Heimskringla


Heimskringla - 25.06.1919, Qupperneq 4

Heimskringla - 25.06.1919, Qupperneq 4
0. ÖAAÐSIÐA HEIMSKRIMGLA WINNIPEG, 25. JÚNÍ 1919 *^mmm?mmmmmmmmmmmmmmmm^^^mmmmmmmm^^^^^^^^^^ HEIMSKRINGLA (StofnnS 18S«) Kemur-út í hverjum Miívlkudegl Clgefendur o* elgenður: THE VIKING PRESS, LTD. -<, .. .. . . • Verú MatJsins í Canaða og EandaríkJ- unum J2.00 um ári5 (fyrirfram borgaS). Pent til íslands $2.00 (fyri-rfram borgaB). AHar borganir sendist rátSsmanni blatis- lns. Póst etia banka ávísanir stíllst tll The Viking Press, Ltd. / O. T. Johnson, ritstjóri S. D. B. Stephanson, ráðsmaður 1 SkrlÍMtofa t 73» 8HER»RO«KK STRKET, WINMPEig P. O. Box 8171 • Talalml Oenry 4110 1.1 - M..— I inn ...V'" — WINNIPEG, MANITOBA, 25. JÚNI 1919 Alvarlegar sannanir,- Marga mun hafa grunað, sem fylgst hafa með yiðburðum hér í Winnipeg upp á síð- kastið, að fyrir kiðtogum núverandi allsherj- ar verkfalls hafi aðallega vakað eitthvað annað en efla kjör verkalýðsins. Að grunur sá var ekki ástæðulaus hefir nú verið sannað með óhrekjandi rökum. Þegar farið var að rannsaka skjöl þau, sem gerð voru upptæk í verkamanna saln- um, kom margt í ljós. er áður var hulið. Rannsókn þeirri er enn ekki lokið, en næg sannanagögn hafa þó þegar fundist — að sagt er — fyrir því, að alger stjórnarbylting á rússneska vísu hafi verið fyrirhuguð hér í Canada af sumum af helztu verkamanna leið- togum. Með það aðal-markmið fyrir aug- um, að hrinda af stokkum byltingu og stofn- setja í Canada rússneska Soviet stjórn, hafa þeir kept að völdum í iðnfélaga ráðum lands- ins, bæði hér í Winnipeg og annars staðar. Að svo komnu eiga margir af verkamönn- um vafalaust bágt með að átta sig á þessu, sem von er. Mun óhætt að fullyrða, að heild verkamanna hér hafi aldrei þráð að sigla í kjölfar Bolshevikanna rússnesku. Stöku ein- staklingar, helzt grunnhygnir útlendingar, sem alt hafa á hornum sér hér í landi og ekkert hérlent vilja þýðast, hafa ef til vill heillast af Bolshevismanum og Rússland um leið orðið nokkurs konar Ctopía í þeirra aug- um. En hvað fjöldann snertir á slíkt sér eng- an veginn stað. Verkamenn Canada þrá um- bætur, þrá að efla kjör sín og víkka sjón- deildarhring sinn, en að löngun eftir að líkj- ast Rússum sé ríkjandi aflið í hugum þeirra, munu fáir fást til að trúa. Ef leiðtogarnir hefðu þorað að koma fram í dagsljósið með instu áhugamál sín, aðal- tilgang og markmið, þá hefðu þeir haft alt önnur áhrif og að líkindum ekki átt langvar andi vinsældum að fagna. Eingöngu með þeim hætti, að leyna aðal “hugsjónum” sín- um — utan á meðal þeirra “útvöldu” — hafa leiðtogar þessir áorkað að afvegaleiða og draga verkalýðinn á tálar. En upp koma sv;k um síðir og áður langur tími líður munu augu verkamanna opnast fyrir því sanna og rétta. I ofangreindu skjalasafni hafa fundist bréf, sem á undanfarandi mánuðum hafa borist á milli R. B. Russel — eins afhelztu forsprökk- um Winnipég verkfallsins — og “féiaga” hans. Þrjú af bréfum þessum