Heimskringla - 18.08.1920, Síða 4

Heimskringla - 18.08.1920, Síða 4
4. blaðsiða HEIMSK-RINGuA WINNIPEG, ]8. ÁGÚST, 1920. WINNIPEG, MANITOBA, 18. AGOST, 1920. Þjóðasambandið. Hvað er nú að frétta af þeim króa? Er hann hraustur og lifandi? Eða liggur hann munarblíður og vanmátta í vöggunni, bíðandi eftir dauða sínum? Þannig heyrist oft tal- að um þjóðasambandið. Hvort sem þjóðasambandið hvílir nú á þeim grundvelli, sem upphaflega var búist við að það hvíldi á, eða ekki, er það víst, að þeir sem halda fram með því, virðast einráðnir í því, að láta það reyna kraftana og vinna það gagn sem því er auðið. Af þeim 45 þjóðum, sem líklegar voru til að ganga í félagið í fyrstu, hafa að vísu 5 Iýst !því yf.'r að þær gengju ekki í það að svo stöddu. Þessar þjóðir eða lönd eru Banda- ríkin, Haiti, Hinduras, Kúba og Nikaragua; 3 önnur Iönd eru óákveðin ennþá. Eru því 37 þjóðir, sem nú hafa innritast í félagið. Að mannfjölda eru þær 850,000,000, og má það sem stendur heita félagatala þjóðasam- bandsins. Auk þessa hafa nokkrar þjóðir nýlega lag\ fram beiðni um upptöku í félagið, segir Sir Herbert Ames fjármálastjóri þjóðasambands- ins. Og á næsta fundi félagsins, sem haldinn verður 15. nóv. í haust í Genf, er búist við að sumar af óvinaþjóðunum, sem nú eru, verði á fundi og innritist ef til vill í félagið. A!t ber þetta með sér að þjóðasambandið sé vel Iifandi. Og ef litið er á skýrslur yfir verk þess, síðan það var stofnað, er ekki ann- að hægt að segja en að félagið hafi miklu verki afkastað. Fu.ncur si, er félagið heldur nú í San Seb- astian á Spáni, er áttundi fundur þess; hefir það haft 4 fundi í Lundúnum, 2 í París og 1 í Róm. Verkið, sem á þessum fundum hef- ir verið unnið, er bæði mikið og þarft. Skal hér á fátt eitt bent. Það hefir, eða er að stofna alþjóða dóm- stó). Það hefir kallað þing saman í haust í Brussel, sem að fjalla á um fjártillög ýmsra þjóða til féiagsins. Það hefir skipað fasta- nefnd til þess að Iíta eftir herútbúnaði þjóð- anna, og til að takmarka hann. Það hefir . sk’pað nefnd til að líta eftir að réttur smá- þ’cðanna sé ekki traðkaður. Einnig til að líta eftir, hvernig þær þjóðir, er umboð ann- ara hafa, breyta við þær. ' Nefnd hefir það og sett að sjá um, að auglýstir séu allir utan- ríkja-samningar, og aðra til að ráða fram úr verkamálum heifnsins. Alt eru þetta þýðingarmikil mál. Og eins er um mál þau er fyrir fundinum á Spáni liggja- Er eitt það, hvað gera skuli við þær þjéðir, sem í stríð fara, og tilheyra félags- skapnum. Annað, að fella eða samþykkja lögin um alþjóðadómstól, sem samin hafa ver- ið á lögmannafundi í Haag. Ög þriðja, að endurskoða lög félagsins viðvíkjandi umboði einnar þjóðar yfir annari o. s. frv. Að þjóðasambandið, sern þetta hefir fyrir stafni, sé í dauðateygjunum, verður ekki með, sanni sagt. Það er ekki aðeins lifandi, held- ur vakandi starfandi. En af öllu starfi þess er þó'ef tií till hin óþreytandi elja þess, að koma á friði og sátcum, mikilsverðásta starf þess. Og því er spáð, að það efhst svo og vaxi, að það muni með tímanum geta orð- ið það, sem upphaflega var ætlast til að það yrði. Það virðist felast töluverður sannleik- ur í orðum eins brezka