Heimskringla - 14.02.1918, Side 3
WINNIPEG, 14. FEBRÚAR 1918
HEIMSKRINGLA
3. BLAÐSIÐA
kiennir góða Norðurólfumenn frá
öllum öðruim.
3>að er fyrsta og helzta megin-
reglan, er saitíþykkja verður af
öllum ]>eim þjóðum, sern að hern-
aðinum standa, þegar er til þess
kemiur að leggja grundvöll friðar-
ins.
Þá meginreglu verða þeir herrar
von Kuehlmann og Czernin greifi
báðir að undirrita. Og þess verð-
ur af þeim krafist, að það verði
ekki gert með ihræsnisfullri vara-
þjónustu eins og átt hefir sér stað
við samtölin í Brest-Litovsk.
Það verða engir friðarsamningar
gerðir, sem skilið eiga að heita
því nafni, nema með skilyrðis-
lausri samþykt þeirrar meginreglu,
og með einlægri tilraun með að
reisa á þeim grundvelli nýtt skipu-
lag, ekki sfzt að því er til mið-
Evrópu kemur.
Pyrir því að sannfæringin er svo
sterk, að þetta sé aðal-skilyrðið
fyrir viðreisn nýs skipuiags í
Norðurálfu, er nú meiri áherzla
lögð á þjóðernið, en áður hefir
gert verið..
Trúin á frelsi kynflokkanna er
alfs engin skýjaborg. Hún er
bygð einmitt á þeim mannréttind-
um, sem nú hafa náð sterkara og
almennara haldi á hugum manna
víðs vegar um lönd en nokkuru
sinni áður í sögu mannanna.
En 'þetta frelsi getur orðið með
tvennu móti öidungis óskorað.
Um það er hægt að búa m^ð sam-
baindi rnargrn þjóða, allar með
fullri sjálfstjórn. Eða með því, að
hver þjóðareind sé ein og út af
fyrir sig, algerlega með frjálsar
hendur til að fara svo með mál
sín, sem hún álítur heppilegast.
Að búa megi öruggiega um ó-
skorað þjóðfrelst á báða þessa vegu,
—um það færir mannkynssagan
öllum skymberandi mönnum heim
■sanninn með reynsiunni, sem orð-
In er með enskumælandi þjóðum.
bað er vonanda, að stjórn Bret-
lands og stjórnir Samlierjaþjóð-
anna allra iskilji til fulls, að vér
stöndum þann dag í dag í and-
■dyri afar-víðtækra andlegra 'hreyf-
Inga, sem líklegar eru til að skapa
og endurskapa heilar þjóðir.
Einungis með því, að skilja
þetta rétt og gera sór þess ljósa
grein, verða þær þess um komnar,
að segja heiminum rétt til leiðar
út úr óskapnaðinum og ógöngun-
um, sem nú eiga sér stað, og inn í
hið nýja skipulag, sem bíður vor.
Aliþýða manna í öllum löndum
verður að vakna til fullrar meðvit>
undar um þetta. Uað er fyrst og
fremst aíþjóðamál. Það varðar þá
fyrst og fremst, sem hingað til
hoifa verið mest fyrir borð bornir.
All - sterkar bendngar eru fram
að koma um, að hugur alþýðu
manna víðs vegar um lönd sé að
vakna til meðvithndar um þetta.
Hinn mikli verkamannaflokkur
á Stórbretalandi hefir til dæmis
nýlega sýnt, að verkalýðurinn er
alment farinn að ganga úr skugga
um, h'vaöa lífss'kilyrði j)aðx eru,
sem nú er verið um að tefla.
Jafnvel Bolsevík-flokkurinn á
Rússlandi hefir sýnt í samnings
tilraunum sínum við Þjóðverja nú
öldungis nýverið, að þá brestur
ekki hug til að hrinda þessum lífs-
skilyrðum eins framarlega í at-
hy'gli og ágreinings umræðum um
friðarkosti og unt er.
Og betur og betur hefir þeim
tekist að sýna, að sömu kröfur til
þess að fá að njóta heilagra einka-
réttinda sinna, gilda öldungis jafnt
aðrar þjóðir Norðurálfu, eins og
þær, sem þeir bera fram fyrir hönd
sjálfra sín.
Ýmsir óttast um, að Rússland
haifi komið ókornum örlögum ann-
arra slafneskra lýða í allmikið ó-
efni. En um það verður að svo
stöddu eiginlega ekkert sagt.
