Heimskringla - 29.09.1920, Blaðsíða 4

Heimskringla - 29.09.1920, Blaðsíða 4
4. BLAÐSiÐA HEIMSICRINGlA WINNIPEG, 29. SEPT. 1920. dhllMtSK IM.NGLA (Stot'nnfi 1S86.) Kcmnr öt ft hverjuin MÍtÍTÍkudfgl. CtRcfeiMlur «k eÍRendur: THE VIKING PRESS, LTD. Verð blat5sins er y/..00 árgangrvkpénn, sé h'ann borgabur fyrirfram, annars 93^50. Allar borganir sendist rábsmanni blatSs- ins. Póst- eöa bankaávísan'r stílist til The Viking Press, Ltd Ritstjóri og ráSsmaSur: GUNNL TR. JÓNSSON Skrlf«tof»f Tlí!) SIIfiKBKOOKK STBEET, WIJÍNIPEG. P. O. Box SI71 Talaími N0537 WINNIPEG, MAN., 29. SEPTEMBER, 1920 Vesturheimsfcrðir. Á síðastliðnum sex árum hefir lítið verið um Vesturheimsferðir, og hefir heimsstríðið verið því aðallega valdandi. En það var ekki einasta að fólksfiutningar hingað og til Bandaríkjanna haettu að mestu við byrjun stríðisins, heldur streymdu menn í hundruðum þúsunda tali frá Bandaríkjunum og Canada heim til ættlanda sinna á þessu tímabili; sum- ir til að ínna af hendi herþjónustu í heima- löndum sínum, svo sem Italir, Grikkir og Pól- verjar, og aðrir til þess að forðast þátttöku í stríðinu, sem þeir sáu að þeir myndu neyddir til, ef þeir væru kyrrir hér vestra, einkanlega þó eftir að Bandaríkin fóru í stríðið. 1 þess- um flokki voru aðallega Skandínavar. Mestmegnis voru það verkamenn, sem leit- uðu fornu átthaganna, og við það fór vinnu- krafturmn hér á Vesturslóðum mjög þverr- andi. Kaupgjald fór að sama skapi hækk- andi, sem eftirspurnin eftir verkafólkinu óx, og kvað svo ramt að því, að dagkaup óbrot- ins verkamanns hækkaðiwneira en um helm- ing á stuttum tíma. Þetta hafði svo aftur sín áhrif á vöxt dýrtíðarinnar.. En þegar ró og friður var aftur kominn á í Evrópulöndunum, þó ennþá sé raunar grunt á því góða, fóru margir að hugsa aftur til Vesturheimsfarar, vegna þess hms háa kauj> gjalds, sem menn höfðu frétt um að hér væri, og núna hma síðustu mánuðina hefir verkalýðurinn streymt aftur til Bandaríkj- anna, mest þó frá Ítalíu, enda er óáran mikil þar í landi. Á einni viku kom á land í New Yorl: 9000 manns, og er búist við að 90,000 muai koma áður en árið er á enda. Mikill hluti þessa fólks mun fá vinnu við námagröft og stáliðnað, því þar hefir vinnufólkseklan verið einna mest, og sést á járn- og stálverð- inu, að kolaverðinu ógleymdu, að - engin lækkun er þar, þó aðrar vörur hafi fallið í verði. Hingað til Canada hefir lítið komið af Ev- rópufólki ennþá, enda hefir stjérn vor lítið látið sig skifta innflutninga, þar til nú, að hún virðist vera setja rögg á sig að nýju- Fyrir nokkrum vikum síðan fór innflutn- ingsmálaráðgjafinn, Hon. James A. Calder,*til Evrópu í innflytjendaerindum, og er hann nýkominn úr þeirri ferð og segir hann að fólk muni fara að streyma til Canada að nýju með vornu. En stjórnm vill engan ruslaralýð inn í landið. Vill sem minst af Suður-Evrópu- fólki, þýkir það ékki vera til frambúðar eða þjóðþrifa. Aftur er stjórninni ant um að fá fólk frá brezku eyjunum og Skandínava, að íslendingum meðtöldum, sem oftast hafa reynst bezt aílra innflytjenda. Sérstakjega kvað stjórninni hugarhaldið að fá góð bænda- efni og iðnaðarmenn