Heimskringla - 22.08.1918, Side 1

Heimskringla - 22.08.1918, Side 1
t' V Opií á kveldin til kl. 8.30 Þ«gar Tennur Þurfa ASgerðar Sjáið mig DR. C. C. JEFFREY “Hinn varkári tannlæknir” Cor. Logan Ave. og Maln St. SLATTUVÉLA- OG BINDARA- PARTAR ALLS KONAR Bindara Sejcldúkar, hver - - - - - 97.59 Sláttnvéla HnffblötS (25) .... 1.79 Btndara Hnffblött (25) ...... 1.75 Sláttuvéla Hnffar, hver ----- 2.75 Blndara Hnffar, hver ...... 3.25 Sláttuvcla og Bindara Guarda - - 0.35 Guard Plates (25) ....--------- 1-59 SendiÖ eftir vorrl nýju Veröskrá.—V4f seljum allskonar verkfœri og vélparth THE JOHN F. McGEE C0. 79 Henry Ave., WINNIPM XXXII. AR. WINNIPEG, MANITOBA, 22. ÁGOST 1918 NÚMER 48 Sókn Bandamanna heldur áffam Mörg öflug vígi tekin og * fleiri þúsundir fanga. Canadamenn sækja fram á stóru svæði og vinna glæstan signr. ::: Þjóðverjar fara nú halloka á öll- um svæðum. Stórkostlegar orustur eru nú háðar daglega á vestur-vígstöðv- unum og í hverri viðureign virðast yfirburðir bandamanna koma bet- ur og betur í ljós. Hafa Þjóðverj- ar orðið undan að hörfa við bverja atrennu í seinni tíð og mannfallið í flestum orustum ver- ið að stórum mun meira á þeirra blið. Stafar þetta að sjálfsögðu af því, að bandamenn eru nú bet- ur útbúnir að öllu leyti og mann- afli þeirra engu minni en óvin- anna. Nú eru þeir ekki tilneyddir að þreyta við ofurefli liðs lengur eða berjast við her, sem er marg- falt betur út búinn, hvað alt snert- ir. Bandamenn eru nú orðnir fult eins mannmargir á vestur-svæðun- um, ef til vill mannfleiri, og her- búnaður þeirra er nú alt eins full- kominn ef ekki fullkomnari. Fyrri Kluta síðustu viku var um tíma hlé á stórorustum. Létu vikur og að vanda barist af mestu harðfengi og hreysti. Sóttu þeir einna harðast fram fyrir norðvest- an Roy og fengu tekið þar þorpin Parvillers og Damery og fáum vígjum hefir Þjóðverjum verið nauðugra að sleppa en þessum. Samtímis þessu gerðu Frakkar á- hlaup þarna suður af á margra mílna svæði og hafði þetta bezta árangur. Náðu Frakkar og Can- adamenn þama miklu herfangi, stórum birgðum af skotfærum og vistum. Er þess minst með aðdá- un í fréttunum, hve knálega Canadamenn hafi byrjað þessi á- hlaup og hve örugglega þeir hafi barist unz þeir náðu því takmarki, sem þeir höfðu sett sér. Canada- hermennirnir eiga fáa sína líka að hreysti og hugprýði og allur þeirra útbúnaður er nú sá bezti. Að sjálf- sögðu hafa einhverjir lslendingar tekið þátt í orustum þessum og bandamenn sér þá nægja smá- áhlaup hér og þar með fram Vesle ánni á milli Soissons og Rheims og á Picardy svæðinu. Ekki gafst ó- vinunum þó kostur á að hvíla sig lengi, því áður langt leið tóku bandamenn að sækja gegn þeim á ný með engu minni krafti en áður. Eru bandamenn nú komnir tölu- vert lengra áfram á öllu Picardy- svæðinu og virðast nú ekki eiga langt í land að þeir taki þar á sitt vald mörg öflug vígi, svo sem borgirnar Roy, Lassigni, Noyon og fleiri. Þrátt fyrir það þó Þjóð- verjar reyni að verja þessa staði með öllu sínu magni, er vörn þeirra einlægt að veikjast og all- ar líkur til, að þeir verði að hörfa frá þeim bráðlega. En tapi þeir þannig öruggustu vígjum sínum, sem þeir verja af ítrustu kröftum, þýðir þetta ekki annað en undan- hald fyrir þá í stórum stýl og vel