Heimskringla - 07.11.1918, Blaðsíða 7

Heimskringla - 07.11.1918, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 7. NÓV. 1918 HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA Sígríður Brynjólfsdóttir Indriðason Hún andaðist á miánudagsmorg- uninn l»ann 7. okt., eftir langvarandi sjúkdómsþjáningar, að heirnili sínu, austan við Mountain, í ísienzku bygðinni í Norður Dakota. Hún var var hin imesta tignar og myndar- kona og svipaði mikið f sjón til þeirra írænda sinna. Hún var búin ágætum hæfitegleikum og mann- kostum, eins og bún átti kyn til að rekjia, og hverjum hugljúfi, er he,nni kyntust. Hún .heyrði þeim hópi til, er hingað kom öndverðlega og braut ina ruddu fyrir þeim er síðar komu, en sem óðast eru nú að hverfa, því svo margir eru þeir nú til moldar gengnir. Sigríður var fædd þann 16. janúar 1871 á Skeggstöðum f Svartárdal i Húnaþingi. Foroldrar hennar voru hin alkunn.u sæmdarhjón, Brynjólf- ur Brynjólísson, Magnússonar frá Gilsbakka í Skagafirði, af Skjalda- staða ætt, og kona hans Þórunn ól- aflsdóttir, Bjarnasonar, frá Brenni- borg f Skagafirði, af svonefndri Þverárdalsætt úr Húnaþingi. Bn móðir Þórunnar var Sigrfður Hin- ríksdóttir frá Tunguhálsi í Skaga- firði, systir Hinriks, föður Jóns Mývetninga-skálds, föður Jóns al- þingismamms í Múla. Sigríður var yngst systkina sinna, er voru þessi: Sigríður, gift Sigurði Jónssyni frá Torfufelli í Eyjafirði; bjuggu þau nálægt Mountain, eru nú bæði dáin. Ólafur, biiandi í Willow City, austan við Mouse Riv- er ,bygð f N. Dak., kvæntur hér- lendri konu. Jónas, er heima átti vestur í Oregon ríki, er sfðast frétt- ist. Skapti Brynjólfur, fyrverandi þingmaðtjr Dakota ríkis, kvæntur Gróu Sigurðardóttur frá Manaskál f Húnaþingi; andaðist hann 'hér í bæ þann 21. des. 1914. Björn Stefán, lög- fræðingur í Grand Porks, kvæntur hérlendri konu. Magnús, héraðslög- maður í Oavalier, er andaðist þar i bæ þann 16. júlí 1910, kvæntur Sig- rfði Magnúsdóttur Halldórssonar írá Hrimigsdal í Þingeyjarsýslu. Alfari af íslandi fluttist Sigrfður með foreldrum sínum og syslkinum sumarið 1874. Komu þuu til Kin- mount f Ontario f sept. um haustið og staðnæmdust þar uin veturinn, en vorið eftir íluttust foreldrar hennar og margt fleira íslendinga (alls um 350 manna) til Mooselands hæða 1 Nova Scotiao.g my.nduðu þar fyrstu íslienzku nýlenduna hér í álfu, er nefndist Markland. Þar dvaldi hún með foreldrum sínum unz þau fluittu haustið 1881 til Duluth í Min- nesota og þaðan um vorið til Da- kota og námu land norðaustur af Mountatoi ólzt hún þar upp hjá þeirn til tvítugsaldurs. Barnaskóla- niám stundaði hún þar í bygðinni og að því loknu var hún um tíma við æðra skólanám f Duiuth og svo við rfkisháskólann f Grand Forks. Seint 4 ágústmánuði andaðist móðir hennar, árið 1892. Var hún þá heima enn um nokk- urn tíma. En þann 12. dea. 1896 giftist hún eftirlifandi manni sínum, Kristjáni Indriðasyni Sigurðssomar, þingeyskum að ætt — var Indriði faðir hans náskyldur þeim Krist- jánssonum, séra Benedikt prófasti f Múla og þeim bræðrum. Sfðan hafa þau lengst aí búið á sama stað aust- an við Mountain á föðurleifð Krist- jáns. Þau eignuðust 5 sonu, er allir lifa, og heita: Percival Indriði, Mag- nús Brynjólfur, Skapti Þórarinn, Brynjólíur Kristján, og Stefán. Veikinnar, .er dróg hana til dauða, kendi hún fyrir all-löngu síðan. En með þessu síðastliðna vori elnaði henni veikin svo að hún mátti eigi á fótum