Heimskringla - 28.02.1918, Blaðsíða 8
8. BLAÐSIÐA
' HÍIMSKRINGLA
WINNIPEG, 28. FEBRÚAR 1918
—
Ur bæ og bygð.
Mr. og Mi's. O. J. Halldórsson frá
Wynyard komu hingað nýlega og
kom Mrs. Halldórsson til þoss að
ieita sér hér lækninga.
E. F. HaHdórsson frá Kandahar
rar hér á ferð nýlega.
Hermann Thorsteinsson frá Ár-
horg, Man., var á ferð hér í bænum
fyrir heigina.
Bergthor Thordarson, bæjarstjóri
á Gimli, kom hingað upp eftir á
mánudaginn og bjóst við að verða
hér þangað til á þriðjudag.
Páil Reykdal frá Lundar kom
hingað snögga feið fyir heigina.
Hann varðist alira markverðra
frétta.
Dr. Olafur Ktephensen lierlæknir,
sem sendur var til Englands síðast-
liðið vor, kom heim aftur um miðja
síðustu viku.
Utanáskrift til Mr. og Mrs. S. A.
Johnson (j»rentara) verður, eftir 28.
febrúar, 635 Alverstone str., Winni-
iæg.
Fólk sunnan úr bygðinni ætti að
nota þetta tækifæri að sjá einn
bezta leikinn, er sýndur hefir verið
meðal Islendinga.
Mrs. Sigríður Sigurðsson, kona
Haligrims .Sigurðssonar kaupmanns
í Leslie, fór til Roohester, Minn, nú
f vikunni til þess að leita sér lækn-
inga.
Séra Rúnólfur Marteinsson gaf í
hjónaband að 493 Lipton str., þess-
ar persónur: hinn 21. feb. þau
Magnús Sigurðsson frá Capasco, ná-
lægt Prince Rupet, B. C., og Rósu
Magnússon frá Winnijveg: enn frem-
ur 22. febr., þau Guðjón Stefánsson
og Guðrúnu Kristjánsson, bæði frá
Víðir, Man.
Hinn 25. f-ebrúar gaf séra Rúnólf-
ur Marteisnson sanian í hjónaband
að 378 Maryland str., þau Þorkel
Jónsson Clernens og önnu Margréti
Skaptason, bæði frá Winnipeg.
Eftirfylgjandi gjafir hefi eg tekið
við og þakka fyrir hönd Jóns Sig-
urðssonar félagsins: Frá Mrs. Dav-
idson, Winnipeg, $1; Mrs. Helgu
Thom-son, Wpg., $1; Mrs. Chiswel,
Gimli, $4; Mr. H. Halldómsyni, Wyn-
yard, $5 og Ladies Aid, Keewatin,
Ont., $11. Rury Arnason,
635 Furby str., Winnipeg.
“19. Júní” iheitir nýtt kvennablað,
sem hrint var af stokkum síðast lið-
ið sumar í Reykjavík á íslandi. Rit-
stjórinn er Inga L. Lárusdóttir og á
blaðið að fjalla eingöngu um mól
kvemna. Það á að flytja fræðandi
og skemtandi ritgerðl r íslenzkri
kvenþjóð til andlegrar uppbygg-
ingar. Vér höfum séð nokkur ein-
tök af blaði þeosu og virðist það
fara mjög myndarlega af stað. Það
er lítið um sig til að byrja með, en
ef undirtektir verða góðar og eign-
ist blaðið sæmilega marga áskrif-
endur, verður það að líkindum
stækkað áður en -langt líður. —
Verð þess hér í landi er einn dollar
um árið og borgist f>0 cts fyrir fram.
Mi-ss K. Nelson tekur á móti áskrif-
endum og er hana að finna á skrif-
stofu Heimskringlu.
-------o------T-
Bréf úr br:>6um
Isleiulinga
Norðan frá vatni.
Ilerra ritstjóri!
Fátt hefir borið hér til tíðinda,
síðan eg skrifaði þér seinast, fyrir
rúmum tveim mánuðum.
Á sunnudagskvöldið kemur, þann
3. marz, fer fram hátíðleg athöfn við
guðsþjónustu í Tjaldbúðarkirkju.