getur svo farið, að áður langt líð- ur verði þeir alveg reknir burt úr Frakklandi. Á laugardaginn hófu Frakkar sókn á nýju svæði, frá Oise ánni í grend við Ribecourt og í suðaust- ur átt til Morsain, norðvestur af Soissons. Tóku F^akkar mörg öflug vígi í sínar hendur á þessu svæði og um 2,200 fanga. Hefir sókn þessi staðið yfir síðan og Frökkum, undir forystu Mangins herforingja, hepnast að vinna ó- vinunum þarna hinn mesta skaða. Talið er líklegt, að þeir muni að lokum geta hrakið þá alveg frá hæðunum fyrir sunnan Oise og neytt þá til undanhalds yfir á þessa. Væri þetta bandamönnum hinn mesti sigur. Bretar hafa gert tíð áhlaup á mörgum svæðum í seinni tíð og víða gengið mjög vel. I Lys daln- um brutust þeir áfram á stóru svæði, tóku þar bæinn Merville og fleiri staði. Þjóðverjar hafa reynt að gera áhlaup á móti þeim hér og þar, en að svo komnu hafa öll þau áhlaup þeirra verið brotin á bak aftur. I Flandri-orustunum í lok síðustu viku tóku Bretar um 500 fanga og hafa mörg hundruð bæzt við þetta síðan — á mánudaginn sögðu fréttirnar að bandamenn hefðú-í alt tekið 3,500 fanga síð- an á laugardaginn, í Flandri og Picardy. Canadamenn hafa nú tekið þátt í Picardy orustunum í rúmar þrjár vonandi er að vér fáum birt bréf frá einhverjum þeirra áður langt líður. Bandaríkjamenn hafa sömuleið- is getið sér hinn bezta orðstír í öllum þeim orustum, sem þeir hafa tekið þátt í. Þjóðverjar hófu ný- Iega sókn gegn þeim nærri Fra- pelle í Alsace, en voru brotnir á bak aftur nærri strax. Herstöðv- ar þessar eru að eins fjórar mílur frá landamærum Þýzkalands. I -----o------ Sambandsmálið. Menn hafa nú átt kost á að kynna sér frumvarp sambandslaga nefndarinnar er birt var í síðasta tbl. Lögréttu og einnig hefir verið birt í öllum Rvíkurblöðunum, á- samt athugasemdum og skýringum nefndarmannanna. Málið er svo margrætt hér áður, að óþarfi virð- ist vera að rita langar skýringar á málsatriðum fram yfir það, sem kemur fram í athugasemdum nefndarmannanna. Eins og þær bera með sér, er bygt á grundvelli sambandslaga frumvarpsins frá I 908, en stigið fram úr því í veru- legum atriðum, svo að nú er full- nægt kröfum ýmsra þeirra, sem ó- ánægðir voru með það, svo sem því, að Island er skýrt viðurkent frjálst og fullvalda ríki í L gr. samningsins og ákvæðin um upp- sögn mála eru önnur en þá, svo að nú eru öll mál uppsegjanleg önnur en konungs sambandið. Umtal um sameiginleg hermál er burtu elt og frá Islands hálfu er lýst yfir ævarandi hlutleysi í hernaði. Sigl- ingafáninn er og fenginn þegar í stað með staðfesting samningsins. I ýmsum fleiri atriðum eru enn á- kvæði, sem teljast mega til bóta. I frumvarpinu er bent til nánari samvinnu milli Norðurlanda en verið hefir, eða hugsanlegs Norð- urlanda sambands, og er líklegt, að sú hugsun eigi sér mikla fram- tíð. Frumvarpið hefir fengið góðar undirtektir. 1 íslenzku blöðunum eru þær einróma enn sem komið er. Þótt auðvitað megi deila um einstök atriði og segja, að þeim hefðí mátt koma heppilegar fyrir á annan hátt, þá vinst ekkert við þá deilu, þegar menn eru orðnir á- 'sáttir um, að frumvarpið sé þann- ig úr garði gert í aðalatriðunum, að því beri að taka. Frumvarp- inu verður ekki breytt frá því, sem nú er. Þjóðin á að segja til með atkvæðagreiðslu, hvot hún vilji taka því í þeirri mynd, sem það nú hefir, eða hafna því. Og það er enginn efi á því, að hér á landi verður það samþykt með yfir- gnæfandi atkvæðafjölda.