Heimskringla - 20.12.1917, Blaðsíða 1

Heimskringla - 20.12.1917, Blaðsíða 1
Royal Optícal Co. Elzta Opticiam l Wtnuipcg. Vii héfuxn reyn&t vinum þlnum vel, — gefðu okkur Uekifært tll aC regu• aat þér vel. StofuseU 1905. W. R. l'owler, OpL XXXII. AR. WINNIPEG, MANITOBA, 20. DESEMBER 1917 NOMER 13 UNION STJORNIN VINNUR FRÆQAN Styrjöldin Frá Frakklandi. £n.gir »tór viðburðir gerðust á vestur-vígstöðvunum síðustu viku. ijmá orustur áttu sér stað hér og þar, sem l»ó ekki virðast hafa borið mikinn árangur fyrir hvoruga hlið- ina. í lok vikunnar gerðu Þjóðverj- ar tvö áhlaup fyrir norðan Ohemin Des Darnies, en Frakkar vörðust knálega að vanda og urðu óvinirn- ir þvf frá að hrökkva við svo búið. Fyrir austans Bullecourt gerðu her- sveitir Breta áihlaup um miðja vik- una og fengu hrakið Þjóðverja Mb ið eitt þar á allstóru svseði Þýzku blöðin eru himin lifandi «f fögnuði yfir væntanlegum friði við Rússa og segja, að úr þessu ætti Jiess ekki lengi þurfa að biða, að Hindenburg hinm mikli fái koilvarpað bandajijóðunum á vest- ursvæðunum. “Stund réttlætisins «r í nánd,” segir eitt blaðið, “og áður langt líður munu Þjóðverjar vinna sér með vopnum fult jafn- <ræð við Breta um heim allan.” En mestri furðu gegnir það, að Þjóðverjar skuli nú gera sig á- mægða með væntanlegt “jafnræði” og ifæstum mun dyljast að nú sé komið anniað hljóð í strokkinn en áður var. Frá Italíu. Norðanvert á ítalíu hefir gengið við þetta sama. Þjóðverjar og Austurrikismenn sækja uppihalds- laust á vígi ítala í fjölJunum, en vinst lítið á. “Caprille” fjaliavígin fengu þeir þó tekið á sitt vald eftir langa sókn og stranga, en ógurlegt mannfall varð í liði þeirra við þetta tækifæri. Á miilli Brenta og Piave ánna hefir verið barist af harðfengi miklu á báðar hliðar og hér og þar hafa óvinirnir getað unnið smá- sigra. Herdeildirniar ensku og frönsku, sem sendar voru ítölum til hjálpar eru nú teknar að berjast með þeim og hafa stónbyssur þær og annar útbúnaður er þær fluttu með ser, þegar komið að góðu liði. Frá Rússum. Mörgum skipum sökt. Á mánudaginn fréttist, að her- skip Þjóðverja hefðu nýlega sökt 11 skipum í Norðursjó Voru fimm af skipum Iþessum kaupför hlut- lausra þjóða, einnig var sökt einu kaupfari brezku. Tundurskipi var sömuleiðis isökt fyrir Bretum og fjórum smáskipum (mine sweep- ers). Að þýzki sjóflotinn skyldi fá að koma þessu til leiðar, hefir vaidið mikilli óánægju á Englandi og eru blöðin all'harðorð í garð þeirra manna, sem sjóflotastjórnina brezku hafa með höndum. Tvær skotfæraverksmiÖjur Þjóí- verja eyíilagSar. Sprengingar áttu sér stað f tveim- ur skotfæra versksmiðjum á Þýzka- landi síðustu viku og eyðilögðu þær alveg. Fyrri sprengingin átti sér stað í bænum Friederichshaven en þar eru verksmiðjur miklar, sem vinna nótt og dag að framlelðslu skotfæra og annars, er ti.I stríðsinS heyrir. Ein af þessum verksmiðj- um er nú alveg eyðilögð. Ekki er þess getið, 1 hvaða bæ seinni hin sprengingin hafi átt sér stað, en sagt er að hún hafi lagt til rústa ei'.t af stærstu skotfæra verkstæðuin Þjóðverja. -------o------- Boisheviki stjórnin pkipar nú öndvegissess á Rússlandi. Mót- spyrna þeirra Korniloffs og Kale dines virðist algerlega brotin á bak aftur. Um miðja síðustu viku