkið Fyrir þrf ber svo mikið á öllu slíku á Frakklandi. Þar er álitið að hið iila læknist heizt með því móti, að það sé í hvert skifti leitt út í dagsbirtuna og haft til sýnis, svo allir geti rekist úr skugga um, hve það cr geisilega ljótt og and styggilegt. Aðrir vilja helzt fara með það í felur og tala sem minst um það. Þeir eru hræddir um, að menn verði dáleiddir af þvf, hvað harðan dóm, sem það fær. Það getur verið nokkurt álita- mál, hverir þar hafa rétt fyrir sér, Frakkar, eða þeir, sem alt slíkt álfta réttast að dylja. Hvað sem annars er, sál frakk- nesku þjóðarinnar er heilbrigð. Það hefir aldrei betur komið í ljós, en í stríði þessu. hefir þá trú, að frátöldum óvinum þeirra, að Frakkar muni komast í gegn um styrjöld þessa með meiri og fegurri ljóma um nafn sitt og þjóðarheiður, en nokkura sinni áður. Nú ber öllum fregnum saman um að liðsafli allmikill hafi komist alla leið fram á ítölsku vígstöðv- arnar frá Samlherjurn. Það sem Þjóðverjum var ofurefli, er þeir áttu við ítalska herinn einan, ætti nú að vera þeim enn meira ofurefli, þegar allsterkur herafli, bæði að mönnum og skotfæram er til ítala kiominn frá bandamönnum þeirra. Miðveldin hljóta nú að hafa lagst þarna á af öllu því afli, sem þetan var unt. Að þeir létu það ekki vera ineira, svo þeir fengi fyrirætlan sinni framgengnt, lilýtur að vera af því einu sprottið, að meira ihöfðu þeif ekki. Úr því þeir fengu ekki rofið fylk- ingarnar ítölsku áður liðveizlan kom, eru engar líkur til, að þeir geti það hér eftir. Því ekki er því að neita, að ítalir standa þarna miklu betur að vfgi. Samgöngu- leiðir Þjóðverja eru langar og efiðar og sigurinn þessl, hvað glæsí- legur sem hann var f bili, getur orðið 'þeim næsta dýrkeyptur á endanum. Þjóðverjar virðast hafa gert sér í hugarlund, að fyrir Itölum færi líkt og Rússum og Rúmeníumönnum, er eins var ástatt fyrir. Og það má nærri geta, að þeir eru gramir yfir, að þetta skyldi ekki betur takast. Frá ítölum. Barátta Itala við innbrotsher Miðveidanna er með líkum um- merkjum og hún var fyrir viku. Barist hefir verið af feikna miklum móði á báðar hiiðar. Þýzki foringinn Below og austur- ríkski foringinn foringinn Kroba- tin sameinuðu allan mogin herafla sinn um miðbik ítölsku herfylking- anna. Það er svæðið upp til fjall- anna inilli fljótanna Piave og Brenta. Þar er sagt að þeir hafi hrúgað saman ekki færri en 20 her- deildum (divisions). Þeir hrundu öllu varaliði sfnu fram í fremstu fylkingarraðir, sóttu fram í þéttum hópum og veltu sér gegn ítölsku fylkingunum eins og snjóílóð niður eftir hlíðunum. Her Miðveldanna keptist við að vinna þama eitthvað á, áður Itaiir fengi liðveizlu hjá Samherjum sfn- um. ítalir héldu herstöðvum sín- um dauðahaldi, ef vera mætti að hjálpin, er þeir þurftu svo sárt á að halda f mönnum og málmi kæmi áður þeir yrði að láta síga úr hömiu. Það var sannur kappleik- ur á báða bóga. En ítalir stóðu sig ágætlega í við- ureign þessarri. Um leið og þeir höfðu veitt Þjóðverjum og Austur- rfkismönnum viðnám og hrundið þeim frá, gerðu ítaiir aðra árás og otuðu byssustingjum undan sér sem óðir