—Lögr. Frá Rússum Af öllum fréttum að dæma, er frá Rússlandi berast, eru þeir Len- ine og Trotzky nú sama sem flótta- menn, en Þjóðverjar óðum að taka völdin í sínar þendur. Hafa þeir tekið við öllum yfirráðum í borginni Kronstadt og búa þar um sig sem bezt þeir geta. Alt er nú á ruglingi í Petrograd og sökum hins mikla matvöruskorts hafa uppþot mikil átt sér þar stað. Mörg hundruð manns fórust í götubardögum þar í borginni í byrjun þessarar viku. 1 einum parti borgarinnar er sagt að Þjóð- verjar hafi barist með “fólkinu” á móti hermönnum Bolsheviki- stjórnarinnar! Czecho-Slovakar sækja nú fram á þremur svæðum og halda banda þjóðirnar áfram að senda þeim liðstyrk, stórbyssur og annað. Allar fréttir af þessu eru þó frekar óljósar að svo komnu. Svo mikið er þó víst, að bæði Bretar, Frakk- ar og Bandaríkjamenn eru þegar komnir Cecho-Slovökum til hjálp- ar og að hersveitir Bolsheviki- stjórnarinnar virðast nú fara hall- oka í flestum viðskiftum. Undir eins og nánari fréttir berast, verða þær birtar hér í blaðinu. ■------o----- Róstur í Japan Þær fréttr bárust hingað á mánudaginn, að róstur miklar ættu sér þá stað víða í Japan. Bar einna mest á þessu í borginni Tokio. Stórir hópar af lægri stétt- ar fólki gerðu þar aðsúg að verzl- unarbúðum í aðalparti borgarinn- ar og öðrum stórhýsum auðmanna og var ekki lint látum fyr en búið var að orsaka mikinn skaða á hús- um þessum. I bænum Osaka áttu sér stað samkyns uppþot og átti lögreglan fult í fangi með að bæla þær niður. Sagt er að róst- ur þessar séu sprottnar af óánægju verkafólksins gegn verkveitendum og verzlunarmönnum. Stríðið hef- ir skapað marga miljónamæringa í Japan, en sem víðar kappkosta auðmennirni lítið að láta verka- fólkið njóta hlunninda af vel- gengni sinni. Kaupgjald þar er eins lágt og framast má verða, dýrtíð mikil þar í landi sem annars staðar og því ekki við góðu að búast. Islands fréttir. " ........ Reykjavík, 10. júlí 1918. Tíðin var Óhagstæð mestallan júnímánuð og framan af þessum mánuði. Um síðastl. helgi norðan- átt og kuldi. En síðustu dagana hefir verið gott veður. — Grasvöxt- ur er óvenjulega lítill og heyskapur hlýtur því að þyrja mjög seint. Á útengi getur grasvöxturinn iagast enn, en tún eru mjög skemd af kali, eins og áður hefir verið sagt frá. Undantekning frá grasleysinu er þó Miklavatnsmýri sögð, þar sem Þjórs- árveitan hefir náð til. Þar segja kunnugir, að orðið sé vel sláandi, þótt gráa<r séu enn mýrarnar þar nærlendis, sem áveitan nær ekki til. —Aflafréttir eru góðar frá veiði- stöðvum kring um land alt, og botn- vörpungannir héðan, sem sildveiðar eiga að stunda, eru að leggja á stað norður. Ráðgert er, að alþingi verði slitið f hyrjun næstu viku. Prófessor B. M. Olsen hefir verið kosinn heiðursfélagi brezka vísinda- félagsins. Á Siglufirði vildi það slys til 19. f. m. að ungur maður, Rögnvaldur Rögnvaidsson að nafni, sem var með fleiri mönnum að leggja pall á bryggju, féll í sjóinn og druknaði. — 1. þ.m. hrapaði maður úr stiga á Isafirði og beið bana af. Hann var að gera við glugga á háu ihúsi, var trésmiður, Ólafur Halldórsson