Heimskringla - 13.12.1917, Blaðsíða 5

Heimskringla - 13.12.1917, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 13. DES. 1917 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA Til kaupenda Heimskringln: Haustið er uppskerutími Heimskringlu, — Undir kaupendum hennar er það komið hvernig “útkoman” verður. Viljum vér því biðja þá, er ekki hafa allareiðu greitt andvirði blaðsins, að muna nú eftir oss á þessu hausti Sérstaklega viljum vér biðja þá, sem skulda oss fyrir fleiri undanfarin ár, að láta nú ekki bregðast að minka þær skuldir. Oss munar um, þó lítið komi frá hverjum—því “safnast þegar saman kemur”. — Kaupendum á þeim stöðvum sem vér ekki höfum innheimtumenn í, erum vérum þetta leyti að senda reikninga. Vonum vér að þeim verði vel tekið.—Sé nokkuð athugavert við reikn- inga vora, erum vér reiðubúnir að lagfæra það. Alt af eykst útgáfukostnaður blaðsins. — Munið að borga fyrir Heimskringlu á þessu hausti. S. D. B. STEPHANSSON. ]>átt í hinum mikla ibardaga um endilega lausn. “Hetma í prfsundinni miklu, sem hið yfirflotna land vort er orð- ið, er sama viðnámið, sterkt, 6- sveigjanlegt, geiglaust. Þar höfu.m vér engin vopns. Vér erum þar eins og nýfæddir hvítvoðungiar fyrir framan hið brynjaða íerlíki, fram undan ibyssustingjum, vélabyssuim og stórskotaliði, sem ekið hefir ver- ið íram gegn mannhópum vorum, sem einungis hafa hnefana elna til að verjast með. “Líkamarnir verða nauðugir að beygja sig fyrir ofureflinu. En höf- uðin hengja menn ekki ofan i bringu, enginn vilji bugast, engum hefndarhug er stungið svefnþorn, enginn skuldareikningur er afmáð- ur, engin bölvan gerð vægari, ekki það auga til, sem líti til íjand- maninsins með brosi, enginn, sem ekki vísar .honum á bug með við- bjóði, lætur sig hrylla við honum, og skipar honum í flokk utan tak- marka mannkynsins. “Óvinurimn hefir igereytt öllum aðferðum: niðuribrytjunum heilla mannhópa, pyndingum, brottflutn- ingum úr landi, brennum, fjárnámi og fangelsum, alla leið niður til þess, er mestan viðbjóð vekur, lof- orðum um réttlæti. “Einu gleymum vér aldrei. “Um þetta er óvinum vorum kunnugt. Þeir lifa í loftslagi misk- unnarlauss haturs, viltrar en ó- sveigjanlegrar hefnigirni og lát- lausrar fyrirlitningar. Þeir ihafa ekki eignast einn einasta vin eða bandalagsmann, að fáeinum þorp- urum undanskildum, sem íyrir tram höfðu selt sig. “Með sniilli lævísinnar, einu snill- inni, sem vér viljum kannast við að þeir eigi, með snilli lyginnar, seim kann að fegra hundraðfalt, hefir óvininum þó verið um megn að skapa eitthvað af engu. “Er eigi unt að gera sér í hugar- lund þann óskapa hávaða, sem orðið hefði um leið og fyrsta frá- falls hefði orðið vart, minstu til- slökunar gegn Þjóðverjum, minsta merkis til undirgefni, móðleysis, þægðar, hatursveiklunar eða mild- ari fyrirlitningar? “Þetta er nú það, sem vér ætlum að muna. Látum oiss enn einu sinni biðja yður að fella engin tár, sak- ir vorrar feikiilegu neyðar, á sama hátt og menn táfella yfir örlögum barns, sem skammarlega illa hefir verið farið með. “Vér biðjum yður