Verður þá afhjúpuð skrautrituð
nafnaskrá þeirra meðlima safnaðar-
ins, sem innritaat hafa í Canrdaher-
inn. — Allir veikomnir.
Jónas Hall frá Mountain, N. D.,
kom til borgarinnar innar á föstu-
daginn í síðustu viku. Hann bjóst
við að halda vesturátt, alla leið til
Alberta og verða um mánaðartíma
í því 'ferðalagi.
Engin messa í TJnítarakirkjunni
á sunntidaginn kemur, þann 3. mar.
Magnús Sigurðsson, frá Casjvaco í
British Columbia, kom hingað til
bæjarin-s síðastliðið haust og hefir
dvalið mest af tímanum hér í Win-
nipeg síðan hjá skyldfólki sínu.
Hann hélt heimleiðis aftur stuttu
fyrir síðustu helgi og fór þá ekiki
einn saman. Rétt áður en hann
lagði af stað gekk hann að eiga
Rósu Magnússon héðan úr bænum
og framdi séra Rúnólfur Marteins-
son lijónavígsluna.
J. Janusson, bóndi í Foam Lake-
bygð, kom til baka úr Bandaríkja-
ferð sinni síðast liðinn fimtudag.
Eins og skýrt var frá nýlega í blað-
inu, fór hann tii Rocihester, Minn.,
með Kr. Gabrielsson, sem var að
leita sér bóta við innvortis sjúk-
dómi. Var herra Gabrielsson skor-
inn upp á hinni frægu læknastofn-
un Mayo bræðranna á meðan Jón
var syðra, og er nú á góðum bata-
vegi. Bergjón, sonur Jóns, sem
stundar vélfræðisnám í La Cross,
Wis., heim-sótti föður sinn á meðan
hann dvaldi í Rochester. — Lætur
Jón mjög vel af bæ þessum og mikið
þótti honum koma tfl ofannefndrar
læknastofnunar.
Eins og sagt hefir verið frá áður,
hafa kvenfélagskonur Tjaidbúðar
nú skemtikveld vikulega. — Næsta
skemtikveid verður að heimili
þeirra Mr. og Mrs. L. Jörund,sson,
351 McGee str., á laugardagskveklið
2. marz.
Sjónleikurinn góðfrægi, “Stoðir
samfélagsins,” verður sýndur á
Gimli á laugardagskvöidið þann 2.
marz næstkomandi, byrjar kl. 8. —
Þriðjudagin-n 26. þ.m. voru þau
Robert McCluskey frá Merlbluff, Al-
berta, og ungfrú Mary Anderson, frá
Bowlus, Minn., gefin saman í hjóna-
band af séra F. J. Bergmann.
Fundur í stúkunni “ísafold’ I.O.F.
í kveld (fiintud.) á vanalegum stað
og tfrna.
Mrs. Lára Árnason, kona Guðm.
verzlunarmanns Ámasonar, fór al-
farin -ineð börn sín og bú-slóð til
Ashern, Man., á föstudagin-n í síð-
ustu viku. Guðmundur -hefir þar
matvöruverzlun í félagi við Th. J.
Olíemens, og h-efir Guðm. dvalið þar
norður frá í vetur. — Kvöldið áður
en Mrs. Árnason fór norður kom
saman hópur vina hennar að heim-,
ili Mr. og Mrs. Björn J. Halissonar,
að 638 Alverstone stræti, til þess að
kveðja Mrs. Árnason og til þess að
þakka henni fyrir margar skemti-
stundi-r er þeir, vinir og kunningj-
ar höfðu -haft að heimili þeirra
hjóna. Yar þetta -hið mesta á-
nægjukveld og var skemtun marg-
breytt: söngur, hljóðfærasláttur,
upplöstiiar, spil-að og einnig stiginn
dans, og síðast en ekki sízt ágætarj
veitingar. M-rs. Ásta Hallson hafði
orð fyrir gestu-m, talaði nokkur vel
valin orð til Mns. Ámason og færði
henni gjöf frá gestunum, sem var
skrautbúinn kassi með silfurborð-
bún-aði í og einnig sérstaklega fögur
blóm (“Ameriean Beauties”).
