Heimskringla - 22.08.1918, Page 5

Heimskringla - 22.08.1918, Page 5
WINNIPEG, 22. ÁGOST 1918 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA bandsiákrvæðanna. Hvor aðili færi með það eftir ákvæðum sinma stjórnarskipunarlaga og þingskapa. Svo var og báðum nefndunum ljóst, að það væri einnig aukaatriði, i hvaða form sambandsákvæðin væru búin, ihvort þau væru helúur í einu eða tvennu lagi, því að form rfkja- samininga er hvergi föstum reglum bundið. Alt veltur á efninu. Á þvi telja nefndirnar engan vaifa vera. Sambandsákvæði þau, er hér greinir, verða til fyrir samkomulag, þar sem tveir jafnréttháir aðiljar semja um ákveðið samband sín á meðal og báðir binda sig að eins samkvæmt sjálfs sín vilja og eru af engu öðru valdi til þess knúðir. Samkvæint þessu hafa íslenzku nefndarmennirnir eigi heldur talið það máli skifta, þó að sambandsá- kvæðin væru nefnd “Sambandslög” á íslenzku og “Forbundslov” á dönsku, enda þar fyrir auðsætt, að efni þeirra, að undanteknu kon- ungssambandinu, byggist á samn- ingi, sem og er viðurkent í 1. gr. og 18. gr. Nefndirnar toáðar láta það um mælt, er hér segir, um einstök atriði írumvarpsins: ; Um 6. grein. Sjálfstæði landanna hefir f ^för með sér sjáifstæðan ríkistoorgara- rétt. Þess vegna er af Dana hálfu lögð áherzla á, að skýlaust sé á- kveðið, að öll rikisborgararéttindi séu algerlega gagnkvæm án nokk- urs fyrirvara eða afdráttar. Af þess- ari gagnkvæmni leiðir það, að af- nema verður allar þær takmarkanir, sem nú eiga sér stað á fullu gagn- kvæmu jafnrétti (svo sem mismun þann á kosningarrétti sem kemur fram f 10. gr. stjórnarskipunarlaga Islands frá 19. júní 1915). Með því að hvort landið fyrir sig veitir ríkistoorgararétt (fæðingar- rétt), sem einnig hefir verkanir í hinu landinu—en sú skipun er svip- uð því, sem nefndarfrumvarpið frá 1908 kveður á um í þvf etfni—og er gert ráð fyrir, að fyrirmælin um það> hvernig menn öðlast og missa ríkisborgararétt verði sem áður inn- byrðis samræm í ibáðum löndunum. Að því er sérstaklega snertir hinn gagnkvæma rétt til fiskiveiða í land helgi, hefir því verið haldið fram af hálfu íslendinga, að eins og ástatt er, sé þessi réttur meira virði fyrir Dani en íslendinga. Og það hefir því komið fram ósk um, að íslend- ingum veittist kostur á að stunda fiskiveiðar f landheigi Grænlands. Þetta getur ekki orðið meðan stjórn Grænlands er með þeim hætti sem nú, en það er einsætt, að ef dönsk- um ríkisborgurum verður að meira eða minna leyti veittur kostur á að stunda fiskiveiðar í landhelgi Græn- lands, þá munu fslenzkir ríkisborg- arar eimnig verða sama réttar að- njótandi. Um. 7. gr. Enda þótt danska utanrfkis- stjórnin, sem fer með utanrfkismól íslands í þess umtooði, hljóti að vera ein, undir einni yfirstjórn, til þess að girða ifyrir gagnstæðar ályktanir og framkvæmdir, hafa þó verið sett álcvæði til þess að tryggja það, að utanrfkisstjórnin eigi við meðferð íslenzkra mála kost á nægilegri sér- þekkingu bæði f utanríkisstjórnar- ráðinu og við sendisveitirnar og ræðismanna