Heimskringla - 22.08.1918, Page 4
4. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 22. ÁGÚST 1918
WINNIPEG, MAN., 22. ÁGÚST 1918
Sigurv inningar Banda-
manna.
Eftir að Þjóðverjar hófu sóknina miklu á
vestur-vígstöðvunum 21. marz s. 1., var út-
litið um tíma all-ískyggilegt hvað bandamenn
snerti. Hver atrennan rak aðra frá J>eim
þýzku og stöðugt urðu bandamenn meir og
minna undan að hrökkva. Voru Þjóðverjar á
endanum komnir alla leið suður fyrir ána
Marne og hugðust þá að láta skríða til skarar
með að brjóta varnargarðinn er hélt þeim frá
Paris. Hófu þeir þarna þá öflugustu atrennu,
sem sögur fara af síðan stríðið byrjaði og
spöruðu engan þann kraft, er þeir áttu völ á.
Margt benti til þess í fyrstu, að bandamenn
myndu halda áfram uppteknum hætti og
hopa undan og þar sem Þjóðverjar voru nú
því nær komnir í skotfæri við París, voru
horfurnar alt annað en glæsilegar.
En þá tekur kraftaverkið að koma til sög-
unnar. Þegar slagur Þjóðverja stendur sem
hæst og þeirra feikilegi herafli á þessu svæði
er að gera sitt ítrasta að ryðja leiðina áfram,
þá tekur Ferdinand Focli að stýra öflugri
sókn á móti og þrátt fyrir allan aðgang þeirra
þýzku líður ekki á löngu áður yfirburðir
bandamanna taka að koma í ljós. Fyrsta
daginn og bandamenn hefjast til handa með
sókn á móti er Þjóðverjum snúið þarna við
og þeir tilneyddir að leggja á flótta. Hvernig
þeir með mestu herkjum og við ógurlegt
mannfall fengu komist úr þessum “fleyg” inn
í varnargarð bandamanna og hröklast norður
fyrir ána Vesle á milli Soissons og Rheims,
hefir verið skýrt frá all-ítarlega hér í blaðinu.
Meðan Þjóðverjar voru að saekja og að því
er virtist að ryðja hverri vörn úr vegi, ríkti
sú eina von í löndum allra bandaþjóðanna, að
Foch yfirhershöfðingi myndi hefja sókn á
móti undir eins og færi gæfist og þá ekki
verða ofurefli að veita óvinunum viðnám.
Hafa fleStir að sjálfsögðu búist við, að hann
myndi reyna að koma þeim sem mest á óvart
og beina atlögu sinni gegn þeim þar þeir væru
veikastir fyrir. En þetta fór alt á annan veg.
Foch snerist gegn þeim í miðri atlögu þeirra
sjálfra, er þeir voru að leggja sig alla fram og
fékk hann, þrátt fyrir þeirra mikla kraft og
viðbúnað, brotið þá á bak aftur og sigrað þá
algerlega. Og þessi aðferð hans hefir haft
tilætluð áhrif, því engum vafa er bundið, að
þetta hefir haft stór-lamandi áhrif á þýzka
herinn í heild sinni.--
Síðen hafa sigurvinningar bandamanna
haldið áfram. Tíminn er þeirra megin og
Bandaríkja herinn stækkar óðum. Yfir höf-
uð að tala eru horfur nú margfcdt betri á
Frakklandi en fyrir nokkrum vikum síðan.
-■ - ■ ■■+
Þegnhollir Þjóðverjar syðra.
Nýlega birtist í hinu merka Bandaríkjablaði
The Literary Digest, grein með fyriraögninni
“Vorir þegnhollu þýzk-Ameríkanar” og 9em
er hin eftirtektarverðasta í alla staði. Fjallar
grein þessi um Þjóðverja í Bandaríkjunum og
sýnir fram á, að þýzka þjóðin Heima fyrir
hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum hvað af-
sföðu þes'rra snertir síðan stríðið hófst. Til-
færir höfundurinn ýmsar grainar úr þýzkum
blöðum þessu til sönnunar, og af þess« að
dæma eru Bandaríkja Þjóðverjar sena heild
ekki í hávegum hafðir í heimalandinu. Af
einu þýzka blaðjnu er þeim núið um rtasir, að
þeir fyrirverði sig fyrir þjóðerni sitt og tungu.