stjórnmálamannsins um félagið. Hann sagði það “raunverulega byrjun”. Minni Islands 2. ágúst 1920. Herra forseti, heiðraða samkoma, kæru vinir! Forseti skýrir yður frá því, að eg eigi að mæla hér í dag fyrir minni íslands. Eg verð því miður að skýra yður frá því, að það er meira en eg get gert. Minni íslands verður aldrei flutt með fáum orðum, og eigi heldur með langri ræðu, jafnvel eigi með kvæði, og myndi það þó vera hið helzta er til greina gæti komið, því til eru þau kvæði er á öllum stundum bera “hug þinn og hjarta á heima- lands mót”, svo vér afvegafærum orð skálds- þessum dulrænu efnum björg og brauð? — Mátti ekki eins eta nikurinn úr Níl, þegar feitu kýrnar voru allar farnar? Kom svo •ekki líka að þeim tíma.yað til valda kom Pharaoh, sem ekki þekti Jósep? En bræður hans gleymdu honum ekki. Og vegna þess að þeir gleymdu honum ekki, gleymdu þeir ekki sjálfum sér. En hver hefði sagan orðið og hvað úr því, sem flestir telja ■mannanna æðstu eign, ef þeir hefðu gleymt honum, og sjálfum sér, og eigi munað til ann- ars en að þeir væru egypskir þrælar, er vera ættu til þess að höggva við og draga vatn og hnoða tigulsteina og hlaða upp fjárhirzlur Pharaohs? Sagan af Hebreunum tveimur, er í illindum ins, hvar sem sporín marka á yfirborði vorrar ! áttu, og löggjafinn mikli gekk á milli, verður gömlú jarðar. En þau eru færri. Minni Is-. lands er yfirgripsmeira en svo, að það verði flutt með orðunum einum. Minni ættarlandsins er aldrei flutt, nema það sé flutt með allri æfinni í hugrenningum, orðum og gerðum. Það á í því efni skylt við syndina, eftir því sem þeir gömlu lýsa henni. Hún er með þrennu móti, hugrenningum, orðum og gerð- um. Mun það og koma heim, við það sem stöku sinnum hefir heyrst, að það sé synd að minnast ættar og þjóðar. Minni föðurlandsins verður eigi flutt á skemri tíma en þeim, er á milli liggur vögg- unnar og grafarinnar. Og hvort á það vant- ^ ar mikið eða lítið, að vér höfum fullkomnað það skeið að sömu hlutföllum, vantar í hvert skifti á minni það, sem vér erum að flytja. Það er framhald á því á hverju kvöldi — sem blaðamennirnir segja — og það framhald birtist með næsta morgni — unz morgnarnir verða ekki fleiri — þá er því lokið — ekkert niðurlag næst. Méð þeim fáu orðum, sem eg hefi leyfi til að flytja hér í dag, verður því skamt farið með það minni. Þau orð verða eigi nema örfá ávarpsorð, nokkrar sameiginlegar minn- ingar, — sem skiljanlegt er þegar þér og líka minnist þess, að það er eigi eg einn, heldur þér öll, sem íslandsminni eruð að flytja, og eigi eingöngu í dag, heldur alla daga. Eg segi: með þeim fáu orðum, eigi er þó svo að j skilja, að mér hafi verið fyrirsett, hvað orð- ! in mættu vera mörg. En hinsvegar hjó eg eftir því, að þó það sé aldrei nema satt, það sem Sveinn heitinn Lappi kvað í sögunni “Til- hugalíf”: “Ástin hún er sterkari en Hel”, þá nái það eigi til “föðurlandsástarinnar”, að hún sé sterkari en löng ræða. Allir kannast við, hvað langar ræður eru leiðinlegar. Þeim er vanalegast beint til skilningsins — þó auð- vitað séu á því heiðarlegar undantekningar En það er það, sem gerir þær svo frámuna- lega leiðinlegar. Enginn veit heldur hven^er þær undantekningar