Heimskringla - 27.06.1918, Síða 4

Heimskringla - 27.06.1918, Síða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 27. JÚNI 1918 WINNIPEG, MANITOBA, 2 7. JÚNI 1918 Yelgengni auðmanna. Sérstaklega eftirtektavert nú á dögum mun mörgum finnast það, að á nærri hverjum ein- asta verzlunarmannafundi, sem haldinn er hér í Canada, stígur einhver mælskugarpur upp á ræðupallinn og flytur glymjandi tölu um nú- verandi velgengni Canada þjóðarinnar. Þessi gleðiboðskapur er nú fluttur við að heita má hvert tækifæri, er verzlunarmenn koma sam- an, halda ársþing eða mæta á öðrum þýðing- armiklum ráðstefnum. Og nægar sannanir eru jafnan á reiðum höndum gleðiboðskap þessum til staðfestingar. Með snjöllum mælsku-tilþrifum er þá bent á aukna fram- leiðslu af öllu tagi og oftast lögð sérstök á- herzla á velgengni bændanna. Allar afurðir landbúnaðarins séu nú meiri en áður og í að miklum mun hærra verði. Stórkostleg eftir- sókn utan frá á allri framleiðslu landsins stuðli að því að halda verzlunarmálum þjóð- arinnar í mesta blóma. Með sláandi rökum benda ræðuskörungar þessir á það, að með svo fengnu verzlunarmagni hljóti Canada- þjóðinni brátt að vaxa fiskur um hrygg og hagsmál hennar öll að hrindast í að stórum mun betra horf en áður. Ekki gleyma þeir heldur verkalýðnum, er þeir þannig rökræða vélgengni og uppgang þjóðarinnar, heldur heimfæra mörg dæmi því til sönnunar, að kjör verkamanna séu bætt frá því sem áður var; atvinna meiri, verkalaun hærri o.s.frv. Svo hljóða þessi orð verzlunarmannanna og engum mun dyljast, að þau hafi við mik- inn sannleik að styðjast. Verzlunarlífið hér í landi hefir að líkindum aldrei verið í meiri blóma en einmitt nú. Alt, eða flest, hefir tekið stakkaskiftum frá því sem fyr þektist. Augu allra hvíla nú meir en áður á framleiðslu þessa mikla meginlands, sem vér búum í, og þeirri miklu auðlegð, sem í skauti þess er fólgin. “Ot á land” er nú orðin aðal stefnan og um leið hefir viðleitni þjóðarinnar til sem mestrar framieiðslu örfast um allan helming. Menningar umbrot þessi, ef svo má að orði komast, hafa þó óneitanlega hnekt vexti “borganna” og háð meir og minna öllum fyrverandi uppgangi þeirra. Fasteignasölu- braskið, sem áður fjörgaði svo mjög borgar- lífið, liggur nú í dái og dauðasvefni og and- rúmsloft borganna þar af leiðandi að mun heilnæmara en áður. Nú verða menn í borg- unum héldur ekki ríkir á fáum árum með því að taka “kontraktir margar og stórar”, því þannig gefst engum nú Iengur tækifæri að hrúga saman stórfé á erfiði annara. Alt þetta eru þýðingarmiklar breytingar. Stríðið hefir heimfært þjóð þessa lands þann sannleik, að hingað til hafi hún Iagt ó- nóga rækt við framleiðslu Iandsins og ábyggi- Iegan iðnað. Járnbrautir Iagðar frá hafi til hafs og stórar borgir reistar meðfram þeim getur stuðlað að hagsæld margra — hefir oft og tíðum. gert stórauðuga mannféiagsins gagnslausustu menn — en á slíku grundvall- ast þó engan veginn efnaleg velgengni þjóð- arinnar y/ir höfuð að tala. Hagur alþýðunn- ar í hvaða landi sem er verður ekki trygður á öðru en varanlegum iðnaði og með því að færð sé til réttra afnota auðlegð sú, sem í landinu býr. Eins