sögðu fréttirnar Korniloff vera særðan og hafa beðið ósigur í or- ustu á milli bæjanna Bielgorod og Sumu. Kaledines, kósakka foring- inn, reyndi að koma honum til hjálpar, en járnbrautarfélögin snerust öndverð á móti lionum og neituðu að flytja lið hans. Síðari fréttir segja svo Kaledines algerlega yfirbugaðan og á valdi Bolshevik- inga. En allar eru -fréttir þessar svo óljósar, að hætt er við að lítið mark sé takandi á sumu, sem þær hafa til brunns að bera. Engum vafa viðist þó bundið, að Bolshevikistjórnin sé enn við æðstu yfirráð á Rússlandi. Áreiðanlega hefir líka stjórn þessi gert samn- inga við Þýzkaland um vopnahlé, og ef til vill algerðan frið. Þarf I því ekki að ganga að því gruflandi að Rússar eru nú úr söigunni sem stríðsþjóð bandamanna megin. Margar fréttirnar eru á iþá leið, að •stefna núverandi stjórnar á Rúss^ landi sé konungsstjóm og ef til vill einveldi — þetta sé Jvað eina stjórn- arfyrirkomulag, sem hæfilegt sé fyr- ir Rússland. En þeir, sem bezt þekkja helztu meðlimi Bolsheviki | stjórnarinnar, taka lftið mark á slfkum tfmuim. -------------- | Reykjavík, 10. okt. 1917. Isfirðingar eru að koma sér upp dráttaihraut á T'orfuniosinu innan vert við eyrina, sem bærinn stend- ur á. Það er félag útgerðarmanna þar í bænum, sem stendur að því fyrirtæki. Vestri segir að unnið hafi verið i kolanámunni f Botni þar vestra stöðugt síðan f byrjun túnasláttar, en að eins hirt það bezta úr kola- lögunum og nú upp teknar um 80 smál. af góðum kolum. Komið er um 20 imetra inn í kolalögin og virðast þau alt af fara batnandi: þekkjast varla frá útlendum kol- um, segir blaðið. í Vestra er sagt frá því, að í fyrra hafi verið -isent til rannsóknar til úLlanda sýnishorn af járnveru, er menn fundu í fjallinu fyrir ofan Flateyri við önundarfjörð. og hafi rannsóknin leitt í ljós, að 40—70% af járni ihafi verið í því, sem sent var. Landeigandi er Kristján Tonfa- son á Sólbakka, og ætlar hann að sögn að láta vinna “námuna” eftii föngum í haust.—Vísir. 5IQUR Sambandskosningarnar eru um garð gengnar og vissulega mega þjóðhollir Canada þegnar gleðjast yfir úrslitum þeirra. Enda eru þetta þær þýðingarmestu sambandskosningar, sem haldnar hafa verið í Canada. Og þjóð þessa lands gekk ekki í neinum skugga um þetta, því aldrei hefir komið í ljós meiri eldmóður né áhugi við neinar und- angengnar kosningar. Þessi þjóðræknisáhugi Canada þjóðarinnar færir hana hærra í áliti allra lýðfrjálsra þjóða og engum vafa er bundið, og kosninga úrslit þessi verða hugljúfar gleðifréttir hermönn- unum í skotgröfunum. Unionstjórnin bar frægan sigur úr býtum. Lauriersmenn urðu undir í öllum fylkjum landsins nema sínu eigin fylki Quebec og Nova Scotia. Hreptu þeir í alt að eins 91 þingsæti (þar af 62 í Quebec) og vafalaust missa þeir mörg af sætum þessum er atkvæði hermann- anna verða talin—því hermönnunum er treystandi til þess að vera eindregnir með Uninonstjórninni. Unionstjórnin hlaut í alt 136 þing- sæti og atkvæði hermannanna bæta að sjálfsögðu mörgum sætum við þessa tölu. Þegar þetta er skrifað, eru fjögur þingsæti enn í vafa og kosningu hefir verið frestað í fjórum stöðum. Þegar næsta blað kem- ur út verða nánari skýrslur komnar um afstöðu flokkanna, og munum vér þá birta þær. Hér í Winnipeg sigruðu öll Union þingmannaefnin með feikilega miklum meiri meiri h!uta. Manitobafylki sýndi ljóslega afstöðu sína í herskyldumál nu með því að gefa Lauriersmönnum að eins eitt þing' sæti — jafnvel J. E. Adamson, þrátt fyrir alla sína miklu mælsku og sín g’.