emibættin. Til þess að þessi ákvæði geti komist í fulla framkvæmd er þess að vænta, að Is- lendingar, frekar en verið hefir að undanförnu, sæki um og fái stöður í utanríkisstjórnarráðinu t’J þess að aifla sér þeirrar fullkomnunar, sem þörf er á. Þar sem f frumvarpinu segir, að ís- lenzka stjórnin geti haft nánara sam komulagi við utanríkisráðherrann sent sendimenn úr landi til þess að semja um málefni, sem sérstakloga varða ísland, er þetta ákvæði ekki því til fyrirstöðu, að þegar sérstak- lega brýn nauðsyn toer til, og ekki æfinlega er unt að ná til utanríkis- ráðherrans áður, geti íslenzka stjórnin eigi að síður neyðst til að gera ráðstafanir, éins og þegar hefir átt sér stað á tímum heimsstyrjald- arinnar. Það er gengið að því sem vísu, að utanrfkisráðheriranum verði skýrt frá hverri slíkri ráðstöfun svo fljótt sem því verður við komið. Það leiðir af sjálfstæði landanna, að ekki verður gerður nokkur samm- ingur, er skuldbindi ísland nema samþykki réttra íslenzkra stjórnar- valda komi til, og má eftir ástæðum veita það samþykki annað hvort áð- ur eða eftir að samningurinn er gerður. Um 8. gr. Danmörk ber kostnaðinm af þeirri fiskiveiðagæzlu sem hún hefir á hendi. Danmörku ber eigi skylda til að auka Jiana frá því, sem verið hefir. i Um 10. gr. I I Á meðan hæstiréttur ihefir á hendi : dómsvald í íslenzkum málum, skal skipa í eitt dómarasæti íslending með sérþeikkingu á íslenzkum lög- um og kunnan íslenzkum högum, sem auk þess verður að fullnægja hinum almennu skilyrðum til þess að geta orðið dómari í hæstarétti. Það getur því orðið þörf á að breyta 43. gr. í hinum dönsku lögum um dómgæzlu. Um 12. gr. Meðal þeirra málefna, er við koma dómgæzlunni og æskilegt væri að gera nánari samninga um, hefir af hálfu íslendinga meðal annars ver- ið bent á aðfararhæfi dóma. Um 13. og 14. gr. Samkomulag er um það, að öll skuldaskifti milli Danmerkur og ís- iands, sem menn Ihefir greiint á um, hvennig væru til komin, eigi að vera á enda kljáð, eins og lfka var tiiætl- unin f nefndarfrumvarpinu írá 1908, og því er lagt til, að fjárhæð sú, að upphæð 60,000 kr., sem rfkissjóður Danmerkur hefir undanlfarið árlega greitt, skuli falla niður. Söimuleiðis fellur niður kostnaður Dammerkur af skrifstofu stjórnar- ráðs íslands i Kaupmannahöfn og forréttindi íslenzkra námsmanna til hlunninda við Kaupmannaliafnar- háskóla. Jafnfraimt er lagt til, að Danmörk greiðd 2 miljániir króna, er verja skal til að ofla andlega samvinnu milli landanna, styðja íslenzkar vísinda- rannsóknir og aðra vísindastarfseimi og styrkja íslenka námsmenn. Um 15. gr.—Það er nauðsynlegt, að hvort landið um sig hafi f hinu landinu málsvara—f lfkingu við nú- verandi skrifstofu stjómarráðs ís- lands f Kaupmannahöifn, — en sem hafi það hlutverk að tryggja sam- vinnu milli stjórnanna og gæta hagsmuna borgara síns lands. En hvort land er látið sjálfrátt um að FLESTIR, en þó ekki ALLIR kaupa Heimskringlu Blað FÓLKSINS og FRJALSRA skoðaoa og eUta fréttaklað Vestor-Islendmpi Þrjár Sögur! og einn árgsngur af blaðinu fá