Heimskringla


Heimskringla - 22.01.1919, Qupperneq 4

Heimskringla - 22.01.1919, Qupperneq 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 22. JANÚAR 1919* WINNIPEG, MANITOBA, 22. JAN. 1919 Islenzkar listir. Fagrar listir mæla alheimsmáli. Allir geta orðið meir og minna hrifnir af fögrum máiverkum, þótt ekki skilji þeir eitt orð í tungu málarans, er þau hefir gert. Söngiög geta heillað oss og töfrað, þótt ljóð þau, sem iög þessi eru ort við, séu oss óskiljanleg. Útskornar myndir og myndastyttur vekja að- dáun vora, þótt ekki kunnum vér mál út- skurðarmannsins eða myndhöggvarans. Sama er að segja um alt annað, sem gert er af hug- vits-hagleik og list; það mælir alt því máli, sem allar þjóðir skilja, þótt skilningur ein- ataklinganna sé eðlilega á mismunandi stigi. Þannig er mál hinna fögru lista mál ailra þjóða — alheimsmál. Eftir að vér höfum glöggvað oss ögn á þessum sannleika, ætti oss um leið að verða skiljanlegt að íslenzkar listir séu hér engin undantekning. Um íslenzkar listir megi með sanni segja. engu síður en listir annara þjóða, að þær mæli alheimsmáli. Þar af leiðandi ber enga þörf til að kenna annara þjóða mönnum íslenzka tungu, áður þeir geti orðið hrífnir af íslenzkum listaverkum og læri að meta þau. Islenzkar listir tala fyrir sig sjálf- ar á því máli, sem allar mentaðar þjóðir skilja — geta því auglýst sig sjálfar um heim allan, sé þeim eingöngu gefið tækifæri til þess. Er þetta sérstaklega þess vert, að takast dvar- lega til rhugunar af oss Vestur-Islendingum, af þeim ástæðum, er bráðlega verður hér vitið að. Hér vestra hafa Islendingar oft sárlega fundið til þess, hve íslenzkar bókmentir eru lítt kunnar hér í landi, svo maður nefni ekki íslenzkar listir, og hve skamt þekking hér- lendrar þjóðar nái í því, er viðkemur Islandi •g Islendingum. Slíkt er í rauninni mjög afsak- anlegt og eðlilegt, þar sem Islendingar sjálf- k hafa að svo komnu svo litla gangskör gert að því að kynna hérlendri þjóð það dýrmæt- asta og bezta, er þeir hafa í arf tekið frá “eyjunni litlu í úthöfum.” Tilraunir hafa þeir að vísu gert í áttina, sem engar hafa þó haft víðtæk áhrif eða borið tilætlaðan árangur, Enskar þýðingar á íslenzkum Ijóðum, flest- ar að eins birtar í íslenzkum blöðum. hafa, eins og gefur að skilja, ekki náð að festa ræt- «r í enskum bókmentaheimi. Og þó þýðingar Jiessar hafi margar verið vel af hendi Ieystar og tilgangur allra þýðendanna hinn lofsverð- asti, þá hafa sumar þeirra þó verið réttnefnt íéttmeti í samanburði við frumkvæðin. Enda cr yfirgnæfandi örðugleikum bundið að þýða íslenzkt Ijóð á ensku svo vel fari. Til dæmis má þýðandinn hreint ekki sleppa íslenzku höfnðstöfunom og ganga fram hjá slíku sem eánskis verðu. Sérkennileg formfegurð ís- lenzkrar ljóðagerðar verður óefað einna fyrst til þess að vekja eftirtekt annara þjóða. Hugsana-krafti eða kjama íslenzkra ljóða er líætt við þýðendur nái aldrei nógu vel til þess að gera þau sérstaklega aðlaðandi og aðdá- unarverð á öðm máli. En hugsum oss hring- hendu eða aðra fagra rímnahætti vel þýdda • ensku með öllum sérkennum — myndi slíkt eáki líklegt að vekja eftirtekt og jafnvel að- dáun? Vill ekki einhver góður Islendingur ®era tilraun að þýða þannig “Lágnætti” Þor- steins Erlingssonar? Sönn snild verður þó að vera hér með í verki, ef vel á að fara, og vart munu slíkar þýðingar verða margra neðfæri. Frá hvaða hlið, sem