Heimskringla - 14.02.1918, Blaðsíða 1
A*
Mr. Merchant:
1P YOU have anything to sell to the
Icelandic speaking element in this
Western Country, you can addresr
this entire field more effectively
and economically through the adver-
tising: pa&es of the weekly Heims-
kringla than in any other way. Has
gone into the Icelandic homes of West-
ern Canada for 32 years.
This Space For Sa/e
How About It ?
How would your Ad. Iook here?
For terms and other informatio*
PhoneG. 4110. The Viking Press,
Ltd. 729 Sherbrooke St.
This Space For Sa/e
XXXU. ÁR.
WINNIPEG, MANITOBA, 14. FEBROAR 1918
j - -
NÚMER 21
Styrjöldin
Frá vestur-vígstöðvum.
Sfðustu viku ihugðist krónprinz-
inn þýzki að iáta til skarar skríða
með að taka borgina Verdun og
tók að gera gegn 'henni áhiaup mörg
■og stór. Ruddi hann liði sfnu fram
á vígvöllinn f .þúsunda tali og beið
: þess svo í tjaldi sínu (í nokkurra
naflna fjarlœgð) að eitthvað sögu-
! legt gerðist. Stórakotaiiðinu sendi
hann þær skipanir, að láta Frakk-
ana nú ‘hafa það” og draga ekki af.
Loftvélar margar sendi hann í geim-
inn upp og áttu þær bæði að njósna
um hagi óvinanna og eins að dreifa
sprengikúlutm yfir borgma, hvenær
sem færi gæfist. Nú var ekki neitt
sparað, sem koma mætti að liði við
sóknina gegn þessari því nær ó-
vinnandi borg og sem búin er að
kiosta Þjóðverja svo mörg mannslff.
Krónprinzinn beið því rólcgur f
tjaldi sínu og hugði sigurinn vera
á næstu grösum.
En hann varð fyrir vonbrigðum
«ins og fyrri. Erakkar voru þarna
vel við búnir og veitti létt að brjóta
hin tíðu áhlaup hinna á bak aftur.
Ekki vildu þeir þýaku þó uppgefast
og alla vikuna voru þeir að sækja.
Hvergi komust þeir þó nær borg-
inni og suma daga er sagt að stón
kostlegt mannfall hafi orðið f liði
þeirra. Gerðu þeir sjö áhlaupin f
■alt og við hvert áhlaup urðu þeir
undan að hörfa við meira og minna
mannfall. Þó Erakkar mistu marga
menn, var mannfallið þó mikið
minna f þeirra liði.
Á hensvæðum Breta hefir lítið
sögulegt gerst í seinni tíð. Þjóð-
verjar virðast eitthvað trogir að
hefja hina miklu sókn, sem þeir
hafa verið að augiýsa svo lengi og
f»em herforingjar þeirra margir
segja, að muni sigra Breta fyrir fult
og alt á ve®tursi\7æðunum. Við og
við eru þeir eins og að þreifa fyrir
sér með smlá éhlaupum hér og þar—
og fara þá oftast nær halloka! Sá
eini sigur, sem nokkru munar, er
hjóðverjar hafa unnið gegn Bretum
nú í marga miánuði, «r við Cambrai
og þó hafa þeir ekki enn þá náð
öllu því svæði, sem tekið var frá
þeim f fyrsta síagnum.
Á svæðinu fyrir suðvestan Oambrai
áttu sér stað töluverðar orustur
rétt eftir miðja síðustu viku og er
sagt að Bretar hafi tekið þar
nokkra fanga. Víðar áttu sér stað
Smáslagir, en ongir þelrra virðast
hafa borið þýðingamikinn árangur.
-------o-------
Frá ítalíu.
