Heimskringla - 10.08.1921, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.08.1921, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WfNNIPEG, 10. ÁGOST 192 f HEIMSKRINGLA Otofunft ISSd) Kcmur öt ft iiverjum uiðvikudeffl. ftjKefeudur uk el«:endur: / THE VIKING PRESS. LTD. 72» SIIKUBROOKK ST, WISSIPEG, MAS. TalninUt N-6537 »íí blnSHlas er *3.«0 ftrcnnittirlnn bor»- Iwt fyrlr fram. Allar hor*«nb nenftlat rft&smannl blaftslns. Ráðsmaður: BJÖRN PÉTURSSON Ritstj órar : BJÖRN PÉTURSSON STEFÁN EINARSSON Utanftakrift tlli blnBslns': THE VIKING PRESS, I.tU., Bex 3171. Wlnnlnes, Mnn. Utanftakrlft tll ritstjörnns EDITOR HEIMSKRIJfGI.A. Box 3171 Wlnnlftes, Mu, The ••Helraskrhasla" is prlntad and pnb- lishe by the Yiklng Press, Limlted, at 72S Sherbrooke Street, Wlnnlpee. Manl- toba. Telephone: N-6637. WINNIPEG, MANITOBA 10. ÁGúST 1921 Þjóðeign sjúkrahúsa. Þjóðeign í víðtaekum skilningi á ennþá fáa fylgjendur. Og það mun heldur engin þurð á mönnum að andæfa henni, jafnvel þó hún Komi fram í smáum stíl. Það sem henni er aðallega fundið til for- áttu, er það, að hún sé óframkvaemanleg; reynslan hafi oft leitt það í Ijós, að hún sén óihagkvæm, þó því verði ekki neitað að hún sé fögur hugsjón. Aldrei höfum vér getað séð á hverju þessi staðhæfing er bygð. Sannleikurinn er sá, að þjóðeign á sér stað, í nálega hverju einasta landi undir sólunni, að einhverju leyti, og hef- ir blessast vel. Það þarf n^umast annað en að minna á póstreksturs-st'arf allra siðaðra þjóða, eða allra þjóðanna í alþjóða póstsambandinu, til þess að sannfærast um þetta. Hagkvæmari rekstur nokkurs þjóðfélags starfs getur varla en póststarfið. En þó er það rekið undir þjóð eignar fyrirkomulaginu, að eins miklu Ieyti og hægt er að koma því við, undir núverandi skipulagi. Hið sama mætti segja um ýms fleiri mál. Alþýðumentamálin og mörg sveita og bæjar mál eru að mestu eða öllu rekin samkvæmt þjöðeignar-fyrirkomulaginu, með ákjósanleg- um árangri. Það skyldi enginn heldur ímynda sér, að það sé fyrir happ og hendingu, að þessi þjóð- félagsstörf eru rekin með þjóðeignafyrir- komulagi. Það er einmitt gert vegna þess, að aimað fyrirkoimulag þötti, eftir nákvæma íhugun, ekki hentara eða ákjósanlegra. Og eftir því sem borgarar þjóðfélagsins þroskast og mannast, eftir því fjölgar þeim störfum, sem rekin eru sem þjóðeign. Það er eitt starf í þjóðfélaginu sem oss hefir virst að fyrir löngu hefði átt að vera rekið með þjóðeignarfyrirkomulagi. En það er rekstur sjúkrahúsa eða lækninga yfirleitt. Það er svo margt, sem virðist mæla með þessu, þó hér verði ekki minst á nema fátt eitt. Það er eðlilegt hverjum manni að vilja lina og sefa þjáningar sjúkra sé þess nokkur kostur. Það getur satt verið að Iítið beri á velvild vorri og náungans kærleika stundum. £n þeir sem ekki finna til með sjúkum, eru úr “undarlegum steini” gerðir, eins og þar stendur. , Ef þess væri því nokkur kostur, að þjóð- félagið sæi hverjum borgara fyrir lækningu meina sinna, hvernig sem högum hans væri háttað, endurgjaldslaust, mundi það lofað og vegsamað af hverjum manni, sem nokkra mannúð og rækt ber fbrjósti til meðborgara sinna. En þá er spursmálið, hvernig mega þau undur ske í þessum táradal mannanna? Svarið er, að það er ekki hugsanlegt, nema