Heimskringla - 10.08.1921, Blaðsíða 5
'WINNLPEG, 10. ÁGÚST 1921
HEIMSKRINGLA
5. BLAÐSÐA
Landa-gjaldmiðar.
HvaS ætliS þér aS gera viS sölu gjaldmiðla ySar?
KomiS meS þá á bankann t«l víxlnuar eSa óhultrar
geymslu. Þér munið hitta fljót, kurteis og fullkomin
viðskifti við næstu bankadeid vora.
Riverton bankadeild, H. M. Sampson, umboðsmaður
IMPERIAL BANK
OF CANADA
Riverton bankadeild, H. M. Sampson, umboðsmaður
Útibú að GIMLI
(370)
málsment verði gerð aS einum
aSal hyrningarsteini andlegrar
framþróunar hjá meginlþjóSum
alls NorSurheims. Sá tími, sem
fer í hönd fyrir íslenzka þjóS,
vestan og austan hafs, er glæsi-
legur og örlagaríkur. Uppeldis-
öldin nýja hlýtur aS vekja og
halda viS athygli heimsins á okk-
ur og fyrir oss sjálfa verSur þessi
öld viSreisnaröld, sem tekur af all
an efa um gildi tungu vorrar fyrir
framsókn þjóSarinnar. ÞaS er ó.
hætt aS segja aS alt af sýna tím-
arnir þaS sama um afturhvarfiS
til þess frumlega í mannlífinu, þeg-
ar fullri þekkingu er náS. Megin
setningar fornþjóSanna um sann-
mentun mannsins, endurtakast af
uppeldisvísindunum. Skapari þjóS
anna sagSi: 1 uppuhafi var orSiS, |
og eg var orSiS. Og meS því var
lagSur grundvöllur, óhagganlegur
um alla tíma, fyrir menning manns
andans.
iÞjóSerni vort breiSist út og
styrkist viS þaS, aS málsættirnar
rekjast saman. I kennarastólum
siSmentaSa heimsins verSur sáS
út þekkingu um þaS andans líf |
feSra vorra og vorrar komandi
kynslóSar, sem vex af rótum
norrænunnar. Snorri Sturluson
sýndi hvern mátt þetta mál á til,
þegar hann kveikti ljósiS í sögu-
heimi NorSurlanda, einn maSur
úti á íslandi, viS erfiSari lífskjör
en þau sem vér búum sjálfir viS.
Hve voldugt er þaS verksviS sem
opnast fyrir málfræSingum Is-
lands, þar sem kröfurnar til gagn-
gerSrar þekkingar á forntungu
vorri, fara sívaxandi í sama hlut-
falli sem gildi málsmentunarinn-
ar verSur almennara viSurkent í
mentastofnunum heimsins.
Islendingurinn sem vill vita og
skilja hverju hann ann, finnur þaS
vel, hvar sem hann fer um heim-
inn, aS föSurland vort á skiliS alt
trygSarþel og rækt barna sinna.
En meS þeim kærleik fylgir hvöt-
in og skyldan til þess jafnhliSa.aS
segja satt um lsland og hagi þess.
Vér verSum aS horfa hátt í hug-
sjónum vorum, en sjá þó glögt alt
sem næst liggur fyrir. Island
hefir tekiS á móti fullveldi um öll
sín málefni með fágætum atvik-
um og mjög meS öSrum hætti
heldur en venjulega gerist þegar
þjóS vinnur alfrelsi. Barátta ls-
lands fyrir frelsinu hafSi ekki al-
iS upp ríkismálamenn, né myndaS
þau tilfæri fullfrjálsrar þjóSar,
sem krefjast til þess aS fara meS
málefni milli þjóSanna. Slíkur
undirlbúningur gerist ekki á svip-
stundu og þessvegna er vandfariS.