til að koma hingað og setjast að. . Með vaxandi innflutningi hlýtur framleiðsla landsins að aukast stórum, og skynsamlegra verðlag að komast á vinnuna. En hvort- tveggja hlýtur að hafa það í för með sér, að dýrtíðin minki. En því munu allir fagna. Aukakosningarnar. Sígur sá hinn mikli, sem Meighenstjórnin vann í aukakosningunum nýáfstöðnu, hefir valdið mi'klu umtali bæði í blöðunum og á mannamótum- Eru menn ekki á eitt sáttir um, hvað hafi valdið sigrmum. Halda sum- ir þv^ fram, að liberalar hafi hjálpað stjórn- inni. Aðrir segja, að það hafi verið verka- menn, sem veitt hafi stjórninni lið. Aftur segja fyigismenn stjórnarinnar, að það hafi verið stefna hennar og traustið á henni, sem hafi leitt ráðgjafa hennar til sigurs. En um það eru allir sammála, að hér sé um óvenju mikinn sigur að ræða. í St. John voru, sem kunnugt er, Hon- W. R. Wigrnore tollmálaráðgjafi, af háifu stjórn- arin.nar, en gagnsækjandi hans var iberalinn Dr. Emery, sem látið hafði ginna sig á síðustu stuauii til að bjóða sig (fram, og var lofað 1 stuðningi Ieiðtogans sjálfs, Hon. McKenzie King. En McKenzie King kom hvergi nærri St. John meðan kosningahríðin stóð yfir, lét sér «ðeins nægja að senda “opið bréf’ til aílra góðra manna og sannra liberala í St. John, og biðja þá að kjósa vin sinn, Dr. Em- ery. En þeir reyndust fáir, þessir góðu og i sönnu liberalar, og doktorinn féll við lítinn orðstír, misti tryggingarfé sitt, og er naum- ast meiri sneypa hugsanieg. Atkv.meirihluti Wigmore’s var talsvert á fimta þúsund. Þess ber að geta að St. John er tvímenningskjör- dæmi og afar víðáttumikið, því mikill hluti þess er til sveita, og var sá hlutinn áður sér- stakt kjördæmi, en nú er hann sameinaður borginni og heitir kjördæmið réttu nafni St. John & Albert. En yfírburðir ráðgjafans voru eins miklir í sveitahéruðunum og í borg- inni. Bændurnir jafnt sem borgarbúar fylktu sér um ráðgjafann og lýstu trausti sínu á Meighensitjórninni. í Colchester kjördæmi í Nova Scotia var kosningabardaginn miklu skæðari. Kjördæm- ið er aðallega sveitakjördæmi og eru 70 pró- sent kjósendanna bændur, 20 prósent verka- menn, en aðeins 10 prósent tilheyra öðrum stéttum. Virtust því hér vera sigurvænlegar horfur fyrir þingmannsefni bænda, að ná kosningu, ekki sízt þegar bandalag var í gildi milii verkamanna og bænda síðan frá fylkis- kosningunum, er haldnar höfðu verið skömmu áður, og hafði einmitt bandalag þetta unnið kjördæmið með miklum yfirburðum- Hér á ofan bættist svo það, að maður sá, sem til- nefndur var að saékja á móti ráðgjafanum, var hinn mesti atkvæðamaður; hafði verið kapteinn í hernum og getið sér frægð fyrir hrausta framgöngu á vígvöllum Frakklands. I Capt. Dickson hafði því ráðgjafinn verðug- an keppinaut. Liberalar höfðu engan í kjöri úr sínum flokki. Slíkt hið sama höfðu þeir gert í fyl'k- iskosningunum síðustu. Létu þá bændur og conservativa reyna sig, eins og nú. En úrslit- in urðu að þessu sinni öll önnur en þá, því nú sigraði conservativinn, og það með meiri yf- irburðum en áður hafði þe'kst í sögu kjör- da&misins, 1500 atkvæða meirihluta. Sigur McCurdy’s er stórfeldur, þegar