Heimskringla - 20.08.1919, Side 4

Heimskringla - 20.08.1919, Side 4
ft. BAAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 20. ÁGÚST 1919. HELMSRKINGJA (StofnoS 18M) Kemur út á hverjum MitSvlkuðegl Otgefeodur og elgendur: THE VIKING PRESS, LTD. VerfS blaúelns í Canaða og BandarikJ- unum $2.00 um áriB (fyrirfram borgaB). ?ént tll lelands $2.00 (fyrtrfram borgaB). Aliar borganlr sendist ráBsmannl blatie- lna. Pdst e)5a banka ávísanir stillst tll Tbe Viking Press, Ltd. Ritstjóri: GUNNL. TR. JÓNSSON B. Stephanson, ráSsmaSur S. D. Skrlfatofa t 729 SHERBROBKG slREET, P. ©. Boz 3171 W1NN1PE0 TaUlml Gurry 4110 WINNIPEG, MANITOBA 20. ÁGÚST 1911 Kveðja. Um leið og eg legg niður ritstjórn Heims- kringlu, sem eg hefi nú haft með höncfum í nærri 2Zi ár, vil eg votta mitt kærasta þakk- læti öilum kaupendum og lesendum blaðsins fyrir þá miklu meðlíðan, er þeir hafa mér sýnt, ungum og lítt reyndum við ritstörfin. Öllum, sem sent hafa mér ljóð og ritgerðir og á einn eða annan hátt hjálpað að gera blaðið sem bezt úr garði, þakka eg innilega góða aðstoð og samvinnu. Vona fastlega að fylgi þeirra við “Kringlu” gömlu fari ekki þverrandi og fyrir þeirra tilstilli megi hún sem lengst verða “viti” frjálsrar menningar og ó- háðra skoðana. Árna eg svo ritstjóranum nýja allra heilla og óska blaðinu og lesendum þess alls góðs gengis. 0. T. Johnson. Er eg nú eftir næfelt sex ára fjarveru frá Heimskringlu tek að nýju við ritstjórn henn- ar og þeim vaxandi vanda, sem henni er sam- fara, vildi eg með fáum orðum gera grein fyrir afstöðunni viðvíkjandi stefnu blaðsins. Stefnan verður í fle:tum atriðum auðvit- að hin sama og verið hefir að undanförnu. En sérstaklega vildi eg taka það fram, að mönnum er boðið að láta skoðanir sínar í ljós í dálkum blaðsins um öll þau mál, sem Islendinga hér í álfu varða, því þeim er blað- ið ætlað til gagns og styrktar. Undanskilin eru þó kirkjumál og persónulegar illdeilur. Fréttir mun blaðið flytja eins fjöibreyttar og frekast er unt, og ljóð og sögur af betri endanum. Mér tel eg það eitt til gildis, að eg er Iæri- sveinn þess mannsins, sem vinsæíastur hefir verið allra Heimskringluritstjóranna, B. L. Baldwinsonar. Vegur Heimskringlu stóð með mestum blóma á hans dögum, þrf þá var hún blað fólksins og því kær. Eg mun reyna að halda blaðinu á þeim grundvelli, sem Bald- winson lagði, og með aðstoð góðra drengja vona eg að mér takist það. Fráfarandi ritstjóra þakka eg hans hlýju ummæli og óska honum af alhug góðs gengis í framtíðinni. Þetta blað kemur út undir minni ritstjórn. Landar mínir, látið “Kringlu” gömlu njóta fornra vinsælda. Styðjið hana með ráði og dáð, hún er ykkar elzta blað og erðskuldar vinarhönd. Gunnl. Tr. Jónsson. Liberal stefnuskráin n^ja. Liberala flokkurinn kom í brotum til Otf awa óg fór þaðan í brotum, eftir að valinn hafði erið leiðtogi og samansoðin stefnuskrá. Um leiðtogan nýja má margt gott segja. Hann er maður ungur og til frambúðar, en stefnu- skráin er léleg og sannarlega ekki til