Heimskringla - 04.07.1918, Page 1

Heimskringla - 04.07.1918, Page 1
Opfð á kveldin til kl. 8.30 Þ«gar Tennur Þurfa AfSgerðar Sjáið mig DR. C. C. JEFFREY "Hinn varkári tannlæknir” Cor. L«gaa Ave. og Maln St. SLÁTTUVÉLA- OG BINDARA- PARTAR ALLS KONAR Blndara Segldðkar, hver - - - - - $7.50 SlAttuvéla Hnlfblöö (25) ------- 1.75 Blndara Hnlfblrtb (25)---------- 1.75 SlAttuvéla Hnffar, hver ----- 2.75 Blndara Hnffar, hver ------ 3.25 Sláttuvéla ogr Ðlndara Guarda - - 0.35 Guard Platea (25) - -- -- -- - 1JS0 Sendi5 eftir vorri nýju VertJskrá.—Vér seljum allskonar verkfæri og vélparta THE JOHN F. McGEE C0. 79 Henry Ave., WINNIPIO XXXII. ÁR. WINNIPEG. MANITOBA, 4. JÚLI 1918 NÚMER 41 Styrjöldin Frá Vestur-vígstöívum Ekki verSur meS sanni sagt, aS hlé hafi veriS á orustum á vestur- vígstöSvunum síÖustu viku. Stöð- ug áhlaup áttu sér stað frá báðum hliðum og yfir heila tekið veitti bandamönnum að mun betur á öllum svæðum. Stærstu orustur vikunnar voru háðar, er banda- menn á föstudaginn gerðu áhlaup á all-stórum svæðum, Bretar á milli Bailleul og Bethune og Frakk- ar fyrir sunnan Amblemy. Þrátt fyrir það þótt um 1 00 mílur væru á milli þeirra ensku og frakknesku hersveita, sem nú réðust til sókn- ar, voru bæði þessi áhlaup ger á sama tíma og sem vottaði'ljós- lega, að herstjórar bandamanna hafi fyrirhugao þau vandlega og haft eitthvert ákveðið markmið með þeim. Við atrennur þessar hröktu bandamenn Þjóðverjana meir og minna aftur á bak á báðum svæðunum og tóku um 1,500 fanga af liði þeirra. Vörð- ust þeir þýzku þarna með öllum þeim krafti, sem þeir áttu völ á og létu ekki undan síga fyr en í fulla hnefana. Sagt er að sigur Breta í þetta sinn muni gera það að verkum, að Þjóðverjum reynist úr þessu sóknin gegn hafnarborgun- um hálfu örðugri en áður; stöðug áhlaup þeirra á því evæði í seinni tíð hafa vafalaust verið gerð með því markmiði, að veikja viðnám Breta. Víðar hefir bandamönnum gengið vel og þeirra tíðu áhlaup síðustu viku báru þess fyllilega vott, að þeim sé engan veginn um megn að sækja ef svo ber undir. — Fyrir vestan Chateau-Thierry gerðu Frakkar og Bandaríkja- menn áhlaup í byrjun þessarar viku, tóku um 450 fanga og or- sökuðu stórkostlegt mannfall í liði óvinanna. Er sagt, að Þjóðverj- ar hafi mist þarna heila hersveit (regiment) og fjölda af byssum, stórum og smáum. Hermenn Bandaríkjanna geta sér hinn bezta orðstír við hverja atlögu, sem þeir taka þátt í, og kemur alt af betur og betur í ljós hve ágætlega vel æfðir þeir hafa verið og hve ötul- ir og hugprúðir þeir yfirleitt eru. Á þeim svæðum, sem Canada- menn halda, var með allra kyrr- látasta móti síðustu viku. Stór- skotabyssurnar þegja þó aldrei og sjaldan láta Canada hermennirnir langan tíma líða áður þeir hefjist til handa einhvers staðar. Vafalaust hafa Þjóðverjar stór- sókn í undirbúningi, því enn hafa þeir liðsafla mikinn. En þar sem allar atrennur þeirra hafa mis- hepnast hingað til, er engin á- stæða til að halda, að banda- mönnum muni ekki takast að veita þeim viðnám. Tíminn er banda- manna megin og þegar útslita- orustur stríðsins verða háðar, hve nær sem slíkt skeður, munu þeir uppskera ávextina af því hve var- lega og gætilega þeir hafa farið. Sú stefna þeirra, að taka sem minst á varaliði sínu og búa sig sem bezt undir seinustu orustum- ar, getur ekki