Heimskringla - 11.04.1918, Qupperneq 4
4. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 1 1. APRIL 1918
HEIMSK HINGLA
< StofmiTJ 1H«6)
Kemnr út & hverjum Flmtudegl.
Utgefendnr og eigendur:
THE VIKING PRESS, LTD.
VerS blatjsins í Canada og BandaríkJ-
unum $2.00 um árið (fyrirfram borgað).
Sent til Islands $2.00 (fyrirfram borgað).
Allar borganir sendist ráðsmanni blaðs-
ins. Póst eða banka ávísanir stílist til
The Viking Press, Ltd.
O. T. Johnson, ritstjóri
S. D. B. Stephanson, ráðsmaíSur
Skrtfstofa:
rx* BHERBROUKE 8TREET., WINNIPEG.
P.O. Box 3171 TalHÍml Garry 4110
WINNIPEG, MANITOBA, 1 1. APRIL 1918
Eitt ár í stríði.
Fyrir að eins einu ári síðan (6. apr. 1917)
sögðu Bandaríkin Pýzkalandi stríð á hendur
og engum mun blandast hugur um, að á jafn-
stuttum tíma hafi þau afkastað feikilega
miklu. Um fimm hundruð þúsundir her-
manna hafa verið sendir til orustuvalla
Frakklands, ásamt nægilegum vopnum og
öðrum útbúnaði, sem til þarf. Þegar tekið
er til greina hve flutningur er nú örðugur yfir
höfin sökum þýzku kafbátanna, þá er jsetta
ekki svo lítið þrekvirki. Stór floti af her-
skipum, stórum og smáum, hefir verið sendur
til aðstoðar brezku og frönsku flotunum, er
frá byrjun stríðsins hafa haldið höfunum
opnum, þrátt fyrir kafbáta-ófögnuð Þjóð-
verja, og gert skipum bandaþjóðanna mögu-
legt að sigla um þau. Vafalaust hefir þessi
'aðstoð Bandaríkjanna komið að ágætu liði,
því herskip þeirra hafa ekki látið neitt á sér
standa við eltingaleikinn og þeim mun fleiri
þýzkir kafbátar týnt tölunni fyrir þragðið.
Fleira mætti til telja, sem ef til vill er engu
þýðingarminna. Bandaríkin hafa Iagt fram
stórar birgðir af matvöru, hveiti, fituefni,
sykri og mörgu öðru, sem bandaþjóðir þeirra
höfðu hina mestu þörf fyrir. Verzlunarbann
hafa þau sett á fót við hlutlausu löndin með
því markmiði að stemma stigu fyrir vöru-
flutning til óvina landanna og hefir þetta bor-
ið tilætlaðan árangur. Fjárhagslega hafa þau
hlaupið undir bagga og veitt bandaþjóðum
sínum lán, sem nemur nú í alt $4,949,400,-
000. Lán veiting þessi er engin smá upp-
hæð og með þessari og annari aðstoð hafa
Bandaríkin fyllilega sýnt, að þau hafi full-
kominn vilja að duga drengilega.
Ásamt þessu eru stigin réttnefnd risaskref
til stríðs undirbúnings í Iandinu heima fyrir.
Þegar tekið er til greina hve lítt viðbúin til
hernaðar Bandaríkjaþjóðin var, gegnir af-
kastasemi hennar og röggsemi mestu furðu.
Þar var ekki verið að þrátta um herskylduna
í marga mánuði — herskyldulög eru þar
samþykt strax í byrjun. Undir þessum lög-
um eru menn svo kallaðir fram í þúsunda
tali, jafnótt og tæki eru fengin til þess að æfa
þá. Herstöðvar þjóta upp á skömmum tíma,
sem margar eru öllu líkari stórborgum en
vanalegum búðum hermanna. Stjórnin stíg-
ur hiklaust hvert það spor, sem miðar í þá
átt að leiða fram krafta þjóðarinnar og efla
hluttöku Bandaríkjanna í stríðinu. Stórkost-
leg skípasmíð er hafin; verksmiðjur landsms
vinna nótt og dag að skotfæragerð og fram-
leiðslu hinna margvíslegu hernaðar áhalda.
