Heimskringla - 07.03.1918, Qupperneq 7
WINNIPEG, 7. MARZ 1918
HEIMSKRINGLA
7. BLAÐSIÐA
Hugvekja.
(Framlh. frá 3. blis.)
aðra að deginuim, en hina að kvöld-
inu. Eins er um sunnudagsskól-
ana, að þeir fara fram á tveimur
rnálum í nokkrum kirkjum. Alt
botta kostar mikla fyrirhöfn, en
liún verður með tímanum marg-
borguð.
Eidra fólkið er nú mikið að tapa
tölunni, en alt hið yngra kýs vitain-
1-ega landsmálið, sem virðist mjög
eðlilegt, og sem það getur krafist,
þegar því sýnúst.
Málið er óefað sterkasta taugin,
sem heldur þjóðunum saman og
því iþarí að vera eitt mál, svo þjóðin
renni saman í eina heild, öðru vísi
tokst það ekki. Annars verður
þjóðin tvístruð um aildur og æfi,
iiom má nú með dæmuim sanna í
þessu landi. Það er því að berja
höfðinu við steininn, eða að blanda
saman olíu og vatni, að reyna að
Bameina þjóðarheildina á annan
hátt en að framan er bent á.
Það mun mega fullyrða, að margir
einstaklingtar, sem lærðu feðra-
tungu sfna í sunnudagsskólum eða
í heimahúsum, eru nú óðum að
fjarlægjast mál sitt og sjá nú þegar
út f heiminn er komið, að lítið gagn
er í þvií fyrir fjöldann; svo það eru
að eins þessir fáu bókvísindamenn,
sem gagn hafa af því að kunna
íleiri en eitt tungumál, enda nokk-
urn veginn víst, að margir eru nú
að tapa trygðum til móðurmáls-
ins, jafnvel Ihinir eldri, sem geta
fæi't sér í nyt landsmálið, og er
þetm ölkim sannarleg vorkun, því
rneð hinu nýja máli hefir þeim
oimast nýr heimur, með enskunni,
sem þenur sína voldugu arnar-
vængi nálega yfiv allan hinn ment-
aða heim, og veitir því einstak-
iingnum alt, sem ihugur hans og
andi girnist.
Af öllu þessu er því augljóst, að
það er árangurslaust að spyrna á
BBÓti broddunum. Allar þessar út-
lendu tungur, sem nú hafa við-
haldist í landi voru, meðal almenn-
ings verða að hverfa og munu
hvertfa, ef rétt er að farið, og þá
fjrrst rennur þjóðin saman, og l>að
þarf hún að gjöra sem fyrst. Það
er nokkurs konar sjálfsfórn, sean
(hún þarf að gefa, og líklega gerir
með ljúfu geði, þó gjöra megi ráð
fyrir að þetta komi við hjartaræt-
ur margra, ef málið er af þeim tok-
ið; en á Ihinn 'bóginn er fjöldi ein-
staklinga, som kastað hafa móður-
máli sinu og þykir jafnvel niinkun
að því og þjóðerni sfnu. Fyrir
þessa menn er létt að skifta um, og
þeir eru þegar búnir að því, og
hafa jafnvel eyðilagt nafnið sitt,
til þess að slétta sem bezt yfir þjóð-
emið, sem þó í rauininni enginn
getur eyðilagt, því það hlýtur að
haldast við mm aldur og æfi, og þó
það jafnvel sýnist hverfa um
stundarsakir, kemur það aftur
fram í ættunurn hjá komandi kyn-
slóðum; og er þetta margreynt, að
gáfur og atgjörvi gjöra lengi vart
við sig í stórum ættum, og í dag-
legu lífi er mikil áherzla lögð á
þetta atriði og það að verðdeikum.