Tali að eins þýzku lítillega í hermahúsum, en
á mannamótum cHlum Qg jafnval í þýzkum
klúbbum sé enskan þeirra aðalmál. Þýzkir
borðþj-ónar í matsöluhúsunum í New York
séu irtEÉ-gir svo Iágt fallnir, að neita að svara
spurningum á móðurmáli sínu (þýzku).
Þannig sé verið að murka úr þýzlcunni lífið
og með slíkri framkomu séu þýzkbrtrnir me»n
að niðurlægja sig í augum allra manna og
gera sig að athlægi! — Annað þýzkt blað
ræðst á þýzka kynstofninn í Bandaríkjunum
fyrir aðgerðaleysi og hlutJeysis-afstöðu.
Stöku Þjóðverjar hafa þó ekki gleymt “föður-
landi” sínu og reynst því vel (hér er að sjálf-
sögðu átt við þá, sem við einhver samsæri
syðra voru riðnir). Ekki talar blað þetta um
að “hrækja í andlit” mótstöðumanna sinna,
en er þó þrungið af illvilja og haturshug í garð
þeirra Bandaríkjaborgara af þýzkum ættum,
er brugðist hafi skyldu sinni gagnvart þjóð-
erni og tungu. Ekki nefnir blað þetta einu
orði, að menn þessir séu eiðsvarnir þegnar
Bandaríkjanna og þar af leiðandi eðlilegt í
alla staði að þeir vilji reynast “fósturlandi”
sínu sannir og trúir. Þessa hlið málsins forðast
þýzku blöðin alveg og flestum hér í landi mun
slíkt ekki minsta undrunarefni.
Höfundur ofannefndrar greinar í Literary
Digest tilfærir svo kafla úr þýzku Banda-
ríkjablaði, blaðinu New Yorker Staats-Zeit-
ung, til þess að sanna, að blöð Þýzkalands
fari ekki algerlega vilt, hvað afstöðu margra
Bandaríkja Þjóðverja snertir. Kafli þessi
vottar eins sanna þegnhollustu í garð Banda-
ríkjanna og framast má verða, og hljóðar
þannig í íslenzkri þýðingu:
“Fyrir fjórum árum síðan, eins og Lich-
newsky prinz hefir fært oss sannanir fyrir,
hrintu hervaldssinnar Þýzkalands af stað með
því að segja Rússlandi stríð á hendur, þeim
hörmungum, er alheimi hafa orðið til mestu
kvala — fjögra ára baráttu, er ekki á líka
sinn í veraldarsögunni. Og hvað hefir Þýzka-
land framkvæmt í þessu fjögra ára stríði?
í ágóða dálkinum finnum vér:
1. Þýzkaland hefir tekið nærri alla Belgíu
og part — sem nú minkar óðum — af norður
Frakklandi.
2. Þjóðverjar hafa matað krókinn á ýmsu
herfangi og tekið marga fanga.
3. Sökum stjórnarbyltingar og þar af leið-
andi niðurhruns hins rússneska keisaraveldis,
hafa þeir í bráðina, í gegn um hina svívirði-
legu Brest-Litovsk samninga, undirokað nú
hjálparlausa þjóð sem er að berjast fyrir
frelsi sínu.
4. Með aðstoð Austurríkis hefir Þýzkaland
því nær eyðilagt Serbíu og Montenegro og
lemstrað Rumeniu.
5. Þýzkaland hefir aðstoðað Bulgariu og
Tyrkland til þess að ná undir sig meira landi,
og örvað tyrkneska hernaðar valdhafa, eins
og Enver Pasha, Talaat Bey og Djemal, til
þess að strádrepa niður rúma miljón Armeníu-
manna og annara kristinna íbúa nærliggjandi
héraða.