TIL LEIGU húsgagnalaust her-
bergi, hentugt fyrir eina stúlku.—
Telephone: Sher. 1907.
LAND til leigu, hálf section, 2V4
mílu frá Gimli. Á landinu er gott
íveruhús og aðrar byggingar, góður
brunnur, mikið engi og nokkuð!
undir akri. Sá sem vildi sinna þessu |
snúi sér til Guðm. Ohristie, Ste. 11, {
406 Notre Dame, Winnijæg, til frek-,
ari upplýsinga. 23-25 [
“HEIMLEIÐIS”
Kvæðasafn eftir Stephan G. Steph-
ansson, kveðið 1917. Prentað á ls-
landi. Kostar 50 eents. Er nýkom-
ið í bókaverzlun Ólafs S. Thorgeirs-
sonar, 674 Sargent ave., Winnipeg.
HVER ER
TANNLÆKNIR
YÐAR?
Varanlegir <Crowns>
og Tannfyllingar
—búnar til úr beztu efnum.
—sterklega bygðar, þar sem
mest rdynir á.
—þægilegt að bíta með þeim.
—fagurlega tilbúnar. ihn
—endhig ábyrgst. \ /
HVALBEINS VUL-
CANITE TANN-
SETTI MÍN, Hvert
—gefa aftur unglegt útlit.
—rétt og vísindalega gerðar.
—passa vel í munni.
—þekkja.st ekki frá yðar eigin
tönnum.
—þægilegar til brúks.
—Ijómandi vel smfðaðar.
—ending ábyrgst.
DR. R0BINS0N
ÞAKKARÁVARP
Eg undirrituð votta hér með mitt
inniicgasta þakklæti til félagsins
New York Life og agents -þess, Mrs.
M. J. Benedictson, fyrir greið og góð,
skii á lífsábyrgð mannsins mfns sál.,!
Eyjólfs Eiríkssonar, að upþhæð $500,!
ásamt $12.51 sem er tveggja ára;
“dividend”. Hvorugt okkar hjóna
hugsaði, þegar hann tók lífsábyrgð,
að svo skjótt yrði til hennar tekið,
og sízt hugsaði eg, er hann gekk að
heiman heilbrigður til vinnu sinn-
ar, að innan tveggja tíma yrði hann
liðið lík. Þó engin lífsábyrgð bæti
hinum oftirlifandi missirinn. er hún
engu að síðhr of oft eina hjálpin,
þegar í raunirnar rekur, og maður
stendur einmana eftir, til að mæta
hinum ýmsu fjármálakröfum, sem
slíkum missi er samfara.
Með virðingu og vinsemd.
Elízabet Eiríksson.
Blaine, Wash., 20. febr. 1918.
Betel Samkomur
Markland Hall...........2. marz
Moosehorn skóla.........5. marz
Hayland Hall............7. marz J
Wild Oak—Herðubr. Hall . 11. marz
Langruth.............. 13. marz j
Inng. ókeypis.—Samskota leitað i
Tannlæknir og Félagar hans
BIRKS BLDG, WINNIPEG
North Dakota samkomur auglýstar
í næstu blöðum.
Tíðarfar þá -helzt til frostlítið,
eða svo þótti ifiskimönnum; en
síðan liefir ekki verið skortur á
frostum. Allan desomber út máttu
h-eita stöðugar frostíhörkur og er
það óvanal-egt á þessu-m stöðvum.
Janúar hefir oft verið kaldur og
stormasamur mjög,. en ekki meiri
frost en tíðast er. Snjóar hafa ekki
verið mikiir enda hefir lítt fest
snjó utan skógar fyrir stormum.
Er því líklegt, að snjóa leysi helzt
of ifljótt, þegar 1-en-gir dag og sólar
nýtur; því það t-elja m-enn verra
fyrir jörðina, ef snjóa leysir mjög
sncmina.
Heil-sufar manna í góðu lagi y-fir-
i-eitt, því kvef og smákvilia tel eg
ekki. Engir hafa dáið á þessuan
tíinia ihér um slóðir.