málið er athugað, hlýt- «r ölhim að verða betur og betur skiljanlegt, hve stórkostlegum örðugleikum undirorpið er að kunngera þjóð þessa lands svo sérkenni kJenzkra bókmenta, að hægt sé að segja þær bér metnar að maklegleikum. Það er það frumlega í skáldskapnum, sem mesta eftir- tekt vekur, og glati íslenzk ljóð sínum frum- legu sérkennum í þýðingunum, eru þau ekki Mkleg að hafa nein veruleg áhrif á hugi og Iförtu enskrar þjóðar. Ritgerðir í enskiim Uöðum og tímaritum, þar brugðið væri sem Uörtustu ljósi yfir íslenzkar bókmentir að i fornu og nýju, yrðu óefað langt um áhrifa- meiri. En vestur-íslenzkir mentamenn hafa að svo komnu sáralítið gefið sig við slíku, af hvaða orsökum. sem slíkt áhugaleysi er sprottið. Engir skyldu samt örvænta eða uppgefast, því ef til vill er til einhver önnur leið í sömu átt, sem ögn er auðrataðri. Það er óneitan- lega stærstu örðugleikinn bundið, að kenna hérlendri þjóð að meta til fulls íslenzkar bók- mentir, en þetta á sér þó engan veginn stað, hvað snertir íslenzkar listir. Listaverkin ís- lenzku, hverrar tegundar, sem þau eru, mæla því alheimsmáli, sem allar þjóðir skilja, bæði þessa iands þjóð og aðrar þjóðir. — Hví þá ekki að láta íslenzkar listir tala fyrir íslenzka þjóð hér í landi ? Vér eigum ekki völ á neinu öðru, sem frekar myndi leiða athygli hér- lendra manna að Islandi og Islendingum. Með því að koma á fót íslenzkri deild við listasafn einhverrar af stórborgum landsins fáum vér óefað dregið hér alment athygli að íslenzkri þjóð og séreignum hennar, og um Ieið höfum vér reist íslenzkum listum hér þann minnisvarða, sem standa hlýtur um ó- komnar aldir — sem vottur þess skerfs. er kynstofninn íslenzki hafi lagt til þjóðmyndun- ar þessa lands. Listasöfn stórborganna eru daglega heimsótt af ferðafólki úr öllum stöð- um landsins; liggur því í augum uppi, að ís- lenzk deild við eitthvert stórborgar listasafn myndi reynast hinn heppilegasti miðill til þess að vekja hér eftirtekt á íslenzkri þjóð og Is- landi. Listaverkin ísienzku, sem þar væru til sýnis og sem nóg er til af íslenzkum lista- mönnum til þess að framleiða, myndu þar tala fyrir sig sjálf og hafa bæði mikil og víð- tæk áhrif. Síðast liðið sumar birti Heimskringla mynd af Emile Walters, íslenzkum listamanni í Bandaríkjunum, og var frá því skýrt um leið, að þá fyrir skömmu hefði hann hlotið fyrstu verðlaun fyrir málverk á myndasýningu í Chicago. Herra Walters var nýlega hér staddur og á meðan hann dvaldi hér í Winni- peg, hreyfði hann þeirri tillögu við öll ís- lenzku blöðin og ýmsa málsmetandi menn hér, að Vestur-Islendingar ættu að gangast fyrir því, að geta komið á fót íslenzkri derld við hið fyrirhugaða listasafn hér í Winnipeg. Kvað hann Winnipegborg þá miðstöð, að enginn þyrfti að efa, að hér verði stofnað stórt og fullkomið listasafn — og að eiga þar íslenzka deild geti ekki orðið annað en ó- metanlegur gróði fyrir íslenzka þjóð. Þessu til sönnunar benti hann á ýms þau atriði, sem hér hafa þegar verið tekin fram. Áhugi hans fyrir þessu er hinn hrósverðasti og vafalaust mun hann leggja fram ítrustu krafta slíku fyr- irtæki til styrktar. Hér er verkefni fyrir hið væntanlega þjóð- ernisfélag Vestur-Islendinga. Margir hafa látið þá skoðun í ljós. að fé- lagið yrði að hafa eitthvert fastákveðið verk- svið til að geta þrifist. Annars verði örlög þess óhjákvæmilega þau sömu og þjóðernis- félaga