Heimskringla - 14.02.1918, Qupperneq 4
4. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 14. FEBRÚAR 191S
WINNIPEG, MANITOBA, 14. FEB. 1918
Yistastjórinn nýi.
Margir spáðu vel um, er fyrverandi vista-
stjóri Canada, W. J. Hanna, lagði niður
völdin og H. H. Thomson frá British Colum-
bia fylki var settur í hans stað. Var þá al-
menn skoðun manna, að æðsta vistastjórnin
hefði verið falin manni duglegum og at-
kvæðamiklum, er tafarlaust léti eitthvað
mikið til sín taka. Allir hugðu þær breyt-
ingar í vændum á allri vistastjóminni, sem
hnekja myndi dýrtíðinni í landinu að mikl-
um mun og þar með gera fátækiingum og
verkalýð auðveldara að draga fram lífið.
En að svo komnu hafa allir orðið hér
fyrir vonbrigðum. Þó all-langur tími sé
liðinn síðan vistastjórinn nýi tók um stjórn-
völinn, hefir hann enga tilraun gert að breyta
um stefnu. Hann hefir í einu og öllu látið
sér nægja að sigla í kjölfar fyrirrennara
síns og hefir ekki gert minstu tilraun að
breyta neinu. Dýrtíðin helzt því söm og
áður, nema þegar verðið á einhverri mat-
vörutegund er—ögn hækkað. Bæklingar
J>ó sendir í allar áttir frá skrifstofum vista-
stjórans og undirmanna hans og hver ein-
asti þeirra áminnandi þjóðina um sparnað
og fyrirhyggju og leiðbeinandi henni með
ýmsum fróðleik og upplýsingum. Er þetta
bókstaflega séuna aðferðin og á meðan
Hanna var við stýrið og er eftirmaður hans
auðsýnilega þeirrar skoðunar, að þetta sé
heppilegasta og bezta vistastjórnin.
En þetta er eins og löggjöf án fram-
kvæmdarvalds; lög samin eins góð og full-
komin og framast má verða, en engin lög-
regla til, sem sjái um að þeim sé fram-
fylgt. Leiðbeiningar og reglugjörðir vista-
stjóranna hér hafa því ekki komið meiru
til leiðar, en lögin fengju afrekað—ef engin
lögregla væri til í landinu. Og þess vegna
er öll vistastjórn hér í Canada langt á eftir
því, sem á sér stað í Bandaríkjunum, á Eng-
landi og víðar, að vistastjórana hér hefir
skort alt þrek til framkvæmda. Þeir hafa
leiðbeint, gefið góð og heppileg ráð og við
og við samið strangar reglugjörðir — en
ætíð hefir þá eins og skort vald til þess að
sjá um, að reglugjörðum þeirra væri hlýtt.
Hafi þeim verið veitt þetta vald, hefir þá
skort þrek og áræði til þess að beita því.
Þeir hafa báðir jafnt skoðað það helg-
ustu skyldu sína, að áminna alþýðuna og
tala í hana kjarkinn, en hafa gefið sig minna
við verzlunum eða auðfélögum landsins. Er
því engu líkara, en þeir hafi skoðað alþýð-
una aðallega orsök ríkjandi dýrtíðar! Með
því að eggja hana til sparnaðar og meiri
framleiðslu, hefir þeim eins og fundist þeir
vera að koma í veg fyrir það, að dýrtíðin
fari vaxandi og auðfélögin fái sogið úr þjóð-
inni merg og blóð. Hörmulegri vistastjórn
en þetta er ekki hægt að ímynda sér að geti
verið til.
Engum hugsandi manni dylst, að pen-
ingagræðgi auðfélaga og einstaklinga er
aðal orsök núverandi dýrtíðar, bæði hér í
Canada og annars staðar. Græðgi þessari
verður heldur ekki hnekt með öðru en
lögum og lögreglu. Eintómt orðaglamur
hefir enga þýðingu; það hefir reynslan sýnt
hér í Canada, svo ekki er um að villast. Sá
vistastjóri, sem ekki hefir lögreglu landsins
sér að baki, er ekki annað en nafnið tómt.
Hanna var óþreytandi að tala og rita.