Grijiahöid góð. Heybirgðir munu
alment sæmilegar, því þó einstöku
inann kunni að skorta fóður,, þá
þá eru aðrir aflagsfærir. Gripa-
verð í bezta lagi, og svo hefir verið
síðastl. 3 ár; þriggja ára uxar hafa
selzt í vetur fyrir 90—100 dollara,
og er það verð áður óþekt í þess-
ari bygð. Mjóilkurkýr eru helzt
ekki falar, nema hjá þeim, sem
verða að hætta búskap. Verð á
þeim mun vera $75—$80, óvöldum
gripum.
Fiskiveiðum er nú að mestu lok-
ið. Margir eru þegar búnir að
draga upp net sín og flestir í þann
veginn. Veiði hefir yfirleitt verið
með lang minsta móti í vetur.
Veldur því hvað vatnið lagði
snemima, en varð þó seint fært til
fiskiveiða. Eítir því sem fiskikaup-
menn segja, er litlu meira en helm-
ingur af fiski kominn til markaðar
héðan úr bygð móti því sem und-
anifarin ár. Mun þó mest allur
fiskur vera fluttur inn. Verðið
hefir aftair verið allgott, svo marg-
ir hafa fengið eins mikla peninga
fyrir fisk eins og í m-eðal ári. En
þá er aftur þess að gæta, að bæði
veiðarfæri og flest nauðsynjavaTa
er í nærri hálfu ihærra verði, en
áður var. Verður því sýnileg aft-
urtör í þeirri atvinnugrein þennan
vetur. Engin samkepni kemst uú
að við fiskisölu, því verðið er fast-
ákveðið og má þar enginn yfir
fara. Eru menn óánægðir yfir því,
að sú eina vörutegund skuli þann
veg takmörkuð, því annars hefði
fiskur efalau-st selst á afarverði.
Þar er aftur hagnaðurinn trygður
fyrir fiskikaupmönnum (auðfélög-
unuin). Þeir geta ekki skaðast á
samkepninni, þó þeir að vísu hafi
takmarkaðan gróða af fiskisöl-
un-ni. — Við erum einlægt að vonia
að fast verð verði sett á eitthvað
af því, sem auðfélögin framleiða,
en það lítur út fyrlr, að bænda-
varan eigi að ganga á undan.
Saimkamur hafa verið hér fáar í
vetur, og enn færri málfundir. Þó
rná geta þess, að G. T. stúíkan
Djörfung ihélt samkomu 26. þ.m.
Var það 6. afmælisdagur stúkunn-
ar. Veður var kait og komu því
færri en mátti vænta af eldra
fólkinu, en fáir sátu heima af unga
fólkinu, enda er það flest í stúk-
unni. Var þar allgóð skemtun
eftir því sem við mátti búast.
Ræðumenn voru: Páll Reykdal
frá Lundar, J. K. Jónasson og
Guðm. Jóns on. Ekki ætla eg að
leggja neinn dóm á ræðurnar; m-ál-
efnið er mér of skylt til þess. Ungu
stúlkurnar tvær sögðu fram kvæði
(Miss K. Sveistrup og Miss S. Svei-
strup) og Miss H. Johnson las
sögu. Tókst þeim öllum furðu
vel, þegar þess er gætt, að þær
hafa litla æfingu, og varla heyrt
þær listir leiknar af þeim, sesm
kunna. Þess á milli var skemt
með íslenzkum söngvum. Hafði J.
K. J. æft nokkur lög með unga
fólkinu áður. Fór sú iskem-tun vel
fram; annars hefi eg lftið vit á að
dæma uim söng. Að því búnu
sk-emtu menn sér við dans og stóð
það sem eftir var nætur.
