Heimskringla - 23.06.1920, Síða 1

Heimskringla - 23.06.1920, Síða 1
SendiS eftir verðlista til °5 Royal Crown Soap, Ltd. -j 654 Main St., Winnipeg UlIlUÖOir V.-----------------------------1 ‘Coupons’ 0§ Sendið eftir ver'ðlista til l Royal Crowa Soap, Ltd. IimbQOir 654 Main St., Winnipec v*-------------------------------------f Verílaun gefin fyrir XXXIV. ÁR. WIPWIPEG. MANITOBA. MIÐVIKUDAGINN 23. JCNÍ, 1920- CANADA # “ Frumvarp var 'lagt fyrir iþingiS á mánudaginn var, er ifer fram á að skipuÖ sé hveitikaupanefnd í Can- ada fyrir yfirstandandi ár. Skal nefndin skipuS 12 mönnum, er orjíni uppiýsinguim um vænltanlega uppskeru á þessu hausti, ákveði hveitiverS o. s. frv.. Flutnings- maSur er Foster verzlunarmála- ráSgjaifi. Gert er ráS fyrir aS þinginu verSi slitiS innan skams og er þeim því kappsmlál aS frumvarp þetta verSi afgreitt áSur. SykurverSinu smá þokar upp. Stórkaupmenn í Montreal hafa nú fært þaS upp í 25c á pundiS. En sagt er aS í smásöhi sé beSiS um aílt aS 30 centum fyrir pundiS. Stjórnarsinnar ihéldu fjölment þing í Ottawa í gær. Var þar til umræSu hvort skifta skyldi um nafn á stjórnarflokknum eSa halda því sem hann ber nú. Flestir létu í Ijós aS þarflaust væri aS gera ráS fyrir kosningum á þessu ári. Hinar og aSrar uppástungur voru ræddar viSvíkjandi iframltíSarstefnu flokks ins, og virtust allir eindregiS meS því, aS nauSsynlegt væri aS á" kveSa stefnuna sem fyrst til varnar mót áiásum Mr. Kings, liberal leiS- togans. All'ir löldu Borden sjálf- sagSan íoringja í framltíSir.ni. Canadastjórn er aS setja á stofn nýja verz/lunarskipallínu milli Can- ada og Asíu. Eiga skipin aSal- lega aS vera í förum milli Montre- al og Ceylon og Indlands. ViS- komustaSir eru hafnirnar viS Súez- skurSinn og Bomibay. Fyrsta skip- iS á aS leggja af StaS ifrá Montreal í byrjun ágúst, og stöSugum ferS- um aS vera haldiS uppi eftir þaS áriS um kring. Kosningalögin eru nú til um- ræSu í Canadaþinginu. Hafa ýms' ar mikiIsvarSandi breytingar veriS á þeim gerSar, meSal annars aS allir þeir menn og konur af þýzk- um ættum og öSrum óvinaþjóSum er heima ihafa átt í landinu um 1 0 ára skeiS, skuli vei'tt fullkomin borgaraleg réttindi. íEr þar eigi 'hirt um aS í brezku kosningalögun. um er borgararétturinn miSaSur viS 1 0 ára búsetu í ríkinu eftir aS ófriSnum lauk. Þá er og gert ráS fyrir aS kjörskrár fylkjanna, séu þær eigi meira en tveggja ára gamlar skuli notaSar viS samning kjörskrár fyrir samlbandskosningar. Einn skrásetjari skal tilnefndur fyr- ir hverja 4000 atkvæSisbæra borgara o. s. frv. Kosningalög þessi eru stór réttarbót á 'lögum þeim. sem samlþykt voru 1917, og er eigi vanþöif á því. Þann 12. júllí næstkomandi verSa liSin 50 ár ifrá því aS Mani- toba öSlaSist fylkisréttindi og var tekin upp í sam'bandiS. Er senni- legt aS þessa atburSar verSi ræki- lega minst Ihér í Winnipeg og víS- ar- , Meþódistar hafa setiS hér á þingi undan’farna daga í bænum. Margt hefir veriS tekiS þar til íhugunar, meSal annars heimiatrúlboSsmá'l — meSal útlendinga — og kaupgjald presta. Samþykt var meS ein- róma atkvæSi aS hæklka svo kaup presta innan