með því, að sjúkrahús og lækningar séu starfrækt af þjóðfélaginu en ekki af ein- stökum mönnum. Og er það nú svo fjarri því sem sann- gjarnt er eða mögulegt, að þjóðfélagið fær- ist þetta í fang? í vorum augum er það enginn órnöguleg- leiki. ÞjóðféJagið hefir Iagt sér það á herðar, að sjá um alþýðu-uppfræðslu; það byggir skóla, ræður kennara og iaunar þá. Börnin fá fría kenslu. Þetta gerir þjóðfélagið til þess . að gera börnin að sem fullkomnustum borg- urum. Á móti þessu fyrirkomulagi hefir eng- inn mæit, og þó eru talsvert háir skattar á almenningi því samfara. Þjóðfélagið álítur sig græða á því að kosta til að menta borg- ara sína, og einstaklingar þess vita einnig að það stefnir í fullkomnunar áttina. Hví skyldi ekki hver einstakur maður fús að fórnfæra ofur litlu fyrir slíkan tilgang. En eins og það er hagur og heill fyrir þjóð- félagið, að menta borgarana, svo er það vissulega einnig ákjósanlegt, að sjá þeim fyrir góðri heilsu. Heilsulausum mönnum hef- ir þjóðfélagið ekki fremur not af, en óupp- frædduim Iýð. Ef bæjir og sveitir sjá sér fært að halda við fríum bóka-söfnum, fríum listigörðum, fríum skólum o.s.frv., hversvegna gætu þau þá ekki, með styrk alls þjóðfélagsins, séð borgurum sínum eins fyrir fríum læknmgum * meina sinna ? Það eru tugir þúsunda af mönnum sern ekki geta veitt sér nauðsynlega læknishjálp sökum fátæktar, en ganga heilsu-bilaðir til vinnu og gera sig með því alheilsulausa og ófæra til nokkurs starfa ef til vil alla æfi. Það er ekki hægt með orðum að lýsa þján ingum þessara manna. Umhugsunin ein um .þær ætti að vera nægileg til þess, að þjóð- félagið gerði sitt ýtrasta þeim til hjálpar. Iðnaðarrekstur þjóðfélagsins tapar einnig stórkostlega á þessu; það vinnur enginn full- komið verk, sem ekki gengur heill heilsu að því. 'Það er góðra gjalda vert að skólarnir sjá sálinni fyrir lækningu þessa heims og kirkj- urnar annars heims. Eg kannast við gildi orð anna, að hvaða gagni kemur manninum þó hann eignist allan heiminn, ef hann líður tjón á sálinni. En þó eitt beri að gera, má samt ekki aúnað ógert látið. Og ef líkaminn því sem næst rotnar lífs sem liðinn, gengur van- rækslan í því efni einnig oflangt. En hvað er um kostnaðinn? Verður það ekki til þess að setja þjóðfélagið á höfuðið og íþyngja alþýðunni með hóflausum skatta- álögum, að það færist þetta í fang? Það mætti gera ráð fyrir að það hefði ein- hvem kostnað fyrir alþýðuna í för með sér? En það er víst, að bún mundi fá þann kostn- að meira en bættan með endurgjaldslausri læknishjálp aftur. Sjúkrahús era flest bygð að meira eða minna leyti af almenningsfé, og eru styrkt af því eftir að þau eru bygð. En þrátt fyrir það verður almenningur að borga svo mikið fyrir lækningar, að honum er í flestum tilfellum um megn að bera það. Með þjóðeignarfyrirkomulaginu væri einn- ig hægt að benda á leiðir hvernig starfrækja mætti lækningar eða sjúkrahúsin án þess að auka skatt-byrði alþýðunnar um einn eyri. Otgjöldum þjóðfélagsins er ekki öllum svo vel varið, að ekki megi gera það betur. Slepp um samt því hér, er það stundum ívilnar ein- stökum mönnum. En það sem benda mætti á að vel ætti við að varið væri af þeim til reksturs þjóðeigna-sjúkrahúsum, era útgjöld þess til her-útbúnaðar. Þau