Heimskringla - 12.02.1919, Blaðsíða 1

Heimskringla - 12.02.1919, Blaðsíða 1
Opið á'kveldin til kl. 8.30 Þ»gar Tennur Þurfa ASgeríSar SjáitS mig DR. C. C. JEFFREY “Hinn varkári tanníæknir” Cor. Logan Ave. off Muln St. XXXIII. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 12. FEBROAR 1919 NÚMER 21 Hraustur Drengur Hníginn. Einn af þeim mörgu, sem líf sit létu í her Bandaríkjanna af völdum spönsku veikinnar, var Sigurjón Benedikt Sigfús- son, sem dó í Camp Custer 12. október síöastliöinn. Hafði hann fyrst fundið til lasleika við heræfingar 8. október, en dó að fjórum dögum liðnum. Var líkið flutt til Mountain, N. D., og jarðsungið af séra K. K. Ólafssyni 19. sama mánaöar, og var mannfjöldinn, sem fylgdi honum til grafar, vottur þess, hve mikill missir var að fráfalli hans, ekki að eins vandamönnum, heldur og öllum, sem þektu hann í lifanda lífi. Benedikt sálugi innritaðist í herinn á síðastliðnu sumri, í stórskotalið í Camp Custer. Má marka af bréfi því, sem fylg- ir, frá yfirmanni deildarinnar, í hve miklu áliti hann var hald- inn meðal herbræðra hans: "Vér, liðsmenn og yfirmenn deildarinnar, vottum yður hér- með innilegustu samhygð í þeim mikla missi, sem þér hafið hlotið við fráfall sonar yðar. "Meðan hann var í þjónustu þjóðarinnar, reyndist hann að vera góður hermaður og trúr öllum skyldum. Við fráfall hans misti deildin einn af sínum beztu mönnum. Tðar einlægur, C. S. NICCOND, Capt. 40th F. A., Com’dg. I Benedikt var fæddur á Mountain 31. marz 1893, og var því að eins 26 ára, er hann lézt.. Var hann sonur hjónanna Sig- urjóns Sigfússonar (Jónssonar) frá Syðra Krossanesi við Eyja- fjörð, og Sigríðar Sólrúnar Jónsdóttur, frá Stóra-Núpí í Mið- firði í Húnavatnssýslu. Ólst hann upp í heimahögum þar til hann gekk í herinn. — Auk foreldranna lifa til að syrgja hann þrjú systkini: Sigfús Ingibjörn, nú með hersveitum Banda- ríkja á Þýzkalandi; Sigurlína, kona Björns S. Björnssonar í Mountain-bygð; Ingibjörg, yngst systkinanna, og hálfbróðir, Jón Sigmundsson, bifreiðarstjóri í Reykjavík. Benedikt sálugi var hið mesta mannsefni, kraftamaður og hraustmenni, fjölhæfur, hagur á tré og járn, og hafði enda fengist mikið við að stýra og lagfæra vélar, þar sem hagleiks og kunnáttu var krafist. Má með sanni segja, að hinn látni hafi verið hvers manns hugljúfi, er á vegi hans varð. Eins og vinur hans einn, sem á hann mintist opinberlega, var hann “stiltur og vingjarnlegur í allri framkomu, ljúfur og hjartagóður, og tryggur sem tröll öllum vinum sínum, mjög greiðvikinn við alla, boðinn og bú- inn til að þóknast öllum, er hann hafði viðskifti við. 1 einu orði sagt, hið mesta ljúfmennL Sakna hans allir, sem til hans þektu.” Víð útförina flutti einn vina hans kvæði það sem fylgir: Á haustnóttu fölna blómin blíðu, blikna og falla í jarðar skaut. Grænu laufin og grösin fríðu ganga einneigin sömu braut. Alt, sem að lifir hér í heim, hlýðir ósjálfrátt lögum þeim. Nýgræðings eik sem fjólur falla og fölna margoft á einni nótt. Þau lög eru fyrir einn og alla, að eignast líf, sem að hverfur