nýir kaupendur, sem senda om fyrirfram eins árs andvirði blaðsins. — Fyr eða sfSar kaupa flestir lalendingar Heismkringlu. — Hví ekki aZ bregSa vfB nú og nota bezta taekifœrið? — Nú geta nýir kaupendur valiB þrjár af eftirfylgjandi sögum: “SYLVIA.” “HIN LEYNDARDÓMSFULLU SKJÖ1*.” “DOLORES.” "ÆTTAREINKENNIÐ." “JÖN OG LARA." "LARA.” "LJÖSVÖRÐURINN." “KYNJAGULL” "BRÖÐUR- DÓTTIR AMTMANNSINS." Sögusafn Heimskrínglu fi* keyptar á akrífatofa opplagiS hrddknr. kMtaafcr vi8 9é+> *íaH vár koatnafk Sylvía................... BróBurdóttir amtmannsins Ðolores___—______________ Hin leyodardómsfuUu skjöl Jón og Lán_______________ ÆttareinkonniSl__________ LjósvörBunun —........... KynjaguD----------------- MórauBa músin ___________ SpeDvirkjanúr ___________ ..... $0.30 .. 030 _ 0.30 .. 0.40 ..... Q.40 ...„ 0.30 ____0.45 - 0.35 .. 0.50 ^ 0.50 se ákveða hvernig það kynni að vilja haga þessu fyrirsvari. Um 16. og 17. gr,—-Það hefir náðst fullkomið samkomulag um stofnun og skipun tveggja nefnda, annarar ráðgjafanefndar, sem heíir það hlut- verk að efla samvinnu milli land- anna, stuðla að samræmi í löggjöf þeirra og ihafa gætur á því, að engar ráðstafanir séu gerðar af öðru land- inu, sem geti orðið til tjóns fyrir hitt lanidið, — ihinnar gerðardóms- nefndar til þess að skera úr ágrein- ingi, er rísa kynni uin skilning sam- bandslaganna. Um 19 gr.—Yfirlýsing íslands um ævarandi hlutleysi hvflir á því, að samkvæmt eðli þessara sambands- laga getur aninað ríkið verið hlut- laust, þó að hitt lendi í ófriði. Um 20. gr,—Þar sem ákveðið er að lögin gangi í gildi 1. desember þ. á., er búist við, að nægur tími verði til þess, að lögin geti orðið samþykt í tæka tíð af alþingi og fslenakum kjósendum og af rlkisþingi Dana. Reykjavík, 18. júlí 1918. C. Hoge, Jóh. Jóhanneeson. Erik Arup, Bjarni Jónsson, F. J. Borgbjerg. J. C. Christensen. Einar Arnórsson. Þorst. Jónsson. Ráðuneyti Islands felst á framan- skráð frumvarp: Jón Magnússon. Sig. Eggerz. SigurSur Jónsson. -------o------- Stjórnarbyltingio mikla á Rússlandi. (Framlh. frá 7. bls.) Stjórnin var sem fyr á báðum átt- um Annað veifið hét hún miklum og margvíslegum umbótum, en hitt veifið lýsti hún yfir því, að ekki væri takandi 1 mál að skerða ein- veldi keisarans. En því reikulli sem stjórnin var í ráði sínu, að þ\d skapi voru frelsiskröfur þær ákveðnari, er bornar voru fram á ýmsum fundum, er haldnir voru um þessar mundir viðsvegar f ríkinu. En þá bárust fregnir um nýjar ófarir f viðureign- inni við Japana og við það varð al- menningur enn tryltari. 1 janúar 1905 varð Port Arthur að gefast upp. Jafns-kjótt sem tíðindi þessi spurðust, hófu verkamenn í Pétursborg mikið verkfall. Yar prestur einn, Gapon, sem v<ar mikill trúnaðarmaður verkamanna, all- rnikið við það riðinn. Hn annars er mönnum engan veginn fullkuinnugt um afstöðu hans til verkfallsins. VerkfaMsonenn afréðu að fara f skrúðgöngu til vetrarhallar keisara og flytja honum bænarskrá um breytingu á stjórnarskipun ríkisins og tjá hoinum vandkvæði sfn. Allir voru þeir