væri. Mannfair var óguriegt á báðar hliðar, en sagt er að verið hafi miklu meira í liði Þjóðverja, ef trúa má slíkum sögum. Það er sagt frá einni þýzku herdeildinni, sem velt var gegn Itölum, að henni var gjöreytt, og að einungis einn maður hafi komist lífs af, og hon- um hafi verið bjargað, af þvf að hann hafi hrópað, um leið og hann tók til hælanna, eins hátt og hann þoldi: “Eg er frá Elsass!” Mörg markverð dæmi hugrekkis og útheldni era sögð, sem nærri því era ótrúleg. Italskur foringi særðist á höfði í einni atlögunni, af flögu úr sprengikúlu. En hann þverneitaði að láta fara með sig til næstu lækningastöðva. Hann lét blóðið streyma niður um andlit sér og stóð á verði f 48 klukku- stundir og skipaði fyrir á þeim stað y fylkingunni. Páfastjómin grunuð. Mikill grunur leikur á því, og að nokkuru leyti virðast sannanir þeg- ar vera fyrir hendi, að það hafi ver- ið æsingaJortölum klerklýðsins ítaiska að kenna, að nokkur hluti ítalska hersins sveikst um að gera skyldu sína og annað hvort gafst upp eða flýði við hina fyrstu árás lierliðs Miðveldanna. Aðal styrkur páfakirkjunnar er nú í Austurríki. Vald páfans á ít- alfu er gengið til þurðar. Það er að eins skuggi af því, sem það eitt sinn var. Á Frakklandi er vald páfans horfið með öllu. Á Spáni er það nokkurt, en langt frá, og erfitt viðureignar. En í Austurríki á páf- in gott bakihjarl, og það vill hann ekki með nokkuru móti láta ganga úr greipum sér. Nú var öllum um það kunnugt, að Austurrfki var á heljarþremi, áður það fekk þessa nýju liðveizlu Þýzkalands. Hefði hún ekki komið, myndi Italir að líkindum hafa haft ráð Austurríkis í hendi sér. Að líkindum hofði ítalski herinn getað varist árásum Miðveldanna Og heimurinr^ e^ns hann var, nógu lengi til ” þess að Samherjar hefði getað sent þeim liðveizlu, áður það var um seinan, ef ekki hefði verið' svik í tafli. vSagt er, að klerkaflokkurinn á ítalíu, sem í blindni fylgir páfan um, og horfinn er allri ættjarðar- ást, hafi Játið sér hepnast, að hafa í frammi æsinga fortölur svo miklar við herinn, að hann skyldi láta vörn og viðnám niður falla, um lóið og her Miðveldanna sækti ímm, að þetta hafi verið hin eiginlega og munverulega ortsök hrakfaranna og óhaminigju ftalíu. Hvað sem um þetta kanrt að vera, er víst nm það, að þessum ófögn- uði var gripið fyrir kverkar, um leið og upp komst, og nú er ítalski her- inn allur annar, öruggur og djarfur til varnar og framsóknar. HörmuJe-gt væri til þess að vita, ef ítalía skyldi eiga þessa skelfilegu óhamingju upp á þá menm, sem betur ættí að ganga fram í því, að bjarga sál þjóðar sinnar í þesisum nauðum, en nokkurir aðrir. En þó klerkar hafi oft reynst vel, hafa þeir þó oft reynst afar illa, og er sárt að verða að taka það fram. En það tekur út yfir, að sitja svona á svikráðum við eigin þjóð sína, þegar svo má heita, að um líf hennar sé -að tefl-a. Það verða skiljanlegir leynisamn- ingar, sem Italía á að hafa gert við Samlherja um leið og ihún skarist 1 leik. Þessir leynisamningar hafa verið birtir af Bolseviki-stjórninni, ef stjórn skal kalla, á Rússlandi. Eitt skilyrðið