fram- búðar. Sýnilega samin í þeim tilgangi einum að kasta ryki í augu almennings, og jafnvel það tckst henni ekki, hún er of gutlaraleg til þess. Ályktanir þær, sem gerðar voru viðvíkj' andi þeim málum, sem mest eru nú á dag- skránni, svo $em atvinnumálum, landbúnaði, hermönnum og dýrtíð, eru þess kyns, sem hver hreppafundur — eða hvaða pólitískt félag sem var — hefði samþykt. Hér er enginn grundvöllur lagður, engin nýmæli á borð borin — að eins sýnt að flokkurinn er vakandi fyrir þessum málum. En svo er líka landið í heild sinni og Unionstjórnin. Ems og menn vita, hefir þingið verið kall- að saman til að sambykkja friðarsamningana. Hefði því verið eðlilegt að liberalaþinsrið hefði samþykt ályl#anir þar að lútandi, álykt- anir viðvíkjandi alþjóðasambandinu, ályktan- ir viðvíkjandi vaxandi sjálfstæði Canada, sem vér getum með réttu krafist og fáu~n, því al- þjóðasambandið viðurkennir þjóðforráð vor Og persónu samband við Bretland ætti að vera markmið vort. — Nei, engar ályktanir eru gerðar í þessa áttina — alls engar. Ekki er heldur einu orði minst á umsköpun senatsins, og hefði það þó í sannleika ekki sakað. Stjórnkjörið senat er hneysa í þing- frjálsu landi, og flokkur, sem kallar sig frjáls- lyndan, ætti þó í öliu falli að mæla fram með umbótum í þá áttina, þó ekki væri meira. Þá mun tollmálasamþyktin mörgum von- brigði. Að vísu er farið fram á tolllækkun, en engin ákveðin stefna tekin, og geta því há- tolla liberalar auðveldlega gert sig ánægða með svona lagað samþykt, þar sem engu er slegið föstu, en alt lafir í Íausu lofti. Toll- málastefna liberala frá 1893 var skýr og á- kveðin fríverzlunarstefna. Hér er engu slíku að heilsa — ails engin stefna tekin sem byggj- andi er á. Annað, sem mörgum mun koma á óvart, er að stefnuskráin minnist ekki með einu orði á þjóðeign járnbrauta eða annara opinberra þjóðnytja. Má þar af að eins draga það, að liberalar séu andvíg r þjóðeignum. Þetta verður að duga að sinni. Síðar mun- um vér athuga nánar breði tollmála- og járn- brautaályktanirnar. V'onandi þola þær dags- ljósið. Liberala þingið sat í fimm daga og vann dyggilega fyrir — Unic nstjórnina. »"■ " .1 .. ■■ - Sjálfstæðis^ firlýsing Norris. Þá liberalar höfðu flc kksþing sitt í Ottawa, var þar staddur meðal annara höfðingja Hon. TLobias C. Norris, stjórnarformaður Manitoba fylkis, ásamt nokkrum taglhnýtingum sínum. En Norris var í vanda staddur, því hann hafði farfð villur vegar að áliti magra þeirra, sem líklegastir voru til að vera leiðandi ljós- in í Iiberala herbúðunum á komandi tímum. Aftur hafði húsbóndi hans sagt honum að haga sér eins og hann hafði gert undangengin tvö árin, og hlutskifti hans yrði blessun og auðna. En nú var Norris farinn að missa traust á húsbóndanum, og í leyfisleysi var hann kominn á Jiberala þingið. Hann var því í slæmri klípu, en annanhvorn eiðinn varð hann að rjúfa, hollustueiðinn við húsbóndann eða flokkseiðinn. Hvort var sigurvænlegra ? Hvort fylgið gat orðið hon- um að meira iiði við í