þess er gætt, hvernig að kjördæmið hafði farið í fylkiskosningunum rétt áður, þá fengu bænda-þingmannsefnin rúm 800 atkvæði um- fram hina tvo conservativu gagnsækjendur sína. Hér var því öllu snúið við. Hver or- sökin er, fer tvennum sögum um. Blaðið Manitoba Free Press, sem kalla mun mega lib- eral, segir að sigur ráðherrans sé liberölum að þakka. Þeir hafi í fylkiskosningunum fylgt bænda-þingmannsefnunum í kjördæm- inu og komið þeim að. Nú aftur á móti hafi þeir snúið við blaðinu og stutt conservativa- ráðgjafann, og það vegna þess, ' að liberal-/ stjórninni þar í fýlkinu sé ekkert um það gef- ið að bændaflokkurinn verði voldugur þar um slóðir, og að hann fari að vasast í sambands- pólitík. Sé því betra að kveða þá löngun niður í byrjuninni. Hvort þessi kenning Free Press sé sönn eða ósönn, vitum vér ógerla, en hitt viturn vér, að liberalar hafa aldrei verið sterkir í Colchester, og hefðu aidrei komið að manni úr sínum flokki, hvort heldur í fylkis- kosningunum eða þessum. Oss er því nær að halda, að sigur Meighenstjórnarinnar í Col- chester sé að þakka henni sjálfri, og því trausti, sem kjósendurnir beri til hennar. Að conservativar töpuðu í fylkiskosningunum kemur til af þeim ofur skiljanlegu ástæðum, að flokkurinn er sundraður í fylkispólitíkinni; í sambandspólitfkinni er hann aftur á móti heill og óskiftur. En hvernig sem þessu er varið, þá varðar það mestu, að sú stjórn, sem talin var af mörgum dauðadæmd og við völd í óþökk lands -og lýSs, hefir sýnt það og sannað, að hún er bráðlifandi og'hefir fólkið að baki sér. Verzlunarviðskifti Canada og Banda- ríkjanna. Viðskifti Canada við Bandaríkin fara vax- andi með ári hverju, en ekki eru þau að sama skapi heillavænleg fyrir Canada og vöxturinn er mikill. Innfluttar vörur hingað frá Banda- ríkjunum eru langtum meiri en útfluttu vör- urnar héðan, sem þangað ganga, og hefir svo verið frá fyrstu tímum, að verzlunarviðskifti hófust á milli Iandanna. Árið sem leið keypti hver íbúi Bandaríkjanna sem svarar $4.41 af vörum héðan, eíi hingað voru fluttar að sunn- an vörur, sem námu $100.26 á hvert nef hér í landi. Eftirtektarvert er það einnig, að langmestur hluti af varningi þeim, sem Can- adamerth kaupa að sunnan, eru iðnaðarvör- ur, en því nær alt, sem Bandaríkjamenn kaupa héðan, eru hrávörur. Það er því ekki að undra, að gengismunur sé á canadiska og bandaríska dollarnum, Canadamönnum í stór- chag. Og þetta er undir núverandi tollvernd- unarfyrirkomulagi. Hvað mundi ske, ef toll- garðurinn yrði með öllu afnuminn? Verzlunarskýrslurnar sýna viðskiftin við Bandaríkm síðan 1907, sem hér fer á eftir: Innfluttar vörur frá Bandaríkjunum. Fjárhagsár Upphæð 1907 (9 mánuðir) .. $155,943,029 1908 210,652,825 1909 180,026,550 1910 223,501,809 1911 284,934.739 1912 356,354,478 1913 441,141,562 1914 .. 410,786,091 1915 428,616,927 1916 398,693,720 1917 677,631,616 1918 791,906,125 1919 .... 746,920.654 1920 802.0%,817 Otfluttar vörur til Bandaríkjanna: Fjárhagsár Upphæð 1907 (9 mánuðir) . $ 79,021,480 1908 113,520,500 1909 92,604,357 1910 113,150,778 1911 119,396,801 1912 120,534,634 1913 167,110,382 1914 200,459,373 1915 215,409,326 1916 320,225,080 1917 486,870.690 1918 .... 