og “neyðin kennir naktri konu að spinna”, eins hefir stríðið nú heim- fært Canada þjóðinni þessi sannindi og kom- ið henni til að hefjast betur til handa hvað alla framleiðslu og iðnað snertir. Og yfir þessum umskiftum hrósa nú verzl- unarmennirnir happi á fundum sínum og árs- þingum. Enda hafa þeir mest tilefni að gleðjast af þessu, því óneitanlega hefir hagn- aðurinn af umskiftunum að svo komnu verið eínna mestur þeirra megin. Verzlun í land- inu hefir aldrei verið rekin í stærri stíl en nú, aldrei verið blómlegri. Um leið og fram- leiðsla og iðnaður Iandanna eflist, hlýtur verzlun þessara landa einnig að eflast — slíkt er órjúfanlegt lögmál undir því fyrirkomu- lagi, sem nú er hjá flestum þjóðum. Canada er engin undantekning í þessu tilliti. En þó slík verzlunar velgengni eigi sér nú stað hér í landi, verður ekki sagt, eins og nú er komið, að þetta sé að stuðla að almennri vellíðan þjóðarinnar. Dýrtíðin vex með degi hverjum og stöðugt þrengir meir og meir að alþýðunni á allar lundir Vistastjórar stjórn- arinnar virðast ekki koma tauti við neitt, og alt fer versnandi eftir því sem lengra líður. Einhver kann nú að segja, að á stríðstím- um sé ekki við öðru að búast. Öllum styrj- öldum þjóðanna hafi ætíð verið samfara meiri og minni hörmungar. Auðfélög lands- ins og verzlanir fari nú engan veginn varhluta af þröngkostum þeim, sem stríðið skapar. Hlutfallslega reiknaður sé gróði auðfélag- anna nú engu meiri en áður. Tekju- og gróða- skattur leggist nú á auðmennina og þar með sé þeim lögð sú byrði á herðar, sem fátæk- lingarnir fari algerlega á mis við Alt þetta verði að taka til greina áður svipan sé látin ríða að höfði þess einstaklings, sem nú sé svo ólánssamur að vera talinn “auðugur“ og til- heyrandi auðmannastétt landsins. Hætt er við, að margir líti slíkar ályktanir tortrygnis augum og finnist þær hafa við Iítil rök að styðjast. Sú grunsemi gerir ef til vill vart við sig hjá ekki svo fáum, að tekju- og gróðaskattar verzlunar-eigandans hafi átt einhvern þátt í hinni miklu verðhækkun á öll- um vörum í verzlun hans. Sé grunur sá rétt- ur — hverjir borga þá tekju- og gróðaskatt- inn? Svarið virðist liggja í augum uppi. Síðan stríðið hófst og þátttaka Canada- þjóðarinnar í því, hefir stjórn þessa lands, eða stjórnir réttara sagt, átt við mikla örðug- leika að etja. Óhætt mun að fullyrða, að engar af stjórnum hinna stríðslandanna hafi mætt meiri mótspyrnu eða átt við flóknari vandamál að stríða, en Canadastjórnin. Heilt fylki, annað mannflesta fylki Iandsins, hefir risið öndvert henni í öllum málum og til skamms tíma kappkostað að draga sig sem mest í hlé hvað þátttöku í stríðinu snertir. Töluverðrar sundrungar hefir einnig orðið vart víðar og hver höndin oft verið upp á móti annari. Til þess að viðhalda reglu og skipulagi og innbyrðis friði hefir stjórn þessa lands orðið að fara vægilegar í sakirnar en hún annars hefði ákosið og að því leyti stað- ið ver að vígi en stjórnir flestra hinna stríðs- landanna. Meðferð hennar í fyrstu á her- skyld,unni sannar þetta bezt og fleiri dæmi mætti til telja. Nú bauðst auðfélögunum gullið tækifæri að skara eld að eigin kökum