En margir óttast um, að þessir
rússnesku alþýðumenn, sem mætt
hafa á hólmi öðrum eiins bragða-
Mágusum og von jKuehlmann,
hljóti að verða bragðvísi þeirra að
bráð. Og með því ihafi þeir gefið
rússneska einveldinu nýja máldaga,
sem gildi um árið 1918 að minsta
kosti.
Með það verður að fara, sem
verkast vill. Himintunglin berjast
gegn prússnesku yaldagræðginni,
um leið og þaiu þræða brautir sínar
í geíminum.
Jafnvel gengi þýzka hersins á
ítalíu dylur ekki sjónum athug-
ulla manna þá miklu staðreynd,
að árið sem leið hafa lýðvaldshug-
Dimm voru’ í lofti drungaský,
dapurlegt úti’ og kalt;
haustvindur napur um hautSur fór,
sem helsaerði blómskrúð alt.
Fjallkonan hljóð og hnípin sat
þá heldimmu næturstund,
hún leit nú einn kærsta soninn sinn
siginn í dauðablund.
Genginn er Tryggvi Gunnarsson,
göfugmennið, á braut,
hraustmennið glaða með höfðingslund
hylur nú foldarskaut.
Lýðkunn er atorka’ og áhrif hans,
um áratugi hann stóð
og barðist, jafnan í fylking fremst,
yfir sitt land og þjóð.
I einu fylgdÍ8t hann aldrei með,
hann aldrei kunni það lag
jafnan að muna, mest og bezt,
að meta sinn eiginn hag.
Sem fyrirmynd, Islands ungu menn,
þér ættuð að taka hann
í framkvæmd til heilla lýðs og lands,
er lifði hann fyrir og vann.
Genginn er Tryggvi Gunnarsson,
Göfugmennið, á bíaut,
en Island harmar sinn óskason
sem afreksverka hans naut.
myndimar um heim allan, stigið
áfram stórum skrefum.
Ejarska mikils er um það vert,
að ihugmyndin um sjálfsákvörðun-
arrétt ihverrar þjóðar um lýðholl-
ustu, er fraim komin eins ljóst og
skilmerkilega og nú er raun á
orðin. Og að hugmynd beztu
manna með þjóðunum er nú þeg-
ar sú, að hún skuli ná ttl allra
jafnt stærstu smælingjanna í tölu
þjóðanna ekki síður en annarra.
Sú ihugmynd deyr ekki.
Sú hugmynd nær einnig til
eyjarinnar litlu í útihafi, með Ferró
línuna um miðju, og gefur henni
bæði tilefni til og gerir henni að
sjálfsagðri skyddu að koma fram
með sjálfsákvörðunarkröfu, og
fyl'gja henni fram af öllu því lagi
og hyggjuviti, sem til er með ís-
lenzkum mönnum.
Hver veit hvað árið 1918 kann að
bera í skauti sér? Hvert veit nema
sigur þeirfar miklu meginreglu,
sem Frakkar nefna la victoire integ-
rale —heildar-sigur — verði gjöfin
mikla, sem það réttir þjóðunum. '
Þegar vér tölum um slíkan sig-
ur, ættum vér sfður að hugsa um
sigur nokkurum éinstökum þjóð-
uim til handa, og ósigur til handa
öðrum. En vér ættum einungis
að hugsa um sigur mannkynfnu
til handa, réttlætinu til handa,
lýðvaldskröfunum til handa og
sjálfsákvörðunar - réttinum til
handa.
-------o-—
Sólskin.
H, S. B.
“Ck>me out in thc sunshine,
Oih, gather it’s wealth,
There’s joy in the sunshine,
And beauty and health.
Why stay in the shadow?
Why weep in the gloom?
Oorne out in the sunslhine
And let your soul bloom.”
Já. allir verða að koma út í sól-
skinið. bað er áríðandi fyrir alla
rnenn og konur í veröldinni, sem
er bygð af svo mörgum ólíkum
'kynflokkum frá iliinum mörgu
þjóðum, sem heiminn byggja. Og
eins og eðlilegt er, skiftast menn
í tvo aðal flokka: góða menn og
vonda, sem hefir stríð og baráttu
í för með sér. En sem betur fer
munu margfalt fleiri vera í góða
flokknum, þótt því miður alt of
margir séu í ihinutn; og ihafa þeir
komið mjög miklu ililu til leiðar.