hafa verið birt í ensku blöðunum. Bréf þessi heimfæra þann sannleika, að rússnesk stjórnarbylting hafi verið hér í aðsigi og að Eina stóra sambandið (One Big Union), sem stofnað yar í Calgary, Alta., hafi átt að verða spor í áttina. Virðast því fylstu líkur benda til, ,að allsherjar verk- failinu hér í Winnipeg hafi verið hrint af stokkum með sama augnamiði. Fyrsta bréfið er frá einum af trúnaðar- mönnum Russeis og er dagsett 24. marz s. 1. Aðal efni þess er, að biðja um nokkur eint. af blaði því í Winnipeg, sem birti skýrslu Russels frá Calgary ráðstefnunni. Blaði því á svo að útbýta á meðal járnbrautarstarfs- manna. Eins mælist bréfshöfundur til að Russell komi vestur og halfJi ræðu á jám- brautar starfsmanna fundi. Segist hafa með- tekið “Bolsheviki fjárstyrk” til að kosta slíkt. Að endmgu er Russell svo beðinn um ritgerð- ir fyrir blað, sem sé í vændum þar um slóðir og eigi að heita One Big Union Bulletin. — Næsta bréf er svar Russells. Lætur hann í Ijós gleði sína yfir dugnaði þessa samverka- manns síns og árnar honum allra heilla. Skýrslu sína, er minst sé á, segir hann birtast í Western Labor News og hafi ráðstafanir verið gerðar að útbýta 20,000 eint. af því í þremur vestur-fylkjunum. Ánægju sína læt- ur Russel! í !iós yfir hinum ríflega fjárstyrk, er fengist hafi og kveður slíks næga þörf til auglýsingastarfsins. Ritgerð segist hann fús að semja fyrir blaðið og verði hún send að stuttum tíma liðnum. Þriðja bréfið dregur af allan vafa um hvaða öfl hafi ráðið mestu í iðnfélaga og verkamanna ráðinu hér (Trades and Labor Council). Það er frá Russell til eins af fé- lögum” hans og dagsett 30. jan. s. 1. Eftir- fylgjandi útdráttur úr því er birtur í ensku. blöðunum og hljóðar þannig í íslenzkri þýð- ingu: “I sambanai við skeyti mitt í nótt (nignt letter) viðkomandi Winnipeg ástandinu, vil eg nú skýra þér í helztu dráttum frá víðburðunum. Á iðnfélaga og verka- mannaráðs fundinum unnum við stórkost- legan sigur og drápum verkamannaflokk- inn fyrir fult og alt. Annar alkherjar- fundur var kallaður síðasta sunnud., að til- hlutun flokks vors, til þess að ræða orsak- ir stjómarbyltingarinnar þýzku. Bréf þitt ásamt frímerkjum og stofnrétt- inda umsóknum meðtekið, sömuleiðis bækur í sérstökum bög*li ásamt eintökum bæklingsins “Starfandi Soviets” og reikn- ingar yfir M. P. E. skuldina, er eg mun sinna og senda ávísun innan eins eða tveggja daga. Þeir eru nú að vakna til meðvitundar um, að við séum nú óðum að ná æðstu umráðum í Iðnfélaga og verkamanna ráð- inu, og trúðu mér, að þegar slík umráð eru fengin, skulu þau notuð okkur til hagn- aðar........ Eg sé í blöðunum í gær, að hertoginn af Devonshire eigi að hafa sagt, að ‘Bokhe- visminn útheimti myrka felustaði til þess að þróast í, og ef honum sé sint í tíma og á viðeigandi hátt, sé hægt að uppræta hann.’ Sé staðhæfing hans rétt, þá eru þær aðfarir yfirvaldanna, að hrekja okk- ur í myrka felustaði, okkur til góðs. Ef þú sendir okkur 500 eint. af ‘Starf- andi Soviets’, munum við útbýta þeim á meðal hermannanna og sjá hvort ekki ber árangur. Með beztu óskum til þín og allra D S. C. félaga, Þinn í þágu Sósíalismans, R. B. Russell. —E. S.—Góðar fréttir frá Toronto og Montreal — sendi þær seinna.’* Eftir að hafa lesið þetta bréf geta engir gengið í skugga um hver afstaða R. B. Russ- ell sé. Hann er eindfeginn Sósíalisti og fylgjandi Bolsheviki stefnunnar. Honura er áhugamál að útbreiða þekkingu á starfi “Sov- ietanna” rússnesku — er sýnilega gerbylt- ingamaður á rússneska vísu. Og þessi maður hefir verið einn af helztu fulltrúum og leiðtogum verkamanna — undir því falska yfirskyni, að hann væri stoð og stytta verkamanna hreyfingarinnar. Verkamenn hafa þannig í blindni léð bylt- ingarandanum rússneska sitt ítrasta fylgi — skyldu ekki sumir þeirra vakna við vondan draum ? ....................—- ■■ - Flugið yfír Atlants- hafíð. Loksins hefir sá draumur ræzt, að hepnast mætti að fljúga beint yfir Jttlanzhafið og það á afarstuttum tíma. Þeir tveir flugmenn, sem gæfu báru til að framkvæma'slíkt fyrstir allra og verða þannig “brautryðjendur geimsins”, eru báðir brezkir og hafa báðir verið fyrir- liðar við brezka flugherinn. Heita þeir Capt. John Alock og Lieut. Arthur Brown, báðir menn á bezta skeiði. Flugið hófu þeir á laugardaginn þánn 14. þ. m. Þrátt fyrir þokur miklar og óhagstæða vinda með köflum komust þeir slysalaust yfir hafið á 16 klukkustundum og 12 mínútum. Lögðu af stað frá St. Johns í Newfoundland kl. 4.13 e. h. og lentu að nefndum tíma Iiðn- um á vesturströnd Irlands, nærri Clifden. Gekk illa að finna góðan lendingarstað og lentu að lokum í mýri einni—sem þeim hafði sýnst vera hið fegursta sléttlendi að ofan. Varð flugvélin þar föst nærri strax og á- reksturinn svo mikill, að við lá að flugmenn- irnir mistu ráð og rænu. Ekki er þó annars getið en þeir hafi verið fljótir að ná sér aftur. Engum vafa er bundið, að menn þessir | hafa unnið hið mesta þrekvirki. Til slíks langflugs eru flugvélar enn sem komið er ekki eins fullkomnar og skyldi og slíkt ferða- lag í geimnum uppi því útheimt óbilandi á- ræði og sanna karlmensku. Annað eins er ekki heiglum hent. Frægð flugmanna þessara verður því mikil, nöfn þeirra óefað í hávegum höfð um i margar ókomnar aldir. En dýrmætustu laun : nútíðarinnar verða vafalaust á fjárhagsvísu! j Ti! að byrja með hafa besrír brezku flugmenn J nú hrept $50,000 verðlaun, er blaðið Daíly Ma*I bauðst til að gefa fyrir íyrsta flug yfir Atlanzhafið. Og ólíklegt er þeir taki stein- ana í staðinn fyrir starf sitt eftirleiðis. Þar sem Bretanum þykir jafnan vænt um skild- ingana, munu þeir að líkindum meta slíkt mikils.—- þó að sjálfsögðu meti þeir frægð- ina mest. Um þetta fyrsta fhig yfir Atlantshafið kemst Winnipeg Telegram nýlega þannig áð orði í ritstjórnargrein: “Vér lifum á undraverðum tímum. Þeir ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI P.O. Box 923, Winnipeg:, Manitoba. I Ktjúrnarnofnd félagsins eru: Séra Húgnvaldur Péturaaon, forseti. 