Stjórnin tekur undir sig' allar járnbrautir
landsins — nú er ekki við neitt hikað, sem að
liði getur komið. Vistastjórn Bandaríkjanna
kemst brátt í viðunanlegasta horf og er alt
annan veg farið, en hinni svo nefndu vista-
stjórn hér í Canada.
Margir hér munu hafa búist við uppreistum
þar og óeirðum, er út í stríðið væri komið.
Enda var þess fult útlit, að þýzksinnaðir ill-
ræðisseggir — sem svo mörgum samsærum
höfðu þar hrundið af stokkum áður—myndu
nú láta höndur standa fram úr ermum og leit-
ast við að gera stjórninni alla þá bölvun, er
þeir fengju áorkað. Lítið hefir þeim þó orð-
íð ágengt í þessu efni, því þær fáu uppreistir,
Sem átt hafa sér stað syðra, hefir stjórninni
veitt auðvelt að bæla niður. Hinir þýzku
borgarar Bandaríkjanna virðast yfir höfuð
að taia hafa komið fram sem löghlýðnir og
góðir borgarar síðan þátttakan þar í stríðinu
hófst og sem yfir höfuð að tala hafi gætt vel
skyldurnar við sína nýju fósturjörð — á
yfirborðinu að minsta kosti. En alveg mun
óhætt að fullyrða, að enski þjóðstofninn í
Bandaríkjunum standi nú öruggur með það
eina og ákveðna markmið fyrir augum, að
vinna sigur í stríðinu. Hvert spor, sem
Bandaríkjaþjóðin nú stígur, færir hana nær
því takmarki, og er hinn stórkostlegi kraftur
hennar fær loksins að njóta sín til fulls —
verður hervaldinu þýzka vafalaust reitt það
rothögg, sem ríður því að fullu.
Þann 6. þ. m. var þess hátíðlega minst hér
í Canada og á Englandi og Frakklandi, að þá
væri eitt ár Iiðið frá því Bandaríkin lögðu af
stað út í ófriðinn. Bárust Wilson forseta
mörg skeyti þann dag og þar á meðal eitt frá
George konungi. Var það þrungið af vel-
vilja í garð Bandaríkjaþjóðarinnar og aðdá-
un yfir allri framkomu hennar í sambandi við
stríðið.
Samsæti mikið var haldið í Lundúnaborg á
Englandi og þar var lesið skeyti til borgar-
Stjórans frá Lloyd George, sem hljóðar á
þessa leið:
“Þegar Bandaríkin ákvörðuðu það skyldu
sína, að taka þátt í þessari miklu baráttu
frjálsra þjóða gegn yfirgnæfandi einveldi,
sem þráir að brjótast til alheims valda með
krafti hervalds síns, þá skeði einhver þýðing-
armesti atburður mannkynssögunnar. Á und-
angengnu ári hafa þegnar Bandaríkjanna
unnið af alefli að öllum undirbúningi. —-
Innan fárra vikna hér frá mun hernaðar leyni-
samkundan prússneska fá tilefni stórrar undr-
unar frá hálfu Bandaríkjamanna, sem koma
mun henni mjög á óvart.”
Lloyd George er ekki gjarn á að tala út í
bláinn. Allir, sem til hans þekkja, munu því
vongóðir að spá hans nái að rætast.
------—+
Rauða kross starfið.
Rauði krossinn er það merki, sem þekkist [
veröldina á enda og sem jafn-hjartfólgið er
öllum siðuðum þjóðum, hverju nafni sem I
nefnast. Merki þetta táknar ætíð hið sama
—líkn og hjúkrun.