útgjöld nema svo afar miklu, að þau mundu meira en nægileg til að bera kostnað sjúkrcthúsanna. Mönnum er eitthvað minnisstætt um þau útgjöld eftir ósköpin sem á hafa gengið síðustu ár. En alt það fé er notað til eyðileggingar mannslíf- um í miljónatali. Væri nú því fé sem þannig er eytt, varið til,hins gagnstæða, varið til þess að Iækna líkami manna í stað þess að tæta þá sundur, varið til reksturs sjúkrahúsa, þá mundi það meira en nægja til þess. Og á hvorn hátt væri peningunum skynsamlegar varið, mannúðlegar og samanboðnara ment- un og menningu tímans? Þetta mál er afar þýðingar mikið og verð- ur ef tilefni gefst til þess, rætt ítarlegar síðar. Fjálgleiki “Lögbergs”. I “LögLergi” 28.júlí gaf að líta nakkrar hugleiðingar út af Albertakosningunum ný-af |6töðnu, er vér viljum gera fáeinar athuga- semdir við. Blaðið skilur ekkert í þeim ósköpum, að liberal stjórnin þar, Ste'Wart-stjórnin, skyldi falla við þann miður sæmilega orðstír, að ná ekki nema hluta þingsæta, eins og í Ijós kom við kosningarnar. Eftir vanalegu víðsýni og miður vel fóstr- aðri sanngirni blaðsins, getur það auðvitað ipkki hugsað sér neitt komast í jöfnuð við Jiberalstjórn, hvorki þar né annarsstaðar. Það Iítur helzt út fyrir að Stewart-stjórnin sé, eftir skoðun þess, einhver goðborin vera, sem ekki yrði af stalli hrint, nema með því að um Ieið yrðu fótum troðin helgustu vé borgaranna og heill fylkisins flæmd út á flæð- ar-flaustur. Þegar svo er trúað á stjórnir, er von að undran og fjálgleiki vakni við annað eins og úrslit kosninganna í Alberta. Blaðið segir í örvæntingu snini: “Það er eins og eitthvert óviðjafnanlegt óyndi, eða ósegjanleg breytinga þrá hafi gripið alla menn; oss er sagt að sh'kt sé framfara merki, en í voram augum er það þrotabús-yfirlýsing reikandi ráðs og stefnuleysis.” Fyrra atriðinu í þessum ummælum blaðs- jns, má finna stað. Það er engu líkara en að mikill meiri hluti kjósenda í Albera hafi verið búinn að fá nóg og meira en það, hafi verið ibúinn að fá “ekta” óyndi af formensku Stev- art stjórnarinnar. Síðara atriðið, um reikult ráð og stefnuleysi bænda, er erfiðara að sanna að sé nokkrum rökum bygt hjá blað- inu. Það sem næst liggur fyrir að benda á í því sambandi, eru auðvitað kosningarnar. En að þær beri vott um stefnuleysi eða reikult ráð bænda, er litið er á það traust og mikla fylgi er þeir hlutu, eiga víst flestir aðrir en Lögberg” bágt með að láta sér koma í hug. Enda getur ekkert fjarstæðara verið en sú staðhæfing blaðsins. Annars var oss að detta í hug er vér lásum greinina, að bændurnir í Alberta myndu þá og þegar verða skýrðir “b........... Bolshe- vikar” svo vér notum orð Snjólfs gamla Aust- manns. En ekki var nú samt kveðið upp úr með það; sú hugsun kann aðeins að hafa hrært sér í djúpinu eða marrað í hálfu kafi. Ofan á flaut aðeins það, að bændur væru alt annað en Iíklegir til að geta stýrt stjórn- ar-fleytunni gegnum brim og boða þessara byltinga og óyndis-tíma. Það væri verkefni Stev'art-stjórnarinnar einnar að halda um stjórnvölinn í slíkum ósjó. Hvernig ætli hún hafi nú komið fram þessi mikla Stewart-stjórn- Það er óþarft úr því sem komið er, að vera að rekja sögu henn- ar og skal því ekki þreyta lesarann á því. En einu atriði.síðasta stryki