Heimskringla - 03.01.1918, Blaðsíða 6

Heimskringla - 03.01.1918, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. JANÚAR, 1918 VILTUR \7TTf1 A D * :: Skáldia*a eftir :: V LUAiV * Rex Beach c . . j "Að sjá þig klóra þér.” Kirk -varS nú var viS einkennilega kláða-til- finningu þar sem skógarlimið hafði snert háls hans, og varð þaS nú skiljanlegt, aS hann væri búinn aS klóra sér þarna lengi. "Þú gleSst af aS sjá mig kveljast,” sagSi hann. “Þetta eru ekki kvalir — aS eins kláSi! Viltu heldur, aS eg gráti af sorg?” “HeyrSu annars, ungfrú Chiquita, má eg heim- sækja þig?” Hún starSi á hann öggdofa af undrun. "Hví- líkar þó hugmyndir!” hrópaSi hún. “Vissulega ckki.” “Hvers vegna? ” “Þú skilur ekki. Ungir menn hér haga sér ekki þannig.” “Eg skal þá haga mér alveg eins og þeir—vil feginn alt til vinna til þess aS fá aS sjá þig aftur «g—” ”Eg þekki þig ekki. FaSir minn myndi—” ”Eg skal leita herra Chiquita uppi og láta gera okkur kunnuga.” ViS aS heyra þetta tók hin unga stúlka aS velt- »at um af hlátri. AuSsýnilega virtist henni þetta svo spaugilegt aS orS fengju því ekki lýst. Ómur- ínn af skaerum hlátri hennar barsx um rjóSriS og hlandaSist saman viS niSinn frá fossinum. ”Nei, nei,” sagSi hún aS endingu. “Þetta er ■ómögulegt. Svo er eg nú líka aS taka út refsing. Má engan sjá og ekki stíga fet út fyrir húsdyr nema meS leyfi annara.” Hún stundi viS mæSulega— en var þó brosandi. Aldrei hafSi Kirk augum litiS neina kvenper- sónu aSra jafn gletnisfulla, en þó um leiS jafn fagra og töfrandi. “Jæja, hvaS sem þessu líSur, verSur þú aS fullvissa mig um þaS, aS þú ætlir ekki aS giftast þessum manni,” sagSi hann og var sýnilega tekinn .aS færast í töluverSa geSshráeringu. Hún ypti öxlum þreytulega. “Eg býst viS aS eg megi til. Enginn getur sagt nei til eiIífSar, og þaS eru svo margar ástæSur—” rær ekki nokkurri átt. Þú gengur af vithiu, ef þú lætur tilleiSast aS giftast manni, sem þú tlokar ekki.” “ÞaS nær þá ekki lengra.” “Þú verSur aS sjá þetta, áSur þaS er of seint. Slíkt líf yrSi kveljandi fyrir þig. AnnaS eins og þetta ætti aS bannast meS lögum. LeyfSu mér aS heimsadkja þig og ræSa þetta viS þig frá öllum hliSum. Eg veit alt um giftingar—hefi veriS hand- genginn svo mörgu giftu fólki. "Eg get ekki leyft þér aS heimsækja mig, eins «g þú kemst aS orSi. Hlýt aS hýrast hér tvær vikur enn meS engan nærri mér nema Stephaníu, þernu mína.” Hún leit dapurlega til hans. “Hver dagur er mér nú refsing og minnir mig á syndir mínar — stundum fæ eg þó aS leita aS blómum.” Hann sá ljósiS, sem allra snöggvast bjartnaSi í djúpi augna hennar, og hjartaS hoppaSi í brjósti hans, er hann flýtti sér aS segja: “Á morgun—ertu aS hugsa um aS leita aS þlómum á morgun?” Hann stóS á öndinni á meS- an hann beiS eftir svari En í staS þess aS svara honum rak hún upp hljóS og sneri sér frá honum. Kirk Ieit upp og vildi grenslast eftir hvaS orsakaSi þessa skapbreyt- ingu hennar. Fyrir aftan þau heyrSi hann þá hróp— sem líkara var orgi óargadýrs en mæltu máli—og