Synir lslands verSa aS vera sann-
ir og bersöglir um þaS hvernig
þeim gezt aS stjórnarathöfnunum
heima. “Vinur er sá sem til
vamms segir.” Og þeir Islending-
ar, sem standa fyrir utan athafna-
svæSi stjórnarinnar íslenzku þeir
eiga aS mörgu Ieyti hægara meS j
aS sjá, hvar stefnt er rangt og
jafnvel til hættu og glötunar um
málefni þjóSar vorrar. Þéss vegna
getur almenningur heima vænst
þess aS bræSur vorir vestra leggi
til mála og hafi vandlega gætur á
því sem fram fer.
Grænland, forn nýlenda Is-
lendinga, hefir nýlega veriS heim-
sótt af konun^i, og hefSi veriS
skylt og sjálfsagt, aS lslendingar
léti sig það skifta máli, sem gerð-
ist í þeirri heimsókn og fyrirætlað
var áSur í Höfn. HvaS hefir stjóm
íslands, eSa almennings álitiS þar
lagt til um þetta málefni sem
snertir stórvægilega hagsmuni
þjóSar vorrar heima, og ekki síS-
ur hér vestra? Um þetta efni geta
Vestur-fslendingar talaS svo aS
gagni geti komiS fyrir ísland.
UnniS landi voru hugástum og
gleymiS ekki gröf þjóSbálksins í
Grænlandi! ÞaS var dýrkeypt
eign og hefir aldrei veriS löglega
afsalaS frá íslandi. ÞaSan var
fundiS nýja þjóSheimiliS ykkar
sjálfra, og þaS er næsta ná-
grannalandiS fyrir austan Canada.
Lokun Grænlands gegn fslend-
ingum, getur ekki þolast og má
ekki þolast. Þegar nú kemur til
þess aS aS halda uppi rétti fóstur-
jarSar vorrar í þessu mikilvæga
málefni.þá má heldur ekki gleyma
því, aS þér eigiS heima í voldugu
frjálsu ríki, þar sem aitaf er tekiS
undir meS réttlætiskröfum á móti
yfirgangi og mannkúgun.
Eg endurtek þakklæti mitt fyrir
heimlboS ykkar. BiSjum allir heilla
starfsemd íslenzka þjóSflokksins,
hvar sem hann býr á jörSinni, til
hárra takmarka í þá stefnu, aS
varSveita og máttka íslenzkt
þjóSerni.
Lifi heimili íslenzka þjóSernis-
ins! Lifi Island!
--------1—o-----------
Eiakennilegt.
BlaSiS “Free Press" flutti frétta
grein af Islendingadeginum í Win-
nipeg daginn eftir hátíSa-haldiS,
sem ekki er neitt óeSlilegt.
1 grein þessari er líka all-ítar-
lega skýrt frá því er fram fór og
er hátíSahaldsins minst fremur
hlýlega yfirleitt.
AS einu leyti er þó vikiS frá
þeirri reglu. Þeirra er þátt tóku í
ræSuhöldunum er allra getiS og
er ekkert athugavert viS þaS. En
svo er sérstaklega minst á efni
ræSanna er þar voru haldnar og
lofsorSi lokiS á þær þeim til verS
ugs hróss er þær fluttu, nema
ræSu enis mannsins, séra Alberts
Kristjánsonar; efni hennar er
hvergi getiS aS neinu í fréttinni.
Þetta er dálítiS einkennilegt.Og
þeim mun einkennilegra, sem
ræSa séra Alberts, var ekki lak-
asta ræSan sem haldin var, held-
ur öllu fremur sú þeirra, er ekki
sízt hreif áheyrendurna.
Sendisveinn blaSsins hefir auS.
vitaS ekki skiIiS orS í ræSunum.
Hann hefir orSiS aS fá efni þeirra
frá öSrum. ÞaS getur, ef til vill,
margur skoSaS sem afsökun. En
úr því hann samt náSi efninu úr
hinum ræSunum, hefSi hann
eins átt aS geta náS efninu úr
ræSu þessa eina manns.