Heldur hofir liðkast til um her-
skylduna -hér síðan eg ski'iaði
seinaist. Nokkrir bændasynir hafa
fengið undanlþágur fyrir herrétti,
en möngum hefir v-erið neitað. Er
því -sjáanlegt, að það -hnekkir
mjög búnaðinum, því fáir eru svo
efnum -búnir, að þeir geti -haldið
kaupamenn f þeirra stað, enda
em slíkir menn ófáanlegir árlangt
og afardýrir. 'Velar þær, sem hér
hafa unnið að plægingu, sögun og
brunnborun, verða að líkinduim
ekki notaðar, því þeir scm eiga þær
og stýra þeiim, eru flestir teknir í
herinn. Þannig horfa við íyrir okk-
ur fyrstu afleiði-ngar herskyldunn-
ar. Vera má, að þessir m-enn vin-ni
okkur og ihei-minum gaign á víg-
v-elli. Eg efaist ekki um, að þeir
rey-nist þar eins hraustir og dug-
andi og nokkrir aðrir. En spurs-
rnálið er, hvort þeir hefðu ekki
unnið sa-mbandshernilm meira
gagn heima við að framleiða líf3-
nauðsynjar.
Guðra. Jónsson.
Herra ritstjóri!
Mér d-att í hug að senda þér fá-
einar línur í fréttaskyni , ef þær
verða þá þannig úr garði gerðar, að
viðunandi þyki.
Þossi vetur, það sem af honum er,
má heita að hafi verið frostarvægt;
þó gerði hér gaddhörku frost í des-
ember, en það varaði e-kki mjög
lengi. Svo gerði hér mjög hart frost
seinustu dagana af janúar; en síð-
an febrúar byrjaði, hafa verið ágæt-
is veður, Mkari vorveðri en vetrar;
snjór er orðinn hér um -slóðir all-
mikill, sem von er, því alt aí hefir
verið að snjóa.
H-eilsufar og líðan manna mun
iiér yfirleitt góð. Fiskveiði í Winni-
pe-gvatni ó þessum vetri mun hafa
verið all-góð og betri en menn
bjuggust við af því vatnið 1-agði svo
seint í haust. Það eru annars mikl-
ir peni-ngar, sein fiskimenn draga úr
Winnipeg vatni á hverju ári, og
ekki vei-t eg hvernig færi, ef sá at-
vinnuvegur eyðilegðist; en það
myndi hann gera, ef allir fiskimenn
yrði teknir f herinn; en vonandi
verður það ekki gjört. Því vorð-
hækkun og eftirspurn eftir fiski,
senn alt af fer vaxandi með hverju
ári, san-nar ]>að, -að fi-skveiðin er eins
nauðsynleg og nokkur önnur fram-
leiðsia í landinu.
iSvo enda eg þessar línur og bið
þi-g forláta -hvað þær eru ófull-
koinn-ar. Eg þakka ykkur kærlega
fyrir jólablaðið sem er mjög elgu-
legt og Sjálfsagt kærkomið öllum
lesendum Heimskringlu.
Heims-kringla er nú, undir þinni
ritstjórn, fullkomlega það sem hún
hefir áður verið: fræðandi hlað og
skemtilegt.
Með beztu ósku-m til þín og ykkar
allra.
Páll E. ísfeld.
Nes P.O., 10. febr. 1918.
Morgunblaðið segir svo frá, eftir
fréttaritara sfnum á ísafirði: “Ný-
lega fór fram rannsókn á efnaihag
manna hér í kaupstaðnum. Kom
þá f Ijós, að 374 ihei-mili voru atvinnu
1-au-s, og heimilisfólk þeirra 1268.
Það er búist við þvf, að 66 heirnil-
anna, 780 manns komist af hjálpar-
laust, en 308 heimi-li, með 988 manns,
þarfnast hjálpar. Hvert þeirra þarf
að minisfca kosti 3 skippund af kol-
um og um 3000 krónur f jæningoim,
til þess að geta keypt aðrar nauð-
synjar. Hér á staðnnm eru tii nú
sem -stendur að eins 30 smálestir af
kolum. Það er ekki hægt að reka
surtarhrandsnámuna í Bolungarvík
vegna skots á sprengiefnum, sem er
nauðsynlegt við námugröftinn. Ög
það litla, -sem unt hefir verið að ná
úr nám-unni, -er ekki unt að fiytja
hingað vegna -haffss. Skólunum var
lokað 15. des.”
Islands fréttir.
