Heimskringla - 13.12.1917, Blaðsíða 4

Heimskringla - 13.12.1917, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEINiSKRINGLA WINNIPEG, 13. DES. 1917 HEIMSKRINGLA (StofmaV 18M) Kemnr út k hverjum Fimtude«l. Tjtgefendur og elgendur: THE VIKING PRESS, LTD. Verti blatislns í Canada og BandarlkJ- unum $2.00 um áriti (fyrlrfram borgatS). Sent til íslands $2.00 (fyrirfram borgafl). Allar borganir sendist ráSsmanni blaSs- ins. Pöst etSa banka ávísanir stílist til The Viklng Press, Ltd. O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráSsmaSur Skrifstofa: ;n SH&RBROOKB STREBT., WINNIPEQ. P.O. Box SlTl Talslml Oarry 411« WINNIPEG, MANITOBA, 13. DES. 1917 Islenzkar hetjur. Islenzka þjóðin er engin stórþjóð, en bók- mentirnar íslenzku þola þó fyllilega saman- burð við bókmentir annara stærri þjóða. Eddurnar og Islendingasögurnar gömlu eru sannnefndir bókmenta-gimsteinar. Vér, sem faeddir erum og uppaldir Hér í landi, höfum verið svo lánsamir að fá að kynnast þessum dýrgripum íslenzkrar þjóðar. Við lestur þessara sagna höfum vér lifað í anda á hinni svonefndu “söguöld” fslands. Vér höfum séð hina hugprúðu forfeður vora rísa öndverða gegn ofríki og einveldi Har- alds konungs hárfagra; séð þá svo halda til Islands og stofna þar lýðveldi. Fríðara mannval, en þá bygði fsland, getur ekki. Hefði nokkur erlendur konungur þá reynt að taka Island herskildi, hefði herferð sú orðið honum dýrkeypt. Lýðfrelsishugsjónir sínar hefðu forfeðurnir varið til síðasta blóð- dropa. Forfeður vorir voru engar liðleskjur, þeir hlupu ekki í felur, þegar hættu bar að hönd- um. Þá brast aldrei kjark né áyæði, þeir gengu öruggir gegn féndum sínum unz þeir höfðu lagt þá að velli. Þeir sórust í fóst- bræðralag og hefndu hvers annars.. Að hug- dirfsku og drenglyndi eiga þessar fornu nor- rænu hetjur enga sína líka í mannkynssög- unni. Nöfn þeirra eru oss minmsstæð og verða oss minnisstæð á meðan íslenzk tunga er töluð. Gunnar á Hlíðarenda, Kári Sölmund- arson, Grettir Ásmundsson, Skarphéðinn Njálsson og margir, margir fleiri. Nöfn þess- ara manna gleymast aldrei. Þeir hafa vafið ísland frægðarbjarma og gert sögustöðvar þess lands merkar og ógleymanlegar. Þessar íslenzku hetjur fornaldarinnar skipa ógleymanlegan sess í sögunni; hugprýði þeirra verður ætíð í minnum höfð og dreng- lyndishugsjónir þeirra gleymast aldrei. Vopnaburður hefir enn ekki lagst niður, þó nú sé barist með öðrum hætti, en til forna. Byssurnar, stórar og smáar, eru nú komnar í stað boganna og sverðanna. Og flestum mun skiljanlegt, að vopnaburður þessara tíma sé þúsund sinnum ægilegri, en nokkurn tíma hefir viðgengist áður. Varn- arhlífar fyrri alda, skildir og hringabrynjur, koma nú að engu haldi. Hermennirnir, sem nú stefna gegn skot- báknum vígvallarins, sýna því engu minni hugprýði en hetjur liðinna tíma. Síðar verða nöfn þeirra í hávegum höfð. Sam- tíðin er jafnan sein til þess að meta til fulls sanna afreksmenn sína. Islenzku hetjurnar, sem nú berjast á víg- völlum Frakklands, eru engir eftirbátar for- feðranna. Mörgum mun þykja þetta mikið sagt, en satt er það engu að síður. Það er að eins glámskygni samtíðarinnar, sem sér þetta ekki- Lýðfrejsis hugsjónir nútíðarinnar verja líeir nú með vopnum, alveg eins og forfeð- urifí hefðu varið með