441,390,920 1919 477,745,659 1920 464,029,273 Vér sjáum af þessu, að Bandaríkjaþjóðin, með sínar 105 miljónir íbúa, kaupir af Can- ada, með sínar 8 miljónir íbúa, nálægt helm- ingi minna en hún selur hingað. Demokratar, sem nú eru við völin í Banda- rfkjunum, eru lágtollaflokkur ríkjanna. Engu að síður verndar hann með háum töllum all- ar þær iðnaðargreinar, sem talið er að þurfi verndar með til framþróunar, og það liggur í augum uppi, að komist hátollaflokkurinn, republikkar, til valda við næstu kosningar, hækka verndartollarnir stórurn aftur í Banda- ríkjunum, og margar þær iðnaðargreinar, sem nú eru án tolla, verða þá tollaðar að meira eða minna leyti. Þess vegna er það, að Canada getur ekki bygt upp á mikla sölu fyrir sinn fátæka’ iðnað á Bandaríkjamarkaðnum, eða þolað samkepni þið hann hér í landi, sé Canada opnað upp á gátt fyrir Bandaríkja- iðnaðinum. Að Canada stendur miklu ver að vígi í samkepninni við Bandaríkin, stafar að nokkru leyti af legu landsins, en þó mest af auðlegð- armismuninum og fámenni landsins, borið saman við Bandaríkin. Tollverndun hefir verið ríkjandi í Bandaríkjunum síðan I 789. Verksmiðjur og iðnaður fóru þá strax að rísa upp og dafna- Fólk ítreymdi þangað úr öll- um áttum, og auðmenn, sem vildu verja pen- ingum sínum í ábatasöm fyrirtæki, sáu þarna tækifærið, því þeir vissu, að í ríkjunum hafði verið grundvölluð trygg og varanleg toll- verndunarstefna, sem hlaut að skapa mikinn iðnað og voldugan í ríkjunum. Og þessir menn urðu ekki heldur fyrir vonbrigðum. Hér í Canada var alt með öðrum hætti. Toll- verndunarstefnan kom fyrst í framkvæmd ár- ið 1878, eða 89 árum seinna en í Bandaríkj- unum. Þá voru ríkin orðin voldug að iðnaði og verzlun, en Canada fátæk og í vesaldóm, og þó höfðu bæði löndin staðið álíka vel að vígi árið I 789. Canada hefir tekið miklum stakkaskiftum á þessum 42 árum, sem liðin eru síðan að toll- verndunarstefnan var grundvölluð í la’ndinu, en það er þó langur vegur frá því, að vér sé- um ennþá færir um að keppa við Bandaríkin í iðnaði og verzlun, berskjaldaðir. Hvað verða kann með tíð og tíma gegnir öðru máh. O >.»(>'•» i>«w(>«n»(>^(i«»(>«,a»()'ami>< Jafnaðarmenska og ei n s tak 1 i n gsy íi rbu rði r. Fyrirhálfri öld, eða þar um kring, kom Karl Marx fram með þá kenningu, að verka- menn váeru í rauninni höfundar og frumkvöðl- ar allra fjárhagslegra verðmæta. Og síðan hafa allir jafnaðarmenn, fyr og síðar, unnið að því„ á grundvelli þessarar kenningar, að koma allri framleiðslú í jafnaðarmenskuhorf. En þessu var ekki þar með lokið. Allan auð, sem safnað hafði verið með ár- vekni, sparsemi, einstaklingsfyrirhyggju og dugnaði, átti að gera upptækan. F.instakl- ingana átti að fella í eina fasta heild. Hún átti að verða aðal-atriðið. Þeir ekkert. j Persónuleik, dugnað og frumkvæði átti að bera ofurliði, en setja í staðinn sviplausa ; meðalmenskuna. Nú væri ekki úr vegi að athuga, hvort það eru í raun og veru verka- mennirnir emir, sem framleiða efna legt verðmæti. Hugsum okkur til dæmis verksmiðjueigandann Ford. Hann