Heimskringla - 16.01.1924, Page 6

Heimskringla - 16.01.1924, Page 6
6. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA \ WINNIPEG, 16. JÁNÚAR, 1924. Þegar lífsvonin hverfur. “Eg legg enga áherz^u á það sem læknar segja , sagði hann. Hann var hár vexti og skipandi í rómn- um, um 30 ára aldur. “Satt að segja hefi eg aldrei leitað læknis fyr, en — ” “Þér eruð heppinn, hr. Mayburn. Fáið þér yð- ur sæti”. “Nei, eg vil ekki sitja. Maður kemst aldrei á fram í heiminum með því að sitja.” “Flestir af okkur verða t>ó að taka sér hvíld við og við. Mannslíkaminn — ” “Þér getið ekki hrætt mig. Eg veit að þið Iæknar 'segið a^drei sannleikann’ . “Læknarnir verða að gæta sín, ef þeir segðu sjúklingunum alt af hreinan sannleikann, gætu þeir skaðað þá. Læknarnir hljóta að þekkja sína eigin stöðu bézt.” . “Það gera þeir ekki. 'Það er meiri hégómi með- al ykkar læknanna en — en — “En í kauphölhnni?” “En í nokkurri annari iðngrein. Þeir af ykkur sem ekki eru algerðir skottulæknar — ” “Hr. Mayburn”, sagði 'æknirinn gramur. “Þér verðið að leyfa mér að segja — ” “Eruð þér sérfræðingur í þessum smákvillum, sem að mér ganga”? “Nei, það er eg ekki” sagði læknirinn kulda- lega. “Gefið þér mér þá meðmæli til hms frægasta læknis”, sagði Mayburn, “svo fer eg þangað”. Lækninum þótti leitt að missa hann, enda þótt hann kynni ekki við framkomu hans. Hann skrif- aði meðmælin sem Mayburn borgaði ve1 og þaut svo út í vagninn sinn. “252 Harley St.” hrópaði hann hann. “Það er gott, hr.”, sagði ökumaður. “Á glugg- inn að vera opinn eða lokaður? “Skiftu þér ekkert af glugganurrt, komdu hest- inum af stað”. “Nú”, tautaði ökumaður, “hann þarf víst að flýta sér”. Það var nú oftast tilfellið með Maybury. Þeg- ar vagninn nam staðar við eitt af stærstu húsunum í Harley St„ gekk hann hröðum fetum gegnum gang- inn og opnaði hliðardyr án þess að ganga inn í bið- sahnn. Stór, rauðskeggjaður maður sat við borð- ið og rétti hónum hendina. “Nafn mitt er Maybury”, sagði hann og rétti honum meðmæilin. “Menn vænta mín á fund í Cannon St. hóteli, og eg get aðeins dvalið hér í 5 mínútur. Nú rannsakið þér mig, hr Jeyeson, eins fljótt og þér getið og gefið mlér lyfseðii . “Fyrst verðið þér að segja mér frá sjúkdóms einkennunum.” “Eg er hnugginn og áhyggjufullur á kvöldin, get ekki sofið á nóttunni og hefi slæma matarlyst”, .sagði Maybury. Læknirinn horfði rannsakandi aug- umá hann og studdi fingrinum á s'agæðina nokkur augnablik. “Það er máske réttast að segja yður, að innan mánaðar ætla eg að giftast ungri, fallegri stúlku. Þér hafið máske séð þess getið í blöðunum. Ungfrú Tearle, dóttir Irans, sem misti alla sína peninga í ** “Hr. Maybury”, stóri maðurinn gekk að dyr- unum og sagði: “Eg hefi árjðandi málefni að segja yður. Þér verðið að segja upp trúlofun yðar . “Hvaða rug^er þetta” sagði Maybury, “þá gift- ist hún öðrum efnalausum manni, eg get ekki látið hana verða fyrir slíku, dr. Jeyeson”. “Stúlkan er mér óviðkomandi. Það er um yður sem eg ætla að tala. Þér þjáist af sjaldgæfum sjúk- dómi, sem við læknar köllum — Maybury gat ekki náð í nafmð. “Það er sky'da mín, að segja yður hr„ að þér eigið aðeins fáa daga eftir ólifað. Arthur Maybury hné niður á stól andlitið var ná- Jölt og varirnar hreyfðust, en án þess að tala. “Eg veit að þetta eru alvarlegar nýungar að segja manni, en það er bezt að segja þér það svo &ð þú fáir að vita sannleikann strax. Eg ræð yður til að fara til Rivieraen”. Eitthvað hvís'aði að Maybury: “Ó, það er gagnslaust að finna að Rivieraen. Þér verðið að fara með kvöldlestinni