Hlutabréfakaupin
“Alt orkar tvímælis þá er gjört er”
og svo er urn kaup miín hér á hluta-
brófum Eimskijiafélagsins. Ýmislegt
hefir verið rætt um þau og ritað, og
hirði eg ekki að sinni að fara frek-
ara út í þá sálma. Og ekki ætla eg
með línum þessum að gefa neinar
sérstakar skýringar, utan þá einu,
að hlutabróf þau er eg kaupi hér,
kaupi eg fyrir al-íslenzka menn,
horna og barnfædd-a á Islandi og
búsefcta þar, en alls ekki fyrir út-
lenda menn neina né félög. Lýsi eg
yflr þessu, fyrir þá -sök, að eg hefi
orðið þess var að ýmsir í-slandsvinir
hér hafa óttast, að kaupin væru
gerð fyrir útlen-da -auðmenn.
Þeim sem ekki vilja trúa þessu,
vil eg benda á það, að samkvæmt
lögum Eimskipafélagsins verður að
fá samþykki félagsstjórnarinnar til
þess að lögl-eg geti orðið eigenda-
skifti á hlutabréfunum, og munu
það flestir mæla, þeir er til Jækkja.
að st.iórn Eim-skipafélagsins sé svo j
vel miinnum skipuð að vel sé henni
trcystandi til að gæta svo hagsmuna
félagsmanna, að hlutabréfin komi j
ekki í eigu útlendra auðkýfinga, né
neinna þeirra manna annara, er
hættulegir gætu orðið tilgangi fé-
lagsin-s.
Stefán Stefánsson.
656 Toronto St., Winnipeg,
22. febrúar 1918.
SANOL
NÝRNAMEÐAL
HIN EINA
AREIÐANLEGA LÆKNING
VIÐ
GALL STEINUM, NÝRNA
OG BLÖÐRUSTEINUM OG
ÖLLUM SLÍKUM OG ÞVt-
LÍKUM SJUKDÓMUM.
Tilbúið úr
JURTUM og JURTASEYÐI
The Proprietory or Patent
Medicine Act No. 2305
VERÐ: $1.00 FLASKAN
Burðargj. og etríðssk. 30c.
The SANOL MANUFACTUR-
ING CO. OF CANADA
614 Portage Ave.
Dept. “H” WINNIPEG, Man.
The Dominion
Bank
horni wothe damk ave. «•
SHEIIBROOKE ST.
HSfnK.taii, ifpk. .......« u.eoe.eeo
Vara.jASnr ..............$ 7.000.000
Allar elarnlr ...........«78,000,OM
Vér éskum eftir Tniskiftum rerzl-
unarmanna o« ábyr«jumst atl i»fs
þeim fullnœgju. Sparisjðtlsdeild tm
er sú stærsta sem nokkur bankl
hefir i borginnl.
Ibúendur þessa hluta bor«arinnasr
ðska ati sklfta »10 stofnun. itm b
Ns
vita ati er al«erle«a try««.
vort er full try««ln« fyrlr
ytiur, konu o« börn.
íafn
sjálfn
W. M. HAMILT0N, RáðsmaSnr
PHONE GARKT «45«
Austur í blámóíu fjalla, bók Að-
alsteins Kristjánssonar, kostar
$1.75. Til sölu hjá
Friðrik Kristjánssyni
589 Alverstone St.,
18—25 pd. Winnipeg.
GISLI G00ÐMAN
TIXSJIUHiU
VerkstnVl:—Horni Toronto Bt. og
Notro Dame Ave.
Phone Helmlllai
Garry 2988 Garry 8M
Guðmundur Olsen kaupmaður
andaðist 'hér í bænum 21. jan., varð
bréðkvaddur n-ál. kl. 6 um d-aginn,
og var þá í verzlunarbúð sinni.
Hann var á sjötugsaldri, alþektur
maður hér 1 bænum.
Ljómandi Fallegar
Silkipjötlur.
til að búa til úr rúmábreiður —
"Crazy Patöhwork”. — Stórt úrral
af fttórum silki^afklippum, hentuw
ar í ábreiður. kodda, e««Bur og H
—8tór “pakki ’ á 26c., flmm fyrir $1
PEOPLE’S SPECIALTIES CO.