og sem þau voru ekki sein til að nota. öteljandi nýjar leiðir opnuðust þeim nú til þess að blekkja þjóð- inni sýn og hinir margvíslegu verzlunarhrekk- ir þeirra báru nú margfalt meiri árangur en áður. Alt slíkt var nú auðvelt að skýla á bak við “stríðið” og “hörðu tímana”, sem því væru samfara. Tilraunir stjórnarinnar að stemma stigu fyrir þessu, komu að litlu haldi, enda hafði hún í fleiri horn a Iíta og vanda- mál mörg með höndum, sem örðug reyndust úrlausnar. Auðurinn hefir líka löngum verið það “afl’ , sem stjórnunum hefir reynst örð- ugt við að etja, engu síður en einstakling- unum. En eins og stjórnir annara landa hafa lært af reynslunni að bera hærri hlut í viðureign- um öllum við auðfélögin og tekist fullkom- lega að koma í veg fyrir óhæfilegan gróða þeirra, ætti stjórnin hér í Canada að geta lært þetta engu síður. Fyrir löngu síðan hef- ir stjórn Englands tekið í taumana hvað verzlun alla í landi hennar snertir og í því til- liti horfir þar ekki til neinna vandræða. Gróði allra verzlana landsins er þar takmark- aður og með háum tekju- og gróðasköttum hefir stjórnin þar knúð auðfélögin til þess að leggja fram fylsta skerf í þjóðarinnar þágu á yfirstandandi hörmunga tímum. — Banda- ríkin eru ung í stríðinu enn þá, en læra af reynslu annara þjóða. Stríðskostnaður þeirra fyrir næsta fjárahsgár er áætlaður um tuttugu og fjórar biljónir dollara — og þriðj- ung þeirrar upphæðar ráðgerir stjórnin þar að fá inn með sköttum, er að mestu verða Iagðir á tekjur auðmanna og stríðsgróða (war profit) og annan gróða auðfélaganna. Or þessu verður þar heldur ekki lengi að bíða, að gróði aJlra matvöruverzlana landsins verði takmarkaður og Iögákveðinn. Núverjindi Canadastjóm var mynduð úr þeim bezta efnivið, sem völ var á þegar, allar kringumstæður voru teknar til greina og hlut- drægnislaust skoðaðar. öefað stendur stjórn þessi langt um betur að vígi en nokkur flokksstjóm áður og ætti því að mega mikils 1 af henni vænta. Að svo komnu hefir stjórn jessi staðið vel fyrir stríðsmálum öllum og agt sig þar fraín af mesta kappi. Til þessa var hún líka aðallega kosin, en að sjálfsögðu verður þess þó af henni krafist, að hún engu síður komi vel fram í öðru. Og nú er svo komið, að stjórnin má enga meiri vægð sýna auðfélögum þeim, sem nú leitast við að gera yfirstandandi neyðartíð að auðs-uppsprettu og að þjaka alþýðunni á allar lundir. Stjórn- um annara landa hefir hepnast að brjóta auð- félögin á bak aftur og hví skyldi ekki Can- adastjórninni eins geta hepnast það? Á auðmenn og auðfélög hér verða að leggjast engu minni tekju- og gróðaskattar en í Bandaríkjunum. Á meðan stríðið stendur yfir ætti auðmönnunum að vera ljúft að Ieggja fram allan sinn gróða í þjóðarinnar þarfir. Hermaðurinn fórnar lífi sínu á vígvellin- um — hví skyldi þá ekki sá ríki vera viljug- ur að gefa auð sinn? 4—,— ------ - —... — — --> Heimsókn Bandaríkja hermannanna. Heimsókn Bandaríkja hermannanna hing- að hlýtur að hafa vakið marga hér til gleggri , hugsunar en áður. Eftir að hafa með eigin augum séð heila herdeild af þessum vasklegu og auðsýnilega þadæfðu hermönnum, getur enginn lengur gengið í skugga um þá