vopnum lýðfrelsis- hugsjónir sinnnar tíðar á Islandi. Forfeður vorir hefðu ekki látið á sér standa að skerast í Ieikinn með þeim þjóðum, sem barist hefðu fyrir sönnu lýðfrelsi og mannréttindum gegn ofríki og kúgun einveldiskonunganna. Og forfeðurnir hefðu ekki lagt árar í bát á miðri leið og hugsað sem svo, að nú væri nóg kom- ið og bezt að hætta. Þeir hefðu séð stríðið til enda unz sigur var fenginn. Og nútíðar hetjurnar íslenzku, íslenzku hermennirnir, munu fylgja dæmi forfeðr- anna — þeir munu berjast unz sigur fæst. En nú er þjóðinni hér heima fyrir svo brugðið, að hún ljær áheyrn þeim mönnum, sem hætta vilja í miðju kafi og renna af hólmi. Einveldis harðstjórnin þýzka er í augum þessara manna ekki íiægilega ægileg til þess að haldið sé áfram að berjast gegn henni. Hryðjuverk og spellvirki Þjóðverja í Belgíu verðskulda enga mótspyrnu. Fóst- bræðralagsbönd nútíðarinnar eru ekki nægi- lega sterk til þess að þau séu haldin. Þess vegna ber þjóðinni ekki annað en svíkjast undan merkjum hermannanna og leggja á flótta. Þetta er í fám orðum stefna Lauriers og fylgifiska hans. Þessu til sönnunar þarf ekki annað en benda á það, að Laurier er, að eig- in sögn, andstæður herskyldu, sem er þó eina úrræðið til þess unt sé að senda hermönnum þjóðarinnar hæfilegan liðstyrk. Union stjórnin fylgir gagnstæðri stefnu. Stefna hennar er, að þjóðinni beri að standa með hermönnum sínum af ítrasta megni og láta þeim í té alla þá aðstoð, sem völ er á. Hvorri stefnunni ætla íslenzkir borgarar þessa lands að fylgja? Ætla þeir að vera með Laurier katólska og hálfvelgju hans, eða með Unionstjórninni og einbeittri og óbifan- legri stefnu. Ef Gunnar á Hlíðarenda, Grettir Ásmunds- son, Kári Sölmundarson og Gísli Súrsson berðust nú á Frakklandi—hvaða íslending- ur myndi þá vilja neita þeim um aðstoð sína ? Hví þá ekki að aðstoða eins hetjur nútíð- arinnar? Islendingar! Svikist ekki undan merkjum hermannanna! Greiðið atkvæði með Unionstjórninni! 4---------------------------—-------------h Eru blöðin keypt? Fylgifiskar Lauriers katólska eru ekki vanchr að vopnum nú á dögum né að virð- ingu sinni. Til þess að blekkja kjósendum sýn við komandi kosningar, viðhafa þeir alls- konar ósannindi og slúðursögur, sem ekki nokkur minsti fótur er fyrir. Til dæmis flagga þeir með það hvað eftir annað, að blöðin hér í landi, bæði liberala og conservatíva blöð, séu nú keypt til þess að veita Unionstjórninni fylgi. Vita menn þessir þó fullri vissu, að þetta eru helber ó- sannindi, og sem ekki er nokkur minsta hæfa fyrir. Unionstjórnin hefir ekki bruðlað út neinu fé til þess að kaupa fylgi blaðanna. Þess þurfti ekki. Afstaða blaðanna gagnvart henni hefir skapast af þjóðræknislegum á- huga þeirra manna, sem að þeim standa, fyr- ir þátttöku þjóðarinnar í stríðinu — því stærsta og þýðingarmesta máli, sem stjórn- máiamenn hennar hafa nú með höndum. Eða væri ekki ólíklegt, að Unionstjórnin hefði mokað út fé í Bandaríkjunum til þess að kaupa fylgi blaðanna þar? Bandaríkja- blöðin mörg hafa farið mjög hlýlegum orð- um um Unionstjórnina hér í Canada og skoð- að hana sem vott þess, hve þjóðrækni Can- adamanna sé á háu stigi Hver vill nú vera svo vogaður að halda því fram, að þessi af- staða Bandaríkjablaðanna hafi verið keypt af Unionstjórninni — að blöðum þessum hafi verið borgað fé fyrir að flytja þessi hlýlegu ummæli? Fáir munu vera svo ósvífnir, að halda fram, að slíkt geti átt sér stað. Og ef Bandaríkjablöðin ótilkvödd styðja Union- stjórnina að málum, hví skyldu þá ekki Canadablöðin geta gert það sama, án þess að vera keypt? Þessar aðdróttanir Lauriers fylgjenda eru því ekki á minstu rökum bygðar. Að helztu liberalblöðin hér í vesturfylkjunum fylgja nú eindregið Unionstjórninni orsakast eingöngu af því, að flestir af helztu liberölum í fylkj- um þessum eru nú fylgismenn hennar. Sama er að segja um óháðu blöðin. Og þau blöð conservatíva, sem einhverra vissra hlunninda nutu á meðan conservaíve stjórnin var við völdin, missa þessi hlunnindi þegar Union- stjórnin kemst að. Stefna þessarar stjórnar er sú, eins og búið er að marg tilkynna, að Iáta öll sérstök flokkshlunnindi falla niður. Sú stjórn saman stendur af öllum flokkum og gerir því öllum flokkum jafnt undir höfði og viðurkennir ekki neinn sérstakan veiting- arétt. Það er því öðru nær, en fylgi con- servative blaðanna sé keypt af Unionstjórn- inni. Vér höfum áður tilkynt stefnu Heims- kringlu nú á tímum. Á meðan stríðið stend- ur yfir verður Heimskringla ekki flokksblað, og verður jafn-ljúft að styðja þingmannaefni liberala, sem sækja undir merkjum Union- stjórnarinnar, og þingmannaefni conserva- tíva. Heimskringla ljær nú öllum þeim mönn- um fylgi, sem leggja til síðu flokkaríg og öll ágreinmgsmál flokkanna, láta þetta rýma úr sessi fyrir þjóðarinnar stærsta máli—þátt- töku Canada í stríðinu. Á vígvöllum Frakklands þekkist enginn flokkarígur. Þar sækja Canada hermennirn- ir samhliða og án þess að því sé spurt, hvaða stjórnmálaflokki þeir hafi tilheyrt hér heima fyrir. Liberalar og conservatívar rétta þar hver öðrum bróðurhönd og vinna í samhug og sameiningu. Sama stefnan er nú ríkjandi hér heima fyrir. Liberalar og conservatívar eru nú í bandalag gegnir með því markmiði að að- stoða sem bezt hina vösku hermenn þjóðar- innar með liðstyrk og öðru. Göfugra mark- mið en þetta er óhugsanlegt. tslendingar! Standið með íslenzku her- mönnunum, sem nú berjast á vígveliinum gegn efldum óvini lýðfrelsis og mannréttinda. Óhugsandi er, að nokkur Islendingur Ijái nú þeim mönnum fylgi, sem svíkjast vilja undan merkjum hermannanna og engan þátt í stríð- inu taka. Greiðið atkvæði yðar með Unionstjórn- inni. ... ■■ - - -— - ■■ - - Ummæli óháðra blaða um Laurier. Blaðið The Winnipeg Tribune, sem fylgir óháðri stefnu í stjórnmálum, hefir í mörgum og vel rituðum ritstjórnargreinum fært skýr rök fyrir því, hve afkastalítill og lélegur Sir Wilfrid Laurier reyndist á meðan hann var við völdin hér í Canada. Það liggur ekki eftir hann eitt einasta þrekvirki, sem haldi nafni hans á lofti. Um hann verður ekki ann- að sagt, en hann hafi verið gæddur mælsku mikilli og manna snjallastur að semja fagrar stefnuskrár — sem aldrei var breytt eftir. Nýlega birti blað þetta grein eina með fyr- irsögninni “The Laurier Myth”. Eftirfylgj- andi kafl er tekinn úr þeirri grein: “Sir Wilfrid Laurier. leiðtogi liberal flokks- ins, varð forsætisráðherra Canada árið 1896. Liberal flokkurinn hafði þá skuldbundið sig samkvæmt stefnuskrá sinni, til þess að koma í framkvæmd vissum stjórnarfarslegum um- bótum, sem