Heimskringla - 16.01.1924, Side 2

Heimskringla - 16.01.1924, Side 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. JANOAR, 1924'. Frá Kína Eítir Ólaf ólafsson. Xlugrnynd hafði eg um J)að, að . til væri land undir sólunni, sem héti Kína, einkennilegt land, langt í austri. Eæri ‘*Reykjavíkin“ ,þangað skemstu leíð, hafði eg eitt- hvert hugboð um, að hún yrði sjö mánuði á leiðinni! Eg geri ekki ráð fyrir, að eg hafi verið sjöfalt einfaldari en allir aðrir, en leiðin til Kína er eflaust skemri en flestir halda hér heima. Hana fer maður nú á tæpum einum mánuði, hvort sem maður fer um England, gegn- um Súesskurðinn, eða um Ame- ríku, yfir Kyrrahaf. Og með góðu skipi er ekki unt að hugsa sér indælla ferðalag. ÍEn stígum á land í Kína; þá liggja fram undan oss vegalengdir meiri og erfiðari en vér máske hugð- um- En finnist oss leiðin inn í land löng og torfær, rifjum þá upp fyrir oss hvað segir í landafræð- inni. “Kína er litlu minna en Evrópa hálf, og 40 sinnum stærra en ísland. Það er að mestu leyti hálent" og s. frv. Enginn vandi er þó að koinast ferða sinna í Kína, þ. e. a. s- ef manni liggur ekkert á. Og þá list hafa Kínverjar lært; með margra alda reynslu að baki sér vita þeir, að ekkert þýðir að láta sér liggja mikið á. Vegirnir eru engu betri en á dögum Konfúse og víða verri, fljótahátamir hafa ekki tekið mikl- um stakkaskiftum, og í hjólbörun- um ískrar á öllum vegum- Enn þá hefir enginn efni á að bera á þær. Vagnamir eru klunnalegir og afar þungir Og fjaðralausir, og hjólin gjarðalaus bákn. — Ferðatækin eru margbreytileg og hafa öll sína kosti Yfirburðir þeirra koma bezt í ljós, ef æfa þarf óðláta útlendinga í kínverskri þoiinmæði. (Hvernig ferðast maður í Kína? hefi eg stundum verið spurður ag í bréfum að heiman. Því er ekki auð velt að svara f stuttu máli. 1 Kína hafa samgöngur verið erfiðar frá aldaöðíi. Vegagerð með nútíma- sniði var fyrst hafin árið 1914. En síðustu árin hefir verið sífeldur innanlandsófriður og ill stjórn framfarimar því hægfara. Járnbrautir. Pyrstu járnbraut í Kína iögðu Engiendingar árið 1876 á milii Shangjiai og Woosung (h. u- b. 20 km.). En það hefðu þeir ekki átt að gera að stjórninni forn- spurðri; því þegar henni var lokið keypti stjómin hana og lét rffa upp járnbrautarteinana, eyðiieggja vagnana og steypa eiinreiðunnm út í ána. Síðar tókst betur, svo í fyrra voru kínversku jámbraut- imar orðnar 11 þús. km. Eiginlcga eru brautirnar að eins tvær og liggja báðar út frá Pcking, önnur til Canton og hin til Shanghai. Höf- um svo hugfast, að ibúar Kína eru 440 míljónir, eða h. u. b- 40 þús. fyrir hvern kíómetra járnbraut- anna. Má af þessu ráða, að mestur hluti þjóðarinnar hefir aldrei heyrt stunur eimlestanna né notið góðs af krafti Jieirra og hraða. Fljótabátar- Ár eru margar og miklar í Kína. Víða eru þær hæg-! farnasta og fjölfarnasta leiðin, og þá farið með fljótabátum. Ef vel byrjar og straumur er með, geta þeir verið fljótir í ferðum, en gegn stormi eða straumi hafa þeir ekki við snigli. — Man eg eftir féiaga mínum f fyrra: með fjölskyldu sinni fór hann á bát hér upp eftir