skjótt. Alt, sem að lifir í heimi hér, sem hverfandi geisli aftur fer. Þú varst, Benedikt, bróðir kæri, blómið eitt fagra í vorri sveit. Það huga vorn og hjörtu særir, að hulinn ert þú f grafarreit. Alt eins og blómstrið eina vér umí augnablik nokkur dveljum hér. Við kveðjum þig, Ben, með beiskum tárum; burtn þig leiddi æðri hönd; harmþrungin við með hjartasárum horfum í trú á aðra strönd, þar sem að vonum þig að sjá, og þér um eilffð að vera hjá. SIGURJÓN BENEDIKT SIGFUSSON Almennar frjettir. Hinir árlegu Bonspiel leikir eru nú fcyrjaSir hér í Winnipeg og atS vanda er búist viS imikiS verSi um dýrSir á meðan þeir standa yfir. Fólk er þegar tekiS aS þyrpast aS úr öllum áttum og á mánudags- kvöldiS var sérstök viShöfn í Orpíheum leikhúsinu hér til þess aS bjóSa Bonspiel gesti alla vel- komna, sem þá voru komnir. Til- tölulega fáir eru þó enn komnir af öllum þeim fjölda, sem vafalaust mun nú/ heimsaekja Winnipeg. Bonspiel leikirnir standa yfir frá 10. til 21. þ.m. Hon. T. H. Johnson, dómsmála ráSherra Manitoba fylkis, lagSi af staS vestur aS hafi á laugardag- inn var. För þessa fer hann sér til heilsubótar og samikvaamt laeknis- ráSi. Er ferS hans heitiS til Vict- oria og dvelur hann vestra um sex vikna tíma. VopnaSir þjófar brutust inn í stórbanka einn í Minneapolis þann 10. þ.m. og klófestu þar um $25,000 í peningum og ríkis- skuldabréfum. SkeSi þetta ulm hábjartan daginn, um morguninn skömmu áSur en bankinn var opn- aSur og gegnir mestu furSu, aS þjófum þessum skyldi hepnast aS sleppa. Ekki hafa þeir náSst e • síSast fréttist. Nýkomnar skýrslur segja verk- legar umibfaetur miklar í vændum á stjórnarbrautunum — Canadian National Railways—og muni þær veita atvinnu frá fimtán til tuttugu þúsund starfsmönnum. Fyrir'hug- aS er aS lagSir verSi nýir brauta- kaflar hér og þar og ýmsar endur- bætur gerSar á gömlu brautunum. AUsherjar verkfall hófst í borg- inni Seattle þann 6. þ.m. orsökin til þess var sú, aS um 30,000 skipasmiSir og verkamenn gerSu verkfall og sem þegar leiddi til ó- tal samhygSar verkfalla. ÁSur langt leiS var allur iSnaSur borg- arinnar teptur aS heita mátti, spor vagnar hættir aS ganga og frétta- blöSin, aS meStöldum vefka- manna blöSunum, urSu aS hætta aS koma út. Rafljósa starfsmenn og gcisstöSva tóku þátt í verkfall- inu og var borgin því í myrkri — öll vanaleg þægindi horfin veg allrar veraldar. Borgarstjórinn, Hanson aS nafni, hefir gengiS mjög rösklega fram í aS viShalda lögum og reglu í borginni og segja fréttimar hann þegar hafa stórum aukiS lögregluliS borgarinnar til þess aS vera viS öllu búinn. ISn- félögunum virSist einnig hafa ver- iS hugleikiS aS alt gæti fariS friS- samlega fram og mynduSu sjálf lögregluliS meS því markmiSi. Einnig gengust iSnfélögin fyrir matsölu hér og þar í borginni og bar sú fyrirhyggjusemi þeirra hinn bezta árangur. — Þegar þetta er ritaS segja fréttirnar fult útlit þess aS verkfalla ófögnuSur þessi sé bráSum á enda. Fjöldi verkfalls- manna hafa þegar tekiS til starfa aftur og slíkt haft þær afleiSingar, aS leiStogar 1 30 iSnfélaga í