kirkjunnar aS enginn skyldi ha’fa ilægri árslaun en $2000 ef fyrir fjölskyldu hefSi aS sja, en $1 500 df hann Væri einn SÍns liSs. Mestum umræSuim sætti tilllaga fra Sir Jarnes' Aikins fylkisStjóra, aS sem mest stund væri lögS a heima- trúboS en hætt aS mestu leyti viS heiSingjatrúlboS. UrSu um þaS snarpar umræSur, og deilt var mjög á Sir James aS koma fram rneS aSra eins fjarstæSu og þessa. “HvaS verSur þá úr hrósi kirkju (,'orrar, ef vér hættum aS snúa heiSingjum frá villlu síns vegar og ti! réttrar trúar?” kvaS viS frá ýmsum fulltrúum þingsins. Á fulltrúaþingi alslherjar verka- mannafélagsins í Ameríku, er staS- iS hefir yfir í Montreal, var Samuel Gompers endurkosinn forseti í 39. sikiíti. Byrjar hann nú fertugasta áriS sem iforseti félagsins. Leitun mun á nokkrum er a'lmennari vin- sælda og tiltrúar nýtur meSal verkamanna í þessari álfu en Gomper forseti. --------x------- BANDARIKIN Megn óánægja á sér staS meSal ýrosra stjórnrr.álamanna í Banda- ríkjunum ú' af forsetaútnefningu Republikka. I ræSu, sem fyrver' andi forsetacfni og háyfitdómari, Charles E. I iughes, hélt á uppsagn- arlhátíS lagaskólans viS Harvard iiaskó'ann á mánudaginn var, vék hann aS flokksbingi Republikka. og taldi útnefningu Hardings hiS raunalegasta slys fyrir landiS. "ÞjóSin virSist hafa reglulegt æSi til aS semja ný lög í þaS enda- lausa, lög sem eru mjög varhuga- verS. Meginþorri þeirra ll'agp, er þingiS hefir samiS nú í seinni tíS, eru í hæsta máta varhu'gaverS og mörg Verri en þýSingarlaus. VirS- ast þau lög flest skorta 'framsýni, en vera þrungin af einskonar ugg og ótta viS yfirstandandi tímann. HiS lakasta er aS þjóSin virSist taka þessu meS þögn og þolin- mæSi og eigi láta séi* til hugar koma aS krefjast Ibreytinga á þessu. Vorar efnál'egu iframfarir virSast vera aS ibera o'furliSi hug- sjónaríki vort og vera aS skapa þær stjórnmállaflækjur, sem eru aS VerSa mönnum ofvaxnar aS greiSa r *• ur. Wm. McAdoo, er nefndur hefir veriS tíSast í saimlbandi viS Ifor- setaútnefningu Demokrata, hefir lýst því yfir aS hann gefi ekki ko»t á sér. Segir hann aS ástæSurnar leyfi sér eigi aS eySa tíma í kosn" ingaleiSangur, og hafi þess Vegna sagit sig úr ráSuneyti Wilsons, aS hann hafi ætlaS aS verja næSt- komandi árum fyrir sjállfan sig og » til aS tryggja ‘framitíS sína og sinna. í ráSi er aS ihópur amerískra og brezkra fréttaritara ferSist til Prag í Bæheimi viS byrjun næsta mán- aSar. ASal tilgangurinn meS því ferSalagi er aS kynna sér ástand- iS í þeim hluta MiS-Evrópu, eins og þaS er. ÞaSan hafa altag bor- ist mjög óglöggar fréttir og ó- ábyggilegar, en þegar ófriSnum er loikiS, þýkir ástæSa ti'l aS láta sig varSa hvaS þar er aS gerast eigi síSur en annarsstaSar í heiminum. Ðftir síSustu manntalsskýrslum í Bandaríkjunum er röS stórbæja þessi: New York, Chicago, Phila- delphia, Detroit, Cleveland, St. Louis, Boston, Baltimore og Pitts- burgh. HöfuSstaSurinn er hinn sextándi í röSinni. ----------x---------- BRETLAND Arthur J. Balfour flutti ræSu í brezka þinginu fyrra föstudag um alþjóSasamlbandiS, og' skýrSi frá því verki, sem þaS væri aS gera. AlþjóSasambandið, og