650 Maryland str., Winnipeg; J6n j. Blldfell. vara-forseti, 2106 Portage ave., Wpg.; Slg. Jfil. JúhanneRnon, skrifari,t 957 Ingersoll str., Wpg.; á*k. I. Blöndahl. varai-skrifari, Wynyard, Sask.; S. D. B. Stephannon, fjármála- ritari, 729 Sherbrooke str., Wpg.; Steffin Hlnaratton, vara-fjármálaritari, Arborg, Man.; áh«i. p. jfihnnnHNon, gjaldkeri, 796 Victor str., Wpg.; séra Albert Krlat jfinnMon, vara-gjaldk., Lundar, Man.; og Sigurbjörn Slgur- júnNMon, skjalavörtSur, 724 Beverley str., Wpg. Fastaíondl heflr nefndin fjöröa föatudagskv. hvern mAnaðar, af oss, sem nú eru miðaldra, muna eftir upp- götvun talsímans, muna eftir innreið rafljós- anna, muna eftir fyrstu sporvögnum knúðum áfram með rafmagni, fyrstu bifreiðum, fyrstu tilraunum með X-geisium og fyrsta fluginu yfir Enska sundið. Hve undursamlegt tímabil! Hvíh'kt minn- inga-samn handa fertugum manni að hug- leiða og endurskoða! Rétt nýlega gátu tveir Bretar sér þann glæsta orð.stír, að verða viðurkendir flug- kappar veraldar, við að fljúga beint yfir Atlantshafið, frá NewfouncEand trl -Irlands, á rúmum sextán klukkustundum. Hugleiðið slíkt — sextán • klukkustunda ferð yfir Atlantshaf. Þegar forfeður vorir komu hingað til lands, töldu þeir sig Iáns- menn að komast slíka sjóferð á sextán vikum. Hvert stefnir ? Erum vér að færast frá einu þroskunarsviðinu á annað, að leggja undir oss tíma og rúm, eða erum vér, einsog fransk- ur rithöfundur hefir gefið í skyn, að komast á hæsta stig þroskunarinnar einungis tií að steypast til baka, til menningarleysis (barbar- ism) og hugsjónaskorts og verða eftirskildir lamaðir og sinnulausir um þúsund ára tíma- bil? Hin feiknamikla vísindalega framför nú- tíðarinnar, samfara heimskulegum draumór- um þeirra, sem vefengja vilja og eyðileggja alla vora menningar fjársjóðu, ætti að koma oss til að hika áður vér úrskurðum hvar vér séum á leið til virkilegrar þroskunar, er eigi jafnvel eftir að hefja oss hærra en Forn- Grikki, — eða hvort ér séum að eins að ná hámarkinu til þess að eiga eftir að steypast þaðan í annað miðalda hyldýpi. Her þekkir framtíð vora? Hver veit ör- lög -«or? Ef til vill er það sannleikur, að Forn- Egyptar hafa verið gæddir eins mikilli vís- indalegri þekkingu og vér í dag. Ef til vill er það sannleikur, að þeir hafi steypst frá Ijósi og skynsemi til miðnætur myrkurs. Hver veit ? Og hver veit hvort vér, með öllum vor- um miklum framförum nú að þokast að dýrð- legu tímabili æðri þroskunar eða að búa oss undir að kaffærast í hafi gleymskunnar ? Flugið ‘frá Newfoundland til Irlands hlýtur að vekja djúp þankabrot í heila hvers hugs- andi manns.” 4- —.