Heimskringla - 15.09.1920, Blaðsíða 1

Heimskringla - 15.09.1920, Blaðsíða 1
SenditS eftir verílista til Royal Crowi Soap, Ltd. €54 Maln St., Winnipeg og umbúðir • Verílaun | gefin T.u 1% fynr ‘Coupons’ og rmbúSir SenditS eftir verílista til Royal Crown Soap, Ltd 654 Main St., Winnipeg XXXIV. AR. WINMPEG. ÍIANITOBA. MIÐVIKUDAGINN 15. SEPTEMBER 1920. NCMER 51 CANADA Verkamannafélögin halda þeasa dagana þing í Windsor, Ont. Þing- ið var sett á mánudaginn og hék Hon. Arthur Meighen Ianga og snjalla ræSu viS þacS tækifæri. HáfcSi honum vericS boSicS á þing- ið af stjórn verkamannasambands- ins. Hvatti yfirráðherrann til sam- vinnu milli verkamanna og vinnu- veitenda; kvað það einu leiðina til velmegunar og framfara. Hann átaldi og þá menn, sem vildu sundra núverandi fyrirkomulagi verkamálanna, sem géfist hafj vel, <er sjá mætti af því, hversu verka- mananfélagsskapnum héfði vexið gengi síðan að The Dominion La- »bor Council hefði myndast. Tom Moore, forseti verkamannasam- bandsins þakkaðj stjórnarformann inum ræðuna, og hélt því næst langa ræðu, þar sem hann fórj hörðum orðum um O. B. U. menn ' og aðra æsingamenn meðal verka- manna, Kvað það ásetning verka- mannasambandsins að berjast gegn þessum byltingamönnum með hnúum og hnefum. Járnbrautafélögin hér í Canada íhafa fengið 20—40% hækkun á| öllum lOutningagjöldum með braut { um sínum, írá 1 3. þ. m. að télja til ársloka. Úrskurð þar að lútandi gaf járnbrautaráð eða járnlbrauta- dómstóll landsins fyrir fáum dög- um síðan. C júlímánuði s^du járnbrautafélögin beiðni um flutn- ingsgjaldáhækkun til járnbrauta- ráðsins; kváðust ekki geta mætt starfskostnaði nema að ifarmgjöld yrðu hækkuð um 40% og ifólks- flutningsggjöld um 20%, nema með svefnvögnum, þar var beðið um 50% ihækkun. Járnbrauta- ráðið settist þegar á rökstóla í Ott- awa, þar sem það á heimilisfang, og neitaði Hon. Frank B. Carvel, formaður ráðsins, að koma vestur til Winnipeg eða annara vestlægra staða, þó þess væri kralfist, því Vestanmenn vildu sannfæra ráðið um að kröifur ‘félaganna væru ó- sanngjarnar. En Carvel svaraði því einu, að e'f Véstanmenn eða aðrir ihefðu eitthvað að tframfæra málinu viðkomandi, þá gætu þeir komið til ráðsins en ráðið 'ekki til þeirra, og svo varð að vera, sem höfðinginn vildi. Lögmenn komu austan og vestan og mótmæltu hækkunarkröifum járnbr^utafélag- anna. Ráðið hlustaði á báða mális- parta og tók sér síðan hvíld til yf- irvegunar, og gáf svo úrskurð sinn, íem gekk jámbrautafélögunum gersamlega í vil, nema að farm- gjöild í Vestur-Canada voru hækk- uð um 5 % minna en um var beð- ið, allar aðrar kröfur uppfyltar. Farmgjöldin í Austur-Canada eru því hækkuð um 40% en í Vestur- Canada um 35%, og gildir þessi hækkun til 31. desember n.k. Þá lækka þau um 5 % en fólksflutn- ingsgjöldin um 10%. Einstöku undantekningar héfir járnlbrauta- ráðið gert á farmgjöldunum. T. d. skal aðeins 20% hækkun gerð á kolaflutningi. Yfirleitt mælist úrskurður járnbrautaráðsins iMa fyrir, en Hon. J. D. Reid jám- brautaráðgjáfi segir þesa hækkun nauðsynlega