stjórnarinnar, getum vér ekki gengið alveg fram hjá. Liggur þann- ig í því, að eftir að stjórnin er fallin í kosn- ingunum, fer fjármálaritari hennar af stað, og tekur 4 miljón dala lán og bætir því við skuld fylkisins um leið og stjórnin kveður. Kvað hann stjórnina ekki kömast hjá þessu. Ekki var samt auglýst eða leitast fyrir hvar Ián þetta fengist með beztum kjörum, held- ur var það tekið hjá þeim sem stjórninni gott þótti, hvað sem kjörunum leið. Fella blöðin þungan dóm á stjórnina fyrir þetta undarlega tiltæki og segja sem satt er, að þessi lántaka hefði verið verkefni nýju stjórnarmnar og ekkert hafi á henni legið. Annað gerræðið segja blöðin í þessu sambandi var líka það, að gefa ekki nema einum tækifæri til að bjóða þetta lán. Er auðséð af þessu hvort ekkert er til í því, sem stjórninni var til saka fundið við kosningarnar, um fjárbrugðl til hins og annars óþarfa, er bændum og borg- urum landsins yfirleitt kom að engu gagni. Og þetta er stjórnin sem “Lögberg” er hissa á að skyldi vikið frá, og sem það segir fær- ari í flestan sjó til að stjórna en nýju stjórn- ina. Það er ekkert óeðhlegt eða óheilbrigt við úrslit Alberta-kosninganna. Þær bera það með sér, að alþýðan er að vakna, að gömul stjórnmálafinska sé komin á fallandi fót, að borgararnir séu yfirleitt farnir að krefjast/ þeirrar ósérplægni af stjórnmálamönnum se(m af öðrum mönnum er krafist, að jafnréttið sem sagt er að hún sé aðnjótandi, sjáist á borði eigi síður en í orði. Vér segjum ekki að bændastefnan sé afar róttæk í umbóta áttina eða að hún sé byltingastefna. En vér segjum hana svo stórt spor til framfara, að stærra skref hafi ekki oft verið stigið á stjórnmálasviðinu til alþýðu hagsmuna án byltmga. Bændahreyfingin er og verður merkileg talin í stjórnmálasögunni. Enda bera fáir nú orðið á móti því, nema “Lög- berg.” Hvað korn-rannsóknarnefnd sambands- stjórnarinnar hefir við þetta fall Stewarts- stjórnarinnar að gera, er oss óskiljanlegt. Vér héldum að fylkisstjórnin í Alberta væri ekki vitund við það mál riðin. Samt reynir “Lög- berg” að slá því fram, að það hafi verið or- sökin fyrir falli stjórnarinnar eða ein af þeim. Sýnir þetta hve ósýnt blaðinu getur verið að kannast við það, að Stewart-stjórnin hafi haft nokkurn þann gaila í fari sínu, sem orsök gat verið fyrir falli hennar.. En þó að Liberalar haldi sjálfir eða nokkrir á meðal þeirra, að bæði Stewart-stjórnin og öll liberal stjórnar þvagan hvar sem er, sé flekklaus, þarf hún ekki að halda að aðrir en þeir sjálfir leggi trúnað á það. Og þessi síðasta tilraun Lög- bergs, að kenna sambandsstjórninni um fall Alberta-liberal-stjórnarinnar, hlýtur í augum flestra að skoðast sem ógeðfeldur handa- þvottur. Bruðl Iiberalstjórnanna jhvar sem era, er orðið alþekt í Canada. Það er því engin ástæða fyrir “Lögberg”, ef það vill unna nokkurri annari stjórn sannmælis, að láta hugfallast út af Albertakosningunum. Það er óþarfi að vera að spá fyrir um dómsdag fylkisins þó skift væri þar um stjórn. Það hefir mörg fegri stjama hrapað um dagana en Stewart-stjórnin og jörðin hefir samt haldið áfram að snúast. Inntak úr ræðu E1NAR5 BENEDIKTSSONAR á þjóSiminningardaginn í Win- nipeg, 2. ágúst 1921. lslendingar, háttvirta samkoma! Eg veit aS þér munuS álíta