Rauði krossinn er friðhelgur í augum allra
þjóða — þó hinir styrjaldar-tryltu Þjóðverj-
ar hafi stundum gleymt þessu. Fylkingar
þær, sem merki þetta bera, koma ekki til víg-
vallarins til þess að berjast, heldur í nafni j
mannúðar og kærleika.
Líknarfélög rauða krossins finnast í hverju
landi. Markmið allra þessara félaga er þó
eitt og hið sama, að hjúkra særðum og deyj-
andi hermönnum þjóðanna og láta þeim í té
alla þá líkn, sem völ er á. Hjúkrunarkonur
Rauða krossins sýna oft og tíðum engu
minni hugprýði, en vöskustu hermenn. Þær
veigra sér ekki við að vera þar sem hættan
er mest, ef þær geta þar hjúkrað þeim særðu
og linað kvalir þeirra deyjandi.
Canada Rauða kross líknarfélagið —
Canadian Red Cross —- er enginn eftirbátur
annara slíkra félaga. Starfsemi þess er vel
þekt—það hefir fylgt þjóðarinnar hugprúðu
drengjum yfir hafið, hjúkrað þeim særðum
og auðsýnt þeim alla hjálpsemi. Canada-
þjóðin má vera stolt af líknarstarfsemi Rauða
krossins capadiska, engu síður en hermönn-
um sínum.
Sem dæmi upp á, hve víðtæk starfsemi
þessa líknarfélags er, má geta þess, að nú cru
2,800 Canadamenn fangar á Þýzkalandi. En
eins og öllum er kunnugt sker þýzka stjórnin
matvæli mjög við neglur við fanga sína, svo
vafalaust myndu þeir líða sáran sult, ef ekki
væri um hjálp að gera frá heimahögum
þeirra. — Canada föngunum hefir Rauða
kross félag þessa lands leitast við að hjálpa
af ítrasta megni, og síðasta ár voru hverjum
Canada fanga veittir $15 mánaðarlega úr
sjóði félagsins, handa þeim að verja fyrir
mat og tóbak.
Fjársöfnun stendur nú yfir í landinu fyrir
líknarstarfsemi þessa. Til allra einstaklinga
þjóðarinnar verður komið og þeir beðnir að
gefa. Undirtektir allra þjóðhollra borgara
verða vafalaust góðar, því þeir vita, að líkn-
arstarfsemi þessi verðskuldar drengilegt fylgi
þeirra.
Rauði krossinn réttir líknarhönd sína til
íslenzku hermannanna engu síður en annara
hermanna — þessu mega íslenzkir borgarar
þessa lands ekki gleyma, þegar til þeirra er
leitað.
Efling landbúnaðar-
ins.
Ekki verður annað sagt, en horfur Vestur- j
landsins hér í Canada séu nú hinar ákjósan- [
legustu. Alt bendir til þess, að framleiðslan
þetta ár verði í stærri stíl, en nokkurn tíma
áður og þar sem stjórnin ábyrgist nú bænd-
um hæsta verð fyrir allar þeirra korntegund-
ir, verður ár þetta bændunum réttnefnt góð-
æri, ef uppskeran bregst ekki.
Þetta hefir haft þær afleiðingar, að vekja
eftirtekt út í frá á Vesturlandinu hér og fjölga
innflytjendum. Flestir þeirra innflytjenda,
sem nú koma til Canada, stefna til Vestur-
fylkjanna og hyggja á að gefa sig þar við
landbúnaði. All-flestir þeirra eru efnaðir
menn frá Bandaríkjunum, sem reiðubúnir eru
að kaupa hér bújarðir fylsta verði og því Iík-
legir til þess að stunda komræktina og annað
í stórum stíl. Engum mun blandast hugur
um, að þetta séu þeir heppilegustu innflytj-
endur, sem þjóð þessa lands getur nú ákosið.