Ef til vill bíða ítalir mestan
hnekkir við friðarsamninga Riiissa
og Miðveldanna. Austurrfkismienn
íá nú lausan öflugan her, sem þeir
geta fært gegn ítalfu, sem verður
vafalaust gert. Alls konar herbún-
aður, stórbyssur, flugvélar og fleira,
sem einnig verður nú laust, mun
sömuleiðis koma óvinunum að á-
gætu haldi. útlitið hve ítalfu snert-
ir, er því ískyggilegra nú en nokkru
sinni áður síðan þeir hófu þátttöku
í stríðinu. Fái stjórn Austurríkis
haldið áfram að ráða við her sinn,
sem sumar fróttirnar segja að sé að
verða henni mjög örðugt í seinni
tfð, eru ftalir nú staddir í mestu
hættu. Aftur á móti, sé sá óhugur
bominn í lið Austurrfkismanna, að
það sé lítt viðráðanlegt með köfl-
wm, dregur þetta úr hættunni. Séu
þassar fréttir sannar, getur svo far-
ið. að ftalir fái haldið sínu þangað
til úrslita-orustur þessa stríðs verða
háðar—4 vfgvöllum Frakklands.
Rfðusfu viku og í byrjun þessarar
voru Austurríkismenn hér og þar
að gera sf6r áhlaup. Hvergi fengu
þeir þó brotist í gegn um hergarð
ftala og á sumurn stöðum voru þeir
hraktir aftur á bak við ógurlegt
mannfall. Var mannfallið þeirra
megin einna mest við áhlaup þeirra
fyrir vestan Brenta ána og með
fram Frenzaia dalnum. ftalir halda
enn öllum fjailavirkjunum, er þeir
tóku f byrjun þessa mánaðar og
hafa náð nokkrum fieiri virkjum frá
sfnum mannmörgu óvinum.
-------o-----
Seinustu fréttir.
Haft er eftir föngum, sem nýlega
hafa verið teknir á Frakklandi, að
hin væntanlega sókn Þjóðverja á
vestursvæðum muni eiga sér stað
einhvern tfma í næsta mánuði. Eru
þeir nú að búa sig undir þetta með
öllu móti og virðast telja það full-
vfst, að nú muni þeir loksins fá
borið aigeran sigur úr býtuin.
Ekki eru bandamenn á Frakk-
landi sturlaðir yfir friðarsamning-
um Rússa og Miðveldanna. Er langt
9Íðan þeir hættu með öllu að reikna
upp á aðstoð Riissa í stríði þessu
og hafa hagað öllum undirbúningi
samkvæmt þessu. Þegar Þjóðverj-
ar ihefja sfna marg umtöluðu sókn,
munu þeir brátt verða þess vísvit-
andi, að bandamenn liafi ekki verið
iðjulausir á Frakklandi vsíðast lið-
inn vetur.
Þjóðin á Þýzkalandi gleðst mikið
ylfir úrsJitum friðarstefnunnar í
Brest-Litovsk. Er þetta haldið há-
tíðiegt um alt landið með samkomu-
höldum og bænafundum. Blöðin
þar sum virðast iþó vantrúuð á, að
þessl friður við Rússland hafi þýð-
ingarmikll áhrif á stríðið. Segja þau
Trotzky hafa fylfilega sýnt sig óvin-
veittan stjórn Þýzkalands og frið
þenna samþykki hann með hang-
andi hendi — bendi þetta alt til
þess, að Þjóðverjar og Riissar verði,
þrátt 'fyrir það þóiþessi þráði friður
sé fenginn, jafn óskyldir og áður í
hugsun og steifnu og ihafið jafn-
breitt á mifli þeirra.
Áhlaupin á báðar hliðar á vestur-
vígstöðvunum hafa verið með tíð-
ara móti þessa síðustu daga og
bendir þetta til þess, að herifylking-
arnar þar séu nú óðum að færast í
ásmegin og spenna sig megingjörð-
um. úrslita-orustur þesáa stríðs,
sem vafalaust verða háðar á Frakk-
landi, eiga nú ef til vill ekki langt
f land.
-------0----i--
Stóru hermanna flutningsskipi
sökt viS Irland.
Þann 1G. þ.m. söktu þýzkir kaf-
bátar nálægt ströndum írlands
skipinu ‘Tuscania”, sem hafði um
2,397 Bandaríkja hermenn um borð.