hönd farandi fylkiskosn' ingar? Það var mergurinn málsins. Og Norris hugsaði nú bæði hart og Iengi. Loksins afréð hann að hlíða flokkskallinu. Hann hélt því ræðu og kvaðst vera Iiberal og hafa altaf verið liberal. Hann ætlaði ekki að fylgja nionstjóminni framar, og lofaði að vera hlíðinn og auðsveipur þjónn hvers þess, sem valinn yrði leiðtogi, einkanlega ef það yrði Fielding. Og hann lofaðist að berjast til beggja handa fyrir sigfi flokksins, ef flokk- urinn vildi bjarga sér í Manitoba. Menn brostu og lofuðu fáu. En eftir að Fielding var fallinn og MacKenzie King var kosinn leiðtogi, leitaði Norris á hans fund og baðst ásjár, og King vafði hinn iðr- andi syndara að hjarta sínu og lofaði honum vernd sinni og vinar síns, Voraldarmannsins. Og Norris hélt heimleiðis glaður í bragoi. En er nálgast tók Winnipeg, fór kvíði að fylla brjóst hans, því þá mundi hann eftir því að Sir Clifford Sifton fylgdi ennþá Unionstjórn- inni og sömuleiðis Manitoba Free Press. Og kvíði hans fór vaxandi, því nú mundi hann og það, að Sifton var eigandi Free Press, og það sem verra var, að Free Press var eigandi Norr- isstjórnarinnar. Og hann hafði óhlíð rast húsbóndanum. Konungsríkið Island. Heima á fósturjörðinni stendur nú Alþingi yfir, og er það fyrsta þingið, sem háð iiefir verið síðan ísland varð konungsríki, og mun því frægt verða í sögunni, þó af þeim ástæð- um einum sé. Og þingið ber glögglega eyrnamörk þess, að ísland sé orðið konungsríki. Fyrst aug- lýsir konungur svo í kveðju sinni, og þar næst bera frumvörp og nýmæli þann sannleika á feldum sínum. Hið fyrsta, sem hvert konungsríki hugsar um„ er auðvitað að fæða konunginn, og í fjárlögunum, sem nú liggja fyrir þinginu, eru 50 þúsund krónur ætlaðar á ári til borðfjár konungs og konungsættarinnar. En lánsam- ur er konungurinn að Danastjórn skuli borga honum Vi miljón króna árlega til fæðis og klæða, því annars mundu 50 þúsundirnar frá Islandi léttar í vasanum. En svona sem dýr- tíðaruppbót munu þær þakksamlega þegnar ®g hrökkva fyrir vínföng Hans Hátignar, ef spart er á haldið. Annað, sem öll konungsríki verða að hafa, eru sefidi herrar við erlendar hirðir. Danir eiga raunar að hafa utanríkismál Islands til meðhöndlunar og kemst því Island af með að eins einn sendiherra, og hann við dönsku hirðina. Á sá herra að draga 28 þúsund kr. úr landssjóði árlega og borga af þeirri upp- hæð skrifstofukostnað og öj! önnur útgjöld, er samfara eru embætti hans. En 12 þúsund krónur eru veittar Danastjórn fyrir að fara mcð ut^ini'íkismál lslands í öðrum löndum. Þetta, si_m hér hefir verið nefnt, er hið helzta, sem auglýsir konungsríkið Island út á við. Aftur á móti inn á við liggja fyrir oss ennþá glegc ri vegsummerki og heillavænlegri að vorum dómi. Fyrst er það að Alþingi á hér eftir að koma saman árlega í stað annaðhvort ár, svo sem áður var, ar því leiðir svo að fjárnagstíma- bilið verður eitt ár í stað tveggja, kjörtímabil- ið er og stytt, þannig að þingmenn kosnir ó- hlutbundnum kosningum