Eru það oinkum sumir konung-
arnir, herramennirnir og auðvald-
ið, sem fná upphafi mannkynssög-
unnar hafa, vegna fáfræði og sam-
takaleysis fólksins, haldið því í á
nauð en sér við völdtn og í há-
sætinu, með þvf að láta hina sterk-
ustu og hraustustu menn—kjarna
þjóðanna—berjast og drepa hverja
aðra, jafnvel þó þessir sömu memn
séu alveg ókunnugir hverir öðrum
og ihafi laldrei gert hverir öðrum
■skaða, eða unnið nokkuð til saka,
sam geti leitt til þess hræðilega
stríðs — samvizkulausu slátrunar
og manndrápa—sem nú geisa yfir
Bvrópulöndin. Þessir hraustu og
hugrökku menn verða að yfirgefa
sitt helga og hjartkæra heimilislíf,
vini og vandamenn: feður, mæður
og 'hin heitt elskuðu og yndislegu
börn, og ef til vill koma máske ald-
rei aftur að sjá ástvini sína.
En einmitt fyrir þessar sorglegu
ástæður er mjög áríðandi að koma
út í sólskinið, og vera þar stöðugt,
eða eins oft og við mögulega get-
um. En skilja eiftir alla ó'hamingju
og sorgir í myrkrinu, og gera att
sem við getum til að gleyma þeim,
kasta þeim sem lengst út í haf
gleymskunnar, svo þær komi aldrei
aftur.
Já, við eigum öll að vera í sót-
skininu, og hjálpa hver öðrum til
að komast í sólskinið; því ekkert
getur lifað á vorri jörðu án sólar-
innar: engin dýr eða jurtir, ekki
einu sinni hinar smærstu plöntur
eða frækorn. En til að njóta sem
bezt sólskinsinis, verðum við að
láta sól kærleikans, hjálpsemi og
góðvilja vera okkar leiðarstjörnu.
Mér þykir mjög vænt um að geta
sagt með sönnu, að ungu stúlk-
urnar og konurnar hér í nágrenn-
inu, eru að gera skyldu sína íj
þessu tllliti, með þvf að hjálpa og
gleðja hermennina bæði heima og
á henstpðvunum, og allir menn
verða a?5 taka saman höndum og
gjöra skyldu sína og sinn full-
kominn skerf. Sambandsiþjóðirnar
þurfa þess, hermennirnir þurfa
þess og öll félög og einstaklingar,
som eru að vinna fyrir hið brezka
ríki, til dæmis “The Children’s Aid
Society of Winnipeg,” sem starfar
og vinnur svo mikið fyrir munaðar-
laus og yfirgefin bön, og eins þau'
börn, Sem verða fyrir hirðuleysi,
harðneskju og hættulegri meðferð
jafnVel af sínum eigin foreldrum. j
Það er enginn efi á því. að mörg af
þessum yfirgefnu og heimilislausu
börnum myndu eyðileggjast og j
deyja og sum jafnvel verra en
og morðingjar—, og að lokum á-
byrgðarmikil og þung byrði fyrir
Canadaþjóði'na. En fyrir hið góða
verk hjálparfélagsins, ‘The Child-
ren’s Aid Society”, verða þessi
sömu börn aðnjótandi góðs uppeld-
is og fá góða mentun, og verða
með fullbrðins árunum góðir og
nytsamir þegnar hins brezka ríkis.
Og það er skylda vor allra, að
leggja fram peninga og aðra hjálp
til félagsins og hjálpa sólinni til
að skína skært og fagurt inn í sálu
munaðarlausu barnanna, svo að
hún geti skinið þar alla þeirra
lífstíð.
En til þess að geta í raun og
veru hjálpað til þess, að sólin fái
skinið skært og bjart inn í sálu
annat’a, svo sólskinið sé þar stöð-
ugt, verðum vér að hafa nægilegt
sólskin í vorum eigin sálum. En
til þess útheimtist, að vér séum
sjálfstæðir, með sterkri trú á vora
eigjn krafta, og að við hjálpum
okkur sjálfir; um fram alt útrým-
um þeim smásálarskap og nirfils-
hætti, að senda foreldra vora og
aðra á gamalmenna hæli, sem
verða að lifa á bónbjörgum og til-
löguin frá óviðkomiandi mönnum,
sem eru svo .heiðarlegir og skyldu-
ræknir, að ala sjálfir önn fyrir
vandamönnum sínum, og þar að
auki að leg'gja ifram peninga og
aðra hjálp öðrum, og það jafnvel
þeim mönnum, sem ekki verð-
skulda það. En sjálfsagt er að
hjálpa þeim, sem eru einmiana og
eiga enga nána ættingja eða vini,
en eru orðnir ollihrumir og ósjálf-
bjarga; jafnvel þótt það sé óreglu
og fyrirhyggjuleysi þeirra sjálfra
að kenna, meðan þeir voru á
þroska og fullorðinsárunum; því í
flestum 'tilfellum er það mann-
anna eigin skuld; þeir leggja ekki
nóg f sparisjóðinn eða arðberandi
eignir, til framfæris á ætfikvöldinu.
