Heimskringla - 05.09.1918, Page 4

Heimskringla - 05.09.1918, Page 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSK.RINGLA WINNIPEG, 5. SEPT. 1918 WINNIPEG, MANITOBA, 5. SEPT. 1918 Breyttar skoðauir. Lesendurnir munu minnast bréfs Boga Bjarnasonar frá Frakklandi, er birtist hér í blaðinu fyrir skemstu. Var bréf þetta birt í blaðinu Wynyard Advance, sem Bogi var rit- stjóri að þangað tii hann var kallaður í her- inn syðra, og tókum vér oss það bessaleyfi að snúa því á íslenzku og bi.ta það, svo lesend- um vorum gæfist kostur á að kynnast efni þess. Þar sem það er skrifað af manni, sem óefað stendur framarlega í röð ungra Vestur- Islendinga, fanst oss það fyllilega verðskulda að koma fyrir augu sem flestra íslenzkra les- enda. Flestir munu líka fúsir að viðurkenna að gott mark sé takandi á orðum slíks manns og hann sé lítt líklegur að láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Þegar hann skrifar bréf þetta, liggur hann í sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir eiturgasi þeirra þýzku, en er þó ekki mjög þungt hald- inn. Vafalaust er skýr í huga hans myndin af þeirri stundu, er Þjóðverjar fyrstir allra tóku að viðhafa þetta vopn (eiturgasið), því undir eins í byrjun bréfs síns lýsir hann áhrifum þeim er hann hefir orðið fyrir við að sjá hin margíslegu spellvirki Þjóðverja á Frakklandi með eigin augum. Segir hann þetta hafa orðið til þess að vekja hjá sér megnasta óhug í þeirra garð. Á einum stað kemst hann þannig að orði: “Þig mun reka minni til að viðkvæði mitt var stundum, að sjaldan væri önnur hliðin hvít en hin svört, þegar deila ætti sér stað, að ef til vildi væri þetta stríð auðvaldsins o.s.frv. Jæja, nú er eg endurfæddur. Eg hefi séð sum verk hans (Þjóðverjans) og þess meira sem eg sé, því minna felli eg mig við hann. Náin viðkynn- ing af honum er ekki það sama og athuga hann í sex þúsund mílna fjarlægð—og hafi hann í nokkrum stað sýnt sitt rétta eðli, er það á Frakklandi.” Hér er sá maður að tala, sem ekki hikar að segja frá því hreinskilnislega, að hann hafi breytt um skoðun. Og með þessari hrein- skilni hlýtur hann að ávinna sér tiltrú og virð- ingu allra, sem bréf hans lesa. Engum, er þekkja hann, kemur til hugar að bera honum á brýn, að hann hafi nokkurn tíma verið sterkur meðhaldsmaður Þjóðverja síðan stríðið hófst, þó hann um tíma, að hann nú sjálfur segir, væri ekki fast ákveðinn eða heit- ur á móti þeim. Sú afstaða hans orsakaðist af vanþekkingu á gjörðum þeirra og við nán- ari viðkynningu af þeim hefir hann nú alger- lega breytt um skoðun. Skyldi ekki svo geta farið fyrir fleirum? Sjón er sögn ríkari, segir máltækið ís- lenzka. — Skyldu ekki augu þeirra manna hér heima fyrir, sem stöðugt eru hálfvolgir í þessu stríði og margir hverjir meir og minna þýzksinnaðir í anda, geta opnast til fulls við nána viðkynningu af hinum ægilegu spell- virkjum og hermdarverkum Þjóðverja síðan fyrst að styrjöldin hófst? Eru hugsanlegir nokkrir þeir steingerfingar, sem ferðast gætu um hina sundurtættu Belgíu og séð með eigin augum þær stórkostlegu þjáningar og hörm- unar, er þjóðin þar hefir orðið að þola, og fá þó varizt þess að fyllast af óhug og reiði gegn einveldisstjórum þeim, er stríði þessu steyptu