Ef til vill væri það þjóðráð og
stór huggun fyrir þá, sein mesta
frygð bera til móðurmáls síiks, að
út kæmi blað í heimalöndunum,
trro sem á hálfs mánaðar fresti,
blað, sem flyttl þeim fréttlr þaðan,
svo þeir með þvf móti gætu fylgst
með því helzta, sem er að gjörast í
heimalandinu, ásamt því að eigm
ast bækur iþaðan; og þetta dygði
þeim eldri alla lífstiíð þeirra, og
bókamarkaðir, sem verzla með út-
tendar bækur, héldust við. Svo
mætti líka, eins og oft á sér stað,
taka upp í innlend blöð útdrætti
úr þessum útlendu blöðum, svo
öllum gaafist kostur á að heyra frá
■Inu landi. En þetta atriði lagast
alt af sjálfu sér, svo ekki er þörf að
ræða frekar um það.
Af þessu er því Ijóst, að ölium
þeim peningum, sem varið hefir
verið eða verður varið til viðhalds
sérstöku útiendu máii, er á gtlæ
kastað og einungis til að tvístra
þjóðinni, sem nú er lífsnauðsyn að
haldi «m bezt saman. Menn verða
þvf að fórna máli sínu á altari
sjálfselsku og eigingirni, svo gott
akipulag komlst á og þjóðin verði
ein heild; og alls ekki er það
ómögulegt, ef tungumálunum
fækkaði 1 landinu, að þá yrði það
einn hornsteinninn undir friðar-
höll þeirri, sem nú er talað um að
rei.sa á eftir þesisum geigvænlega
ófriði, því friður og samúð eru öll-
uon auði betri.
Bandaríkjamaður.
EINMITT NO er bezti tími að
gerast kaupandi að Heims-
kringlu. Frestið því ekki til
morguns, sem þér getið gert í dag.
SKkt er happadrýgst.
».... ........ --
Fréttabréf.
Blaine, Wash., 12. febr. 1918.
Herra ritstj. Heimskringlu!
í al-lmörg ár hefir ]>að verið venja
mín, að senda Hkr. nokkrar línur í
fréttaskyni árlega. Síðastliðið ár
fórst þetta þó fyrir. Eigi fyrlr þá
sök, að eigi væri þá um eins margt
að rita og hin ifyrri árin, heldur
miklu fremur af því. að meira var.
Tel eg sérstakilega til þess það, að
þá gengu Bandaríkin í ihið inikla
strlðs-samiband, svo í stað þess að
vera áhorfendur, erum vér nú hlut-
takendur í því, og skiftir það miklu
frá hvaða sjónarrniði sem skoðað
er. Má og vera, að fráfall Stefánis
Péturssonar eigi nokkurn þátt i
seinlæti minu í þessu efni, því á
rneðan hans naut við, vissi eg að far-
ið yrði mildum höndum um hand-
rit mán. Svo og hitt, að blöðin
flytja oss, hinum fornu Austan-
mönnum, svo oft lát ýmsra vina og
kunningja, að vér hötfum oft naum-
ast áttað oss á einu, er anmíö kem-
ur. Og þó vér þegjum, þýðir það
eigi hluttökningarleysi. Yil ©g því
biðja þig að birta línur þssar kunn-
ingjum og vinum mínum, með kærri
kveðju og hluttekning til þeirra
a.llra, er um sárt eiga að binda, þó
eigi hafi fyr né öðru vfsi sagt verið.
Munu þeir sjálfir vita, við hverja
átt er og til sín taka.
Ýmislegt hefir þú flutt oss hin
síðari missirin, sem Jiakka mæbti, en
fátt jafn betra en það, sem ritað
hefir verið Við austurgluggann, og
hefði blaðið og lesendur þess mist
mikið, ef það hefði ekki verið.
Stundum liefir mér fundist þú helzt
til orðhvass í garð samtíðar starfs-
bróður þíns, ritstjóra Lögbergs. En
þar iná þó segja, að hver liafi átt
högg í annars garði, og því óþarfi
að átelja.