einungis að kannast við, að hvorki í liðinhi tíð né nútíð er nokkur þjóð til, er sýnt hefði meira viðnámsþrek, meiri festu og höfðingsbrag í ógæfunni en vér höfum gert, eða betur kom- ið fram, —- sem lyft hefði höfði sinu hærra, og undir oki dauðans opin- berað heiminum meira hugrekki, meiri einbeitni, meira af þeim hug, sem okki lætur sig temja.” Svona erfitt er að buga stórhug- aða þjóð. THOMAS HAY, Union þingmannsefni í Selkirk Herra Thomas Hay, þingmanns- efni Unionstjórnarinnar í Selkirk, er réttnefndur fólksins maður. Hann er bóndi og vel þektur um alt kjördæmið. Hann var fæddur í St. Andrews, Man., og er af skozkum foreldrum komin. Hann er hálf-fimtugur; enn á bezta aldri og í fullu fjöri og er honum treystandi til þess að leggja fram béztu krafta í þarfir landsins. Hann er einn af atkvæða- mestu bændum síns héraðs og hefir jafnan tekið stóran. þátt' í öllum velf erð armálum. Bróðir hans og tveir nánir frænd- ur eru í stríðinu. Hann fylgir öfl- uglega J)eiiTÍ stefnu, að þát-taka þjóðarinnar í stríðinu haldist með fuilum krafti. Hann er sterkur fylgjandi Unionstjórnarinnar. Sigur hans virðist vfs við kosn- ingarnar, því í seinni tíð hefir hon- um aukist fylgi fólksins um allan helming. Hann skuldbindur sig að fylgja fastri stefnu og mega kjósendur því bera traust til hans. Hann or ekki eitt í dag og annað á morg- un eins og mótsækjandi hans. Stefna Unionstjórnarinnar er hans stefna — að hermönnunum sendist liðstyrkur og hjálp og vel sé séð fyrir .skyldmennum þeirra hér heima fyrir. Til þess sé viðhöfð öll sú auðlegð er landið á í skauti sínu. Ef Selkrirk búar samþykkja nú aðra stefnu en þessa, hafa þeir sett þann blett á kjördæmi sitt, sem seint verður af máður. Thomas Hay biður um atkvæði yðar. Honum má teysta. Greiðið atkvæði með honum. R. S. WARD. FUNDUR veríiur haldinn í GOOD TEMPLAR HALL Föstndagskv. 14.! Des. klukkan 8 I ÞÁGU R. S.WARD Verkamanna þingmannsefni MID - WINNIPEG H. J. Leó, þingmannsefnið og áðrir ræðumenn tala þar. Komið og heyrið talað um mál, sem nú eru á dagskrá Umboðsmenn Hkr. I Canada: Árborg og Ames: F. Finnbogason...............Hnausa Magnús Tait.............. Antler Páll Anderson______Cypress River j Sigtryggur Sigvaldason __ Baldur Lárus F. Beck _________ Beckville Hjálmar O. Loptsson.... Bredenbury Bifríist: F. Finnbogason...............Hnausa Thorst. J. Gíslason..........Brown Jónas J. Hunfjörd..._.Burnt Lake Oskar Olson ........ Churchbridge St. Ó. Eiríksson ..... Dog Creek J. T. Friðriksson ___________ Dafoe O. O. Johannson, Elfros, Sask John Janusson ......... Foam Lake Framnes: F. Finnbogason...............Hnausa B. Thordarson..............._... Gimli G. J. Oleson_______________Glenboro Geysi: F. Finnbogason..............Hnausa Jóhann K. Johnson_____________Hecla Jón Jóhannsson ....... Holar, Sask. F. Finnbogason........... Hnausa Husawick: Sig. Sigurðson ..... Wpg. Beach Andrés J. J. Skagfeld _ Hove S. Thorwaldson, Riverton, Man. Árni Jónsson_____________ Isafold Jónas J. Húnfjörð.......Innisfail Jónas Samson...............Kristnes J. T. Friðriksson ________ Kandahar Ó. Thorleifsson _______ Langruth Bjarni Thordarson, Leslie óskar Olson _______________ Lögberg P. Bjarnason _____________ Lillesve Guðm. Guðmundsson----------Lundar Pétur Bjarnason --------Markland E. Guðmundsson_________Mary Hill John S. Laxdal_____________Mozart Jónas J. Húnfjörð-------Markerville Paul Kernested______________Narrows Gunnlaugur Helgason___________Nes Andrés J. Skagfeld....Oak Point St. . Eirfksson...