Heimskringla - 20.12.1917, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 20. DES. 1917
HEIMSKRINGLA
3. BLAÐSIÐA
argarðinum, «n ekki vlta mpnn
með neinni vissu hve nœr.
Heródes mikli skreytti bœinn
öðrum stórhýsum og lét reisa leik-
hús og ieikfimishús. Hann gerði
garðinn umihverfis musterið helm-
ingi stærri en áður. Lítill vafi get-
ur á því leikið, að mikill hluti
garð'sins mikla utan um Haram-
svæðið, er frá tímum Heródesar.
Að líkindum lætur að Davíðsturn-
inn, sem enn bá stendur í grend
við Jaffa-hliðið, hvíli á sama grunni
eins og einn af turnunum, sem
tengdir voru við höll hans.
Arkelaus var eftinnaður Heró-
desar, en hafði völd miklu minni.
öll stjórnarvöld f Jerúsalem voru
í rauninni í höndum rómverska
landstjórans. Á embættistíð eins
Jjeirra, Pontíusar Pílatusar, var
Jesús Kristur dæmdur til dauða og
krossfestur utan við borgina. Stað-
irnir Iþar sem hann var krosSfestur
og grafinn, eru ekki kunnir með
nokkurri vissu.
Heródes Agrippa, isem inæst voru
fengin konungsvöld í hendur, lét
reisa þriðja eða yzta varnargarðinn
að norðanverðu við bæinn, til þess
að umgirða og verja þau stórhýsi,
er smám saman höfðu verið reist
utan gömlu víggirðinganna.
Nákvæma stefnu þessarrar þriðju
víggirðingar þekkja menn ekki. En
að likindum hefir 'hún verið nokk-
urn veginn sú sama og víggirðing-
arnar, sem nú standa norðan við
borgina.
Sumir höfundar hafa haldið þvf
fram, að þær hafi náð töluvert
lengra norður, en þess eru engar
sannanir, og engar leifar hafa enn
fundist, því áliti til stuðnings.
Yfggirðingar Heródesar Agrippa
áttu að verða hinar stórfcngleg-
ustu. En Bómiverjar komu í veg
fyrir, að haldið væri áfram með
þær. Fyrir þvi voru þær eigi full-
gerðar um það leyti, er Títus hers-
höfðingi hóf umisátur sitt.
Jerúsalem unnin af Rómverjum.
Ritverk Jósephusar gefa all-
glögga hugmynd um víggirðiingár
og etórhýsi f Jerúsalem á umsáturs-
tfmanum. Þekking hans var hin
nákvæma þekking sjónarvottsins
og hefir sökum þess mikið sögulegt
gildi.
Hann skýrir greinilega frá þvf,
hvernig Títus, sem hóf árás sína á
borgina að norðanverðu, náði á
vald sitt þriðju eða yztu víggirð-
ingunni, því næst annarri víggirð-
ingunni, og loks víginu Antónía,
musterinu og hinum ofra hluta
borgarinnar.
Þegar er Títus hafði náð muster-
inu, skipaði hann að rífa það nið-
ur til gruinna og jafna víggirðing-
arnar jörðu Hina þrjá miklu
turna í samlbandi við höll Heíó-
desar lét hann fá að standa. Það
er ekki með öllu kunnugt, hvoit
skip%n þessarri hafi verið fullnægt
að öllu leyti.
Líkindi eru til, að ytri veggir
musterisgirðingarinnar hafi að
nokkuru leyti fengið að standa og
varnimar vestanvert og suninanvert
við borgina ihafi ekki verið ger-
eyddar.
Þegar er Títus og herlið hans
hvarf frá Jerúsalem, var 10. legíónin
skilin eftir sem varanleg rómversk
varðliðsdeild. Yíggirtar herbúðir
voru reistar á vesturhæðinni, henni
til afnota. Pásagnir höfum vér eng-
ar um stærð herbúða þessarra eða
nákvæma lýsingu. En þegar menn
gera sér grein legunnar, og samainr
burður er ger við aðrar rómverskar
herbúðir í ýmsum ihlutum Norður-
álfu, verður það líklegt, að þær
hafi náð yfir 50 ekrur. Hafa þær þá
verið breiddar yfir þann hluta borg-
arinnar, sem nú er Lygður af Arm-
eníumönnum.