þaS rétt, aS eg hefji mál mitt til ySar meS innilegu þakklaeti, frá okkur hjónum fyrir þaS, aS þér hafiS veitt okkur færi á aS vera viS þetta hátíSarhald ySar á þjóS- minningardegi Vestur-lslendinga. Eg hefi veriS beSinn aS tala hér 'fyrir minni Islands og þaS fyrsta sem eg tek fram er þaS, aS eg er nú fyrir tilmæli ySar fjær Islandi, en eg hefi nokkru sinni veriS áS_ ur og finn nú þess vegna betur til þess en nokkru sinni fyr, hve römm sú taug er sem dregur hug- ann tij föSurtúna. Þegar vér tölum um Island, er þaS ekki einungis landshættir og landslega sem vér höfum í huga, heldur einnig þjóSemi vort og saga. ÞaS er alt þetta saman; þaS er allur vor íslenzki heiimur, sem vér höldum minni vort fyrir í dag. Og þá er þaS enn allra fyrst, þaS sérstaklega viS land viort og þjóS, sem vér höfum fprir augum: “ÞaS a]t, sem gerir grein á mér, sem gerir mig þaS sem eg er; þaS alt sem merkir mig í anda, frá mönnum allra þjóSa og landa.” Og fyrsta einkenniS sem mér finst verSa aS taka til greina hér, er hvernig vér Islendingar vinnum, samkvæmt eSli voru og uppruna. ÞjóSemi vort er bygt upp í sterku stríSi viS náttúruna. Þétta stríS setur engan í fyrirrúm, skip- ar kendunum í sitt rétta sæti. 1 öndvegi situr framsýn og djúp hugsun feSra vorra og þegar hug- urinn er sannfærSur, slær hjartaS meS. — Islendingar unna hug- ástum. — Island þarf þessarar ástar ySar, landar í Vesturheimi. Vér vitum allir aS minningarnar viS lands. fegurSina og þessa stórskornu drætti fósturjarSar vorrar heima, verSa æfin]ega fylgjandi hóp vor- um hvar sem hann fer. Vér vitum líka aS hjá hugsandi mönnum Is- lands, hvar sem þeir fara um heiminn, er djúp sannfæring um ágæti þeirrar aSstöSu sem land vort hefir í viSskiftum viS hvora álfu, sem er. Eins og ekkert þjóS- arheimili jarSarinnar hefir fengiS fullkomnari vatnsleiSslu heitra og kaldra strauma heldur en Island, og eins og enginn þjóSargróSur hefir fengiS voldugri fyrningar frjómagna og krafts, heldur en stórf]jótalandi8 okkar, eins er þaS víst, aS engin þjóSarstöS jarSar- innar liggur aS arSvænlegri viS- skiftabraut heldur en eyjan vor í miSju Atlantshafi, meS svo ör- stutta bæjargötu frá líflínu þeirri, sem tengir Engil-Saxnesku þjóS- irnar austan og vestan hafs. Islendingar hafa sannarlega rétt til þess, aS unna landi sínu hug- ástum, og ekki síSur hafa þeir rétt og skyldu til þess aS bera sfna norrænu, sannfærSu ást til 'þjóSernisins. Uppruni vor er, eft- ir vitnisburSi kungunnar, sá elzti og göfugasti í NorSurálfu heims. Dýpi orSsins og auSaefi þeirra hugmynda, sem lúta aS siSum, félagsskap og mannhyggindum í viSureign viS aSra, bera órækan vott um æfafoma aldareynslu. Og svo tengir þessi uppruni samlband viS eina nýjustu kvíslina frá Aust- urheimi sem hafSi ruSst fram til brezku eyjanna og sent jafnvel hafnsögumenn til lslands á undan flotunum sem voru kendir viS norsk höfSingjanöfn á landnáms- tíSinni. Islenzka þjóSin er af- kvæmi þessarar forn-norrænu og austraenu menningar. Saga lands vors segir frá því, hvernig einstaklingsveldiS rís upp móti almanna afskiftum og hvernig þaS aS lokum verSur aS lúta fyrir megin-hugsjón þjóSern. isins, sem heimtar hlýSni og rækt viS sameiginlega hagsmuni. En þar á eftir sýndr einnig saga vor, hve lítiS almenningsvaldinu verS- ur ágengt í því aS uppræta valda- nonns KIDNEY; 'j PILLS -A é E ^grwE'g ....