í þeim samningum, er Italir hafa sett upp, er það, að þegar til friðarsamninga komi, verðí páfinn og páfahirðin alls eng- an ihlut látin f þeim eiga. Þetta -skilyrði þess, að tekinn- yrði þáttur í styrjöldinni af Itala hálfu, verður skiijanlegt og öldungis eðli- legt um leið, þegar það er tekið til grein-a, sem hér að fram-an er sagt. K-atólska klerkavaldið er • jafn-an sjálfu sér líkt. Það hugsar aldrei um neitt annað en eigin -hagsmun-i sfna. Alt þetta verður betur augljóst með tlð og tímla. En kaldir yrði þá páfavaldinu dagarnir á Italfu ef þetta reyndist satt að vera. var getið, og er nú fáeinar mílur norðvestur af borginni. En reiðlið frá Ástraifu er í óða önn með að hreinsa landið af tyrknesku herliði, sem -hefst við hingað og þangað í smáþorpum, og sýnist -gang-a það vel. Aðal-járnbrautin liggur frá Gaza suðaustur til Beerseba, en báðar þær borgir eru nú á vsldi Breta. Það-an snýr brautin norður á við og liggur yfir Jerúsalem áleiðis til Litlu Asíu og sameinast þar Bag- dad<brautinni. Aukabraut tengir Jerúsalem við Jaffa. Brezka h-erliðið suður og norð- vestur af borginni hefir mikinn stuðning af þessum tveim braut- um. Tyrkir geLa samt cnn sent herlið suður eftir aðal-brautinni. En ko-mist herlið Breta yfir urn brautina, sem liggur í norður frá Jerúsalem, er augljóst um örlög bongarinnar. Frá Tyrkjum. Sfðustu viku hafa fregnir frá Gyðingalandi verið fremur fáar. Þær fáu, sem komið hafa, benda til þess að umsátur u-m Jerúsaiem kunni þegar að vera hafið af Breta hálfu. Herafli Tyrkja þar hefir ver- ið aukinn að mun, eins og síðast Frá RússlandL Það f fregnum frá Rússlandi, sem mesta eftirtekt hefir vakið þessa síðustu viku, var fréttin um að Þjóðverjar hefði tjáð sig fúsa til að hefja friðar umleitan við Rússa, og láta verða vopnahlé á meðan. Skeytið frá Pétursborg, sem fregn þessa færði, segir, að rúss- neski herforinginn, sem nú er, og kallast Krylenko merkisberi, hafi sent þrjá fulltrúa gegn um fylking- arnar 27. nóv. til að spyrja þann, sem yfirstjórn hafði á hendi á því svæði í þýzka hernum, hvort Þjóð- verjar vildi tala um vopnahlé á öll- um herstöðvum, og biðja hann, ef hann væri þess ekki ófús, að á- kiveða tíð og'stað slíkum málaleit- unum ti-1 framkvæmda. Þýzki íoringinn lofaði að gefa á- kveðið svar áður klukkan væri orðin 8 sama kveld. Þegar sá tími var kominn, lét hann vita, að Þjóðverjar væri fúsir til að 'hefja þessar málaleitanir, og kvað á að næsti su-nnudagur, 2. des., skyldi erindrekar beggja þjóða konna samian til viðtals. Menn þóttust vita, að þýzki for_ inginn, sem veitti rússnesku sendi- mönnunu-m þessi andsvör, breytti samkvæmt fyrirskipunum frá þýzk-u stjórninni önnur og fimta höfuðdeild þýzka hersins hafa tjáð BolsevikJ-stjóninni fylgi sitt. Fregnir eru enn á svo mi-killi ring- ulreið og Ihver up á móti annarri, að ekki er unt að henda reiður á. Þó verður ekki annað séð, en að þeir Lenín og Trotzky hafi enn stjórnarvöldin með höndum. Þeir virðast keppast við að koma stefnu- skrá Bolsevikitílokksins í fram- kvæmd bæði inn á við og út á við. Kerensky er h-orfinn af sjónar-svið- inu