til þess að brautirnar beri sig. Ráðgjafin ner málunum kunnugastur og ætti því að vita hvað hann segir. % Kosningar til Manitoba þings- ins fyrir The Pas og Ruperts Land kjördæmin eiga að fara fram laug- ardaginn 28. septembei. Kolanámumenn í Alberta hafa samþykt að gera verkfall 28. þ.m. verði af kolanámuverkfallinu á Englandi. Á það að vera í sam- úðarskyni við hina ensku stéttar. bræðui' þeirra, og gert að beiðni þerrra. Hermanna Ihjálpanáðið í Ott- awa héfir, frá því að það var stofn að 1917 og fram á þennan dag veitt 19,182 hermönnum lán til búskapar og landakaupa. Nema lán þessi samtals $75,530,675, og hefir lánunum verið skift þannig niður: Til landkaupa $41,638,- 675, til umíbóta $10.856,737 og fyrir gripi og áhöld $24,035,1 1 1. Albertatfylki hefir fengið 5554 landlseta, Saskatchewan 4628, Manitöba 3170, B. C. 2867, Ont- ario 1 359, og hin fylkin um 1 500 til samans. Af þessum mönnum hafa 7760 fengið géfins stjórnar- lönd. Hjálparráð hermanna”hef- ir sparað þeim álls rúmlega hálfa miljón dala á búsálhaldakaupum, sem það hefir útvegað þeim með sérstöku vildarverði. Ibúar Montrealborgar eru nú 780,725, og er hún nú orðin sjötta stærsta borgin í Norður-Ameríku. Toronto telur 512,812 íbúa, og er tólfta stærsta iborgin. BANOARIKIN • Kosningar í Maineríkinu fóru fram á mánudaginn og unnu repu- blikkar mikinn>sigur. Ríkisstjóra- ©fni þeirar, Frederick H. Parkhurst náði kosningu með rúmlega 40 þús. atkv. fram yfir Mclntyfe, rík- isstjóraéfni demokrata. Repu- blikkar fengu einnig kosna al'Ia Congress-menn ríkisins, fjóra tals. ins, og aðra embættismenn ríkis- ins. I kosningum þessum greiddu konur í fyrsta sinn atkvæði, og er sagt að rúmur helmingur þeii'ra er á kjörskrá voru hafi neytt atkvæð- is síns; er það rúmlega 50,000 alls. Þessar kosningar hafa það í för með sér að Maine kýs Harding fyrir forseta. Stjói'n Bandgríkjanna hefir á- kveðið að gera sendiherra Bolshe- vika, Ludwig C. A. K. Martens, rækan úr landi. Hefir honum ver. ið tilkynt þessi ákvörðun, en eng- ar ástæður eru þó géfnar fyrir henni. Spánska veikin hefir stungið sé>' að nýju niður í Ohicago; hafa læknar orðið varir við rúm 500 sjúkdómstilfelli síðustu dagana. Nýalfstaðið manntal í Bandaríkj unum sýpir að fullur fjórði hluti þjóðarinriar býr í borgum. sem telja ýfir 100,000, og tíundi hluti þjóðarinnar er saman kominn í 3 stærstu borgum ríkjanna, New York, Chicago og Philadelphia, er til samans telja yifir 10,000,000 íbúa. 16 borgir télja yfir 400 þús. íbúa, og 62 borgir háfa milli 100,000 og 400,000 ílbúa. 16 stærstu borgirnar eru hér taldar og íbúatalan sýnd: New York..............5,621.151 Chicago ............. 2,701,705 Plhiladelphia....... 1,823,1 58 Detroit ............... 993,739 Cleveland........>.— 796,836 St. Louis .... ........ 772,897 Boston................. 748,060 Baltimore.............. 733,826 Pittsburg.............. 588,193 Los Angeles......... 5 76,673 San Franaisco.......... 508,410 Buffalo ............... 506.775 Milwaukee .......... 45 7,147 Washington ......... 