Vilji hans var góður, en kom ekki í ljós í
öðru en orðunum einum. Verk þessa manns
í vistastjórastöðunni voru sáralítil. Og á
meðan eftirmaður hans tekur hann sér til
fyrirmyndar og lætur sér nægja að feta í
fótspor hans, er ekki við neinum breyting-
um að búast til hins betra.
Sú spurning hlýtur því að vakna hjá
flestum, hvort ekki muni hægt að finna ein-
hvem mann annan, sem hæfari sé til að
skipa stöðu þessa. Er enginn maður til í
Canada, sem sé nógu mikilhæfur til þess að
geta tekið við æðstu vistastjóm landsins og
íátið sér farast eins vel úr hendi og vista- ,
stjórum annara landa, t.d. í Bandaríkjunum
og á Englandi?
Augu margra hér munu hvíla á einum
manni sérstaklega, þegar slíkt er tekið til í-
hugunar—það er W. F. O’Connor, lífskostn-
aðar eftirlitsmaður (cost of living com-
missioner). Flestum mun koma saman um
að hann hafi staðið snildarlega vel í stöðu
sinni. Skýrslur hans bera þess ótvíræðan
vott, að honum sé gjarnara að sýna eitthvað
í verkinu en glamra með orðum. Stefnu
sína velur hann hiklaust og óttast ekki þó
stórir menn, auðugir og voldugir, eigi hlut
að máli. Hvað eftir annað hefir hann tek-
ið stór auðfélög í hnakkann og flett ofan af
ýmsum fjárglæfrabrögðum þeirra og ekki
óttast afleiðingarnar hið minsta. Allar
skýrslur hans votta að hann er vakandi yfir
starfi sínu og að hann brestur ekki andans
þrek til þess að birta þjóðinni sannleikann,
þó við stærstu auðfélög landsins sé að etja
og þá mótspyrnu, sem mörgum hefir koll-
varpað. Auðsýnilega metur hann meir
skyldu sína gagnvart þjóðinni, en fylgi þeirra
einstaklinga, sem mestan auðinn hafa á milli
handa. Og að þessu hefir auðfélögunum
ekki hepnast, að fá hann hrakinn úr stöð-
unni og má það þó gegna furðu.
Hann hefir áunnið sér tiltrú samverka-
manna sinna og tiltrú þjóðarinnar. Skýrsl-
ur hans sýna víðtækan skilning á öllu, sem
að stöðu hans lýtur—og staða hans er ná-
skild vistastjórastöðunni.
Enginn maður, virðist því heppilegri en
hann til þess að verða næsti vistastjóri
Canada.
Ljótt ef satt er.
Margvíslegar sögur berast um núverandi
stjórn Rússlands. Vafalaust er lítið mark
takandi á sumum þeirrá. En yfir höfuð að
tala virðast þó sögur þessar votta, að enn
sem komið er hafi stjórn þessi sáralitlu af-
kastað til góðs fyrir þjóðina. Aðal þrek-
virki hennar er að hnekkja með öllu þátt-
töku rússnesku þjóðarinnar í stríðinu, en
ferill þessarar stjórnar frá því fyrst hún hóf
göngu er þó roðinn blóði. Mótspyrna þeirra
manna, sem annarar skoðunar voru, hefir
verið brotin á bak aftur með herafla og
þetta leitt til ógurlegra manndrápa í landinu.
Ef til vill væri slíkt réttlætanlegt, ef það
leiddi til stjórnar og skipulags, en ekki til
verstu óstjórnar, eins og nú virðist ríkja á
Rússlandi.
Því er ekki að neita, að stefna Bolsheviki-
stjórnarinnar er að mörgu leyti all-glæsileg
á yfirborðinu. Allri stjórnarskipun landsins
á að gerbreyta alþýðunni í vil, allur stétta-
munur á að hverfa og auðvaldið á að vera
þar úr sögunni áður langt líður. Stórar
landeignir vissra einstaklinga tekur stjómin
undir sig með því markmiði að skifta þeim
á milli bændanna — eða þeirra manna, sem
viljugir eru að færa þær til réttra afnota
fyrir þjóðina. Ríkið og kirkjuna er þegar
búið að aðskilja, sem teljast má stór við-
burður á Rússlandi, og hér eftir fá prestarnir
þar ekki önnur laun en söfnuðir þeirra geta
goldið þeim. Aðrar fyrirhugaðar endur-
bætur Bolsheviki stjórnarinnar eru eftir
þessu, þó vitanlega séu þær flestar að eins
á pappírnum enn sem komið er.