æstu loforð, beið hörmulegasta ósigur fyrir bóndanum, Thomas Hay, og ólíklegt er að hans íslenzku fylgismenn fái nú grátið hann úr helju! I Alberta og Saskatchewan fengu Lauriersmenn ekki eitt emasta sæti og að eins 10 sæti í Ontario (af 82). Voru óíarir Sir Wilfrids Lauriers því miklar við þetta tækifæri og hefir Canadaþjóðin nú fyllilega sýnt það, að hún lætur ekki blekkja sér sýn með efnis- litlu orðaglamri. Frank Gotch látinn. Fnank A. GoJch, gllmukappinn lieiinisfrægi, andaðist J>ann 16. þ.m. að ihoimili sínu í Humbolt, Iowa, í Bandarikjunum. Hann var að ein« rúimlegia fertugur, en liafði átt við töluverðan heiJsulasleika að stríða síðast liðin tvö á. — Frank Gotoh var mosfa heljarmenni að kröftum og afburða glfnxukappi á grísk- rómvenska vfsu. Varð hann giíinu- kappi allrar veraldar, er hann iagði að veJli George Hae.hensohmidt, rússneska tröllið, í Ohicago 1908. Reykjavík, 26. sept. 1917. Tíðin iniá heita fremur góð, þó regn öðru hvoru. Heyskap er nú lokið. Fjallgöngum var frestað um eina viku í ár frá því, sem venja er, en nú er suimarauki. Afli sagður góður á Auistfjörðum um 20. þ.m. Einnig góður afli austan fjalls, og tveir botnvörpungar héðan, som verið ’hafa að veiðum hér úti á fló- anum, hafa aflað vel. Alis er sagt að sildaraflinn eftir sumarið muni vera nál. 90 þús. tunnur. Botn- i vörpungar Islands-fél. kvað h-afa aflað bezt. Tíu af ’botnvörpungunu hér eru nú seldir til Frakklands og búist við að þeir fari héðan einhvem af næstu dögum. Þingið kvað hafa leyft undanþágu frá lögunum frá síðastl. vetri, sem banna isölu á skipurn út úr landinu, og stjórnin veitti hana. Áskilið kvað vera, að andvirðinu verði varið til botn- - vörpungakaupa að stríðinu loknu, og landssjóður fá að láni mikið af. andvirði skipanna. Vilmundur Jónsson kand. med. | og chir., er nú settur héraðslæknir | á Isafirði. Nýlega er látinn séra Kristján Eldjárn Þórarinsson á Tjörn i j Svarfaðardal, á áttræðisaldri, orð- lagður fjörmaður og gleðimaður. — 20. l>tm. andaðist á Eynaibakka Pét- ur GísJason, áður lengi útvegs- bóndi á Ánastöðum hér í Rvfk, faðir GÍ'Sla læknis á Eýrarbakka og | þeirra systkína,1 merkur maður, ttá- aldraður.. SIR ROBERT BORDEN Forsætisráðherra Canada. Það er Sir Robert Borden, núverandi forsætisráðberra j Canada, sem mest allra er að þakka að Unionstjórnin var mynduð. Fyrir þessu barðist hann ötullega í marga mánuði j og lét engar torfærur sér hamla, unz hann kom takmarki sínu j í framkvæmd. Hefir hann með þessu þýðingarmikla starfi j sínu í þarfir þjóðarinnar skráð nafn sitt óafmáanlegum stöfum j í sögu þessa lands. Hans mikla þjóðrækni á þessum alvöru- , tímum verður ætíð í hávegum höfð. Fréttir frá Islandi. Gamda strandferðaiskipinu okkar, “Hólum”, var sökt 11. ágúst með koJafarm á leið frá Sunderland til Khafnar. Einn maður fórst, og var það vélstjórinn. 