6. Þjóðterjar hafa sökt flutningsskipum
án minstu miskunar og þannig gert margra
biljón dollara tjón, án þess að gefa minstu
grið, ekki einu sinni konum og börnum.
7. Hermála flokkurinn hindraði samþykt
hinna “Endurbættu kosninga Iaga” og gerði
að engu þá yfirlýsing ríkisþingsins, er fór
fram á frið “án landviniiinga eða skaða-
bóta.”
Þetta eru “afrek” Þýzkalands undir svipu
hervaldsms. En hvað sjáum vér skráð á
hinni síðunni?
1. Þýzka þjóðin hefir fórnfært mðrgum
miljónum sona sinna — úrvali þýzkra ungra
manna. Margar miljónir þýzkra niðja hafa
fallið á vígvöllunum, verið særðir eða teknir
fangar og slíkt tjón fá engir sigurvinningar
bætt.
2. Þýzkaland hefir tapað flestöllum ný-
lendum sínum í Afríku og annars staðar og
skelt þeirri skuldabyrði á þjóð sína, sem hún
hlýtur að stynja undir í margar ókomnar
aldir.
3. Þýzkaland hefir algerlega lemstrað til
agna verzlunarsambamd sitt við umheiminn.
I meir en fjögur ár hefir kaupfáninn þýzki
ekki sést á höfunum. Þýzka þjóðin á nú Við
skort og hungur að búa.
4. Framkoma þýzkra herforingja og stjórn-
málamanna hefir varpað skugga á alt þýzkt
í Ameríku. f meir «n 200 ár hafa þýzk-
amerískir menn kept eftir að geta bygt hér
góð og ánægjuleg heimili fyrir sig sjálfa og
afkomencíur sína, og hafa reynt að ávinna
sér vinsældir og viroingu. Dugnaður þeirra
og skyldurækt hafa hlotið viðurkenningu hér
alls staðar, unz nú að þeir með sáru sinni sjá
að þeim er vantreyst. Sökum óbifanlegr^r
þegnskyldu til Bandaríkjanna hefir þeii* pó
hepnast að glæða að nýju tiltrú og vinarþel
meðborgara sinna — þrátt fyrir allar athafnir
hervalds klikkunnar á Þýzkalandi.
)5. Margar miljónir íbúa Þýzkalands eru nú
sannfærðar um að niðurhrun einyeldisstjórn-
arinnar myndi reynast blessun um alla fram-
tíð. Þjóðin er smátt og smátt að vakna til
meðvitundar um hinn aigingirrvislega tilgang
valdhafa sinna, sem þrýsta vUfja sinni hötuðu
stíórn til alheims valda.
Lengi vel voru Þjóðterjar Bandcfríkjanna
sofandi fýrir hætturtii og vöknuðu við vond-
an draum. Skylduhvöt þeirra vísaði þeim
rétta veginn. Nú b^nda þeir með stolti til
söna sinna og sonarsone, er berjast fyrir þá
undir Bandaríkja flagginu. Og þeir munu
halda baráttunni áfram unz allri hættu er burt
rýmt og þeirri byrði létt af mannkyninu, sem
nú liggur á oss eins og martröð.”
FRUMYARP
ui
Dansk-íslenzkra Sambandslaga.
Nefndir þær, sem skipaSar hafa veriS af
stjórn og ríkisþingi Danmerkur og alþingis
Islands til þess að semja um stöSu land-
anna sín á milli, hafa í einu hljóSi orSiS á-
sáttar um frumvarp þaS til dansk-íslenzkra
sambandslaga, sem hér fer á eftir, og
leggja til, aS stjórnir og löggjafarþing
beggja landanna fallist á þaS.