-....Oak View Pétur Bjarnason --------------Otto Jónas J. Húnfjörð ...._..Red Deer Ingim. Erlendsson..... Reykjavík Gunnl. Sölvason............Selkirk Skálholt: G. J. Oleson,..............Glenboro Paul Ivernested________ Siglunes Hallur Hallsson _______ Silver Bay A. Johnson .............. Sinclair Andrés J. Skagfeld .. .. Stony Hill Halldór Egilson .... Swan River Snorri Jónsson ......... Tantallon Jón Sigurðsson................Vidir Pétur Bjarnason.........Vestfold Ben. B. Bjarnason......Vancouvei Thórarinn Stefónsson, Winnipegosis ólafur Thorleifsson_____Wild Oak Sig. Sigurðsson__Winnipeg Beach Paul Bjarnason--------------Wynyard I Bandaríkjunum: Jóhann Jóhannsson___________Akra Thorgils Asmundsson _____ Blaine Sigurður Johnson..........Bantry Jóhann Jóhannsson _____ Cavalier S. M. Breiðfjörð.......Edinburg S. M. Breiðfjðrð ......_.. Garðar Elís Austmann.........._...Grafton Árni Magnússon...........Hallson Jóhann Jóhannsson .......Hense) G. A. Dalmann __________ Ivanhof Gunnar Kristjánsson.......Milton Col. Paul Johnson.......Mountain G. A. Dalmann ........ Minneota G. Karvelsson ...... Pt. Roberte Einar H. Johnson...Spanish Fork Jón Jónsson, bóksali ..... Svold Sigurður Johnáon_________Uphaon ^ i i L Mórauða Músin Þessi saga er bráðum upp- gengin og ættu þeir, sem vilja eignast bókina, að senda oss pöntun sína sem fyrst. Kost- ar 50 cent. Send póstfrítt. i I * “ Nefið StíflaðafKvefi eða Catarrh? REYNIÐ ÞETTA! Sendu effir Breath-o-Tol In- lialer, minsta og einfaldasta áhaldi, sem búið er til. Set+u eitt lyfblandað hylki, — lagt til með áhalainu — í hvern bollana, ýttu svo bollanum upp f nasir þér og andfærin opnast alveg upp, höfuðið frískast og þú andar frjálst og reglulega. Þú losast við ræskingar og nefstiflu, nasa hor, höfuð- verk, þurk—cngin andköf á næturnar, þvi Breath-o-Tol tollir dag og nótt og dettur ekki burtu. Innhaier og 50 lyfblönduð hulstur send póstfrítt fyrir $1.50. — 10 daga reynsla: pen- ingum skilað aftur, ef þér er- uð ekki ánægðir. Bæklingur 502 ÓKETPIS Fljót afgreiðsla ábyrgst. Alvin Sales Co. P. O. Box 52—Dept. 502 WINNIPEO, MAN. Búið tU a! BREATHOTOL CO’T Suite 502, 1309 Arch Street, Philadelphia, Pa. Greiðið atkvœði með Union Stjórn Vegna þess að einungis við sameiningu alls fólksins í Canada, sem Unionstjórnin er fulltrúastjórn fyrir, fær Canada haldið áfram í áttina til Sigurs í stríði þessu. Yegna þess að Unionstjórnin er mynduð af leiðandi mönnum beggja stjórnmála- flokkanna, leiðandi Iiberölum og leiðandi conservatívum, sem leggja til síðu alla fyrverandi flokkapólitík og öll gömul ágreiningsmál flokkanna til þess