skýrSi frá staSíS í sex mánuSi, en eiginlega ekki tekiS til Starfa fyr en nú fyrir 4 máhuSum. Auk þess sem sett hefir veriS á slofn stjórnarráSs- sto.'a þess, hefir veriS sett á fót skrifstofa, sem tekur á móli ölluni Siin.riii'pum er gerSir eru þióSo a millí Framvegis eru eng.r samn' ingar gildandi, er eigi er., þangaS send:r, og meS því lagðir fyrir sjónir iJlrar veva'darinnar. Ve.t- ist erindsrekum allra þjóSa aS- gangur aS þeim og kemur þetta í veg fyrir alla le.ynisamnínga, er hingað til hafa tíSkast og jafnan reynst heimíslfriSnT.rm svo hættuleg- ir. Þá skýrSi hann frá verkefni hinna ýmsu nefnda Sambandsins, og er hin síSasta þeirra. Dóm- nefndin fyrir alþjóSadómstólinn í Haag. Fór hann lofscamlegum orSum um Dr. Elihu Root, fulltrúa Bandarí'kjanna í þeirri nefnd. SambandiS hefir nú skipaS nefnd til aS takmarka landsvæSi þaS, e; tilheyra skal Saardalnum, sem eftir friSarsamningunum á aS vera und- ir stjórn Samherja. Önnur nefnd á aS gera um landþrætumál þsirra Pólverja og ÞjóSverja, og hin þriSja annast um heimfluining allra hertekinna manna og kvenna í Rússlandi. FormaSur þeirrar nðfndar er FriSþjófur Nansen. Mr. Bal'four lét þá von í ljós aS Bandaríkin sendu fulltrúa til Bruss- els-ráSstefnunnar, sem SamlbandiS gengst fyrir aS haildin verSi, til aS greiSa fram úr ifjárhagsvandræS- um þjóSanna er imest hafa liSiS vegna stríSsins. Hann sagSi aS SambandiS mætti megnri mót- spyrnu af þeim mönnum, er játaS höfSu aS þeir höfSi enga trú á bræSrallagi þjóSanna. Væru þess' ir menn stundum nðfndir ‘veraldar menn”. “Veraldarmennirnir trúa eigi aS heimurinn geti staSiS til bóta, trúa engu góSu um hann”. “Satt er þaS aS oft tekur þaS marga mannsaldra aS breyta e&li og upplagi manna,” sagSi hann, “en eg læt engan telja mér trú um aS vegna þess aS þaS tekur lang- an tíma, hljóti mannfélagiS aS standa í staS um aldur og æ'fi. ÞaS er ekki eingöngu í beinni mótsögn viS alíla mannlega trú og von, hðldur viS mannkynssöguna sjálfa.” Hann lét í ljós þá von aS Sambandinu á sínum tíma myr.di auSnaist aS a'fstýra bödi því, sem alf stríSum leiSir. “Verstu fjand- menn Sambandsins eru þeir,” sagSi hann, “sem télja stríS og blóSsúthellingar göfgandi og siS- ferSisbetrandi ifyrir þjóSirnar. Þó hægt sé aS snúa flestu böli, sem menn reyna, til einhvers góSs, þá ætti hverjum óbrjáluSum manni aS vera þaS ljóst, aS éítir því sem böliS er meira og stærra, ðftir því verSa hinar staSlegu verkanir þe«s víðtækari. Og ökkert stærra böl er til en stríS og manndráp. Hættulegastir allra óvina Sam- bandsins eru þeit, sem vilja gera þaS aS einskonar allsherjar yfirríki í heiminum, er hafi til umráSa ó- sigrandi her á sjó og landi, sem gegni hverri bending þeirra er í Al- þjóSanefndinni sitja, og senda megi á hendur 'hvaSa þjóS sem er, ef hún sýnir þrjósku eða óhlýSni.” Hann tók vara 4 því aS æílast eigi til þess aS AlþjóSasambandið yrSi gert aS hervaldi. Sú hefSi aldrei veriS uppháflega hugmynd- in meS þaS, heldur aS þaS væri einskonar ráSstofa, sem tefSi fyrir framikvæmdulm þeirra gerSa, er væru varhugaverSar, auglýstp þær og ræddu ifrá öllum