verða kosnir til 4 ára í stað sex, en þingmenn kosnir hlutbundn- um kosnm^um, til 8 ára í stað 12. Svo seg : í frumvarpi þessu, að Alþingi megi ekki s:íta fyr en fjárlög hafi verið sam- þykt. Þetta gerir það að verkum, að hver sú stjórn, sem eigi fengið þingið til að sam- þykkja fjártög, yrði að fara frá völdum, því hún bryti sljórnarskrána með því að slíta því eða rjúfa J að fyr en fjárhagslög væru sam- þykt. Hé: í Canada, ef slixt kæmi fyrir, mundi stjórnin óðara rjúfa þingið og ganga til kosninga, tn ekki segja af sér fyr en þjóðin hefir kveðið upp sinn dóm, og er það tvímæla' laust hyggjjegri aðferð. Þá eru ríkisborgararnir. Þegar við rák- um augun í orð þetta, héidum vér af fáviku vorri, að hér væri átt við auðkýfinga. En svo er ekk frekar en sauðsvartan almúgann, því hér greinir um þegna landsins. krum- varp um í kisborgararétt, hvernig menn fá hann og mrssa, hefir verið lagt fyrir þingið. Eftir fn-mvarpi þessu verður hvert skilget- ið barn íslenzkur ríkisborgari, ef það á ís- lenzkan fö Imr, og sömuleiðis óskilgetið barn, ef móðir J ess er íslenzk og íslenzkur ríkis- borgari. Þá skal og sá maður, sem fæddur er á Islanci, en á þó eigi ríkisfang þar, sam- kvæmt ofenrituðu, öðlast íslenzkan ríkisborg- ararétt, ef hann hefir hér samfleytt heimilis- fang þar t: hann er fuilra 19 ára. im þó má veita mön um ríkisborgararétt með lögum. Og hægt er að gerast ríkisborgari í öðru landi, með konungsleyfi. Og skal sá hinn sami hafa tekið ríkisfang erlendis innan á- kveðins tír.:a. — Þá missir og kona ríkisborg- ararétt, ef maður hennar hefir hann eigi. En hvert barn skal hafa ríkisfang á Islandi, sé ó- kunnugt um ríkisfang þess, þar til annað sannara reynist. Þá skulu og þeir allir telj- j ast íslenzk r ríkisborgarar, sem lögheimili áttu á Islandi 1. desember 1918, með þeim und- antekningv m, sem hér segir: 1. Þegnar annara ríkja en Islands og Dan- j merkur, sem lögheimili áttu á Islandi 1. I des. 1918, halda ríkisfangi sínu. 2. Þeir er hvergi áttu ríkisfang 1. desember 1918. 3. Danskir ríkisborgarar, sem áttu lögheim- ili á ísl: ndi 1. des. 1918, og eru ekki orðn' i ir íslenzkir ríkisborgarar samkvæmt á- j kvæðu.n frumvarpsins, þó þau hefðu gilt ; 1. des. Þeir skulu halda dönskum ríkis- 1 borgararétti, en þó hafa þeir rétt til að á- skilja sér íslenzk ríkisfang. Lir ági ^iningi um þessi mál sker dóms- málaráðherra. Þó má skjóta þeim úrskurði undir dómstólana. Ekki má. gleyma dómstólunum. Lang merkasta frumvarpið, sem fyrir alþingi liggur, er um stofnun hæstaréttar á Islandi, og þar með fært æðsta dómsvald inn í landið sjálft. Síðan 1660 hefir hæstiréttur Dana verið æðsti dómstóll í íslenzkum málum, og var í sannleika tími til kominn að hér yrði breyt- ing á. Öhentugt hefir verið að sækja dóm á mál sín í annað land og undir menn, sem ókunn- ugir eru íslenzkri tungu — og því íslenzkum lögum á frummálinu — bg íslenzkum högum. Dómsgerðir hefir orðið að þýða á danska tungu svo og málskjöl öll, og hefir slíkt haft ærnan kostnað