án þess að minnast á ástand yðar við nokkurn mann, og eyða þessum fáu dögum, sem þér eigið eftir, í kyrð og ró. Talið þér ekki um þetta, það eykur yður kvíða og styttir lífstímann.” “Eruð þér viss um þetta, hr. Jeyeson , sagði Maybury.” “Mér skjátlast aldrei.” “Hvað er kl. núna?” “Kl. er 2, þér hafið 7 tíma til að búa yður undir ferðina.” “Og þér getið ekki gefið mér lyfjamiða eða neítt?” “Góði herra, verið þér skynsamur, í yðar spor- um gagna engin 'yf”. Nú var þögn um stund. “Hve mikið á eg að borga yður læknir”? “Tuttugu pund sterling. Gerið svo vel að leggja peningana á borðið.” Með skjálfandi höndum taldi Maybury pening- ana. “Þetta er allstór upphæð fyrir að fá að vita að maður lifi ekki eina viku enn. Finst yður það ekki?” “Eg ætla að fylgja yður ti1 dyranna, hr. May- bury. Umfram alt, minnist þér ekki á þetta við nokk- urn mann.’” Harley St. er þráðbein gata, en Maybury fanst hún vera með ótal krókumf þegar hann gekk eftir henni til Cavendish Square. Oftar en einu sinni varð hann að styðja sig við girðingar til að detta ekki. I Cavendish Square herti hann upp hugann. Hann var vanur hindrunum og það kom honum nú að gagni að hann hafði vanið sig á, að yfirvinna þær. Fyrst varð hánn að fara eitthvað til að geta hugáað. í Ashley Garden var bezta plássið. Þar gat hann verið einn út af fyrir sig. Hann hafði mikið að hugsa og mikið að gera áður en hann yfir- gaf Chariny Cross þetta kvöld. Eins og honum var ráð]agt, ætlaði hann ekki að gefa sig við öðrum; hann þekti engan mann, sem hann vildi segja leynd- armál sitt. * “Nú þætti mér vænt um, ef eg ætti einn eða tvo vini”, hugsaði hann. Alt í einu varð honum bilt við að klappað var á herðar hans. I “Gqði kunningi,” sagði faðir ungfrú Tearlis, “hvað ertu að hugsa að vera að ganga um Bond St. á þessum tíma dags. Eg hélt að þú værir önnurn kafinn við gróðatilraunir, eða máske þú takir þér frídag.” “Já,” sagði Maybury. “Eg á þá koPgátuna”, sagði faðir Tearly hissa. Það kom ekki oft fyrir hann. “Þetta er undarlep grunur hjá mér. Eg sagði dóttur minni í gærkvöldi að eg væri ekki svo heimskur. En segðu mér nú, er nokkur á móti að eg fái að leggja peninga í eitthvert fyrirtæki?” “Góði Tearle”, sagði Maybury óþolinmóður, “vertu ekki að kvelja mig. Þú veizt’þess utan að þú hefir enga peninga.” “Eg verð að viðurkenna að eg gleymdi því núna í svipinn. Er nokkurt boð tii minnar góðu Margrétar? En hvað sú stúlka dáist að þér.” “Ertu viss um það?” “Nú” sagði hinn hikandi, “hún dáist eins mikið að þér og maður getur búist við undir kringum- stæðunum). Eg vi1 vera hreinskilin við þig, May- 'bury. Hún hefir aldrei gleymt unga frænda sín- um, sem dó í Vestur-Afríku, það er satt. En þegar á alt er litið”, sagði hann góðlátjega, “þýðir það ekkert. Það gleymist þú ert þessa heims maður, Maybury”. “Aðeins um stund”. “Ó,” sagði faðir ungfrú Tearles, “enginn getur lifað endalaust. Og það minnir mig á nokkuð. Hef- ir þú á þér fimm punda nótu, kunningi, sem þú get- ur mist einn sóWhring? Eg er þér óendanlega þakk- látur”. “Með tilliti til Margrétar —” Maybury hikaði ögn við. Fjórar ungar stúlkur komu út úr vagni og gengu yfir gangstéttina á milli þeirra inn í sölubúð- “Eg verð að spyrja þig um nokkuð. Heldurðu að það hrygði hana ef eg yrði fyrir einhverju alvar- legu tiTelli?” “Ó, vinur rrtinn, þú ert ekki af því tagi sem ó- höpp heimsækja. Þú ert of duglegur til þess”. “Eg vil fá svar upp á spurningu mína”. , “Maybury” sagði Tearle, um leið og lYmn lagði peningaseðilinn í buddu sína með mestu nákvæmni, til merkis um, að hann