orðið annað en af- faragóð. ------o------ Sigrar ítala. Margar stórorustur voru háðar á hersvæðum Itala síðustu viku og fóru Austurríkismenn víðast hvar halloka. Tóku Italir af þeim mörg öflug varnarvirki í fjöllun- um og í einni orustunni tóku þeir yfir tvö þúsund fanga. Þrátt fyr- ir ófarir þessar allar eru þó Aust- urríkismenn stöðugt að sækja hér og þar, en að svo komnu hafa flest áhlaup þeirra verið brotin á bak aftur. Haldið er að Þjóð- verjar muni ef til vill senda sam- herjum sínum liðstyrk, enda sýnir reynslan ótvíræðilega, að látnir einir um hituna standa Austur- ríkismenn Itölum langt að baki í hernaðarlistinni. Aðstoð Frakka og Breta hefir líka komið Itölum að góðu haldi, stuðlað til að gera hermenn þeirra öruggari ákveðn- ari og trygt sigurvissu þjóðarinn- ar heima fyrir. Af seinni fréttum að dæma hef- ir stjórn Austurríkis tekist að bæla niður allar uppreistir í landi sínu — í bráðina að minsta kosti. Lítil bót hefir þó fengist þar á hinum mikla vistaskorti og yfir höfuð að tala virðist útlitið þar hið í- skyggilegasta. Haldið er, að ó- farir Austurríkismanna á vígvelli og harðkostir þjóðarinnar heima fyrir muni ef til vill leiða til þess, að Austurríki og Ungverjaland verði innlimuð þýzka ríkinu og keisari Þýzkalands svo að sjálf- sögðu gerður einvaldur yfir öllu samanl ------o------- Nýir friðarskilmálar. Margvíslegar fréttir berast nú frá Þýzkalandi í gegn um hlut- lausu löndin og eru sumar þeirra þannig úr garði gerðar, að lítið mark er á þeim takandi. Ein frétt- in segir ræðu utanríkisráðherrans, er skýrt var frá í síðasta blaði, hafa vakið óhug mikinn hjá þjóð- inni og muni ef til vill leiða til þess að Dr. Richard Kuehlmann verði að segja af sér. önnur frétt segir keisarann hafa orðið reiðan mjög og að í bréfi til kanzlara síns hafi hann farið ómjúkum orðum um þessa þingræðu utanríkisráðherr- ans. Jafnaðarmanna flokkurinn á svo að hafa notað þetta tækifæri til þess að láta sterka óánægju í ljós gegn stjórninni fyrir allar hennar gerðir í sambandi við stríðið. Samhliða þessu að heita má kemur sú frétt að greifi einn, Roon að nafni, hafi samið ritgerð mikla fyrir eitt þýzka blaðið, og lagt þar fram þá friðarskilmála, sem hann álítur að viðunanlegir séu fyrir Þýzkaland og keisara- stjórnina. Skilmálarnir eru meðal annars á þá leið, að bandamenn gjaldi Þjóðverjum $45,000,000,- 000 skaðabætur, Bretar láti af höndum flota sinn og þær nýlend- ur, er aðrar þjóðir hafi meira til- kall til, og Belgíumenn láti sér vel lynda að land þeirra sé innlimað hinu þýzka ríki. Af þessu geta les- endurnir séð að skilmálar þessir muni vera all-harðir, svo harðir-— að ekki er einu sinni víst að Þýzkalands keisari sjálfur fáist til að samþykkja þá! ------o------- Hvít brauð úr sögunni. Samkvæmt nýlega birtri reglu- gjörð Canadastjórnarinnar verður tilbúningur brauðs úr eintómu hveitimjöli bannaður eftir 15. þ. m. Hvorki í brauðgerðarhúsum ná heimahúsum má þá baka al- hvít brauð lengur og verða allir að setja eitt pund af einhverju öðru mjöli í hver níu pund af hveitimjölinu. Varðar sekt ef út af þessu er brugðið og markmiðið með þessu er að hveitimjöl sé núl sparað alt sem mögulegt er. ------o------- Kola rannsókn. Á borgarráðsfundi hér í Winni- peg í lok síðustu viku var afráðið að senda tvo fultlrúa héðan til kolanámu