Heimskringla - 28.02.1918, Blaðsíða 5

Heimskringla - 28.02.1918, Blaðsíða 5
WINNIPEG. 28. FEBRÚAR 1918 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA hann þektu. Hann var maður hæg- ur og stiltur í dagfari, og hinn vandaðasti í öllu. Það var haft til orðs um hann, að í viðskiftum hugsaði hann fremur um hag viðskiftamannsins en sinn eigin. Er það ávalt ein- kenni hinna beztu manna, og verð- ur hverjum, er sér temur, andlegur auðlegðarauki, er hann hefir með sér í förina hinztu, Þótt ef til vill verði auðurinn minni í bili. Halldór heitinn hafði brennanda áhuga á hverju starfi, sem hann tók sér fyrir hendur. Og er það dæmi þess, hvernig hann hélt Í/jfb um sínum áfram með miWfh þrautum af þeim sjúkdómi, sem leiddi hann til bana, síðustu vik- umar, sem hann lifði. 1 andlegum efnum var hann hinn mesti alvörumaður, með á- kafa sannleiksþrá í brjósti, leitandi símnleikans hvar sem eiginn hugur hans benti. Leiðirnar til guðs og eilífs lífs eru margar. Og sú leiðin hverjum heppilegust, sem vekur flest af öfl- um eilífs lífs í sálu hans og gerir hann að sönnustum manni. 1 umgengni var Halldór heitinn hvers manns hugljúfi og trúfastur vinur vina sinna. Dagsverkið jarðneska er nú á enda. Börnin hans fjögur eru hér við líkkistuna hans föður síns, öll of ung til þess að vita, hve mikils þau hafa mist. Eiginkonan hans, sem ung gaf Honum hug og hjarta, verður nú fyrir þeim þyngsta harmi, sem fyr- ir konu getur komið, að verða, svo snemma æfinnar, ein eftir skilin með barna hópinn sinn, og sjá hann borinn burt af heimilinu þeirra, sem fórna vildi hverri stundu og öllum kröftum fyrir vel- ferð ástvinanna, sem drottinn hafði gefið honum. En trúr er sá, sem fyrirheitin hefir gefið. Öll fyrirheit guðs eru Sólarljóð. SólgrytSjan kevtSur þau í ársbyrjun 1918. Eg við sólar segulhjólið sver og róleg drep á ekjöld: hnJga’ af stóli nú skad Njóla og Norðri sjóli missa völd. Minn skal ljómi, að dagsins dómi dreiía grómi þoku iheims; friðarhljóma fagur ómur fylla tómið sóJargeims. Þegna mína kýs eg krýni kærleiks iínið guðvofjar; geðblær sýni’ að hjörtun hlýni; 'hamíör dvíni styrjaldar. Skerpist onn þá öflug kenning, upp svo renni siðabót; karla’ og kvenna mLkilimenni myndi þennan öldubrjót Systur, bræðmr, menn og mæður með sjáílfstæðls fánann hátt 'heftið æði, hindrið bræði, heimtið næði, grið og sátt. Ioforð um fögnuð, sem vér eigum framundan. Þessi harmastund er guðlegt fyrirheit um kærleiksríka huggun og dýrlegan fögnuð, sem er í vændum. Sá guð, sem fyrirheitin hefir gefið, er athvarf ekknanna og munaðarleysingjanna. Hann sér þeim borgið. Hann, sem fól hana móður sína elskuðum lærisveini, sér ykkur borgið. Hann sér oss öllum borgið. Hann lætur hverja skilnaðar- og harmastund vera opnar dyr inn á eilífðarheimilið,—hlið sem huga vorum opnast inn á eilífðarlandið, er vér sjáum ástmennin hjartfólgn- ustu, sem vér áttum, leidd þangað inn til konunglegrar dýrðar og göf- ugri ætlunarverka. Hann, hinn trúfasti, gefur góð- um foreldrum, sem um fram flesta aðra hafa bæði viljann og máttinn, hug og hjartalag til að styðja harmandi