að nafni. í síðastl. viku tók Fálkinn 2 enska botnvörpunga, sem voru við veiðar í landhelgi ihér suður með nesjun- um, og voru báðir fluttir inn tii Hafnarfjarðar og sektaðir um 2000 kr. hvor, en afli og veiðarfæri gerð upptæk. Sú frogn kemur frá Eæreyjum, að þýzkur kafbátur hafi sökt' vélbátn- um “Gullfaxa”, eign þeirra Deibells framkv.stj. og J. Laxdals kaupm., er var á leið hingað frá Danmörku. Skipsmenn voru 4, allir íslenzkir, og var Sölvi Víglundsson skipstjóri. Komu þeir til Færeyja á skipsbátn- um eftir 18 klukkutíma ferð frá því er Gullfaxa var sökt. Reykjavík, 17. júlf 1918. Sigfús Blöndal bókavörður fer héð- an heimleiðis til Khafnar bráðlega og er nú orðabók hans, sem hann hefir unniðíhér að frá því hann kom hingað fyrir rúmu ári, því sem næst fullbúin undir prentun. Er það mikið verk og þarft, sem þar hefir verið unnið, og nauðsyn á að bókin komi sem fyrst út enda líka von um, að úr því greiðist að svo geti orðið. 1 síðastl. viku hvarf maður af vél- bátnum “Elínu” frá Patreksfirði, sem lá hér á höfninni, og er talið vfet að hann hafi druknað. Hann hét Arnfinnur Jónsson frá Eyri í Gufudalssveit, ungur inaður. — 1 Grindavik vildi það slys til nýlega, að kona féH í gjá, sem hún var að þvo í, og druknaði. En konan var Valgerður Sæmundsdóttir, systir Bjarna iSæmundssonar Mentaskóla- kennara og fiskifræðings. Biskupinn fór á stað síðastl. laug- ardag í eftirlitsferð um Skaftafells- sýslur og Múlasýslur, og með hon- um Hálfdan sonur hans. Gunnar Gunnarsson skáld kom liingað síðastl. föstudag landveg úr Vopnafirði sannan lands, var 9 daga að Garðsauka, en kom þaðan með póstvagni og lætur vel yfir ferðinni. Hafði ekki fyr séð Suður- lands-undirlendið. Héðan fer hann til Rhafnar. Þingeyingarnir, sem hér voru á ferð nýlega og um var getið í Lögr. komu norður til Mývatns síðastl. fimtudag, höfðu nú verið 45 kl.tíma yfir Sandinn milli hæja. Samninganefndin fór siðastl. laug- ardag skemtiferð austur yfir fjall. Voru 9 bílar í förinni. Var fyrst áð um stund á Kolviðarhóli, en siðast á Sigtúnum við ölfusárbrú, og þar borðað. Eftir það var haldið aust- ur að Sogi, en síðan farið á hestum upp með 90ginu og fossarnir skoð- aðir. Eftir það héldu flestir um kvöldið niður á Eyrarbakka og gistu þar. Sumir gistu þó uppi i Gríimsnesi. En ailir komu saman næsta morgun í Stgtúni og borðuðu þar. 1 förinni voru, auk nefndar- mannanna, að Þorsteini Jónssyni undanskildum, sem legið ihefir veik- ur, allir fslenzku ráðherrarnir, skrif- arar nefndarinnar, Svenn Potllsen ritstjóri og Vilh. Finsen ritstjóri. Kl. 4 á sunnudag var komið heim iiingað aftur, og voru þá allir þeir, sem þátt tóku í förinni, ásamt fleir- um, í boði hjá forsætisráðherra. Þogar leið iá kvöldið bom söngfélag- ið “17. júní” upp f garðinn hjá húsi forsætisráðherra og söng þar nokk- ur lög. Formaður félagsins, Ólafur Björnsson ritstjóri, mælti þar nokk- ur orð fyrir minni Danmerkur, en Hage ráðherra svaraði og mælti fyr- ir minni íslands, Síðan voru sung- in dönsk og íslenzk ættjarðar kvæði. í vor (1918) útskrifuðust úr Menta- skólanum 25 stúdentar og fengu þessir einkunnir: Alfons Jónsson 54 stig, Árni Pétursson 59, Bjarni Guðmundsson 58, Brynjólíur Bjarna- son 59, Brynleifur Tabíasson 67, Dýr- leif Árnadóttir 52, Finnur