yfir heiminn? Ættu ekki grimdarverk her- valdsins þýzka að nægja til þess að opna augu hvers einasta skynberandi manns? Spurningum þessum virðist auífcvarað. Til eru þó þeir menn hér, því er miður, sem ó- mögulegt virðist vera að sannfæra og sem einlægt draga taum Þjóðvarja alt sem þeir þora. Frá því var fyrir skömmu síðan sagt í Lögbergi, að þegar sigurvinningar Þjóðverja stóðu yfir í vor hefði Islendingur hér kom- ist þannig að orði: “Fallega gerðu þeir það núna, blessaðir, bráðum verða þeir komnir til Parísar.” Þar sem þetta hefir ekki verið bor- ið til baka í blöðunum,, virðist óhætt að ganga út frá því sem vísu, að orð þessi séu rétt höfð eftir. Þegar hersveitir bandaþjóðanna eiga í ægi- legri orustu gegn ofurefli liðs og eru í svipinn að fara halloka — eigum vér tslending hér heima fyrir, sem svo er óskammfeilinn, að láta í ljós gleði sína yfir þessu. Hann blessar yfir sigurvinningum þeirra þýzku og virðist hrósa happi yfir að bráðum nái þeir takmarki sínu. Ekki veit hann þó, nema margir af ís- lenzku hermönnunum séu að hníga f valinn einmitt á þessari stundu, er hann mælir þessi orð, — af öllu að dæma virðist slíkt liggja honum í léttu rúmi. Skyldu ekki augu þessa manns opnast, ef hann kæmist í námunda við fallbyssukjafta Þjóðverjanna, og hann þá geta vaknað til virkileika þeirrar baráttu, sem nú stendur yfir í heiminum? Myndi hann þá ekki fara að líta með stolti og aðdáun til hinna hugprúðu hersveita bandaþjóðanna, er nú verjast svo örugglega gegn hervalds-skrímslinu þýzka og leitast við að ráða það af dögum Skyldi hann ekki geta breytt um skoðun? Eða skyldi slíkur maður hafa glaðst yfir þeim sigurvinningum, ef hann hefði verið svo ólánssamur að eiga ástkæra konu sína og dætur, móður eða systur á svæðum þeim, sem þýzki herinn hefir lagt undir sig á Frakk- landi og í Belgíu, eigandi á hættu að þær yrðu þýzku dýrunum að bráð ? Eða geta ekki slíkir menn sett sig í spor þeirra, er þannig er ástatt fyrir? Myndi Þjóðverja dýrkun slíks manns samt standa óbreytt? Óhugsandi er, að þvílíkt hjartalag sé í nokkrum Islendingi. +—■— ------- — Baldur Jónsson: Leaves and Letters. Bók þessi var gefin út í Wynyard, Sask., í vor sem leið, af Boga Bjarnasyni, sem nú er í Bandaríkjahernum á Frakklandi. Er þetta safn af ritgerðum eftir Baldur heit. Jónsson og sem komu út í blaðinu Wynyard Advance, er Bogi var þá ritstjóri að. Mun Baldur hafa samið þessar ritgerðir eftir að hann var sýkt- ur orðinn af veiki þeirri, er dróg hann til bana haustið 1917. En þó líkEuni hans væri sjúkur, votta ritgerðir þessar bezt, hve heil- brigður, vel vakandi og starfandi andi hans hefir verið, og mun óhætt að fullyrða, að með þessu síðasta starfi sínu hafi hann reist sér þann minnisvarða, er lengi mun standa. Það fyrsta, sem vekur efirtekt manns við lestur þessarar bókar, er frumleikinn. Hér er engin tilraun ger að stæla aðra og auðsýni- lega Ieggur höfundurinn meiri áherzlu á efni en búning. Víða í bókinni eru þó snillilega ritaðir kaflar, er votta ágæta rithöfunds hæfi- leika. Þar hefir höfundurinn lagt sig fram til þess að vanda málið sem mest og láta fylgjast að skemtilegt og áhrifamikið efni og fagran og aðlaðandi búning. Og vart mun nokkur geta lesið þessi “Blöð