En sérstaklega er athugavert, að endur-
bótum þessum á að ryðja leið með örgustu
harðstjórn og blóðsúthellingum. Hingað til
hefir Bolsheviki stjórnin ekki hikað við nein
manndráp til þess að koma fram vilja
sínum.
Þessu til sönnunar má tilfæra afskifti
þessarar stjórnar, ef stjórn skyldi nefna, af
málum Finnlands. Finnar segja skilið við
Rússland og mynda sjálfstjórn. Töluverðr-
ar sundrungar verður þar vart, því rússnesk
áhrif virðast enn mega sín þar mikils. Bol-
sheviki stjómin kemur svo til sögunnar und-
ir því yfirskyni, að vilji hennar sé að frelsa
lægri stéttirnar undan yfirráðum æðri stétt-
anna. Alt fer í bál og brand. Borgara-
styrjöld er hafin og ægilegt tímabil í sögu
Finna byrjar. Áður langt líður taka “Rauðu
hersveitirnar” svo nefndu, sem vafalaust
hljóta fylgi Bolsheviki stjórnarinnar, að
fremja skelfilegustu hryðjuverk, að brytja
niður saklausa íbúa landsins í hundraða tali
og myrða konur og börn—og ef nokkuð er
að marka fréttirnar, sem af þessu hafa bor-
ist, þá hefir Bolsheviki stjórnin fremur blás-
ið að uppreistareldinum á Finnlandi en hún
hafi reynt að stilla þar- til friðar.
Ljótasta sagan af gerðum þessarar stjórn-
ar er þó sögð nýlega í blaðinu The Literary
Digest, og virðist bygð á góðum heimildum.
Er þar skýrt frá því, að þeir Lenine og Trot-
zky hafi látið drepa alla þá fyrirliða við
rússneska landherinn og sjóherinn, sem ekki
voru alveg á þeirra bandi, því þeir hafi ótt-
ast, að menn þessir myndu örva til mót-
spyrnu gegn stjórn þeirra er frá liði. Þann-
ig eiga allir fyrirliðarnir við sumar herdeild-
irnar að hafa verið líflátnir, og á þetta að
hafa viðgengist á öllum þeim hersvæðum,
sem Bolsheviki stjórnin hafði umráð yfir.
Fyrirliðarnir rússnesku eru flestir menn vel
mentaðir. Þeir hafa margir getið sér ódauð-
legan orstír í stríðinu fyrir hugprýði og
hreystilega framgöngu. Kjör þeirra hafa
oft verið þau verstu, því rússnesku hermenn-
irnir eru oft og tíðum lítt viðráðanlegir. En
með því að ganga á undan í öllu og vera þar
sem hættan var mest, fengu þeir þó oftast
nær áunnið sér hylli manna sinna. Þessir
rússnesku fyrirliðar hafa vafalaust veriö
þjóðarinnar vöskustu synir.
Þó hafa þeir verið myrtir í þúsunda tali
af stjórn þeirra eigin lands, af þeirri ástæðu
eingöngu, þeir voru á annnari skoðun í
stjórnmálum en valdhafar þessarar stjórnar.
Ef frétt þessi er sönn, sem líkur benda ti
að sé, þá verður þetta sá blettur á Bolshe-
viki stjórninni, sem til eilífðar verður ekki
af máður.
Endurminningar um
Jack London.
Flestir Islendingar hér í landi munu
kannast við enska rithöfundinn Jack Lon-
don. Enginn af enskum rithöfundum er
betur þektur en hann á meðal alþýðunnar.
Þó honum entist ekki líf lengi, hefir hann
grafið nafn sitt óafmáanlegum stöfum á
meðvitund þjóðar sinnar. Allir minnast
þess, að hann var sjálfur lifandi eftirmync
af söguhetjum sínum—hraustmenni mesta,
leikinn í öllum helztu íþróttum, þrunginn af
æfintýralöngun og gæddur þeirri hugprýði,
sem ekkert óttast í jörðu eða á. Það mátti
með sanni segja, að hann lifði sögur sínar
sjálfur—þó stórfengilegar séu Á útkjálk-
um veraldar barðist hann við þrautir þung-
ar og sigraði. I viðbót við atgerfið Iíkam-
lega var hann gæddur góðum gáfum, skarp-
skygni og auðugu ímyndunarafli. Sög-
ur hans sýna þetta, svo ekki er um að villast.