Að norðanverðu hafa þær náð
upp að gömlu eða fyrstu virkis-
görðunum, að vestanverðu legið
upp að þeim líka. Að sunnanverðu
hefir verið vamargarður á Jíkum
stað og suðurvirkisgarðurinn nú
er, þar sem hann liggur fram hjá
Zfon-ihliði. Að austanveðu við her-
búðirnar hefir verið skurður, sem
legið hefir norður og suður jafn-
hliða strætinu, sem um er farið og
nefnist Davíðsstræti.
í sextíu ár var rómverska varðlið-
ið Játið gæta borgarininar, án þess
að hróflað væri við. En árið 132
gorðu Gyðingar uppreist undir for-
ystu Barkokba og náðu Jerúsalem
á sitt vald. Eftir harða baráttu var
uppreist jæssi bæld niður af róm-
verska foringjanum Júlíusi Sever-
us. Hann náði Jerúsalem aftur úr
höndum Gyðinga og aftur var
borginni eytt með hinni mestu
grimd.
Eftir frásögnum sumra ihöifunda
var þessi eyðing borgarinnar enn
verri hinni fyrri, eftir umsátur Tít-
usar.
Kring um 130 skipaði Hadríanus
keisari að endurreisa Jerúsalem og
gera hana að rómverskri nýlendu.
Þessi nýreista bog var nofnd Aelia
Capitolina. Stærð borgarinnar eins
og hún var nú, vita menn ekki ná-
kvæmlega. En líklegt er, að hún
liafi náð alla. leið að norður virkis-
garði Jerúsalem-iborgar og yfir norð-
urhluta vesturhæðarinnar.
Muisteri, er helgað var Júpíter
Capitolinus, var reist á grunni
inusterisins gamla. önnur stórhýsi
voru reist, sem mefnd voru: Leik-
húsið, Demosia, Tetranymphon,
Dodekapylon og Codra.
Gyðingum var harðbannað að
búa í borginni, en kristnum mönn-
um var veittur frjáls aðgangur
þangað. Saga Jerúsalem-borgar um
tímabilið frá því að hún var end-
urskfrð Aelia af Hadrianusi keis-
ara og þangað til á dögum Kon-
stantfnusar mikla 306, er mjög á
lmldu.
En engar markverðar breytingar
hafa gerðar verið að því er stærð
borgarinnar snertir 'né vfggirðing-
ar. Hélt hún áfram að vera róm-
versk nýlenda.
Árið 326, eftir að Konstantínus
hafði tekið kristni, lét hann skipan j
út ganga til Macariuss biskups, að!
finna aftur staðinn, þar sem Jesús
Kristur var krosSfestur, og gröfina,!
sem líkami hans var lagður í.
Eftir að menn þóttust hafa fund- j
ið þessa helgu staði, skipaði Kon-
stantínus að reisa tvær skrautleg- j
ar kirkjur, aðra yfir gröfimni, hinaj
y.fir þeim istað, er álitið var að'
krossfestingin hefði farið fram á.
Sú kirkja hinnar helgu grafar,
sem nú er, stendur á sama grunni
og önnur þessi kirkja, sem Kon-
stantinus lét reisa. En 'hin önnur
kirkja, sem nefndist Basilica kross-
ins, pr horfin með öllu.
stórhýsum borgarinnar niður til
grunna, og hjó niður mijtinn fjölda
af fbúum borgarinnar.
Kirkjur hinnar helgu grafar voru
stórskemdar. En síðar voru þær
skemdir mjög bættar af Modestus
munki, sem hélgaði því ætlunar-
verki krafta sína.
