Heimskringla


Heimskringla - 17.11.1920, Qupperneq 4

Heimskringla - 17.11.1920, Qupperneq 4
4. blaðsiöa HElMSkLRIN Gt A WINNIPEG, 17. NÓV. 192a. HEIMSKRINQLA Keaiur 6t ft hTerjam niiArlkailegL f tjíefendur ug; elffrnilur: IMF. VfKÍNG PRES3, LTD. V«r* blftYsins er «2.0« ÍLrgangurln^, mé hann borsraTSur fyrirfrara, annars $3^6. Allar borganir sendist rá'Ssmanni blatSs- ins. Fóst- e*a ban kaávisan’r stíltot UI Th« Vikinr Press, Ltd Kitstjóri og rá’SsmaSur: GUNNL. TR. IÓNSSON SkriM.tai 72« 7IIUKOOKK ITRtflðT, WIKKirBG. P. O. Bok 2171 TtMal XWT WINNIPEG, MAN., 17. NÖVEMBER, 1920. m / Yopnahlésdagurinn. Á fimtudaginn var vopnahlésdagurinn svo- nefndi, annar í röðinni. Þann 1 1. nóvember 1918 endaði heimsstríðið mikla, eftir fjögra ára hjaðningavíg og skelfingar tíma. Allir voru stríðslokunum fegnir, og þess vegna var vopnahlésdagsins minst um he;m allan með þakklæti. Eftir tveggja ára tímabil hefir heimurinn nú fyrst fyllilega séð og sannfærst um, hversu stórfelt stríðið var í raun og veru, og hversu víðtækar hafa orðið afleiðingar þess. Það gerbylti Evrópu að heita má og sundraði heilum ríkjum, skapaði önnur ný og jók önn- ur að stærð og veldi. Rússland, risiveldi Norðurálfunnar í byrjun stríðsins, er nú í helfjötrum innbyrðis óeirða, sundurliðað .">g magnþrota. Þýzka stórvéldið komið á hinn óæðra bekkinn og Austurríki og Ungverja- land sundurliðuð og feld niður í smáríkjatölu. — Tyrkland í molum og Italía, þrátt fyrir auknar lendur og herfrægð, er á heljarþröm- inni sÖkum botnlausra skulda og innbyrðis flokkadrátta. Jafnvel Bretland og Frakk- land hafa við mikla erfiðleika að stríða, þó vald þeirra beggja hafi aukist í heimsmálun- um. Og ennþá er ekki full-ljóst, hvernig að framtíðarsamböndin verða milli Evrópuþjóð- anna, þó tvö ár séu liðin frá því að stríðinu létti. En hvað sem framtíðarsaunböndum og fuMnaðarsáttmálum viðvíkur, þá er það víst að meirihliíti hins mentaða heirns er orðinn fullsaddur á stríðum, og mun leggja sig allan fram til að fyrirbyggja annað heimsstríð. Tollurinn, sem stríðið hefir tekið í blóði, eignum, frelsi og fjöri, er svo gífurlegur, að hann má ekki verða endurtekinn. Deilur geta risið upp á meðal þjóðanna, og gera að sjálfsögðu, en undir öllum kringumstæðum verður að jafna þær á friðsamcm hátt. Verði alþjóðasambandið nógu Öflugt, mun því tak- ast það. Að minsta kosti er það einlæg von þeirra manna, sem formælendur þess hafa verið, og sú von er endurtekin í brjóstum allra rétthugsandi manna. Stríð gefa aldrei neina vinninga, ekki einu sinni sigurvegurun- um; þeir tapa þó þeir sigri. Ávextir stríðs ins er hörmungar í ýmsum myndum, mann- dauði, hallæri, gjaldþrot, verzllunarhrun, sjúkdómar, hatur og hefnigirni. Ávextirnir eru því alt annað en fýsilegir. Fyrir tveimur árum síðan voru allir glaðir yfir því, að stríðinu var lokið. Sú gleði var ómenguð og sönn. Vopnahlésdagurinn var gleðidagur. Á ári hverju, er 1 1. nóvember rís upp úr skauti tímans, ætti alheimur að falla fram og flytja bænir, eldheitar, hjart- fólgar bænir um að annað stríð mætti aldrei framar skella yfir heiminn, og að um tíma og eilífð mætti ríkja friður á jörðu. Metorðagirnd. Metorðagirndin