dóttur. Hann gefur systkinum og öllum ættingjum hins látna það kærleiks hugarfar, sem eigi lætur neitt tæki- færi ónotað til að hlúa að og friða um ástmennin, sem hann skildi eftir. Frelsarinn er stöðugt að frelsa með því að þrýsta upp á oss hvers annars byrði og láta oss bera. Vér frelsumst sjálfir með því að láta hann kenna oss að frelsa. Látum það ávalt vera gjört með fögnuði. Af öllum kvöðum lífsins og lífsins föður ætti það að vera sú ljúfasta og sælasta. AIls vegna, en einkum sökutn fyrirheitanna. Munum, að vér erum fyrirheitanna börn. Biðjum um þá trú, sem til þess þarf að lifa í fyrirheitunum og til- eink* oss þau, fyrir drottin vorn og frekí§ra, Jesúm Krist. (Birt að tilmælum ekkjunnar og ættingjanna.) Þótt cmeð blóði rúnir rjóði refilslóðum tímans spjald, reynslusjóðir sýni þjóðum sigrur ihins góða, tign og vald. J. Jochumsson. Dánarfregn. Laugardaginn 2. febrOar andaðist að Ninette Sanatorium, Man., Sigfús Jónsson, elzti sonur hjónanna Mr. og Mrs. J. Jónsson, Selkirk. liinn fram- liðni var 28 ára að aldri, fæddur að Ketilsstöðum í Jökulsárthlíð f Norð- urmúlasýslu, þann 14. október, 1889. Séra N. S. Thortláksson hélt hús- kveðju á heimili forelda 'hins látna og fiutti ræðu í kirkjunni; einnig flutti séra Rúnólfur Marteinsson ræðu á ensku. Hinn framliðni var jarðsunginn 1 hinum ísl. lútcrska grafreit í Mapleton á fimtudaginn 7. febrúar af séra N. S. Thorlákssyni. Þakkarávarp. Innilegustu þakkir til allra þeirra, or á eion eða annan hátt sýndu okk- ur hiuttekning við fráfall okkar ást- kæra sonar, Sigfúsar Jónssonar, og heiðruðu útför hans með nærveru sinni og sendu blóm til að prýða kistu hans. Einnig þökkum við ai hjarta hinum mörgu vinum hans, er á ýmsa vegu sýndu honu-m góðvild í veikindum hans. Selkirk, Man., 12. febr., 1918 Guðlaug M. Jónsson. Jón Jónsson. -------o------- Á flækingi Eftir Gl. Tr. Jónsson. “Þar sem enginn þekkir mann, i>ar er gott að vera” o.s.frv. I. Það er ekki langt siðan á jólum, en dvalarstaðir mínir hafa á tima- biHnu verið Winnipeg,Ottawa,Mont- real—og nú síðast Halifax, og má sá aiivitri elnn vita, ihver sá næsti verð- um, líklegast Jerúsalem — eða Sel- kirk—, saroa er mér í hverri Kefla- víkinni eg ræ—eg á hvergi heima, hvort sem er. En eg drógst á það við ritstjór- ann, þá eg kvaddi hann, að senda Heimskringlu nokkrar línur við og við, því hvorugum okkar þótti sæmandi, að liljótt skyldi með öllu um nafn mitt. Nöfn dánumanna eru þess virði, að þeim sé haidið á lofti—af þeim sjálfum, ef aðrir fást ekki til þess Það er nú orðið svo admúgalegt, að skrifa ferðasögur, þó jafnvel ekki sé farið lengra en til Gimli, að eg fæst ekki við það; vil heldur með nokkrum orðum minnast tveggja þeirra staða, sem eg hefi verið sott- ur niður í—; niðursetningar hafa þó sjaldan mikils að minnast. Ottawa og Halifax verða þá fyrir valinu. Ottawa.