héraðanna í Alberta. Eiga þeir að rannsaka tilhögun alla við kolavinsluma vestra og komast eftir réttu verði á hinum mismunandi kolategundum. Kom í ljós á fundi þessum, að af þeim 150,000 tonnum af kolum, sem reiknað er að bærinn þarfnist næsta vetur, eru að eins 25,000 tonn þegar fengin. Lýsti borgar- stjórinn óánægju sinni yfir því, hve treglega kolakaupmönnum gengi að afla borginni nægilegra kolabirgða og kvað mikla þörf bráðrar bótar ó þessu. Nú er svo komið, að allir, sem mögulega geta, verða að panta að minsta kosti helming vetrarkola sinna sem allra fyrst, eða eiga á hættu að “frjósa í hel” á komandi vetri. ------O------- Sjúkraskipi sökt. Frétt sú barst á þriðjudaginn, að 27. júní hefði sjúkraskipinut Llandovery Castle” verið sökt af þýzkum kafbát, um 70 mílur frá ströndum Irlands. Skip þetta var leigt af Canadastjórninni til þess að flytja særða og sjúka frá Eng- landi til Halifax og er því haldið, að flestir eða allir, sem um borð á því voru er því var sökt, hafi ver- ið Canadamenn og konur. Voru farþegarnir og skipverjar í alt í þetta sinn um 258, þar af 14 hjúkrunarkonur og 80 fyrirliðar í Army Medical Corps deildinni. Á skipið var skotið fyrirvaralaust, I Tveir bræður í hernum. Jón Davidson Leifur Alexander Davidson Bræður þessir eru báðir frá Argyle- bygðinni. For- eldrar þeirra eru þau Gunnlaugur Davidson og Margrét kona hans, sem þar búa. Jón, sá eldri, er nú 26 ára gamall, fædd- ur 18. apríl 1892. Hann innritaðist í 223. herdeildina hér í Winnipeg í apríl 1 9 I 7^og fór með henni til Englands rétt á eftir og 12. sept. sama ár var hann sendur til Frakklands. Hef- ir hann barist þar síðan og er enn ósærður.—Leifur Alexander sá yngri, er 21 árs að aldri, fæiddur 2. des. 1897. Hann inn- ritaðist hér í Winnipeg í 61. herdeildina 28. júní 1915, en var sendur til Englands með 78. herdeildinni í aprílmánuði 1916 og til Frakklands 10. ágúst það sama ár. Hann hefir særst tvisvar og seinna sinn í orustunni miklu á Vimy hæðun- um, sem hafin var 9. apríl 1917. Særðist hann þá af byssu- skoti í handlegginn og lá um tíma á sjúkrahúsi á Frakklandi. Hann hefir fengið heiðörsmedalíu fyrir hrausta framgöngu á vígvelli og aðra medalíu fyrir góða hegðan í hernum. Fyrir nokkru síðan var hann gerður að “Lance Corporal” í vél- byssudeildinni. þó það væri vel lýst og með öllum merkjum, er slík skip hafa. Hald- ið er að flestir af farþegunum hafi komist í bátana, en að eins 24 hafa komist í land þegar þetta er skrifað. Hafði þetta fólk verið að hrekjast í 36 klukkustundir, matarlaust að heita mátti og klæðlítið, þegar loksins brezkt tundurskip kom því til bjargar. -------o------ Verkföll í Winnipeg. Verkfalli vélasmiða og málm- vinslumanna á verkstæðum C.P. R. félagsins hér í borginni, er nú lokið. Fulltrúar iðnfélags þeirra og ýmsir embætismenn brautar- innar mættu á Táðstefnu í lok vikunnar og úrsltin urðu þau, að verkfallinu var sagt slitið og mönn unum sagt að taka til starfa aftur. Maður sá, sem þeir vildu fá rek- inn, h ddur áfram að vinna hjá C. P. R. félaginu eftir sem áður. -------O—‘---- Prentarar gera verkfall. Um 300 prentarar gerðu hér verkfall í byrjun vikunnar. Kröfð- ust þeir kauphækkunar, sem nem- um $5 á viku — höfðu áður $25, en vilja nú fá $30. Engir af prent- urum dagblaðanna hættu þó vinnu, því um langan