Nokkur dauðsföll urðu hér rneðal
Islendinga á árinu 1917. En síðan
vér Blainc-búar Ihöfðum hér prest
og kirkju, eru þau jafnan send af
prestinum, þá er þau bera að hönd-
um, til blaðanna, og skai eg eigi
grípa inn í þann verkaihring, með
því að skýra frá þeim aftur. Sparar
það mér verk og þér rúm í blaðinu.
Á árinu 1917 fluttu héðan frá
Bllaine, að Iþví er eg man, þessar fjöl-
skyldur íslenzkar: Sóilveig og Er-
lendur Anderson (►orsteins Antó-
nfussonar), til Alberta ásamt fjöl-
skyldu sinni og búslóð, með þeim á-
setningi að taka þar land. Boi'g-
hildur og Matúsalem Pétursson til
Yakima, ásaint ásamt fjölskyldu og
búslóð; þar hafa þau nú keypt sér
heimili og sezt að og líður vel.
I>orsbeinn og Þonbjörg Oddson, til
Portland, Ore., ásamt sinni fjöl-
skyldu. Og Sigurður og Sigríður
Iiafiiðason, til Montana, með fjöl-
Skyldu og búslóð, einnig með þeim
ásetningi að taka þar land, og liefi
eg heyrt að þau láti vel af líðan
sinni þar.
Þremur hinum fyrstnefndu hjón-
um var haldið kveðjugildi, er þau
fóru. Hin sfðasttöldu höfðu verið
verið hina síðustu mánuði úti á
landi og vissu menn eigi fyr en þau
voru á förum, og varð því eigi af
samkomukveðjum fyrir þá sök.
Nokkrar breytingar hafa og orðið
hér í bænum. Þorlákur Guðmunds-
flutti ásamt fjölskyldu sinni út á
land og býr þair nú. Margir fleiri
vilja fara; virðist sem ihugur margra
stefni nú til landbúnaðarins; þyklr
dýrt að búa í bæjum, er nauðsynj-
ar aliar ganga úr hófi að því er verð
áhrærir, en vinna óstöðug, — í
Blaine að minsta kosti. Skal jiess
geta ihér til skýrlngar, að Blaine er
línubær, og fer þeim flestum líkt—
verða út undan með atvinnu alla.
Enda flytur nú fjöldi af hérlendu
fólki burt frá Blaine lengra suður,
þar sem vegna stríðsins eru auknir
atvinnuvegir bæði fyrir skipasmlð-
ar og ýmislegt annað. En hér stend-
ur f .stað, nema þar sem verra er
fyrir þá söik, að sögunarmyMur hafa
ekki unnið stöðugt, af þvf vagnar
fást eigi til þess að flytja viðinn
burt til markaðar. Allar myMur hér
í bæ saga einvörðungu þakspón,
neana ein, og er því framleiðsla
þeirra eigi stjórnar-nauðsyn; af því
stafar vagnaleysið og vinnuleysið.
Á árinu 1917 giftu sig þessir: Sig-
urður Beykdal og Björnína Sigurð-
ardóttir Þórðarson; Una Friðriks-
son og Bjarni Sveinsson; Hólmríður
Sigurðsson (Iljartar og Maríu Sig-
urðsson frá Argyle) og Jósep Walt-
er Lindal. Hin síðastnefndu giftu
sig sunnudaginn næstan fyrir jól.
Jósep W. Lindal er hermaður og er
í K Co. 361, L. Inif., Camp Lewis í
Washington ríki. Hólmfríður er
því hin fyrsta ísl. “war bride” hér á
Ströndinni, að því er eg bezt veit.
Hugheilar hamingjuóskir ótal vina
fylgja þeim því inn á hina nýju
braut, íslands-syninum og íslands-
dótturinni—herrnanninum og her-
brúðurinni. Hann kom iheim frá
herbúðunum um morguninn kl. 1 f.
h. og konan fylgdi honum á braut
arstöðina kl. 11% f.h. sama dag.