—Eg kom þangað á nýárs- dagsmorgun. Enga sál þekti eg þar og borgin mér með öllu ókunn; eg tók því bóifestu á ihóteli. Vegna þess þetta var helgidagur, ]>á gat eg ekki “presentérað” sjálfan mig fyrir—jsambandsstjórninni, en hana var eg kominn að finna. Afréði eg því við sjálfan mig að “spásséra” um etætin og “imponera” dónunum — með persónu minni. En á vegi mín- um urðu mestmegnis yngismeyjar, eða iþví sem næst. Tók eg fljótlega eftir því, að stutt pils eru þar i "móð” og ihvítir sokkar. Vindur var um daginn og staðnæmdist eg titt á götuhornum. Ungmeyjarnar höfðu nóg með að halda um hattana. Eg blíndi og vindurinn blés. Næsta dag leigði eg mér herbergi í stórhýsi einu, sem átti að vera bú- staður fyrir karlmepn einvörðungu; en ekki Ihafði eg verið þar margar nætur, þegar eg fór að taka eftir lóukvaki að næturlagi—í herbergj- unum í kring um mig; og það voru ekki fleygar lóur sem kvökuðu. En eins og sæmdi fyrverandi djákna í Unítarasöfnuði, breiddi eg yfir höf- uð mér og stakk upp í eyrun; því eins og Páll postuli segir, djöfulsins vélabrögð eru margvísleg og koma frarn í ýmsum myndum.. Nú hvað Ottawa sjálfri viðvíkur, þá er borgin hin fegursta: reisuleg- ar byggingar, vel upplýst stræti og meiri hluti fbúanna snyrtifólk, — sem ber að vera f höfuðborg lands> ins, þar sem sitja allir mætustu menn þjóðarinnar: Hertoginn, Bor- den, Laurier, Siftons-bræðurnir, og ættingjar þeirra. Um þetta leyti var og Hon. T. H. Johnson staddur í borginni—og svo eg—og jók það á mannvalið. Þing sat ekki, og var því sá skari, sem prýðir borgina 9 mánuði ársins, fjarverandi. Harm- aði eg það, því eg ásetti mér að vera tíður gestur á þingfundum og lœra pólitfk og málsnilli; raunar var eg á mínum Heimskringludögum af- burða pólitíkus, en mér heflr förlað með aldrinum. Ottawa er siðpúður staður, og ber aðailega tvent til þess; fyrst, að j þar eru auðmenn margir og höfð- í ingjar, sem ávalt geta veitt sér alt á! huldu; en hitt þó heldur, að áfast • við Ottawa er Hull. Er sá bær Que-1 bec megin—þar eru Prakkar, þar er j lauslæti og þar fæst vín. Streyma Ottawa-menn þangað á hverjul kveldl, til að hressa hrelda sáil eftir strit og þunga dagsins — “Þegnar unnu þeseum stað, þar er næði að spjalla um málin; þangað runnu þegar að þyrst er bæði líf og sálin.— Eg fór tíðum til Hull. Eins og geta má nærri, hefir höf- uðstaður landsins margt fram yfir aðrar borgir þessa lands, þó fá- mennari sé en þær sumar hinar. Ottawa mun vera firnta borgin í röðinni, hvað fólksfjölda snertir. Bókasafn er hér ágætt, langt um betra en Winnipeg safnið; hér er og málverkasafn all-vandað. Eg er eng- inn lisbdómari, en eg hefi séð raál- verkasöfn bæðl í Lundúnum, Kuup- Halldór Eggertsson. Kveöja frá konu hans. Sungið við jaröarförina af Halldóri Þórólfssyni. Á ströndinni köldu eg kveS þig, vinur minn, eg kveð þig með tárum; á hafið eg stari og eygi anda þinn á eilífðar bárum, eg sé hvar þú lendir við lífsströnd hinum megin. og ljósið frá sál þinni birtir mér veginn, unz kem eg til þín, til þín; eg kem til þín. Eg verð að bíða og brosa gegn um tár hjá blómunum þínum, því sviðanum vildi eg verja þeirra sár í veikleika mínum; en þegar mig syfjar og höfuð þreytt eg hneigi og hvíldar eg þarfnast að enduðum degi þá kem eg til þín, til þín; eg kem til þín. Sig. Júl. Jóhannesson. f i mannahöfn og Edinborg og