tíma hefir þeim verið goldið það kaup, sem aðrir prentarar nú biðja um. ------O------- Kerensky á Elnglandi. Alexander F. Kerensky, fyrver- andi stjómarformaður Rússlands, var staddur á Englandi um miðja síðustu viku. Lét hann lítið á sér bera og veitti fregnritum blaðanna örðugt að ná tali af honum. Mátti heita að hann kæmi öllum á óvart og gerði hann fyrst vart við sig á verkamannafundi — var þar gerð- ur kunnugur af Arthur Henderson sjálfum, leiðtoga verkamanna- flokksins á Englandi. Hélt hann ræðu á fundi þessum og skýrði frá núverandi neyðarástandi hinnar rússnesku þjóðar. Kvað hann Bol- sheviki stjómina þar hafa leitt hina mestu ógæfu yfir þjóðina og hélt því fram, að eina von Rússa væri, eins og nú væri komið, að bandaþjóðirnar skærust í le-kinn þeim til hjálpar. — Haldið er, að Kerensky muni halda frá Englandi til Frakklands og svo þaðan til Bandaríkjanna, og er ekki ólíklegt að hann eigi eftir að koma hingað til Canada. -------O------ Framtíð fslands. Frá Kristjaníu í Noregi kemur þessi fregn 1 1. apríl: “Vélafræð- ingurinn Sætersmoen hélt í gær- kveldi fyrirlestur um notkun foss- aflsins í Þjórsá á Islandi af hluta- félaginu “Titan.” Hann hefir ver- ið á Islandi í sumar að reikna út hvað gjöra mætti við þessa stærstu á landsins; hugmyndin er, að byggja sex aflstöðvar, sem að samanlögðu gætu gefið 697,000 hestafla kraft, jafnvel þá mánuð- ina, sem þjórsá er vatnsminst. Þá er og áformað að byrja á járn- brautarlagningu frá Reykjavík til einhverrar af aflstöðum félagsins. Leyfi og réttindi eru fengin á hæfi- legu verði. Vélafræðingur Bam- er, sem hefir unnið við ríkisbraut- irnar í Noregi, hefir einnig verið á (slandi að mæla út legu járn- brautarinnar. Ræðumaður tók það fram, að líkur væru til að Island ætti glæsilega framtíð fyrir höndum, efnalega. Hann sagði einnig, að Norðmenn kynnu vel við sig á Islandi og norskir bænd- ur mundu hafa þar' nóg að gjöra. -----—o------- Fágæt fyrirmynd. —.... / Þess er nýlega getið í “Guð- brandsdalen” að um þær mundir hafi fyrverandi timbursölumaður Paul Lundeby komið snögga ferð til Lillehammer; aðal erindi hans þangað var að borga skuldir, sem hann samkvæmt lögum var alls ekki skyldur að greiða. Fyr- ir 1 7 árum síðan keypti herra Lundeby jörðina Efri Randklev í Ringibu og bygði sögunarmylnu í Volibru, sem ýmsir keyptu hluti í. En vegna ýmsra óhappa neyddist Lundeby til að hætta árið 1904; komst hann þá að samningum yið hlutaeigendur, að gæti hann greitt þeim 30 af hundraði af innstæð- unni, væri hann laus allra mála í þessu efni, sem hann og gerði skilvíslega. En nú er Lundeby orðinn vel standandi efnalega; og nú fer hann um kring og borgar þeim, er áttu hjá honum þessa 70 af hundraði með rentum og rentu- rentum. Hann hafði með sér litla bók, vel innbundna. Þar voru inn- færð nöfn þeirra er áttu hjá hon- um, ásamt upphæð skuldarinnar, og svo var eyða við hvers manns nafn, ætluð fyrir viðurkenningu hlutaðeiganda nær skuldin var greidd að fullu. Fólk sem fékk þá ánægju að rita nafn sitt í bók- ina, segir svo frá, að þar hafi ver- ið ýmsar eftirtektaverðar athuga- semdir frá þeim, er svo óvænt fengu sér goldna þá skuld, sem þeir töldu sér tapaða fyrir 1 3 ár- um. Anthon B. Nilsen hafði bætt við sína viðurkenningu í bókinni: “Það væri gleðilegt, ef margir breyttu eins og