Það var sérkennilegt við giftingu
þeirra Unu Priðriksson og Bjarna
Sveinssonar, að hún er óefað hin
elzta íslenzk brúður hér á Strönd-
inni. Hún var 65 ára, er hún nú
giiftist, og var þetta hin þriðja gift-
ing hennar.
Félagslíf vort hér í Blaine er með
daufasta móti; liggur ófriðurinn
hinn mikli sem mara yfir öllu og
öMum. Allir hlutir minna sf og æ á
stríðið, samkomurnar fremur en
flest annað, því þaðan saknar mað-
ur svo tilíinnanlega ungu mann-
anna, sem kallaðir hafa verið f þarf-
ir þess, og þar rnætir maður ávalt
öðrum, sem eru á förum. Sfðastlið-
iðlaugardagskvöld, þ. 9., hafði söfn-
uðurinn þó samkomu; var þar ieik-
ið “Nýja naínið”, leikrit um 30 ára
gamalt og þó ungt að því, að það
hefir aldrei prentað verið, en leikið
J og samið—eða samið og leikið aust-
ur í Dakota fyrir meir en tveim tug-
um ára. Tókst leik-urinn vel. Þar
var kveðin vísa sú er hér ifylgir:
“Dollarinn hofir digra raust,
dæmist mörgum fræknari;
eyr-centin þó efaJaust
eru kirkjuræknari.”
Vfsunni var skotið inn í, og mun
hún yngri—'ættuð frá Blaine. En
hún átti sérlega vel við leikinn.
Ýmislegt smávegis kemur fyrir
hér hjá oss, en ein'hvern tírna hefði
þótt frásagnar vert. Eg segi smá-
vegis, því alt eu' nú smátt, eða smá-
vegis, borið saman við styrjöldina
voðalegu, Ihvort sein það' heldur
grfpur inn f kirkju eða hversdagslíf
manna, jafnvel þó það í svipinn
grípi ihugi manna föstum tökum og
á stundum valdi nokkrum hita eða
þá máske gletnistilfinninguan. En
hjá öMu því skal nú sneitt að þessu
sinni. Enda eru sum af þeim efnum
einungis “á prjóinunum” sem stend-
ur, svo langt frá affellingu enn þá,
að naumast verður séð ihvort verða
muni sokkur eða peisa, eða þá
ekkert.
Nokkrir vel kunnir gestir að aust-
an hafa heimsótt oss Strandarbúa
síðan eg reit þér seinast. Einn af
þeim er eg man bezt eftir, var herra
Jóhann Bjömsson frá Tindastól,
Alba. Kom hann í íyrra vetur, ferð-
aðist hér um ströndina töluvert.
Hann lét vel yfir hag bænda austur
þar,—svo vel, að ekki var örgrant
um að það vekti löngun vor isumra
til að vitja átthaganna canadisku.
A þessum vetri hafa hingað kom-
ið, svo eg viti atf, herra Torfason frá
Belmont, Mian., og nú þeir herrar
Stefán Ohristie og Halldór Magnús-
son frá Argyle. Meðal annara góðra
gesta var og herra Heirmann Jónas-
són. Hafði hann samkomu hér og
sagði frá ástandinu heima á ísiandi
og þar á eftir sagði hann tiliheyr-
endum sínum smá fyrirburði úr
vöku og svefnl. Hemnann segir vel
frá ihverju málefni, sem hann fer
með—vel og gætilega, svo gott er að
muna og hafa eftir.
Þess láðist mér að geta hér að
framan, er eg mintist burtflutnings
Mendinga frá Blaine, að öldungur-
inn Magnús Jónsson flutti burt
héðan ásanit konu sinni Margi-étu,
til New Westmin'ster, til sonar síns
og tengdadóttur. Magnús er nú al-
blindur fyrir meir en ári síð&n—og
skrifar þó læisilega hönd; er það
merkilegt og óvanalegt. Á hann það
að þakka uppfynding sonar síns,
sem bjó honm tU “mót” að skrifa í.