vopnlausir og höfðu ekki haft neinn uppreisnar viðbúnað. Bréf það, er Gapon skrifaði keis- ara í nafni verkfallsmanna, hljóðar svo: “Keisari! ætlaðu ekki, að ráðherr- ar þínir segi þér satt frá ástandi þjóðar þinnar og ríkisins. En þjóð- im ber örugt trauiet til þín og hofir afráðið að safnast isaman fyrir frain- an vetrarhöllina á morgun kl. 2 e. h. og tjá þér eymd sína. Ef þú ert hverflyndur og gefur þjóðinni ekki kost á að sjá þig, þá slftur þú í sundur hið siðferðislega band milli þín og þjóðarinnar. a'raustið til þín mun fjara út, ef felóði sakfeysingja verður úthell milli þín og þjóðarinnar. Láttu þjóð þína fá að sjá þig á morgun og taktu við bænarskrá vorri. Eg, fulltriii verkamanna, og mínir hraustu samverkamenn, ábyrgjumst þér fslla friðhelgi.” Sunnudaginn 22. janúar hófu verkamenn með góðri skipun göngu sína til vetrarhaliarinnar. 1 broddi fylkingar fóru leiðtogar þeirra með fóna og myndir af sankti Pétri og keisara. Fremstur allra gekk Gapon í skrúða og með Andrésar kross- márk í hendi. Þegar mannfjöldinn nálgaðist ihöllina, voru hersveitir þar f*'rir og heftu för hans. Þegar hann sótti engu síður fram og æpti hástöfum: “Til keisara til keisara”, skutu hermenninnir hvað eftir ann- að á hann. Um kvöldið lágu um þrjár þúsundir fallinna og særðra verkamanna, þar sem fundi þeirra og hermannanna hafði borið sam- an. Bn kéisari hafði nóttina áður yfirgeflð höllina af ótta við tilræði og byltingar, sem hljótast kynni af förinni, og falið Vladimir stórfursta, íþðurbróður sínum, að taka á móti verkamönnum; það 'leysir hann samt ekki undan hinni siðferðislegu ábyrgð á óhæfuverki þessu. < Gapen var myrtur nokkizi sfðar, að þvf er menn segja aí rússrreíkum byltingamönnum, af því að hann þótti hafa svikið þá, en aftur á inóti hafa aðrir fy-rir satt, að leynl- lögreglan hafi «3tytt honum aldur eftir tooði stjórnaainnar. En trúnaðartraust vferkamanna og alþýðu til keisara var, sem von- legt var, þrotið með ðllu, er. bænar- skrá þeirra var svarað ó þossa lelð. Þegar þessi ógnartiðindi spurð- ust, fyltust frjálslyndir menn, hverju nafni sem þeir nefndust, heift og bræði og róstur hófust víðs- vegar í ríkinu. í Moskva var einn af föðurbræðrum keisara veginn og í Póllandi, Eystrasaltslöndum, í Finnlandi, með Gyðingum og Arm- eníumönnum voru viðsjár svo mikl- ar, að stappaði nœrri uppreisn. Nýjar hrakfarir í viðskiftunum við Japana og vaxandi skærur og bylt- ingar, isem af þeim leiddi, komu loks keisara til að gefa út “opið, bréf” f ágústmánuði 1905, er gaf fyrirheit um uimbætur á stjórnarskipuninni og að þjóðkjörið þing skyldi sett á stofn, er ríkisdúma nefndist. En því var markaður þröngur verka- hringur og kosningarrétturinm var all-takmarkaður. Mönnum gazt Lítt að hinum fyrir- heitnu umbótum. Til þess að knýja fram enn ríflegri umbætur, tóku andstæðingar stjórnarinnar að stofna til mikilla pólitiskra verk- falla, er verkamenn. tóku ekki að eins þátt í, heldur einnig starfs- menn við járnbrautir, póstflutninga og síma, læknar, málfærslumenn og lyísalar. Á