vera. Yfir alla banaleguna stundaði tengdasystir hennar, Mrs. S. B. Brynjótfsson, han.a með frá- ENSKAR ÞÝÐINGAR A ISLENZKUM KVÆÐUM I grein þessari, er birtist í Heimskringlu þann 10. f. m., koma fyrir tvær villur, er nokkurri skekkju kunna aS valda. BáSar eru þær í fyrsta erindi í þý<S- ingu kvæðisins “ViS verkalok”. I fyrstu línu fyrsta erindis stendur: “When sunny hills art draped” o. s. frv., en hinsegin átti það að vera: "When sunny hills are draped” o.s.frv. Og aftur í fimtu línu, sama er- indis, stendur : “And When the velvet evening breeze” o.s.frv., en þar átti að vera: “And when the welcome evening breeze” o.s.frv. Síðan grein þessi kom út hafa oss borist tvær þýð- ingar í viðbót, eftir hina sömu konu — Jakobínu Johnson — báðar prýðisvel af hendi leystar. Hin fyrri er á hinu ágæta en alkunna kvæði Dr. Gríms Thomsen, “Landslag” (“Heyrið vella’ á heiðum hveri”) , og er hún á þessa leið: ICELAND’S SONG. By Grímur Thomsen. Hear the geysers in the highlands! Hear the swans among the islands! That is Iceland’s song. Streams through rocky channels sweeping, Falls through narrow gorges leaping: That is Iceland’s song. Song-birds round the shores abounding, Lofty cliff and cave resounding: That is Iceland’s song. Roaring breakers shoreward crashing, Rushing winds like spirits flashing: That is Iceland’s song. Deep within thy bosom's keeping Rest these sounds of nature sleeping:— That is Iceland’s own. Breathes through every great emotion, Joy, or sorrows troubled ocean, » lceland’3. Goftest tone. Siðari þýðingin er af kvæðinu “Rósin”, eftir Guð- mund Guðmundsson — prentuðu erindi við sönglag eftir séra Bjarna Þorsteinsson:— THE ROSE By Guðm. Gúðmundsson. It drooped and it faded, my rose of beauty rare; — The frost-king raged madly. — Then softly bent earthward its blossom sweet and fair And languished so sadly. But God to His bosojjtt the dying flow’r inclining Enwreathed in His ylory the rose-petals shining. Sleep, dear one, in peace, in peace, unbroken peace. Þetta kvæði er efnisminna en hin og mun aðallega hafa ætlað verið til söngs. En eins er frá þýðingunni gengið og á hinum. Þýðingarnar birtum vér þeim til ánægju, er þess kunna helzt að óska: að það sem vel er sagt á ís- lenzku, sé því að eins haft eftir á ensku, eða útlendu máli, að rétt sé með það farið. Og það ætlum vér, að þeir sé margir. R. P. \ bærri alúð og kærleika, svo að hún yfirgaf hana aldrei dag eða nótt. Létti það henni eigi lítið stríðið þungbæra og langa. En öll þessi veikindj bar hún með hinni stökustu stillingu og hug- prýði. Hu.gurtom var jafnan glaður og hress og andinn sívakandi. Dauðanum kveið hún ekki, fremur en hún ha'fði kviðið fyrir lffinu, og hugrakkari hefir enginn stigið hin síðustu spor “sem þrautum er unt að ganga.” Jarðarför hennar fór fram frá heimilto'U þann 11. okt. Ræður fluttu þar heima, séra Páll Sigurðs- son frá Garðar, og séra Rögnv. Pét- ursson frá Winnipeg. Yar Líkið þar næst borið i Félagshúsið á Moun- tain og flutti séra Rögnv. Pétursson þar ræðu. Jarðsett var hún f hinum nýja grafreit Mountainbæjar við hlið síns ástkæra föður, er iþar var lagður nú fyrir tæpum tvelmur ár- um síðam. Dauða hennar svo árla æfinnar munu vinir og ættingjar ávait harma. Með henni er til moldar gongin ein hin mætasta kona ís- lenzk Ihér vestra. Blessuð sé sú minning, hugljúf og threin, er hún eftirskllur í hugum ástvina sinna, ættingja og vina. R. SPARIÐ Caaada þarfnast þess með. Umboðsmenn Heiinskringlu I Canada: Manitoba: Guðm. Magnússon, Árborg, Framnes F. Finnbogason, Árnes og Hnausa Björn Thordarson ..... Beckville Eirlkur Bárðarson........Bifröet og Geysir Sigtryggur Sigvaldaeon___Baldur Thorst. J. Gíslason________Brown og Thornhill Páll Anderson------Cypress Rivei Guðm. Jónsson..........Dog Creek G. J. Oleson___________Glenboro G. J. Oleson..... Skálholt B. Thordarson _____________Gimli Jóhann K. Johneon__________Heela Si*. SigurðBon .... Wpg. Beaeh og Husawick Arni Jónsson_____________Isafold Guðm. Guðmundsson _______Lundar Pétur Bjarnason .. Lillesve, Mark- land, Otto og Vestfold ó. Thorlcifflflon_______Langruth og Wild Oak E. Guftraandflsen______Mary Hill Páll E. Isfeld .. .......... Nes St. O. EMksson.........Oak Vi#w Ingim. Erlendsson______Reykjavfk S. Tliorwaldson.........Riverton Gunnl. Sölvason__________Seikirk A. Johnson ____________.... Sinclair Hallur Hallsson _______Silver Bay Halldór Egilaon .... Swan River Jón Sigurðsson_____________Vidi? Aiigust Jöhnson .... Winnipegosis Sask., Alta. og B. C. Magnús Tait ______________ Antler Hjálmar O. Lopteson.... Bredenbury J. T. Friðriksson.......Dafoe og Kandahar Oskar Olson ........ Churchbridge O. O. Johannaon, Elfros, Sask John J&nusson _______ Foam Lake Jón Jóhannsson ......Holar, Sask. Jónas J. Huniford .... Innisfail, Markerville og Red Deer Jónas Sarason........... Kristnes Bjarni Thordarson.........Leislie John S. Laxdal____________Mozart Snorri Jónsson ........ Tantallon Valgerður Josephson 1466 Argyle Place South Vancouver, B. C. Sparið, til þess að geta keypt “Victory Bonds.” t Bandaríkj'unom: Jóhann, Jóhannsson.........Akra, Cavalier og Hensel Sigurður Johnson__________Bantry og Upham Mrs. M. J. Benedictson Blaine S. M. Breiðfjörð ________ Garóar S. M. Breiðfjörð........Edinburg Elfs Austmann...........Grafton Arni Magnússon___________Hallson Gunnar Kristjánsson_______Milton Col. Paul Johnson....... Mountain G. A. Dalmann _________ Minneota G. A. Dalmann ___________Ivanhoe G. Karveteson ______ Pt. Robertfl Einar H. Johnson____Spaniah Fork -------o------- Enn er þörf fyrir peninga yðar. — Kaupið Victory Bonds. Sönn Sparsemi í mat innifelst í því aS brúka einungis þaS sem gefur mesta næringu — Þér fáið þaS í PURIT9 FL’OUR GOVERNMENT STANDARD WESTERN CANADA FLOUR MILLS C0„ LTD. Winnipeg. Brandon. Calgary. Edmonton. Flour License Nos. 15,16,17,18. Cereal License No. 2-009 HAUST OG VETRAR TheAvenue of Economy Lia ■ KAUPIÐ ÚR EATONS VERÐSKRANNI Þessi JÓL Þetta eru dagar sparseminnar. Ekki aSeins sparsemi í einu efni, heldur og í öllum mogulegum tilfellum. — Færri ónýtar gjafir verSa gefnar um þessi Jól. En nota- drýgri og stæðilegri gjafir verða nú gefnar en áSur hefir tíSkast. Þér munuS strax hugsa til EATON’S VerSskrárinnar, þá kaupa þarf jólagjafir, því aS þar eruS þér vissir aS finna bæSi nothæfar og fagrar og um leiS ódýrar vörur._T>aS eru margir hlutir skráSir í EIATON’S VerSskránni, sem mjög hentugir eru fyrir fjöl- skyldu ySar, og þeir hlutir munu þakksamlega þáSir, og meS endingu sinni og fegurS ávalt minna á gefandann. — Og þaS er þægilegt aS verzla í EATON’S VerSskránni. Postspjald, penni og fáar mínútur er alt og firrir áhygjum og vanda. ReyniS þaS f ár. Ef þér hafiS ekki VerSskrá, þá sendið eftir henni í dag. T. EATON C°L !« LIMITED WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.