Eigi þarf þess að geta, að þeirra
hjóna er mjög saknað héðan. Var
það eigi ofsögum sagt, að Magnús
hefir verið “Snorri” okkar Blaine-
þvla, og enginn er hér til að fylla
það skarð.
Þetta er nú orðið langt mál pg illa
ritað. Vil eg nú lofa bót og betrun
og franwegiis rita oftar og minna 1
senn; ekki oftar en ársfjórðungs-
lega og ekki sjaldnar en tvisvar á
ári. Verða þá atburðirnir í fersku
minni og auðveldara með að fara.
Eftir er einungis að geta þeirra Is-
lendinga, sem farið hafa í herinn,
hvort heldur sem sjálfboðar eða
kallaðir. Einnig það er eítir minni
einungis og má vera að mér sjáist
yfir einhverja; en þess vM eg hér
geta, að það er eigi viljandi gert.
Þeir sem betur vita verða þá svo
vænir, að senda leiðréttingar.
Frá Blaine og nágrenninu eru nú
þegar farnir:
Þeir bræður: Þorsteinn Theódór
Lindal, 24 ára gamall; hann er sjálf-
boði og gekk í C.H. 14. íherd. 2. sept.
1917. Jóseph Walter Lindal, 23 ára;
fór hann 18. sept. á heræfingastöð-
ina í Camp Lewis. — Foreldrar l>ess-
ar bræðra vora þau Hjónin Sigríð-
ur og Þorsteinn Þorsteinssöþ Lin-
dal; er Þorsteinn dáinn fyrir aM-
mörgum árum síðan en þeir bræð-
ur hafa alist upp með móður sinni
og tveim eldri bræðrum sínum sfð-
an föður þeirra misti við.
Dr. Jóhannes Jóhannesson, sjáltf-
boði, fór í ágúst og er nú í 41st Div.
A.E.F. 163 Pield Hospital á Frakk-
landi.
Tryggvi Spffoníasson, 24 ára; inn-
ritaðist um lfkt leyti og þeir Lin-
dals bræður, í landherinn.—Foreldr-
ar hans eru þau hjónin Snjólög og
Sveinbjöm Soffontfasson, búsett rétt
utan við Blaine.
Barney Johnson, ættaður að því
er eg bezt veit úr Mikiey í Nýja Is-
landi; innritaðist í landherinn og
mun nú kominn yfir til Frakklands.
Þorsteinn Olson, 25 ára (sjálfboði)
gekk í sjóherinn rétt fyrir jólin.—
Foreldrar hans voru þau Anna og
Helgi (Helgi er nú dáinn) Olson; s.
1. 15 ár búsett skamt frá Blaine.
Barney C. Benedictsson, 24 ára—
Sjálfboði; innritaðist 1 sjóher Bdr.
í síðastl. nóv. — Foreldrar hans em
þau hjónin Kristín og Björn Bene-
dictsson, um eitt skeið í Selkirk,
Man., en s.l. 10 til 14 búsett 1 Blaine.
Gustave Johnson, 22 ára; gekk i
sjóherinn nokkm lyrir jólin. —- For-
Á köldum vetrí.
I. Nepja.
Körlum þykir kalt á Beach; í kaun {jeir blása.
Nú er svalt við norður ása;
Nepjan gerir marga hása !
II. Hökunótt.
Oti er autt og rótt,
Alt er kyrt og hljótt.
Hugnæm hökunótt
Hýrgar drótt.
Stjörnur stara á vengi;
Stoltur máni hlær,
Myndir málað fær
Margar, fjær og nær.
Blundar sær, x
Sefur blær.
Gríma greinar þvær,
Gróið fá ei þær.
Hímir borg og bær,
Bygðin kær.
Þorra kuldaklær
Klípa tær.
En á ræfri rær
Regin-snær!
Jón Kjærnested.
eldrar ihans eru þau hjón Ingibjörg
og Valdimar Johnson (Jóns Freo
mannssonar, eitt isinn f Argyle).