Eftir 'harða baráttu voru Persar
sigraðir af Heracliusi keisara. Hann
hélt sigunfarar innreið í Jerúsalom
árið 629, og hafði með sér krossinn
helga, sem verið hafði á brottu
numið af Kosrós.
Jerúsalem undir Tyrkjum.
Um þetta leyti voru trúarbrögð
Múhameðs að breiðast út um
Ausburlönd. Árið 637 hélt Ómar
kalífi herliði sfnu til Jerúsalem, og
gafst borgin upp eftir fjögurra
mánaða umsátur.
ómar kalffi hegðaði sér með
mestu varúð. Hann hélt hermönn-
um sfnum í aga, og kom í veg fyrir,
að iþeir hefði rán og gripdeildir i
frammi. Kristna menn lét hann
halda kirkjum sfnum í friði. Mú-
hameðsmusteri úr timbri var reist
nálægt þvf sem musterið stóð. En
f stað þess kom sfðar Aksa muster-
ið, sem emfrinn Abd-el Malek reisti.
Hann reisti líka Klett-musterið
svonefnda 688, sem nú er kallað
Ómars-musteri.
Múhameðstrúarmienn höifðu Jerú-
salem á valdi síinu til 1099. í»á var
borgin tekin af krossförunum und-
ir forystu Gottfreds frá Boulllon.
Varð hún þá höfuðborg latnesks
konungsrfkis, sem toent var við
Jerúsalem. En árið 1187 unnu
Tyrkir borgina aftur u-ndir forystu
Saladins. Hann lét enn endurreisa
vfggirðingarnar.
íiíðan, hefir borgin verið á valdi
Múhameðstrúarmanna, nema tvö
stutt tfmabil, annað írá 1229—1239
og hitt frá 1243—1244. Egipzku sol-
dánarnir réðu þar lögum og lofum
þangað til 1517, þegar Tyrkir, undir
forystu Selim I, náðu Sýrlandi á
vald sitt.
Bftinnaður Sellms, Suleimann
✓
hinn mikli, lét á ný endurreisa víg-
girðingarnar, sem sfðan hafa orðið
fyrir mjög litlum brcytingum.
Jerúsalem og Evdokia keisarafrá.
Næsta merkistímabil í húsagerð
Jerúsalem-borgar f stórum stíl var
kring um 460, þegar Evdokia keis-
arafrú sótti Gyðingaland heim og
eyddi miklum ifjárupphæðum til
þoss að endurbæta borgina.
Samkvæmt skipunum hennar vora
víggirðingarnar endurreistar og
virðist stefna þeirra þá liafa verið
látin vera svo sunnarlega, að þær
hafi innilukt Sflóam-laug. Kirkja
var reist yfir lauginni, líklega um
sarria leyti, sem lá í rústum margar
aldir. En þær rústir fundust með
vissu, er F. J. Bliss hafði útgröft
borgarinnar með höndum.
Kcksaraiin.nan lét ilíka reisa mikla
kirkju til heiðurs Stefáni píslar-
votti fyrir norðan Damaskus-hliðið.
Þar er álitið að þún muni vera
grafin. Kirkjugrunnur þessi fanst
1874 og síðan hefir kirkjan verið
endurreist.
Á sjöttu öld lét Justiifianus keis-
ari reisa stórskrautlega höfuðkirkju
í Jerúsalem, til heiðurs Maríu mey. i
Lét hann einnig reisa tvö sjúkra-
hæli í sambandi við hana, annað j
til að veita pílagrímum viðtöku, |
hitt til aö taka við blásnauðumj
sjúklingum, sem anmars staðar i
fengu ekki athvarf.
Lýsing, sem til er eftir Procopius,
gefur ekki greinilega bendingu um,
hvar kirkja þessi hafi verið. Álitið j
er, að hún hafi staðið á Haram-
svæðinu nærri musterinu el Aksa,
en Hklegra er, að hún hafi staðið á
Zíon-hæðinni, inærri þeim stað, sem
gamlar frásagnir segja að freksarinn
hafi haldið hina síðustu kveldmál-
tíð með lærisveinum sínum, þar
sem stórhýsi Múhameðstrúar-j
roanna stendur, sem þeir nefna
gröf Davfðs.
