Heimskringla - 10.09.1919, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.09.1919, Blaðsíða 4
 HEIMSKRINGLA ( Stotnuö 1S80) Kemur út á hverjum MiSvlkudegl Otsefendur og elgrendur: THE VIKING PRESS, LTD. Ver’Ö blaUsine í Canada og Bandaríkj- unum $2.00 um áriti (fyrirfram borgaí). g'ent til fslands $2.00 (fyrirfram borgat5). Allar borganlr sendist rá’Rsmanni blaTJs- Ins. Póat eða banka avísanir atílist tll The Viking Preas, Ltd. Ritstjóri: GUNNL. TR. JÓNSSON Skrllatofa: 72« SHERBHOOKE STREET, VVINMPEÍÁ P. «. Rox 3171 Talalml Oarry 4110 WINNIPEG, MANITOBA, 10. SEPT., 1919. Friður á jörðu. Skáldin hafa kveðið svo undur fallega um frið á jörðu. Kferkarnir hafa prédikað um hann af stólunum. Siðmenningarfrömuðirn- ir hafa hampað honum á lofti. Og sjálfir her- valdshöfðingjarnir hafa sungið honum ævar- andi pris. Fnður á jörðu og velþóknun yf- ir mönnunum , var og er biblíukenningin. Hún hljómar dýrðlega. Vaxandi heimsmenning átti að færa ævar- andi frið. Styrjaldir og hjaðningavíg voru aðeins skortur á siðmenningu, og 20. öldin, öld siðmenningarinnar, átti að enda þennan harmaþátt mannkynssögunnar. En hvað skeður ? Alheimsstríð, blóðugra en heimurinn hefir áður þekt, meiri hörmung ar og siðmenningarleysi en endranær á styrj- aldartímum. Þetta er þá ávöxtur alls frið- arhjalisns, siðmennmgarmnar og bróðurkær- leikans, sem átti að vera orðinn alríkjandi. Nú vitum við það, og heimsstyrjöfdin hefir leitt það svo átakanlega í ljós, að hinar ytri framfarir eða heimsmenning er ekki grund- völlur til varanlegs friðar. Heimsstyrjöldin sýnir, að þrátt fyrir hina marglofuðu ytri menning og hinar glæsilegustu vísindalegu og verklegu framfarir, bárust helztu menningar- þjóðirnar á banaspjótum eins og siðleysingjar forntíma.nna. Og þetta stafar hvorki af af- vegaleiddri ættjarðarást eða ást á menning- unni og hugsjónum hennar, heldur hreint og beint af metnaði og samkepni, eða valda- og drotnunargirni þjóðanna. Þetta lætur kanske illa í eyrum, en samt er það satt. Þjóðverjar og Bretar höfðu kept um heimsveldið svo ár- um skifti, í sýnilegu bróðerni þó; en þeir, sem dýpra lásu niður í kjölinn, vissu að þessum þjóðum hlaut að lenda saman fyr eða síðar. Og þegar Þjóðverjar héldu að þeir ættu leik á borði, drógu þeir brandinn úr slíðrum og all- ur heimurinn lék á reiðiskjálfi. Nú er friður kominn á að nýju. Verður hann varanlegur? Vissulega ekki, ef heimsmenning sú, sem ríkti fyrir stríðið, verður ríkjandi í framtíð- inni. Kristindómurinn með boðorðið um að elska náungann eins og sjálfan sig, hefir nú verið prédikaður fyrir mönnum í nærfelt tuttugu aldir. En hvað hefir það stoðað? Voru það einmitt ekki kristnu þjóðirnar, sem léku þennan blóðuga hildarleik? Jú. Voru það ekki mestu menningarþjóðirnar, sem hjuggu hver annari holundarsár? Jú. Þetta sýnir ótvíræðilega að það nægir ekki að pré- dika fagra siði og fagrar hugsjónir, heldur vcrður beinl'nis að ala menn upp til að rækja þær. Það verður að kenna þeim tökin á sjálfum sér og sínum innra manni, og innræta þeim jafnframt að þjóna æðri markmiðum en valdafýkn og Mammoni. Verði þetta, er