koma — það er gallinn — þó stundum Tnegi geta þar í eyður. Og hvar er þá statt? Þá er eigi nema tvent til að verkapirnar verði þær að annaðhvort veki þær skilninginn eða svæfi hann til fulls, svo hann fái aidrei staðið á fæturnar aftur. En hvorttveggja þykir ilt og er ilt. Hann er góður, gripur, en hann er hæfilegastur svo„ að hann sé í mátulegum dvala, hreyfi sig naumast, svó hver og einn hafi frið fyrir hon- um að sofa á nóttunni og ganga að sínu verki á daginn; og ennfremur að hann sé ekki sífelt að hlusta eftir öllu, sem sagt er, eða spyrja eftir öllu, sem gert er- Það er vandræða- skilningur, sem naumast sefur vært eitt augnablik og viil fá að vita um alt, spyr eft- öllu, aukheldur stórfréttunum, sem allir ír vita að eru þó sannar, því þær eru prentað- ar; eða sem talar upp.úr við hinar þögulustu og helgustu athafnir, og botnar ekkert í þeim, því þeim er eigi ætlað að vera skiljanlegar, eins og allir vita. Eða grípur ekki það, þeg- ar verið er að rekja frændsemi við “Ham eða Kem”, og benda á, hvernig blessaður matur- inn breyti þjóðerninu. Eins og það sé ekki sýnilegt. Hvað eru embætti annað en matur? Þegar þau eru vísindalega sundurgreind, hvort verður þá eigi “atómið” og “elektrónið” í þeim hveiti- kornið og hafragrjónið? Og óumræðileg á- hrif hefir embættið á að breyba þjóðerninu. Það vita allir. Einkum þegar það leggur til fötin, sem fínna er í, en fötin almúgans. — “En Jósep kannaðist við bræður sína,” sagði karl einn við “nýskikkaðan” stjórnarþjón nú fyrir nokkru síðan. “Og hvar var það? spurði hinn. “Ó, það var nú í Egyptalandi,” sagði karlinn. “Menningin er nú ekki komm þar á sérlega hátt stig.” “Neí, en það er þó í brezka ríkinu,” svaraði karlinn. En vesalings Jósep var ekki stór fyrirmynd að stjórnkænsku og hyggindum, þó eigi sé á annað bent en framkornu hans gagnvart konu Pótífars. Þótt hann gæti breytt draumum manna í verklegar framkvæmdir, mannlífinu til blessunar, hvað var það? Skapað úr jafnan lærdómsrík. Svo djúpt var sokkið, svo lágt, að bræðrunum sinnaðist hvorum við annan út af Ieirhnausunum, sem þeir voru að hnoða, og vildu svo vinna hver öðrum líkam- legt tjón. Ef vér sundurliðum það sálar- ástand, þá finnum vér að æðstu öflin í sálum þeirra voru þessi: Iöngunin að þóknast og konu» sér í mjúkinn við yfirboðarana, með því að hnoða sem flesta tigulsteina- Annað, óttinn við að falla í áliti hinna háu herra. Þriðja, að hinn eini sanni lífstilgangur sé að höggva skóg, draga vant og hnoða leir. Þetta varð öllu öðru yfirsterkara, og sterkara sam- úðartilfinningynni til þess, sem var skilgetinn bróðir. <**'’' . 1." <• ■ Þeir, þessir tveir, voru lifandi ímynd allrar þjóðarinnar. Löngunin að þóknast sem þræll, setti bróður á móti bróður. — Þá kom endur- minningin, minning þess ^em var, og leysti lýðinn úr þessum álögum. “Þér eruð bræð- ur,” sagði löggjafinn. Og löngu seinna minti hann enn sterkara á það: “Heiðra skaltu föð- ur þinn og móður”. Z _• m ' Minningarnar, svo lengi sem þær váka, eru | hollvættirnir, sem lyfta mönnunum upp úr leirflaginu, upp á sjónarhæðirnar, svo þeir þekkjast og finna að þeir eru ein fjölskylda, bræðralag; Iyfta þeim upp á fjallið,, þar sem djöfullinn