Ritfær var hann með afbrigðum. Ekki kom
ritsnild hans þó í ljós í því, að hann væri
listfengur að skapa stórar og miklar umbúð-
ir með lítið efni; heldur í því, hve miklu
efni hann gat komið fyrir í fáum orðum.
Stefnufastur er hann; velur stefnu sína
ungur og heldur henni til síðustu stundar.
Hann er ekki eitt í dag og annað á morgun
—ekki að rífa niður seinni ár æfi sinnar
það, sem hartn var að byggja þau fyrri. Þó
hann rísi öndverður ýmsu skipulagi mannfé-
lagsins, kirkjulegu og stjórnarfarslegu, verð-
ur hann ekki oft sagður gjarn til stóryrða og
hjá honum verður ekki vart minsta mentun-
arhroka. Hann stærir sig aldrei af þekk-
ingu eða mentun — dylst ekki, hve þetta
hvorttveggja er takmarkað og ófullkomið,
þó oft sé mikið af látið. Lífsskoðun sína
öðlast hann við frjálsa gagnrýni, rannsókn
og eftirtekt á því smáa. Hann grefur sig ekki
ofan í skruddur og skræður, eins og hent
hefir margan gáfumanninn, og gleymir svo
öllu í kring um sig. Hversdags lífið er hon-
um skóli, og þar er hann alt af að Iæra. Ef
fleiri færu hér að dæmi hans, stæðu einstak-
lingar þjóðanna á hærra þroskastigi en nú
á sér stað og þá væri bjartara yfir öllum
framtíðarvonum mannkynsins.
Eftirfylgjandi grein er tekin úr blaðinu
San Francisco Examiner, og af því hún
bregður upp svo ljósri mynd af heimilislífi
skáldsins, finst oss hún verðskulda að koma
fyrir augu íslenzkra lesenda. Fyrirsögn
greinarinnar er “Endurminningar um Jack
London,” og höfundur hennar heitir Edgar
Lucien Larkin:—-
“Þann 13. sept. 1906 dvaldi eg nætur-
langt á heimili Jacks London í Sonoma.
Húsið var fult af gestum. Þegar leið að
háttatíma leiddi Jack mig sjálfur til her-
bergis þess, sem hann hafði valið handa
mér.
Sökum rúmleysis í húsinu tók hann mig
til hinnar afskektu skrifstofu sinnar. Hann
lauk upp hurðinni og bað mig ganga inn og
benti mér svo á hægindastól. Síðan kveikti
hann á Ijósunum og lét sér mörg spaugsyrði
um munn fara á meðan. Opnaði hann svo
aðrar dyr og sýndi mér inn í svefnherbergi
sitt; eftir það bauð hann mér góða nótt.
Þegar eg var orðinn einn, umhverfði eg
brátt öllu, er eg var að skoða alt og rann-
saka. Eg vissi að nú væri eg staddur í rétt-
nefndri bókmenta-miðstöð veraldarinnar.
Skrifborðið var breitt og langt og þakið
pappír af öllu tagi og pennum í tugatali;
blýantar — ekki einn þeirra vel skerptur —
lágu hér og þar; stórar blekbyttur voru á
skrifborðinu miðju og hrúgur af frímerkj-
um. Auðsýnilega var skáldinu lítið um það
gefið, að tekið væri til á skrifborðinu hans.
Enn stendur alt þetta mér skýrt
fyrir hugskotssjónum. Þarna gat
að líta mörg handrit—hálfnaðar
sögur og sögur neerri kláraðar;
þéttrituð handrit, með stór-skáld-
legum tilþrifum á hverri síðu og
þær mannlýsingar, sem seint fyrn-
ast. Líka fann eg þarna efnisyfir-
Iit óritaðra sagna og skýringar með
myndum, einnig nýmeðtekin bréf
frá öllum pörtum veraldar og mörg
þeirra frá útgefendum.