Er þetta í fyrsta sinni, að Þjóðverj-
ar fá grandað hermanna flutnings-
skipi fyrir Bandaríkjunum, þó búið
sé að senda um 200,000 Bandaríkja-
hermenn til Frakklands. Brezk her-
skip, sem voru í fylgd með skipi
þessu, komu til hjálpar og björguðu
mönnunum. Fórust að eins rúmir
hundrað manns, svo ekki er hægt
að sogja, að manntjóijið sé tilfinn-
anlegt. Samt er þjóðin heima fyrir
sár og gröm engu að síður og er
haldið að þýzkir njósnararþar hafi
tilkynt stjórn Þýzkalands livar
skipið myndi sfgla og séu þannig
valdir að spellvirki þessu. Segja
blöðin hengingu of væga fyrir slfka
borgara Bandaríkjanna. — Síðan
þotta kom fyrir hafa hálfu fletri
imenn þar en áður boðist sjálfvilj-
uglega fram, bæði í sjóherinn og
landherinn.
---------------
Roosevelt við dauÖans dyr.
Theodore Roosevelt, fyrv. forseti
Bandaríkjanna, var skorinn upp
við eymasjúkdómi í byrjun síðustu
viku. Varð hann afar þungt hald-
inn eftir uppskurðinn og honum
ekki ætlað líf um tfma. En eftir
síð'istu fréttum að dæma er hann
nú úr allri hættu og óðum að hress-
as(: aftur.
-------0—1-----
Kafbátunum smátt og smátt
grandað.
John R. Jellieoe, fyrverandi æðsti
sjóliðsforingi Breta, hélt nýlega
ræðu í bænum Hull á Englandi,
sem vakið hefir mikla etftirtekt.
Fjallaði ræðan aðallega um um kaf-
bátahernaðinn þýzka og þar sem
Jellicoe var við æðstu stjóm í sjóiiði
Breta frá þvf í stríðsbyrjun og þar
til fyrir til þess að gera stuttu síð-
anð er mikið mark takandi á orð-
um hans. Hann spáði því, að kaf-
bátamir myndu fá orsakað mikið
tjón í langan tfma enniþá, en kvaðst
geta fulivissað éheyrcndur sfna um
það, að f lok næsta sumars yrðu
bandamenn búnir með ýmsu móti
að iskerða svo tölu þeirra, að úr því
myndu þeir fá litlu éorkað. — Jelll-
ooe er mjög gætinn maður og orð-
var, og þess vegna ólíklegur til að
láta sér annað um munn fara en
>að, sem hann hefir fulla vissu fyrir
að sé sannliekur.
-------o—------
Tollur afnuminn.
Sambandstjórnin hefir nýlega
numið tollinn af dráttvélum (trac-
tors) bænda og nautgripum. Er
>etta istríðsráðstöfun og giidir f
RUSSAR 0G MIÐVELDIN
SEMJA FRIÐ.
FULLTRÚAR UKRAINÍU-RÍKIS, HINS NÝJA LÝÐVELDIS Á
, RÚSSLANDI, STÍGA FYRSTA SP0RIÐ Á FRIÐAR RÁÐSTEFN-
UNNI 1 BREST-LITOVSK MEÐ ÞVÍ AÐ UNDIRRITA FRIÐAR-
SAMNINGA VIÐ MIÐVELDIN. BOLSHEVIKI STJÓRNIN SÉR
ÞVISITT ÓVÆNNA 0G LÆTUR UNDAN. SAMÞYKKIR FRIÐ-
INN, EN NEITAR ÞÓ AÐ SV0 K0MNU AÐ UNDIRRITA FRID-
ARSAMNINGANA F0RMLEGA.
Báðstefnunni í Brest-Litovsk er
nú lokið þannig, að Rússar og
Miðveldin hafa samið frið. Þar með
cr stríðinu á mllii þessai'a þjóða al-
veg lokið. Hei-menninir verða taf-
arlaust kallaðir heim frá hinum
ýmwu hersvæðum og allir fangar,
sem þjóðir þessar hafa haldið hver
fyrir annari, verða létnir lausir. Er
mikið um dýrðir bæði á Þýzkalandi
og í Austurríki yfir þessum úrslit-
um tfriðairáðstefnunnar ofannefndu
og þessu íagnað sem dýrmœtum
sigri.