í eitthvaS tíu skrefa fjarlægS sá hann standa stóra svertingjakonu, kolsvarta á hörund og ófrýnilega. Augu hennar leiftruSu, nasir hennar voru útþand- ar og ásjóna hennar afmynduS af reiSi. Hún var fult eins stór vexti og Kirk og höfuSbúningur henn- ar og annar klæSnaSur gerSi hana bæSi tröllslega «g ægileg ásýndum. “Stephania,” hrópaSi stúlkan. “Þú greSir mig hraadda.” Svertingjakonan skálmaSi aS henni talaSi viS hana nokkur orS á spánversku og var óSamála mjög, sneri sér svo a8 Kirk. “HvaSa erindi átt þú hingaS?” æpti hún meS -ógnandi röddu. Hún hafSi þrýst skjólstæSing sínum aftur fyrir sig og horfSi á hann meS níst- andi augnaráSi. “Ungfrú Chiquita—” tók hann til máls og rak unga frúin þá upp skæran hlátur og sagSi eitthvaS viS þernu sína, sem hann ekki skildi. En í staS þess aS sefa svörtu konuna, jók þetta aS eins á bræSi hennar. MeS skjálfandi hendi benti hún á slóSina út úr skóginum og hrópaSi: “FarSu! FarSu,’ maSur, án minstu’ tafar! Svo sneri hún sér aS skjólstæSing sínum og mælti enn fremur: “Þú ert vond stúlka! Flýttu þér heim í hús þitt.” “Ungfrú Chiquita hefir ekki aShafst neitt til þess aS verSskulda geSilsku þína. F.g var aS vill- ast hér í skóginum og hún var svo góS, aS segja mér til vegar.” En Stephania var óstillandi. Hún stappaSi æiSur fæti og endurtók skipun sína meS svo ilsku- þrunginni röddu, aS Kirk sá aS þýSingarlaust væri aS reyna aS koma meS neinar útskýringar. Hann leit meS eftirvæntingu til stúlkunnar, en hún aS eins hneigSi sig og gaf honum merki um aS fara. “Jæja þá,” mælti hann töluvert niSurbeygSur á svipinn. “Eg er þér þakklátur fyrir leiSsö.gnina, ungfrú.” Hann hneigSi sig fyrir henni viShafnar- lega og tók svo upp byssuna. “Þetta er slóSin út —jaeja, veriS þá sælar.” "Adios, Senor Antonio,” hrópaSi hin. fagra mær til hans aS skilnaSi, er hann þrammaSi niSur götuna, berandi í huga sér minninguna um yndis- fagurt kringluleitt andlit, sem brosti til hans á bak viS hina ófrýnilegu svörtu konu. Hann gekk eins og í leiSslu og veitti slóSinni mjög litla eftirtekt, sem hann var aS þræSa. Sál hans var í loga og hjartaS barSist um í barmi hans og þessari skyndi- legu hugaræsingu hans jókst magn meS hverri stundu. ÞaS var engu líkara en þetta ætlaSi aS kæfa hann og ræna hann allri skynsemi; hann langaSi til aS staSnæmast á brautinni og hrópa---------hrópa nafn hennar. Hún hét Chiquita! Hann margend- urtók nafn þetta viS hvert spor, sem hann steig. Hver gat hugsaS sér fegurra nafn og betur viS- eigandi? Stúlka þessi var óviSjafnanleg — feg- urri nokkurri skógardís. Málrómur hennar, sætur og þýSur og hennar útlenda áherzla hljómaSi enn fyrir eyrum hans. Hún hafSi líka kallaS hann “senor Antonio” og sama sem boSiS honum aS koma aftur. Átti hann aS verSa viS boSi þessu? —Lakast var þó, aS hann efaSist um aS honum yrSi mögulegt aS bíSa til morguns. Úr því hún hafSi leyft honum aS koma, gat enginn kraftur á jarSríki aftraS honum. Hvílíkur dagur þetta hefSi veriS! Hann hafSi lagt af staS um