byrjaði umkomulaus smiðju- drengur. En hefir nú géisimiklar tekjur. Við skulum ennfremur | hugsa okkur, að til hans kæmi j sendinefnd frá verkamönnum hans, J sem krefðist þess, að hann .veitti þeim hlutdeild í rekstri verksmiðja j bans, af þeim ástæðum, að það pæru þeir, sem framleiddu allan j arðinn. Þess vegna hefðu þeir rétt til að hafa fult eftirlit með og aðal- j gagn þeirrar framleiðslu, sem Ford hyggi, að hann einn hefði gert að stóröflugu og stórauðugu fyrir-, tæki. Ford mundi koma fram með þá uppástungu við þá, að þeir færu til einhverrar þeirrar biifreiðaverk- smiðju í Ameríku, sem aldrei hefði grætt einn eyri, og byðu að taka stjórn hennar og rekstur á hendur, því að það væru þeir, sem fram- leiddu auðinn. Þeim yrði auðvitað tekið með opnum örmum, og það mundi, verða gengið að hvaða skil- yrðum sem þeir settu. Það væri ekki einkis virði að koma skuld- ugri verksmiðju upp úr skarninu. Ford mundi ennfremur segja sem svo, að hann tæki aftur verka- mennina, sem sagt yrði upp vinn- unni við þá verksmiðju, sem þeir ætluðu að bjarga. Hann mundi fá þá orðalaust, því hann hefir alt- af borgað mest vinnulaun allra verksmiðjueigenda í Bandaríkjun- um. Og hann mandi bæta við: Mér er sama, hvaða verkamenn eg hefi, því þa ðer fyrirhyggja og dugnaður minn, stjórn mín og rékstursaðferð, sem skapar auð verksmiðju minnar í raun réttri, en ekki þið. I þessum manni koma nefnilega svo dásamlega og augljóst fram þeir yfirburðir, serj^ skapa verð- mætin: óbifandi traust á fyrirtæk- inu, sívakandi árvekni og röggsöm og örugg stjórn um alt, er að fyrir- komuiaginu, og rekstrinum lýtur. Hvorugir þeirra, sem vinna með anda eða líkama, framleiða í raun réttri efnaleg verðmæti. Það ger- ir auðurinn ekki heldur, óstarfrækt ur og bundinn. Það gerir stjórnin á hinu lifandi afli, mönnunum, og hinu dauða, auðnum. Sé þessu hvorutveggja stjórnað slælega og fyrúhyggjulaust, þá er úti um að verðmætin skapist. Undir rekturs aðferðinni er alt komið- Þar skilja leiðir með forsjá og fyrlrhyggju eins afburðamanns í þeim efnum og magra miðlungsmanna, sem jafnaðarmenn vilja, manna, sem jafnaðarmenn flestra landa krefj- ast nú að taki þátt í stjórn og vinnuaðferð allra stærri fyrirtækja. En það er tæplega einn af þús- undi hverju, sem er fær um að stjórna einföldum og litlum fyrir- tækjum, svo arður fáist af, og enn færri, sem eru því vaxnir að sjá um rekstur margbrotinna fyrirtækja. sem ríkin sjálf létu glepjast að hafa með höndum. En um þétta mikilsverða atriði virðast jafnaðarmenn ekki hugsa. Þeir vi]ja steypa óvönum og ófær- um miðlungsmönnum í stjórn þeirra fyrirtækja, sem einn hugur og hönd á og verður að reka. Auðurinn fylgir á vorum dögum hinum fáu snillingum, sem hafa sýnt að þeir eru megnugir þess að frarrJeiða efnalegt verðmæti, og eru sjálfsagðir til þess að hafa for- ustuna á hcndi i hinum stærstu og vandasöiqustu fyrirtækjum, sem löndin lifa beinlínis og óbeinlínis á. Auðurinn er ekki lengur neinn einkaréttur, sem fáemum útvöldum er veitturi Hann er nú orðið ekki an"að en sýnishorn persónu-yfir- burðanna á vissu sviði: framtaks- seminnar, áræðisins og hyggind- arir.a. En