og bréf’, fylgi gott athygli lestrinum, án þess hjá honum vakni sú hugsun, að við fráfall Baldurs heitins Jónssonar hafi Vestur-Islendingar átt á bak að sjá frábærlega efnilegum rithöfundi; þeim rithöfundi, sem sökum frumlegrar hugsunar og ágætrar þekkingar og mentunar, hefði get- að orðið brautryðjandi í hinUm ungu og að svo komnu “fálmandi” bókmentum þessa lands. Og þessi missir vor Islendinga er tap Can- ada þjóðarinnar í heild sinni. Baldur heitinn ritaði mest á ensku, því eins og við var að bú- ast, hefir enskan verið honum margfalt tam- ari en íslenzkan. Mentun sína alla öðlaðist hann á enskum skólum, æðri og lægri, og því sízt að undra þó honum yrði hægra um og hjartfólgnara að birta sínar instu hugsanir á ensku en íslenzku. Ræktarsemi hans til ís- lenzkunnar efuðu þó engir, sem þektu hann, og vafalaust hefðu áhrif íslenzkra bókmenta komið í ljós í ritum hans síðar. Ekki er held- urólíklegt, að þegar frá Ieið hefði hann tekið að leggja sig meira eftir íslentkunni og að rita á íslenzku. Svo mentaður og vel gefinn rithöfundur hefði líka getað lagt góðan skerf til þeirra bókmenta þessa lands, sem vér Vest- ur-Islendingar sérstaklega tileinkum oss. Viðreisnarvonir íslenzkunnar hér í landi byggjast einmitt á slíku. Eigi “ástkæra, yl- hýra málið” nokkra framtfð hér fyrir hönd- um, verðum vér að gera meira en halda því tórandi; vér verðum að leitast við að vera samstiga við auðgun og þroska “móðurmáls- ins” á ættjörðinni Alt, sem lifir, er háð þroskunar lögmáli og tungumálin eru ekki undantekning. — Oss nægir engan veginn að geta kent bömum vorum að “stauta”, ef þar er svo látið við sitja. Yngri kynslóðin verður að kynnast til hlítar sögu íslenzkrar þjóðar o(g íslenzkum bókmentum, ef vel á að fara. Þá fyrst er þess von, að íslenzkan fái blómgast og dafnað hér í landi. Þá fyrst getum vér vænt eftir, að eignarst þá vestur-íslenzka mentamenn, er firlni sig knúða að rita á ís- lenzku og stuðla að viðhaldi íslenzkrar tungu hár á slóðum. En til þess að ritverk jafnvel mentuðu mannanan hér þoli nokkurn saman- burð við það bezta, sem ritað er heima, verða þeir að hafa Iagt sig eftir íslenzkunni ein- göngu um lengri tíma — hugsað þá alveg á íslenzku og talað mest íslenzku. Annars eru engin líkindi að vér eignumst nokkurn tíma hérfædda mentamenn, er sezt geti í sæti séra Jóns Bjarnasonar eða séra F. J. Bergmanns sem íslenzkir rithöfundar.-- Þó þessi bók, Leaves and Letters, sé rituð á ensku, er hún eftir Islending, og munum vér því tileinka oss hana engu síður en þó hún væri rituð á íslenzku. Oss má vera gleðiefni, að geta sagt, að þessi ungi og efnilegi rithöf- undur hafi verið af íslenzku bergi brotinn. Allir ritdómar um bók þessa í enskum blöðum hafa verið mjög hlýlegir í garð höfundarins og einn þeirra, saminn af velþektum menta- manni hér, segir hann með þessari bók hafa lagt góðan skerf til bókmenta þessa Iands. Bókin er í tveimur pörtum. Fyrri partur- inn er “Blöð, úr óskrifaðri minnisbók iðju- leysingja”, og eru þau fjórtán talsins. Eftir að hafa lesið þau, munu flestir tregir að fall- ast á, að þau séu rituð af “iðjuleysingja”, eft- ir orðsins vanalegu merkingu. Að minsta kosti hefir andi hans verið starfandi á meðan, hugsandi, leitandi