Heimskringla - 27.06.1918, Blaðsíða 3

Heimskringla - 27.06.1918, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 27. JÚNI 1918 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSIÐA rignt óaflátanlcga allan daginn, og þvílíkt Nóaílóð var um jörð alla, að ekkert utan í örkinni mátti lífs af koinast eða yfir fara. Bifreiðir Eords dugðu ekkert, sem rnargir höfðu })ó, og leiðist inaður til að halda af ])ví, að Ford ]>urfi ekki, að framsýni til, að reyna sig við gamla Nóa, ef til 'slarkfara kefmur. Þegar fólk hafði vel jafnað sig og aðgætt alt vandlega, er á diskunum var, reis séra Jóhann Bjarnason upp úr sæti og sagði samsætið sett. Er hann enginn viðvaningur i iþví og fórst ]>að að. vanda vel. Hann skýrði frá tilgangi samsætisins, og afhenti heiðursgestunum muni tvo; var annað ferðataska, er Dr. Páls- son átti að hafa með sér á ferðun- um fyrirhuguðu í urvænislandinu, en hitt var armbands-sigurverk, er Mrs. Dr. Pálsson var beðin að bera á ihandlegg sér “fyrir góða lukku” á ókomna tímanum. Fyrir báðar þ'essar gjafir, sem og þann hlýhug, or heiðursgestirnir töldu sér sýnd- an með samsæti þessu, þakkaði Dr. Pál'sson með snjallri ræðu. Mintist hann þess, að varasamt gæti verið að halda tmönnum, serri væru að flytja burtu, isvona rausnarlegar veizlur, ef fólk vildi losna við þá, því það gæti orðið til l>ess, að þeir hættu við að fara. Að þeirri ræðu lokinni var sezt að snæðingi, því borð voru þar öll hlaðin miklu lost- æti. “Og þar gengu kvenfélags kon- urnar fremst, því kökurnar lögðu þær tiil,” má vfst þar um segja, eins oig Stephan G. komst að orði. Þökk fyrir það alt, konur! Að lokinni máltíð tók foriseti sam- komunnar, séra Jóh. Bjarnason, aft- ur til máls, og ýmsir fleiri, svo sem Stefán Einarsson, Ingfmar Ingjalds- son og Jón Runólfsson skáld. Mint- ust þeir al'lir með hlýjum orðum samverustundanna með heiðurs- gestunum á liðnum tíma, sem þvf miður leit út fyrir að styttast mundu úr þessu. Yar það óspart látið í ljós, hve Pálssonar læknis yrði saknað, sem læknis fyrst og fremst, og s,ðan sem nýtilegs og fjörgandi drengs í mannféiaginu. l>ær bygðir mega hrósa happi sem hljóta marga slíka menn, en hinar síður, sem ekki bera lán til þess að halda í þá. Var líka fundið til þessa af þeim, er þarna vorp saman komnir. Menn hér voru sér þess greinilega meðvitandi, að þarna voru þöir að sjá á bak manni, sem þeim var kunnur frá barndómi hans, og gæddur var þeim hæfileik, er allir viðurkendu, og gegndi auk þess stöðu, sem meiri ábyrgð fylgir en flestiyn öðrum stöðum þjóðfé- lagsins, en sem þeir þrátt fyrir það treystu til að ieysa af hendi eins samvizkusamlega og uut væri. Var þvi ekki óeð'lilegt, þó því væri hreyft, í gamni og alvöru, þar eð þetta eru stríðis og ribbalda tímar or vér lifum á, og lítið segist á ýmsu, að setja Dr. Pálsson fastan. Vér vonum líka að oss verði ekki lagt það illa út, þó vér hugsuðum svo, því þegar betur er að öllu gáð, get- ur þessi ibygð framar öllum öðrum tileinkað sér Dr. Pálsson. Að vísu hefir oft verið þröngt í búi og fóðrið naumt, er ihún hefir getað veitt, sérstaklega ef un\menn er að ræða, sem gáfur og gæfu bera til að skipa vandasamari verk í þjóð- félaginu; hefir þessi bygð stundum áður, en einkum þó nú, með burt- för Dr. Pálssonar, orðið