437,5 71 Newark ................ 414,216 Cincinnati............. 401,24/ Við útnefningakosningar í rík inu Wisconsin, sem nýlega eru af- staðnar náði The Non-Partisian League yfirráðum yfir republikka- flokknum þar í ríkinu, með því að fá sína menn tilnefnda á kjörlista flokksins. * Þessi sigur N. P. L. er mest a ðþakak senator La Follette, sem gerði við hana samvinnu- bandalag á móti hinum reglulegu republikkum, sem hann á altaf höggi við. Fyrr ríksstjÓTa var út- nefndur J ohn A Blaine, sem er La Follette maður, og aðrar embætt- ismanna- og þingmanna tilnefning- ar féllu að vilja N. P. L., nema senator útnéfningin; henni náði nú- verandi senator Irvine L. Lenroot og feldi Tompson, La Follette manninn með tálsverðum at- kvæðamun. BRETLAND MacSwiney og félagar hans eru enn með lí'fsmarki, þó þeir hafi engrar fæðu neytt í meira en mán- uð. En við dauða þeirra er búist á hverri stundu. Verkamananblaðið London Her. ald hefir fengið 75,000 sterlings- pund frá Bolsheviki stjórninni á Rússlandi, til þess að útbreiða kenningar Bolshevika á meðal enskra verkamanna. Blaðið hef- ir sjálft viðurkent þetta, og því ekki að efa að það sé satt. En þessi játning blaðsins helfir komið því til leiðai', að viðski'ftanefndin rússneska, sem semj'a átti um verzlunarviðskifti milli Bretlands og Rússlands, og sem virtist hafa verið vel á veg komin í þeim efn- um, hefir nú unnið fyir gíg, með því að brezka stjórnin hefir hætt ,. ölíum samningum og gefið rúss- nesku 'fulltrúunum bendingu um að fara sem skjótast ;r landi. Rússnesku fulltrúarnir eru tveir, Leonid Krassin og Leo Kamenéff, og bar Lloyd George þeim síðar- nefnda á brýn, að hann hefði ’beint svikið sig í trygðum, því hann hefði lofað sér að Bolsheviki- stjórnin léti verkcimannamálin á Englandi með öl'lu a'fskiftalaus. Rúsisnesku fulltrúarnir segjast ekki háfa ha'ft minstu hugmynd um, að stjórn þeirfa hefði látið Herald fá peninga þá, sem það getur um. verkstjóra, háfði sagt sig úr “Uni- oninni” eftir að hann hafði verið hækkaður í tigninni. Vildu und- irmenn hans að vinnuveitendur rækju manninn úr þjónustunni fyr- ir þetta gerræðj hans, en er þeir neituð«u því,, gerðu hinir verkfall, sem nú virðist ætla að breiðast út til annara borga. Verði af verk- fallinu í London, sem arflar horfur eru á, hætta allir sporvagnar um- ferðum sínum, auk þess sem allar verksmiðjur, sem ganga með raf- afli, verða að hætta. Leiðin /rá London til Kaup- mannaháfnar var farin í flugvél undir stjóm flugkapteinsins Bell á sex klukkustundum, hinn 9. þ. m. Flugmaðurinn fór frá London kl. 1 2 á hádegi, lenti í Amsterdam kl. 2,15 og hélt áfram þaðan kl. 3.55 og kom til Kaupmannahafnar kl. 7.45 um kvöldið. 1 Bretlandi eru menn farnir að ^ nota flugvélar til að leita uppj og göfa tilkynningar um fiskgöngur. | Hefir þetta einkum tekist vel við síldveiði norður við Skotland og við sardínuveiðina við Cornwall. Sardínurnar koma að landi í afar stórum torfum. 