Svo brýn er nú þörf aukinnar framleiðslu, að
þeir sem hingað koma með því markmiði
að stunda hér kornrækt í stórum stíl, eru rétt-
nefndir heillagestir.
Sala á bújörðum eykst nú daglega
hér í Vesturfylkjunum. Nýlega er haft eftir
F. W. Russel, starfsmanni í bújarða-deild
Canadian Pacific járnbrautarfélagsins, að
eftirspurn á bújörðum hér í vesturlandinu sé
nú stöðugt að aukast. Segir hann þetta or-
sakast aðallega af tvennu: efnaðir innflytj-
endur komi hingað, mest megnis frá Banda-
ríkjunum, og kaupi hér bújarðir sökum þess
hve horfur hér séu nú glæsilegar, og hugur
manna í landinu hvíli nú meir á landbúnað-
inum en átt hefir sér stað áður og leiði þetta
ekki svo fáa til þess að taka að stunda bú-
skapinn, annað hvort á leigðum eða keyptum
bújörðum. Séu þess ekki svo fá dæmi, að
rosknir uppgjafa bændur hér, sem brugðið
hafi búum fyrir nokkrum árum síðan, þoli
nú ekki mátið lengur — bregði við, kaupi sér
bújarðir og taki að stunda þar búskap að
nýju með fult eins miklum eldmóði og áður.
Svo farast þessum manni orð og vafalaust
ætti hann að vita hvað hann er að tala um.
Staða hans ætti að veita honum víðtæka
þekkingu á þessu máli. Og verða orð hans
því sterk sönnun þess, hve glæsilegt tímabil
er nú að renna upp í sögu landbúnaðarins hér
í Vesturfylkjunum.
Saga hinna skandi-
navisku þjóða.
(Þýtt úr enska blaðinu Daily Eagle.)
Saga hinna skandinavisku landa hlýtur nú
á dögum að vekja óvenjulega mikið athygli.
Samband þeirra við önnur lönd Evrópu er
eins og þrungið af rómantiskum blæ, sem er
meir og minna aðlaðandi. Til þess, að gera
vita fáir af oss, hafa aldrei vitað eðá hafa þá
gleymt því, hve fljótt hin hugprúða Danmörk
náði sér aftur eftir hið svívirðilega “Schles-
wig-Holstein rán.” Þekking vor viðvíkjandi
skandinavisku löndunum er svo afar takmörk-
uð. Og yfir höfuð að tala vita Ameríkumenn
lítið annað um Island, en það sé land einhvers
staðar lengst í norðri og stundum á það mmst
af heimskautaförum.
Nýlega er út komin bók eftir Jón Stefáns-
son, Ph. D., kennara í íslenzku við Kings há-
skólann í Lundúnaborg á Englandi, og sem
höf. nefnir “Danmörk og Svíjóð.” Er
bók þæssi samin fyrir hið merkilega safn yfir
“Sögu þjóðanna”, sem Putnam félagið er nú
að gefa út. Margvíslegan sögulegan fróðleik
er hér að finna viðkomandi skandinavisku
löndunum og þjóðernum þeim, er lönd þessi
byggja og hefir slíkt ekki oft áður birzt enskri
alþýðu á jafn sannfærandi og aðlaðandi
hátt. Bryce greifi ritar formála að bókinni
og játar hann hiklaust að þekking England-
inga á Skandinövum, þjóðlegri þroskun þeirra
og sérkennum, sé af mjög skornum skamti.
Engum minsta vafa virðist undirorpið, að
Skandinavar, sem einstaklingar, þekkjast bet-
ur hér í landi en á Englandi; af öllum þjóðum
Evrópu eru þó Skandinavar og Hollendingar
einna skyldastir Bretum og einna líkastir
hvað hugsun, siðvenjur og annað snertir —
Þekking enskrar þjóðar á þessum nágranna-
þjóðum sínum er sáralítil að svo komnu. Bók
herra Jóns Stefánssonar ætti þó að geta haft
vekjandi áhrif, því vissulega hefir hún til
brunns að bera góðan og gagnlegan fróðleik.