M. Einars- son 63, Guðrún Tulinius 61, Hannes Arnórsson 60, Hendrik Siemsen 59, Jóhann J. Krisf jánsson 75, Jón Thor- oddsen 61, Pálmi Hannesson 65, Stefán J. Stefánsson 63, Þorvarður Sölvason 18 — Og utanskólanemend- ur: Einar ól. Sveinsson 70 stig, Ge- org Búason 56, Giistaf Ad. Jónasson 54, Gústaf Ad. Sveinsson 71, Jón Grímsson 58, Kristinn ólafsson 63, Magnús Konráðsson 61, Sveinbjörn Högnason 67, Þorsteinn Gíslason 64. —Skólam .nenduir stóðust allir próf- ið, en alf utanskólamönnum féllu tveir.—Gagnfræðapróf tóku 16 skóla- Almennar frjettir. CANADA. Samkvæmt skýrslum frá Ottawa hefir þjóSin beðiS óvenjumikiS tap sökum verkfalla í júlímánuSi þetta ár. Var slíkt tap aS mun meira þetta ár en átti sér staS í sama mánuSi síSasta ár. Skýrsl- urnar sýna aS í júlí hafi veriS hrint af stokkum 39 verkföllum í Canada, í alt hafi um 1 5,848 verk- manna lagt niSur vinnu og tíma- tapiS viS þetta hafi veriS 1 23,5 1 1 dagar. Sé slíkt þannig skoSaS yfir heila tekiS, er engan veginn hagvænlegt fyrir þjóSina aS mörg verkföll eigi sér staS. Skógareldar miklir geysuSu í Ontario í lok síSustu viku, í grend viS St. Thomas bæ og þar út frá á stóru svæSi. Segja frétimar akra og eignir bænda í stórri hættu af eldum þessum. Dr. Henri Beland, fyrverandi póstmálastjóri Canada og sem ný- lega til þess aS gera er heim kom- inn eftir aS hafa veriS fangi á Þýzkalandi í þrjú ár, er nú aS halda fundi um Quebec-fylki þvert og endilangt og aS leggja sig fram til þess aS vekja samlanda sína þar til rétts skilnings á stríSinu og aS stuSla til þess aS hluttaka þeirra í því geti veriS sem allra öflugust. Lengi vel voru Quebecbúar tregir til allrar þátttöku í stríSsmálum, enda gerSu leiStogar þeirra litla tilraun aS hvetja þá til annars og fullkomnari skilnings á neinu stríSinu viSkon andi. BæSi Sir Wilfrid Laurier og aSrir vanræktu stórlega skyldu sína hvaS þetta snertir og mun þjóSin þessu seint gleyma. AfstaSa Quebecbúa hef ir samt mikiS veriS aS breytast í seinni tíS—og engir munu efa aS ræSur Dr. Belands á meSal þeirra muni hafa hin æskilegustu áhrif. -----o----- BANDARÍKIN. HundraS meSlimir I.W.W. fé- lagsins voru nýlega dæmdir í Chi- cago sem landráSamenn og upp- reistarseggir. Rannsókn í máli þeirra hefir staSiS yfir síSan 1. apríl s. 1. og er þetta taliS aS vera eitthvert stæsta sakamál í sögu Bandaríkjanna. Voru menn þess- ir dæmdir í 27 ára fangelsisvist og til aS borga $ 1 0,000 fjársekt hver. Einn í tölu þeirra var Wm. D. Haywood, yfirritari og féhirSir I. W. W. og sem er hæsta staSa þess- arar félagsmyndunar. Félag þetta hefir náS töluverSri útbreiSslu sySra, en vonandi láta hinir mörgu meSlimir þess ófarir ofannefndra félagsbræSra sinna sér aS kenn- ingu verSa og hegSa sér skynsam- lega eftirleiSis. Næsta frelsislán Bandaríkjanna verSur aS upphæS $6,000,000,- 000. McAdoo fjármálaritari hef- ir tilkynt aS ótal ráSstefnur verSi haldnar í Washington bráSlega til þess aS ræSa tilhögun alla viS þetta stærsta lán í sögu þjóSar- innar. Brezkt olíuskip (tank) sökti ný- lega þýzkum kafbát meS fram ströndum Bandaríkjanna, eitthvaS um 300 mílur norSaustur af Nan- tucket. Þykir þetta vera töluvert þrekvirki og er ekki ólíklegt aS hér eftir verSi öSrum flutnings- skipum kappsmál aS fá afrekaS hiS