svo ]>etta í Ottawa; ]>að er auðvitað ininst, en engu að siður eru þar mörg málverk, sein standa engu að baki þeim betri i hinum söfnunum. —Málverkasafnið f Reykjavík liefi eg aldrei séð. Leikhús eru hér mörg talsins, flest nýlega bygð og skrautleg; éru þau flest kvikmyndahús, og kostar inn- gangurinn 27 cent; kunni eg illa þeim prís, ekki vegna þess hvað hár hann var, ó aurunum hefi eg aldrei verið sinkur; hitt var það, mér fanst ihann afkáralegur;—en greina má orsökina: í Ottawa og Ontario er “war tax” settur á ihvern aðgöngu miða, sem seidur er, og nemur hann tveim centum á hverjum 25- eenta aðgöngumiða. í Manitoba og Nova Scotia eru stjórnimar svo ó- menta^^ að skattskylda leikhiisin sjálf;—Ontario og Quebec leggja skatt á þá sem leikhúsin sækja. Stjórnmáladeiiur heyrði eg engar; era allir Unionistar í Ottawa, nema Laurier og Frakkar hans, en eg skii ekki frönsku. Aftur var fljótlega auðséð hvoru megin Hull var í póli- tfkinni. 1 hverri drykkjukrá hékk stór litmynd af Sir Wilírid Laurier. Einnig tók eg eftir því, að það var auður krókur f veggjunum við hlið- ina á myndum þess gamla, og er eg spurði hvernig á því stæði, var mér sagt að þar ætti að hengja Sig. Júl. Jóhannesson, þá hann væri afmynd- aður. Að eins einn af ráðherrum sambandsstjórnarinnar heyrði eg tala, á mannamótum; var sá Hon. N. W. Rowell, fyrverandi leiðtogi Ontario-liberalanna; hann talar vel, líkt og Aikins, en hann talaði um gagnsemi vfnbannsins og gat hann látið það ógert;— en hann ihefir lík- lega ekki vitað, að eg var til staðar. Ekki heilsaði eg beinlfnis upp ó hertogahjónin, meðan eg dvaldi í Ottawa, en þau vora í sama leikhús> inu og eg eitt kvöld, og ekki sýndist mér betur en þau líta tvígang í átt- ina þar sem eg sat við hliðina á rauðhærðu stúlkunni minni, en hvort það var eg sjálfur eða sú rauðhærða, sem vakti eftirtekt þeirra hágöfugu, veit eg trauðla; ef til vill líka missýning af rainni Nefið Stíflað af Kvefi eða Catarrh? REYNIÐ ÞETTA! Sendu eftir Breath-o-Tol In- haler, minsta og einfaldasta áhaldi, sem búið er tiL Set+u eitt lyfblandað hylki, — lagt til með áhalainu — í hvern bollana, ýttu svo bollanum upp í nasir þér og andfærin opnast alveg upp, höfuðið frískast og þú andar frjálst og reglulega. Þú losast við ræskingar og nefstiflu, nasa hor, höfuð- verk, þurk—enlgin andköf á uæturnar, því Breath-o-Tol tollir dag og nótt og dettur ekki burtu. Innhaler og 50 lyfblönduð hulstur send póstfrltt fyrir $1.50. — 10 daga reynsla; pen- ingum skilað aftur, ef þér er- uð ekki ánægðir. Bæklingur 602 ÓKETPIS Fljót afgreiðsla ábyrgst. Alvin Sales Co. P. O. Box 62—Dept. 602 WINNIPEG, MAN. Búið til ai BREATHOTOL CO’T Suite 502, 1309 Arch Street, Philadelphia, Pa. Upplýsinga óskast: Heimskringla þarf að fá aS vita um núverandi heimilis- fang eftirtaldra manna: Th. Johnson, Port. la Prairie, Man. Erasmus Eliasson, 682 Gar- field str. Jón Sigurðson, ' Manchester, Wash. E. O. Hallgrímsson, June- berry, Minn. Miss Arnason, Wroxton, Sask. Tryggvi Hinriksson, Lipton str. Þeir sem vita kynnu um rétta áritun eins eða fleiri af ofan- geindu