Varla er hægt aS geta þess til
aS blaSiS hafi í þessu efni veriS
aS launa séra Albert lamibiS gráa
í vetur, þegar hann í þingsalnum
benti á þaS gerræSi blaSsins, aS
þaS flytti gerSir af fréttum þings-
ins degi áSur en málin voru tekin
þar til meSferSar, og benti á aS
slíkt bæri ekki vott um einlæga
ást blaSsins á sannsögli. En auS-
vitaS hefir blaSiS síSan unnaS
séra Albert álíka og sannsöglinni.
En eins og gefur aS skilja, ger-
ir þetta séra Albert ekkert til. ÞaS
verSur ekki til þess aS Islendingar
snúi baki viS honum, hvort sem
þaS hefir veriS tilgangurinn eSa
ekki; þaS verfSur öllu fremur til
þess gagnstæSa.
En þessi frétta-sögu aSferS
blaðsins er samt einkennileg, og
mun álitin af mörgum lúaleg, jafn
vel þó um mótstöSumann þess
sé aS ræSa.
-------o—......
Vilhjáimur Stefánsson.
BlöS frá Vancouver, segja aS
Vilhjálmur Stefánsson sé þar aS
búa sig undir eina norSurferSina
ennþá. Hefir þar veriS stofnaS
félag sem heitir “The Stefánsson
Exploration and Development
Co., Ltd.”, og sér þaS fyrir öllu
er meSþarf í þennan leiSangur.
En þaS verSa auk skipa og áhalda
vistir handa þeim á meSan þeir
eru á skipunum, því eftir aS land-
ferSalagiS tekur viS, segir Stefáns
son aS þeir geti skotiS dýr sér til
viSurværis, því hann sé svo kunn-
ugur orSinn þarna norSurfrá, aS
hann viti af þeim í stórum hópum,
þar sem haldiS hefSi veriS áSur
aS engin skepna væri til. MeS
Vilhjálmi fara í þetta skifti E. L.
Knight norSurfari frá Seattle, F.
W. Maurer, sá er á skipinu Kar-
luk var sem fórst í norSurhöfun-
um, og Allan Crawford frá Tor-
onto, og á hann aS ahfa umsjón
ferSarinnar á skipinu “Victoria”,
sem leggur af staS þann 1 1. ágúst
áleiSis til Nome. En þar er nú
veriS ,aS búa út skipiS “Orion”,
ídbrjótdreka mikinn og halda þeir
á honum norSur í IshafiS í lok
ágúst mánaSar. Yfir veturinn bú-
ast þeir viS aS halda sig viS ein-
hverja af canadisku eyjunum þar
og kemur Stefánsson þangaS aS
vori meS öSrum vísindamönnum
til móts viS þá. VerSa þeir aS
öllu vel út búnir til ferSar og hafa
loftbáta eS sér, þó Stefánsson segi
aS þeir komi þeim ekki beinlínis
aS notum, því rannsóknir svip-
aSar þeim sem hann hafi í huga,
sé ekki hægt aS gera á ferSum
meS þeim. Þessi leiSangur er gert
ráS fyrir aS standi yfir 2—5 ár,
eftir því hvernig gengur.
-------o-------
“Meistarastykki
andskotans ’.
ÞaS þóknast guSsmanninum,
s'Sameistaranu.m og stillingamann
inum, ritstjóra Lögbergs aS kalla
okkur ritstjóra Heimskringlu í
síSasta blaSi sínu.
Vér eigum hálf bágt meS aS
gera okkur grein fyTÍr þessari
hlægilegu nasbræSi ritstjórans.
A8 vísu hafa margir orSiS þess
varir, aS hógværSin og skapstill-
ingin sem þessi gultháls aS Lög-
bergi íklæSist stundum, sé ekki á
eins marga fiska, og hann sjálfur
lætur. En aS hann léti sér slík
orS um munn fara út a’f ékki meiru
en þama var efni til, þaS mun
samt sem áSur hafa komiS ýms-
um á óvart.