i Hanfljótinu, ætlaði til næstu borg- ar; þangað var tveggja daga hæg- ur gagur, en hann var 16 daga á leiðinni. tHann hrefti auðvitað ó- veður. Að fijótabátunum meðtöldum hafa Kínverjar stærsta skipaflota heims- ins, en stór og hráðskreið skip eiga þeir fá. Þúsundum þúsunda þess- ara báta er dreift um öll fljót og: allar ársprænur þessa lands. Seinir | eru þeir í förum, en nothæfir og mjög þægilegt samgöngutæki þykja þeir. Léreftssegl, styrkt með bambursreyr, nota þeir mikið, þeg- ar þvf verður við komið, en hrað- inn verður aldrei mikill, því botn- inn er flatur ens og á íslenzku trogi,1 og hættir því við að hvolfa. Þrjóti byr þrífa hásetar til bamburs-1 stjaka eða festa reipum í siglutopp-1 inn hlaupa svo á iand og draga á 1 móti straum og stormi. I>að er þung vinna, þó eru verkföll fátíð. Eg sigldi með japonsku eimskipi upp eftir Yangtsefijótinu frá Shanghai til Hankow, h. u. b. 100 ísl. mílur, 5 daga ferð. Altaf vorum við að mæta fljótabátum aila leiðina. SÖHtuieiðis á Húnfijótinu; upp eft- ir þvi ferðaðist eg með einum þess- ara báti viðstöðuiaust f 21 dag; um ferðin var söm og jöfn alla leið. Fljótbátarnir eru flestir fremur litlir, 12—30 feta iangir. í fyrstu fanst mér byggingarlagið á þeim ósköp hjákátlegt: mjóir og flat- botnaðir, með lágum skut og hárri afturbygging. En maður venst þeim, og Kfnverjar eru alveg eins ánægðir með þá og íslendingar eru með reiðhestana sína. Fljótabátamir em flestir fremur meira virði fyrir Kfnverja en reið- hestar eru fyrir fslendinga, og er ]>á djúpt tekið f árinni. Þeir eru ekki að eins góður og nauðsynleg- ur farkostur, heldur og heimili, því fjöiskyida býr á hverjum bát. Hér eru fjölskyldur svo þúsundum j skiftir, sem ekkert annað heimili ; eiga er bátinn sinn, ala aldur sinn á fljótinu kynslóð eftir kynslóð, I fiska og flytja fólk og farangur sér til veðurværis- Mest er þó af bátum í Suður Kína. 1910 voru 84 þ.úsund bátar innritaðir á hafnarskrifstj)funni í Canton. Ætlað var , að á þeim byggju 350 þúsund manns; eru þar ! eflaust fieiri bátabúar en í nokk- urri annari borg í heimi- Bátabúar í Kína eru auðvitað ; lítt mentaðir, hafa flestir aldrei gengið í skóla eða lært að lesa né draga til starfs, enda eru ]>eir ekki í miklum metum víðast livar, fyrir- litnir, eins og beiningamenn. Ruddalegir eru þeir líka, orðijótir og fram úr hófi óþrifnir. (Óþrifn- , aður er nú reyndar kínverskur þjóðlöstur)- Oft hafá kristniboðar boðað fagnaðarerindið á fljótabátunum, og síðan 1909 liefir ]>að verið sér- j stök grein kristindómsstarfsins í Kfna. Ferðast nú sumstaðar krisni ^ boðar á stærri báturn upp og nið- ur fijótin og halda samkomur og I stofna ])á jafnfrarnt söfnuði og skóla á fjölförnustu stöðunum. í Canton á kristniboðið 5 stóra báta. Á einum þeirra ‘er kirkjá; þar eru samkoimir haldnar flesta daga ársins. Söfnuður hefir mynd- ast, eru meðlimir 61 að tölu, en nokkuð dreifðir- Á öðrum bát er sjúkrahús og á tveiinur barnaskól- ar. Kristilegt félag ungra manna (K. F. U. M.) í Hon Kong gerir út allstóran bát, kirkjubát. Hestarnir kínversku eru á stærð við vora hesta- T>á