er oftlega harðbrjósta. Hún fastsetur hugann við sjóndeildarhring- inn, altaf við sjóndeildarhringinn. Hún lokkar mennina áfram og áfram, þrátt fyrir það að auður og völd hafi fallið þeim í skaut. Hún vfll meira, æ meira. Sjóndeildar'hring- urinn er sffelt framundan, og hinir metorða- gjörnu verða að fylgja honum. Lffsgleði og ánægja er oftlega farið á mis við, viljandi eða óviljandi. Vinátta gleymist eða er rut! til hliðar, og hið fagra og góða, sem Iífið hef- ir að bjóða, fær ekki komist að; metorða- girndin vill engar tafir á för sinni. Að boði hennar yfirgefa synirnir foreldra og föður- húsin og slíta í sundur böndin, sem bundu þá við átthagana, Ijúfustu og kærustu böndin í mannslífinu. En foreldrarnir aftra ekki son- um sínum frá að hlýða kallinu. Skilningur þeirra er ennþá stærri en sorgin yfir burt- förinnL Þau vita, að unglingurinn hefir þor \ og þrótt í æðum og taumlaust hugmyndaflug. Þau vita einnig, ao mannkynið verður að ganga veginn áfram, en ekki afturábak, og að metorðagirndin er alheimskallið til fram- kvæmda og afreksverka. Metorðagirndin er harðbrjósta, en hún er jafnframt háleit. A sautján árum. Canadastjórn hefir sett sér það fyrir mark og mið, að borga álla stríðsskuld Iandsins á sautján árum, og að landið verði skuldlaust í desemberlok 1937. Þegar þess er gætt, að þjóðskuldin, sem af stríðinu stafar, er talsvert á þriðju biljón dollara, e rþað ekk- ert smáræði, sem stjórnin hefir tekið sér í fang að framkvæma á ekki lengri tíma. Stjórnin hefir gert ráðstafanir til að borga skuldina í 16 afborgunum, eftir því sem lán- falla í gjalddaga, að rentum meðtöldum. Meira en helmingur lánanna er fenginn hjá bankamönnum í New York, en tæpur helm- mgur hér innan lands, sem að ipestu er í sig- ur lánsbréfum (Victory Bonds). Lánin falla í gjalddaga sem hér greinir, með tilgreindum vöxtum: 1. ág. 1921 : I New York, $15,000,000, 5|/2 prósent vextir. 1. okt. 1921 : I New York, $25,000,000, 5 prósent 1. des. * 1. nóv. 1922: $194,842,100, 5>/2 prósent 1923: $194,881,800, 5'/2%. 1. nóv. 1924: $106,365,100, 5/2%. 1. des. 1925: $43,250,300. 5%. 1. okt. 1926: I New York, $25,000,000, 5 prósent. l.des. 1927: $65,961,100, 5/2%. 1. ág. 1929, í New York„ $60,000,000, Magnús Jónsson er ekki skáld, en hann er spakur að viti og hugsjónaiðaður. Um það munu lesendur “Vertíðarloka” sannfærast. Bókin er þrungin af lífsspeki iBg göfugum hugsjpnum, en skáldlegt gildi hefir hún lítið. Enda mun höfundj hennar hafa verið það hugháldnast, að mnihaldið væri sem heil- næmast og sannast, frekar en það væíi klætt í töfradýrð skáldskaparins. Og þessum tilgangi hefir höfundurinn náð. Vér munum ekki að hafa lesið á íslenzku bók sem öllu betur er fallin til að vekja menn tii umhugsunar um líístilveru sína, til þess að líta í sinn eigin barm og rannsaka gildi sjálfs sín. Heilræðin, sem hún flytur, eru holl, hugvekjurnar þarfar og kenningarnar góðar og göfugar; og má því með sanni segja að hér sé góð bók komin á markaðinn. Einkunnarorð höfundarins eru: “Sjálfur leið þú sjálfan þig”, Sannan þræddu frelsis stig, Forðastu vanans villu-braut, Lát vitið sigra hverja þraut. Stefnan há, Öllum á Andans leiðum verður greið, Ef sjálfur Ieiðir sjálfan þig Um sannleika og kærleiks stig. 5'/2%. 