að hlíta í þeim efnum hörðum kostum. En sonur þessaVar bygðar er Dr. Páls- son samt, og þó nú ®é komið svo, að hann sé fluttur ihéðan, vonast hún enn þá til, að mega seinna njóta á- vaxta af ilians góða starfi. Upplýsingar óskast. Heimskringla þarf að fá að vita um núverandi heimilsíang eftirtaldra manna: Th. Johnson, síöasta áritan Port. Ia Prairie, Man. Jón Sigurðsson, áður að Manchester, Wash. E. O. Hallgrímsson, áður að Juneberry, Minn. Miss Arnason, áður að Wroxton, Sask. S. Davidson, áður að 1147 Dominion str., Wpg. Mrs. W. L. Thomas, áður að Kimberley, Idaho. Hjörtur Brandsson, áður 9318 Olarke St. Edmonton. Steindór Arnason, áður að Wild Oak, Man. Lárus Bjarnason, áður Cortland, Nebrasca. Þeir sem vita kynnu um rétta árltun eins eða fleiri af þessu fólki, eru vinsamlega beðnir að tilkynna það á skrifstofu Heimskringlu. THE VIKING PRESS, LTD. hljóðfæri og var góður rómur gerð- ur að hvorutveggju. Síðasta atriðið á skemtiskránni var dans. Þegar að þeim lið kom, fanst það á, að forse-ti samsætisins hafði alt í einu skift ium skap, og hvesti hann dálítið róminn á móti dansinum. Hann minti á eymdar- ástandið á vígvöllunum, og kvað í- hugunarvert að skemta eér úr hófi fram við dans, þegar svo stæði á; þótti honum tilhlýðilegt, að dansa ekki lengur en tvo k'hikkutíma. Eg skal ekki segja imikið um iþað, hvort “móðureyrað muni þunt”, á unga fólkinu eða ekki. En svo mikið er víst, að borð og bekkir voru á loft komnir um ieið og forseti slepti orðinu og gólfið var í bezta ástand komið til að dansa á því; þá kvað og við fiðlan og fólkið leið í hring á gólfinu, glatt og djanflegt og eigi ó- svipað og það segði: Nú syndum við, fiskarnir. Að því er það snert- ir, ihve lengi dansað var, hygg eg að gleymiSt hafi að 'líta á klukkuna, og það 'hafi verið því að kenna, að haldið var áfrain að dansa alla nóttina, þar tH dagsljósið sindraði inn á gólf og upp um rjáfur sam- komusalsins. Ferðalangur. -------o------- — BRÉF ÚR BYGÐUM ISLENDINGA. Ólafur Pétur Guðmundur Björns- son og ungfnú Kristjana Guðrún Sigríður Kristjánsson voru gefin saman í hjónaband þann 10. þ.m. af Rev. Wm. Irvine að heimiii stjúp- systur brúðgumans, Mrs. Thos. Thorpe í Calgary, Alta. Brúðgum- inn er sonur Jóhanns Björnssonar fyrrum póstmeistara á Tindastól, og eins af elztu landnemum ísl. bygðarinnar í Alberta, og miðkonu hans Margrétar Jónsdóttur, sem St. G. Stephanson skáld kvað um snildarkvæðið “Landnámskonan”. Brúðurin er dóttir Geirhjörts sál. Kristjánsisonar og konu hans Guð- finnu Jónsdóttur, sem lengi bjuggu að Gardar, Norður Dakota, en sein- ast í New Hill, Alta. Framtíðar- heimili ungu hjónanna Verður í New Hill. Vinir og vandamenn óska þeim góðrar og .happasællar framtfðar. Oalgary, 15. júní 1918. G. S. Grímsson. Blaine, Wasli., 2. júnf 1918. brúðarinnar, að viðstöddum nokkr- um ættingjum og vinum beggja. Ferðuðust ungu hjónin þegar til Portland, Ore. Skömmu eftir heim- komu þeirra gjörðu vinir og frænd- ur þeim aðsúg og færðu góðar gjaf- ir og heiliaóskir. í stríðið ihafa farið þessir menn, síðan eg skrifaði síðast: óli Theodor Peterson, 22 ára gam- all, 'sjálfboði í sjóher Bandar. Hann lagði af stað 1. apr. s.l. á æfingar- stöðina. óli átti að eins eftir eitt ár til að útskrifast af ríkisháskólan- um í