sama. Útheimti 2 7 skot til aS granda kafbát þessum úr stórbyss- um þeim, er flest flutningsskip hafa um borS nú orSiS. Frá aSalstöS Bandaríkjahersins á Frakklandi er nýlega skrifaS: “Engu skipi sem flutt hefir menn frá Bandaríkjunum til Frakklands, héfir enn veriS sökt. Þó nú sé búiS aS flytja um eina og hálfa miljón hermenn yfir hafiS, hefir ekki einn maSur farist aS svo komnu af völdum þýzku kafbát- anna. Brezki sjóflotinn hefir flutt um 60 per cent. manna þessara, en Bandaríkja sjóflotinn 40 per cent. og báSum flotum þessum hepnast aS varna þýzku kafbát- unum frá aS koma spellvirkjum sínum til leiSar gagnvart her- manna flutningsskipum Bandaríkj- anna.” neinendur og luku því 14, en 20 ut- ankóla nemendur og iuku þvf 16. — Inntökupróf tóku 25 og stóðust 21. Reykjavík, 24. júli 1918. Tíðin hefir verið góð síðastf. viku, en of þurvðrasamt til þess að gróðri færi fram að mun, og lítur út fyrir, að þetta ár verði óvenjulegt gras- leysfeár. Dönsku nefndarmennirnir fóru heimleiðis á Fálkanum kvöldið 18. þ.m. og höfðu þar að skilnaði veizlu fyrir felonzku ráðherrana og nefnd- armennina. Fjöldi manna var á Hafnarbakkanum, er skpið fór, og kvaddi það landið með 17 fallbyssu- skotum. Skrifarar dönsku nefndar- innar fóru einnig út með Fálkanum, en aðrir ekki. — Dönsku nefndar- mennirnir sendu, áður en þeir fóru, landsspítalanum hér 1,000 kr. gjöí. Borgþjerg, einn af dönsku samn- ingamönnunum, iflutti hér skömrnu áður en hann fór fróðlegt og fjörugt orindi um jafnaðarstefnuna og rakti þar nokkuð sögu hennar og lýsti stailfi hennar og stefnu. En ihann er, eins og kunnugt er, aðalleiðtogi danskra jafnaðarmanna og ritstjóri höfuðmáigagns þeirra. Verkfræðingarnir G. Zoega, Kirk og Ben. Jónasson eru nýlega komnir úr ferðalagi um Norðurland. Hafa verið þar kuldar í júnímánuði ó- venjulegir og grasvöxtur því lítill, en sjávarafli hafði verið þar um tíma með allra imesta móti. í sumar er gerð brú á Héraðsvötn í Hegranes- inu, bogabrú úr steinsteypu og hef* ir G. Z. verið þar, en Kirk hefir ver- ið að rannsaka hafnarstæði og fór norður á Melrakkasléttu. B. J. hef- ir verið að mæla hafnarstæði í Húnavatnssýslu. Kl. Jónsson fyrv. landritaaú kom með Botníu um daginn en fer aftur ur með henni út í dag. Það er ekki rétt sem áður hefir verið sagt hér í blaðinu að hann sé orðinn formað- ur fossafélagsins “Titan” og ekki heldur að hann hafi hjá félagtoiu þau laun sem þar voru nefnd, en hann er í stjórn þess. — Lögrétta. -------o-------------- i Affttaða Spánverja að breytast Um miSja síSustu viku virtust horfur frekar ófriðlegar á milli Spánverja og Þýzkalands. Engar fréttir hafa þó aS svo komnu gefiS tilefni aS halda aS sambandi á milli þessara Ianda verSi slitiS í nálægri framtíS. HingaS til hefir meginþorri hinnar spánversku þjóSar virst aShyllast algert hlut- leysi í stríSinu mest af öllu. Enda eru flestir fyrirliSar hersins þar þýzkir og munu þeir gera sitt ítr- asta aS halda Spánverjum frá stríSinu. SíSan Bandaríkin hófu þátttöku í því hefir verzlunarstétt landsins v^pánar) samt meir og meir hallast á sveif bandamanna og margt bent til aS alþýSan væri einnig töluvert aS snúast. Hafa ÞjóSverjar unaS þessu illa og haft hótanir í frammi.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.