grundvöllurinn til varanlegs friðar lagður. “Þá verður jörðin yrkt af ótal höndum, áður sem til að myrða voru dæmdar, blóm verða grædd á berum eyðisöndum, búið í hag til þjóðnytja’ og sæmdar; ógrynni fjár, sem eyddi gæfu’ og friði, alt verður heill og menning þá að liði. Vísindi’ og listir fá sín fyrst að njóta friðarins undir björtum hlífiskildi, — þá mun þeim fjölga’, er brautir nýjar brjóta, bágindum eyða samúð, rækt og mildi. — Heill þeim, er alheimsfriðar fánann hvíta fyrstir á jörð við himinn blakta líta!” Kveður góðskáldið Guðm. Guðmundsson! En hætt er við að þjóðir þær, sem halloka hafa farið í þessum ófriði, fari ekki að inn- ræta ungu kynslóðinni friðarboðorðið og bróðurkærleikann til sigurvegaranna. Lík- indi frekar til að hatri og hefnd verði sáð í hjörtu og huga ungdómsins, og uppskeran verði, sem áður — stríð. Herguðinn er ennþá við völdin í heiminum, og hann brosir þegar klerkurinn endurtekur gamla hjalið um frið á jörðu. Dómsmálaráðg j af inn og dýrtíðin. Flestum mun hafa komið á óvart svarið, sem dómsmálaráðgjafi fylkisins, Hon. Thos. H. Johnson gaf við samvinnubeiðni formanns cýrtíðar rannsóknarinnar, Hon. Hugh A. Robsons, í síðustu viku — samvinnu, sem mi3a átti að því að lækka verð á lífsnauð- synjum hér í fylkinu og draga fyrir lög og dóm þá er sekir fyndust um ránverð og okur. Eins og hljóðið hefir verið í fylkisbúum undanfarið, og eins og dýrtíðin hefir verið af- skapleg, mundi flestum hafa fundist það sjálf- sagt að dómsmálaráðgjafinn tæki tveim hönd- um við samvinnutilboðinu og léti alla þá krafta, sem hann hefði yfir að segja, til að vinna í þá áttina sem um var beðið, og það undireins og óhikað. Framkvæmdavald lag- anna er í hans höndum og á hans herðum hvíl- ir það að líta eftir lögum og rétti í Manitoba fylki. Hér mátti engan dráttur á verða — hver stundin var dýrmæt. En dómsmálaráðgjafinn leit öðruvísi á mál in en aðrir menn. Hann fór undan í flæm- ingi, kvaðst ekki hafa séð lagasamþykt þá, er hér ræddi um, og væri bezt að tala um þetta síðar meir. Fulltrúar hinna ýmsu fvlk- isstjórna yrðu í Ottawa um miðjan mánuðinn — þá mætti ræða þetta nánar — ekkert lægi á. Þegar þess er gætt að hér lá mesta áhuga- mál fylkisins fyrir — dýrtíðin, sem allir bölva og dómsmálaráðgjafinn líka, hefði mátt búast - við að jafn lítilfjörlegt atriði og það, að hafa ekki séð lagasamþyktina, stæði ekki í vegin- um fyrir framkvæmdum. Lagasamþyktin hefði getað verið símuð til hans samdægurs eða komið með pósti á þriðja degi. 1 sannleika bágborin afsökun. Beiðni Robsons var eins sanngjörn og hún gat verið. Hann bað um að fylkislögreglan yrði látin rannsaka matvælabirgðir og draga þá fyrir lög og dóm, sem grunsamlegir þættu um ránverð eða valdandi væru á óleyfilegan hátt að dýrtíðinni, og að saksóknari væri skipaður, er flytti málin fyrir rétti. Viðtöl og fundi kvaðst Robson fús að hafa við fylkis yfirvöldin hvenær er óskað væri. Svo ekki gat það verið til fyrirstöðu að samráð stæði ekki til boða. Nei, dómsmálaráðgjafinn hefir enga gilda afsökun að færa fyrir afstöðu sinni í þessu máli. Hvað gera stjórnir hinna fylkjanna? Sjö