1. okt. 5%. 1. ökt. 1. nóv. í. nóv. 1. ág. 1931: I New York, $25,000,000, 1931: $54,398,700, 5%. 1933: $483,081,250, 5/2%. 1934: $488,360,100, 5/2%. 1935: I New York, $873,000. - 1. marz 1937: $92,652,800, 5%. I.des. 1937: $252,820,200, 5/2%. Lánin 'samanlögð gera því nákvæmlega $2,127,481,800.00. Stjórnin þarf því að stjórna vel og viturlega fjárfiagsbúi landsins, ef hún á að geta uppfylt orð sín í þessu sam- bandi. Hún verðru að hafa tekjurnar nógu miklar til þess, að geta borgað allan kostnað af stjórnarfari landsins, hinar mrklu rentur, sem af lánunum stafa, og hafa þar umfram að meðaltali $125,145,988 á ári, til skulda- greiðslu. Næsta ár mun stjórninni veitast þetta fremur létt, því þá falla aðeins 40 milj- ónir í gjalddaga. En næstu þrjú árin verða Iangtum örðugri, og mun fjármálaráðherr- ann þegar vera farinn að búa í haginn fyrir þau. Þá kemur fremur létt borgunartímabil frá 1925 til 1932; en svo koma 2 ár, sem munu reynast þung á fjárhirzlunni. Þarf að borga nærfelt hálfa biljón á hvoru þeirra. Eins verður árið 1937 þungt á metaskálun- um. Aftur eru fjögur ár, sem engar borgan- ir eru gerðar á, og bætir það mikið úr skák, því þá má safna til örðugu áranna. Svo ber og þess að geta, að vaxtagreiðslan fer mink- andi með ári hverju, eftir því sem saxast á lánin, og geirr það síðustu árin að stórum mun léttari. En engu að síður þurfa Can- adamenn að borga í afborganir og rentur af stríðslánunum, sem svarar $250,000,000; verður það árskvóti þeirra í næstu sautján árin fyrir stríðsþátttöku landsins. Þar við bætast þó hermannaeftirlaun og styrkveiting- ar til þeirra, og eins tjón það sem landið kann að bíða af búskapartilraunum hermanna og öðrum fyrirtækjum þeirra, sem notið hafa stjórnarstyrksins. Stjórnin hefir hátíðlega lýst því yfir, að lántökutímabil Canada sé úr sögunni og að gömul lán verði ekki borguð með nýjum lán- um, eins og öft hefir tíðkast áður. I síðast liðnum mánuði hafði stjórnin tekjuafgang, sem nam rúmum $9,000,000, og sýnist það álitleg fúlga. En það er hvergi nærri nóg, þv, til þess að geta mætt lánunum jafnótt og þau falla í gjalddaga, þarf tekjuafgangurinn að nema nærfelt $11,000,000 á mánuði. Eins og nú stendur þarf stjórnin að borga $10,000,000 í vexti á mánuði hverjum. “Vertíðarlok”. Svo heitir nýútkomin bók eftir Magnús Jónsson frá Fjalli. Bókin er 119 bls. að stærð í fjögra blaða broti, og er útgáfa henn- ar hin vandaðasta. Bókin er í sex köflum eða þáttum: 1. Fimm smásögur. 2. Úr hugsjónalífinu. 3. Samkvaemisávörp. 4. Þjóðernismálefni. . 5. Viðvíkjandi stríðinu. 6. Sundurlausir molar. Og í þeim er þráður bókarinnar sagður. Kenningar hennar miða allar í þá áttina, sem einkunnarorðin greina. Að minnast sérstaklega á hina ýmsu kafla bókarinnar er óþarfi. En þó skal þess getið, að oss þótti annar kaflinn hugðnæmastur og þar næst sá síðasti. / Birtum vér hér úr hon- um nokkur spakmæli, lesendunum til upp- byggingar: Kristindémurinn. Til þess að vera kristinn verður maðurinn að geta elskað óvin sinn. Menningin. — Menningin er stækkun