morguninn, meS þá óljósu von sér í huga, aS hann fengi á einhvern hátt eytt leiSind- um sínum meS því aS Ieita aS æfintýrum um stund í þessum risavöxnu stórskógum. Og meS ein- hverju undursamlegu móti og ósýnilegri handleiS-la æskunnar, hafSi hann rekiS sig á óviSjafnanlegt og alvey elskulegt æfintýri! En eftir á aS hyggja, var þetta þó ekki eitthvaS meira, fegra og dýrmætara en algengt æfintýri? Svo skyndilega, aS þaS aS eins blindaSi hann í bili, sannfærSist hann nú um þaS, aS hann væri ástfanginn! Um þetta var ekki neinum blöSum aS fletta, á því lék ekki minsti vafi. Þessi þjáSa og þjakaSa útlenda stúlka var nú eini kvenmaSurinn í allri veröldinni, sem var þess virSi aS vera elskuS og sem verSskuldaSi þaS, aS fyrir hana væri barist. ÞaS voru örlögin óskiljan- legu, sem höfSu heilIaS hann yfir hafiS og aS hliS hennar. Þetta kvöld sat hann lengi úti á veggsvölunum fyrir utan gististöSina; andi hans gagntekinn af nýrri lífsgleSi og meS þúsundir nýrra radda hvísl- andi í eyrum sínum. Og þegar hann sofnaSi, tók hann brátt aS dreyma yndislega fagurt, kringluleitt meyjarandlit og stór, svört augu, björt og brosandi. XIV. KAPITULI. Þegar “senor Antonio” vaknaSi næsta morgun, lá hann kyr um stund og leitaSist viS aS átta sig á því, sem veriS hafSi aS ásækja hann um nóttina, og aS reyna aS gera sér skiljanlegt, hvaS í vændum væri. Og þegar honum varS þetta alt .ljóst aftur, stökk hann ofan úr rúminu og hentist inn í baSstof- una meS feikna aSgangi. Dagurinn “á morgun” var upprunninn! Hann hafSi veriS margar aldir á leiSinni, en var þó kominn á endanum — nú fengi hann aftur aS líta augliti til auglitis hina fögru stúlku, sem nefndist Chiquita. Syngjandi tók hann nú morgunbaS sitt og syngjandi og blístrandi klæddi hann sig í fötin. Hve Ijómandi skemtilegt og gott Iand var Panama annars ekki, eftir alt saman! Hve ánægjulegt þaS var aS vera ungur—og elska! Enda verSa flestir ungir menn aS vera ástfangnir til þess aS geta sung- iS á undan morgunverSi. En síSari hluti dagsins var enn langt í burtu, og hann varS aS láta sér nægja aS dreyma þangaS til stund sú kæmi. Cortlandt hjónin voru ekki komin á fætur, svo hann snæddi morgunverSinn einn. Eftir þaS gekk hann út á frampall gistihallarinnar og aS vanda var Allan þar fyrir aS bíSa hans. Svertinginn hafSi ekki látiS svo nokkurn morgun hjá líSa, aS hann væri ekki þarna til staSar til þess aS heilsa upp á húsbónda sinn, og aS eins meS því aS beita hörku fékk Kirk losaS sig viS hann á öSrum tímum dags- ins. Blökkudrengur þessi tilbaS nú jörSina, sem Kirk gekk á, og lét ekkert tækifæri ónotaS aS auS- sýna honum lotningu og undirgefni. “Hvernig gengu dýraveiSar þínar í gær?” spurSi hann. “Ágætlega. Eg fer aftur í dag.” “ÞaS er nóg af dýrum þarna fyrir handan, en þreytandi aS eltast viS þau. 1 dag fer eg meS þér, og sýni þér veginn.” “Ekki til þess aS hugsa, — Eg fer einn.” “Nei, nei, herra.” “Eg vil ekki hafa neina flónsku. Eg skaut ó- viljandi seinasta mann, sem meS mér var á dýra- veiSum—og drap hann.” Kirk gerSist sorglegur mjög á svip, en Allan lét ekki aftra sér svo auS- veldlega. “Eg skal vera þér aS baki, herra.” “Mér þætti,vænt um aS hafa þig meS mér — en eg er svo ógaqtinn, aS þetta er hættulegt fyrir þig” “Herra trúr!