þeirra, er Islendingar mynduðu hér í liðinni tíð, og sem öll urðu að engu sökum þess þau lögðu sér engan varanlegan grund- vöil með verklegum framkvæmdum af neinu tagi. Félög þessi voru mynduð, Scimdar glymjandi stefnuskrár og töluvert fé lagt fram svo náðu framkvæmdirnar sjaldan mik- ið lengra. Ekki var því von að vel færi. Ef hið fyrirhugaða þjóðernisfélag Vestur- Islendinga kemst á laggir, sem nokkurn veg- inn er áreiðanlegt, þá má það ekki fara sömu leiðina og þessi “mishepnuðu” félög liðinnar tíðar. Trl að fyrirbyggja slíkt verður félag- ið tafarlaust að hefja einhverjar verklegar j framkvæmdir, sem að gagni megi koma og leggja sér um leið einhvern þann grundvöll, er verið geti meðlimum þess sí-lifandi hvatn- 1 ing til áframhaldandi starfsemi. Hvaða j gagnlegri eða heppilegri framkvæmdir gæti ; félagið haft með höndum til að byrja með, en takast á hendur að koma á fót íslenzkri deild við hið væntanlega listasafn hér í Winnipeg? Og hví ekki að fara lengra og láta deild þessa vera minnisvarða vorn eftir fallna ís- lenzka hermenn í stríðinu? Fegurri minnis- I varði yrði þeim ekki reistur og slík deild myndi kosta stórum mun minna en mynda- stytta og hafa víðtækari og meiri áhrif. Myndastytta eftir Einar Jónsson, hæfilega stór til þess að geta staðið í slíku listasafni, myndi njóta sín betur en stærri myndastytta , úti undir berum himni. Hvað finst lesend- i unum? Vilja ekki einhverjir birta álit sitt sessu viðkomamdi? Tii eru ef til vill einhverjir vantrúaðir á að hægt verði að gera þetta íslenzka lista- safn svo vel úr garði, að það næði að bera tilætiaðan árangur. Þeirri vantrú þarf að út- rýma sem fyrst. Vér eigum nú uppi þá lista- menn- sem íslenzka þjóðin sannarlega má vera stolt af og sem stöðugt fá meiri og meiri viðurkenningu. Einar Jónsson, Ríkarður Jónsson, Stefán Eiríksson, Ásgrímur Jónsson og fleiri, eru allir þess megnugir að framleiða þau listaverk, sem hverju listasafni væri til stærstu prýði og íslenzkri þjóð til hins mesta sóma. Hér vestra eru íslenzkir listamenn ekki eins Iangt komnir, en ugglaust myndu þó mál- verk eftir Emile Walters, Friðrik Sveinsson, Þ. Þ. Þorsteinsson, Karl Thorson og fleiri vera fullboðleg hvaða listasafni sem væri. Til íslenzku deildarinnar við listasafnið hér mætti safna margvíslegum munum, gerðum af íslenzkri list að fornu og nýju. Og þegar tekið er tii greina hve fyrirtæki þetta er þýð- ingarmikið, ætti öllum, bæði listamönnum ís- lenzkum og öðrum, að vera ljúft að styðja það af alhug og kappi. Tíu rófna rökfræði. Voraldar ritstjórinn er nú eins og tekinn að vakna til meðvitundar um það, að hann verði ögn að reyna að hugsa og megi ekki með öllu slá slöku við rökfræði. Áður var honum einna gjarnast að tala hugsunarlaust út í loftið og láta Öll rök eiga sig, en er nú eins og farinn að skilja, að slíkt sé áhrifalítið, þegar til lengdar lætur. Snýr hann því alveg “við blaðinu” og tekur í fyrsta sinni á æfinni að röldeiða mál sitt. Röksemdaleiðslu sína byrjar hann á ketti. Enginn köttur hefir níu rófur, þess vegna hef- ir kötturinn hans “A” tíu rófur, af því hann hefir einni rófu meira en enginn köttur. Dá- samleg byrjun! Að sjálfsögðu munu margir af lesendum Voraldar hugfangnir verða yfir þeirri afburða rökgáfu, er hér komi í ljós. Eigi er þó með öllu ómögulegt einhver stingi því að Voraldar ritstjóranum, að hann ætti að hafa þenna einkennilega kött