nota menn bæði til keyrslu, ) ábUTðar og reiðlar Rekist hefi eg hér á rennivakra. á- gætis reiðhesta, eftir íslenzkum mælikvarða, en fiestir eru þeir illa tamdar, útsiitnar drógar. Bestu hestarnir eru í hernuin. Annars eiga bara einstöku inenn hest og leigja hann öðrum sér til veðurvær- is. En sá er siður í þessu landi, að eigandinn yfirgefur aldrei hestinn sinn; þó þú leigir hann og ríðir til Tfbet, fyigir eigandipn ])ér eins og trúfastur hundur. Xertu hlaupum, því hestinum hefir hann hræddur um að hann sprengi sig á kent að fara ekki hraðara en haon með hægu inóti kemst sjálfur. Asna og múlasna, naut og kýr, nota Kínverjar mest til dráttar. Minst hefi eg ofuriítið á vagnana áður- Ef þeir væru þolanlega góð- ir, fengist enginn um þótt nautin séu hægfara og stirð; en það tvent virðist Kínverjum jafnóhugsan- legt, að breyta gömlu vögnunum og eðii uxanna. Hjólbörurnar hefi eg getið um. Hvert á land sem farið er, heyrist ískrið í þeim langar leiðir. Lík- legt þykir mér, að hjóibörur séu álíka margar f Kína og íbúar eru; enn þá hefi eg aldrei mætt hjól- börum, sem ekki ýli/ af áburðar- leysi, svo ætla mætti, að í þeim kvikni af svo áköfum núningi. Oft eru konur keyrðar í hjóibörum og t)örn; annars eru hjólbörur'mest notaðar til vöruflutninga, stundum margar dagleiðir. — “Richsha" eru mjög þægilegir handvagnar, og mikið notaðir í borgum, en að eins til fóiksflutninga. í burðarstólum getur maður ferðast landsendanna á milli- En það er nokkuð kostnaðarsamt, því i langferðum eru burðarmenn fjór- ir; ef þeim svo er töm ópíumnautn verða dagleiðimar alt of stuttar. Á ákveðnum tíma verður ópíum- nautnarmaðurinn að fá sinn skamt hann ræður sér ekki; hann verð- ur ag taka eitrið, þegar stundin (er hann er vanur að neita þess) kem- ur, hvernig sem stendur á, og þó hann ætti á hættu að verða hengd- ur fyrir bragðið. Liggi leið þín upp til sveita og inn til fjalla, svo þú hvorki getir notið góðs af járnbrautum né fljótabátum, og ef akbrautir eru engar, er best að þú leigir hest, en farangurinn verður þú að senda með burðarmönnunum. Á þeim er enginn skortur f Kfna; tugir þus- unda hafa það að atvinnu. Og á vorum eldgamla hnetti hafa naum- ast fundist þrautseigari menn en þessir kínversku burðamenn. Sumir þeirra ganga hratt liðlangan dag- inn með um 150 pund á burðar- stangarendunum. Hér á slóðum hefir 'flugvélaþytur aldrei heyrst, ekki heidur járn- brautaskröit né bifreiða; í Laoho- kow hafa menn naumast séð reið- hjói. — En 16 álfalda lest mætti eg nýlega rétt fyrir utan borgarmúr- inn. Og daginn eftir, á ieið til Honan, mættum við 23 vögnum hlöðnum, í einni lest; var tveimur feiknastórum uxum beitt fyrir hvem vagn. Mest dáðist eg þó að þeirri ])oiinmæði, sem virtist hvíla yfir þessum langferðamö.nnum. Út úr ánrægjusvip andlitanna fanst mér auðlesið: “Við komust ferða okkar. Ekkert liggur á. Ailar góð- ar vættir gefi, aði járnbrautirnar komi aldrei hingað og eyðileggi landið og atvi,nnuvegina“. Eg hneigði mig lotningafuliur og kvaddi- Beiningamenn. T>egar Norður álfumaður kemur til Kína í fyrsta skifti, finst honum harla