Þegar frumvarpiS hefir náS samþykki
bæSi ríkisþings Danmerkur og alþingis Is-
lands og íslenzkra kjósenda viS atkvæSa-
greiSslu, sem fyrirskipuS er í 21. gr. stjórn-
arskipunarlaga Islands nr. 12, 19. júní 1915,
og þegar frumvarpiS þannig samþykt, hefir
hlotiS staSfestingu konungs, verSa lögin á-
samt inngangi á þessa leiS:
Vér Christian hinn Tíundi o.s.frv.
Gjörum kunnugt :
Ríkisþing Danmerkur og alþingi Islands
og kjósendur hafa á stjórnskipulegan hátt
fallist á og Vér staSfest meS allrahaestu sam-
þykki Voru eftirfarandi
DODD’S NÝRNA PILLUR, gótSw
lyrir allskonar nýrnaveiki. Lækns
gigt, bakverk og sykurveiki. DodcTs
Kidrbey Pills, 50c. askjan, sex öskj-
ur íyrir $2.50, hjá öllum lyfsölum
eða frá Dodd’s Medicine Oo., Ltd,
Toronto, Ont
13. gr. Fjárhæð sú, að upphæð
60,000 kr, sem ríkissjóður Danmerk-
ur hefir undanfarið árlega greitt Is-
landi, og kostnaður ríkissjóðs Dan-
merkur af skiifstofu stjórnarráðs
íslands í Kaupinannahöfn, fellur
niður.
Sömuleiðis eru afnumin forrétt-
indi íslenzkra námsmanna til
hiunninda við Kaupmannahafnar
háskóla.
Dansk-íslenzk sambandslög.
I.
1. gr. Danmörk og Island eru frjáls og full-
valda ríki, í sambandi um einn og sarna kon-
ung og um samning þann, er felst í þessum
sambandslögum.
Nöfn beggja ríkja eru tekin í heiti konungs.
2. gr. Skipun konungserfða er sú, er segir í 1.
og 2. gr. konungserfðalaga frá 31. júlí 1853. Kon-
ungseríðum má ekki breyta, nema samþykki
beggja ríkja komi til.
3. gr. Ákvæði þau, er gilda nú í Danmörku
um trúanbrögð konungs og lögræði, svo og um
með ferð konungsvalds þegar konungur er
sjúkur, ólögráður eða staddur utan beggja
ríkjanna, skulu einmig gihla á íslandi. /
4. gr. Konungur gefcur ekki verið þjóðhöfð-
ingi í öðrum löndum án samþykkis ríkisþings
Danmerkur og alþingis íslands.
5. gr. Hvort rfki fyrir sig setur ákvæði um
greiðslu af ríkisfé til konungs og konungs-
ættar.
II.
6. gr. Danskir ríkisborgarar njóta að öllu
leyti sama réttar á íslandi Sem íslenzkir ríkis-
borgarar fæddir þar, og gagnkvæmt.
Ríkisborgarar hvora lands eru undanþegnir
herskyldu í ihinu.
Bæði damskir og íslemzkir ríkisborgarar hafa
að jöfnu, hvar sem þeir eru búsettir, frjálsa
heimild til íiskiveiða innan iandhelgi hvors
ríkis.
Dönsk skip njóta á íslancli sömu réttinda sem
íslenzk skip, og gagnkvæmt.
Danskar og íslenzkar af-urðir og afrek skulu
gagnkvæmlega eigi að /íeinu leyti sæta óhag-
Jcvæmari kjörurn en nokkurs annars lands.
III. - • - -
7. gr. Danmörk fer moð utanríkismál íslands
í umiboði þess.
í utanríkisráðaneytinu skai skipa eftir ósk
íslenzku 'stjórnarinnar og í samráði við hana
trúnaðarmann, er hafi þekkingu á íslenzkum
iiögum til þess að etarfa að íslenzkuiu málun.
Nú er einhvers staðar enginn sendiherra eða
sendiræðismaður, og skal þá skipa hann eftir
ósk fslenzkiu stjórnarinnar og í samráði við
hana, enda greiði ísiand kostnaðinn. Með
sömu skilyrðum skal skipa ráðunaut með
þekkingu á íslenzkum ihögum við sendisveitir
og ræðismannaembætti þau, sem nú eru. Ef
stjórn íslands kýs að senda úr landi sendi-
menn á sinn kostnað, til þess að semja um
sérstök íslenzk máiefni, má það verða í samráði
við utanríkisráðherra.