Seattle (Washington Univer- sity). Foreldrar hans eru þóra og Bjarni Peterson, forðum búandi ná- lægt Hensel N. Dak, en sfðustu árin í Blaine. Karl A. Dalsted, 21 árs að aldri, gekk í Canada herinn og lagði af 'Sfað til Englands 13. apríl s.l. Móð- ir hanis er Solveig Anderson, nú til heimilis í Vaneouver, B.C., en faðir Karls var Jón kafteinn Dalsted (fyrri maður Solveigar), vel þektur f Seikirk og þar um slóðir, góður drengur og vel látinn. Hann drukn- aði í Winnipegvatni fyrir mörgutn árum. Seinni maður Solveigar og stjúpi karls er Eriendur Anderson, Þorsteins Anderssonar fyrruin í Argyle. Walter Oddson frá Blaine, f land- her Bandar.; nýlega kominn til Camp Lewis, Wash., 24 ára eða þar um bi'l. Foreldrar hans, Ingibjörg og 'Eyjólfur Oddson, hafa verið lengi í Blaine (Ingibjörg er nú iát- in fyrir þrem árum). Gísii Gíslason er og farinn til Camp Lewis, rúmlega tvítugur; foreldrar hanis um mörg ár búandi iiér við Blaine, komu hingað frá Seikirk. Frá Marietta, Wá.sh., er og nýfar- inn til C. Lewis Kolbeinn Hoff, fóst- ursonur þeirra Bergvins Hoff og konu lians. Munu ]iau hafa komið til Marietta frá Minnesota; Kol- beinn er um hálfþrítugt. Á síðastl. liausti gekk í lofther Bandar. Hrígur Laxdal 22 ára gam- all og sjálfboði; móðir hans Guðríð- ur Laxdal, býr í Belilingham með þremur dætrum sínum. — Þessa get eg nú, þvi eg minnist eigi að hafa iséð þesis getið í blöðunum fyr Frá Salt Lake City, Utah, gekk og í sjóher Bandar. (Ú-boat chasers d.) unglingurinn Jbhn Árnason, 19 ára gamall og sjálfboði. Móðir ihans er Mrs. Katrín Hoilm, nú til heimilis í Blaine; biður hún mig geta þessa nú, þar eð það er ókomið í sunnan- fréttum til blaðanna, að því er hún bezt veit. Eitthvað svipað þessu sýndist andinn vera, sem ráðandi var, í þessu samsæti. Þegar ræðuhöldun- um linti, voru margar fallegar vísur sungnar af öllum, meir og minna viðeigandi við svona tækifæri. Mrs. Bourd, kona agentslns á C.P.R. stöð- inni hér, söng tvo einsöngva, og Miss Ottenson frá Winnipeg lék á Sýra í maganum orsakar melting- arleysi. Framleiðir gas og vindverki. Hvernig lækna skal. liæknum ber saman um ab nfu tf- undu af magakvillum, meltingarleysl, sýru, vindgangl, uppþembu, óglebi o.s. frv. orsakist af of mikilli framleiSslu af ‘hydrochloric’ sýru í maganum, — en ekki eins og sumir halda fyrir skort á. magavökvum. Hinar vi15kvœmu magahimnur erjast, meltlngin sljófgast og fseöan súrnar, orsakandi hinar sáru tilkenningar er allir sem þannig þjást þekkja svo yel. Meltingar flýtandi mehul œtti ekki aS brúka, því þau gjöra oft meira ilt en gott. Reyndu heldur aö fá þér hjá lyfsalanum ráeinar únzur af Bisurated Magnesia, og taktu teskeiö af því I kvartglasi af vatni á eftir máltíö. — petta gjörir magann hraustann, ver myndun sýrunnar og þú hefir enga ö- þægllega verki. Blsurated Magnesia (i duft eöa plötu formi—aldrei lögur eöa mjólk) er algjörlega ósaknæmt fyrlr magann, ódýrt og bezta tegund af magnesíu fyrir meltlnguna. Þafi er brúkaö af þúsundum fólks, sem nú boröa mat sinn meö engrl áhyggju um eftirköstin. Herra ritstjóri:— Hér er ait fre-mur kyrt nú um stundir. Vortíðin var venju frem- ur þur og köld—ifrost á nóttum til skammis tíma, þó tæplega merkjan- legt nema sérlega árrisulu fólki, og ekki nema stöku