þeirra hafa orðið við tilmælum Robsons og heitið honum öllu því fylgi, sem í þeirra valdi stæði. Engin hefir komið með viðbárur lík- ar því, sem dómsmálaráðgjafi vor kom með, ekki einu sinni stjórnin á Prince Edward Is- land. Nei, dómsmálaráðgjafi Manitoba fylkis er öðruvísi en aðrir. Hann er svo sem ekki að flana að neinu óðslega — ekkert liggur á! ! En á sambandsþingi heyrist annað hljóð í strokknum. Þar skammaði D. D. McKenzie stjórnina nýlega fyrir hvað seint gengi með dýrtíðarrannsóknma, kvað þjóðina vera að sligast undir klifjum dýrtíðarinnar, og heimt- aði að rannsókninni yrði hraðað sem mest að hægt væri. En ætli að hann hafi vitað að flokksbræður hans, er skipa sljórn Manitoba fylkis, er einn þröskuldurinn í veginum? Vafalaust ekki. Vér höfum til þessa haldið að Hon. Thos. H. Johnson væri atkvæðamesti og nýtasti maðurinn í Norris stjórninni, en vér förum að efast um það, jafnvel þó hinir ráðgjafarnir séu ekki upp á marga fiska. Enn getur hann þó bætt fyrir sér. Robson er nú kominn hing- að til borgarinnar og byrjaður hannsóknir sín- ar hér. Gangi nú dómsmálaráðgjafinn án frekari vífilengja í lið með honum og veiti honum alt það fulltingi, sem í hans valdi stendur, verður fyrirgefin fyrri framkoma hans, og hann ávinnur sér þakklæti almenn- ings. Sjálfs sín vegna vonum vér hann geri það. -------------------------------------* MacKenzie King. MacKenzie King hefir loksins náð útnefn- ingu til sambandsþingsins. En löng varð hon- um leitin og vesælt er kjördæmið og á út- kjálka landsins. I Ontario, heimafylki sínu, gat hann hvergi náð sér í kjördæmi, sem var honum sigurvænlegt. I Quchee gat hann komist að en þorði það ekki, vegna þess að hann óttaðist að sér yrði brígslað um að hann væri kosinn af náð Frakka. I New Bruns- wick hafði hann augastað á hinu auða sæti Frank B. Carvells, en taldi sér tvíiýnt um sig- urinn, og hætti því við. En úti á Prince Ed- ward eyju hafði gamall skröggur hrokkið upp af, sem þingsæti hafði haldið undir merkj- um Liberala. Og í það sæti hugðist nú nýi leiðtoginn að hlamma sér, því eyjarskeggjar höfðu nýlega hrundið conservativum af stóli þar á eynni, og hin nýmyndaða liberal stjórn mundi auðvitað reynast honum haukur í horni svona á tímum neýðarinnar. Hann af- réð því að velja þetta kjördæmi sem framtíð- ar óðal sitt; bað því um útnefningu og hlaut hana, og má því gera ráð fyrir að í október- lok slagi svo höfðinginn inn þingsalinn í Ott- awa sem réttkjörinn fulltrúi Prince kjör- dæmisins á Prince Edward eyju. Annað, sem MacKenzie King hefir afrekað þessa síðustu dagana, er að senda út ávarp til allra herskyldu-liberala og bjóða þeim undir merki sitt, mannsins sem manna mest barðist á móti herskyldunni og sem sat heima þá landið þurfti hans mest með, og það þó hann væri einhleypur og á bezta aldri og heilsu hraustur. Hann sat heima og beið meðan öðrum biæddi. En þetta ávarp hans virðist ætla að hafa sára lítinn árangur, engu frekar en flokks- þingið hafði í sameiningaráttina. Ennþá eru helztu blöð flokksins honum andvíg, og enn- þá eru Union-liberalar þingsins ósnortnir af boði hans, að