Lengi var Bolsheviki stjórnin treg
nð ganga að kostum Miðveldanna
oý var því alment haldið, að ráð-
stefnan í Brest-Litovsk myndi bera
lí fnn árangur.
En Ukrainia, nýtt lýðveidi á
Rússlandi og sem alveg er Óháð
Boisheviki stjórninni, reyndist Mið-
vcldunuim auðveldari viðureignar.
Fulltrúa þess ríkis var hægt að
sannfæra og án mikillar fyrirhalfnar.
að fá l>á til þess að undirskrifa frið-
arsamniniga. í saimningum þessmn
er ‘slept öllu tilkalli til skaðabóta.
Landamæri verða nærri söm og
áður, en sökum eftirlátssemi Mið-
veldanna fær Ukrainia þó að færa
ögn út kvíar! Tilhliðrunarsemi
þos'sa vinna MiðveJdin vafalaust
upp með því að vera ekki eins etft-
irgefanleg við Bolsheviki stjórnina
og ná sér niðri á henni.
Þegar Ukrainia var búin að semja
friðinn virðist BolShevikingum
hafa farið að verða dimmra fyrir
augum en áður. Fór svo að lokumi,
að þeir sáu sér ekki annað fært en
samJþykkja friðinn og vera með á
yfirborðinu—en að svo komnu hiafa
þeir þó neitað að undirrita friðar-
samningana.
Ekki batnar liagur Rumaníu-
manna við friðarsamninga þessa,
þvf Miðveklim setja þeim nú harða
kosti og hóta þeim öllu illu ef þeir
fari ekki að dæmi Rússa og semji
frið það bráðasta. Vopnahlé það,
er Rúmaníumenn sömdu um ásamt
Rússum, er útrunnið þann 18. þ.m.
og er þá haldið, að þeir muni taka
til vopna aftur. Engin vissa er þó
cnn tfengin að svo verði. Rúmaníu-
menn hafa öflugan og harðsnúinn
her, en standa nú illa að vígi, þar
sem þeir eru nú alveg éinangraðir
fré bandaþjóðum sínum.
eitt ár, sem talið er frá 7. þ.m. All-
ar dráttvélar, sem kosta fyrir neðair
$1,400 ihver, miega á þessu tímabili
sendast tollfrítt inn í Canada. Vatfa-
laust eru þetta stór ihlunnindi fyrir
bændurna eins og nú er ástatt í
landinu.
-------lo—*—•—
Vistastjórn breytt.
Vér getum fært lesendunum þær
góðu fréttir, að eambandsetjórnin
hefir ákveðið að gera imiklar breyt-
imgar á tilhögun í sam'bandi við
vfstastjóm landsins. Stafar þetta
að sjálfsögðu af því, live ihörmulega
illa bæði núverandi og tfyrverandi
vistastjórum fórst verkið úr bendi.
Valdtaumar æðstu vistastjórnar
hafa iþví verið teknir úr höndum
núverandi vistastjóra og hann gerð-
ur meðlimur f vistastjórnarnefnd, á
samt þreonur mönnum öðrum, sem
hér eftir é að hatfa alla unrsjón með
matvælum og vistum þjóðarinnar.
Allir meðlimir þessarar vistastjórn-
ar nefndar eru frá vesturfylkjunum,
og eru þetta þeir H. H. Thomson,
núverandi vistastjóri Canada, J. D.
McGregor, núverandi vistastj. vest-
urfýlkjanna, Hon. C. A. Dunning,
þingmaður í Saskatchewan fylki, og
Percy B. Tustin, frá Wýinipeg.
Vistastjórnar nefnd þessi kemur
undir landbúnaðardeild samibands-
stjórmarinnar, sem Hon, T. A. Cre-
rar landbúmaðaráðhera er tfyrir, og
þar af leiðandi er það hann, secm
nú hefir æðstu umsjón með vista-
stjórn landsins.
Flastlr munu fallast á, að þetta sé
stór breyting til þe<9s betra. Núven |
andi landbúnaðarráðherria heíir j
verið við miál bænda riðinn svo,
lengi, að honum er treystandi til |
þess að bera hag bændanna og |
verkalýðsins fyrir brjósti. Hann er[
ötull og afkastamikill að hverju
sem 'hann gengur og því mönnum
óhætt að trúa, að bráðlega gerl
einhverjar breytingar vart við sig
hér í Oanada hve vistastjómina
snertir.