og dreymandi, og þessi “iðjuleysingi” um leið svo önnum kafinn, “að hafa ekki tíma til að njóta hinna vanalegu skemtana, sem starfsmaðurinn veitir sér.” Mun flestum finnast, að iðjuleysingi í þessum skilningi sé hin æskilegasta persóna í alla staði og verðskulda fylstu eftirtekt. — Seinni partur bókarinnar eru “Bréf” margvíslegs efn- is. Allar myndir, er höfundurinn bregður upp, eru skýrar og frumlegar. Hvort sem hann er að lýsa áhrifum einhverrar bókar eða draga fram myndir úr hvers dags lífinu í kring, er glöggskygni hans hefir fest sjónir á, fjallar hann um efnið með frumlegum til- þrifum og forðast alla mærð og rósamál. Hann brýtur hlutina til mergjar og lætur sér ekki Iynda, að skoða að eins það, sem er á yfirborðinu. En þó hann sjái mannfélaginu sé í mörgu ábótavant og að margt fari miður en skyldi, finnur hann samt enga löngun hjá sér til árásar eða ávítana. Fyrir honum fer ekki eins og þeim, er vilja kippa öllum mann- félagsmeinum í lag með því að stofna til sem mestrar sundrungar og hleypa öllu í bál og brand. Hann gerir enga tilraun að æsa eina stétt Iandsins upp á móti annari Andi hans er hátt hafinn yfir slíkan smásálarskap. Þó hann sé sjúkur á líkama og dvelji við dyr dauðans, eru orð hans þrungin af bjartsýni og trú á lífið. Enginn gæti verið lausari við þunglyndislegar hugsanir eða kvíða en hann. Sálarþrek hans yfirbugast ekki þó hann horf- ist í augu við dauðann og lætur sig hvergi. Þessi bók verðskuldar fyllilega, að komast í bókasafn hvers einasta Islendings hér í Iandi. t~------ “ -------—---- ■+ Spellvirki Þýzkra kafbáta. Á meðal hinna óteljandi glæpa keisarans þýzka og fylgiliðs hans, er kafbátahernaður- inn, er svo ægilegt manntjón á sjó og þjáning- ar hefir haft í för með sér, að annað eins á sér ekki dæmi í mannkynssögunni. Fyrir mörgum mánuðum síðan og áður en þýzku kafbátarnir gerðu vart við sig fyrir ut- an stríðssvæði (war zone) Evrópu strand- anna, voru farþegar skipa og skipverjar í stöðugri hættu og urðu jafnan að þola bráðan dauða eða verstu harmkvæli þegar einhverju skipinu var sökt. En það, að skipum þessum flestum var sökt í námunda við land, gerði þó björgun auðveldaari, þar sem farþegarnir komust annað hvort sjálfir í land eða önnur skip fundu þá áður langur tími leið. DODD’S NÝRNA PILLUR, g6*&i iyrir allskonar nýrnaveiki. Lœkne gigt, bakverk og sykurveiki. Dodd’í Kidney Pills, 50c. askjan, sex öskj ur íyrir $2.50, hjá öllum lyísölum eða frá Dodd’s Medicine Oo., Ltd., Toronto, OnL að halda mjög spart á þess- um litlu matarbirgðum. Sumir af mönnunum lögSust veikir, nokkr- ir mistu ráS og rænu um tíma og fjórirdóu. Þegar fólki þessu loks- ins varS bjargaS, var þaS alt nær dauSa en lífi. Skipinu Ansonia, eign Cunard- línunnar, var sökt 30. maí s.l. þeg- ar þaS var í 1,1 70 mílna fjarlægS frá Englandi. Þeir, sem komust af, voru aS velkjast í níu daga áS- ur þeim var bjargaS. Sér til matar varS fólk þetta aS komast af meS eina köku þrisvar á dag og tvær matskeiSar af vatni. VeSriS var kalt og urSu mennirnir sárir mjög á höndum og fótum viS hinn sí- felda austur bátsins — urSu marg- ir þeirra svo illa til reika aS eftir aS í land var komiS, var ekki um annaS aS gera en láta þá í sjúkra- hús og láta, taka