Árið 614 tók Kosrós II. Persa-1
konungur Jerúsaiem, reif mörg af
Kolalögin eru þar báðum mogin 1
gili nokkrú og voru fyrst um 20 tals-
ins. Nú hefir verið grafið um 9
metra inn. Lögin hafa runnið sam-
an og nú eru þau að eins 12. Efsta
lagið er þyikkast, og er það 34 cm.
Þyktin fiá efsta lagi til nieðsta lags
er um 2—2Vi metri, og Hkur eru til
þess að öll lögin renni saman í eitt.
Náina þessi er uppi f fjalli, um mílu
vegar frá sjó. Niðurundan er ágæt
höfn og bryggja. Var það áður síld-
arstöð, en hefir nú lagst niður. Jón
Arnesen, konisúll Svía á Eskifirði,
hefir fengið námuna til umráða.
Hefir hann látið vinna ]>ar dálítið
seinni part sumars, mestmegnis að
því að ryðja frá námumynminu og
leggja veg þaöan fram á hjalla, þar
sem kolunum verður safnað saman
þangað til snjóar koma og ’hægt
verður að renna kolunum á sleðum
niður að höfnimmi. Nú er verið að
reisa þar hús handa 25—30 manns,
sem eiga að vinna í námunni í all
an vetur, ef nægilegt sprengiefni
fæst. — Efnarannsóknarstofan hef-
ir reynt 'þessi kol. Eru þau fult eins
góö og Tjörneskolin og talsvert
dekkri á lit. Þau flísa sig fremur
vel frá leirlögumum og þess vegna
er auðvelt að vinna þau. Ef nokk-
uð væri unnið þarna að ráði, ættu
næstu firðir að vera birgir að koí-
um.”
Engin verð=
hækkun á 3
S T A K A .
Ástarguðinn út í hött
alla saman bindur;
hann tengir saman tófu og kött,
því, tetrið, hann er blindur.
— ISunn.
Þörf þjóðarinnar.
Á þessum síðari tímum þjóð-
anpa er meiri þörf en nokkru sinni
áður fyrir heilsugóða menn og
konur. Ef vesöld og veikindi fá
að dafna hjá einhverri þjóð, er sú
þjóð töpuð. Góð heilsa er grund
völlur lífsins, og aðal skilyrðið er
hraustur magi. Til þess að forð-
ast veikindi, þarf að halda magan-
j Þegar allir hlutir hafa
OVlllH stigið svo mjög í verÖi,
Cll Uill síöan stríðið hófst, þá hlýtur
það aö vera áneegjuefni fyrir
þá, sem meta gott kaffi, að vita, að engin
verðhækkun hefir att ser stað a Red Rose kaffi
á þremur árum, — og aukin sala a Red Rose
kaffi á þeim tíma sýnir, að verðið er metið.
Fólk alstaðar virðist nú brúka meira kaffi
en áður. — Red Rose Te er drjúgt vegna yfir-
burða í gæðum, — en Red Rose Kaffi er bæði
gott og billegt—hvorttveggja kostir, sem meta
má, nú á þessum stríðstímum.
Red Rose Coffee
um hreinum. Triners’ American
Elixir of Bitter Wine er bezta með-
alið til þess að hreinsa þarmana
og styrkja þá. Allir þínir maga-
kvillar, svo sem harðlífi, melting-
arleysi, höfuðverkur, svefnleysi,
taugaslekkja o.s.frv., munu bráð-
lega hverfa. Fæst í lyfja búðum.
Kostar $1.50. — Kvalir gigtarinh-
ar, bakverksins o.s.frv., eitra líf
margra. En það er til bót við
þessum kvillum, nfl. Triners’ Lini-
ment, sem er einnig ágætt við
tognun, bólgu, þreyttum fóta-
taugum o.sfrv. Kostar 70 cents.