29. ág. brann bærinn Syðribrekka í Hofstaðaplássi í Skagafirði. Fólk var á engjum og varð engu bjargað. —30. ág. brann bærinn Réttarholt i Akrahreppi í Skagafirði og varð litlu eða engu bjargað. — 8. sept. brann á Víg.hoitsstöðum i Dölum hlaða, fjós, skemmia, eldiviður og um 200 hestar af töðu; tnafði kvikn að í töðugalta við iheyhlöðu af neístafuJgi úr reykiháfi. Vindur stóð af fbúðarhúsinu og náði þvi eldurinn ekki þangað. Úir Fáskrúðsfirði er skrifað 6. sept.: "Hér muna menn varta eins ógæftasaman ágústmánuð eins og hinn síðastliðna. Smáb&tar hafa helzt aldrei á sjó koimist og mótor ar miklu sjaldnar en ella. Aftur á móti hefir heyjatið verið mun betri, full stormasöm en stöðugir þur-kar. Nú bnigðið ttl súnnanáttar og rigninga. Vandræði eru hér, vegna skorts á ýmsum lífsnauðsynjum, t. d. steinolíu. Menn verða að sitja i myrkri Jiangað til olían úr Wille- moeis er komin kring um land, og ekki geta menn heldur huggað sig við vonina um raflýsingu fyrst um sinn, ef satt er að hið háa alþingi hafi “skorið niður” lánbeiðni okk- ar Búðarhreppsbúa til raflýsing- ar.” Dr. Helgi Pétursson, er nýlega kominn heim úr rannsóknarferð um Þjórsárdal. Morgunibl. segir frá því, að 21. sept. liafi rekið í Bolungarvík kol- krabbi með 6 álna lönguin örmum, yfir 20 pnd. haus og 42 pnd. skrokk; alls muni hann hafa verið um 100 pund, en liann rak á land í tvennu lagi, hausin'n laus frá skrokknum. Þess er getið í Þjóðólfi, að ísl. úr- siniður, sem nú dvelur á Þýzka- landi, Sigurður Tómasson að nafni, hafi fengið einkaleyfi á mikilsvarð- andi endur.bót á “cylinder” í úrum. Reykjavík, 3. okt. 1917. í gærkvöld kom á norðaustan- s*ormur, eftir hlýtt og gott veður, og f nótt sem leið kólnaði mjög í veðri. Kuldar og ihríðar hafa verið á Norðurlandi. Dáin er 28. f.m. frá Sigríður Blön- dal, kona Jóns læknis Blöndals f Sfafholtsey, liðlegia fertug að aldri, fredd 7. nóv. 1876, dóttir Björns sál. Lúðvígssonar Blöndals sundkenn- ara og Guðrúnar Sigfúsdóttur, sem enn lifir, en systir Sigfúspr Blöndals bókavarðar. Um sýslumannsemb. í Suður- Mjúlasýslu sækja yfirdómslögmenn- irnir Páll Jónsson, Guðm. Hannes- son og Bogi Brynjólfsson, sýslu- mennirnir Sigurj. Markússon og B. Þ. Johnson, Sig. Lýðsson aðstm. í stjórnarráðinu og M.agnús Gíslason cand. jur. Um 200 tonn kvað hafa verið tek in úr Stálfjallsnámunni í sumar, en mikið verk ihefir verið l>ar í ýmis- konar undirbúningi. Auk yfir- roanna vinna í nálmunni 22 verka- menn, 18 íslendingar og 4 Svíar. ísafjarðar prestakalli þjónar fram til næstu fardaga fyrir séra Magnús Jónsson dócent og á hans ábyrgð Sigurgeir Sigurðsson cand. theol. útibú frá Landsbankanum verð ur Árni Jóhannsson bankaritari forstjóri þess. Það mun nú vera I ákveðið að útiDúið verði á Eski I firði. Lögr. er skrifað frá Englandi: | “Samsæti var dr. Jóni Stefánssyni haldið af Yíkingafélaginu 5. júlí, til J>ess að votta honum virðingu og Jvakklæti fyrir starf hanshér í þágu | norrænna bókmenta og ekki sízt i i tílefni af Svfa og Danasögu hans, sem orðið hefir svo fádæma vinsæl. Bryce lávarður stjórnaði samsæt- inu. Tel eg víst, að samsætisræða Jónís verði foirt í Árbók Víkingafé- lagsins, en eigi veit eg það samt. Jón er vinsæll hér o.g mikils metinn meðal lærðra imanna........’’ — 1 bréfi, sem síðar r skrifað, er þess getið, að ræða J. St. sé nú kom in út bæði í enskum og amerískum blöðum og mun hún síðar birtast í “Óðni.” Reykjavík, 9. okt. 1917. Fram til helgar voru kuldar, en þá gekk í austanveður og hlýnaði. sfðastl. viku var o.fsaveður í Norð- urlandi. Á ólafsfirði rak upp 4 vél- báta og 2 í Dalvík. Tvö skip slitn- uðu upp á Siglufirði og rak upp f Leiru. Bryggjur skemdust þar elnnig. Víða snjóaði norðan lands. —Nú f dag er aftur gott veður, stilt og bjart. Vélbátur hrekst. Kl. 8 sfðastl. laugardagsnrorgun lagði vélbátur- inn “Rán” frá Vestmannteyjum heimleiðis frá Stokkseyri og hafði tekið þar farþega, mest kvenfólk, svo að á bátnum voru alls milli 10 og 20 manns. Á ileiðinni skall á ofsa- veður á austan. Sáu Eyjamenn til bátsins um miðjan dag og sendu 1<vo báta ú; á móti honum, en þeir fundu hann ekki og komust okki til ihafnar fyr en á sunnudag. Var svo botnvörpuskipið “Rán" fengið til að leita bátsins, og fór út héðan á sunnud.kvöld, en kom á mánud. kl. 5 með hann hingað inn á höfn og fólkið, sem á ihonum var, alt ó- skemt. Hafði báturinn hleypt und- an veðrinu og komist vescur fyrir Reykjanes, en þá var olían þrotin. Þó koftns hann inn undir Hafnar- bjarg og lá þar síðan, J>angað til “Rán” hitti hann þar, fullum tveim sólarhringum eftir að hann lagði út frá Stokkseyri, og hafði báts- fólkið ekki fengið mat allan þann tíma. Hárnarksverð hefir nú verið sett á kartöflur, 35 au. á kílóið í smá- sölu og 30 au. ef keypt eru í einu 50 kfló eða meira. Háskólinn var settur í gær. 22 nýir stúdentar innskrifuðust. 8 fóru til Khafnarháskóla með Fálk- anum síðast, og ætla flestir þeirra að nema verkfræði. Dáin er á heilsuhælinu á Vífils- stöðum nýlega dóttir Gísla fsleifs- sonar aðstm. í stjórnarráðinu, A1 viilda Ása, 15 ára göanul. Bæjarfréttir. Páil Reykdal frá Lundar, Man., var hér á ferð um miðja vikuna í verzlunarerindum. Gunnlaugur Sölvason frá Selkirk vair hér á ferð á þriðjudaginn Var hann hres® 1 anda eftir 'kosningarn- ar og kvað .vonandi að fJeiri íslend- ingar myndu fagna yfir þessum úr- slitum. Sigurður Sigurbjörnsson, pósb- meistari við Árnes P.O., var hér á ferð um miðja síðustu viku. Alt gott sagði hann að frétta úr sinu bygðarlagi. Árni Anderson, sem fiskiveiðar stundar við Amaranth, Man., kom til bæjarins í lok síðustu viku og bjóst við að dvelja hér fram yfir kosningarnar. Ásmundur Guðjónsson, sem átt hefir iheima hér í bænum i mörg ár, andaðist á King Edward sjúkra- húsinu J>ann 18. þ.m. Banamein hans var langvarandi inmvortis ’sjúkdómur. Gfsii Jónsson, bóndi frá Big Point bygðinni, kom til borgarinnar á m'ánudaginn og dvaldi hér þangað til á 'miðvikudagskvöld. Hann sagði almenna vellíðan i sinni bygð. Laugardaginn J>ann 8. þ.m. and aðist að heimili sínu á Home str hér í horg, ungfrú Ingibjörg Pét urdóttir, rúmra 52 ára að aldri Hún var fædd á Hrjót í Hjalta staðaþinghá 18. júlí 1865, og voru foreldrar hennar 'hjónin Pétur Þor- steinsson og Sigríður Þorleifsdótt- ir; albræður Ingibjargar eru þeir Þorsteinn prentari í Piney, Mam, og Þorleifur til heimilis norður við Geysir í Nýja Islandi, en hálfbróðir 'hennar er Sigurður Jónsson hér í bænum. Jarðarförim fór fram frá heimilinu, miðvikudaginn J>ann 12. og flutti séra Rögnv. Pétursson húskveðjuna.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.