í för með sér — og eins þýð- ing þá á reynir oft eigi jafn tryggur grund- völlur undir dóm sem skjöl á frummáli. Þess vegna ætti heimflutningur hæstaréttar að vera alþjóð kærkominn, og mun svo vera. Kostnaðarauka hehr þetta auðvitað í för með sér, en í það er ekki horfandi. Dóm- endur hæstaréttar eiga að vera 5 að tölu, og hafa 8000 kr. á ári nema dómstjóri 10,000 kr. Svo er hæstaréttar ritari með 3500 kr launum. En mikið dregur það úr þessum kostnaði, að Iandsyfirrétturinn verður lagður niður eða innlimaður í hæstarétt, og kostnað- ur sá, sem af honum stafaði, þá úr sögunni. Hæstiréttur Islands á að taka til starfa eft- ir næstu áramót. Miklum stakkaskiftum hefir Island gamla tekið á hinum síðutsu árum. Og framtíðin brosir við því björt og fögur, því þegar þjóð- in er alfrjáls í alfrjálsu landi, er ekkert sem dregur úr starfsgleðinni — og þá er auðnu- vegurinn opinn. Konungsríkið Island er hjartadrotning Vest- ur-Islendinga. Séra Friðrik J. Bergmann. GuS hjálpi lýS og landi, hvaS ljósin slokkna fljótt, er sannur sannleiks andi oss sýnist stytta nóttl En gætiS þó hvaS geriS er grýta þykist brn, að veiðibráS ei veriS, þér veiku tímans börn. Sá örn var aldrei feldur viS ofsókn, bar.n né lof, hann skin sem skruggueldur viS skýja loftsins rof; og þjái mannkyn mæSa, sé myrkri trúin seld, til sannleiks sólarhæSa hann sækir nýjan eld. Sé trúin bundin böndum þá brjálast mannsins vit, og villa vef í löndum þótt vanti ei form né lit. En ávalt birtir aftur á eftir hverja nótt, því andans eSliskraftur á ótæmandi þrótt. Því eilíf opinberun er ávalt fersk og ný og fyllri og fyllri er hún sem fleiri þynnast ský. En allri hugsjón hærri er himin kærleikans og dásemd Drottins stærri en draumar sjáandans. Og þegar sárast syrtir og sálna hrópar þrá þá bendir guS svo birtir og blindir jafnvel sjá. Þá finst oss eins og eining hjá oss viS guS sé til, er gefi mál og meining og megn og hjartans yl. Ó, Bergmann, bróSir kæri, á burtu sjónum frá: mitt ang urstef eg stæri, og stari í loftin blá. Þar réSst hin harSa helja á háan virkisgarS, eg veit ei neinn aS velja er ve! þitt fylli skarS. Svo afslepp er vor æfi sem alt sé teningskast-- sem bárublik á sævi er byljir þjóta hvast. Nei! “forlög” hygg eg falin í fleygri tímans deild, en tár sem hár vor talin í tilverunnar heild. — Þig Bergmann skar sú blekking, er blettar kristin arf, aS þýSa trú meS þekking varS þitt hiS mikla starf. Eins holt er hér aS búa viS himnaföSurs stjórn (þú tjáSir), sem aS trúa á tákn og syndafórn. Þú bygSir hús á bjargi og beint á Jesú trú, mót hræsnis helgi-fargi sem hetja barSist þú. Og undrun greip þinn anda er enga sástu Hel en eintómt alskínanda og eilíft fagrahvel!