nýstár- legt, sem fyrir augun ber. Eitt af því, sem fyrst vekur eftirtekt hans, er beiningafóikið, því á það rekur hann sig alstaðar, á strandferða- skipunum, á járnbrautunum, á fljót- unum, í þorpum og borgum, í krókum og kimum, inn á mUli fjaila og fram til sævar. .Tafnvei þegar við komum til stórborgar- innar’Shanghai, sem nú er orðin einn helsti menningarstaður lands- ins, woru bátar beiningamanna koinnir að skipshhliðinni löngu á undan hafnsögumanninum. Hér í LaohokoW (verslunarbær f Mið-Kína) eru íbiTar tæplega 100 ])ús., en beiningamenn rúmiega 2 þúsundir. Enn þá hefi eg aldrei komið svo út á götu hér, að eg hafi ekki mætt einum eða fleirum bein- ingamönnum- Máske eigið þið bágt með að trÚB því, sem eg segi ykkur frá (beiningamannafélögum hér. Fátt er um góðan félagsskap í Kína, en beiningamannafélög eru ]>ar á hverjum einasta bæ og borg- um og sveltum. Þessi félög kjósa sér formann, betlarakonung, sem oft er einvaldur. Séu fleiri félög en eitt í bænum eða borginni, hluta betlarakonungarnir ríkið í sundur og ráða yfir ákveðnum svæðum. Senda þeir svo “þegna" sína út um allan bæ, og sjá vel urn, að þeir gleymi ekki neinni götunni, sneiði ekki fram hjá einu einasta húsi og allra síst búðunum. Þetta er heldur enginn smáræðis félagssakpur. Dæmi eru til, að betiarakonungur í Kfna hafi haft undir sér 10 þús- þegna. Vanalega eru mörg hundruð meðlimir í liverju félagi. Þegar illa árar, eins og t. d. í fyrra, eru betlararnir hreinasta piága, einkanlega í bæjunum. I>ví ómögulegt er heldur að láta þá frá séra fara, án þess að gefa þeim eitthvað. I>að er siður, skylda og “lög't, sem aimenningsálitið hefir helgað. Og þolinmóðari og þrálát- ari beiningamenn en í Kína, er ó- mögulegt að hugsa sér- En þeir láta séra líka nægja og fara á- nægðir frá þér, þó þú fleygir í þá að eins einum cash (1/5 úr eyri), eða brendum skófum og mygluðum brauðmolum, sem íslenzkir hundar /nrundu ekki snerta við. Beiningamenn f Kína hafa ágætt lag á að biðja; smjaðuryrði, skjall og fagurgala leggur á móti þér eins og sætan eim, löngu áður en þú sér þá. En látirðu ekkert af hendi rakna, getur vel verið, að bölbænimar umlyki þig eins og eiturmekkir. — Oft liggja þeir á miðjum alfaraveginum, svo feginn fleygirðu í þá nokkrum aurum, til þess að komast framhjá. Þegar illa árar, fjöigar beininga- mönnum ákaflega, oft eru þeir þá áleitnir, stundum hættulegir, eink- anlega fyrir okkur útlendinga; því hér halda allir að við séum stór- ríkir. Á hátíðunum í fyrra fylgdi eg tveimur útlendum konum gegnum aðalgötu bæjarins, eeint um kvöld; með naumindum komumst við heim, h. u. b- 200 beiningamenn ætl- uðu að umkringja okkur. Með einu móti geta þó búsettir menn í (Kína komist hjá beininga- lýðnum, — með því að gjalda “konunginum” skatt! Og það gera ailflestir kaupmenn, a. m. k. hér í Laohokow, sem iila er vig að hafa búðirnar fullar af þess konar fólki- Formanni heiningamanna- félagsins borga þeir oft 1000—4000 cash um mánuðinn og fá skriflegt móttökuskýrteini, sem þeir líma á búðardyrnar, og beiningamenn ganga lotningafullir framhjá, komi ]>eir auga á ]>að. á