eins og -stendur. Kósakkafor- ingjarnir Korniloff og Kaledines virðast vera að hverfa með ihonum, þó sagt sé, að sá síðar nefndi hafi Hin ósýnilegi Mega-Ear Phone “lætur daufa heyra,, Heyrnar tœki þetta — The Mega - Ear- Phone—veldur engra óþæglnda. Þér flnn- iti þatS ekkl, þvf þatJ er tilbúits úr mjúku og linu efni. Allir geta komitS því fyrir í hlustinni. ÞatS er ekki hægt atS sjá þatS i eyranu. Læknar EymasuíSu G. THOMAS Bnrdal Block* Sherbrooke St., Wlnnlpef, Man. GJÖrir viti úr, klukkur ogr allskonar gull og nilfur stáss. — Utanbœjar viögeröum fljótt aint. Dr. M. B. Hal/dorsson -H»t botd m ieniNc. Tal*. Mala 30SS. C.r Port. <t Edn. Stundar elnvðrttungu berklasýki og atSra lungnajsúkdóma. Er atS finna á skrlfstofu slnni kl. 11 til 12 f.m. og kl. 2 til 4 *.m.—Helmlli atS 46 Alloway ave. TH. J0HN90N, Ormakari og Gullamiður Selur giftingaleyfisbróf. BArstakt atJkyflt veitt pöntunum og viCgjerTum útan af iaadt. MM Main St. . Fhone M. SSM J. í. Iwauw H. O. Htnrll l J. SWANSON & CO. rignnnutALia om Talalnsl Mala ac*7 <5oe. rsrtac* u4 Garry, Wtaal»«V HARKET HOTEL 14« rrtsr mm Mnet A «411 markaClnuns ®**tu TtafCaa. rtndiar oa aC- hlynlng *<5C. Islsnkur valtlnaa- ■taCnr 1» HalUóraaoa. latCCaia- tr hlntlifiB. r. OtriMíU Ktganít Wtralre* Arnt AnCeraaa B. p. Oarland GARLAND & ANDERSON LM»4WniS4A Phoac Hata 1M1 W ElccCrt* Railway Ohambcrz Talstml: Mala CS62. Dr. y. G. Snidal TANNUEKNTR. «14 SOMERSKT BI#K. Portage Avenue. WINNIPEa Dr. G. J. Gislason PCyalrtaa and Santeon Athygil veltt Angna, Eyrna og Kverka SJðkdðmum. Asamt tnnvortls sjúkdómum eg upp- skurCl. 1N Sonth Sri **., Orasi FarErs, If.D. Dr. J. Stefánsson cai botc Bini.Diitn Hornl Portaa* Ava. og Edmonton St. Stundar elagBngu angna, ayrna, bef og k verka-sjúkdóma. Er at! hitUl frá kl. 10 til 12 f.h. og hl. 2 tll S a.h. Phone: Main 3088. Helmlli: 16* Oiirta 8t. Tals. O. 2S1* 5 Vér hðfum fullar blrgClr hraln- ustu lyfja og meCala. KomlC mefl lyfsoCla yCar blngaC, vér gerum moCulia nákvasmloga ofttr ávisan lcrknlsins. Vér slnnum Lœknadi kvidslit Viö aö lyfta kistu fyrir nokkrum Arum kviöslitnaöi eg hættulega, og sögöu læknarnir, aö eina batavon mín væri aö fara undir uppskurö,—um- búöir hjálpuöu mér ekki. Loks fann eg nokkuö, sem fljótlega gaf algjör- an bata. Mörg ár eru liöin og eg hefi ekkl oröiö var viö neitt kviöslit, þrátt fyrir haröa vinnu sem trésmiöur. Eg fór undir engan uppskurö, tapaöi eng- um tima og haföi enga fyrirhöfn. Eg hefi ekkert til aö selja, en er reiöubú- inn aö gefa allar upplýsingar viövíkj- andi því, hvernig þér getiö læknast af kviösliti án uppskuröar, ef þér aö eins skrifiö mér, Eugene M. Pullen, Carpenter, 816D Marcellus Ave., Man- asquan, N. J. Skeröu úr þessa auglýs- ing og sýndu hana þeim sem þjást af kviösliti—þú ef til vill bjargar lifi meö þvi,—eöa kemur aö minsta kost í veg fyrir hættu og kostnaö, sem hlýzt af uppskuröi. é utansveitm aöntunom om seljum Á T giftlngaleyft. • f \ COLCLCUGH <S CO. * 9 Nwtrp D«m« <% 9herhrm»ke 9ta. f A Phone Garry 2690—2691 Á A. S. BARDAL solur likklstur og ann&st um út- farlr. Allur útbúnaCur sá