—þá máttu ekki fara einn eSa ó- gætni þín leiSir til stórslysa fyrir þig sjálfan. Eg skal blístra og stæla tíst fuglanna og þá getur þú náS til þeirra.” “Eg kæri mig ekki um aS ná þeim auSveldlega. Vil helzt skjóta þá á löngu færi.” "En meS minni aSferS getum víS náS í mikiS af fuglum, marga, marga fugla.” HeyrSu, Allan! Eg ætla aS fara einn, skilurSu þaS? Eg þarf aS mæta á ráSstefnu í skóginum.” "HvaSa'laun færS þú á mánuSi fyrir slíkar ráS- stefnur?” "SkógargySjur og vatnadísir borga þér ekki fé; þær gefa þér bros, blítt viSmót og góS orS.” “Þá verSur arSvaénlegra fyrir þig aS vera lest- arstjóri.” StaSa mín verSur ekki til fyrri en eftir nokkra daga og í miIlitíSinni ætla eg aS stunda dýraveiSar. Fara út í skógana á hverjum degi. “Þá mátt þú ekki fara síSIa dags, því þá eru flest dýr sofandi. Dýrin eru árrisul og þess vegna er bezt aS fara á dýraveiSar snemma á morgnana.” “Þetta er aS líkindum satt hvaS dýr skógarins snertir — en um skógargySjurnar er alt öSru máli aS gegna. Þær dansa um skógarrjóSrin síSIa dags. —Hefir þig aldrei langaS til aS dansa?” “Nei, herra.” “Komdu á bak viS húsiS og eg skal kenna þér stökk-dans. Nú get eg ekki setiS um kyrt.” En Allan þverneitaSi aS verSa viS tilboSi þessu — svo léttúSugt framferSi var tign hans ó sam- boSiS. “Eg verS aS segja þér frá þýSingarmiklu leynd- armáli,” mælti hann íbygginn. 1 “HvaSa leyndarmál er þaS?” “SíSustu nótt dreymdi mig draum—” “Þetta er mér engin nýjung; sama henti mig.” “Eg þóttist ganga meSfram ströndinni hérna og rak mig þá á hval—stóran hval.” “Synti aS landi til þess aS hvíla sig, býst eg viS.” "Nei, hann var dauSur, steindauSur. Draum- urinn var mjög ljós.” “Jæja, en hvernig kemur dauSur hvalur mér viS?” Allan tók nú samanbrotiS pappírsblaS upp úr vasa sínum og braut þaS sundur gætilega. "SérSu þessa tölu?” sagSi hann, “og þessa mynd—hvals- mynd.” “Þetta er kínversk lotterí auglýsing.” “Já, herra, eg kom meS hana til þess aS sýna þér hana. ÞaS myndi borga sig aS leggja peninga í þessa tölu, herra.” “Bull. Eg er ekki trúaSur á drauma. Þú hefir ur sagt, aS draumar séu falskir.” “Ekki draumar sem þessi, herra. Hann var mjög ljós.” "Eg hefi enga peninga.” Allan braut pappírsblaSiS saman aftur ólund- arlega og stakk því í vasa sinn. “ÞaS er mjög lán- Og P.R.R. járnbrautarfélagiS eignast góSan hauk í legt, aS þú ferS bráSum aS vinna, herra Anthony. horni, þar sem þú ert.” “Heldur þú eg reynist fullkominn og vel vaxinn stöSunni?” “Já, en lakast er, aS flestir járnbrautarmenn eru vondir menn. Þeir hafa fleygt mér af lestum meS þeim krafti, aS öll mín liSamót hafa veriS stirS og bólgin. ÞaS myndi gleSja mig mikillega aS fá aS vera húsbóndi þeirra um tíma.” “Hví Ieggur þú þá ekki fram beiSni um stöSu viS brautina? "’ "ÞaS hefi