Jos. Triner, Mfg. Chemist, 1333-
1334 S. Ashland Ave., Chicago,
Ills.
Færðu ógleðis-
köst ?
Chamberlain Tablets halda lifr-
inni í gótiu lagi alla tíó og þess
vegna eru þœr svo ugglausar vit5
læknun á magakvillum, melting-
arleysi, gering og öllum öt5rum
kvillum er vanalega eru samfara
ógleöi og uppþemba. Reynit5 þær.
25 cts. askjan hjá lyfsölum, kaup-
mönnum etia met5 pósti.
Chamberlain Medtclne Co.
Toronto.
f CIiamberlaÍD Medicina Co., Toronto
CHAMBERLAINS
.Jtó- -TABuETS
4Pi$>
BEST’
er skynsamleg brúkun á
öllum fæðuefnum og öðr-
um nauðsynjum
Verið sparsöm. í alla bökun notið
PURITV FLOUR
%
, More Bread and Better Bread
Kolin á Austfjörðum.
(Eftir “Lögréttu”)
Hr. Gísli Guðinundsson, íorstöðu-
maður efnarannsóknarstofunnar f
Reykjavík, rpjmnsakaði í sumar
kolanámurnar á Austfjörðuin fyrir
landsstjórnina, og hefir skýrt frá
ferð sinni á þessa leið.
“Skálanesbjarg er að sunnan-
verðu við Seyðisfjarðarmynni. Að-
staða er þar ill frá sjó nema í lá-
deyðu og aðstaða á landi vond —
einstigi. Kolalagið er neðarlega i
bjarginu og hengiflug fyrir ofan.
Fyrst í stað er það liðlega 20 em. á
þykt og útílötur þess 3.5 metrar á
lengd. Þegar sprengt hefir verið
inn um rúmelga 4 metra, hvarf
þetta lag alveg. En nokkru innar
kotnu 3 lög önniur, mjög þunn.
Þyknuðu þau á íyrstu metrunum,
en þegar innar dró þyntust þau
aftur og tvö þeirra hurfu alveg.
Lagið, sem eftir var, var um 12 cm.
þykt O'g rúmlega 1 metri á lengd.
Hér og hvar í stálinu voru kola-
eitlar, sem víðaist hurfu, þegar far-
ið var að grafa inn. Grafit mimk-
aði þegar inn í bjargið kom og kol-
i'ni urðu óblandin og líta út eins og
beztu steinkol. Þegar við skildum
]>ar við, ætlaði Stefán Th. Jónsson
konsúll á Seyðisfirði að láta
sprengja lengra inn og var skilið
þar nokkuð eftir af sprengiefni til
þess.
Þaðan fór eg inm í Hánefstaðadal,
sem er innar í Seyðiisfirði, til þess
að skoða brúnkolalög þar i daln-
um. Lögin eru næfurþunn og Htið
útlit fyrir að mikið sé þar af kol-
um. — Þaðan hélt eg tll Norð-
fjarðar, og skoðaði kolin í Norð
fjarðarhorni, sem er utanvert við
Barðsmes. Kolalögin eru þar i
þursabergi og þess vegna ilt aö
sprengja göng til þess aö elta þau,
Aöallagiö er þar 17 em. þykt og út-
flötur þess er 1% met'ra á lengd.
Hér og hvar eru kolaeitlur í bjarg
inu, líkt og í Skálanesbjargi hjá
Seyðisfirði. Kolin eru kolsvört og
gljáandi og óvíða sáust trévíindi í
þeim. Aöstaðan frá sjó og landi
mjög aðgengileg og væri vert að at-
huga þetta kolakensli nénar.
Nú 'hélt eg til Eskifjarðar, og
skoðaði brúnkolanámu, sem er
innarlega í Hólmatindi, úpp und-
an Eskifjarðarseli. Kolin eru uppi
í hátindi, gljúfur ( fyrir ofan og
sjkriða fyrir neðan. Þar er mjög ilt
aðstöðu og óhugsamdi að vinna
námuna nema bergið væri rutt og
sprengd göng inn undir. Koliú eru
að útliti mjög lík Tjömeskolumun.