einhvers- staðar til sýnis, svo fólki gæfist kostur á að telja rófur hans og ganga úr skugga um hvað þær séu margar. Þegar um annað eins “náttúru-afbrigði” er að ræða og kött þann, sem Voröld hefir nú sagt frá, þá liggur við að rökfræðin eintóm komi að Iitlu gagni. Og nú er ritstjóra Voraldar svo brugðið, að hann játar fúslega að sú stjórn, þar ein stétt landsins hafi öll æðstu völd, sé einveldi. Virðist því svo, sem hann sé algerlega horf- inn af þeirri skoðun, að verkafólkið eigi öllu að ráða og mun mörgum koma sú stefnu- breyting hans all-einkennilega fyrir sjónir. Til þess frekar að sýna listfengi sitt við rök- fræðina. fer hann svo lengra út í sakirnar — og kemst á endanum að þeirri niðurstöðu, að “lýðveldi” og “einveldi” sé það sama! ! En þó hann sé nú orðinn svo stálharður í rökfræðinni, stendur hann samt alveg ráð- þrota þegar til kastanna kemur að réttlæta greinarmun, sem hann var að reyna að gera á stefnu Rogers og Telegram blaðsins. — Eina úrræði hans í þeim átakanlegu kröggum verður svo það, að láta Rogers detta úr sög- unni og Borden koma í staðinn og um leið reyna að telja fólki trú um, að frá því fyrsta hafi hann átt við “Borden og Telegram” (þó honum yrði það óvart, að viðhafa nafn Rogers). Hvílík röksnild! «4 Minnisvarða-málið. Almennur fundur var haldinn hér í Good- templara salnum þann 14. þessa mánaðar til þess að ræða á hvaða hátt föllnum íslenzkum hermönnum í stríðinu verði reistur sem bezt- ur minnisvarði. — Eins og lesendunum er kunnugt, hefir séra B. B. Jónsson gefið eitt hundrað tuttugu og fimm dollara sem byrjun að samskotum í sjóð, er svo skuli varið til þess að koma upp sæmilegu minnismerki yfir fallna íslenzka hermenn. Eftirfylgjandi bréf var lesið frá honum á fundinum, sem skýrir sig sjálft: Winnipeg, Man., 25. júní 1918. Hon. Thomas H. Johnson, og Dr. B. J. Brandson. KeeTU vinir! Hér með afhendi eg ykkur peninga. að upphæð eitt hundrað tuttugu og fimm doll- ars, og bið ykkur að vera forráðendur (Trustees) þessa sjóðs, sem skal vera byrjun á samskotum í almennan sjóð, er safnað skal til meðal Islendinga í Ameríku, án tillits til flokka eða félaga, sem nokkur önnur mál hafa að öðru leyti en því, sem einstök félög gefa í sjóðinn á sama hátt og einstaklingar. —Sjóð þessum skal varið til þess eins, að koma upp sæmilegu minnismerki yfir þá her- menn íslenzka eða af íslenzkum ættum, sem leggja lífið í sölurnar, hvort heldur er í her Canada eða Bandarfkjanna, fyrir föðurland og frelsi, í styrjöldinni miklu, sem nú er háð. —Vonast eg svo góðs til ykkar, að þið komið máli þessu á framfæri. er ástæður leyfa. Vinsamlegast, Bjöm B. Jónsson. Þrjár eftirfarandi tillögur voru gerðar í málinu og séunþyktar: Tillaga Dr. B. J. Brandsons: “Þessi fundur skoðar það sem sjálfsagða skyldu allra Islendinga í þessari heimsálfu, að leggja sitt fram til þess að viðeigandi minnis- varði sé reistur til handa þeim mönnum af íslenzku bergi brotn- um, sem létu Iífið í þjónustu þess dýrmæta og réttláta málefnis, sem bandaþjóðirnar börðust fyrir í hinu mikla stríði, sem nú hefir ver- ið leitt til sigursælla lykta.” Tillaga séra B. B. Jónssonar: “Fundurinn kýs níu menn, sem framkvæmdarnefnd, er sé byrjun til miðstjórnar fyrirtækisins. Skulu þeir setja sig í samband við allar bygðir Islendinga í Vestur- heimi, og fá til aðstoðar starfs- nefnd í hverri bygð, og skal hver starfsnefnd í bygðunum kjósa úr