skilur við þá .fjandinn, sem skapar alt sundurlyndið, sem hvíslar því að þeim að lifa til þess að þóknast sem þræll, er hús- bónda á yfir höfði sér; lyfta þeim upp á fjallið, þar sem þeir ummyndast og þaðan sem þeir fá stigið til himins. Saga einnar þjóðar er saga allra þjóða. með breytilegri útlegging. Svo skyld eru hold og blóð, andi og sál, æfi og líf, alira manna. Æðsta sjónarhæðin er hæð ættar- landsins. Það er “ofurhátt fjall”, og af því sér of heim allan, eins og úr Hliðskjálf hinni fornu; yfir samtíðina, yfir söguna, yfir órofa aldir, yfir á framtíðarbrautina, yfir alt sem gleður og hryggir — og þa^ verður fleira þar, sem gleður. Þaðan sézt til brynjaðra skara með blikandi skildi, gulli rend spjót og glæsta hjálma; til skrúðbúinna skipa með skínandi drekahöfðum; til málþinga er háð eru undir beru mhimni, og dæma eftir lögum, er lesin eru saman í spekinnar orð, úr lífs- reynslu um þúsundir aldaraða, kynslóða lið- inna og dáinna. Þaðan sést til útlaganna, ó- lánsmannanna gæfusnauðu, en djúpspöku af- reksmannanna, er eftir langt stríð hníga loks fyrir ofsókn og hatri heillar þjóðar, en með iþeim hætti að eftir skilur efa, hvor sigrað hafi og hvort ágæti eins manns hafi eigi í dauðan- um sigrað, og að velli lagt ofstæki og heift alþjóðar. — Svo máttugt er ágætið, svo mátt- vana fólskuæðið. — Þaðan sést til þeirra, er fara eyðilega fjallvegu eða yfir jakabólgin vatnsföll, og með einskæru harðfengi og vilja þreki þreyta fangbrögð og hrósa sigri við ill- vætti eyðileggingarinnar og hinna yztu myrkra. — Til ónýtis hefir eigi það fólk til- búið sér og tilbeðið þann guð, sem friðaði um bygðir ása og manna, er vaðið gat hverja á, og helslegið hrímþursa og bergtröll, og sveigt og haldið í hendi sér öllum hinum ólmu öfl- um náttúrunnar. Lengi kennir máttar slíkra guða. — Þaðan sést til bæjanna og þess sem að heimahúsum er tamið, til siðanna ýmsu — er sumir nefna hjátrú, — en heilli þeirri hjá- trú, er margri trú er það meiri, að hún hafði lifandi og verkandi áhrif á sálarlífið og gaf því hinn sérkennilega blæ. Vakti upp þann sagna auð, er skapað hefir nýjan himin og nýja jörð, líkingu og dæmi, alls mannlegs lífs, í raunveruleikans heimi. Þaðan sést til hinna gömlu manna og kvenna, er til verka voru eigi liðgeng, en vörðu bæinn, fyrir ill- vættum öllum með tilhjálp hinna ósýnilegu afla, er þeir höfðu um æfina kynst. Er gættu framtíðarinnar — ungbarnanna, er spretta voru í vermireit föður- og móðurástar, og kendu þeim fræðin miklu um samverk og samvinnu, þess sýnilega og ósýni- lega,> stundlega og eilífa, álfa og manna og allra góðra vætta. Er vernduðu bæinn í þriðja og fjórða Iið, og skiluðu áfram máls- háttum, sögum og kvæðum, að verkalokum. — Þannig verður menningin til, og þannig vex og grær vizkutréð og breiðir greinar sínar yfir þjóðlífið, á lifenda bústað, á dáinna gröf . — Þaðan sést til karlanna og kerlinganna, er kendu ráðin mörgu og góðu, til þess að verjast óhöppunum og ógæfunni, þeirra, er vítin töldu er varast bæn. Þannig sögðu þeir, að ef kendi súrsmjörsþefs í húsum skyldi hrækt í allar attir, því þá væru ilhr andar á sveimi. Er vel að festa þetta í mmni, því eigi er laust við að af mörgu