tveimur eða þremur undan- skildum, og þeir höfðu flutt sig búferlum úr Union-herbúðunum löngu áður en King var valinn leiðtogi, svo ekki er afturkoma þeirra árangur af orðum hans. Hvað er um Dr. Clark frá Red Deer, helzta forvígismann liberal-stefnunnar í Vestur- Canada til margra ára? Er hann hlaupinn undir merki Kings? Ó-nei, og virðist hafa litla Iöngun til þess. Dr. Clark er fríverzlun- arpostuli og vill afnám allra tolla. En hann segir, sem er, að liberalar hafi svikið öll sín fögru tollmálaloforð og þeim sé ekki trúandi að nýju, og sú tollalækkun, sem lögleidd hafi verið, hafi komið frá conservativum eða Un- iomstum. Doktorinn vil því ekki bíta á krók- inn að nýju og er honum naumast láandi. Hvað er um ráðgjafana, Hon. J. A. Calder, Hon. A. L. Sifton, Hon. N. W. Rovell, Hon. McLean og Hon. Dr. Tolmie? Allir eru þeir liberalar af gamla skólanum, og ekki hyggja þeir að skipa sér undir merki Kings. Hvað er um vin vorn R. L. Richardson, helzta forkólf frjálslyndra skoðana hér í vest- urfylkjunum og einlægan lagtollamann? Ætl- ar hann sér að fylgja King? Ó-nei ekki mikið. Hvað er um hina 50 eða 60 Union-liberala á þinginu? Þeir ætla ser að sitja þar sem þeir eru, jafnvel hinir svo kölluðu óháðu sem flesta greindi á við stjórnina útaf toll málunum, hafa enga löngun, hvað þá ásetn ing, að hlaupa á náðir nýja leiðtogans. Hvað um heimkomnu hermennina? Hverj- um ættu þeir að fylgja, King, sem en ga hjálp vildi senda þeim þegar mest lé á, eða Sir Ro- bert L. Borden, sem gerði alt sem mannlegur máttur gat áorkað til að halda uppi heiðri og sóma þjóðarinnar með hermálastefnu sinni. Hvað er um þjóðina í heild sinni? Hvor- um mun hun fylgja, MacKenzie King eða Sir R. L. Borden, fjandmanni herskyldunnar eða forvígismanni hennar ? Vér spáum engu, en bíðum og sjáum hvað setur. Aftur bendir hin mikla fjölgun sláturgripanna á það að gróðavæn- legur þykir sá atvinnuvegur. Hið háa verð á kjötinu og hinn litli til- kostnaður, sem þess kyns gripa- rækt hefir í för með sér, gefur góð- an arð, svo góðann að jafnvel hveitibóndin hefir all-víða breytt ökrum sínum í haglendi fyrir gripi, og það mundi hann trauðla gera, ef gróðinn væri ekki sæmilegur af þesskonar griparækt. Canada hefir verið og er annað helzta hveitiland heimsms. Nú eru horfurnar að naugriparækt lands- DqJJ’s Kidney Pills, 50c askjan, ins komi því í fremstu röð í þeim e3a sex ö$k f $ öU_ ;fnum lika, og að Canada verði , . ... , , helzti kjötmarkaður heims- , um !>'fsmum eða fra I The DODD’S MEDICINE Co. Toronto, Ont. annar rns. Kjötmarkaður heimsins. Canada og Bandaríkin hafa hin síðari árin verið helztu stoðir Evrópulandanna hvað lífs- nauðsynjar snertir, sérstaklega þó hvað korn- vöru og kjöt ahrærir. Ma svo að orði kom- ast að þessi tvö lönd hafi verið forðabúr Ev- rópu á tímum neyðarinnar. Maður skyldi nú ætla að bæði hin vaxandi kjötsala landsins og eins hitt, hvað vinnu- kraftur bóndans fór rénandi meðan á stríð- inu stóð, hefði leitt til þess að gripum hefði fækkað að mun í löndunum. En svo hefir ekki orðið, heldur þvert á móti hið gagnstæða orðið ofan á. Af nýútkomnum