fólki, eru vinsamlega beSni aS tilkynna þaS á skrif- stofu Heimskringlu. hálfu; eg hafði verið i Hull fyr um kvöldið og því ekki glöggsýnn. Þessar vikur sem eg dvaldi í Ott- awa, liðu fljótt, og það var með engri gleði, að eg meðtók tilkynn- ingu um að taka saman pjönkur ínínar og fara til Halifax. MUnu íá- ir lá mér það, undir ikringumstæð- unum. En þeir sem eru í þjónustu hans konunglegu hótignar, verða að hlýða kallinu—hversu hábölvað sem þeim þykir. Nú var þannig ástatt fyrir mér, að eg var orðinn óstfanginn í rauð- hærðri skozkri mey, sem var nærri þvf feti hærri en eg og viktaði 197 pund. Eg er ekki hár í loftinu og þess vegna hugsa eg alt af um eftir- komendur miína, fyr en um mig sjálfan. Þeir sem hafa stúdérað dýrafræði, vita við hvað eg á Eg hata úrkynjan, en svona gengur það, mitt í alsælunni kom rothögg- ið, rothögg drauma minna og vona. Eg ætla ekki að lýsa saknaðar- fundinum okkar, nema hvað hún sat undir mér í rökkrinu og tára- straumarnir Jauguðu höfuð mitt. Eg hefi ekki þvegið hár mitt síðan. En nú er djásnið mitt horfið mér —Ottawa og Huil i 800 mílna fjar- lægð, að eins minningarnar eftir. Þær vaida mér svcfnlcysi um daga, en næturró minni raskar engin hug- sjó,—ekki einu sinni endurminning- ar frá Yffilstöðum vestri. (Meira.) —------o------ HEIMSKRINGLA er kærkom- inn gestur íslenzkum her- mönnum. — Vér sendum hana til vina yíar hvar sem er í Evrópu, á hverri viku, fyrir aðeins 75c í 6 mánuði eða $1.50 í 12 mánuði. Box 3171. THE VIKING PRESS Ltd Lát ekki Góphurinn stela ágóðanum Áður en nýja hveitið kemur upp skaltu brúka “GOPHERCIDE Eitraðu með því hveitikorn og stráðu svo eitraða korninu kring um holurnar. Það drep- ur þá æfinlega. Selt hjá lyfsölum og kaupmönnum. Vertu æ- tíS viss að fá “Gophercide” BÚIÐ TIL AF NATIONAL DRUG & CHEMICAL CO. OF CANADA, LIMITED MONTREAL Westem Branches: Winnipeg, Regina, Calgary, Edmonton, Nelson, Vancouver and Victoria LOÐSKINN ! HÚÐIR5 ITLL Ef þér viljið hljóta fljótustu skil á andvirði og hæsta verð fyrir lóöskinn, húðir, ull og fl. sendið þetta til. Frank Massin, Brandon, Man. l)ept I{. Skrifið eftir prlsum og shipping tags. BORÐVIÐUR MOULDINGS. ViS höfum fullkomnar birgSir af öllum tegundum VerSskrá verSur send hverjum þeim er þess óskar THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511 Til þeirra, sem augiysa í Heims- kringlu Allar samkomuauglýstnsar kosta 26 ots. fyrtr bvern þumlung ðálkslengdar —i hvert skiftl. Engln auglýslng tekln I blablft fyrlr mlnna en 26 cent.—Borg- lst fyrlrfram, nema öttru vtsl sé um samln. Erflljóö og œflmtnnlngar kosta 16e. fyrlr bvern þuml. dálkslengdar. Ef mynd fylglr kostar aukreltls fyrtr tll- búnlng á prent “photo”—eftlr stserö.— Borgun veröur aö fytgja. Auglýslngar, sem settar eru ( blaBtfl án þess a* tlltaka tfmann sem þœr eiga aö blrtast þar, verlta att borgast upp at þalm ttma sem oss er ttlkynt aö taka þær úr blaölnu. Allar augl. verCa aU vera komnar á skrlfstofuna fyrlr kl. 12 á þrfBJudag tll blrttngar I blaBlnu þá vlkuna. Tke Vlklng Preaa. Ltd.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.