Samningar þeir, sem þegar eru gerðir milli
Danmerkur og annara ríkja og birtir, og ísland
varða, gfida og þar. RíkjasainBÍngar þeir, sem
Danmörk gerir eftir að sambandslög þessi hafa
náð staðfestingu, skuldbinda ekki ísland,
nema samþykki róttra íslenzkra stjórnarvalda
komi til.
8. gr. Danmörk hefir á hendi gæslu fiski-
veiða í íslenzkri landhelgi undir dönskum
fána, þar til IsleRdin^ar kynni að ákveða að
taka hana í sínar hendur, að öllu eða nokkru
ieyti, á sinn kmstnað.
9. gr. Myntskipun sú, sem tiingað til bofir
gilt í báðum ríkjum, skal vera áfram í gildi
ineðan myntsamband Norðurlanda helzt.
‘ Ef Island kynni að óska, að stofna eigin pen-
ingasláttu, verður að semja við Svíþjóð og Nor-
ég ihh það, hvort mynt sú, sem slegin er á ís-
landi, skuli vera viðurkend löglegur gjaldeyrir
í þessum löndum.
10. gr. Hæstiréttur Danmerkur hefir á hondi
æðsta dómsvald í íslenzkum málum, þar tii ís-
lanrl kynrvi að ákveða að stofna eeðsta áómstól
í landinu sjálfu. En: jfengað til skal skipa Is-
lendingi eitt dómarasæti í hæstarétti, og kem-
ur það ákvæði til frarnttvæmda, þegar seeti
Ibsnw nsyit í dóminum.
11. gr. >ð því ieyti, sein ekki er áfcveðið að
framan um ilrtutdoild íslárads í kostnaði þeám,
sera leiðir af meðferð mála þeirra, sum riæðir
um í þessiim kaíla, skal hún ákveðin eftfr
samningi milli stjórna beg@ja landa.
IV.
12. gr. öðrum iMálum «n þeim, sem áð fram-
an eru nefeid, varða bæði Danrnörku og ís-
land, sv* s«m sarngöngufTiálurn, verzlunar- og
tolmálum, sigiingum, pós#*náium, síma- og loft-
skeyfcasanibandi, dómgæziu, máli og vigt og
fjárhagsmálum, skal skipa með samninguns,
gerðum af þar til bærum stjórnarvöldum
beggja rfkja. V w • ,
14. ' gr. Ríkissjóður Danmerkur
greiðir 2 miljónir króna, og skal
stofna af þeim tvo sjóði, 'hvorn að
upphæð 1 miljóna króna, í því skyni
að efla andlegt samband milii Dan-
merkur og Islands, styðja íslenzkar
vísindaraimisóknir og aðra vísinda-
starfsemi og styrkja íslenzka náms-
inenn. Annar þessara sjóða er lagð-
ur til háskólans f Reykjavlk, en
hinn til háskólans í Kaupmanna-
höfn.
Nánari fyrirmœli um stjórn: og
starfsemi sjóðanna setur konungur
eftir tillögum stjórnar ihvors lands,
að fengnú áliti háskóla þess.
15. gr. Hvort iand fyrir sig ákveð-
ur, ihvernig hagsmuna þess sjálfs og
þegna þess skuli nánar gætt í hinu
landinu.
V.
16. gr. Stofna skal dansk-íslenzka
ráðgjafanefnd, sem í eru að minsta
kosti 6 menn, annar helmingur kos-
inn af ríkisþingi Danmerkur og
hinn helmingurinn af alþingi ís-
lands.