skýrslum sést að á árunum 1915—1918 hefir naut- gripum fjölgað í Canada um tæpar 4 miljónir og í Bandaríkjunum um 9Vl miljón. Þessi fjölgun gripanna hér í Canada á mest við sláturgripi — * Beef Cattle . Mjólkur- hjörðin hefir líka aukist en ekki nærri eins mikið. Árið 1915 voru færri mjólkurkýr í Canada en verið hafði fimm undangengin ár. Nú aftur á móti eru þær 870.000 fleiri en ár- ið 1914, en sláturgripum hefir fjölgað um 3,144,000 á sama tíma. Einkennilegt er það, en samt er það svo, að ef dæma skal eftir tölum þessum,, virðist sem mjólkurframleiðsla sé ekki ábatasöm í landi voru, að minsta kosti ekki að sama skapi og kjötsalan. Hvort þetta stafar af þvi, að kostnaðurinn við mjolkurframleiðsluna og aðrar afurðir þaðan frá stafandi, se svo mik- ið meiri, vitum vér ekki, en líklegt er það. Aftur vitum vér hitt, að furðu dyrar hafa af- urðir mjólkurmnar þótt hin síðari árin, jafn- vel dýrari að tiltölu en kjötið. BRETLAND Sir Edward Carson hélt nýlega ræSu í Ulster-Unionista klúbbnum Belfast og skoraði á Ulstermenn að endurvekja félög þau og sam- bönd, sem þeir hefðu haft fyrir j ágúst. stríSiS til þess aS vinna gegn j heimastjórn Irlands og öSrum kúgunarlögum. Var ekki aS heyraj á herranum aS stríSiS hefSi mikiS breytt skoSunum hans á lrlands- málum. Nokkrum dögum áSurJ hafSi Joseph Devilin, helzti maS-j ur Nationalista, haldiS ræSu í Bel- fast^ þar sem hann skoraSi á Ira aS ýfirgefa Sinn Fein stefnuna og fylkja sér undir merki National- ista í kröfunum um algerSa heima- stjórn, og núna seinast hafa Sinn Feiners endurtekiS kröfur sínar um algerSan skilnaS. Vesalings Irland. varpiS um ríiksborgararétt er enn- þá fyrir neSri deild og á ekki greiSa siglingu aS því er virSist. Stjórnarskrárfrumvarpinu var vís- aS til 3. umræSu í neSri deild ! 0. FriSun vals og amar. Sveinn Ólafsson og Benedikt Sveinsson flytja frumvarp um þá breytingu á lögum frá 1913 um friSun fugla og eggja, aS emir skuli alfriSaSir til 1940 og valir til 1930, en síSan skuli hvorttveggja þessar fuglategundir ófriSaSar. Ennfremur aS fyrir hvern fugl, sem friSlýstur er í lögum þessum, skuli sá, er brotlegur verSur, gjalda 1 0 kr. sekt, sem tvöfaldast viS ítrekun brotsins, alt aS 80 kr. (áSur 2 kr. upp í 32 kr.) nema fyrir erni. Þar er sektin færS upp í 500 kr. (úr 25 kr.) og sektin fyr- ASmíráll Charles Beresford lá-^ jr ag taka arnaregg sömuleiSis sett 500 kr. (áSur 10 kr.). GreinargerS: “Konungur fugl- anna, örninn, er nær aldauSa hér á landi, og valurinn orSinn fágæt- ur í mörgum héruSum. Hvorttveggi þessara fugla eru varSur varS bráSkvaddur 7. þ. m. 74 ára gamall. Hinn látni var þjóSkunnur maSur fyrir þingstarf- semi sína. Var hann til margra ára helzti flotamálagagnrýnari andstæSinganna og þótti löngum maSur var hann og vissi hann fór. Sem aSmíráll þótti hann stjórnsamur og atkvæSamik- er ill. óvæginn og opinskár, en stórhæfur ná ófriSaSir og eftirsóttir mjög af hvaS j þeim, sem fuglahömum safna. Þótt báSir sé þeir ránfuglar, þá “rán” þeirra búendum eigi sér- { lega bagalegt. Þeir lifa mest- megnis af sjófangi og rjúpum. Fuglategundir þessar eru