ÁstæSan til umælanna var
ekki önnur en sú, aS í aðsendri
skopgrein sem birtist í Heims-
kringlu, var þess minst, aS ef þaS
Vekti fyrir TjaldfoúSarkirkju-eig-
endum nú, aS koma upp minnis
varSa af séra Jóni Bjamasyni,
ætti ósköp vdi viS aS hann væri
setttir fyrir framan dyr Tjald'búS-
arkirkjuog vísaSi samkvæmt skoS
un séra J.B. á trúarlegri framþró.
un þeirrar kirkju.
Til þess aS draga sviSann úr
þessu háSi um TjaldfoúSarmáliS
og lærisveina séra J.B.,reynir geist
lega yfirvaldiS áð Lögbergi aS
bera í bætifláka fyrir alt saman
meS því aS segja, aS greinarhöf.
fari meS guSlast. Og það guð-
Iast er auSvitað fólgiS í því að
nafn séra J. B. er nefnt í þessu
samlbandi. En er hér ekki um of-
dýrkun aS ræSa? Og gaf séra J.
B. nokkurn tíma tilefni til þess
aS honum væri þóknanlegt aS
vera skipaS í guSatölu?
MeS allri virðingu fyrir mikil-
menninu séra Jóni Bjarnasyni, eru
þaS æSi margir aSrir en vér, sem
ekki álítum hann hafa veriS guS,
heldur bara breizkan bróSur vor
mannanna. Og með því aS vér
þykjumst eiga rétt til þeirrar skoð-
unar vorrar, eins og hinn ótrauSi
krossberi aS Lögbergi, til dýrS-
lingatrúarvingl síns, getum vér
ekki kannast viS aS í aSsendu
greininni hafi veriS fariS meS
guSlast.
ÞaS kom fram á meSan séra
Jón Bjarnason var á lífi, aS skoS-
anir hans þættu aS ýmsu leyti
þröngar í trúarefnum, einkum á
seinni árum hans; þaS hefir meira
aS segja vaknaS út af því ein sú
svæsnasta deila sem meS oss
Vestur-lslendingum hefir háS ver-
iS. AS kippa sér eins upp viS
þaS aS vikiS skyldi óbeinlínis þó,
aS þessu, eins og ritstj. Lögbergs
hefir gert, lýsir dæmalaust ótam-
inni lund af manni í ritstjórnar-
sessi.
Svo ber þess aS gæta, aS efni
aSsendu greinarinnar í “Kringlu"
var aSallega um alt annaS en
þetta; aS kirkjumálunum var aS
eins vikiS í lok greinarinnar og
slæddist þá þessi trúfrelsishugsun
meS inn í reikninginn.
Vér könnumst viS þaS aS
oss sé aS ýmsu ábótavant, aS oss
geti sézt yfir í verkum vorum, en
ef vér erum brotlegri í þeim efn_
um en ritstj. Lögbergs í áminstri
grein, er oss sannarlega vorkun.
ÞaS spilti aS minsta kosti ekkert
fyrir honum, þó aS hann í næsta
skifti sem hann fer í líkum anda
af staS og í téSri grein, mintist
orSanna í Svarfdælu: “Klaufi,
Klaufi! kunn þú hóf þitt.”
skoSun, aS alheimurinn standi al-
1 gerlega utan vébanda rúmmælis-
fræSinnar sem hann þó hlýtur aS
gera, ef hann er óendanlegur og
takmarkalaus.
Þrátt fyrir þetta hefir Einstein
| þó stungiS upp á tiltölulega auS-
I veldri aSferS, sem í framtíSinni
kann aS gefa til kynna hvort al-
heimurinn muni vera takmörkum
foundinn eða ekki. Hann gefur í
skyn, aS stærS alheimsins sé tfu
triljón stjörnufræSiseiningar —
slík eining er fjarlægS jarSar frá
sólu. Þegar vér breytum þessari
feiknatölu í ljósár, þá sést glögg-
lega aS 'ljósiS yrSi foiljón ár aS
fara eina hringferS umhverfis al-
heiminn.