yrði notaður. “Eg skal segja þér sannleikann.. Þégar hún trú]ofaðist þér, samkvæmt ósk minni, var hún alls ekki ástfanginn af þér. En eg segi þér hreinan sannleikann, þegar eg segi það, að nú þykir henni vænt um þig.” A . “Til þess að vera enn þá hreinskilnari, “sagði gamli maðurinn. “Skal eg segja þér, að þú geymir ýmsa góða eiginleika undir yfirborðinu, en að það tekur tíma að finna þá. Fyrir mitt leyti álít eg mig í stórri sku^d við þig”. “Það ertu líka’”, sagði Maybury, “vertu sæll”. “Mér líka ekki þessi orð: “vertu sæll”, sagði málgefni Irinn. “Eg kann betur við að sagt sé: í guðs friði”. “Vertu sæll”, sagði hinn þrákelknislega. Hann hé't áfram til Victoria Street, tæplega eins 'hnugginn eftir viðtal sitt við hinn tilvonandi tengdaföður. I öllu falli mundi Margrét sakna hans, þegar hann væri dáinn; ein manneskja yrði þó til að leggja blóm á gröf hans af einlægri sorg. Þegar hann gekk fram hjá blómabúð hryUi hann við að hugsa um skraut- legu blómsveigana og krossana, sem ríku kunningj- arnir hans í borginni myndu senda til að leggja á kistuna og gröfina. Honum virtist hann sjá þá í blómabúðinni í St. Swithins Lange að biðja um blómin, o" hlóu og spauguðu við búðarstúlkurnar á meðan. Honuml varð talsvert léttara í sinni, þegar 'yfti- vélin flutti hann upp til herbergja sinna í Ashley Gardens, og hann gat læst borðstofudyrunum á eftir sér, þegar hann var kominn inn. Hvorug vinnukon- an heyrði til hans þær voru að þræta um eitthvað, ekki beinlínis að þræta, en einhvers konar orðagjálf- ur til að draga úr einveru 'eiðindunum. Sú eldri hafði verið vinnukona hjá foreldrum hans, og rödd hennar kom honum til að hugsa um móður sína. Einn af hans beztu eiginleikum var hin göfuga endurminning hans um móðurina, en sem enginn vissi neitt um, Nú datt honum í fyrsta sinni í hug, að hann kynni að rnæta henni. En hún var góð kona, hugsaði hann. Var of seint nú að bæta úr þeim ranginum, sem hann hafði framið síðustu árin? i* Nú sló klukkan og minti hann á að tíminn leið. Hann gekk að skrifborðinu og tók fram ritfærin. Svo tók hann ávísanabókina sína og lagði hana á borðröndina, og á hálfri stundu ritaði hann mörg bréf. Það var ekki unt að endurgjalda öl'um sem hann hafði prettað í viðskiftum; en sumir viðskifta- menn hans voru í fjármunalegum kröggum sökum pretta hans, og þeim skrifaði hann og lagði ávísan innan í bréfið. “Það er allmlikið sem þarf að Iaga,” sagði hann við sjálfan sig þegar háTtíminn var liðinn. Margréti skrifaði hann langt og ástríkt bréf, sem honum veitti fremur erfitt að semja, en þegar það var búið hugsaði hann sig um nokkur augnablik, tætti það svo í sundur af því að hann áleit að það mundi baka henni sorg og í stað þess skrifaði hann vingjarnlegan seðil, þar sem hann sagði henni frá ferð sinni. Maybury hafði aldrei skrifað erfðaskrá. Honum hafði ávalt fundist nægur tími til þess. Nú tók hann örk af pappír og hugsaði — Eldri vinnukonan kom ínn í borðstofuna. Hús- bóndi hennar var að lesa það sem hann hafði skrifað og yrti ekki strax á hana. “Eg vissi ekki að þér voruð inni hr. Eru nokkur bréf, sem eiga að fara á póstinn. Eg ska1 senda þau ofan með lyftivélarstjóranum. Viljið þér dagverð- inn fyr en vant er?” “Láttu fötin mín ofan í ferðakoffortiðp Martha. Eg ætla að fara til Suður-Frakklands”. “Verðið þér lengi í burtu. hr?” Afsakið spurn- ingu mína ” “Eq veit ekki nær eg kem aftur”, sagði hann þreytulega, og Marfha gerðu mér þann greiða að skrifa hér undir sem vitni, og segðua hinni vinnu- konunni að koma inn og skrifa líka undir. Þetta