—En yfirleitt hafa íslefidingar
síðan þeir komu til þessa lands,
orðið að treysta sínum eigin kröft-
um, og t.rúa á mátt sinn og megin,
og hjálpa sér sjálfir, til þess að
geta alið önn fyrir sér og slnum,
einkanlega á frumbýlingsárunum.
Þeir voru flestu ókunnir hér og
kunnu hvorki vinnu né mál lands-
ins, og höfðu við marga erfiðleika
að stríða. En þeir létu ekki hug-|
fallast og ruddu sér braut gognum
allar torfærur og erfiðleika, og eru
nú álifenir með beztu borgurum
þessa lands. En nú, þegar þeir
eru svo vel settir og sjálfstæðir 1
efnalegu tilliti, senda sumir þeirra
feður, mæður og vandamenn á
gamalla manna hæli, sem ekki get-
ur borið sig sjálft og eðlilega ekki
veitt móttöku öllum umsækjend-
um, og er því álitið nauðsynlegt
að stækka hælið, sem auðvitað
myndi kosta mikil útgjöld og pen-
ingatillög frá íslenzkum almenn-
ingi vestan hafs. En hvert það
kernst í framkvæmd mun enn vera
óvíst. i
íslendingar eru ihér tiltölulega
fámennir í samanburði við aðrar
þjóðir, komu hingað fákunnandi
og fátækir, en hafa þó frá því
fyrsta borgað sínar skyldur og
skatta til þjóðfélagsins, eins og
aðrir þegnar ríkisins, sem eðlilegtj
er. En þar að auki hafa þeirj
bundist félagsböndum sin á milli,
sem hafa mörg og mikil útgjöld í
för með sér; til dæmis kirkju- og
trúarfélög, Goodtemplara og bind-
indisfélög, lestrarfélög kvenfélög og
mörg önnur smáfélög. öll þessi fé-
lög hafa haft mjög mikil peninga-
útgjöld í för með sér og ýmsan ann-
an kostnað. Enda hafa þau líka
gert mjög mikið gott fyrir íslend-
inga, og unnið talsvert gagn, og
eiga þau beztu þakkir og stúðning
skilið frá þeirra hendi. En eg er
sterklega á móti því að niðst sé á
góðmensku þeirra af nokkrum,
sem hefir efni og kringumstæður
til að hjálpa sér sjálfur. Og þau
/ \
ættu alvarlega að íhuga efnáhag
og kringumstæður iþeirra, sem
sækja um inngöngu til framfærslu
og umsjónar á gamalmennahælin.
Jæja, kæru landar! við skulum
með byrjun þessa árs “stíga nú á
sterkan meið” og strengja þess
heit, að einkunnarorð Okkar skuli
hér eftir vera: Hjálpaðu þér sjálf-
ur. Og svo fylgja þvf af fremsta
megni bæði í orði og verki, á öllum
svæðum lífsins. Það mun hafa góð
áhrif og sólin mun þá skína enn
skærara inn í sálu vora, og sólskinið
dvelja þar stöðugt alla vora lífs-
tíð.
Með innilegustu og beztu óskum
til allra, um gleðilegt ár og farsæla
framitíð, er eg ykkar einlægur vel-
unnari.
Árni Sveinsson.
ÞAKKIR.
P.t. Paris, 16. jan. 1918.
Mér er bæði skylt og Ijúft að láta
félagið ‘The Jón Sigurðsison Ohap-
ter, IO.D.E.” vita, að eg fékk Jóla-
böggulinn þeiss með bezfeu skilum
og í ágætu á,standi síðastl. nýárs-
dag. Það gleður mann að fá gjöf
að heiman, einkum fyrir þá sök, að
á bak við gjöfina er eittíhvað ósýni-
legt, sem er öllu öðru dýrmætara.
Með innilegu þakklæti og einlægri
ósk um langt og farsælt líf, er eg yð-
ar einlægur,
Árni Soffonías Helgason,
No. 874385 78th Batt., C E F.,
France.
Miðsvetrar draumar.