Sérhvert iagafrumvarp, sem varð-
ar nánari meðferð mála þeirra, er
' um ræðir í 'sainbandslögum þessum,
og iagafrumvörp um sérmál annars-
hvors ríkisins, sem einnig varða hitt
ríkið og stöðu og réttindi þegna
þess, skal hlutaðeigandi tjórnárráð
leggja fyrir nefndina til álita áður
en þau eru lögð fyrir ríkisþing eða
alþingi, nema það sé sérstaklega
miklum vandkvæðum bundið.
Nefndinni ber að gera tillögur um
breytingar á þeim frumvarpsákvæð-
um, sem ihún teiur koma í bága við
hagsmuni annarshvors ríkisitis eða
þegna þess.
Nefndin hefir enn fremur það
hlutverk, annað hvort eftir tilmæl-
um stjórwanna eða af eigin hvötum,
að undirbúa samning lagafrum-
varpa, er miða að samvinnu milii
ríkjanna og samræmi í löggjöf
þeirra, og að taka þátt f samvinnu
um sameiginlega löggjöf á Norður-
löndum.
Nánari fyrirmæli um tiihögun og
starfsemi nefndarinnar setur kon-
ungur eftir tillögum írá stjórn
beggja landa.
17. gr. Nú rfs ágreiningur um
skilning á ákvæðum sambandslaga
þessara, sem stjórnirnar geta ekki
jafnað með sér, og skal þá skjóta
miálinu til gerðardóms 4 manna, og
kýs æðsti dómstóll hvors iands sinn
helming þeirra hvor. Gerðardómur
þessi sker úr ágreiningnum og ræð-
ur afl atkvæða. Ef atkvæði eru jöln,
skulu úrslitin falin oddamanni, sem
sænska og norska stjórnin á víxl
eru beðnar að skipa.
VI.
18. gr. Eftir árslok 1914 getur rík-
isþing og alþingi hvort fyrir sig
hvenær sem er krafist, að byrjað
verði á samningum um endurskoð-
un laga Jæssara.
Nú er nýr sarnningur ekki gerður
innan 3 ára frá |iví að kratfan kom
fram, og getur Jiá ríkisþingið eða al-
þingi hv,ort 'fyrir sig samþykt, að
samningur sá, sem felst í þessum
iögum, sé úr ’gildi feldur. Til þess
að ályktun þeesi sé glld, verða að
minsta kasti 2/3 þingmanna annað
hvort í hvorri deild rfkisjúrrgsi.ns
eða í sameinuðu alþingi að hafa
greitt atkvæði ipeð henni, og hún
síðan vera samþýkt vjð atkvæða-
graiðsiu kjósepda þeirra, sem at-
kveeðisrétfc hafa við alinennar kosn- ,
►ingar Hil Iðggjafarþings lífndsins. Ef
það kemur í ljós rið slíka atkvæða-
greiðslu, aS % atkvæðisbærra kjós-
enda að minsta kosfci hafi tekið
>ítt í atkvæðagreiSslunni og að|
minsta kosti % greiddra atkvæða
hafi y«rið með samningsslitum, þá
er samningsrinn íallinn úr gildi.
VII.
19. gr. Danmörk tilkynnir erlend-
um ríkjum, að ih-ún samkv. efni þess-
ara sambandslaga hafi viðurkent Is-
iand fullvalda ríki og tilkynnir jafn-
framt, að ísland lýsi yfir ævarandi
hlutleysi sínu og að það hafi engan
gunnfána.
20. gr. Sambandslög þessi ganga í
gildi 1. desember 1918.
Athugasemdir við framanskráð
frumvarp.