verið hefðu Canada þjóðinni til ómetanlegs hagnaðar. Stefnuskrá flokksins vottaði þá ákvörðun hans að setja á stofn ráðvanda og spaísama stjórn, koma á fót “vísindalegu” og réttulátu ríkistekju fyrir- komulagi, er átti að kollvarpa fyrir fult og alt hinni ranglátu og óvísindalegu vemdunar- stefnu, sem áður hafði ríkt og haft hafði í för með sér ýms sérstök hlunnindi fyrir “rán- félög” og auðfélög af öllu tagi. Þessu átti nú öllu að hnekkja og úr því að bæta. Alla auðlegð Canada átti að efla til hagnaðar fyrir þjóðina. Allan veitingarétt, bæði viðkomandi stjórn- arstöðum og öðru átti að afnema. Á fimtán ára stjórnartíð Sir/Wilfrids var ekki nokkur minsta tilraun ger til þess að efna neitt af þessu. Sérstaklega lofuðust liberalar til þess að nema toll af öllum landbúnaðarverkfærum bænda. Einnig skuldbundu þeir sig til að af- nema efri málstofu þingsins (Senate), o. fl. Stefnuskrá flokksins fylgdi sömuleiðis nýrri stefnu viðkomandi járnbrautalagningum í landinu, sem koma átti í veg fyrir öll fjár- glæfrabrögð í sambandi við járnbrautir og svik af öllu tagi. Sir Wilfrid og flokkur hans virtust skilja, að þáverandi fyrirkomulagi væri stórábótavant. I sumum af bæklingum sínum sögðu þeir: ‘Öll fjárframlög til járn- brauta leiða af sér okurverzlun, fjárdrátt og svik. Þannig hljóða sum af Ioforðum liberal- flokksins áður en hann komst að völdum ár- ið 1896. Hvernig voru loforð þessi efnd? Sir Wilfrid var ekki búinn að vera við völdin nema örskamma stundu, þegar það fjárbruðl og fjárglæfrasvik fóru að gera vart við sig, sem óþekt voru áður—jafnvel í sögu Can- ada. Aðal samverkamenn hans í ráðuneyt- inu voru “pólitiskir” glæfraseggir; — suma þeirra valdi hann sjálfur, en aðra var hann neyddur til að taka af auðfélögum ýmsum, sem eigin þörfum þurftu að sinna og þörfn- uðust manna til þess að koma þeim í fram- kvæmd. Ekki eitt einasta af loforðum þessum var efnt., Engin breyting var ger á ríkistekju fyrir- komulaginu. Tollur var ekki nummn af landbúnaðar- verkfærum bænda. Engra endurbóta varð vart, hvað efri mál- stofu þingsins snerti. Engin tilraun var ger til þess að koma í veg fyrir fjárglæfrasvik í landinu......... En í öllu, sem að fjármálum laut, urðu allar aðrar yfirsjónir stjórnarinnar og svik eins að smámunum í samanburði við járn- brautarstefnu hennar. Sir Wilfrid og fylgj- endur hans eru nú harðir í dómum gagnvart járnbrautareigendunum Mackenzie og Mann, ganga fram hjá þeim sannleik, að það var undir stjórn liberala, að járnbrautareigend- ur þessir fengu fyrst byr undir báða vængi. Qreiðið atkvæði með þingmannaefnum Sam- steypustjórnarinnar þann 17. þessa mánaðar. En það var hin svo nefnda National Transcontinental járn- braut, og sem útheimti tvö hundr- uð miljónir dollara af opinberu fé þjóðarinnar, sem var eitt af mestu meistara tilþrifum Sir Wilfrids Lauriers í forsætisráðherra sessin- um. 1 fám orðum sagt, var járn- brautarstefna hans (ef hægt er að kalla samanhangandi þráð af verstu yfirsjónum stefnu) sú hörmulegasta í alla staði og or- sakaði svo gífurlegt fjárbruðl, að annað eins þekkist ekki í sögu þessa lands. Öll auðfélögin eða “ránfélögin” svonefndu, sem voru tjl á undan stjórn Sir Wilfrids, voru til þegar hann lagði niður völdin — hálfu öflugri og verri viðureignar en áð- ur. Stjómartíð hans var gullið tímabil fyrir fjárglæframenn og æfintýra seggi af versta tagi. Þó er Sir Wilfrid svo vogaður, að biðja nú um fylgi fólksins, sem kappi þess gegn “auðvaldinu”! Margt fleira mætti segja um ó- fullkomnun hans sem stjórnmála- manns og hinar skaðlegu afleið- ingar, sem stjórnartíð hans hafði fyrir þjóðina. Stærsta yfirsjón hans er þó núverandi afstaða hans gagnvart stríðsmálum. En þetta er önnur hlið málsins og kemur ekki fyrri stjórnartíð hans við.