Vitanlega varð mér til mestu
gleði, að fá að dvelja næturlangt
í öðrum eins stað.
Heyr! Sætur og angurblíður
bjölluhljómur barst mér til eyrna;
bjöllur þessar hringdu hver á eftir
annari með mismunandi nótum —
en þó eins og stiltar í aðdáanlegt
samræmi eftir reglum fullkomnustu
hljómfræði. Þetta vpru þrjár af
hinum helgu klukkum musteris
eins í Koreu, og hafði Jack London
eignast þær er hann var fregnriti
í stríði Japana og Rússa. Þær voru
hengdar á greinar trjánna þarna
fyrir utan og hæg hafgloan, sem
svo oft lék um hinn yndisfagra
“Mánadal”, þar sem Jack London
bjó, hringdi þeim hægt og þýtt og
ómuðu þær í samanstiltum og un-
aðsríkum nótum út í umhverfið.
Frá mér numinn hlýddi eg á þær,
því eg hafði ekki vitað af nærveru
þeirra.
Eg gekk út að glugganum. Þá
gekk eg ekki lengur í neinum
skugga um, hvaðan hringingin
kæmi, því ein bjallan var svo nærri
glugganum, að hún nærri snerti
rúður hans, er hún bærðist til í
vindinum. Þá sá eg fyrsta sinni
þessar fornhelgu bjllur—fornhelg-
ar vissulega, því saga þeirra er
rakin margar aldir aftur í liðna
tímann.
Á hyllu í einu horn i stofunnar
sá eg þrettán bækur. Eg stóð á
fætur og skoðaði þær. Þær voru
allar ritaðar af herra London
sjálfum á síðastliðnum fimm árum.
Hann var fæddur 12. jan. 1876—
og nú var eg að athuga allar þessar
bækur eftir hann 13. sept 1906.
Hver sem afkastar jafnmiklu verki
á ekki lengri tíma, veit hvað það
er að starfa bæði nætur og daga.
Þarna í stofunni voru margvís-
legir hlutir frá Klondyke-ferðum
skáldsins, sömuleiðis fágtæir hlutir
er hann hafði haft með sér frá
Asíu. — Mér varð starsýnt á ýms-
an útbúnað, sem hann hafði við-
haft til að verja sleðahunda sína
fyrir vetrarkuldanum.
Hvar sem þú ert á hnettinum,
lesari góður, er þér stór ávinningur
og heiður að taka Jack London þér
til fyrirmyndar og vera dýrunum
jafn-góður og hann var. Hann var
mesti dýravinur. Kærleikur hans
til meðbræðranna var mikill, en
dýrin, sem undir hann voru gefin,
fór heldur ekki varhluta af þess-
um kærleika. — Eg var hér stadd-
ur í sann-nefndri bókmenta veröld
—veröld sagna og sjónleika, sem
heillar sálu manns og togar hana
frá jafnsléttu upp í heiðbláan geim-
inn. Eg varð nú svo gagntekinn,
að eg réði ekki sjálfum mér leng-
ur — greip einn af pennum skálds-
ins og tók að rita, þó klukkan væri
nú langt gengin tvö. Hætti eg ekki
fyr en eg hafði skrifað grein fyrir
blað mitt, The Examiner, og sem
birtist skömmu síðar. Til hvílu
gekk eg þegar klukkan var fimtán
mínútur eftir þrjú.
Eftir að hafa snætt morgunverð
að mun fyr en eg átti að venjast,
gaf eg mig á tal við verkamennina
á búgarðinum. Voru þeir allir á-
nægðir mjög, að vinna hjá manni
eins og Jack London, sem svo góð-
ur væri bæði við menn og skepn-
ur.
Á veggsvölunum fyrir framan
húsið var skáldið að skemta mörg-
um af gestum sínum og hélt eg
Dangað. Samtalið ar hið fjörug-
asta og lögðu allir orð í belg.
Þá kom “Charmian” út á sval-
irnar, kona skáldsins, og rauf
gleðisamsætið án minstu tafar og
dó án þess að segja orð af munni.
Jún leit að eins þegjandi frcunan í
mann sinn og svo til okkar gest-
anna. Við skildum hana og höfð-
um okkur á brott.—Nú var klukk-
DOBDS
KIDNEYí
É P1LLS M
mh-A,
^ »«•■»£ 4. W.