1 Ibænum St. Ives lifa nær allir íbúarnir á sardínu- veiði og hefir notkun flugvéla í þarfir fiskimanna aukið þá veiði mjög. Á einum degi veiddust t d. 245 miljónir sardína og er talið að það sé eingöngu því að þakka að iflugvél hafi fundið fiskigöng una í tíma. Kölanámuverkiall um gervált England er fastsett að byrji 25. þessa mánaðar. Allar samninga- tilraunir milil stjórnarinnar og'full- trúanefndar námumanna halfa orð- ið að engu, og virðist því verkfall- ið óhjákvæmilegt. Hefir stjórnin þegar gert ráðstafanir til þess að bæir og iborgir dragi að sér fæðu- birgðir og éldsneyti, og hefir mat- vælastjórnin þegar tilkynt að syk- urskamtur manna verði lækkaður um helming, verði áf verkfallinu, og er búist við að líkar ákvarðan- ir verði teknar viðívkjandi öðrum fæðutegundum. Hertogafrúin af Marlborough ætlar sér að verða þingmannsefni verkamannalflok'ksins ifyrir South- warlk kjördæmið í London við næstu þingkosningar. Hefir henni verið boðin útnéfning flokksins, og hún loifast að taka við henni. Hertogafrúin hefir áður verið meðlimur borgarráðsins í London og látið sig miklu skifta áhugamál verkalýðsins. Og miðstjorn verka- manna flokksins býst við að frúin muni bæta úr fjárhagsvandræð- um flokksins, sem kváðu vera til- finnanleg, verði hún kosin á þing undir flokksmerkinu. Ralfmagnsverkfræðingar og véla- menn í London ihafa ákveðið að gera verkfall á morgun, í samúðar- skyni við stéttatbræður sína Sheffield, sem gerðu verkfall ný- lega vegna þesís, að einn úr þeirra flokki, sem gerðyr háfði verið að ÖNNUR LÖND. Jarðskjálftar stórfeldir ihafa geis- að yfir ítalíu undanfarna daga. Mest hefir borið á þeim í héruðun- um Florence, Liza, Leghorn, Lucca, Massa, Carrara, Modena og Piacenze. Hafa þorp og bæir á sumum þessum stöðum gersam- lega lagst í eyði. Um 700,000 eru heimilislausa r og ýfir 300 manns hafa látið lífið. Þúsundir manan hafa orðið fyrir meiri og minni meiðslum. Forsetakosning er nýlega um garð gengin í Mexico, og eins og búist var við. var Alvaro Obregon hershÖfðingi kosinn með miklum atkvæðamun. Qbregon stýrði, sem kunnugt ert’ uppreistinni gegn Carranza, sem endaði með drápi hins síðarnöfnda. Hinn nýkjörni forseti er álitinn vera nýtur maður og ágætur hershölfðingi. Hann er og vinur Bandaríkjanna, og er alment búist við, að fæð sú, sem verið hefir milli landanna um lengri tíma, sé á enda. Á Itálíu liggur við borgara- stríði. Hafa verkamenn í borg- inni Milan og fleiri borgum tekið verksmiðjur allar á sitt vald og rekið eigendurna frá, auk þess sem þeir hafa náð stjórnartaumunum í borgum þessum á sitt vald. ltalska stjórnin hefir enn ekki sent her á móti byltingarmönnum, en búist er við að svo verði. Verkfálla. óeirðir eiga sér stað víða um land- ið. Vilhjálmur fyrv. Þýzkalands- keisari ihefir nýlega lýst því yfir, að hann muni hverfa aftur ’heim til Þýzkalands og setjast þar að. En hvort hann hygst að verða keisari að nýju, eða ætlar sér að dvelja þar sem hver ananr góður borgari, lætur fregnin ógetið um. Jugo-Slavia, nýja veldið á Balk- anskaganum, hefir sent her inn í Albaníu, auðsýnilega í því augna- miði að leggja landið undir sig, og hafa