sínum hópi menn í miðstjórnina, jafn marga og miðstjórnin tiltekur. Miðstjórnina skal þegar löggilda ís. Tillaga Arngríms Johnsonar: “Fundurinn lýsir yfir þeirri ósk til forstöðunefndarinnar, að hún snúi sér fyrst til Einars Jónssonar viðvíkjandi fyrirhuguðum varða.” minnis- Hnútum skilað. Eftir Jón Einarsson. Hann hlýtur a8 hafa verið æSi lasinn í lífinu, hann kunningi minn gamli, herra SigurSur Magnússon, undanfaranrli. Hann virSist hafa legusár á hnútunum og sendir þær hálf-nagaSar rétt hvert sem loftiS vill bera þær. Eitt a'f slíku góS- gæti sendir hann mér í ‘‘Heims- kringlu” af 8. þ.m. og ætla eg, ‘‘meS leyfi”, aS nota skeytiS sem texta aS fáeinum ávarpsorSum til þess er skaut. Satt aS segja kom mér þetta greinarkorn mjög á óvart úr þess- ari átt. Bar margt til þess og skal hér sums þess getiS. Herra S. M. er hálærSur maSur fyrir löngu, og helfir aS auki viS skólanámiS all-Ianga námsleiS í skóla lífsins. Ef mig minnir rétt, þá er 'hann guSfræSis stúdent eSa kandídat. En slíkt er í sjálfu sér og skólanám alt sumum einskis virSi aS öSru en því leyti, aS nám- iS, meS þess vöktu hugsunarefn- um, verSur pundinu meira í lífs- byrSinni. Mér er aS eins lítiS kunn lífs- leiS herra S. M., hefi alla tíS haft þann hug, og hefi enn, til hans, aS öf honum hefSi auSnast aS taka aSra lífsstefnu, en raun varS á, þá IhöfSi hann getaS orSiS aS enn meiri notum ‘fyTÍr samferSafólk sitt á leiSinni yfir aS ‘hafinu ó- þekta. Sem sagt, hefi eg, honum óafvitandi, töluvert aumkaS hann fyrir einstæSingsskapinn og ®am- fylgdarleysiS í völundarhúsi til- verunnar héma. ÞaS er svo erfitt aS finna þægustu leiSina út. Samt sem áSur get eg ekki annaS en látiS mig nokkru skifta orS hans í minn garS á netndum staS, og vona aS geta skili'ö svo viS garS- ana í Gröf, aS herra S. ekki meiri óvinur minn en en ef til vill skilji, aS sjálfur hann hafi flýtt sér meira aS skrif^ þessi orS, en aS grunda rök þeim til kjölfestu. ÞaS hafa svo mörg hórn og ill þjakaS þessum kunn- | ingja okkar, aS nóg eru honum þau, þótt ekki fari eg aS bölvast út af þessum miskilningi, sem mér finst honum hafa orSiS á. Herra S. M. hjyggur, aS til- gangur minn meS ritdóminum um "Stiklur” hafi ekki veriS sá einn, aS senda höf. þeirra hnútur, 'heldur jafnframt, eSa öllu 'heldur, aS sýna yfirburSa þekkingu mína og 'hvaS eg hefSi lesiS um dul- ræn efni. Eg hygg, aS eg geti hér bent S. M. á þaS, sem nann veit eins vel og eg, en hefir ekki gætt aS, n.l. þetta: Höfundur, se^ ritar um einhver efni, sem þýSingu hafa, og ekki sízt dulræn efni, sem engir hafa enn þekt til fulls, sýnir ekki, aS hann treysti “yfirburSa þekk- ingu” sjálfs sín mest, ef hann vitnar til annara höf. til staSfestu framsettri skoSun. MeS öSrum orSum: hann varpar vegsemdinni yfir á höfundana þá, en kemur sjálfum sér aS sem boSbera þeirra aS eins. Þótt h rra S. M. væri ó- lærSur maSur gæti hann fljótt séS þetta, ef hann hífSi aS eins tíma DODDS NÝRNA PILLUR, góóas fyrir allakonar nýrnaveiki. Laekna. gigt, bakverk og sykurveikL Dodd’* Kidniey Pilis, 50c. askjan, sex öskj- ur fyrir $2.50, hjá ölium lyfsöluin eða frá Dodd’s Medicine Go., Ltd, Toronto, Ont. til aS 'hugsa þaS. Og enn fremur má drepa á þaS í bróSerni, aS yf- irlætisins eSa sjálfsálitsins, eftir orSunum aS dæma, gætir meira hjá thonum sjálfum í iþessu efni, en mér; og hvernig? Blátt áfram og mjög einfalt svona: Hann leggur dóm á