-------o--------
Frægur hnefaleikskappi látinn.
John L. Sullivan, fyrverandi hnefa-
leiks kappi Bandaríkjanna, andað-
ist 2. þ.m. að heimili sínu í Abbing-
ton, Mass. Hann var hnefaleiks-|
kappi frá 1882 til 1892 og á þcim tíma
fanst ekki jafningi lians og voru
margir farnir að halda hann moð
öllu ósigrandi. Komst hann yfir
auð fjár á þessu tímabili, en varð
ekki við höndur fast. Árið 1908 var
hann orðinn öreigi og héldu vinir
hans þá í honum lífinu. Eftir þetta
fór hann að ferðast með leikflokki
einum um landið og úr því tók efna-
hagur hans að batna. Þegar hann
’lézt átti hann stórt hús í Abbing-
ton, Mass., og um $50,000 í sparisjóði.
Þessi breyting á kjörum hans or-
sakaðist af því, að síöari ár æfi
sinnar gerðist hann strangur reglu-
maður. Áður var 'hann drykkfeldur
mjög og sóaði þá fé sínu á allar
lundir.
Eldar í Winnipeg.
Stórir eldar eru nú all-tíðir hér í
Winnipeg og í ekki svo íáum tiltfell-
um kemst aldrei upp bvernig þeir
hafa orsakast. Þann 1. þ.m. brann
Caldwell stóthýsið á horninu á
Main og McDermot strætum og er
skaðinn af bruna þessum metinn að
vera um $300,000. Er þetta eitt af
elztu stórhýsum þessarar borgar og
mun hafa verið bygt fyrir rúmum
40 árum síðan. Kínverji einn fórst
í eldinum, en öllum öðrum var
bjargað. Næsta bygging við slór-
hýsi þetta var “BláaJbúðin” svo
nefnda og brann hún einnig til
kaldra kola. — Á þriðjudagsmorg-
uninn í þessari viku kom upp eld-
ur í “Riverview” gististöðinni tf Elm-
wood og áður eldur þessi varð
slöktur hafði hann gert $150,000
tjón. Heimkominn hermaður, sem
hélt til é gististöðinni, beið bana í
eldinum, og einnig roskin kona, er
unnið hafði þar um tíma.
Abdul Hamid dauSur.
AbduJ Hamid, fyrverandi Tyrkja
soldén og eina tíð víðfrægur sökum
ilsku sinnar og harðstjórnar, er nú
ekki lengur í lifandi manna tölu.
Lézt hann á sunnudaginn var og
var lungnabólga banamein hans.
Verður hann greftraður á kostnað
ríkisins og að líkindutm með lítilli
viðhöfn,—Hann var soldán Tyrkja-
veldis á árunum frá 1876 til 1909, og
þó harðstjórn hans væri mikil og
níðingisvork mörg framin í hans
nafni, tókst honum að auka veldi
lands síns og að koma af stað tölu-
verðum framförum hjá þjóð sinni.
Skólar landsins voru endurbættir,
landherinn aukinn og verzlun þjóð-
arinnar margfaldaðist frá því sem
áður var. En þó margt gott megi
segja um stjórnartíð hans, vegur
l>etta lítið á móti því illa. Abdul
H-amid var ósvífinn harðstjóri af
versta tagi, sem ekki hikaði við
nein grimdarverk. Misti hatin völd-
in í stjórnabyltingunni 1909, er hinn
svo netfndi flokkur Ung-Tyrkja
í landinu brauzt til valda og tók
ráðin í hendur sfnar. Var soldán-
inn þá hrakinn úr sinni keisaralegu
höll við Bosphorus sundið og litlu
síðar settur í varðhald og í því
i métti hann dúsa það som eftir var
æfinnar. Yngri bróðir ihans Miaho-
roed V., var skipaður soldán í hans
stað. Kvennabúr hans var uppleyst
‘og soldist giimsteina safn hans fyrir
$1,000,000. Fé þessu var varið til
efiingar sjóflota þeim, er Ung-
Tyrkir komu upp.