þeir norðurhluta landsins á sínu valdi. Nýlega stóð a’ll mann- skæð orusta við Dilbra, og veitti Albönum betur. Stórvéldin hafa enn sem komið er ekki skift sér af málinu. Á árafundi mjólkurbúasam- bandsins danska, drap formaður- inn, Niels Porse óðalslbóndi. á hina miklu örðugleika, sem væru á sölu og útflutningi danskra landbúnað- arafurða, einkanlega til Bretlands, þar sem ómögulegt væri að fá við- unanlegt verð fyrir afurðirnar, þrátt fyrir hið Iháa verð, sem danskir bændur yrðu að borga fyrir kraftlfóður. Kvað hann sér því ánægjuefni að geta sagt, að Bandaríkin í Ameríku myndu hafa þörf ifyrir mikinn hluta áf danska smjörinu. Skýrði hann svo frá, að nýlega hefðu verið send 44,000 kvartil af smjöri úr kæli- húsum í Danmörku til Bandaríkj- anna, og bætti því við, að nú sem stæði væru allar horfur á því, að Ameríkumenn myndu vilja kaupa þriðjung alls þess smjörs, sem Danir flytja út, með góðum kjör- um og viðunandi verði. Samlband þýzkra síldarkaup- manna héfir nýlega haldið ársfund sinn í Berlín. Hafði brúttó-ágóð- inn af verzlun þeirra orðið 10 miljónir marka, og nettó-ágóðinn IVl miljón, sem skift var milli hluthafa. Fyrir hvern 1 0 þúsund marka hlut, var greitt í ágóða 90 þúsund mörk. eða 900 a'f hundr- aði. — Síldarkaupmenn þessir höfðu verið í samlögum við rijórnina þannig, að þeir lögðu til menn að annast um innkaupin, gegn því að stjórnin greiddi þeim ákveðna þóknun fyrir hverja síld- artunnu, og varð þessi þóknun samtals um 10 miljónir marka, en kostnaður kauprrtannanna ekki nema 2 Vl miljón. Var mikið af síldinni keypt í Noregi og 6, 8 eða 10 ára gjaldfrestur gefinn á síld- jnni. En síldarumboðsmennirnir selja síldina aftur gegn peningum út í hönd og fá þannig rentulaust reksturslfé tfl að halda á'fram. — Eins og sjá má af þessu, hafa síld- arkóngarnir matað krókinn ósleiti- lega og haft stjórnina fyrir féþúfu. I París var nýlega haldið upp- boð á frímerkjum. Seldist þar eitt frímerki frá St. Mauritius fyrir 160,000 franka. Það var dálítið gallað á einu horninu, en hefði annars áreiðanlega komist í hærra verð. 1 Berlín er mál fyrir rétti um þessar mundir, sem vekur tölu- verða eftirtekt. Er það sakamál gegn manni, sem hin nopinberi verjandi hafði þau orð um í varn- arræðunni, “að annaðhvort væri ákærði ekki manneskja, eða þá á hæsta stigi vitskertur maður”. — Maðurinn heitir Friedrich Schu- mann og er ákærður fyrir að hafa myrt 6 manneskjur, morðtilraun á 1 1 mönnum, fyrir að hafa kveikt í húsum og 'brent fólk inni, fyrir að háfa nauðgað 4 stúlkum og ivær árangurslausar tilraunir af sama tagi, fyrir 9 innbrotsþjófnaði og margt fleira smávægilegt. Lækn- ar háfa mann þennan til rannsókn- ar. en háfa ekki getað fundið nein geðveikisenkenn hjá honum. Nýlega er látinn Al'fred Dreyfus höfuðsmaður, maðurinn, sem um eitt skeið var almennara umræðu- efni en nokkuð annað. — Dóms- morð eru ekki tíð, sizt jafn átak- anleg og í Dreyfusmalunum. Glæpamaðurinn Esterhazy fekk með svikum og slægni komið því til ’eiðar, að Dreyfus" var sakaður um landráð og dæmdur til