per- sónuleikans og þroskun andans í þekkingu og skilningi á veruleikanum og orsaka- og af- leiðmga-samböndum náttúrunnar. Hún ei einnig fólgin í því, að nota þekkinguna að- eins til þeirra framkvæmda, sem hafa góð og heilbrigð áhrif á lífið. Sönnmenning og sannur kristindómur erv samhliða stefnur, og framtíðarfarsæld mann kynsins byggist á því, að þeim sé rétt fylgt. Persónuleikinn. — Persónuleikinn er jafiV- stór þekkingarsviði mannsins. En göfgi per- sónuleikans fer eftir því, hvernig maðurinn notar þekkingarvald sitt. Sjálfsvirðing og sjálfstraust. — Sjálfsvirð- ing og sjálfstraust gera manninn mikinn. En sjálfslþótti og valdagirni gera hann smáann. Sönn vizka. — Sönn vizka er í því fólgin. að maðurinn þékki hið rétta hlutverk sitt í mannfélaginu, sem heimsborgari, og hið sanna göfgi hans er, að hann láti allar sínai athafnir miða til góðra afleiðinga. Sannir menn. — Mennimir verða ekk’ sannir menn, fyr en þeir leggja öll ágreinings efni á vog réttlætisins og stilla jafnvægi henn- ar með afli kærleikans. Drengskapur. — Það var álitin djarímann- leg hreinskilni, að lýsa því yfir fyrir upplýstri samtíð, að skynsemin mætti ekki koma þar nærri, sem trúin er, og að bezta ráðið til að vernda trúna, væri að þegja.. Þetta voru auðvitað hárréttar ályktanir, því vanatrú get- ur ekki þrifist þar sem skynsemi og dóm- greind ráða. Jafnvel þó kirkjan noti þessar ályktanir fyrir framkvæmdagrundvöll, þá er mi'kið efamál að framtíðin skoði þær sæmdar atriði á þeirri stefnuskrá, sem hún er nú að byggja íslenzkri menning. Þessi efi byggist á eðlilegri framþróun ntannsandans, og sem treysta má að haldi áfram. Lotningin. — Lotningin er endastöð á vegi framsóknarinnar, og hinn seinasti hnútur á þrældómsfjötrum persónuleikans. Heilagleikahugmyndin. — Heilagleikahug- mynd mannanna er notuð fyrir slæður, til að sveipa yfir ákveðna hluti og málefni, svo dómgreind mannanna fai ekki seð hið veru- lega innihald þeirra í réttu ljósi. Bænin. — Bænin er nauðsynleg næringar athöfn til þess að viðhalda trúarbrögðunum. En til þess að mæta veruleikanum þarf á kveðinn vrlja, skarpan skilning, andlega at- orku og verklega framkvæmd. Trúarbrögðin. — Trúarbrögðin eru safn af hugmyndasmíði mannanna frá ýmsum tímum fortíðarinnar. Úr þessu hugmyndasafni hafa þeir svo skapað ákveðna heild, eða andlegt alheimsveldi með einveldisstjórnara, sem þeir kalla guð. Menn hafa slkapað þetta andlega heimsveldi í mynd og Iíkingu þeirra konungs- ríkja, sem lúta einvaldsdrotnum hér á jörð- inni, og er því fyrirmyndin mannanna verk. Það er því ekki undravert, þótt þetta andlega hugmyndaríki sé ófullkomið, með sóunræmis- lausu skipulagi og óeðlilegum orsaka- og af- leiðingasamiböndum. Sú þekking og menn- ing, sem lærð er í þessu andlega hugsjóna veldi, getur því ekki samrýmst við hina sönn- uðu vísindalegu þekkingu á veruleik tilver- Menn mega ekki af þessuín dæmum halda, að bókin sé öll spakmælalesning; það myndi sum- um hverjum kanske þykja nokkuó strembið. MikkiII meiri hluti bók- arinnar eru fjörlega og skemtilega skrifaðar ritgerðir, ræður og sög- ur, og ætti því bókin að geta fall- ið öllum í geð, af hvaða andans