Hjá eru liðin iheilög jólin,
hröðum tíðar vængjum á.
Stafar niður svásleg sólin,
svölum nýárs-tróni frá;
fold er hjúpuð feldi köldum,
Frosti situr einn að völdum,
Lífræningi bjartra blóma
bindur landið heljar dróma.
Vonin lifnar, lengist dagur,
ljósið sigrar Skuggavald;
Rís æ ihærra röðull fagur,
rósum glitar skýjatjald.
Frosti missir meginvöldin,
makleg hreppir verkagjöldin.
Lífið nýju fagnar frelsi,
Frerajöfurs leyst úr helsi.
Eftir vetur vorið blfða
vekur fjör og nýjan þrótt,
eytt sem getur eymd og kvíða,
útlæg gerist koldimm nótt.
Sólauðgur þá sumardagur
sezt að stóli, hlýr Og fagur,
jörð sem ástar örmum vefur,
yngdu lífi þroska gefur.
S. J. Jóhannesson.
Gigtveiki
Vér læknum öll tilelli, þar eem
liðirnir er ekki allareiðu eydd-
ir, með vorua# sameinuðu að-
ferðum.
Taugaveiklun.
Vér höfum verið sérlega hepn-
ir að lækna ýmsa taugaveikl-
un; mörg tilfelli voru álitin
vonliaus, «om oss hepnaðist að
bæta og þar með bæta mörg-
um áram við æfi þeirra sem
þjáðust af gigtinni.
Gylliniæð.
Vér ábyrgjumst að lækna til
fullnustu öll tilfellil af Gyllini-
æð, án hnífs eða svæfingar.
Vér bjóðum öllum gestum,
sem til bæjarins koma, að
heimsækja
MINERAL SPRINGS
SANITARIUM
WINNIPKG- ,MAN.
' Ef þú getur ekki komið, þá
skrifa eftir myndabæklingi
og öllum upplýsingum
LOÐSKINN1 HÚÐIR! ITLL
Eí þér viljið hljóta fljótustu tkil & andvirðl
og hasta verS fyrir lóðskinn, húðir, ull og
fl. sendið þetta tiL
Frank iVIassin, Brandon, Man.
Dept H.
Skrifið eftir prisum og shipping tags.
Til þeirra, sem
augiysa i Heims-
kringlu
Allar samkomuauglýslngar kosta 25
cts. fyrir hvern þumlung dálkslengdar
—I hvert skifti. Engin auglýsins tekin
i blaSiti fyrir minna en 26 cent.—Borg-
ist fyrlrfram, nema ötiru vísi sé um
s&mltS.
Erfiljótl og sefiminningar kosta 15e.
fyrir hvern þuml. dálkslengdar. Hi
mynd fylgir kostar aukreltls fyrir til-
búnlng: á prent "photo”—eftir stœrtS.—
Borgun vertSur atS fylgja.
Auglýsingar, sem settar eru i blatSfB
án þess atS tlltaka tímann sem þær eiga
atS blrtast þar, veröa atS borgast upp aö
þelm tima sem oss er tllkynt atS taka
þær úr blatSinu.
Allar augl. vertSa ati vera komnar &
skrifstofuna fyrir kl. 12 á þritSJudag tll
birtingar i blaSinu þá vikuna.
The VlklBC PresR, Ltd.
BORÐVIÐUR
SASH, DOORS AND
MOULDINGS.
ViS höfum fullkomnar birgtSir af öllum tegundum
VerSskrá verður aend hverjum þeim er þess óskar
THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD.
Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Mun 2S11
Þér, sem heima eruð, munið eftir
íslenzku drengjunum á vígvellinum
y x \
Sendið þeim Heimskrugk; það hjáipar t3 að gera fifið iéHara
KOSTAR AB EINS 75 CENTS I 6 MANUÐJ
eSa $1.50 f 12 MANUM.
m
Þeir, sem vildu gleðja vini sína eSa vandamenn í skot-
grófunum á Frakklaudi, eða í herbúðunum á Englandi,
með því að senda þeim Heimskringlu í hverri viku, aettu
að nota sér þetta kostaboð, sem að eias stendur um stutt-
an tíma. Með því að slá einum fjórða af vanalegu verði
blaðöins, vill Heimskringia hjálpa til að bera kostnaðinn.
Sendið oss nðfnin og skildingana, og skrifið vandlega
utanáskrift þess, sem blaðið á að fá.
The Viking Press, Ltd.
P.O. Box3171. 729 Sherbrooke St., Winnipeg