sinnum, en þó svo, að vart hefir orðið skemda í görð- um ihér um slóðir og töluvert af á- vaxta vonum glatast, n.l. frosið blóm af trjám hér ifyrir sunnan, og fram að þessum tíuia hefir eigi veitt af <að hita upp hús kveld og morgna. Síðasta júnf flutti alfarinn til Bellingham, ásamt fjölskyldu sinni, lierra Þorgils Ásmundsson, eftir 17 ára dvöl 1 Blain'e. Var þeim hjón- um haldið kveðjugildi allmikið að heimili hr. Jóns og Josy Stevenson (Josy er systir Þorgilsar) og gefið vandað matborð að skiinaði. Mæltu þar ýmsir vingjarnloga í garð þeirra hjóna og þökkuðu þoim félagslyndi og framkomu góða í hvívctna. Var það góð kveldstund og vel varið. Nýlega er látin Jólianna Þórðar- son, kona Magnúsar Þórðarsonar (frá Hattardal) verzlunarmanns í Blaine, ágæt kona; lætur eftir sig. sjö börn og mann. 1 apríl (27) voru þau ungfrú Guð- rún Kristín Sigurðsson og Lárus B. Lindal gefin saman í hjónaband of séra Sigurði ólafssyni að heimill Eigi man eg eftir fleirum a"5 þeissu sinni, sem tfarnir eru, en á síðustu skrá yfir nöfn lögaldra manna eru nokkrir landar, sem væntanlega verða kallaðir síðar. Ýmsir hafa spurt mig hvað kost- aði að hafa myndir af hermönnum í blaðinu; og þar eð eg veit það ekki, sný eg spurningunni til ráðs- manns blaðsins í þeirri von - að henni verði svo svarað, að allir hafi gagn af. Lát séra Friðriks Bergmannis kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Sakna hans nú, er hann er farinn, fleiri en segja, og.fleiri miklu, en gjörðu sér grein fyrir því, hver hann var og hvað hann gjörðl, er hann var enn á veginum með þeim. fen si\ er æ sama sagan um öll mik- ilmenni. Ekki meira að sinni. Virðingarfylst, M. J. Benedictsson. Aths.—Eins og skýrt hefir ver- iS frá áóur, eru æfiminningar fall- inna hermanna birtar ókeypis — utan um sérstakan staS sé beSið í blaðinu. Þeir sem myndir senda, verða að eins að borga mynda- mótin (cuts), er kosta nú $1.75 á einum dálki, en $3.00 á tveimur dálkum.—Ritst. Stolin krækiber (Úr Iðunni.) Til frú Helgu Gröndal, frændkonu skáldsin's: Það hafa sagt að foru fari flökku- gestir: frændur eru frændum verstir, frú!—en mér þeir reyndust beztir! St. G. St. Gamanvísur eftir ónefnida konu: Eg hefi beðið uppdubbuð allan þenna vetur og beðið þess að góður guð gæfi mér hann Pétur. Svo fékk hún Pétur; en ári síðar yrkir hún af rælni: Það er ei lygi, það eg sver, — þótt eg eigi Pétur — það veit góður guð, að mér geðjaðist ann.ar betur. Ofraun. Oft er mínum unga strák ofraun þar af sprottin, áð í mér tefla altaf skák andskotinm og drottinn. Úr vísnabók ungrar stúlku. Vissulega valt l>að er, þótt virðist létt í draumi, að láta hepni hossa sér á hendinganna straumi. St. Þ. Aldrei fá menn af þvf nóg, alt þogar snýst í haginn, hér í logni á lifsims sjó að ieika allan dagiinn. Ó. A. Að lífið sé fríðara langt úti’ í heim Við látum oss tíðum dreyma, en komust þó síðar að sannleika þeim: það sælasta bíður heima. Þorgils. -------o------- Ný pappírstegund. í Amerískum blöðum er þess get- i, að ein af nýjustu uppfundningum Edisons sé, að nota niáltriþynnur í stað pappírs. Með rafmagni hefir hann unnið þunnar plöþur úr stáli, kopar og niekel, som eru móttækilegar fyrir prentsvertu eins og pappír Tilraunir hans kváðu sýna, að nickel reynist bezt; úr því má gera