sauðahúsi, sem þeir annars kunna að vera. Trúmálastefna höf. er skynsem- istrú, en til þess að geta fallist á hana þarf engum trúarjátningunr að breyta. Nýjar trúarjátningar verða aldrei annað en ný höft á frjálsan mannsandann. Til að eiga samleið með höf. þarf ekkert ann að en víðsýni, umburðarlyndi og vilja til heilbrigðrar samvinnu við alla þá, sem stefna að hinu sameig- inlega marki, sem er ofar öllum skoðunum takmarkaðra manna. Magnús Jónsson er nú búinn að vinna langt dagsvefk, og hann er kominn að vertíðarlokunum. Sjón- in er farin, þ. e. a. s. hin líkamlegr sjónin, og heilsunni og Iífsíþróttin- um farið að förlast. En hin and- lga sjónin er eins skörp og áður og viljakrafturin nóbilandi, sem sjá má af því að hann skrifar ennþá þó blindur sé. Þessi bók hans á það fyllilega skilið að seljast vel, því hún er flestum þeim bókum betri, sem komið hafa út meða1 vor Vestur-íslendinga á seinni ár- um. Kostnaðarmenn hennar eru S Christie og G. J. Oleson í Glenboro og skrifar hinn síðarnefndi for- mála fyrir bókinni, sem segir æfi- sögu Magnúsar. Bókin er prent- uð hjá Columbia Press, Winnipeg. Mynd af höf er framan við bók —Dodd’s nýmapfllur eru bezta ným*mel!*li8. Lœkna og gigt, bakverk, hjartabilan, þvagteppu, og önnor reidndi, sem atafa frá nýrtnom. — Dodd’s Kidney P31s kosta 50c ukjan eSa 6 öakjur fyr- ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl. um eÖa frá The Dodd’s Medúáne Co. Ltd., Torontot Ont......... ína. j Kíkjaskipnn Evrópu. unnar. Heimsstríðið hefir haft í för með sér miklar og víðtækar breyt- ingar á ríkjaskipun Evrópuland- anna. Ný ríki hafa risið upp, önn- ur hafa liðið undir ‘lok, mörg hafa stæ'kkað og önnur aftur minkað svo landafræðin þarf öll að endur- skrifast, ekki einasta hvað Evrópu snertir, heldur er og Asía og Af- ríka sömu forlögum háðar, því að nýlendur Eyrópuþjóðanna í þeim tveim álfum hafa margar hverjar skifta um eigendur. Tyrkir hafa þannig orðið að sjá á bak flestum nýlendum sínum í Asíu, og Þjóð- verjar hafa mist allar nýlendur sín- ar bæði í Afríku og annarsstaðar. En mesta sögiílega þýðingu hef- ir i íkjaskiftingin í Evrópu. Hún er nú í flestum tilfellum fastsett og komin í framkvæmd samkvæmt á kvörðunum friðarsamninganna þó hinsvegar að langt frá alt sé rónni ennþá í sumum löndunum og getur orðið langt að bíða, að það verði. En þó er nú það skipu- lag komið á, að nokkurnveginn glögt yfirlit má géfa yfir rfkjaskip unina með fáum undantekmngum Skal hér því stuttlega rakin hin nýja landfræðissaga ríkjanna, að mestu eftir Morgunblaðinu: I yfirliti því, sem hér fer á eftir er Rúsrfand ekki talið með, vegna þess að landamæri þess eru ennþá óviss. Ríkið hefir ait farið í mola en sum hinan nýju ríkja hafa ekki fengið ákveðin takmörk enn. Vesturhluta hins gamla Rússlands hafa risið upp nýju ríkin Eistland Lettland og Lithauen, og ennfrem- ur Ukraine, Azerbeidijan, Kuban og Kurmansk. Tyrkland hefir einn- innig limast sundur, og ókunnugt um landamæri hinan nýju ríkja, er þar hafa myndast. Meðal þeirra má nefna Gyðingaland, Sýrland, Mesopotamíu, Arabíu og Armeníu. Erserum er höfuðborg Armeníu og hefir ríkið 2/ miljón íbúa og er 