hliStim, svo þjóSirnar gætu myndaS sér sínar skoSanir um þær, auglýsti ríkja' og verzlunarsamninga, upplýsti al- menning um aifstöSu þjóSanna hverrar gagnvart annari og reyndi aS halda jafnréttishugsjóninni litf- andi í hugskoti manna. “Ein voldugasta þjóSin í heiminum, Bandaríkin,” sagSi hannt “hafa hikaS sér viS og jafnvel neitaS aS ganga í sambandiS, vegna þess aS henni hefir skilist aS meS því tap- aSi hún einihverju af sjálfstæS: sínu. Og þaS mundi hún gera og hver önnur þjóS sem væri, er aS því gengi, ef AlþjóSasamlbandiS ætti aS vera yfirríki og hersam- band til stjórnar öllum heimi.” Á Irlandi virÖist nú ráSa algert stjórnleysi. RæSur stjórnin ekki viS neitt, þrátt fyrir allan heraflan, sem búiS er aS senda inn í landiS. I bænum Londonderry hefir r.' staðiS yfir bardagi í samfleytta þrjá sólarhringa, svo aS öllum verzlunarstöSum hefir veriS lok- aS og engir getaS fariS um stræti borgarinnar. VirSist hvarvetna sem Sinn Fein liSinu veiti betur. Sömu sögur er aS frétta úr öSrum héröSum Ir'lands. Hafa þeir menn er áSur leiddu hjá sér deilur og stóSu utan viS iflokka, orSiS ótta- slegnir yfir ástandinu, er í landiS var sendur óflýjandi her, og tekiS upp vopnin meS sjálfstæSismönn- um. Lítur helzt út fyrir aS háSur verSi hinn annar Brjánsbardagj áSur en á löngu líSur. I undirbúningi er aS stofna alls- herjar sýningu ifyrir brezka ríkiS. BeiSni héfir komiS fyrir þingiS um 1 00,000 Sterlingspunda veitingu til þessa fyrirtækis. Þessi uppástunga kvaS eiga rót sína aS rekja til Strathcona sáluga. HreyfSi hann míáli þessu sumariS 1913 og fékk þaS þá allgóSar undirtektir, en eigi varS þá áf framkvæmdum vegna þess aS stríSiS skall yfir skömmu síSar. Á sýningu þessari verSa munir frá öllum stöSum rí'kisins. Ætlast er til aS hver nýlenda og sambandsland héifi þar skála út af fyrir sig og verSi þar til sýnis alt þaS er aS iSwaSi lýtur í því landi. Sýninguna á aS halda í Lun'dúnum. Á Egyptálandi er nú veriS aS innifeiSa ýms akuTyrkjuáhöld, sem tíSkanleg eru í Amerí'ku. Er nú búiS aS senda þangaS mikiS upp- lag af mótorplógum og er búist viS aS þeir verSi notaSir viS allan stærri landbúnaS. BújarSir eru víSa smáar, rúm ekrustærS og um- , kringdar djúpum skurSum, því vatnsveita er notuS þar á flestum stöSum. ÁkveSiS er þó aS reyna aS nota þá á þessum blettum, því vinnudýrum hefir 'fækkaS svo mik- iS í landinu meSan á stríSinu stóS, aS állur búnaSur hefir beSiS stor hnekki. ----------x---------- ÖNNUR LÖND. FramkvæmdaráÖ samherja hef- ir setiS á fundi þessa daga í París, til þess aS ákveSa ýmislegt í sam- bandi viS friSarskilmálana þýzku. ÞjóSverjar 'höfSu beSiS um aS mega hafa 200,000 fasta hermenn nú fyrst um sinn meÖan þeir væru aS koma á reglu og skipulagi í landinu. Einróma álit nefndar- innar var aS verSa ekki viS þess- ari beiSni, en heimta aS ÞjóSverj- ar uppfyltu í þessu atriSi áSur gerSa samninga aS mjnka herinn ofan í 1 00,000 manns. Þá var á- kveSið aS ÞjóSverjar skyldu greiSa 'fyrst um sinn 3 biljonir marka í gulli árlega til samherja upp í skuld sína. Ef, þegar fram liSu tímar, aS þaS yrSi fyrirsjáan- legt aS þeir gætu borgaS