er erðaskxá mín.” “Það er allsnemt fyrir yðnr að skrifa hana / »* nuna. “En það er nauðsyn'egt”. “Eg hélt að menn biðu alment þangað til þeir væru eldri, þér verðið 34 ára að viku liðinni.” “Að viku liðinni,” endurtók hann. “Hvar verð eg þá?” “Þér njótið hlýindanna, hr.”, sagði Martha glað'ega um leið og hún opnaði dyrnar og kallaði á eldabuskuna. “Þér njótið hlýindanna og gleymið smávegis mótlæti yðar. Hvar eigum við að skrifa, hr. ? Ó, hár í pennanum, það boðar lán og lukku.” Hann skrifaði utan á skjalið: Arthur Maybory’s, erfðaskrá og síðasti vPji. Lagði það svo ofan f skúffu í skrifborðinuf Hann skoðaði sjálfan sig í speglinum og var glaður yfir því að sjá sig frískan og fjörlegan, dálítill roði var á andlitinu. Hann tók mynd Margrétar og stakk henni í vasa sinn. Svo fór hann að leita að bók í skápnum en fann hana ekki, svo hann kaPaði á Mörtu. “Bænabók”, endurtók hún undrandi. “Já, eg á eina sem eg get léð yður, hr.” Hann fann aftast í bókinni það semt hann leitaði að, jarðarfarar helgisiðir. Hann hafði oft heyrt þá lesna, en aldrei veitt þeim eftirtekt fyr en nú, enda komu tár fram í augu hans við og við. “Funduð þér það sem þér Ieituðu að, hr. ? Bók- in er flækjuleg fyrir þá sem eru henni óvanir.” “Eg hefi a!drei verið mikill bókamaður, Martha, en eg fann blaðsíðuna”. “Á eg að láta beztu sparifötin í koffortið?” spurði Martha. “Nei, Martha.” “Það finst mér einkénnilegt”, sagði hún, “því seinast þegar þér komuð heim úr skemtiferð yðar, sögðuð þér að næsta ferð yðar yrði brúðkaups- ferð til útlanda.” “Okkur er ekki leyft að sjá ínn í ókomna tím- ann sagði Maybury. Honum Ieiddist þvaðrið í kerlingunni; einhver ný rósemi ríkti nú í huga hans, í stað hinnar vanalegu óþohnmæði. Hún er hin fegursta unglingsstúlka”, sagði Martha. “Eg hffi stunduml hugsað sem svo, að móðir yðar sáluga hefði ekki getað valið betur. Gæfan sem þér eigið í vændum verður ekki borguð með gulli — en, eg verð að ljúka við að 'áta ofan í koffortið.” Maybury gekk aftur og fram um herbergið. Hann var glaður yfir því, að hafa skrifað bréfin, glaður yfir því að honum gafst tími til að ljúka við sumareikninga sína við heiminn. Það var þá á þenn- an hátt að dauðinn kom ti1 sumra manna — en sárs- auka tilfinning hans var nú horfin með hreina hugs- un og ró. Fyrirhann sem hafði verið kappsamiur og ágjarn, var það huggun að nú hafði ekkert þýðingu fyrir hann. Hingað til gladdist hann eins af því að geta yfirunnið aðra í baráttunni um auðinn. Hiérna er koffortið, herra”, sagði Maft um Ieið og hún kom inn með það. “En eg held að eg hafi engu gleymt”. “Marta”, sagði hann, á meðan hún var að hjálpa honum í frakkann, “eg er ekki frískur og verð að fara heilbrigði minnar vegna.” “Eg vona að það sé ekkert alvadegt”, sagði hún. Eg er hræddur um, að eg hafi verið eigingjarn mað- ur síðustu árin. Hafi eg nokkuru sinni talað hörku- lega til þín, bið eg þig fyrirgefningar”. “Nei, nei, hr. Arthur”, sagði hún ‘^rér megið ekki biðja um fyrirgefningu.” “Eg vil að þú vildir huga um mig eins og var þegar eg var drengur — hann þagnaði því tilfinning- arnar ætluðu að bera hann ofurliða. “Ka]laðu á vagn”, sagði hann. “Eg sé að þér eruð ekki frískur”, sagði Marta. Þegar hún var farin leit hann í kringum sig í herberg- inu og kvaddi það. Hann opnaði koffortið og sá að þar var pláss fyrir bréfapappír og umslög. Hann vonaði að fá tímla til að bæta úr fleiri rangindum sínum þar syðra. I fyrsta sinn viðurkendi hann þá undra breytingu, sem orð mannsins íHar]ey St. höfðu gert með hann; þessi rólegi hugsandi maður, með hlýja ást til bræðra sinna, virtist ekki standa í neinu sambandi við hinn sjálfselska, fjöruga mann, sem gekk til borgarinnar þennan morgun. “Vagninn bíður, hr.”, sagði Marta, “og hér er símrit.’ ’ / “Eg skeyti ekki um að opna það” sagði hann. Það er líklega frá félaga mínum. eg get ekki átt við gróðabrall Iengur.” “Það getur verið prívat, herra. Hugsunin um, að það kynni að vera frá Már- gréti, kom honum til að opna það mleðan hann stóð í ganginum og beið lyftivélarinnar. Það var ekki frá henni. “Get eg fundið yður heima nú? — Jeyeson”. “Nei, eg fer með kvöldlestinni frá Charing Cross. Maybury”. “Gerið svo vel að senda þetta, Marta. V,ertu sæl”. “Vertu saell, heria Arthur. Vona að þú komir bráðum aftur.” “Vertu sæl,” endurtók hann mörgum sinnum, meðan vagninn fór með hann fram hjá klaustrmu upp að Parlament St. Þegar hann kom til Charing Cross var burtfaratími lestarinnar ekki kominn og af því hann var svangur gekk hann inn í hótelið. Sér til undrunar gat hann borðað mleð góðri list, og flaska af óáfengu víni jók velvegnan hans. Hann hálflangaði til að segja þeim sem við borðið sátu, að hann ætti að eins eftir að lifa sex daga og biði þó lífsendans með ró. Einn af borðgestunum fór að kvarta um tannpínu með háværum orðum, og May- bury brosti að skorti hans á sjálfstjórn. Hann var búinn að fá farseðilinn og stóð við trjágarðinn sem umgirti stöðvarpallinn, þegar hann sá nýrakaðan gamlan mann kvíðafullan, vera að grannskoða andlif farþeganná. Hann snerti við öxl þess mann sem gekk næst á undan Maybury. Afsakið , sagði hann, “heitið þér Maybury?” Hvað er (þetta? Hvað sögðuð þér?” spurði maðurinn á frönsku. “Nafn mitt er Murbury”. Mér þykir vænt um að ep^ fann yður”, sagði gamili kvíðafulli maðurinn. Erindi mitt til að finna yur var til að bæta úr svívirðilegum Iygaþvætt- ingi. Eg á við að þér komuð nýlega ínn á skrif- stofu mína. Viljið þér ekki yera svo vingjarnlegur að segja mér hvað þar fór íram?” Maybury varð talsvert hrifinn af þessu atviki og sagði honum nákvæmlega hvað þar átti sér stað. Hann er þrælmennj,” sagði gamli maðurinn. “Hver?” Nýji skrifarinn minn. Eg var ekki heima þegar þér kqmuð; ef þér hefðuð gengið inn í biðsalinn, þá hefði þjónn minn sagt yður það. Eg vona að hann hafi ekki gefið yður neinn lyfjamiða?” Hann sagði mér, að eg ætti aðeins eftir ólifað í sex daga^ og að best væri fyrir mig að fara strax úr London”, sagði Maybury stamandi og hálf feim- inn. y Eg verð að segja, að því var vel fyrir komið,” sagði Jeyeson. Hafði hann þá rangt fyrir sér?” “Rangt”, hrópaði hinn angurværi gamli maður. “Auðvitað hafði hann rangt fyrir sér, algerlega rangt. Síðan klukkan 5 hefi eg verið að reyna að bæta úr þeim skaða sem hann orsakaði starfi mínu á tíu mínútum. Komið þér með mér í vagninum mínum.” Nokkru seinna sátu þeir í prívat herbergi lækn- isins í Harley St. Dr. Jeyeson reykti langan vindil, og hafði nýlega Iokið við eina af beztu sögunum sínum. Gestur hans var undrandi, en hann virtist að hugsa um annað. “Eruð þér þá alveg vissir um að eg sé heilbrigð- ur?” spurði hann í fjórða sinni. “Góði herra”, sagði Jeyeson með áherzlu, “þér eruð eins frískur og fiskur. Takið þér þetta með ró, giftið yður ungu og fögru stúikunni og reisið bú. Það eina sem eg hugsa um er, að þér takið afsökun minni fyrir hræðslunni sem þessi hrekkur hefir bak- að yður. Eg vona að hún hafi ekki bakað yður neinn skaða.” “Þvert á móti”, svaraði Maýbury, “eg er viss um að hún hefir gert mér gott.” J. V. þýddi.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.