Alvarfeg aðvörun.
Lesendur íslenzku blaðanna
hafa vafaluast tekið eftir því, að
Stefán Stefánsson —— um stundar-
sakir til heimilis að 656 Toronto
stræti hér í borg, hefir í nokkrum
síðustu blöðum Heimskringlu og
Lögbergs auglýst, að hann óskaði
að kaupa hluti í Eimskipafélagi Is-
lands. Auglýsing þessi hefir frá
upphafi litið einkar sakleysislega
út, enda var nauðsynlegt, að svo
væri, ef hún átti að ná sínum rétta,
en leynda tilgangi. Nafn auglýs-
andans er t.d. al-íslenzkt, svo að
þeir af vestur-íslenzkum hluthöf-
um, sem einhverra orsaka vegna
hafa viljað—eða verið fáanlegir
til þess að losast við hlutaeign
sína í Eimskipafélaginu, hafa
sennilega ekki verið að grenslast
um, hver Stefán þessi Stefánsson
væri, né af hverjum ástæðum hann
óskaði að kaupa hlutabréfin, held-
ur mun þeim eingöngu hafa það í
hug komið, að auglýsingin veitti
þeim réttmætt tækifæri til þess að
vinna það tvent í einu, að losna
við eign sína í félaginu og að
þóknast ósk auglýsandans að ger-
ast hluthafi þess í þeirra stað.
Hins vegar teljum vér það mjög
tvísýnt, að auglýsingin hefði ork-
að eigendaskiftum á nokkrum I
þeirra félagshluta, sem við nú vit-
um með vissu, að Stefáni hafa ver-
ið seldir, ef hinir fyrri eigendur
þeirra hefðu haft nokkurt hugboð
um hinn leynda tilgang kaupend-
anna, eða gert sér grein fyrir að-
ferðinni, sem beitt er við kaupin.
Vér teljum því rétt að leiða at-
hygli Vestur-Islendinga að eftir-
töldum atriðum:
1. Stefán þessi Stefánsson er
fyrir tiltölulega stuttum tíma kom-
inn hingað til lands, og dvelur hér
í fylkinu að eins um stundarsakir.
Til Manitoba er ekki að svo stöddu
sýnilegt að hann hafi átt nokkurt
annað erindi en það, að kaupa hér
undir eigin umsjón eins marga
Eimskipafélags hluti og honum
gæfist kostur á að kaupa fyrir á-
hrif auglýsingarinnar áður áminstu
og starfsemi þeirra Islendinga, sem
hann hefir fengið tibþess að lokka
hluti út úr bónþægum hluthöfum.
2. Hann hefir í þessu hluta-
kaupsstarfi sínu algerlega gengið
fram hjá okkur tveimur Vestur-
Islendingum, sem skipum sæti í
stjórnarnefnd Eimskipafélagsins,
með því sérstaka augnamiði að
annast með áhrifum okkar þar um
hagsmuni vestur-íslenzkra hluthafa.
3. Hann hefir verið ófáanlegur
til þess að gera okkur nokkra grein
fyrir því, í hvers eða hverra um-
boði hann kaupi Eimskipafélags-
hluti Vestur-Islendinga sérstaklega
og geri sér beina ferð hingað vest-
ur til þess, alla leið frá Islandi, í
stað þess að auðga höfuðstól fé-
lagsins á Islandi, með því að kaupa
þar nýja hluti af félagsstjórninni,
eða, úr því hann er hingað kom-
inn, af okkur félagsstjórnendum,
sem höfum fult hlutasölu umboð
frá meðstjórnendum okkar á Is-
landi.
Við höfum getið þessara fram-
angreindu atriða til þess að benda
lesendum á, að hlutakaupa-aðferð
Stefáns er í fylsta máta lævísleg og
að okkar áliti alls ósamboðin
nokkrum þeim manni, sem teljast
vildi vinur félagsins.
Nú með því að vér Vestur-Is-
lendingar tókum upphaflega að oss
að styrkja félagsstofnun þessa
með því að leggja til 200 þúsund
krónur í höfuðstól hennar, gegn
hlutaútgáfu til vor fyrir samsvar-
andi ákvæðrs upphæð.