ættarmeiði þjóðar vorrar, og meðvitundin um það ætti að vera fult endurgjald þess fjár, sem fram er lagt. En þetta mál hefir fleiri hliðar — Garðurinn á jafnframt að vera minnismerki fullveldis þess, er vér fengum viðurkent 1. desember 1918 Það á sitt 5 ára afmæli í dag, og þess er minst af löndum vorum Khöfn, ekkf siður en hér. Og und- arlegir værum vér íslendingar, ef vér vildum eigi minnast með fögn- uði þess dags, er deilan við frændþjóð vora var jöfnuð í bróð- erni, með réttlætið fyrir leiðar: stjörnu- Sá dagur á að vera frægur ekki aðeins í sögu íslendinga og Dana, heldur og í sögu ails mann- kynsi|ns. Hann á að skína sem ljós í myrkri og moldviðri þeirrar aldar, er stórþjóðir berast á bana- spót og trúa á mátt djöfullegra morðvopna. En Stúde'ntagarður- inn á líka að vera minnismierki um réttiæti þjóðar vorrar við íslenzka stúdenta, sem eru eina stéttin, er beðið hefir tjón við það, að vér fengum fullveldið. Þeir mistu Garðstyrkinn, er íslenzkir stú- dentar höfðu notið öldum saman, og hafa ekkert fengið í staðinn. Þó hafa þeir jafnan staðið fremstir í fylkingu fyrir sjálfstæði þjóðar sinnar. Altaf er beiningalýðurinn illa til fara, og það fram úr öllu hófi. Brjóstumkennanlegastir eru aum- ingjarnir blindu, höltu og vönuðu. En beiningamannaleiðin er einu framtíðarhorfurnar fyrir flest blint fólk og fatlað í Kína. Blindra- hæli (eða skóla) hafa kristniboðs- félögin stofnað, alls 29. Þau þyrfju að vera mikið fieiri og margfalt stærri. — Eimreiðin- ---------XXX---------- Ræða Guðmundar prófessors Finnboga- sonar á svölum Alþingishúss- ins 1. desember 1923. Þó að stúdentagarðsnefndin leyfi sér í dag að beina huga yðar að nauðsyn íslenzks stúdenta- garðs, þá veit hiTn vel, að fjár- hagur margra en nú þröngur og að ýmsir menn í þessum bæ eiga sízt aflögum frá nauðsynjum sín- um. En það er fjarri oss, að ætlast til þess, að nokkur maður gefi sinn síðasta skilding til stúdenta- garðsins. Yér snúum oss til þeirra manna einna, er einhverju verja hvort sem er ti) þeirra hluta er ekki verða taldir til lífsnauðsynja og geta því eitthvað iátið af hendi rakna, sér og sínum að meinalausu- Þeim mönnum viijum vér benda á, að hér er mólefni, er þeim mætti verða gleði og sómi að styðja, hve lítill sem skerfur ])eirra kann að verða. Nauðsyn Rtíulentagarðs hefir áður verið iýst í ræðu og riti, og eg þekki íslendinga svo, að eg veit þeim er ljóst, hve fagurt ]>að er að greiða götu námsmannanna. Eg hygg, að það verði með sanni sagt, að í engum löndum iriœti efnilegir fátækir stúdentar meiri góðvild einstakra manna og oft al- veg vandaiausra, en einmátt hér á landi. Það er eingöngu þeirri góðviid að ]>akka, að margir blá fátækir efnismenn fá lokið námi sínu, hvort heldur er við háskóla vorn eða erlendis; því að allur fjöidi stúdenta vorra berst áfram með þunga skuldabyrði á baki. Skuldabyrði, sem góðir menn hjálpa þeim til að bera, og oft af litlum efnum. Þetta ér ' eitt af mörgu, er sýnir, hve mikið gott býr í brjósti þjóðar vorrar, en eng inn kostur hennar finst mér fegri en ástin á menningu, er einnig kemur fram í/því, að