borg- inni hafa samþykt aS segja alls- herjar verkfalli slitiS. Félag heimkominna hermanna (Veterans’ Association) í Van- couver hefir stigiS öflugt spor aS bæla niSur hreyfingar “Bolshe- vista” þar í borg. Á fjölmennum fundi þessa félags, sem haldinn var síSustu viku, var eftirfylgjandi yfirlýsrng samþykt í einu hljóSi: “Félag vort krefst aS sam- bandstjórn Canada gangist tafar- laust fyrir burtflutningi allra út- lendinga hér í Canada, sem Bol- sheviki hreyfingunni fylgja, og aS þeir séu sem fyrst sendir til heima- landa sinna; en þeir áhangendur slíkar hreyfingar, sem brezkri þjóS tilheyra, séu settir í varShald og borgara réttindi af þeim tekin.” Mörgum mun finnast all-djúpt tekiS í árinni meS yfirlýsingu þess- ari. En taka verSur til greina, aS eina úrræSiS í mörgum tilfellum er aS hart mæti hörSu. Áhang- endur Bolsheviki kenninganna svo nefndu viShafa víSast hvar, þar þeir ögn komast á laggir, alt þaS ofbeldi er þeir sjá sér fært. Þann- ig er saga 'þeirra á Rússlandi og| mun saga sú endurtaka sig hér í Canada, nái þeir hér nokkrum uppgangi. — Sannir umbótamenn, er umbætur allar vilja byggja á á- byggilegum gTundvelli, gætilegum rökum og viti, eru ekki áhangend- ur slíkra öfga--- og ofbeldiskenn- inga. Kvartanir hafa borist 9tjóminni í Ottawa lim þaS, aS óhlutvandir menn í austur Canada, sérstaklega í Quebec, reyni aS leiSa heimkom- andi hermenn á glapstigu bæSi meS veitingu óhollra vínfanga og á annan hátt. ------o----- Friðarþingið. Engin alvarleg sundrung hefir aS svo komnu gert vart viS sig á friS- arþinginu, því þótt ágreiningur hafi átt sér staS í sambandi viS ýms þau mál, er þingiS hefir úm fjallaS, hefir slíkt ekki leitt til neinnar gremju eSa ósamkomu- lags. Einna örSugast mun ganga aS semja um landamærakröfur hinna ýmsu ríkja. SíSustu viku var kosin nefnd til þess aS athuga ifrá öllum hliSum kröfur Grikk- lands, eSa eSa “Grikklands hins nýja" eins og þaS land er nú nefnt í fréttunum, og var Sir Robert Borden einn af brezku fulltrúun- um í þeirri nefnd. Svo virSist, sem Grikkland sé all-heimtufrekt, vill fá allan suSurhluta Albaníu, sem nú tilheyrir Bulgaríu og einnig stóra sneiS af Litlu-Asíu. Sömu- leiSis á sér staS ágreiningur milli Grikklands og ltalíu út af “Epirus og Dodocamese” eyjunum, en haldiS er aS milligöngunefndin fái þó leitt ágreining þann til heppi- legra lykta fyrir báSa málsparta. Engan veginn er slíkt þó fullvíst aS svo komnu. AlþjóSa-bandalags nefndin, er skipuS var af friSarþinginu fyrir nokkru síSan, hefir nú aflokiS starfi sínu og verSa tillögur henn- ar lagSar fyrir aSalþingiS innan skamms. Útdráttur úr nefndar til- lögum þessum í sambandi viS stofnun alþjóSa-bandalags hefir veriS birtur í blöSunum og hljóS- ar í stuttu máli sem fylgir: Tvens- konar stofnunar fyrirkomulag er tekiS fram, hvorttveggja bygt á tillögum hinna ýmsu þjóSa, Bandaríkjanna, Brezka ríkisins, Frakklands og ltalíu. Fyrra fyrir- komulagiS er, aS alþjóSa sam- bandiS saman standi af tveimur aSal-deildum: Lögjafar-deild, þar allar þjóSir eigi jafn-marga full- trúa, viS