stór- kostlegu þýðingu, sem þátttaka Bandaríkj- anna hefir í hinu mikla veraldar stríði. Her- deild þessi, sem nú var send í gegn um Can- ada, er ágætt sýnishorn af þeim ógnar her, sem stjórn Bandaríkjanna hefir þegar sent til vígvallanna á Frakklandi. Hver þorir að ef- ast um, að slíkur her muni geta sér ódauðleg- an orðstír þegar hann er kominn út í þá or- ustu, sem nú er háð fyrir sönnum mannrétt- indum og lýðfrelsi? Engin þjóð hefir lýð- frelsis hugsjónir mannkynsins meir í háveg- um, en Bandaríkjaþjóðin, og engin þjóð er viljugri að berjast fyrir þeim en hún. Hví voru Bandaríkin þá svo sein til at- lögu? munu margir ef til vill spyrja. Hví drógu þau svo Iengi að taka þátt í þessu stríði lýðfrjálsra þjóða gegn einveldunum og ofríki fárra valdhafa? Svo spyrja þeir, sem lítt hafa fylgst með seinni tíma viðburðum og litla tilraun gera að glæða skilning sinn á því, sem nú er að gerast í heiminum. Bandaríkin voru ekkert viðriðin tildrög ófriðarins og tjáðu sig þar af Ieiðandi hlutlaus í þessu mikla stríði siórveldanna í Evrópu — og við- urkend hlutleysislög vildu þau ekki brjóta. Það var ekki fyr en Þjóðv. höfðu rofið öll loforð sín við Bandaríkin og þar með sýnt svo ekki va>- um að villast, að þeir viðurkendu enga samninga og skoðuðu sig ekki skuld- bundna að halda nein loforð, að mikilmenn- ið, sem nú stendur við stjórnvölinn syðra, af- réð að hvetja þjóð sína út í hildarleikinn. Stefna hans var að gera þetta ekki fyr en í síðustu lög, því friðelskari mann en hann get- ur ekki; en sfðan hann breytti um þessa stefnu verður ekki um hann sagt, að hann hafi hálfgert hlutina. Hinn öflugi her Banda- ríkjanna vottar þetta bezt og stórkostlegur vígbúnaður þeirra af öllu tagi. Við að sjá Bandaríkja hermennina hefir þjóð þessa lands hlotið að fyllast af aðdáun. Menn þessir koma úr öðru rjki, en tala þó sama tungiímál og hún og eru eigin sonurn hennar að engu leyti frábrugðnir í ytra út- Iiti. Canada hermennirnir og hermenn Ban- daríkjanna berjast nú samhliða á vígvelii, undir sama merki og fyrir sameiginlegum málstað. Hugprúðari og vaskari hermenn á heimurinn ekki til. Vissulega megum vér Islendingar vera stoltir yfir því, að í hópi þessara hraustu drengja standa nú svo margir íslendingar — sannir niðjar forfeðranná. »■— -■ - ■■ Frá landamærum lífs og dauða. Eftir Stgr. Matthíasson. I greininni “Lífið er dásamlegt’ í síðasta hefti “Iðunnar” þar sem eg mintist á vetrar- dvala ýmissa dýra og dauðdá, gat eg um sögu af fakírunum á Indlandi, sem fullyrt er um að geti eftir vild lagst í svo djúpt dá, að eng- inn geti annað séð, en að þeir séu dauðir. Og í sambandi við það mintist eg á enskan of- ursta, Townsend að nafni, sem sagt er að hafi verið þessum sömu hæfiieikum gæddur ogi fakírarnir. Eg hafði þá sögu eftir riti próf. Weiss: “Livet og dets LoveY en gat þess Um leið, að þar eð frásögnin þar væri svo stutt, þá hefði eg skrifað próf. Weiss til að leita mér betri upplýsinga um þetta merkilega fyrirbrigði. Eg hefi nú meðtekið ágætt bréf og ítarlegt frá próf. Weiss og skal eg hér til- færa úr því það helzta. Próf. skrifar: “... .Frásöguna urn Townsend of- ursta ihefi eg tekið