DODD'3 NÝRNA FZLLtTR, góSn
lyrir allsko**r nýrnaveiki. LsekHa
gigt, bakverk og syknrveiki. Dodcfa
Kidmcy Pilis, 60c. askjan, sex öskj-
ur fyrir $2.60, hjá öllum lyísölum
eöa frá Dodd’s Medicine Oo.p Ltd,
Toronto, Ont
an 8.30 f.h. og tími kominn fyrir
herra London að fara til skrifstofu
sinnar og taka til starfa. Engir
gestir, enginn kraftur á jarðríki
fékk að hindra hann frá að starfa.
Kona hans sá um það. Sjálfum
var honum starfið ljúft og skrif-
stofan litla dróg hann til sín með
ómótstæðilegu afli. Hús þetta var
ekki stórt, Að eins 16 fet um-
máls á hvern veg og 9 feta hátt, og
svo innibyrgt var það af skógi og
vafningsviði, að það sást ekki úr
tuttugu skrefa fjarlægð.
Herra London lét ekki gefa sér
til kynna tvisvar, að nú yrði hann.
að byrja að skrifa. Þetta eina
augnatillit konu hans var honum
nóg og hypjaði hann sig í áttina til
skrifstofu sinnar með það sama.
Dróg hann stóra vafningsviðar-
bendu til hliðar og hvarf. — Rétt
á eftir fann eg hrúgu af próförk-
um, sem nýlega höfðu verið send-
ar skáldinu af útgefendum hans.
og allan fyrri hluta dagsins var eg
sokkinn niður í að lesa þær. Þetta
var undursamleg bók—“Mennirn-
ir á undan Adam.”
Svo gagntekinn varð eg af per-
sónu Jack London, að eg er nú
önnum kafinn að semja bók um
hann. Verður bók sú að minsta
kosti hjartfólgin einum manni —
höfundinum. Hefi eg aflað mér
allra beztu upplýsinga um skáldið
og vona að mér ratist viðeigandi
orð á munn er eg reyni að Iýsa ögn
bókrtientastarfi þessa víðfræga
rithöfundar.------
Og nú eru fréttablöðin um allan
heim að skýra frá hinu sviplega
láti hans. Á bezta skeiði lífsins
hlaut hann að falla og leggjast tií
hinstu hvílu í hinu yndislega Son-
oma héraði og hans heittelskaða
“Mánadal.”
Og greftrun hans var haldin
samkvæmt siðvenjum trúaðra
manna. Kona hans stóð fyrir út-
förinni og stráði blómum í kring
um krukkuna, er geymdi ösku
hans. Þetta er siður trúaðs fólks.’*
Mount Lowe, Cal.,
28. nóv. 1916.
------o-------
Almanak 0. S. Th.
Almanak Ó. S. Thorgeirssonar
fyrir 1918 er komið út fyrir
nokkru síðan, og verður ekki ann-
að um það sagt, en að það sé eftir
föngum vandað að efni og mjög
vel vandað að öllum frágangi.
Almanak þetta er sá árlegur
gestur Vestur-Isl., sem vafalaust er
mörgum kærkominn. Mun óhætt
að fullyrða, að það sé keypt af
flestum íslenzkum heimilum hér í
landi.
Innihald þess þetta ár hefir ver-
ið auglýst í blaðinu áður Heim-
ferðar skáldsins Stephans G. Steph-
anssonar til íslands síðastliðið ár
er minst á viðeigandi máta með
því að birt er safn þess helzta, sem
sagt var við hann heima, bæði í
bundnu og óbundnu máli. Tvær
myndir flytur Almanakið af skáld-
inu; önnur tekin af brjóstlíkan, er
gert hefir Ríkarður Jónsson, hin
af lágmynd eftir sama.
Framhald af sögu Vatnabygða.
eftir Friðrik Guðmundsson, birtist
nú og er mjög skilmerkilega og vel
frá þessu gengið af höfundarins
hálfu. Næst er ágrip af sögu Þing-
vallabygðar, eftir Helga Árnason
og þar sömuleiðis vel og ítarlega
frá sagt, og fylgja safni því marg-