— (Lauslega þýtt.) -------o------- Við anstnrglnggann Eftir síra 7. J. Bergmann. 49. Píslarvætti Belgíu. Allir muna wkáldið heimsfræga, höfund Bláfuglsins, Maurice Maeter linck. I>að má nærri geta, hvað hann befir tekið út með þrautum eigin þjóðar sinnar, síðan er stríð- ið hófst. Hanni er vitaskuld einn í þeim mikla hópi Belgíumanna, sein lifa verður í útlegð. Hann hefir enga stund látið hjá- líða án þess að vera að tala máli þjóðar sinnar. Af brennandi eld- móði og skáldlegum tilfinningar hita hiefir 'hann fram kamið með hvert erindið öðru fegurra um sjálfstæði þjóðarinnar. Hann he.f- ir með þvf bæði verið að tala kjark í þjóðina sjáifa, sem stödd er í þeim voða-hörmum, sem ölluin heimi eru kunnir þó að eins á yfirhorði. I>að er fróðlegt að skygnast inn í sál slfks manns, er eins er á statt. Þó eitthvað af ibeiskju og hatri bland- ist saman við tilfinningar hans, verð- um vér að fyrirgefa. Slíkt er mann legt. Engum kemur til hugar, að halda því á lofti til fyrirmyndar. En það væri ef til vill að heimta meira, en manneðli voru er fært að láta í té á því þroskastigi, sem vér nú erum, ©f þess yrði alls ekki vart. Svo megum vér lftoa vera þess fullvísir, að tilfinningar hans og orð eru eins konar hitamælir ‘þoss sál- arlífs, sem nú er alment með þjóð- inni í hörmungum hennar, en eng inn er eins fær um að túlka rétt og hann. Einmitt nú eru menn að skygniast inn í sálarlíf þjóðanna og gera sér grein þess, hver áhrif þeir viðburðir, sem nú eru að gerast, hafa á hugrunarliáttinn. En af öilum þjóðunum, sem stríð- ið heyja, tekur oss sárast til Belgíu. Á sfnum tíma töluðu pólversku skáldin um Pólverjaland, sem hið saklausa fórnariamb, er lagt hefði Verið, laugað blóði, á fórnarstall- ann. Það er eðlilegt, að Maeterlinck og boigísku skáldin tali nii eins um landið sitt, sem eitt sinn var eitt aiira auðugasta og búsæiasta land jarðarinnar, prýtt göfugum minnis- merkjum ágætrar menningar, on nú er orðið upprifið flag frá einu horni til annars, berandi vott um eyðing- arteði og villimanna athæfi, sem naumast á líka sinn á þeim tímum, ér meinning heimsins var skemst á vog koiinin. Ummæli Maeterlincks eru sterk og bera vott um plógförin, sem viðburðimir hafa rist í sálu hans, en þau bera líka vott þeirrar þjóð- rækni, sem ávalt sýnir ættarmót göfugrar sálar. “Píslarvætti Belgíu hefir nú stað ið yfir í þrjú ár. Hungursneyðin ríkir, berklaveikin herjar, herskatt- arnir, sem stöðugt sýna hundseðl- ið betur og betur, draga nú um 40 miljónir árlega frá hinni sárpíndu þjóð, — þjóð, sem eitt sinn var hin auðugasta, en nú er sú blásnauð- asta á jörðu. “Þrátt fyrir öll loforð og yfirlýs- inigar af iháMu stjórnarinnar þýzku, halda þó áfram hinir óskammfeiln- ustu brottretostrar fóltosins úr land- DODD'S NÝRNA PILLTJR, góðar fyrir allskonar