bestl. Enafremur solur hann allskonar minnlsvarCa og lezstelna. : : SIS 8HERBROOKE 8T. Phoao G. 21SB WINNIPBO AGRIP AF REGLUGJÖRÐ UM heimilisréttarlönd í Canada og Norívestnrlandino. Mega-Ear-Phone bætir þegar heyrn- ina ef þetta er brúkatS i staCinn fyrir ðfullkomnar og slæmar Ear Druau. Læknar tafarlaust alla keyrnardeyfu og eyrnasutSu. Hepnast vel í níutiu og fimm tilfellum af hundraC. Ef þér hafltS ekkl fætSst heyrnarlauslr, reyn- ist tæki þetta óbrigtiult. Þetta er ekki ófullkomltS áhald, sem læknar ati elns i bill, heldur víslndaleg uppgötvun, sem atSstotSar náttúruna tll þess atS endurnýja heyrnina — undir hvatSa | kringumstætSum sem er, aldur etSal kynfertsi. Vafalaust sú bezta uppgötvun fyrir heyrnardaufa, sem fundln hefir veritS. Reynd tll hlitar af rátSsmannl vorum, | sem reynt hefir öll þau tæki, sem seld - eru. Þetta er ekkl búltS tll úr raálml etSa gúmmi. Bæklingur metl myndum og öllum upplýslngum, fæst ókeypls. BitSJltS um No. 108. VertS á Mega-Ear- Phone, tollfrítt og burtlargjald borg- atS, er $12.60. 8elt eingöngu af AL.V1N 9AL.ES CO„ P.O. Box 5«, Dept. 140, WinNlpeir, Mnn. Hver fJölskyldufatSir, etSa hver karl- matsur sem *r 18 ára, sem var brezknr þegn I byrjun stríCslns og hefir verttt þatS sítSan, otSa sem er þegn Bandaþjðl- anna etSa óhátSrar þjótsar, getur t.kiV helmllisrétt á fJórCung úr sectlon af é- toknu stjðrnarlandi f Manltoba, Sás- katchewan eCa Alberta. Umsækjandt verCur sjálfur aC koma á landskrlf- stofu stjórnarinnar eCa undlrskrlfstofu hennar i því héraCi. 1 umboCl annara má taka land undlr vlssum skilyrCum. Skyldur: Sex mánaCa ibúC og ræktún landslns af hverju af þremur árum. í vlssum héruCum getur hver land- nemi fenglC forkaupsrétt á fJórC- ungi sectlonar meC fram landi sinu. VerC: $3.00 fyrlr hverja ekru. Skyldur: Sex mánaCa ábúC a hverju hinna næstu þrlggja ára eftlr hann heflr hlotiC eignarbréf fyrir helmillsréttar- landl sinu og auk þess ræktaC M ekrur á hlnu seinna landl. Forkaups- réttar bréf getur landnemi fengtC ura lelC og hann fær heimillsréttarbréflC, en þó meC vlssum sktlyrCum.__________ Landneml, sem fengiC heflr íielmllis- réttarland, en getur ekkl fenglC for- kaupsrétt, (pre-emption), getur keypt helmlllsréttarland 1 vlssum héruCum. VerC: $3.00 ekran. VerCur aC búa á landinu sex mánuCl af hverju af þrem- ur árum, rækta 60 ekrur og byggja hús sem sé $300.00 virCi. Þeir sem hafa skrlfaC slg fyrlr helm- Ulsréttarlandl, geta unniC landbúnaC- arvinnu hjá bændum i Canada áriC 1917 og timl s& relknast sem akyldn- tfml á iandi þelrra, undir vissum skil- yrCum. Þegar stjðrnarlönd eru auglýst eCa tilkynt á annan hátt, geta heimkomntr hermenn, sem verlC hafa i herþjónustu erletdls og fengiC hafa heiCarlega lausn, fenglC elns dags forgangsrétt til aC skrifa sig fyrlr helmilisréttar- landl á landskrifstofu héraCsins (en ekkl á undirskrlfstofu). Lausnarbréf verCur hann aC geta sýnt skrlfstofu- stjóranum. W. W. CORT, Deputy Mlnlster of Interior. BIÖC, sem flytja auglýslnru þessa I ketmtllsleyil, fá enga borgun fyrir.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.