styðja þá, er leita sér mdntunar- 1 Stúdenta- garðurinn miðar að því, að létta stúdentum Og þeim, semi þá styðja hina erfiðu baráttu tið þröngan fjárhag. Hann miðar að því marki, sem vér aldrei megum missa sjónar á, og lífsskiiyrði er fyrir þroska þjóðlffs vors, að hver vel gefinn maður þessarar þjóðar geti náð þeim mentaþriska er hæfileikar hans leyfa, hvprt sem hann er fæddur af fátækum foreldrum eða ríkum. Þeir, sem! gefa til Stú- dentagarðsins, hlúa þar með að þroska sumra fegurstu kvistanna Stúdentagarðurinn ætti loks sérstakiega að vera áhugamál Reykvíkinga- Hann á að verða einn þátturinn í höfuðdjásni R- víkur. Haon á að verða ejitt feg- ursta stórhýsi í háborg liöfuðstað- arins, háborginni, sem á að rísa upp við Skólavörðuna, þar sem fjarsýn- ið er fegurst. Háskóli, Stúdenta- garður, Listasafn, Þjóðminja- og Náttúrugripasafn, á að rísa þar um hverfis veglegt torg, og sú háborg á ag bera í aldir fram frægð þeirra kynslóða, er hana reisa. Hún á að verða tákn íslenzkt anda, hugsuð og skreytt af bestu listamönnum vorum. Vér verðum að skilja það, að til andlegrar heilbrigði hverrar ])jóðar heyrir, að hún hafi fyrir augum sér varanleg verk, sem hún hefir sjálf skapað, og innblásin eru af anda hennar. Að öðrum kosti verður líf hennar eins og regn, sem ^ rennur í sand, í stað þess að verða “móða fögur, sem brunar að flæði fram- iStórhýsi, steinhýsi, hafa frá alda- öðii verið einn af þeim farvegum, sem andi þjóðanna streymdi um frá einni kynslóð til annarar, frjóvgandi og lífgjöfull. Yér höf- um til skamms tíma engan annan átt en mólið. Af því stafar margt af vorum meinum. Eg sagði, að hér ætti að risa há- borg. Einu sinn var borg, sem átti sér háborg, er Ijómann hefir lagt af um víða veröld, hálfan þriðja tug aida. Frá brotnum súlum stafa enn geislar guðlegar andagiftar- Perikles lét reisa hóborg. Akropolis A])enuborgar til að gjaida guðun- um þakkir fyrir sjálfstæði grískn þjóðarinnar, er hún varði til sigurs í Persastríðunum, og lyfti þjóðar- andanum á hæsta stig, er ná mátti. Þar slögu hjörtun í sigurglaðri meðvitund um mátt og tign þjóð- arinnar, og hver sem hafði eitt- hvað unnið að meistaraverkunum á Akropoli.s, var talinn göfgari eft- ir en áður. Jafnvel eykirnir, sem dregig höfðu að marmarann í Par- þenonhofið, gengu síðan í launa- skyni á beztu beitilöndum borgar- innar. Vitrir menn hafa^.látið sér sæma að iíkja Forn-íslendingum við Forn-Grikki. Lengra verður ekki til jafnað. En getum vér kinnroða- laust hugsað um samlíkinguna? Getum vér hugsað oss naprara háð en að bera Reykjavík nú saman við Aþenuborg Periklesar? Og þó segja þeir, sem það hafa séð, að útsýn frá Akropolis sé ekki frá náttúrunnarhcndi stórum fegri en hún getur verið frá Skólavörðunni. Vér eigum grundvöll undir há- borg. Reisum hana því sem fyrst Rtefnum þangað því, sem best er í íslenzkum huga og höndum, og sjáum hve langt það nær. Reisum háborgim> sem tákn og mínnis- varða sannarlegs sjálfstæðis, sem á upptök sín og aðalbrunn í manns sálunuro og hvergf annarstaðar. Vöxum við það ap skapa varan- lega hluti, f stað þess að elta feig- RICH