— - - - - -4 Stályerkstæði Belgíu eyðilögð. Grimdarfýlsta tjónið orsakað Belgíu var ekki bernaðarlegs eðlis, heldur fólgið í því, hvernig stálverkstæðin þar voru af ásettu ráði rænd og eyðilögð. Með sanni sagt gæti því vérið heppilegasta svarið gegn mótmæl- um Þjóðverja í sambandi við friðarsamning- ana, að fara með þá til þessara lömuðu og rupluðu verkstæða. Sendiherrar þeirra komu með þá staðhæfingu, að samkv. samningun- um yrði “feikna stór hluti þýzks iðnaðar dæmdur til eyðileggingar”. Svar banda- manna var á þá leið, að fullvissa þá um að slíkur ótti væri ástæðulaus, en hvað Belgíu snerti hefði eyðileggingin þar þegar verið framkvæmd. Voru tvær liðsdeildir sérstak- lega myndaðar til að hafa eyðileggingu þá með höndum, að Liege fregnriti Parísar- blaðsins Matin hefir frá skýrt. Átti önnur þessara liðsdeilda að taka í sundur hinar ýmsu vélar verkstæðanna svo hægt væri að senda þær til Þýzkalands, en meiri “skelfing- ar” komu í ljós í sambandi við verkefni hinnar. Sú liðsdeild átti eingöngu að eyði- leggja allar vélar, sprengja í sundur ofna og katla og í stuttu máli sagt ónýta alt tilheyr- andi stálverkstæðunum. Formaður þeirrar liðsdeildar var Dr. Querbert, kennari í málm- vinslufræði í Aix-la-Chapelle. Um hann er sagt: t “Hann kom til Belgíu í lok ársins 1917 á- samt fylgdarliði sínu. Virðist sem Þióðverj- ar hafi á þessum tíma verið farnir að draga í efa, að þeir fengju sigrað á hernaðarvísu. Vitandi þeim yrði ekki auðið að innlima Belgíu, afréðu þeir að myrða haná með spjótstunga í hjartastað — eyðileggja öll iðnaðartæki hennar. Allir forstöðumenn Belgíu verkstæðanna kyntust Dr. Quesbert um þessar mundir, því hann dróg ekki að heimsækja þá hvern af öðrvm. Viðmótsþýðut og kurteis og fullur afsökunar fyrir að “gera ónæði” kom hann á fund þeirra. Góðlátlegast og með allri hæ- versku tilkynti hann svo erindi sitt, réttlætt með Iygum. Orð hans voru: “Æðsta herstjórn vor verður að fá byssur, fleiri byssur; þörfin er stöðugt jafn-brýn fyrir byssum og skotfærum. Til að geta mætt þeim þörfum, verðum vér að aíla oss stáls, meira og meira stáls. Og þar sem þér hafið í verkstæði yðar feikna stórar birgðir af stáli, í hin- um ýmsu vélum, hljótum vér að eyðileggja sumaT þeirra og afla oss þannig stáls í byssur vorar . . . . . Vér munum reyna að orsaka yður sem minstan sársauka eða ó- næði ..... !” Tilkynningu þessari, mýktri með hunangsbrosi, < fylgdi svo, að Speílvirkjamir þýzku gerðu tafar- laust innreið á verkstæðió Með- dýnamiti og öðrum eyðileggingar- vopnum tóku þeir til starfa. Ofn- um og kötlum var unnið á með sprengiefnum og engin miskun sýnd. En smærri vélar vom eyði- lagðar þannig, að stór og afar- þungur stál-hnullungur var látinn detta ofan á þær og brjóta þær til agna. Tjón þannig orsakað einu verkstæðinu (Ongree-Marhage), sem á undan stríðinu veitti at- vinnu 9,000 verkamönnum, er á- ætlað $10,000,000, samkvæmt peninga gildi 1914. — Nú myndi það metið um $40,000,000. Ann- að verkstæði, sem hafði starfandi 10,000 verkamenn, varð sömu- leiðis á þann hátt fyrir skaða, sem þá var metinn $15,000,000, en nú myndi reiknast upp á $60,000,- 000. Um þetta segir Matin fregn- ritinn enn fremur: “Eyðilegging þessi var ekki or- sökuð, þó haldið væri því fram, með því augnamiði að fá þannig stál til byssugerðar. Það sanna þær feikna birgðir af stáli, er Þjóðverjar steyptu ekki um og sem nú liggja í hrúgum innan um rústimar. Markmiðið var ein- göngu að eyðileggja hin ágætu iðnaðarverkstæði Belgíu, svo verzlunarlegri samkepni við Þýzkaland yrði hnekt um langt tímabil eftir stríðið.” Þýzkaland verðskuldar ekki annað en réttláta hegningu og hana í sem alvarlegastri mynd, þegar til kemur að endurreisa iðn- að Belgíu. Það £r skoðun ofan- nefnds fregnrita og leggur hann til að Þjóðverjar dæmist að greiða fullar skaðabætur. Yfirgnæfandi tilfinningasemi frá hálfu banda- þjóðanna í slíkum málum segir hann íbúum Liege borgar hið mesta undrunarefni. Þeir segja: “Iðnaður Belgíu hefir verið myrt- ur. Hví skyldi orðum eytt og við- höfn notuð þá morðingjar eiga hlut að máli?” Frá Islandi. (Framh. frá 1. hls.) ar til máls og fór samsætjð vel fram. samfagnaðarskeyti höfðu heiðurs- gestinum borist, sum í ljóðum. 21. þ. m. andaðist á heimili sínir hér í bænum frú Thora Melsted„. ekkja Piáls Melsteds' .sagnfræðings og lengi forstöðukona kvennaskól- ans hér í bænum, meira en háJf- tíræð, fædd 18. des. 1823, merk og mikilhæf kon.a. — Nýiega er dáinn hér <í bænum Böðvar ivirvaidsson frá Melstað í Húnavatnssýslu. Beykjavfk, 30. aprfl 1919. Á sumardaginn fyrsta var bezta. veður, en næsta dag var kominn norðan rosi með miikiu irosti um ait land, og hélzt hann í 3 daga. ‘Á. mánud. skifti aftur um og k«pn sunnanveður og hláka, sem náð hef- ir yfir alt ,land. 1 igærmorgun var 7 stiga hiti á Akureyri og Seyðisfirði,. nokkru hærri en hér. úr bingeyj- arsýslu var sagt í gær, að þar væri jörð komjn upp. En snjór var mest- ur um norðausturhhita landsins. i Húnavatnssýslu er sögð auð jörð. Hafís sást á sunnud. 27. þ. m. frá Raufarhöfn á Sléttu, og náði aust- ur þaðan svo iangt, sem séð varð, en sýni var slæmt. l>á sást og ís- hröngl í Axarfjarðarflóa og Skaga- fjarðarmynni. Síðari fregnir gera ekki mikið úr íssögunum, og í gær var sagt að ís væri ekki til hindran- ar skipaferðurn norður um land. Botnvörpungar þeir, sem inn hafa komið undanfarna daga, hafa allir ^affað vel. “Sambýli”, nýjasta saga Einars H.. Kvaran, er nú þýdd á sænzku. Þýð- andinn er frú Nanna Nordal, sem áður hafði þýtt “Sáiin vaknar”, og er það sami bóksalinn i Stokkhólmi, sem gefur báðar bækurnar út. Um síðastl. helgi andaðist Er- lendur Gunnarsson bóndi á Sturlu- Reykjurn d Reykholtsdal. Hann datt »f hesti á laugaTd. fyrir páska og dó “úr afleiðingum þeirrar byltu. — Hér f íbænum er nýl. dáinn Hró- bjartur Pétursson skósmiður, úr lungnabólgu----Á Auðshaga á Barðaströnd andaðist 15. þ.m. frú A^iborg Þorvaldsdóttir, kona Sig- Pálssonar cand. phii., bónda þar. — 23. þ.m. andaðist hér í bænum frk. Sigurveig Norðfjörð verzlunarmær hjá Nathan og Olsen. — Nýdáin er f Kaupmannahöfn frá Elízabet Þór- arinsdóttir kaupmanns é Seyðisfirði kona Benedikts Jómssonar verzlun- arstjóra á Seyðisfirði. Hið