Úodd’s nýrnapiiíur eru bezte nrýrnameSaliS. Lækna og gigt, bakverk, hjertabilun, þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nyrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eoa 6 öskjur fyr* ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöL um eSa frá The Dodd’s Medicine Co. Ltd., Toronto^ Ont........ fýsn persónunnar yfir sínum eigin. lögum og fámenna víSáttulandinu- Vér höfum komiS fram í ljós tím- ans sem er aS líSa, meS þær sterku hvatir til einræSis og af- skiftaleysis frá öSrum um eigin hagsmuni viora, sem einkendi for- feSurna, sem IeituSu unadn ein- ingu Noregs. Eg þykist vita þaS fyrir víst, aS enginn af ySur muni hafa ætlast. til þess, aS eg talaSi einungis þaS eitt sem eg vissi fyrirfram aS allir gætu orSiS samdóma um hér. Þér: hafiS sýnt mér þann heiSur, aS aklla mig hingaS, til þess aS tala fyrir ySur þaS, sem mér býr í brjósti sjálfum um föSurland vor allra. Eg lýsti pfir því, aS eg lífc svo á, sem viShald og verndun. íslenzka þjóSernisins meSal ySau-.. sé máttugasta vopniS sem þér get- iS beitt til sigurs ySur sjálfum héi vestra. ÞaS var ekki til einskis a& mentun gamla heimsins var um margar aldir bygS á rækilegu ! námi einnar forntungu. ÞaS mál, : sem hafSi náS íulikomnun og hafSi unniS aS tilgangi sínum fyrir. | mikla heimsþjóS. ÞaS geymdi í I sér alla þú lífsreynslu, alla þá [ djúpu rannsókn andans, sem hafSi j fariS fram á æskuskeiSi þessara’ j þjóSar. Unglingurinn sem hafSi I numiS latnesku til fulls.hann gerSi sig aS erfingja alls þess andlega auSs sem Rómverjar höfSu skiliSi eftir sig. En þaS er óhætt aS segja, aS fyrir hvem þann sem les norrænu meS jafn mikilli raakt eins og heimtuS var af nemend- um gömlu latínuskólanna, hann aflar sér andlegra auSæfa sem sízt eru minna um verS en þau, sem geymast í fommenningunni frá Italíu. En eins víst og þaS er, aS fulL nemi fornrar tungu verSur mann- aSur maSur, eins víst er hitt, aS- yfiiiburSir hans yfir aSra í lífs~ stríSinu geta þá fyrst kallast aL. gerSir, ef hann hefir vald fuIL kominnar þekkingar yfir annari tungu í viSbót þeirri, sem mælt er af þeim, sem hann lifir meS*. Utva.da þjóSin aS k.isiír hefir sýnt og sannaS hvaS þaS þýSir, aS halda óskertri annarlegri máls- menningu innan um hversdags- mál viSskiftamannanna. Þessí þörf er rík í eSli vorra fomu Vær- ingja og í líkum anda talaSi Egill þegar hann kvaS fram jþá ósk, aS hann mætti “höggva mann — og annan.” ÞjóSræknin á aS vera lífsskoS- un mannsins. Eftir uppruna og eins og saga vor hefir gerst, verS- ur þjóSernisást íslendinga sjálf- sögS frá kyni til kyns. Útvalda þjóSerniS eystra sveimaSi um eySimörkina meS fjörutíu þús- undir manna. Hver veit hvert gildi norrænunámiS fær meSal allra þeirra heimsþjóSa sem eru ættaS- ar viS upprunatungu vora, þeg- ar vísindi tímans heimta aS máls. mentinni sé endurskipaS í hásæti yfir allar aSrar námsgreinar á al_ mennu mentaskeiSi æskunnar? Eg hefi þá óbifanlegu trú, aS land vort eigi volduga efnalega viSreisn fyrir höndum, þegar mannvitiS íslenzka nær tökum á þjóSmálum vorum. En eg hefi jafnfasta trú á því, aS íslenzk

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.