Gerum nú ráS fyrir aS hann sö
þannig takmarkaSur og aS áætlurx
Einsteins sé nokkurn veginn rétt,
þá má segja aS víSátta alheims-
ins sé svo mikil, aS í verklegum
skilningi verSur þaS sanni næst
aS kalla hann takmarkalausann.
ER ALHEIMURINN BÆÐI
“TAKMARKAÐUR”
og
“TAKMARKALAUS”.
(Þýtt úr ensku af Árna S. Mýrdal)
A'llir þeir sem kannast viS af-
stöSuleika kenningu Einsteins,
segir “Scientific American” vita
aS hún leiSir oss aS þeirri ályktun,
aS alheimurinn geti veriS takmark
aSur þó hann sé í raun og veru tak
markalaus. Ymsum virSist máske
staShæfing þessi næsta undarleg,
og aSrir munu segja aS orSin
“takmrakaSur” og “takmarka-
laus” hafi alveg gagnstæSa merk.
ingu.
Frá elztu tímum sögunnar hefir
alheimurinn veriS manninum sí-
feld ráSgáta, og hvor stefnan sem
tekin er — hin takmarkaSa eSa
sú ótakmarkaSa, virSist hún jafn
erfiS úrlausnar. ÞaS er auSsætt aS
vér verSum annaShvort aS hugsa
oss alheiminn takmarkaSann, eSa
óendanlega víSann. Þrátt fyrir all-
ann þeirra lærdóm og allar þeirra
staShæfingar, geta stærSfræS-
ingar aldrei útmálaS óendanleik-
ann. Ef þaS er viSurkent aS al—
heimurinn sé takmarkaSur — aS
vídd hans sé ekki óendanleg, þá
rís tafarlaust upp fyrir oss þessi
spurning sem ekki verSur svaraS:
hvaS liggur þar fyrir utan?
NútíSar-heimspekin bendir á
veginn út úr þessum vandræSum. ■
I síSastliSin hundraS ár eSa rúm-
lega þaS, hefir hugmyndinni um
rúmmáls_“sífelluna” veriS gefinn
mikill gaumur. Rúmmáls-sífella
þessi er takarkalaus innan vé-
banda sinnar eigin takmörkuSu
stærSar. Hnötturinn er gott dæmi
slfkrar sífellu í tvívíSu rúmi. Yfir-
borS hnattarins endar alstaSar al-
gerllega í sjálfu sér. Svo lengi sem
vér höldum oss viS tvívíSa rúmiS
— rúmiS sem yfirborS hans er
ákvarSaS í, er ekkert þar fyrir ut-
an. AuSvitaS er þrívíSur al-heim-
ur fyrir utan þaS, umhverfis þaS,
þar sem þaS beygist í og hvelfist,
unz þaS mætist á öllum stöSum;
en þaS kémur þessu atriSi ekkert
viS.
ÞaS hefir lengi veriS viSurkent
af ýmsum stærSfræSingum, aS
hinn þrívíSi heimur eins og vér
ætlum hann og skynjum, hagi sér
ekki ósvipaS þessu og sé í raun
og veru óendanlega víSur en þó
ekki takmarkalaus. Samt sem áS-
ur hefir hugmyndin tiil þessa ekki
veriS annaS en torskiliS, ímyndaS
rúmfræSilegt heilabrot. Jafnvel
Einstein meS nákvæmustu mæl-
ingum hefir ekki orSiS var hinnar
minstu átyllu til stuðnings þeirri
Kvæði flutt í Winnipeg
2. ágúst 1921.