úr riti eftir Max VerWorn: AUgemeine Physiologie, IV. Aufl. 1903, bls. 135—136, en hann getur þeiss, að um þetta sama efni megi lesa í “Der Hypnotismus" Ausgewahlte Sehriften von James Braid. Deutisehe herausgegoben von W. Preyer. Berlin 1882. bar eð þér ef til vi'1'1 eigi hafið aðgang að þessum ritum, skal eg tilfæra það, sem Venvorn segir í áframhaldi af því, er hann ritar um fakírana ind- versku. (Verworn er prófessor í líf- eðlisfræði við háskólann í Jena). Bls. 135: “Fjöldamargir meira og minna áreiðanlegir heimWdarmenn hafa skýrt frá, að þeir hafi verið sjónanvottar að svipuðum fyrir brigðum. Enn fremur hefir sams- konar sézt hér f Norðurálfunni, eins og ihin alkunna saga af Towsnend ofumba getur um, en hún er skráð af Dr. Cheyne lækni frá Dublin, sem var viðurkendur vfsindamaður. Hann segir svo frá um Townsend: “Hann gat dáið eftir vild, þje.a.s. bætt að anda og vaknað aftur til lífs eftir ásétningi vilja síns, éða hvernig það nú var. Hann herti svo að okkur með að verða sjónarvottar að þeas konar tiil.raun, að við létum það eftir honurn. í fyrstu þreifuð- um við allir þrír, eftir islagæðinni eða púlsinum og ifundum hann greinilega, þó veikur væri og blakt- andi, og hjartað sló eðlilega. Hann lagðist aftur á bak og lá stundar- korn grafkyr í þeim stellingum. Eg hélt í hönd honum Dr. Baynard lagði hönd sína á hjarta hans og hr. Skrine hélt fáguðum spegli fyrir framan vit 'honum. Eg fann nú að æðin varð smámsaman linari, þar til eg að lokum við nákvæma að gæzlu og þreiifingu varð hennar ekki var. Dr. Baynard gat ekki fundið hið minsta til hreyfingu hjartans og Skrine sá ekki votta fyr- ir neinni andardráttarmóðu á breiða speglinum, sem hann hélt fyrir munni hans. Því næst athug- uðum við hver í sínu lagi og hver af öðrum slagæðina, hjartað og andar- dráttinn, en gátúm ekki við ná- kvæmustu rannsúkn fundið hin minstu lffsmörk. Yið reyndum lengi eins völ og við hðfðum vit á að gera okkur grein fyrir þessum furðulega viðburði. En er við sáum, að hann lá stöðugt í þessu sama ástandi, k'omumst við að þeirri niðurstöðu, að Ihann hefði sennflega farið lengra í tilrauninni en ihann ætlaði sér, og urðum seinast sanmfærðir um, að hann væri algerlega dauður og ætl- uðum því að íara. Þannig leið hálf klukkuistund. Um miðmorgun (það var um ihaust), er við ætluðum að ganga fré honum, urðum við varir við að líkið hreyifðist lítillega, og fundum nú við nána athugun, að æðin og hjartað fóru smámsaman aftur að slá. Hann tók að anda og tala í iágum hljóðum.. Við urðum allir öldungis istelnhissa yíir þessari óvæntu ibreytingu. Eftir að við liöfðum spjallað við hann og talað saman okkar á milli dálitla stund, fórum við burt; vorum við þá að vísu fyllilega sannifærðir um alt, sem gerst hafði, en vorum alveg for- viða og undrandi, og ekki megnugir þess að gefa neina skynsamlega skýringu á því.” Yerworn gengur síðan út frá því sem gefnu, að menn geti íallið dauðadá svo djúpt, að ekki sé unt að greina annað en að um algeran dauða sé að ræða, en honum finst slfkt enn þá svo torskilið, að nauð syn beri tiil, að liffeðlisfræðingar rannsaki það ftarlega.....Eg ihefi ekki kynt mér þessi