kenni súrsmjörs- þefsins, sem flutt er nú inn í bæi af- komenda þessara gömlu þula, og tekið er á móti stundum alt of opnum örmum. Þef þeim fylgir ávalt illur andi. £um-j ir segja að það sé ándinn, sem þeir skáru myndiná af fyrir prentverk- ið á Hólum í Hjaltadal, andinn með asnahausinn og hrosshófinn. — Til alls þessa sést og svo ótal margs fleira af minningahæð ætt- landsins. Og það er til þvílíkra minninga- hæða, sem hugurinn lyftir sér á há- tíðisdegi sem þessum, þjóðminn- mgardeginum. Þjóðminningardag- urinn er í raun réttri eigi annað en sameiginleg hátíðarganga upp á minningahæðina. Verkið er látið falla niður, og þráttanirnar, sem Md’i Kidney PiBs, 50c ukján,, eð« «ex öskjnr fyrir $2.50, hjá öBr- fflu lyfsifaat frá £ ., .j The ÐÖÐÐ’S MEÐICWE Co. Torooto, Ont. hefir Island gert líka. “Phidias Thorvaldsen,” sagði Grímur Thom- sen. Hver vill segja oss hvorf nafnið á að vera á undan hinu ? Róm var löggjafi veraldarinnar, en svo var Island líka, eftir því sem enskir menn segja oss. Og; þegar kerpur til kjörs og*kosta, þá kýs eg heldur fyrir lögsögumenn.: Skafta Þóroddsson og Hafliða. nsa, við vatnsdráttinn, við viðar- [ Másson, en Augustus eða Machia- íiöggið, við tigulsteinagerðina, við ve^- “Með Iögum skal land fjárhirzlusmíði Pharaohs, og vér byggja.” sagði Njáll. “Með laun fylgjumst ö!l að- Og furðulegt er v>gum skal landi stjórna,” sagðii það ef eigi vilja allir fylgjast 'að; I Machiavelli. Rómverjar reistu; ef nokkrir eru, sem eigi vilja gangal fangelsin um heiminn. Norræn lög á fjallið. Því sannmæli eru það, j dæmdu skóggöngu og utanför, s, sem skáldið kvað: “Dauðlegir eru| Konungsríki stofnaði Island út þeir einir, sem ei vilja Drottinn sjá.j um heim, eigi færri en Gríkkland sem skortir vit til að vilja, og vilj-1 og Róm til samans. Ríkin grísku: ann: sigur að fá. ’. ; og rómvérsku eru að draumi orðín Hátíðisminni Iands vors verða °g e'g> öðru, frásögnum og æfin- sýnirnar af hæðinni, sem fyrir aug-1 týrum horfinnar tíðar; eigi virki- un bera og fljúga á vængjum vind- j legd eu sögurnar af “kóngi og- anna hraðan hjá. Þúsund árin, er drotningu í ríki sínu”, en þau ríki í óslitinni röð bregður fyrir sem j voru mörg og þau átti ísland. Örv- myndum á leiksviði, er sýna fæð- ar-Oddur og Alexander mikli, ing, þroska, uppeldi, mentun heill- j Ragnar loðbrók og. Júlíus Cæsar,. ar þjóðar. I þeim myndum birt- eru jöfn æfintýri nú. Katrín Rússa- ist drottinn — þar á fjallinu. Frá minningunum öllum get eg eí:I;i sagt, er.da þryti mig þar minni fyr en yður, sem eldri eruð og meira hafið reynt og heyrt og séð. Landi voru þarf eigi að lýsa, því mynd þess munuð þér engu síður geyma glögga en vér. Þó verður að geta þess, að það er Ianda mest og landa bezt. Vér höfum verið gabbaðir á stvmdum fyrir þessa setningu. Vorir eldri samferða- menn hafa sagt við oss: “Þér vitið ekkert hvað þér eruð að tala um. Hvernig er það Ianda bezt, með hafísinn, með vorharðindin, með skriðuhlaupin og eldgosin og harðbýlið við menn og skepnur? Og vorir lærðu menn hafa sagt við oss: “Þér talið eins og einfeldn- ingur. Hvern’g er það Ianda mest, sem eigi er nema eyja út í hafsauga ísi þakin og lítt bygð og ber eigi nema nokkra