meira en þetta, þá skyldi gjaldiS hækkaS. Þó öllum fulltrúunum kæmi saman um upphæSina, urSu állnokkrar deilur um skiftin. Krefur Italía fimta hlutans af upphæS þessari, en áSur var búiS aS ætla henni aS- eins 7 %, og varS þaS mál eigi til lykta leitt áSur en fundi var slitiS. SíSustu fregnir frá Hollandi segja aS keisarafrúin þýzka liggi viS dauSa. Hafa synir hennar veriS kallaSir til hennar, og er henni talin IMtil líifsvon. Frá Gertf á Svisslandi kemur sú fregn aS um 330- ítalskir fangar hafi veriS teknir af lífi í Tyrana í Albaníu. Er þaS gert í hefndar- skyni viS Ita'li fyrir aS myrSa Ess- ad Pasha, er Albaníumenn höfSu valiS sér sem forseta. Heimta Al- banir algert sjálfstæSi og afsegja öll afskifti Itala af sérmálum sín- um. Um 2000 ítallSkir fangar eru enn í höndum Albana, er þeir tóku eftir orustuna viS Avlona, og ótt- ast ítalska stjórnin aS þeir muni sæta sömu örlögum, ef eigi verSi meS neinu móti hægt aS koma þeim 'til bjargar. Nýjq^ danska ráSuneytiS er þann ig skipað: Neergaard forsætis- ráS'herra og fjármála, Harald Scavenius kammerlherra og fyrver- andi sendiherra Dana í Rússlandi er utanríkisráSherra, I. C. C'hrist- ensen kirkjumálaráSlherra, Klaus Berntsen ihermálaráSherra, Rytter landsdómari er dómismálaráÖherra Tyge Rothe stórkaupmaSur er verzlunarmálaráSherra, Slébsager er samgöngumálaráSherra, Mad- sen-Mygdal forstjóri er landbún- aSarráSherra, Sigurd Berg innan' ríkisráSherra. (Neergaard hðfir mjög veriS viS dönlsk stjórnimá'l riSinn, og nú, er hinir síSustu stór- féldu viSlburSir utSu í Danmörku, var þaS tálinn hann ifremur en I. C. Ghristensen, sem stæSi bak viS. Hann er fæddur 1854 og er sagn- fræSingur, en héfir ifrá öndverSu gefiS sig ro.iög aS fjárhagsmálum, einkum toJlamálum. Hann stofn- aSi hiS merka tíimarit “Tilskueren" og var ritstjóri þess 1 0 fyrstu ári'n. Hann hefir setiS á þingi Dana ósljt. iS síSan 1892. Hann var fjár- málaráSherra í ráSuneyti I. C. Ohristenaens frá ) 908 og í ráSu- neyti C'laus Bemtsen, en þess á milli var hann forsætisráSherra, en skamma stund.) -------—x--------- KLAND Rvík 26 maí. Borgarstjórakosning er nýlega um garS gengin í Reykjavík, og er þaS í fyrsta skifti aS Reykvíkingar kjósa sér borgarstjóra meS al- mennri atkvæSagreiSsIu. ÁSur hefir bæjarstjórnin kotsiS borgar- stjóra. Leikar fóru svo aS Knud Zimsen var endurkosinn meS 1 760 átkvæSulm, en Sig. Eggerz fyrv. ráSherra fékk 1584 atkv. ASrir ’nöfSu ekki sótt um stöÖuna, Austurrísku bömin kotna ekki | hingaS, meS því aS “trúarbragSa- legar og aSrar tálmanir eru því til fyrirstöSu. En málaleitun hef ir komiS ifrá Wien, aS teknir verð; 30—50 drengir, 14—18 ára, til þriggja eSa fjögra mánaSa sumar' dvalar. Nefndin héfir enga á- kvörSun getaS tekiS um þaS efni enn. Kaffisamsæti verSur lautinant Fr. Frederickson haldiS í kvöld í ISnó og er þaS aS forgöngu í- þróttamanna hér í ibænum. ÞaS hefir heyrst, aS hockey-sigurvegar- ana frá Antwerpen 'hafi allla langaS til aS heimsækja Island í NorSur- álfuför sinni, oig Árni Eggertsson hafi símaS hingaS umleitun aS þeim yrSi boÖiS, en fengiS dau'far ; undirtektir. — Er líklegt