Sigurður Eiríksson (sjálfboði) 24
ára; gekk í landherinn nokkru fyr-
ir jólin. — Foreldrar hans: Elísa-
bet og Snjóltfur (dáinn) Eiríksson í
Blaine.
Sigurður B. Sigurðsson, 23 ára;
gekk nýlega í landherinn. — For-
eldrar hans voru Sigríður Paulson
og Snjólfur Sigurðsson (dáinn)
fyrri maður Mrs. Paulson; nú bú-
andi skamt írá Blaine.
Dóri Thorarinsson, 23 ára; gekk i
sjóiherinn nokkru fyrir jólin. — For-
eldrar hans eru l>au hjón Elízabet
og Magnús Thorarinsson í Blaine.
Jðhann P. Hallson, 30 að aldri og
sjálfboði; gekk f CanadaJherinn
í Vancouver 22. jan. s.l. — Foreldrar
hans eru hjónin Gunnvör og Pétur
Hallson, áður búandi að Lundar
P.O.,-Man.; síðustu árin til hefmilis
hér í Blaine.
Valdimar Oddson, 24 ára, nýl. kall-
aður í landherinn.— Foreldrar hans
voru Ingibjörg (dáin) og Eyjóltfur
Oddson, síðustu árin í Blaine.
Þeir bræður Aðaisteinn og Einar
ísdal; sá síðari sjáltfboði í Banda-
rfkjahernum, >sá fyrri Canadahern-
um. Mun Aðalsteinn hafa gengið i
herinn 1916 og Einar litlu síðar; syn-
ir Margrétar og Jóns fsdal, nú og
síðustu ár til heimilis 'hér í Blaine.
Margir aðrir eru nú í þann veg-
inn að fara, hafa verið kallaðir, en
eru ófarnir, og skal eg senda nöfn
þeirra isvo tfljótt sem 'hægt er. Get
eg mér þess til, að aðstandendur *
sumra þessara manna sendi blöð-
unum myndir af þeim og ef til vill
nánari upplýisingar. Vera má, að
fleiri séu farnir, þó ekki viti eg uin
það nú.
Eigi þaitf það fram að taka, affi
menn þessir eru aMir vel að mannL
Jónatan velur ekki >atf verri endan-
um menn sína. Eg sendi þér engar
mannlýsingar, því að einhverjum
kynni áð finnast sér misboðið með
þeim, þó c-g 'segði frá eftir beztu vit-
und. En óbeðin sendi eg blaðinu
nöfn þeirra, þar eð mér finst rétt og
sjáltfsagt að saga Vcstur-íslendinga
geymi iþau; vona eg því að Heims-
kringla taki við þeim og birti þau.
Þab heyrði eg, að frá BeMinghana
hefði farið í haust sem sjálfboði
Skapti Björnsson (Sigurðar Jósúai*.
og Kristveigar konu hams.
Frá Point Böberts tfór og Mike
Joihnson, sonur Sigurðar Jónssonar
bakara.
Síðan þessir menn fóru, er nýtt
“kall” út komið, sem innibindur all-
marga fslendinga enn ófarna. Mua
eg reyna að ná nöfnuon þeirra jafn*
ótt og þeir íara.
Virðingarfylst,
M. J. Benedictson.
Meiri
anœgja
iö borgaö þaö íyrirfram.
Þér hafiö meiri ánægju
af blaöinu yðar, ef þér vitiö,
meö sjálfum yöar.aö þér haf-
Hvernig standið þér viö Heimskringlu ?
Skoðun mett X-jrelnla, og þvl
cngln figlzkun.
Hví a3
Eyða
Löngum
Tíma
MeS
“EitraS”
BlóÖ
Prof. Dr. Hodftlus
sérfrætingur
f karlmanna sjúk- I
dómutn. —25 4ra /tOUm!
reynsla.
Spyrjið sjálfan yðar þessum spurningum:
Eftirtaldar tilkenningar eru auðkenni ýmsra alvarlegra sjúk-
dóma, sem oft lykta í vitfirringu og dauða:
1. Þreyttur? 2. Svartsýnn? 3. Svimar? 4. Bráðlyndur?