árlega víðavangskapphlaup- íþróttaféiags Reykjavíkur fór fram sumard. fyrsta hér í bænum, hófst frá Austurvelli og var hiaupið aust- ur úr bænum og til baka niður í Austurstræti, 4 kílóm. vegalengd. Þátttakendur voru 8, og varð ólaf- ur Sveinsson prentari fljótastur, á 14 mín. 27 sekv en í kapphlaupinu f fyrra hijóp hann sama skeið á 15 mfn. 50 sek., og varð einnig ]>á fljót- astur, sem venjulegast er um víða- vangshlaup. Þrír þeir fijótustu fengu heiðurspeninga: 1. ólafur Sveinsson, 2. Þorgeir Halldórsson og 3. Konráð Kristjánsson. • Annan páskadag féll snjóflóð hjá Leikskálum i Haul?adal í Dalasýslu, drap 120 fjár og eyðiiagði fjárhús, töluvert af heyi og nær helming- túnsins. Skömmu eftir að snjóflóðið mikla féll úr fjallinu andspænis Siglufjarð- ar kaupstað, féll snjóflóð utar í firð- inum vestanmegin, yfir bæinn Engi- dag og fórust þar 7 menn. Bóndinn þar hét Garibaldi, en hitt fólkið er ekki nafngreint í fréttunum. —•>! Héðinsfirði féllu tvö snjóflóð, 12. og 13. þ.m. og fórust f þeim 2 jnenn, Páll Þorsteinsson og Haraldur Er- lendsson. Þessi flóð tóku og með sér fjárhús, sem f voru yfir 30 kind- ur. Á Kaðalstöðum í Hvalvatnslfirði tók snjóflóð fjárhús með 120 fjár. eign B. IJndals lögfr. á Svalbarðs- eyri. Hafa snjóflóðin þá orðið 18 manns að bana. Það er sagt, að Siglfirðingar telji tjótnið af snjó- flóðinu úr Staðarhólsfjalli nema um hálfa aðra milj. króma. Á sextugsafmæli dr. Jóns Þor- kelssonar landskjalavarðar sátu meó honum minningarveizlu yfir 50 manns. Arni Pálsson bókavörður mælti fyrir minni heiðursgestsins, en séra Kristinn Öaníelsson, sam- bekkingur hans mintist skólaára, Páll Sveinsson kennari flutti kveðju frá Skaftfellingum og kvæði á lat- ínu, sem prentað verður í öðni, og enn talaði Guðin. Pinnbogason pró- feasor. Heiðursgesturinn tók tvisv- 27. þ.m. vildi það slys tii á vélskip- inu “Portland”, sem verið hefir í förunt í vetur milli Rvíkur og Vest> fjarða, að skipstjórinn, Hannes And- résson frá Stykkishólmi, rotaðist til hana. Skipið var þá statt á Dýra- firði. Hafði keðjuendi slegist í höf- uðið á skipstjóra. Norðurland^fundur í Kaupmanna- höfn. — “Frón” segir svo frá: “Ný- lega barst stjórninni hér skeyti frá trúnaðarmanni sfnum f Khöfn, þess efnis, að til stæði að Nlprðurlanda- l)jóðirnar héldi ]>ar funa með sér í þessum mánuði, til að ræða ýms þjóðhagsleg málefni, er snerta sam- eiginlega hagsmuni allra þjóðanna. Var þess getið, að hver þjóðin, Norðhienn, Svíar og Pinnar, mundu senda 5 menn hver, einn fyrir skipa- eigendur og útgerðarmenn, einn fyrir vinnuveitendur og einn fyrir vinnuþiggjendur og tvo- þjóðhags- fræðinga eða stjórnmálamenn. — Stjórnin hér afréð að láta trúnaðar- mann sinn Jón Krabbe mæta á fundinum fyrir fslands hönd, og nú er fjárrnálaráðherra fór utan, að vísu í öðrum erindum, rnun ínoga fullyrða, að hann einnig mæti á þessuin fuhdi, og ef til vill bæta þeir þá við þriðja manni.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.