186,000 ferkílórtietrar að stærð. Finnland varð lýðveldi í júní í fyrra. Er það 375,000 ferkm. stórt og hefir 3 milj. íbúa, en end- anleg stærð þess er ekki ákveðin enn, því eigi hefir verið útkljáð, hvort það fái Álandseyjar, Pet- sjenga og Austur-Karelen. Noreg- ur hefir fengið Spitsbergen og hef- ir stærð ríkisins vaxið um 65,000 ferkm. við þann landauka. Svíar fá væntanlega Álandseyjar og Danir hafa fengið norðurhluta Suður-Jótlands. Þýzkaland er nú lýðveldi og jafnaðarmaðurinn Ebert forseti. Þegar Þjóðverjar Iögðu út í ó'frið- inn var ríkið 541,000 ferkm. að stærð og íbúatalan 66 miljónir. En nú er stærðin um 450,000 ferkíló- metrar og íbúatalan 58 miljónir. Hafa heir( mist EIsass-Lothringen,, meirihluta Posen og Vestur-Prúss- land, sneið af Austur-Prússlandi og Schlesíu, Euphen-Malmedy og Suður-Jótland. Ennfremur allar nýlendur sínar, en jsær voru 3 milj. ferkílómetrar að stærð og íbúatal- an yfir 1 7 miljónir. Austurríki var fyrir ófriðinn næststærsta ríki í EVrópu, ef með var talið Ungverjaland. Voru lönd’ þessi 626,000 ferkílómetrar að stærð og íbúatalan 62 miljónir. En ekkert ríki hefir orðið jafn hart úti í ófriðnum eins og Austurríki.. Nú er það tæplega eins stórt og Is- land er og íbúarnir 9 miljónir, þar af 2 miljónir í Vínarborg. — Horf- ir óvænlegar fyrir ríki þessu e» flestum öðrum ríkjum, því alt frjósamasta landið hefir verið lagt til annara landa og hin fræga Vínarborg skilin eftir í svelti. Austurríki varð lýðveldi 12. nóv. 1918. Formaður þjóðþingsins er forseti til bráðabirgða, en ráðu- neytisforsetinn, dr. Karl Brenner annast stjórnarstörfin í raun og veru. Ungverjaland misti í ófriðnum alla Transylvaníu, sem Rúmenar fengu og alla Kroatíu og Slavoníu, sem rann til Serbíu og myndaði hið nýja ríki Júgó-SIavíu. Er Ung- verjaland nærri helmingi minna nú en það var fyrir stríðið; þá var það 325,000 ferkm. og íbúatalan 21 miljón. En nú er landið 156,- 000 ferkm. með 15 miljónum í- búa. Ungverjaland varð lýðveldi 1 7. nóv. 1918. Réðu Bolshevíkar um tíma lögum og lofum í landinu, undir leiðsögn og stjórn Bela Kun,v en síðan varð gagnbylting og nú er Horthy aðmíráll forseti ríkisins.- Þjóðþingið er ein deild eins og í Austurríki. Höfuðstaður ríkisins er Budapest. Eru þar 800,000 í- búar. Nú á að ganga til atkvæða þjóðarinnar um, hvort hún velji lýðveldi eða konungsstjórn. Tyrkland var fyrir ófriðinn 1,766,800 ferkílóm. og íbúatalan um 19 miljónir. Nú hafa Tyrkir ékki nema tæpan fjórða hluta lands þess, sem þeir höfðu áður. Výju rfkin, sem myndast hafa inn- an endimarka hins forna Tyrkja- veldis eru Arabía, Aremnía og Sýrland. Grikkir hafa fengið Smyrna og fleira, ltalir Adala, og rakkland hefir einnig fengið nokkuð og Bretar þaðan af meira, >ó að lendur þær, sem þeim hafa ílotnast, séu taldar skjólstæðingar jeirra en ekki nýlendur, svo sem 1 jyðingaland og Mesopotamía. Frakkland var fyrir ófriðinn 536,000 ferkm. að stærð og íbú- arnir nær 40 miljónir. Fengu þeir eftir ófriðinn Elsass Lothringen, sem er 14,000 ferkm. og hefir nær 2 miljónir íbúa. Þrátt fyrir þessa íbúaviðbót hafa þeir mist í ófriðn-

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.