5. Höfuðverk? 6. Bngin framsóknarþrá? 7. Slæm melting?
8.. Minnisbilun? 9. Mæðigjarn? 10 Hræðsla? 11. Kjarklaus?
Svefnleysi? 13. Dofi? 14. Skjáifti? i5. Tindadofi? 16. Sár, kaun,
koparlitaðir blettir af blóðeitran? 17. Sjóndepra? 18. Ský fyrir
augum? 19. Köldugjarn—með hitabylgjum á milli? 20. Ójafn
hjartsláttur? 21. Garna-gaul? 22. Óregla á hjartanu? 23. Sein
blóðrás? 24. Handa og lótakuldi? 25. Lítið en litmikið þvag,
eiftir að standa mikið í fæturna? 26. Verkur í náranum og
þreyta í ganglimum? 27. Catarrh? 28. Æðahnútar? 29. Veik-
indi í nýrum og blöðru? 30. Karlmanna veiklun?
Menn á öMum aldri, í ölium Stöðum þjást af veikum taug
um, og allskonar veiklun, svo þú þarft ekki að vera feiminn
við að leita ráða hjá þessum sérfræðingi í sjúkdómum karl-
manna.
Hvers vegna er biðstofa mín æfinlega fuM? Ef mínar að-
ferðir væru ekki heiðarlegar og algerlega í samræmi við nútfm-
ans beztu þekkingu, þá hefði eg ekki það traust og þá aðsókn
frá tfólkinu í borginni Chicago, sem þekkja mig bezt. Flestir
af þeim, sem koma til mín, eru sendir af öðrum, sem eg hefi
hjálpað í líkum tilfeMuin. Það kostar þig ekki of mikið að
láta mig lækna þig. Þú losast við veiklun þína og veiki.—
Komdu og talaðu við mig, það er fyrsta sporið í rétta átt,
og kostar þig ekkert. Margir af sjúklingum minum koma lang-
ar leiðir og segja mér að þeir hafi aMareiðu eytt miklum tima
og peningum 1 a ð reyna a'5 fá bót meina sinna í gegn um bréfa-
skifti við fúskara, sem öllu lofa í auglýsingum sínum. Reynið
ekki þá aðferð, en komið til mín og látið skoða yður á réttan
hátt; engin ágizkun. — Þú getur farið heim eftir viku. Vér
útvegum góð herbergi náiægt læknastofum vorum, á rýmilegu
verði, svo hægra «é að brúka aðferðir vorar.
SlvRIFIÖ EFTIR RÁÐLEGÍiINGIJM
Próf. ÐoctorHodgens, HÖ“2aIydBU0’iKg
35 South Dearborn St., Chicago, 111.
Þér, sem heima eruð, munið eftir
íslenzku drengjunum á vígvellinum
Sendið þeim Heknskringlu; það hjálpar til að gera lífið léttara
KOSTAR AÐ EINS 75 CENTS f 6 MANUÐl
eða $1.50 i 12 MANUÐl.
Þeir, sem vildu gleðja vini sína eða vandamenn í skot-
gröfumnn á Frakklandi, eða í herbúðuuum á Englandi,
með því a?5 senda þeim Heimskringfu í hverri viku, ættu
að nota sér þetta kostaboð, sem að einrs stendur um stutt-
an tíma. Með því að slá einura fjórða af vanalegu verði
blaðsins, viD Heimskringla hjálpa tM að bera kostnaðinn.
Sencfið oss nöfnin og skðcfingana, og skrifið vandlega
utanáskrift þess, sem blaðið á að fá.
The VíkSng Press, Ltd.
P.O. Box 3171. 729 Sherbrooke St., Winnipeg
iiinniÉHi
Iiiilf>'!i!lll'úl1>:.l!!lil!li!!i!l!iílt|!|lil>!l!i l111l!!:!li!iliÍ!Íh!;!l''V":,'Ti>'W,!f