Enda er tímabært í alla staði, að brezk þjóð
sé á það mint, þar sem svo margir einstak-
lingar hennar virðast loka augum fyrir þessu,
að á seinni tímum hafa verzlunarleg og and-
leg samíbönd hennar við þjóðir skandinavisku
landanna stöðugt verið að verða nánari og
nánari. Og þetta er heldur ekkert nýtt, á
níundu, tíundu og elleftu öld átti sér stað all-
áhrifamikið pólitiskt samband bæði Irlands
og Breta ríkis við skandinavisku löndin — og
að ryðja slíku leið aftur er ef til vill aðal-
markmið höfundarins með bókinni. Hverj-
um algengum lesanda hlýtur þó að finnast að
bæði sé bók þessi fræðandi mjög og hin
skemtilegasta í alla staði.
Fyrstu kapítularnir eru um Danmörk og
er þar skilmerkilega sagt frá helztu atriðum
úr sögu þess lands. Framför og þjóðlegri
þroskun Dana lýst og lögð áherzla á hugprýði
þeirra og föðurlandsást og hina miklu stefnu-
festu þeirra, sem engan bilbug hefir látið á
sér finna við þyngstu þrautir og örðugleika.
Á einum stað kemst höfundurinn svo að orði:
“Lýðveldisleg þroskun Dana mun engri hindr-
un mæta á leiðinni að því lakmarki, að gera
Danmörk að frjálsasta og bezt stjórnaða landi
Evrópu! ”------En ef Þýzkalandi verður ekki
varnað að taka við æðstu völdum í Evrópu,
er hætt við að Danmörk fái þó að kenna á
járnhnefanum prússneska í annað sinn. Séu
Danir aftur á móti látnir í friði, þá virðast
þeir fyllilega færir um að ná því menningar-
hámarki, sem þeir hafa sett sér. Þeir hafa
sýnt þetta með því að rækta nægi-
lega mikið af eyðimörkum sínum
til þess að bæta að fullu skaða
þann, er þeir áttu Slesvíg á bak að
sjá, og með því að stofna til þeirra
framfara í landi sínu, sem enga
hafði “dreymt um” fyrir þrjátíu
árum síðan. — Og þegar Slesvig
er tekm til íhugunar, mega margir
írskir föðurlandsvinir fyrirverða
sig fyrir aðdáun sína og velvilja í
garð hinnar prússnesku stjórnar,
sem í þessu fyrverandi danska hér-
aði hefir gert sig seka í dæmafárri
harðstjórn og kúgun. I saman-
burði við Slesvíg, er Irland paradís
frelsis og sjálfstjórnar.
Oss er oft og tíðum gjarnt að
skoða sögur hinna norrænu víkinga
keimlíkar dæmisögum Andersons
og annara, að minsta kosti er
mörgum af oss þannig háttað En
vér megum ekki gleyma því, að
Skandinavar aðstoðuðu við stór-
Veldismyndun Englands, Frakk-
lands og Rússlands. Það voru
þeir, sem fyrst uppgötvuðu valdið
á sjónum og notuðu það til þess að
gera sér mögulegt að hertaka og
byggja margar strendur. Þeir voru
bæði sjófarendur og landnámsn
menn — og frá þeim höfum vér
tekið í erfðir eiginleika til slíks,
segir rithöfundur einn við Engil-
Saxneska þjóðstofninn. Á Frakk-
landi fóru þeir krossferðir og
bygðu kirkjur og klaustur. Þeir
gerðust öflugir leiotogar í mörgum
löndum. Þeir frelsuðu Rússland
undan oki Mongólíumanna; sem
vafalaust hefir haft hörmungar í
för með sér, þó lítinn samanburð
þoji það við okið þýzka nú á dög-
um. Og að líkindum hafa Skandi-
navar nú minni tilhneigingu en áð-
ur, að minnast þess hve drengilega
forfeður þeirra slógust í lið með
Rússum gegn Törturum.