af þeim höndur eSa fætur. / Flutningsskipinu Chilier var sökt af þýzkum kafbát í júnímán- uSi, er þaS var um 1,400 mílur frá landi. A8 eins fáir af skipshöfn- inni komust af eftir vosbúS langa og stranga — og á meSan menn þessir voru aS velkjast höfSu þeir ekki annaS til matar en eina köku af hörSu brauSi og hálft glas af vatni á dag. -----O------ Mannamunur. (Þýtt úr “Lit. Dig.”) Eitt orS í bréfi Þýzkalands keis- ara til frú Meter, er orSiS hafSi á bak aS sjá níu sonum í stríSinu, hlýtur aS vekja undrun allra manna, sem ekki eru þýzkir. Því hefir oft veriS haldiS fram af ó- vinum vorum, aS hermennirnir fyTÍr utan landamæri Þýzkalands hugsi ekki eins og ÞjóSverjar geri og skilji alls ékki þýzkan hugsun- arhátt. Flestir munu viSurkenna þetta rétt vera — og þegar keisar- inn þýzki skrifar þessari harmandi móSur, aS hann sé “þakklátur” hve fórn hennar sé stór, verSum vér varir viS þaS hyldýpi í sálar- fræSi hans, er flestum af oss mun virSast meS öllu órannsakanlegt. Ameríkumenn munu ósjáltrátt setja bréf þetta viS hliSina á hugg- unarskeyti Lincolns til móSur, er hann frétti aS fimm synir hennar hefSu faliS á vígvellinum, og kernur þá skýrt í ljós hinn mikli munur þessara tveggja þjóSar- leiStoga. En síðustu átján mánuðina, eftir að kaf- bátarnir þýzku færðu út svið sín, jafnvel alla leið til Atlanzhafs stranda Canada og Bandaríkjanna, hefir manntjónið orðið marg- falt meira af völdum þeirra og þjáningar farþega og skipshafna hafa hundfaðfaldast. Sögur hörmunga þeirra, er eftirlifandi far- þegar og skiperjar söktra skipa hafa orðið að þola eru í fylsta máta átakanlegar, og sýna bezt, hve ægileg spellvirki þýzku kafbátanna eru. — Skipinu Alnwick Castle var sökt 329 mílum frá Scilly eyjum og í því til felli varð mjög örðugt um björgun. 139 farþegum og skipverum var troðið í sex báta, og var einn af bátum þessum að velkjast í fjóra daga áður en hans varð vart, um 160 mílur út frá Norðurströnd Spínar. Átti fólk þetta stór- lega bágt, því það hrepti stórsjóa mikla svo við lá, að bátnum myndi hvolfa þá og þegar. Svo vel vildi til, að fólk þetta var ekki alveg matarlaust, því fáeinar könnur af niðursoð- inni mjólk höfðu verið látnar í bátinn, ögn af vatni og kassi af hörðum kökum, — en þar sem 29 manns voru um borð í bátnum, varð Bréf keisarans: “Hans hátign keisarinn heyrir, aS þér hafiS 'fórnaS níu sonum til varnar fyrir föSurlandiS í núver- andi stríSi. Hans hátign er ySur stórlega þakklátur sökum þessa, og í viSurkenningarskyni sendir hann ySur mynd af sér, ásamt ramma og eigin undirskrift Kans.” Bréf Lincolns: "Kaéra frú.—Mér hefir veriS sýnd í skýrslu hermáladeildarinn- or sú staShæfing yfirhershöfSingja Massachusetts ríkis, aS þú sért mSir fimm sona, er meS hreysti hafi falliS á vígvellinum. Eg finn hve ónóg og árangurslaús öll mín orS eru til þess aS eySa harmi svo miklum. Eg get ekki annaS en boSaS þér þá huggun, sem felst í þökkum lýSveldisins, er synir þín- ir féllu til aS frelsa. Megi vor himneski faSir sefa þrautir þínar viS þenna mikla missir og skilja þér aS eins eftir hugljúfa minningu ástvinanna förnu og horfnu, og þaS alvöruþrungna stolt, er hlýtur aS verSa þitt hlutskifti, sem lagt hefir svo þungbæra fórn á altari