eigandi þessarar bókar.” Nykvist stórkaupmaður frá Mass, sagði: “Að í þau 50 ár, sem hann væri búinn að vera við verzlun, hefði hann ekki þekt neitt þessu líkt.” Lundeby hafði gefið það í skyn, að það væri að nokkru leyti vegna mannorðs síns, að hann gjörði þetta, en einkum 'var það til þess, að börn hans gætu verið fullviss um, að hann hefði verið sannur heiðursmaður, sem engum vildi gera rangt til S. M. Long þýddi. ------------------o------- Úr bréfi. “Gullíoss fór frá New York þann 19. júnf og beina leið. Með bonuin fóru eftirfylgjandi far]vegar: Árni Eggert.sson og dóttir hans Thelma; Guðm. Vilhjálmsson, erindreki Sam- vinnufélaganna íslenzku; Stef. Stef- ánsson, erindreki Sláturféliags Suð- urlands o.sfrv.; raffræðingarnir þrír Halldór Guðmundsson, Sigurður Kjartansson (frá Reykjayfk) og Ei- ríkur Hjartarson (frá Winnipeg) með konu og þrjú hönn; kaupmenn- irnir Jónatan l>orsteinsson með konu sína, Jón Björnsson (Kristj- ánssonar), Einar Péturson og K. Jónsson (Brynjólfssonar); ögmund- ur iskólastjóri Sigurðsson og þær mæðgur J. Stefánsdóttir og S. Gísda- son frá Winnipeg. Er Mrs. J. Stef- ánsdóttir móðir Þorsteins Gíslason- ar, ritstjóra Lögréttu og Hjálmars Gísliasonar í Winnipeg, o. tl. Enn- fremur fór ungfrú Sigríður Siigurð- ardóttir, sem dvaldi í Wimnipeg nokkur ár, og nú síðast f New York. En hún er systir Geirs skipstjóra Sigurðssonar í Rvík.— Hér mi tald- ir allir farþegar, held eg, en kona skiptjóra varog með honum í þess- ari ferð. Stirt gekk eitthvað með ieyfin og skelfilega rekistefnu tekur það, að fá að ferðast liieð skipum héðan nú, og næstum eins mikia að fá að fara út í skip sem snöggrvast. En það lakasta var, að ekki fékst leyfi til að iflytja neina kornvöru, að heit-a mætti að þessu sinni. En það bætti talsvert úr skák, að það lestramim, sem sparaðist við þetta, varð fylt með þifreiðum, en sem líklega yrðu þó harðar undir tönnum fátækling- ana. Er ekki laust við, að manni finnist það líka liálf-skringilegt að frétta það að iheiman, að einmitt nú skulu vera samþykt lög um að- flutningsbann á mjög mörgu, þegar ómögulegt er að fá flutt inn nægi- legt af neinu. — Ekki virtust far- þegar né skipshöfn neitt sérlega skelkuð við kafibáta, sem hér hafa þó orðið skeinuhættir / á næstu gröisum, enda vonandi að alt hafi farið með feldu. Þó munu ýmsar sérstakar varúðarreglur hafa verið teknar fyrstu dagana. Lagarfoss rétt að eins ókominn, farinn frá Halifax.—Man ekki fleira í svipinn.” Sigurður Magnússon. t------------------------ Fréttir frá Islandi. Eftir “Vísi” 4,—12. júní) 1 danska blaðinu “National Tid- ende”er sagt frá því, að íslendingur einn ihafi tekið fiugmannspróf á flugskóla danska hersins í vetur. Maðurinn heitir Rolf Zimsen og er sonur N. Zimsens konsúls, sem hér var í Reykjavík. Er R. fæddur hér í bænum og var hér fyrstu ár æfi sinnar en danskur er hann í báðar ættir. Hann er 28 ára, gekk í danska herinn 1910 og varð premier-lauten- ant 1916. — Blaðið segir, að hann sé fyrsti íslendingurinn, sem ílug- miannspróf hafi tekið. Eiskur var svo mikill ihér inni á höfninni í gærkveldi, að smáhátar voru hlaðnir fyrir innan garðana. Fiskurinn hafði elt síld inn á höfn- ima og var alveg uppi í yfirborðinu, svo að það nmátti ausa honum upp. í mongun (5.) var 9.4 stiga hiti hér í bænum, 8.5 á ísafirði, 