Frá aðskilnaði Noregs og Sví-
þjóðar og hvernig Noregur öðlað-
ist aftur sitt upprunalega sjálf-
stæði, er sagt vel og ítarlega og
það gert ljóst, að við aðskilnaðinn
hafi bæði þessi lönd borið sameig-
inlegan hagnað úr býtum.—-Sjálfs-
ákvörðun, sem stefnir undir öllum
kringumstæðum að því markmiði
að vinna sig upp á við og áfram,
skoðast ætíð hrósverð í augum
vor Ameríkumanna.
Hvað Finnland snertir* þá virðist
nú stór hætta vofa yfir því landi af
völdum hinnar þýzku einveldis-
stjórnar og er þetta hörmuleg út-
koma þeirrar öruggu baráttu, sem
þjóð þessi hefir háð með það
markmið fyrir augum að öðlast ai-
gert sjálfsforræði.
Island, lengst norður í úthöfum
og fundið í öndverðu af írskum
munk, er nú að vakna af margra
alda svefni. Maurice Hewlett fer
ekki með neinar öfgar, er hann lýs-
ir þjóð þess lands sem “friðsamri,
elskuverðri og ánægðri með heim-
iliskjör sín”. Kristindómur þessa
fólks er ekki hrokafullur, en sann-
ur. Heimilislíf fólksins er þrung-
ið af einlægni, sannleiksást og lífs-
ánægju. Jón Stefánsson segir þjóð
þessa nú stefna með risaskrefum í
framfaraáttina. Land þetta er nú
að ávinna sér alheims aðdáun og
velvilja. Næsti nágranni þess í Ev-
rópu er England og engin skandi-
navisk þjóð hefir snortið hlýrri
strengi í hjarta brezkrar þjóðar, en
íslenzka þjóðin. Skoðun hr. Stef-
ánsosnar er að sameining skandi-
navisku þjóðanna undir eitt sam-
eiginlegt merki sé nú ekki lengur
fjdrlægur draumur—en hér hljót-
um vér aftur að benda aðvörunar-
fingri á áttina til Þýzkalands.
Skandinavisku þjóðimar verð-
skulda að sigra alla örðugleika, en
þær mega ekki standa í neinu sam-
bandi við ofríkið prússneska. Bók-
mentir og listir þessara þjóða hafa
haft mikil áhrif á Evrópu. Þeir Ib-
sen, Greig, Sigurðsson, Anderson,
Thorvaldsen og margir, margir
fleiri, hafa tvinnað hugljúfar minn-
ingar inn í alþjóðameðvitund þar.
Landkönnunarmenn þessara þjóða
eiga fáa sína líka. Siðmenningin, ef
sannleikann skal segja, getur ekki
bent á nein fegri eða fullkomnari
dæmi en í skandinaisku löndunum.
—I þessari síðustu bók af “Sögu
þjóðanna,” sem Putnam félagið er
DODDS NÝRNA PILLUR, góSar
fyrir allskonar nýrnaveiki. Lækna
gigt, bakverk og sykurveiki. Dodd’a
Kidniey Pills, 50c. askjan, sex öskj-
ur fyrir $2.50, hjá öllum lyfsöluiB
eða frá Dodd’s Medicine Go., Ltd..
Toronto, Ont.
að gefa út, munu Danir, Svíar.
Norðmenn, íslendmgar og Finnar
finna margar síður, sem snerta
munu þjóðræknisstrengi í brjóstum
þeirra og vekja þjóðlegar framtíð-
ar vonir þeirra. Bókin hefir innt
að halda þrjátíu og þrjár myndir
og eitt kort.
-------o-------
Við Austurgluggann.
Eftir síra F. J. Bergmann.
61.
Auðvald og öreigavald.