Minni Islands
Nú á hugvæng eg flýg upp’ í Ijósvakans lindum,
eins og leiftur í dag yfir hvítfextum sæ,
lengst í ómælis firS heim aS ættjarSar tindum,
og í andsvalans fjallgolu-ljúfteig mér næ.
—Einhver undramynd loks út’ í hafsauga hefst,
sem í heiSíblámans ljósofnu silki þar vefst.
Dýrleg háfjalla sýn! LandiS vorhuga vakiS,
eins og vegsamlegt sjálfstæSis fordæmi rís.
Ber þaS harSangurspor?Er þaS hrjóstrugt og nakiS ?
Hvort, mín hjartkæra þjóS, ert þú nokkuS þess vís?
Ó, hve guSsfeginn yrSi’ eg ef ort gæti’ eg ljóS
nú til árs þér og blessunar, land mitt og þjóS.
Morgun þróandi lífs, morgun freistandi framtaks,
morgun fullveldis skín og þig vekur meS koss;
hann kallar, mín þjóS, fram til sýslu og samtaks,
aS til sæmdar, en skammar ei, verSi slíkt hnoss.
Vit, aS sjálfstæSi næst meS aS rækja sinn rétt—
og meS ráSsnjallri starfshyggju takmarkiS sett.
Þú ert móSir vor ástkær og umhugsun tíSust,
þú.vor ættjörS.og—foezt þess.er hjartaS fær dreymt;
og oss þykir sem sértu nú fjallborgin fríSust
þar sem frelsisins hjarta frá öndverSu’ er geymt.
Tak nú, móSir vor ástkærust, sjálfráð þinn sess
meSan sólsetursbörpin þín kveSa þér vers.
& . .. JÓN RUNÓLFSSON
Yestur-Islendingar
ViS komum meS trefil og klæddir í ull,
Og kunnum ei enskuna' aS tala.
ViS áttum víst langfæstir góz eSa gull,
Né gersemar Vesturheims dala. —
MeS sauSskinn á fótum og sængurföt heit,
MeS sjal og meS skotthúfn’ og poka;—
ViS fluttum þá útgerS í óbygS og sveit,
Og "enskinn” viS báSum aS þoka.
a
AS fötum og útliti’ ’inn hérlendi hló,
Og hæddist aS feSranna tungu.
En haldgóS varS útgerSin íslenzka þó
I eldrauna lífsstarfi þungu. —
ViS kunnum ei verkin, viS úttum ei auS,
Og ekkert í landsmálum skildum.
En Stórbetann sjaldan viS báSum um brauS
Því bjargast og mentast hér vildum.
En höndin var krept eftir hafrót og slátt,
Og herðamEir bognar af lúa. *
Á Sveitinni átt höfSu ofmargir bágt,—
Og örbirgðin flesta mun knga. —
Ein íslenzki farþeginn flutti þó arf
I farangri öreigans vestur:
AS hvar sem hann dvaldi, viS strit eSa starf
ESa’ stjórnmál, — Þá reyndist hann beztur.
ViS þriSjungshvörf aldar — meS erlendri þjóS,
Hinn íslenzka Beina—Hött*) sjáiS:
Þau hörSustu lífspróf í heimi ’ann stóS,
Og hérlenda flimtiS er dáiS. —
Nú kennir hann máliS, sem kunni ’ann þá ei,
ViS kirkjum og skólum fékk tekiS;
Og settist viS stýriS er Stórbretans fley
I strand hafSi nálega rekiS..
Þó týnist hér íslenzkir treflar og skór
Ei tapast má þjóðemið lýSi.
Því muniS: vor andlegi arfur er stór,
Og útgerSin haldgóS — í stríSi.
Og seljiS ei íslenzkar sögur né ljóS
ViS svikamynt trúðanna slægu;
En varSveitiS ómengaS ættjarSarblóS,
Og — íslenzku tunguna frægu.
JÓNAS A. SIGURÐSSON
í
í
i
í
í
*) Sbr. Sögu Hrólfskraka.—J.A.S.