Og með því enn fremur, að
þetta var gert samkvæmt skrif-
legri bón fjölmargra háttvirtra
þjóðvina þar úti á íslandi.
Og með því enn fremur, að
enginn þessara þjóðfrömuða hefir
með einu orði látið þess getið, að
þeir óskuðu að Iosast við vestur-
íslénzka þátttöku í félaginu.
Og með því enn fremur, að
enginn af Eimskipafélags stjórn-
endunum, sem búsettir eru á Is-
landi, né heldur nokkur einn af öll-
um þeim þúsundum hluthafa, sem
félagsheildina mynda, hafa nokkru
sinni látið þá ósk í ljós, að hlutafé
Vestur-Islendinga komist í hendur
Austur-Islendinga, þá virðist okk-
ur rétt að vestur-íslenzkir hluthaf-
ar seldu ekki hluti sína í félaginu
sér alls óþektum mönnum, þótt ís-
lenzkt nafn beri, og það því síður,
sem við höfum verið og erum enn
fúsir til þess að annast um sölu á
hlutum þeirra vestur-íslenzku hlut-
hafa, sem kunna að vilja losast við
þá. Það er alls vegna viðeigandi,
heppilegt og nauðsynlegt, að við
fáum að vita um eigendaskifti,
sem verða á hlutum félagsins, svo
að bækur okkar hér geti á öllum
tímum sýnt rétt og áreiðanlegt' yf-
irlit yfir nöfn og áritan hluthaf-
anna.
Það er Ijóst af fyrirfarandi starf-
semi félagsins, að hlutaeign í því
er arðberandi, og þess vegna eng-
in sýnileg ástæða fyrir hluthafana
að kasta hlutum sínum frá sér fyr-
ir minna en sannvirði, og í eigi alls
óþektra manna.
Hins vegar ‘virðist oss rétt að
taka það fram, að eins og vér tók-
um að oss að styrkja þetta fyrir
tilmæli Austur - Islendinga, eins
mundum vér nú verða fúsir til að
selja í þeirra hendur alla vora
hluti, ef stjórnarnefnd félagsins á
Islandi, eftir auglýsta ósk hluthaf-
anna þar á ársfundi félagsins, til-
kynti okkur, að þeir þar heima
vildu losast við Vestur-Islendinga
úr félaginu. En engin slík ósk hef-
ir okkur verið tilkynt. Austur-Is-
lendingum er ant um framhald
hluttöku Vestur-Islendinga í félag-
inu. Þess vegna vörum við hlut-
hafana hér vestra við því, að selja
hluti sína sér óþektum kaupendum.
En óskum þar á móti, að allir þeir
hluthafar, ef nokkrir eru, sem vilja
selja eign sína í félaginu, sendi
okkur bréflega tilkynningu um
það, og skulum vér þá taka að
okkur að annast um söluna, með
því augnamiði að tryggja jöfnum
höndum hagsmuni hluthafanna og
félagsins.
Winnieg, 7. febrúar 1918.
Arni Eggertsson.
Jón J. Bíldfell.
ÚR BÆ OG BYGÐ
Blaðið Minneota Mascot segir frá
láti Elizabetar Slgurðsson, konu
Einars Siigurðssonar, sem síðaet
liðin 15 ár hefir búið í Minnoota-
héraði. Banamein hennar var
krabbamein í maganum. Var húa
skorin upp við því fyrir rúmu ári
síðan, en bataðist aldrei til fulls
eftir uppskurðinn og lá rúmföst
mest af tímanum. Hún var rúm-
lega háltf-sjötug að aldi er hún lézt.
Komu þau hjón frá íslandi hing-
að til þessa lands árið 1879. Bjuggu
fyrst í Alta Vista sveit í Lincolm
héraði, fluttu svo þaðan til Minno-
ota. Sú látna var vel skýr kona,
glaðlynd og hjálpfús, umhyggju-
söm móðir og ástrík eiginkona.
Hennar er sárt saknað áf eftirlif-
andi eiginmanni og tveimur so»-
um fullorðnum.