—Þaðan fór eg til Reyðarfjarðar og
skoífaði brúnkolanámu, sem er í
miðjum Reyðarfirði sumnanverð-
um, í svokölluðum Jökulbotnum.
HÁTÍÐAGLEÐIN FER NÚ I HÖND
ÁRLEGA UM ÞETTA LEYTI HÖFUM VÉR SÉRSTÖK KJARAKAUP OG GÓÐA
SKILMÁLA. VÉR ÞÖKKUM UNDANFARIN VIÐSKIFTI OG ÆSKJUM NÝRRA.
KOMIÐ OG SKOÐIÐ VÖRURNAR. SUMAR VÖRUR SELDUST SVO FUÓTT
I FYRRA, AÐ ÝMSIR URÐU FYRIR VONBRIGÐUM.—VEUIÐ ÞÁ MUNI SEM
YÐÚR VANTAR STRAX,0G VÉR GEYMUM ÞÁ TIL JÓLA EF ÞÉR VIUIÐ.
BANFIEID S SPECIAL
KODAV — Hið eina Dav-
enport, sem er eins þægi-
legt og rúm að sofa í. Úr
góðri eik, “fumed” áferð,
yfirfórðað með Crafts-
man, sem er fyllilega á-
byrgst. Banfield’s verð
innibindur góða dfmu.
$69.75
BRDÐU KERRA—Bygð úr við
með Leatherotte hettu og rubber
utan um hjódiu. e? (\r>
Jóla verð ..........
BARNA RUGGUSTÓLAR—
úr harðvið, ljóst eikarmál.
Sérstakt verð ..... $1.25
STERKUR BARNSSTÓLL—
úr harðvið, upphleypt skraut-
þek. Sérst. verli .. $1.95
RUGGUSTÓLL BARNS úr
“fumed” eik. Sérst...$3.50
HAR BARNSSTÓLL, úr eik
með hyllu að framan .. $1.55
HAR BARNSSTÓLL, gerður
úr harðvið, útskorið bak $2.50
KIDDIE CARS—Kjörkaups
verð .... $1.76, $2125 og $2.75
SHOOFLY RUGGU HEST-
ar, fallegam álaðir, stórirtí—
Sérstakt verð ...... $1.50
SHOOFLY RUGGU HEST
ar, stórir, fallega málaðir, með
yfirklætt sæti. Sérst.1.76
CROKINOLE BORÐ, 25
að eins, með öllu tilheyrandi.
Séstakt verð ...... $1.65
STOFU SETT—3 stykki, úr
nmhogany, fallega pólerað og
klætt yfir sæti og bök með
besta EngHah Tapestry klæði.
Sérstakur C C (\A
Jólaprís .....
Leikföng:
150 að eins Kindergarten sett, innibindur eitt
borð 15x19 þuml. og tvo stóla, málað rautt.
Kjörkaups verð ....................... $1.95
150 að eins Barna sett, kringlótt borð 15x22, og
tveir stólar, málað rautt. Sérst. verð.... $2.15
100 að eins Barna sett, kringlótt borð 18x26 þml.
og tveir stólar, málað rautt eða eikar málað;
þetta sett er mjög sterkt. Sérstakt verð $2.50
Brúðu Rúm:
25 að eins hvítmáluð Brúðurúm, með dínu og
koddum. Kjörkaups verð ......... $2.10
10 að eins Brúðurinm úr “fumed” elk, með dínu
og koddum. Kjörkaupsverð ....... $3.00
10 að eins Mahogany Brúðurúm, með dínu og
koddum. Kjörkaupsverð........... $3.00
t Buðin opin til jóla frá kl. 8 f. h. til kl. 10 e.h. . ) — Garry 1580
'Z&Z A/A/fs/ ST