sameiginleg ákvæSi og réttindi, og framkvæmdar-deild, þar stórveldin, Bandaríkin, Brezka ríkiS, Frakkland, ltalía og Japan, eigi tvo fulkrúa hveTt, en smærri þjóSir níu fulltrúa allar til samans. j VerSa í þeirri deild I 9 meSIimir í alt, tíu fulltrúar stórveldanna og níu frá hinum smærri þjóSum. GerSardómi í þrætulmálum þjóSa á miHi sé þannig hagaS, aS þær tvær þjóSir, sem ágreiningsefniS er mitli, kjósi hvor um sig einn gerSar-fulltrúa, og fulltrúar þeir kjósi svo þann 'þriSja. Þessir full- trúar myndi svo þann dómstól, er þrætumáliS eSa málin, leiSi til lykta. SíSara fyrirkomulagiS er fyrra 'fyrirkomulagiS, breytt samkvæmt tillögum og tilmælum úr ýmsum áttum. Löggj afar-deildin er sú sama, en 'framkvæmdar-deildinni hefir veriS þannig breytt, aS meS- limir hennar samanstandi aSallega afulltrúum stórveldanna; smærri þjóSirnar eigi þar aS eins fulltrúa, þegar sérstök þörf slíks ber und- ir. GerSar-dómstól fyrra fyrir- komulagsins er algerlega breytt og í hans staS lagt til, aS stórveldin ein tilskipi umboSsnefndir, er ráSi til lykta þrætumáliím öllum þjóSa á milli. Ekki eru talin lík- indi til, aS síSara fyrirkomulagiS nái mik'lum vinsœldum frá hálfu hinna smærri þjóSa og þar af leiS- andi haldiS þaS muni felt verSa • á þinginu. ------o------ Um ávarpið. Þrjátíu manna nefndin, kosin meSal annars, eins og ísl. blöSin hér hafa skýrt 'frá, til þess aS semja ávarp til íslenzku bygS- anna og gangast fyrir útsendingu þess, hefir starfaS all-kappsam- lega og reynt af fremsta megni aS hrinda í fraimkvæmd þeim verk- um er henni voru falin. VerSuT vonandi svo frá henni sagt í hér- lendum ísl. annálum, aS hún hafi veriS bæSi stór vexti og stór- virk. ÁvarpiS ofangreinda hefir nú veriS samiS, prentaS og sent út — er nú á leiSinni til allra ís- lenzkra bygSa og annara staSa þar Islendingar búa, bæSi í Can- ada og Bandaríkjunum. Sömu- leiSis er þaS birt í íslenzku Winni- peg blöSunum þessa viku og gefst öllum lesendum þessara blaSa þar kostur á aS sjá þaS og kynnast efni 'þess. Nú er áríSandi, aS undirtektir bygSarmanna verSi góSar Og þeir geri sitt ítrasta aS verSa viS þeim tilrpælum, sem hreyft er í ávarp- inu. VelferS þessa þýSingax- mikla fyrirtaekis er í veSi, sé ekki aS því unniS meS óþreytandi kappi og áhuga. Margar höndur vinna létt verk og hallist Vestur- Islendingar allir á sömu sveif, geta þeir afkastaS miklu og þar af leiS- andi engin ástæSa til aS halda, aS stofnun hins fyrirhugaSa allsherj- ar þjóSræknisfélags muni reynast þeim ofurefli. SanniS slíkt í verk- inu, lslendingar! Skýringar allar felast í ávarp- inu sjál'fu og væri aS eins óþarfa málalenging aS reyna hér nokkru viS þær aS bæta. — Úrslit funda þeirra, sem nú verSur vonandi stofnaS til af lslendmgum víSs- vegar hér í álfu, og aSrar tilkynn- ingar sendist skrifara ofangreindr- ar nefndar, séra GuSmundi Áma- syni, 671 Maryland st., Winni- pæg, Man. Á síSasta fundi nefndarinnar var samþýkt, aS hinn almenni fundur hér í Winnipeg, sem um ræSir í ávarpinu, skuli haldinn á þriSjudaginn 25. marz næstkom- andi. Var haldiS, aS dagur