Járnkongurinn mikli í Banda-
ríkjunmn, Mr. Schwab, lrefir nýlega
sagt:
Maðurinn, sem vinnur með hönd
um sínum og á engar fasteignir, er
maðurinn, sem ráða mun lögum og
lofum í málum heimsins, ekki ein-
ungis á Rússlandi, Þýzkalandi og í
fiandaríkjum, heldur öllum heimi.
Þessi mikla breyting ætlar að
verða bylting í mannfélagsskipulagi
.... En á endanum hlýtur það ó-
hjákvæmilega að verða oss öllum til
góðs.
Mér er ekki mjög ant um að gefa
burt auðlegð mína. Þeim mun meiri
auðlegð og völdum, sem menn raka
saman, þeim mun meira vilja þeir
hafa.
En... .breyting á skipulagi mann-
félagsins, er eigi komið til leiðar af
manna völdum einungis, heldur
sökum þess guð vill svo vera láta.
Þessi unmiæli járntkonungsins og
auðkýfingsins mikla eru næsta etft-
irlektarverð. Af sumium hefir þeim
verið mótmæl’t með ákafa. Af öðr-
um er þeitm tekið, sem vitnisburði
um, .að jafavol auðkýfingarnir eru
siurnir ihverir farnir að sjá, í liverja
áttina straumurinn er að að renna.
Sú spurning hlýtur að vakna,
hvoi't Mkindl sé til að þeir menn.
sem fyrir fraraan eru um mál þjóð-
atma, sjái þetta og skilji eins glögt
og liann sýnist skiija það, þessi
auðkýfingur?
Mannfélagtsskipulagið, sein nú er,
byggist alt á samkepni. Og sam-
kej>ni byggist aftur á kenningunni:
Það heldur velli, s«m hæfast er.
Auðkýfingar og miljónamæringar
heiinsin.s eru árangur Jteesarrar sam-
kejini og þessarar hcimspeki.
Tækifærin, ,sem hið núveranda
skipulag niannfélagisins gefur til að
féfletta alþýðu imuna. eru svo feitki-
lega rnörg, að þau hafa leitt fjár
glötgga nienn til þeirrar ályktunar.
að miannfélagið hafi gofið þeim rétt-
inn til að relsa ujip auðvaldsríki, er
tif læsis hafa öðlast ihæfileika oig
hyggindi, að fæm sér slík tækifæri
í nyt, án þess það sé gert í nokkuru
kúgunarskyni.
1 ræðu, sem WiLson forseti nýlega
fiutti fyrir verkamannafólagi Banda-
ifkja, talaði hann um nauðsyn þess,
að auðmenn og vinnulýður komi
saman og fari að tala um mál sín í
bróðerni: Hann sagði:
Það er ávalt torvelt að komast
hjá samkomulagi, þegar er málsað
iljar standa hver öðrum augliti til
auglitis. Mér er hætt við að verða
manni miklu gífurlegar ósammála,
sem ekki er í hsrberginu hjá mér, en
mér er, ef hann er þar. Því þá má
eg vera við því búinn, að hann
komi þegar í stað á móti mér með
andsvör sín. Það er hverjum manni
ávalt mikil hætta, að hafa málfrelsi
aleinn.
Eyrir því verðum við að halda því
fasit fram, að málsaðiljar gangi beint
framan að hvor öðrum og eigi þar
viðtal um ágreiningsmál sín, hver
að öðrum viðstöddum, en eigi
hver á sínum stað, þar sem ekkert
hugsanasambland getur orðið.
Mienn verða að loysa úr ágrein-
inigsinálum sfnum augliti til auglit-
is. Margir óttast Bolsevfka-hreyf-
inguna rússnesku. Og það er eðli-
iegt, því mönn.um er nú loks farið
að skiljast, að það sem gerist í einu
landi með aiþýðu Tnanna, er einung-
is tákn þess, sem er urn að brjótast
í alþý&uhuganuni í öllum iöndu'u.