málefni nánar, en það væri óneitanlega gaman, ef læknar vildu taka það alvarlega til atibugunar í stað þass að heimfæra það tiH “sviksagna og kerlinga bókæ” Yðar einlægur Fr. Weiss. Sagan af Townsend er harla merkileg. Sjálfsagt hefir eitthvaS svipaíS komið fyrir stöku sinnum áður, en því ekki verið eins vel gaumur gefinn og í þetta skifti, þar sem voru viSstaddir tveir at- hugulir læknar. Munu víst flestir ásáttir um, aS telja, megi fyrir- brigði þaí5, sem hér ræSir um jafn merkilegt og mörg kraftaverkin, sem helgisögur greina frá og talin hafa veriS yfimáttúrleg. En þó vísindamenn eigi ei\n örSugt me8 a8 gera sér fulla grein fyrir hvern- ig slíkt og þvílíkt muni atvikast, þá er engin ástæSa til að ætla, að íér sé um nokkuS yfirnáttúrlegt að ræða, því allir hlutir eru á- tveðnu lögmáli háSir, og sjálfsagt er ekkert í rauninni yfirnáttúrlegt, 5Ó oss í fávísi vorri finnist syo vera, og viS verSum meS Hamlet aS játa, aS: i ‘‘fleira er til á himni og jörSu, Hóraz, en heimspekina’ okkar dreym- ir um.” ÐODDS KIDNEY WfoJÍÍaöetcb ,1 DODD’S NÝRKA PILLUR, góðu fyrir allskonar nýrnaveikL Lækna glgt, bakverk og sykurveikL Dodd’m Kidney Pllls, 5ðc. askjan, sex öskj- ur íyrir $2.50, hjá öllum lyfsölum eða frá Dodd’a Medicine Go., Ltd., Toronto, Ont Prentuð ritfæri Lesendur Heimskringlu geti keypt 'hjá oss laglega prentað. bréfhausa og umslög, — 500 a hverju — fyrir $7.00, Skrific nöfn og áritun o. s. frv. skýrt oj sendið peningana með pöntuninni The Viking Press, Ltd. Box 3171 Winnipeg NORTH AMERICAN TRANSFER CO. 651 VICTOR STREET PHONE GARRY 1431 Vér erum nýbyrjaðir og óslkuiB viðskifta yðar. Ábyrgjumst ánægju- leg viðskifti. FLYTJTJM HtTSGÖGN OG PIANO menn okkar eru þvi alvanir, einnig ALLSKONAR VARNING Fljót afgreiðsla. U POWORPAINT” Nýr farvi fyrir innan eða utan húss málningu. Kostar helmingi minna en olíumál og endist tvisv- ar sinnum eins lengi. Er að eins iblandað út i vatn og myndar gler harða húð á veggnum. Sér- staklega bentugt á imniveggi, því það þolir þvofct. Skrifið eftir lit- spjölduim og öllum upplýsingum. Skrifið oss einnig þá yður van- hagar um trjávið, Cement, plast- ur og kalk, — einnig salt í vagn- hlössum. McCOLLOM LUMBER AND SUPPLY CO. Merchants Bank, WINNIPEG THE BOOK 0F KN0WLED6E (í 20 BINDTJM) öil bindin fást keypt á skrií- stofu Heimskringlu. — Finnið eða skrifið S. D . B. STEPHANSON. Fagurt heimili r til sölu Réfct við Scotia straeti á KU- donan Ave. 9 herbergi, 2V» tasfa á hæð; (barðviðar gólf; sbeingrunnur undir öllu hús- inu; 80 tunnu regnvatns áma; miðstöðvar hitun og rafmagns eldetæði; 330 feta netfluktar svalir. Þetta hús er skamt jtná Rauðánni, nálægt nkóla og elnnrn fegursta lygtigarðl borg- arimnar. Lóðin er 100 fet á breidd, fögur tré , góður garð- ur; hús fyrir tvær bifreiðar, einnig fjós og (hænsna hús. Verðið á þessari eign er $7,500, ekuld á eignimii $2,500. Vil selja iiieð $500 niðurborgun, og afgangimn erftir samningnm. Myiradi líka taka til grefraa Bkifti ffyrir !and í góðu á- standi og með öllu tilheyrandi erf vilúi. Hugh Rennie, 902 Coufoderallon L>lfe Bldg. WÍMnlpeg:. Dept. H

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.