9 á Akureyri, 12 á Grfmsstöðum og Seyðisfirði. Útflutningsnefnd, til þess að ann- ast um sölu á íslenzkum afurðum til útflutnings, samkvæmt samning- unum við bandamenn, hefir nú verið sikipuð af stjórnarráðinu. í nefndinni eru; Thor Jensen, fram- krvæmdarstjóri; ólafur Benjamíns- son kaupmaður og Pétur Jónsson alþingismaður. Nefndarskipun þessi var auglýst í Lögbirtingarblaðinu í gær. En auk þess er sagt að á döfinni sé skipun annarar nefndar til að annast um innflutning á vör- um og í ihana tilnefndir: L. Kaaber konsúll, Eggert Briem frá Viðey og Carl Poppé kaupmaður. Stóra-Núps prestakail hefir verið veitt séra Ólafi V. Briem, sem hefir verið þar aðstoðarprestur hjá föður sínum í möi’g ár. Hann var einn umsækjandi um prestakallið. Prestskosningin á Sauðanesi fór þannig, að séra Þórður Olgeirsson fékk 58 atkv., séra Hermann Hjart- arson 35 og séra Jósef Jónsson 35. Kosntngin er ólögmæt og ræður því veitngarvaldið hvér fær emhættið. í morgun (8.) var 4.9 tiga hiti í Vestmannaeyjum 5.5 í Rvík, 6 á ísa- firði, 4 á Akureyri 5.5 á Grímsstöð- um og 6.5 á Seyðisfirði. Á tundurdufli í Kattegat hafði þrímastrað seglskip eétt farist ný- lega, sem var á leið hingað til lands, að því er sagt er í símskeyti, sem bart hingað í fyrradag. Finnibogi Jóhannsson lögreglu- þjónn í Hafnarfirði ihefir tekið upp ættarnafnið Ardal (dregið af Arn- arf j arðardölum,). l>að er ofurlftið að hlýna í veðr- inu aftur. í morgun (10.) var 6.8 st. hiti í Vestm.eyjum, 8 í Rvík, 7.6 á fsafirði, 11 á Akureyri, 7.5 á Gríms- stöðum og 11 á Seyðisfirði. Þess hefir orðið vart í Noregi og Svdþjóð, að eftirspurn eftir útiend- um peningum hefir vaxið þar mjög mikið í seinni tíð, og er talið að það valdi því, að Þjóðverjar séu að iáta kaupa þá upp. Þykjast menn vita, ,að þeir ætli að nota þessa pen- inga handa njósnurum sínum í Ameríku. Þó halda aðrir því fram, að þessi eftirspurn stafi af ferða- manna straumnum til Norðurlanda, en í ófriðarlöndunum er bannað>ur útflutningur á peningum (seðlum) eins og öðrum vörum og því eðli- legt að það sem til er af mynt þeirra landa í öðrum löndum, hverfi þaðan smátt og smátt, — Alveg sér- staklega er ástatt um rúbluseðlana rússnesku frá dögum keisarans. Þeir hafa verið í mjög háu verði, en eftirspurn eftir þeim hefir aukist talsvert f seinni tíð, vegna þess að menn hyggja að að því muni reka, að rússneska ríkið fyr eða síðar verði að innleysa þá og er það þá vís gróðavegur að kaupa seðlana nú. Kolaskip kom til landsverzlunar- innar í gær. Það er stónt barkskip, sem her fullar 1500 smálestir. Guðrún Þórðardóttir kona Lárus- ar Pálssonar læknis andaðist að heimili sínu hér í bænum í síðustu viku. Ragnhildur Björnsdóttir, ekkja Páls Olaf.ssonar skálds, en systir séra Halldórs á Presthólum og þeirra systkina, andaðist síðastlið- inn fimtudag á Presthólum. Hafði hún dvalið þar síðasta árið. Hún var orðin hálf áttræð að aldri og heilsuveil hin síðari árin. En hana meinið var heilablóðfall. Séra Gísli Jónsson frá Mosfelli í Grímsnesi druknaði í Þverá í Rang- árvallasýslu í fyrradag.a Hann var á leið á uppboð í Odda og ætlaði að ríða ána hjá Hemlu en hafði far- ið út af vaðinu, lent f ál niðri í ánni og losnað þar \nð hestinn. Maður var með honum, en gat enga hjálp veitt honum.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.