aS þeim félögum verSi sent skeyti í kvöld til merkis um, aS samsætisgestir mundu einkis fremur hafa óskaS, en aS þeir væru allir viSstaddir. Tveir menn drukna. Á föstudag NÚMER 39 drilknuSu tveir menn á höfninni á DýrafirSi. Voru skipverjar af mótorbátnuim Frigg frá IsafirSi, er lá á höfninni, aS sækja vatn í land og hvolfdi bátnum. Komust tveir menn á kjöl en tveir druknuSu. Ókunnugt er oss um nöfn þeirra. Er óskíljamlegt hvernig slys þetta hefir boriS aS höndum, því veSur var ágætt. SkátafélagiS ætlar aS reisa sér sumarhús uppi viS “Lögberg” í næsta mánuSi, og er Axel Tulinius framkvæmdastjóri frömuSur þess, sem vænta mátti. HúsiS verour aS lögun sem sveitabær meS veggj um úr grjóti og torfi og timbur- stafni. Lengdin verSur 8 metrar en breiddin 4 metrar. Herbergin verSa tvö og lítiS eldhús aS auki. Geta hafstþar viS 30 Skátar í einu. Svo mun til ætlast aS Skátarnir vinni sem mest sjálfir aS þessari húsgerS. GóSur afli á botnvörpunga hefir veriS undan'fariS. --------x-------- Danskir flótta- menn. komu frá Rússlandi í aprílmánuSi. Voru í þeim hóp á fjórSa tug karía kvenna og barna. Báru margir meiki þess, aS ekki hafSi líðanin veriS góS, enda létu þeir hörmiu- lega yfir ástandinu. Sumir voru héldur sagnafáir er blaSamenn vildu hafa fregnir af þeim. SögS- ust þeir hafa verið varaðir viS aS segja Ijótar fréttir frá Rússlandi, því aS þaS gæti komiS ílla niSur á Dönum þeim, er þar væru eftir. Lfka væri annar flokkur danskra flóttamanna aS reyna aS komast úr Rússlandi, og væri betra fyrir hann aS Bolshevikastjómin frétti ekki aS ihenni væri i'IIa 'borin sag- an af þeim er hún héfði þegar slept út fyrir landamærin. — ASrir leystu frá skjóSunni og sögSu alt eins og var. HöfSu þeir mist eig- ur sínar og þolaS þar aS auki þungar búsifjar. Bolshevíkingar hafa ímigust á öllum útlendingum, halda þá vera njósnara Og varpa mörgum í Ifangel’si fyrir minstu á- tyllu. Einn Daninn hafSi orSiS fyrir þessu, og setiS á annan mán- uS í fangélsi áSur en mál hans var rannsakaS. Var hann verkfræS- ingur og sá þann kost vænstan aS ganga í þjónustu Bolshevíkinga er hann losnaSi úr prísundinni. Enda bera þeir sig mjög eftir verkfróS' um imönnum til þess aS koma í lag atvinnuvegum sínum. SagSi hann Bolshevfkinga byltast mjög í stór- fyrirbækjum en þau gengju mis- jafnlega vegna Skorts á fé og öSr- um nauSsynjum. Svo fór þá og um þaS ifyrirtæki, sem hann vann viS, aS verkiS stöSvaSist. Mjög svo áberandi kvaS þaS vera, hvaS öll nauSsynleg tæki ganga úr sér í Rússlandi, vegna þess aS kraftinn vantar til aS gera viS þau. Kuld- inn í bæjunum er afar tilfinnanleg. ur, vegna skorts á eldsneyti. Vatns- pípurnar í húsunum springa, og þar viS situr aS eigi verSur viS þær gert. óþrifnaSur í bæjunum eykst afskaplega. Menn bera sorp og saur út á göturnar, og myndast þannig gróSrarstíur krankleika og pestar. Þrátt fyrir alt hvaS á gengur, eru Bolshevfkingar samt hinir hörSustu og segja aSrar stjórnir ekki mundu verSa ‘betri en sína; aSal atriSiS sé aS fá friS, og þá muni alt lagast smátt og smátt. (Vísir.)

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.