án snillingsgáfu þessara af- burðamanna til framtaks og fjár- áfla/-mundi fjöldi beztu hæfileika mannanna liggja ónotaðir og arð- lausir, því þeir þróast einmitt í skjóli hinna efnalegu verðmæta. Listir, vísindi og skáldskapur eru gimsteinar, sem sjaldan mundu DODD’S nýmapillor eru bezta nýmame'Sali'Ö. Lækna og gigt, bakverk; hjartabilun, þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eSa sex öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyfsölum, e?Sa frá THE DODD’S MEDICINE CO.« LTD., Toronto, Ont. glitra mönnunum, ef ekki væru hin efnalegu verðmæti til að skapa þeim sum höfuð-Iífsskilyrðin. En hvað yrði um þessa yfir- burðamenn, ef framleiðslutæki og fengin efni yrði gert upptækt og jafnaðarmannakenningarnar lagð- ar að öllu leyti til grundvállar á fyrirkomulaginu? Það væri ef til vill hægt að þvinga þá til að halda áfram stjórn fyrirtækjanna, til að vinna 8 stund- ir á dag fyrir föst laun. En þeir mundu aldrei verða kúgaðir til að þrýsta fram skapandi hugsjónum undir yfirráðum jafnaðarmensk- ! unnar, sviftir starfsmætti, athafna- frelsi og hinni meðfæddu og mann- legu gleði, sem fylgir því að njóta ávaxtanna af eigin frumkvæði og framtakssemi. Auk þessa kemur annað stórfelf atriði til greina. Eins og nú er komið högum þjóðanna, hefir aldrei verið meiri j lífsnauðsyn á einstaklingsdugnaði og afburðamensku í fjáröflun. I Löndin öll þurfa nú um fram alt að j niqta sinna mestu framleiðslugarpa og slyngustu fjáraflamanna, því á þeim lifa þau. En svo vill jafnað- r>M, meira en nokkru sinni fyr, þurka þessa menn út, af- má yfirburði þeirra, taka af þeim athafnafrelsið, einstaklingskostina persónuleikann, og setja þá undir valdboð meðalmenskumnar. F" rá stendur fjáijhagslegt hrun> landanna fyrir dyrum, því það eru einstaklingsyfirburðirnir og per- sónusjálfstæðið í fjáröflun, sem eru beztu stoðir og styttur hverrar þjóðar. Góður gestur. HingaS lcom á mánudagskvöld- ið frú Stefanía GuSmundsdóttir ileikkona á samt þrem ibörnum sín- um. Frú Stefanía er, sem kunnugt er, helzta leikkona lslands^ og hafa þeir, íem séS hafa hana á leiksviSi jalfnan dáSst aS leik hennar. Er þaS gleSiefni fyrir Vestur-Islend- inga aS fá aS sjá frúna og list ihennar, því þaS er ekki svo oft aS oss gafst tækifæri til aS sjá 'reglu- lega leiklist á íslenzku leiksviSi hér vestra. Vér höfuim sjálfir séS frúna í tveim leikritum, “LénharSi fógeta’ og “Kinnarhvolssystrum”, og fór ;hún meS hlutverk sín í báSum þeim leikjum þannig, aS slíkt gat ekki gert nema sannur listamaS- ur, og þó er þaS áreiSanlegt aS þau hliutverk voru ekki þaS bezta sem hún hefir framléitt á leiksviS- inu. Eigi vitum vér hvenær frúin muni sýna sig hér á leiksviSinu, en vér vonum aS þaS verSi sem fyrst því allir munu bíSa hennar meS óþreyju. Hitt vonum vér einnig, aS tekin verSi hin allra beztu al- íslenzk leikrit, sem völ er á, til aS ■sýna viS þetta tækifæri, en ekki illa þýddir og léttvægir danskir leikir, eins og siSur l^efir veriS aS koma fraim meS hér á leiksviSi. Vér höfSum þá ánægju aS kynnast frúnni á mánudagskvöld. 1

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.