eg ákveSiS aS gera, og nú tafarlaust ætla eg aS biSja þig aS útvega mér þar stöSu—sem undirlestarstjóra.” "Eg hefi ekki umboS til slíks. Þú verSur aS fara á skrifstofurnar.” “Ef til vill er búiS aS ráSa undirstjóra viS þína lest? " “Vafalaust." “Þá ferSast eg bara meS lest þinni sem hver annar farþegi.” « “FerSast fram og til baka á hverjum degi?” “ÞaS er tilgangur minn, herra.” "Þetta útheimtir mikiS fé." “En þú ert lestarstjórinn,” svaraSi svertinginn rólega. “Eg hefSi gaman af a3 sjá þá fleygja mér af Iestinni undir þeim krmgumstæSum.” Kirk hló. “MarkmiS þitt er aS stofna okkur í vanda. Til þess aS fá aS ferSast meS lestum hér, verSa allir aS borga far sitt.” “Eg treysti þér til aS útvega mér fararleyfi.” ÞaS var meS naumindum aS Kirk fékk losast viS þenna þrákelkna skugga sinn, seinna um dag- inn, áSur hann lagSi af staS upp í skóginn og til þess aS fæla hann frá sér í bili varS hann aS Iokum aS beita líkamlegu ofbeldi.. ÞaS var brennandi sólarhiti, heitasta stund dagsins, en Kirk lét nú engin óþægindi á sig fá. Hann stefndi út frá borginni unz hann kom á hinn steinlagSa alfaraveg meS fram skóginum. Hélt hann svo upp eftir vegi þessum og komst svo von bráSar á slóSina, sem lá upp í skóginn og sem hann hafSi fariS daginn áSur. Hann vissi hann færi nú um þenna hluta skógarins í leyfisleysi eig- andans og var honum vel skemt viS þá tilhugsun. HraSaSi hann göngu sinni og hjarta hans sló örara, er hann þradddi hina lítt troSnu slóS meS fram lækjar farveginum og nálgaSist rjóSriS stóra. Hann var þrunginn af vonum og óteljandi áform- um. Hann ásetti sér aS fá aS heyra söguna af til- drögunum til “refsingar” ungfrúarinnar og reyna svo meS einhverju móti aS ná henni frá þessum biSli hennar. SömuleiSis afréS hann aS tjá henni ást sína án minstu tafar. Eins og daginn á undan kom hann í rjóSriS stóra og leynilega áSur hann varSi. Alt var þar meS sömu ummerkjum og áSur. Fossinn litli óm- aSi enn þá ánægjulega og þama gat enn þá aS tréS stóra, sem hafSi faliS hana fyrir sjónum hans dag- inn áSur. • En ekki var ungfrú Chiquita komin enn þá, enda hafSi hann ætlast til aS verSa á undan henni. Sett- ist hann niSur og hugSist bíSa hennar. Mínútum- ar liSu seint, stórskógurinn virtist eins og í leiSsIu- dvala. Heil klukkustund leiS. Kirk tók ögn aS ókyrrast. Hann heyrSi til hjarSanna, sem voru á beit fjrrir utan skóginn og viS og viS bergmálaSi skógurinn margvíslegan fuglasöng. En þess á milli ríkti yfir öllu eins og svæfandi þögn. Gleymið ekkiað gleðja ísl. hermenn- ina™ Sendið þeim Hkr. í hverri viku. Sjáið augl vora á 5. bls. þessa blaðs. Spe/lvirkjarnir Skildsaga eftir Rex Beach, þýdd af S. G. Tliorarensen. — Bók þessi er nú fullprentuð og er til sölu á skrifstofu Heimskringlu. Bókin er 320 bls. að staerð og kostar 50c., teaJ póstfrítt. & Sendið pantanir ðar í dag. Bók þessi verður send hvert sem er fyrir 50c. Vér bonium burðargjald. The Viking Press, Ltd. P.O. Box 3171, Winnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.