næfuirþunnar plötur, sem bæði eru ódýrari, seigari og boygjamlegri en vanalegur pappír. — En ekki er sagan sem trúlegust, —og hver veit þó? — K. -------o------- Þakkarorð. Mig langar til með línum þessum að ^biðja blað þitt að færa kvenfél. Geysis-bygðar, “Freyju”, mitt inni- legasta þakklæti fyrir gjöf þá, $25, sem mér var aflfent af féhirði þess félags, Mrs. Agnesi Pálsson. Þetta sýnir mér ihlýleik og hluttekning í kringumstæðum mínum, þar sem eg hefi legið veik síðan eg fékk áfallið í vetur í brunanum í Riverview Ho- tel í Winnipeg, og ekki enn búin að ná svo heilsu, að eg geti unnið. Kom mér þessi igjöf svo vel, sem nærri má geta, þó eg lýsi þvf ekki frekar hér. Bið eg gjafarann allra góðra hluta að launa fyrir ibróður og systurkær- leikann hjá þessu félagi, við þá sem bágt eiga, sem svo oft kemur fyrir. Jónína Guðmundsdóttir. Geysir, Man.. 12. júní 1918. Þakkarorð. Eg undirskrifaður finn mér skylt að votta hér með mitt innilegt þakklæti til allra þeirra, sem tóku þátt í að leggja fram fé fyrir mitt "automobile”, sem mér var íært heim til mín þann 16. júní 1918, að gjöf fná fólkinu hér í bygðinni. — Þar sein eg hefi svo lítið getað gert fyrir fólkið, ])á finn eg nú innilegar hið mikla vinarþel, sem mér er sýnt með þessari höfðinglegu gjöf, og er eg hér ineð af alhug og innileik þakka fyrir. Jóhannes Jónasson. Mountain, N. D. Hvort er þitt Þak? —— Er það þakið með vel máluðum spæni, vel útlítandi og vatnshelt — sómi fyrir þig og nágrennið, eða eins og neðri myndin, orpið og skorpið af vindi og sól — farvalaust og bert fyrir öllum veðrum? Gleymdu ekki þakinu á húsi þínu — það borgar sig ekki. Strax og seinasti naglinn er rekinn í spóninn, þá brúk- aðu umsvifalaust SHINGLE STAIN og bættu mörgum árum við endingu hússins. STEPHENS’ Shingle Stain er bú- ið til úr Creosote og olíum sem sökkva i viðinn og verja hann fúa. Þú getur valið úr 17 fögr- um litum. Spurðu harðvörukaup- manninn hvað það kostar. G. F. Stephens & Co., Limited Paint and Varnish Makers WINNIPEG - CANADA KAUPIÐ Heimskringlu Blað FÓLKSINS og FRJALSRA skoðana og elsta fréttablað Vestur-Islendmga Þrjár Sögur! og einn árgangur af blaðinu fá nýir kaupendur. sem senda oss fyrirfram eins árs andvirði blaðsins. — Fyr eða sfðar kaupa flestir Islendingar Heismkringlu. — Hví ekki að bregða við nú og nota bezta tækifærið? — Nú geta nýir kaupendur valið þrjár af eftirfylgjandi sögum: “SYLVIA.” “HIN UEYNDARDÓMSFULLU SKJÖL.” “DOLORES.” “JÓN OG LARA.” “ÆTTAREINKENNIÐ.” “HVER VAR HON?” “LARA.” “LJÓSVÖRÐURINN.” “KYNJAGULL” “BRÖÐUR- DÓTTIR AMTMANNSINS.” Sögusafn Heimskringlu ÞeMnr baekur fást keyptar í skrifstofu Heimskringtn, raetSan nppUgit hrekknr. Enginn sdu koitniðv vitJ póst- gjtld, vér borgum þann kostnatS. Sylvía ............................. $0.30 Bróðurdóttir amtmannsins ............ 0.30 Ðolores ............................. 0.30 Hin leyndardómsfullu skjöl___________ 0.40 Jón og Lára ......................... 0.40 Ættareinkennið....................... 0.30 Ljósvörðurínn...................... 0.45 Hver var hún?....................... 0.50 Kynjagull............................ 0.35 Mórauða músin ...............]..... 0.50 Spellvirkjamir ..................... 0.50

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.