þessi myndi alment skoSast heppilega valinn, þar sem vorannir bænda eru þá ekki byrjaSar og þeim þar af leiSandi auSveldara um aS sækja fundinn en síSar, þegar þeir eru önnum kafnir. Ljúfar raddir. VII. ÞaS sem sagt var í “Röddun- um” í vikunni sem leiS, um af- stöSu ísl. Goodtemplara viS þjóS- ræknis-máliS, og sem “röddin” frá "Heklu” gaf efni til, á aS sjálf- sögSu engu sáSur viS stúkuna "Skuld”, sem nú lætur frá sér heyra. Á síðasta Skuldarfundi, þann 1 5. þ.m., var efdrfarandi yf- irlýsing ufn þjóSræknismáliS og tillaga um fjárstyrk samþyktar í einu hljóSi: “Stúkan Skuld, No. 34, I.O. G.T., lýsir hérmeS ánægju sinni yfir þjóSræknis hreyfingu þeirri, sem nú hefir hafin veriS á meSal Vestur-íslendinga, og heitir mál- inu emdregnum stuSningi”; og “1 tilefni af nauSsynlegum og óhjákvæmilegum útgjöldum viS undirbúning hins væntanlega þjóSemis - félags Vestur - lslend- inga, ákveSur stúkan Skuld, aS veita $10.00 sem gjöf til þess fyr- irtækis.” S. Thorkelsson, ritari. Þessarar einlægu “raddar" var aS vasnta frá stúk. Skuld, sem aldrei hefir látiS sinn hlut eftir liggja, þegar um velferSarmál ls- lendinganna hér var aS ræSa. Hefir hún í mörg ár haldist í hend- ur viS systur sína Heklu til stuSn- ings áhugamálum þeim, er þær hafa barist fyrir, enda er hún önn- ur öflugasta stúkan hér og nálega ja'fngömul Héklu. Stúkur þessar hafa um langt skeiS veriS nokk- urs konar miSstöS Goodtemplaira- starfsins hér í vesturlandi Canada, og er þaS því skiljanlega stór- gróSi hverju máli, sem er, aS hljóta eindregiS fylgi þeirra. AS þjóSræknismáliS sé nú komiS fyr- ir alvöru á dagskrá hjá þessum þróttmiklu félögum, bera yfirlýe- mgamar og fjárframlög þeirra því til styrktar ótvíræSastan vottinn. — Og þá er nú aS heyra frá hin- um yngri systrunum, þeim er t dreifingunni búa. MeS hverri “röddinni”, se*n berst og birtist, styrkist von og vissa þeirra, er máli þessu unna— vonin um, aS nú muni takast aS tengja saman hina óteljandi þjóS- ræknis-neista, er í vestur-íslenzk- um hjörtum lífa. Og þá er þraut- in unnin. Sé vonin um sigur ein- hvers góSs málefnis, nógu einlæg og hrein, má eflaust um hana segja meS Steingrimi: "Hrein og heilög von ei verSur tál, viS þaS skaltu hugga þig mín sál. Vonin sjálf er vonarfylling nóg, von uppfyllir sá, er von til bjó.” Vonin þessi um þaS, aS osa, Vestur-lslendingum, takist meB samúS og góSum vilja aS vemda um langt skeiS enn alt hiS fagra og þjóSlegcL, er meS oss býr, raá óhikaS teljasit hrein og heilög. Og uppfylling slíkrar vonar mun ekkt láta sér til skammar verSa, þegar eigendur hennar vilja láta hinni nýju fósturjörS sinni í té þaS sene henni ber og þeir eiga bezt í forSa- búri íslenzku sálarinnar. -ÞaS er því skylda vor aS safna þjóSleg- um fjársjóSum I forSabúriS, ekki aS eins sjálfra vor vegna, heldur og þjóSfélaginu, sem vér nú erum hluti af, til andlegs auSs og frama. HvaS finst ySur, frændur! ÞjóSrækinn. SENDIÐ EFTIR Okeypis Premíuskrá yflr VERÐMÆTA MUNI ROYAL CROWN SOAPS, Ud. 664 Main St. Wlnnipeg

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.