ein- kennilegar fyrir Island, og aS ■ nokkru leyti prýði þess, einkum valurinn, sem skreytt hefir skjald- armerki vort um langan tíma og er aS fornu frægasta konungsger- semi. VirSist dýralíf landsins ekki svo auSugt, aS rétt sé aS leyfa drápgirni mannanna aS eySa þess- um frægu, háfleygu og harSvítugu fuglum.” Brezkt herskip (destroyer) rakst á rússneska tundurnámu í Finska flóanum 4. þ. m. og sökk samstundis; fórust þar 25 menn en 90 björguSust. Stjórn Breta hefir boSiS 300,- 00 dollara verSlaun fyrir loftfar sem traustast er og öruggast í ferS- um undir öllum kringumstæSum og mönnum óhultast. Til aS mæta fyrir Breta hönd á verkamannaþinginu í Washington í október hafa veriS valdir: Rt. Hon. George Bornes verkamanna- fulltrúi í Lloyd George stjórninni og Sir Malcom Delevigne. Sir Horace A. Byatt hefir veriS útnefndur landstjóri í nýlendum þeim, sem Bretar tóku af ÞjóS- verjum í SuSur-Afríku. Verkamannaþing stendur yfir í Glasgow þessa dagana og er þaS hiS Rvík 10. ág. Kvikmyndararnir fara héSan í hinn mikla leiSangur sinn austur í sveitir og upp í BorgarfjörS í fyrramáliS. Alls er gert ráS fyrir aS 22—23 menn verSi í ferSinni. Er henni fyrst heitiS austur Hellis- heiSi, alla leiS til ÆgissíSu. Þar verSur fyrsta kvikmyndin líklega tekin. SíSan verSur haldiS aust' ur aS Keldum á Rangárvöllum og tekin önnur mynd. Þá aS ..... , c r . | þar tekin önnur fjolsottasta er sogur fara af a1 r . . „ . ,. aoc 1 'iv • . Gullfossi um Geysi niSur a Ping- Bretlandi. ASal mal þmgsins er aS tala um þjóSeign allra náma £ löndunum. Vilja hinir svæsnari verkamannaleiStogarf svo sem Robert Smillie og Robert Williams aS allar námur verSi starfræktar af þjóSinni, en Arthur Henderson, John R. Clynes og James Henry Thomas vilja núverandi fyrir- komulagi. Er mikiS rifist um þetta og áséS fyrir endann á því ennþá. ISLAND Frá Alþingi. Fátt hefir boriS viS, sem tíS- indi geta kallast, síSaP stjórnin sagSi af sér. Nokkur frumvörp hafa fluzt á milli deildanna og ör- fá veriS afgreidd frá þinginu sem lög. HæstaréttarfrumvarpiS slapp aS heita mátti óbreytt gegnum neSri deild og er nú komiS á dagskrá efri deildar og er búist viS aS þaS verSi samþykt þar óbreytt. Frum- völl og þar d"valiS nokkra daga. SíSan norSur Kaldadal og upp á HvítársíSu. Búast þeir viS aS verSa alls 4—5 vikur í þessari ferS, dvelja svo nokkurn tíma hér í bænum og leika nokkur atriSi myndarinnar og aS því loknu verSur ef til vill fariS aftur austur. Þessi ferS verSur bæSi löng og ströng, einkum erfiS fyrir dönsku leikendurna, sem vitanlega eru meS öllu óvanir slíku ferSalagi. Farangur er mjög mikill. ög- mundur SigurSsson, sem er aSal- fylgdarmaSur í ferSinni, bjóst viS því í gær aS þurfa 30 áburSar- hesta. ÞaS er mikiS lagt á sig af þeim, sem stjórna þessu, einkum Gunn- ari Sommerfeldt, til þess aS mynd- in og útbúnaSur allur hepnist vel. Er óskandi aS vonir hans rætist í því efni, eigi sízt vegna höfundar sögunnar, Gunnars skálds Gunn- arssonar. Þessir leikarar fara meS dönsku kvikmyndaleikurunum héSan úr bæ: Frúrnar Stefanía GuSmunds-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.