æfi langrar fangelsisvistar á Djöfla- eyjunni. Þetta var árið 1894 og síðan stóðu mál haos óslitið í 10 ár. Það var skáldið Emile Zola, sem átti hvað mestan þátt í því, að ^^1 Dreýfus var tekið upp til rann sóknar á ný og Piquart ofurstu, en Labori málafærslumaðurinn kunni flutti má lhans. Var Dreýfus al- sýknaður árið 1904. — Málið vakti afar mikla athygli um allan heim. ISLAND Rvík. 19. ág. Sendiherrann. Sá margumtal- aði íslenzki sendiherra í Kaup- mannahöfn. er nú skipaður. — Til þess að gegna því virðulega trún- aðarstarfi,' hefir verið kjörinn Sveinn Björnsson hæstaré.iftar- rqálaflutningsmaður. Kjörinn af ráðuneytinu en skipaður áf kon- ungi. Hann er skipaður “sendi- Mcrra ög ráðherra með urriboði” fyrir Island í Danmröku. fslenzka krónan. Sú fregn hefir borist hingað í símskeytum frá Kaupmannahöfn, að verðmunur á dönskum og íslenzkum peningum sé, þegar skeytið er sent, um 5%, þannig að 100 danskar krónur kosti nú kr. 105.25 í íslenzkum peningum, en hægt sé að kaupa 1 00 íslenzkar krónur þar fyrir 95 danskar. Með öðrum orðum, það er komið gangverð á íélenzkar krónur.. — Síðan skeytið yar sent, hefir verðið á íslenzkum krónum sennilega lækkað enn meira í Dan- mörku. — Þegar Tofte banastjóri lét fyrir nokkru síðan Privatbank- ann í Kaupmannahöfn géfa út aug- lýsingu í dönskum blöðum þess efnis, að seðlum Islandsbanka yrði ekki víxlað þar — þeir væru alls ekki teknir, og sú ástæða jafn- framt færð fyrir ráðstötfun bank- ans, að það væri vegna einskorð- unarráðstafana heimafyrir (paa Grund af Restriktioner), þá spáðu margir |því, að þess væri eigi langt að bíða, að það kæmi “kurs” á ís- lenzka peninga í Dammörku. — Það er nu komið a daginn. Tundurduflin. Samkvæmt fregn frá Seyðislfirði í gærkvöldi, eru tundurdufl á reki við Langanes. Menn sakna 4 færeyskra þilskipa. 1 gær sást áf þilskipi einu ífæreysk- •ur kúttari springa f lolft upp og hverfa síðan í djúpið. Það var á svokölluðum Heklubanka norð> vestur áf Langanesi. — Frá Skáb um á Langanesi héfir einnig borist sú fregn, að fiskiskip hafi orðið vör við tundurdufl á sveimi undan Langanesi. Héfir vitamálastjóri sent út tilkynningu og aðvarað sjó menn og aðra að koma við duflin, þó þau reki á [and. — Að tilhlut- un landsstjórnarinnar fór varð- skipið Beskytteren. sem er viS strandgæzlu fyrir NorSurlandi um síldveiSitímann, áleiSis frá Sig'lu- firSi í gærmorgun snemma til þess að granda duíflunum. Hefir ekki frézt um för skipsins enn, en von- andi tekst að eySa þeim' öllum, þvíjj stórihætta er siglingum þar nyrSra eins nú er ástatt. Oddur Jónsson 'héraSslæknir lézt aS heimili sínu, Miðhúsum í 'Barðastrandarsýslu 14. f. m. eftir langa legu. Var landlæknir í eft- iriitsferð þar vestra um það leyti, og kom hann til Odds tveim dög- um áður en Ihann dó. — Oddur var með elztu starfandi lælcnum hér á landi, og hafði um langt skeið þjónað Reykhólahéraði. Varð hann rúmlega sextugur, fæddur 1859. — Oddur heitinn var orðlagður gáfumaSur og ve) látinn í héraðinu. I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.