frelsisins.” Lesendur munu minnast, aS keisarinn í einni ræSu sinni nýlega talaSi um núverandi stríS sem baráttu á milli tveggja andstæSra og gagnólíkra hugsjóna — og bréf hans aS ofan ásamt myndinni, sem hann sendir, hlýtur aS skoSast sem ávöxtur þeirra hugsjóna, er sál Vilhjálms er þrungin af. Rit- stjórum flestra blaSa þessa lands kemur saman um, aS “andi ein- veldisins og andi lýSvaldsins” komi í ljós viS samanburS þessara bréfa, og þaS svo greinilega, aS slíkt krefst engrar útskýringar — BlaSiS Kansas City Star segir: “AS eins góSur maSur, meS göfugum og viSkvæmum tilfinn- ingum hefSi getaS skrifaS bréfiS til Mrs. Bixby. AS eins svæsnasti sjálfbyrgingur hefSi getaS skrifaS bréfiS til frú Meter. Enginn skyldi halda, aS Lincoln, þó hann fyndi sárlega til meS kjörum þessarar harmslegnu móSur, hafi ekki fyrir því veriS jafn stefnufastur og á- kveSinn í þeim áformum sínum, aS stuSla aS sigri lýSvaldsins hér í álfu. AnnaS nafn fyrir starfs- hyggju ÞjóSverja, er grimd. Til þess aS vera fullkominn, sam- kvæmt þýzkum mælikvarSa, verSa.menn aS vera tilfinningar- lausir. Þess vegna er keisarinn “þakklátur” þessari þýzku móSur níu sona, er falliS hafa til vemd- unar einveldi hans. I hans augum er þetta sönnun þess, aS skipulag hans sé í góSu lagi og starafndi og er þetta honum gleSiefni. Þetta er þýSing bréfs hans — gæti ekki veriS önnur og veriS þýzl$. Lincoln gat vottaS hinni harm- þrungnu móSur göfuga samúS sína, en hann hefSi ekki vakiS sonu hennar til lífsins, þó honum hefSi veriS slíkt ómögulegt, ef þetta hefSi veriS á kostnaS mál- efnisins er þeir féllu fjrrir. Hann var prúSmenni aS eSlisfari, en ekki öfgaþrunginn tilfinningamaS- ur. Hann vissi aS stríSiS varS aS halda áfram og aS synir margra mæSra yrSu aS falla áSur þaS gæti endaS í sigri hins rétta mál- staSar. Hann gekk ekki út frá aS geta huggaS þær meS því aS senda þeim mynd af sér meS und- irskrift sinni og eigin þakklæti. Huggun Mrs. Bixby varS ‘þaS al- vöruþrungna stolt, er hlýtur aS verSa þitt hlutskifti, sem lagt hefir svo þungbæra fórn á altari frels- isins.’ Hér birtist áform eins óbifandi og ilska keisarans er mikil. Lincoln er göfugmenni, en engan veginn veikbygSur. Þetta eru áform Gettysburg ræSunnar færS í orS í annaS sinn — aS þeir dauSu hafi ekki falliS til einskis. Frá hinu rétta takmarki varS ekki fariS sök- um þess aS menn hefSu falliS og myndu falla. Heldur birtist hér endurnýjuS ákvörSun aS halda fast stefnunni. Þessa verSur ^S minnast, þegar bréfiS til Mrs. Bix- by er tilfært sem vottur mannúSar hans og hjartagæzku. Hernn var gæddur þessum eiginleikum, en í fari hans kom ekki í ljós neinn veikleiki eSa kviklyndi — hann stóS bjargfastur meS hollustu sinni til þess málstaSar, er hann skoSaSi helgan og réttan.” ------o------- Takið eftir. Heri'a ritstjóri Hkr., viltu gera svo vel og taka í biað þitt áritun sonar míns: 2/Lt. A. G. Oddlafson, 8th Iyondon Regt. A. B. III Stube 35, Offizier Kriegsgefarigenen Lager. Mainz, Germany, svo vium hans gefist kostur á að skrifa honum, því öllum föngum er ]>að ánægjn mesta, aö fá bréf úr heimaihögum, því slíkra manna eru skemtistundirnar fáar—og smáar. Þi’nn cinlægur, S. Oddleifsson.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.