nýrnaveiki. Lækna gigt, bakverk og sykurveiki. Dodd’s Kidniey Pills, 50c. askjan, sex öskj- ur íyrir $2.50, hjá öllum lyfsölum eða frá Dodd’s Medicine Oo., Ltd., Toronto, Ont inu, er þeir kalla sendingar heim til ættjarðarinnar og stjómin há- brókast af og segir, að sé einungis heiimhvarf úitsltinina þræla, sem enga vinnu sé framar færir um, eða fólks, som sjúkt er og ekki unt að lækna, og koani einungis heim til að deyja. “Umgirt ( þreföldum gaddavír®- girðingum, sem deyðandi rafmagns- straumur renmur í gegn um, eki- angruð frá iheiminum í ey(md og neyð, sem engin orð eru til yfir og engin vonarglæta nær til, er Belgía í augum hins mentaða heims stærsta og isaklausasta fórn þessa stríðs, pfslarvottur þjóðar - heiðursins, lamibið vamarlausa, sem fómfært er fyrir sakir mannkynsins. “Hið átakanlega dauðastríð hefir verið framlengt um svo langan tíma, að það þrýstir fram samúð- inini, og knýr fram ýtmist ásakanir gegn sjálfum oss eða þunga iðrun- arinnar. "Samt iðrumst vér einskis. “Það er stundum gott að minn- ast þess, að vér Belgfumenn—bæði þeir, sem í útlegð eru dreifðir um þjóðvegu Norðurálfu, og þeir, sem heima eru f landimu sínu alblóð- uga — erum ekki sérlega fúsir til að bera oss eins og grátbólgin, mátt- vana og viljalaus fórnarböm, sem beygja í auðmýkt bakið undir höggin frá hinrum ranglátustu kúg- unai'völdum, sem jörðin hefir litið, síðan innrás villimannanna var ger í fornöld. “Yér höfum aldrei verið, eruin ekki og verðum aldrei aum, ótta- slegin löinb, sem mannkynið græt- ur yfir. “Vér biðjum ekki um meðlíðan; þó hún sé af góðum rótum runnin, yrði hún íþó í þessu sambandi mis- skilningi undirorpin, sem gerði 6- hamimgju vora að raunalegri af- leiðingu æfintýris, er vér hefðum vilzt út í, og vér vonum að komast út úr sem kempur. “Vér iðrumist engis. Vér kennum ekki í brjósti um sjálfa oss. Vér æskjum þess ekki, að aðrir kenni í brjóisti um oss. Vér æskjum þess einungis, að oss verði sýnt réttlæti, að munað verði hvað gert hefir verið, og hvað vér enn þá á hverj- um degi erum að gera. Vér vorum hinir fyrsitu, er þor höfðum til að veita viðnám valdi svo ægilegu, að það enn þá heldur sameinuðum kröftum heimsins skák'bundnum. Vér dirfðumst að gera þetta með fullri tilfinningu um skyldu vora og vitandi uim þá ógurlegu hefnd, sem hékk yfir höfði voru. “Vér veittum þeim viðmám, sem ofurefli er að veita viðnám, út til yztu landamæra vorra. Og allir vorra manna, sem færir eru um að bera vopn, og voru svo hepnir að Ijá konungi vorum fyigi sitt, bíða í skotgröfunum, með hjörtun gló- andi af hatri, og augun brenmandi af von eftir fyrirskipan um að taka Miljónir fólks deyr á ári hverju úr tæringu. Miljónum hefði mátt bjarga, ef rétt varnarmeðul hefði verið brúkuð í fyrstu. — Andar- teppa, háisbóiga, lungnabólga, veik lungu, katarr, hósti, kvef og alis- konar veiklun á öndunarfærunum, —alt leiðir til tæringar og berkla- veiki—Dr. Strandgard’s T. B. Medi- cine er mjög gott meðal við ofan- nofndum sjúkdómum. Veitt gull- medalía fyrir meðul á þremur ver- aldarsýningum—London 1910, Par- is 1911, Brussels 1909, og í Rotter- dam 1909. Skrifið eftir bæklingi. Bréfum fljótt svarað. )r.STRANDGARD’S MEDICINE Co. 263266 Tonge St., Toronto.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.