bók, réttan eSa ramgan (viS sleppum því), og færir eng- samkvæmt lögum Manitoba fylk- jn™k, ekki eitt emastadæmiúr bokmm dominum trl gildis. Allir ættu aS vita, aS herra S. M. er lærSur maSur, þeldkir og dæmir allt rétt. Hví skyldi þurfa dæmi eSur rök, og tilvrtnanir til annara höfunda um þaS, þegar allir þekkja þessa kosti mannsins? En þaS er langt frá, aS eg haldi aS höf. hafi hugsaS þannig. Eg held aS eins aS hann haifi ekki hugsaS máliS í svipinn, og svo hefir setiS í honum ef tíl vill gor- geirs- og hrokadómimnn “frá Laxanesi”, sem kom út í Lögbergi fyrir löngu. Okkur ‘haattir svo viS öllum, aS leyfa utan ao öflum aS buga okkaT innra kraft; hugs- anir annara, fagrar eSa ófagrar, sannar og einkum ósannar, svo aS eigin hyggjuvit er hrakiS í lama- sess út í “sikammarkrók” vors innra manns. Á hinn bóginn get eg ekki séS, aS neinn hafi ástæSu til aS vera hreykinn, hvorki af skólanámi né lestri þessara fáu bóka, er eg vitnaSi til Þetta eru 'flest mjög alþýSlegar bækur og tvær þeirm bjóst eg viS aS flestir Islendingar eystra gætu lesiS. Eg hugsa, en veit þó eklki, aS þær séu tíl á döroðku og sænsku. Annar höf. er nefnilega danskur (Carl Sextus), en hinn sænskur (Bjöm'ström). M. verSi fklki veriS áSur, Og báSar eru bækumar þess virSi aS þeir lesi, sem ekki finna sjálfir aS ‘þeir viti þegar alt, sem ‘hægt er aS vita um efnin. En þaS veit og herra S. M., aS lestur hinna yngri og betri ifræSa er ek'ki æ sjálfsagSur til aS leiSa mann í allan sannleika. Þvert á móti verSur þaS oftar til þess, aS hugsandi maSur finnur því betur hve “lífiS er stutt en mentin löng”, "hve skilningur mannsins flýgur lágt og Ifkt fuglinum væng- lamaSa.” Einkenni hinnar dýpstu þek/kingar, sem viS mennimir höf- um náS haldi á enn em þau, aS þeir finna aS ígmndanir þeirra og yfirveganir em lítilsverSar, en aS eins inngangur til vaxandi, kom- andi fræSa í þessu lffi—eSa hinu. Eg hefi ekki þörf né tíma til atS ræSa þetta í fleiri áttir hér, og sé mjög eftir því, ef herra S. M. finnur sig meiddan af þessum fát* athugasemdum. ÞaS var ekki tíl- gangurinn, og eg veit upp á hár, aS hans tilgangur hefir heldur sá, aS ergja mig né kvelja, en þaS er þessi “kend”, sem hefir ef til vill gert hann kend- an og ráSiS úrslitum. Illa og óþarflega held eg þaS hafi veriS ráSiS, aS hreyfa í þessu máli nokkurri slettu úr nokkurri átt til herra Lárusar GuSmunds- sonar. Lárus hefir margt ritaS, sem hvor okkar S. M. hefSum ver- iS fullsæmdir af aS vera höfund- ar aS og margir okkur meiri menn. Vitanlega kemur mér eldki viS hinn ritdómurinn, sem herra S. M. minnist á, um “Drotninguna í Álf- geirsborg.” Eg hefi ekki séS þá bók. En einkennilega ber þessum ritdómi saman v‘S IjóSdóm, er eg reit fyrir nokkru síSan um kvæSi eftir sama höfund. "Ef til vill og ef til vill ekki” hefi eg og hinn dómarinn vit á því efni, er ví?S höfum leyft okkur aS lesa og hafa etthvert álit á. Þegar mennimir em komnir fram yfir allan misskilning og all- ir orSnir á eitt sáttír um dulræn efni, verSum viS herra S. M. og fleiri líklega búnir aS “dáliggja” nokkuS lengi. En ilt er þaS, ef skildar eSur misframsettar skoS- anir verSa aS Katurs efni milli málsaSila, sem báSir bafa jafnan rétt tfl aS hugsa og fálma út í auSnina eftir síSasta stráinu, setn bjarga mætti. Eg enda svo þessar línur meS þeirri innilegu ósk tíl herra S. M.,

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.