Dept 17. P.O. Box 1836
WINNIPEG
Samkomur í
Saskatchewan
Churchbridge,.... mánud. 11. marz
Wynyard ......... þriðjud. 12. marz
Leslie ........... miSv.d. 13. marz
Inng. ókeypi-s. Samskota leitað.
Á eftirfylgjandi stöð-
um verða samikomur
haldnar til arðs fyrir
hjálparsjóð 223. her-
deiildarinnar.
Ræðumenn:
Hon. T. H. Johnson
Dr. B. J. Brandson
Capt. W. Lindal.
Söngvarar:
Mrs. S. K. Hall.
Mr. Paul Bardal, jr.
DR. BJÖRNSSON’S SANITARIUM
TAUGA-SJÚKDÓMAR, GIGTVEIKI, NÝRNA-
VEIKI, BLÓÐLEYSI O. S. FRV.
—læknað með Rafmagns og Vatns-læknlngar aðferðum. Nún-
ing (Skandinavian aðferð).
GYLLINIÆÐ
ORSAKAR MARGA KVTLLA
—og þú getur
helt öllum þeim
metSulum í þig,
sem peningar fá
keypt;
—et5a þú getur
eytt þínum sí?J-
asta dollar í að
leita á bat5stat5i
ýmiskonar;
—et5a þú getur
látitJ skera þig
upp eins oft og
þér þóknast—
Og samt losast
þú ALDREI vit5 sjúkdómlnn, þar
til þlnar <>ylllnlætlar eru lækn-
nbar aó fullu
(Sannleikurinn í öllu þessu er,
aö alt sem þú hefir enn þá reynt,
hefir ekki veitt þér fullan bata.)
TAK EFTIR STAÐHÆFINGU
VOHRI N ÍJ!
Vér læknum fullkomlega öll
tilfelli af GYLLINIÆÐ, væg, á-
köf, ný eöa langvarandi, sem
vér annars reynum at5 lækna
met5 rafmagnsáhöldum vorum.—
Et5a þér þurfiÖ ekki at5 borga
eitt cent.
ASrir sjúkdómar læknaðir
án meðala.
DRS. AXTELL & THOMAS
503 McGreevy Block
Winnipeg Man.
KENNARA vanfcar við Ra/lph
Connor skóla fyrir 7 mánuði frá ,18.
marz næstk. Verður að hafa 2. eða
3. flokks kenn-araleyfi. Pæði og her-
bergi fæst 1% mllu frá skólanum.—
Skólinn er 12 míl. frá Ashern þorpi.
Tilboð er tiltaki æfingu og kaup
sendist til
H. Baker, sec.-treas.,
21—25 Zant P.O., Ma«.
KENNARA varntar við Arnes
skóla No. 586 fyrir 7 mánuði frá L
apríl næstk.; annars flokks "n«r-
mal” stig óskast. Tilboð m-eðtekin
til 15. marz, sem tiltaki kaup, æf-
ingu, o.s.frv.
Árn&s, Man., 28. jan 1918.
Sigurður Sigurbjörnsson.
19—25.
Skrifstofu tímar—10—12 f.h„ 2—3 og 8—9 e.b.
609 Avenue Block (265 Portage Avenue). Phoue M.
4433
Lesið auglýsingar í Hkr.
HRABRITARA
0G BÓKHALD-
ARA VANTAR
Það er orðið ðrðugt að li
æft skrlfstofufólk vegna
þess hva'ð znargir karlmenn
hafa gengið í herinn. Þeir
sem leert hafa á SUCCESS
BUSINESS Collage ganga
fyrir. Suceess skólinn er aá
stærsti, sterkasti, ábyggileg-
asti verzlunarskóll bæjarins
Vér kennum flelri nemend-
um eu hinir allir til samans
—böfum ednnig 10 deildar-
skóla víðsvegar um Vestur-
landið; innntum melra en
5,000 nemendur árlega og
eru kennarar vorir æfðir,
kurteisir og vel starfa sín-
um vaxnir. — Innritist hve-
nær sem er.
The Success
Business College
Portage Edmontua
WINNIPEG