tugi þúsunda manna. Berið það saman við Grikkland, er Stofnað hefir heimsveldi og ótal konungsríki og gefið hefir heimin um hin ódauðlegu Iistaverk. Ber- ið það saman við Róm, sem einmg stofnaði heimsveldi og óteljandi konungsríki, og verið hefir lög- gjafi veraldarinnar.” — Það virð- ist sem þessu verði eigi á móti mælt. Það virðist sem það séu ofmæli að segja, að það sé landa mest og landa bezt. Vorum öldnu vinum viljum vér þó samt svara með því: Já, Iand vort er hafíss, vorharðinda, eld- gosa og skriðuland, harðbýlt við menn og skepnur. Vér vitum að það voru ekki Iandssvik, sem lokk- uðu yður burtu, heldur lífshvötin sjálf- “En öllum hafís verri er hjartans ís, sem heltekur skyldunn- ar þor.” Öllu jarðbanni verra er réttlætisbannið, sem að iögmáli gerir: “Það sem þér viljið ekki að mennirnir geri yður það skuluð þér þeim gera”. Vorum lærðu spekinn ar sonum viljum vér og svara með því að játa það með þeim, að Iand vort sé eigi nema ey, og að það sé norður í hafsauga, og að það sé strjálbýlt; en þrátt fyrir það sé það eigi svo smátt við hliðina á Grikklandi og Róm sem sýnist. Grikkland hefir gefið heiminum listaverk, er aldrei fyrnast, og það drotning og Tólffóta trölladrotn- ing; Hálfdán gamli og synir hans og Vilhjálmur þýzki og synir hans. Og áður en öldum lýkur yfir, verða á sama hátt öll kóngsríki orðin að hverfulum draum og hálfgleymdu- æfintýri, því hver líðandi stunJ' færir mannkynið nær sínum með-- sköpuðu réttindum. í Iandajöfnun ætlum vér þó eigi að fara þótt vér bendum á þessi al- kunnu og öllum sýnilegu sannindi. Er bezt að hver búi að sínu. Er bert er það öllum, að hið eina, sem þjóðirnar eiga og geta geymt og gefið heiminum með sér, eftir kon- ungsríkin, eru æfintýrin, og þá bezt að þau séu bæði efnisrík og fögur. Auk þessa má geta þess, að skoðanir manna eru mjög að breyt ast á notagildi og verðmæti hins bygggilega lands á jarðarhnettin- um, og hefir Vilhjálmur norðurfarí haft einna mest áhrif á þær skoð- anir- Nú er svo komið, að eigi eru hin norðlægari Iöndin álitin síðri, þótt eigi hafi þau hið sama til að bera og hin suðrænu. Þvert á móti eru þau álitin betri og traust- ari bústaður heilnæmrar menning- ar. Þykir mannkynssagan hafa sýnl það. Farið getur svo að eigi þyki öll sæla fengin með því að komast til “Rúsínufjalla”, og vistin þyki alt eins góð undir Tindastól eða Glóðafeyki. En hversu sem því er varið, og hvernig sem verðgildin falla, er land vort oss kært, og kærast allra Ianda. Til er sá auður, sem ekk- ert fé faér keypt. Það er landið, sem mótað hefir hugsanir vorar, varðveitt tungu vora, geymir bein feðra vorra og mæðra, og veitt hefir oss a!t sem vér eigum og er- um. Sú virðing, sem vér Islend- ingar njótum meðal erlendra þjóða, hvort hún er mikil eða Iítil, er landi voru og þjóð að þakka á umliðnum öldum. Þau eru vitnis- burður vor, er eigi getur betri. Ef plokka ætti af oss alt þa$ sem ís- lénzkt er, og ef það væri mögij að vér værum samt til, yrður ekki fjölskrúðugar verur. sjónalífið, hugmyndirnar, langaft irnar, vonirnar, Iífsskilninguri*i lundarfarið, alt væri burt numio. M'I’ð cg alt sem vér sækjum til

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.