Finnlandi' fengu frjáls- lyndir monim og jafnaðarmenn, er lögðust á eitt, fullan sigur, eins'og kunnugt er. Haustið 1905 kiptu þeir með alisherjar verkfalli, er menn af öllum stéttum og öllum flokkum tóku þátt í, á fám dögum fótunum undan allri stjórn Rússa þar í landi, án þess nokkur maður léti lffið. Keisara þótti þá ráðlegast að fella tilskipanir Bobrikovs úr gildi og viðurkenna stjórnarráð (senat), er Finnar höfðu sjálfir skipað meðan á byltingunni stóð. Stjórnin varð nú enn tiUiliðrunar- samari við andstæðinga sína. Skip- un alríkisstjórnarróðsins var breytt og Witte var skipaður försætisráð- herra. Með auglýsing keisara 30. oktáber 1905 var dúmunni veitt lög- gjafarvald, en þó ón réttar til þess að bera upp lagafrumvörp, heldur skyldi þau öll lögð fyrir þingið af stjórninni; mönnuin var einnig heit- ið rýmkun á koningarréttinum og ofndi stjórnin sfðar það heit (Meira.) A. MacKENZIE SKRADDABI 732 Sherbrooke St. Gognt Hkr. Bretnsar og Prossar K&rla og Kvenna Fatnaði. Föt Bndðln og saumuð eftir máli. — Alt vork ábyrgst Prentuð ritfæri Lesendur Heimskringlu geta keypt hjá oss laglega prentaða bréfhausa og umslög, — 500 af hverju — fyrir $7.00. Skrifið nöfn og áritun o. s. frv. skýrt og sendið peningana með pöntuninni. The Viking Press, Ltd. Box 3171 Winnipeg 99 Out of 100 men say: IF Kor-Ker will do what you claim you have a wonder- ful product.’ ’ Kor-Ker does more then we claim—and we truly have a wonderful product. Wc want to demonstratc tbc value of Kor-Ker to you —we want to drive nails into our tires and show you that Kor-Ker seals thc punctures instantly. But most important of all Kor-Ker stops the s/ow leaks that gradually de- _ flate every tire. If Kor-Ker will do what we Á KOR-KER PRISAR V«. 1—fyrir S * s«4 tlrr*..........»12.50 fyrir fjðrar No. 2—fyrlr 4 x 4\4 tlre...........»15.00 fyrlr fjArur Xo. 3—fyrlr 5 x 5'A tlreu..........»20.00 fyrlr ijörar Ef ySar nœstl kaupmaSur v.rxlar ekkl með KOR-KER, þi skrtfiS o. eftlr sýnlshornl og nefnlB þetta blatS. Dept. H. AITTO ACCDSSORIB9, LTD., »03 Confederatlou Llfe Blda, Wtsslptr LOÐSKINN! HÚÐIR! ITLL! Eí þér viljið hljóta (Ijótustu skil ó andvirði og hæsta verð lyrir lóðskinn, búðir, ull og (1. sendið þetta tiL » Frank Massin, Brandon, Man. Dept H. Skriífð eftir prísum og shipping tags. RJOMI KEYPTUR Vér æskjum eftir viðskiftavinum, gömlum og nýjum, á þessu sumri — Rjómasendmgum sint á jafn-skilvíslegan hátt og áður. Hæsta verð borgað og toorgun sesd strax og vér höfum meðtekið rjómann. SKREFIÐ OSS EFTIR ÖLLTTM UPPLÝSINGUM Um á»o|ð%olafk vorn vísum vór tfl Union Batik og viðsköta- vina vorra annara. Wefnið Hetmskringlu er, þér skrttið oes. MAS1T0BA CREAMERY C0. LTD. 609 William Atr«. Winnipogv, Mamitoba. B0RÐVIÐUR SASH, ÐOORS AND MOULDÍNGS. Ví(5 höfuxn fuflkomnar birgðir af öllum tegunduiU VcrSskrá verSur senti hverfum þeim er fiesp óskar THE EHTPIRE SASH & DOOR CO., LTD. Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telepbone: Mazn 2511

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.