Um .frumvarpið alment láta
dömsku nefndarmennirnir þessa
getið:
Dansk-íslenzka nefndin frá 1907
segir f áli'ti sínu, dagsett 14. maí 1908,
að með samþykt þeirrar stjórnar-
skipunar, sem nefndin stakk upp á.
mundi ríkisréttarsamband Dan-
merkur og Islands verða algerlega
annað en lögin frá 2. janúar 1871
gera ráð fyrir. “í staðinn fyrir að
skipað var fyrir um Jiað einihliða
með dönskum lögum að eins, þá
verður sambandið framvegis bygt á
samhljóða lögum, sem sett eru eftir
samniingi beggja aðilja og samjiykt
af löggjafarvöldum beggja larida”.
fsland cmundi samkvæmt þessu
verða frjálst og sjálfstætt land, er
eigi yrði af hendi látið, í sambandi
við Danmörku um einn og sama
konung og um þau mál, er taliin eru
sameiginleg 1 frumvarpi nefndarinn-
ar, og þannig eins og Danmörk sér-
stakit ríki með fullræði yfir öllum
málum sínum, nema að því leyti,
sem beint er ákveðið, að þau skuli
sameiginleg.
Sameiginleg mál skyldu vera þessi r
Konungsmata, og gjöld til konungs-
ættar, utanríkismál, hervarnir ásamt
gunnfána, gæzla fiskiveiðaréttar,
fæðingarréttur, peningaslátta, hæsti
réttur, kaupfáninn út á við. Að 25
árum liðnum gátu ríkisþing og al-
þingi krafist endurskoðunar. Ef
hún yrði árangurslaus, gat hvor
aðili krafist, að sambandinu yrðl
slitið um öll þau mál, er að framan
greinir, að undanskildum þrem hin-
um fyrstnofndu.
Frumvarp það, sem hér liggur fyr-
ir, fer í sömu stefnu, sem ætiast var
til samkvæint því, er að framan
greinir, að frumvarpið frá 1908 færi,-
og leitast við að marka hana enn
skýrar til þess að korna í veg fyrir
noklcurt tilefni til ágreinings fram-
vegis. Samkvæmt þessu frumvarpi
eru Danmörk og ísland jafn rétthá,
frjáls og 'fullvalda rlki, í sambandi
um einn og sama konung og um
samning gerðan af frjálsum vilja
beggja.
Þessi samnin'gur fjallar um sömu
mál sem frumvarpið frá 1908 með
þessum undantekningum: Greiðslur
af í'íkisfé til konunpfs og ættmanma
Iians ákveður hvort ríki fyrir sig (5.
gr.); ísland hefir eigin kaupfána,
einnig út á við; umtal um sameig-
inleg hermál er fallið burt, með því
að ísland hefir engin hermál og
elcki heldur gunnfána (19. gr.).
Að þvi er snertir endurskoðun
samningsins og uppsögn, ef til kem-
ur, eru settir nokkru styttri frestir
heldur en I frumvarpinu frá 1908, en
jafnframt eru þau skilyrði sett fyrir
samn'ingsslitum, að ályktun u*i J>að
sé samþykt í öðru hvoru landinu
með tilteknum meiri hluta atkvæða
bæði af löggjöfarþinginu og við at-
kvæðagreiðslu meðal kjósenda (18.
gr.).
íslenzku nefndarmennirnir óska
að taka fram það, er hér segir:
1 uppliafi var það uppástunga ís-
lenzku nefndarmannanna að gerður
væri sérstakur séttmáli um konungs
sambandið og önnur grundvallar-
atriði um samband landanna, læ
lands og Danmeckur. En síðan
skyldi annar samningur gerður um
önnur mál, er sæta kynnu eameigin-
legri meðferð eða varða kynnH rík-
in bæði á annan hátt. Dönsku
nefndarmennirnir töldu rílcisþing
Dana eigi geta haft aty-a aðferð, er
það samjiykti ákvæðin um sam-
band landanna, en þá, er lög væru
samþykt. Það var allri notedinni
ljóst, að það væri aukaatriði, hvaða
aðferð höfð væri um samþykt sam-
THE B00K 0F
KN0WLEDGE
(1 20 BINDUM)
öll bindin fást keypt á skrif-
stefu Helmskringlu. — Finnið
eða skrifið
S. D . B. STEPHAN SON.
HAFIÐ bÉR BORGAÐ?
HEIMSKRINGLU
Skoðfð litla rulð&nn á blaðinu.
yðar — harm pegir tiL