að geta unnið í sameiningu að mikilvægustu og þýðingarmestu stefnu Canada—sigurstefnu í stríðinu. Yegna þess að stríðið er í dag það eina, sem takandi er til greina. Ef vér bíðum ósigur í stríðinu, má oss standa á sama um alt annað. Að hvaða not- um myndi bújörð yðar koma, ef Þjóðverjar sigruðu, kæmu og tækju af yður öll ráðin. Þetta gerðu þeir í Belgíu, þetta gerðu þeir á Frakk- landi, þetta gerðu þeir á Póllandi og í Rúmaníu. Þeir munu gera þetta sama hér í Canada, ef vér hættum að berjast og leyfum þeim að sigra. \ Vegna þess að atkvæði með Unionstjórn, er atkvæði með hjálp til hermanna vorra, sem eru hold af voru holdi og blóð af voru blóði Atkvæði á móti Unionstjórninni er atkvæði á móti hermönnum vorum. Þér getið ekki nietað þessu. Vegna þess —. ■' ■■■■■■'■■■ ' 9 » að atkvæði á móti Unionstjórninni er atkvæði að hætta við stríðið. Getið þér efast um þetta? Takið þá eftir! Það er gott og blessað að segja, að Laurier sé þegnhollur og vilji hans sé að halda stríðinu áfram, en gallinn á gjöf Njarðar er fólkið, sem á bak við hann stendur. Hann getur ekki hlotið endurkosningu nema með öflugu fylgi Quebec- fylkis sér að baki. En Quebec leyfir honum ekki að halda áfram stríðinu, og Quebec situr við stjórnarvölinn í hverri þeirri stjórn, sem Laurier getur myndað. Atkvæði á móti Unionstjóm er atkvæði með Quebec. Vcgna þess að Herskyldulögin eru eina úrræðið og réttlát aðferð til þess að safna því liði, sem til þarf til þess að fylla í skörð herfylkinga vorra. Her- skyldulögunum verður samvizkusamlega og hlutdrægnislaust beitt. Enginn bóndi verður tekinn í herinn, sem þörf er á hér heima fyrir. Hermálaráðherrann, forseti leyndarráðsins, landbúnaðarráðherrann og forsætisráðherrann sjálfur hafa allir skuldbundið sig með loforðum hvað þetta snertir. Og áfríunardómarinn, Duff dómari, hefir gefið þann úrskurð, að bændum, sem þörf sé fyrir á landinu og við fram- leiðslu, beri öllum að fá undanþágu frá herþjónustu. Vcgna þcss að þér hafið trú á Canada, á Canadamönnum og á hermönnum vorum. Heiður vor, heiður yðar, heiður Canada og hvers Canadamanns er í húfi. Vegna þcss að ef Canada er þess virði að vera heimaland vort, þá er það þess virði að fyrir það sé barist. Ef leiðandi liberalar, menn eins og Carvel, Rowell, Jim Calder, T. A. Crerar, W. S. Fielding og Michael Clark, geta lagt til hliðar öll ágreiningsmál flokkanna þangað til stríðið er unnið, þá getið þér vissulega gert það sama. I voru eigin fylki at- hugið þá T. C. Norris og “Tómas” Johnson, Dr. Thornton, Dr. Arm- strong og Dr. Brandson, Edward Brown og Isaac Cambell, alt sterkir liberalar, nú fastákveðnir með Unionstjórn. Þeir hafa ekki fórnað neinu af frjálslyndi sínu. Þegar sigur er fenginn í stríðinu munu þeir hverfa til flokksmálanna aftur, sem vér erum allir vissir að gera, og verða þeir þá alveg sömu liberalar og þeir voru áður. Veriðtrúir yður sjálfum. Hugsið sjálfir Greiðið atkvœði með Uuion Stjórn. Greiðið atkvæði með sigri. Aðstoðið drengina, er vér sendum til Frakklands

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.