IN VITÁMINES MAKE PERFECT BREAD an stundarhagnað og fánýtt glys, Hin einu mannaverk, sem vara, eru háar og heilbrigðar hugsjónir, mót- aðar í málið, steininn, stálið- Byrjum á Stúdentagarðinum. Eg veit það vel, að við eigunrr engan Perikles, en nóg af andfætl- ingum hans. Vér kjósum jafnvel á þing menn, sem tútna af fjármála- vitsku Og sjá þó engin önnur betri ráð við fjármálakreppu þjóðar vorrar en þau, að fella niður eina eða fleiri deildir af hinum litla liáskóla vorum, rífa upp þennan menningarvísi, sem þj(óð vor hefir gróðursett með góðum vonum — einmitt þegar hann er farinn að festa rætur og bera ávöxt. Trúið ekki slíkum spámönnum, og hafið það til marks, að vatnið kemlur ekki í pfpur þeirra, ef haustrign- ingar bregðast, því að þeir leita altaf til brunnsins, sem næstur er, og sjá ekki lengra. Minnist þess, að þér eruð ekki þrælaættar og að þjóð vor hefir lifað fram á þennan dag fyrir það eitt, að hiTn hafði “konungshjarta”, þó með “kotungsefnum” væri. 1 ljósi þeirr- ar hugsunar mun markmiðið"ákýr- ast, og þér munuð þrá að sjá há- borgina rísa sem fyrst í fullri feg- urð- Þá leggið þér stein í Stúdenta- garðinn. — (Lögr.) ---------xx---------- Æfisaga Gröndals Tvlær merkilegar ælisögur liafa komið út nú hvort árið eftir ann- að — Matthíasar í fyrra og Grön- dals nú í haust. En mierkilegastar eru þær fyrir það, að þessir tveir menn segja sjólfir frá lífi sfnu — einkum, listeðli, baráttu og sigr- um, og þá ekki síður fyrir hitt, að Matthías og Gröndal voru um langt skeið þeir fslendingar, sem mikið var deilt um og vörpuðu einkenni- legu ljósi á þjóðlíf vort — en ólíku eftir því, sem skapgerð þeirra var hvors rfm sig- Þessar æfisögur eru líka að flestu leyti jafnólíkar og mennirnir vor.u sem rituðu þær. Matthías er al- varlegur víðast í frásögn sinni. kurteis og prúður, skygnist hátt og víða og opnar sál síná að fullu fyrir lesendum. En Gröndal læt- ur gamminn geysa — er ýmist al- varlegur, fyndinn, grófur eða fág- aður, svo að sumt f æfisögunni minnir á stílinn f “Heljarslóðaror- ustu” hans. Hann sker ekki við neglur sér stóryrði um menn né málefni, hopar hvergi frá því, sem hann vill segja. Stíllinn á æfisög- unni er Gröndal sjálfur. Eins og gefur að skilja, er marg- báttaður og merkilegur fróðleikur samankominn íþessari bók, því lýs- ing Gröndals nær yfir langt ára- bil — alt frá dögum föður hans á Bessastöðum til vorra daga- Hann segir ítarlega og skemtilega frá átthögum sínum, Álftanesinu, skólalífinu á Bessastöðum um hans daga þar, Hafnarlífi stúdenta, þeg- ar hann tók þátt í því, Reykjavík áður fyr, og svo fjölda manna nafnfrægum og ónafnkendum þar á meðal Djunka, undirrótinni eða uppspretturmi að “Heljar'slóðaror- ustu”. Efnið er því mikið. En á flest af því, sem Gröndal segir frá, lítur hann sínum augum. — Ymisir af þektustu mönnum þjóðarinnar fá ómilda dóma, blöðin engu væg- ari, og á menningarstraumana, sem hingað voru að brjótast, fyrir og um aldamótin síðustu, lítur hann smáum augum. Hann stendur einn og ber vopn á flest. En þó hann

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.