------ Eg hætti, bróSir bezti, og ber ei viS aS kveSja; eg horfi yfir hafiS mitt hungur til aS seSja, mér ógnar drottins dómur — þaS dauSablóS og leSja; viS hittumst hinumegin þar hvor má annan gleSja. Matth. Jochumsson. Otflutningur kvikfjár. Hér í Canada er griparæktin önnur helzta atvinnugrein land- bóndans og reynist honum jafnan arSsöm. Og útflutningur kvik- fjár hefir á undangengnum árum veriS álftleg tekjugrein. En á út- flutningi kvikfjár hefir mikil breyt- ing orSiS hin síSustu árm, sem vert er aS athuga. ->odd’s Kidney P:IIs, 50c askjan, _ða sex öskjur fyrir $2.50, hjá öU- un Iyfsölum eða frá The DODD’S MEDICINE Co. Toronto, Ont. Á árunum frá 1890 til 1911 voru níu tíundu hlutar alls útflutts LvikfénaSs fluttir til Englands, en lcriS minkandi úr því, og hin síS- U3tu fimm árin hefir þvertekiS fjrr- j ir gripaflutning til Englands, en aS sama skapi aukist til Bandaríkj- anna. j ÁriS 1 903 flutti Canada til Eng- lands 1 61,1 70 nautgripi og 9352ft sauSkindur og hámarkinu var náS 1906, er 170,215 nautgripir ög ’ 100,500 sauSkindur voru fluttar til Englands. Eftir þaS fór út- | flutningurinn til Englands aS þverra, unz honum lauk meS öllu í stríSsbyrjun. En um þaS leyti j var tollurinn, er veriS hafSi á gripaflutningi milli Bandaríkjanna og Canada, afnuminn, svo aS út- flutningurinn hélt suSur yfir landa- mærin í staS austur yfir hafiS, svo sem áSur hafSi veriS. Og frá rúmum 28 þúsundumi natugripa, sem fluttar voru suSur 1913 hækkaSi útflutningurinn ógurlega þar til hann nam tæpum I 90 þús- undum 1918. En aldrei hefir Canada flutt jafn mikiS af kvik- fénaSi úr landinu sem 1898; þá voru 213,010 nautgripir útfluttii, og 1 9 1 6 er höfSatalan náSi tæp- um 250,000. Á árunum 1 906—19 1 3 kom afturkippur í útflutning, og var Iág- markinu náS 1913, er höfSatalan nam aS eins 44,260. Helztu á- J stæSurnar til þessa afturkipps voru i þær aS margir þeir, sem áSur J höfSu haft kvikfjárrækt hættu j henni og tóku upp hveitirækt. j Önnur sú, aS meiru var slátraS í landinu sjálfu og bæSi neytt þar og flutt út ýmist frosiS eSa niSur- soSiS. Svo var og stórtjón á kvik- fénaSi 1917 af völdum illviSra. Hér skal sýna útflutning nau*> penings fimta hvert ár síSan 1 890. ÁriS 1 890 nam höfSatalan 8 1,- 454. Til Englands fluttust 66.- 965, til Banadríkjanna 7840 og til annara landa 6649. 1895: Til Englands 85,863, til Bandaríkjanna 882, til annara landa 705 7; alls 93,802. 1900: Til Englands 86,989, til Bandaríkjanna 3479, til annara landa 3479; alls 105,524. 1905: Til Englands 159,078, til Bandaríkjanna 3696, til annara landa 4328, alls 167,102. 1910: Til Englands 144,000, til Bandaríkjanna 12,210, til ann- ara landa 4752 ; alls 1 5 7,386. 1915: Til Englands ekkert, til Bandaríkjanna 183,672, til ann- ara landa 2252; alls 219,849. 1918 :Til Englands ekkert, til Bandaríkjanna 189,229, til ann- ara la->da 2 130; alls 191,359. Útflutningur kvikfénaSar á stríSsárunum nam aS verSgild' $403,475,273. Brióstmyndin af Sir Wirlfid Laur- ier, eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson, kostar $1.00. Myndin fæst keypt í Winnipeg hjá útgefanda, 732 McGee St., Finni Johnson, 698 Sargent Ave og Hjálmari Gíslasyni, 606 Newton Ave. — Einnig hjá útsölunönnum í bygöum tslendiaga.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.