Heimskringla - 16.01.1924, Síða 7

Heimskringla - 16.01.1924, Síða 7
WINNIPEG, 16. JANOAR, 1924. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA The Dominion Bank HORNI NOTRE DAME AVE- ogf SHERBROOKE ST. Höfuístóll uppb........$ 6,000,000 VarasjóÖur ..\..........$ 7,700,000 AUar eignir, yfir .... $120,000,000 Sérstakt athygli veitt viðskift- um kaupmanna og verzlunar- félaga. Sparisjó°sdeildin. Vextir af innstœðufé greiddir jafnháir og annarsstaðar við- gengst. PHONE A 9253 P. B. TUCKER, ráðsmaður. De vises Sten. (Framh. frá bls. 3). Fáir munu neita bví að bókin sé vel rituð- Stílsmátinn er fjörugur, giettinn, myndauðugur, oft sann- færandi og áhrifamikill. Og efnið er hvorki meira en né minna, en samband mannssálarins — náttúr- nnnar — Guðs. Að líkindum munu þeir ókostir kelst taldir, að samhengi einstakra kafla sé ekki sem best, þótt sama meginhugsunin liggi alstaðar að baki. Svo mun og sumum finnast þetta engin eiginleg skemtisaga, — þeim, sem telja þær bækur ein- ar maklegar til heiðurs, sem segja frá þeim, er verða ástfangnir strax við fyrstu sýn, en kyssast fyrst eft- ir 2—300 blaðsíðu raunir — eins og hinum, sem eru “spentastir” fyrir glæpamönnum.. iEnn eru þeir, sem að sjálfsögfS'u telja klúru orðin og svörtu mynd- irnar ýmsar óþarfar og til spillis. Bara að þeim sé ekki sjálfum farið líkt og kvenþjóðinni gagnvart kvennabósanum: “Samviska þeirra iyrirdæmdi verk hans, en líkamir þeirra féilust á þau, og hjörtu l>eirra fyrirgáfu honum sjálfum.” Og loks mun flestum finnast lít- il iausn gefin á meginmálinu — viskusteinninn jafn ófundinn fyrir og eftir lesturinn — en það er ef til vill ekki mesti skaðinn, því — “viskan er máske f því, að hann er svo vel hulinn.” öllum mun þykja mikið koma til margra mannlýsinganna — sjálfsagt verður mönnum vel til Hansínu litlu, “sem altaf leit út, eins og það væri einmitt sunnudagur í dag” og Holgeirs, sem varð vondur af ein- tómri gæsku. Er saga hans að mínum dómi einhver besta sáiar- lýsing í bókinni. Eða sr. Barnes, ræðusnillingurinn mikli, sem hélt líkræðuna yfir konunni sinni í huganum, þegar hún dó, og gat þá aðeins beðið bænir safnaðarins, en sem sorgin þegar alt var um garð gengið, lét finna sjálfan sig. Tína, Hans og Ellen og Adolf Quist hinn málgi, “í þeirri öruggu trú að wiörg orð séu margar hugsanir” — allar þessar og fjölda aukapersón- ur, auk kandidatsins, sem er tals- maður höfundar, liða seint úr *iinni. En nú eru ótaldar söguhetjurn- ar. — II- Jens sonur djáknans stóð sem barn dag eftir dag í limgerðinu og skygndist eftir veginum!, djns og hann biði eftir einhverjum langt í burtu. Hann stóð þar þangað til hann gleymdi, eftir hverju hann var að skygnast, og fór þangað að- •ins af því að hann þráði eitthvað. 1 þessu er lífssaga hans að mestu fólgin. iHann var sem sagt sonur djákn- ans, Jens, og mestum hvörfum réði það í lífi hans, er hann nam himnamálið, en á því segja menn alt í einu án þess að mæla nokk- »rt orð, og eins hitt, er hann leit í augu “litla bróður” á leikvellinum og sá að alt stóg opið. Augu “litla bóður” voru botnlaus. — Jens írœgðist í þau og sá, að “litli bfóð- ir” stóð opinn. Jens gat bæði séð hvernig hann var, og hvernig hann fann, að hann var það. Himna- málið var meira en hann hafði hugsað. Hann skildi, hvfernig Guð Rat verið alvitur- (bls. 37), Jens fór í skóla og byrjaði á guð- fræði, en altaf var þráin eftir að geta séð alt “opið” og numið himnai málið ríkust í huga hans, og er hann misti þá gáfu vegna þess að lífið dró hversdagsblæju atvikanna fyrir augu hans og þó sérstaklega fyrir þá sök að hann gat ekki haft hemil á holdsfýsnunum svo synd- in saurgaði hann og dró hann stöð- ugt af himni á jörð, þá leitaðist hann við að öðiast hana aftur með hjálp dulspekinga. Það tókst líka. Hann sá sýnir sem voru svo dýrð- legar, að þær vörpuðu endyrskini á andlit hans eins og dýrð Jahve á Móse. Hann var leiddur af fræðara um forsali himnanna, en hans var líka freistað og hann umsetinn af illum öndum, Hann komst svo ^langt að það, að losna við líkam- ann, var honum æðsta nautnin. Þá kom dómurinn- Vinur hans Christian Barnes, er hafði farið til Ameríku, þar sem skygn kona ein og hugsanalesari, en um leið hinn ötulasti kvenmaður dustaði úr honum allar grillur um eilífðarmálin og gerði úr honum starfsgjarnan mann — þessi Christ- ian Barnes kom nú heim og opnaði með sögu sinni augun á Jens fyrir því að hann hafði farið vitlausa leið í lífinu, vatlst allra athafna, og það, sem verra var “sóað gáfu lífsins með þvf að breyta náð guðs í nautn, og keppa eftir andlegum vexti og þróun til þess að öðlast þá ijúfu kend, er fylgdi því”. Þá iokuðust eilffðarheimarnir fyrir honum, en iífið var honum einsk- is vert lfka af því hæfileikinn tii starfs var týndur. Hann gekk í ó- gáti í sjóinn. Vinirnir Jens og Christian eru söguhetjurnar, og þó Christian skipi aðeins skuggarúm hjá hinum í sögunni sjálfri, mun hann óefað eiga og eignast fleiri bræður. Hann fylgir skoðun Kjellström: Visku- steinninn er merkisteinn við þjóð- veginn. Og viljið þið vita hver þeirra hann er af þeim öllum, þá er það sá næsti- Haldið þið bara áfram: hann er óhagganlegur að eilífu sá næsti. Komdu, við skul- um háðir leita þess staðar, sem smiðurinn mikli liefir sett okkur á. III. Vart munu menn fletta upp í bók þessari eftir spakinælum, líkt og í verkum Goethes," Ibsens eða annara sígildra höfunda. En mörg- um munu sýnirnar hugnæmar og bókin gott vitni um spurnir tví- hneigðs manns, sem ekki finnur sálu sinni hvíld hjá neinum viður- kendum trúarflokki eða í neinni heimstrú. Eru margir því marki brendir á þessum síðustu og verstu tfmum- JHelst virðist höfundur kæra sig lítið um kirkju- og kristindóm, en hallast fremur að austurlenskum dulsinnum. Hann vildi gjarnan láta söguhetjuna sanna þessa hugs- un: “að lifa eins og vitnisburður um, að trúarmeðvitund í sjálfri sér, jafnvel án hugmyndar um guð, opn- ar hugann fyrir hinum guðdóm- lega kærleika: það er vert þess að lifa”. En sú sönnun tekst ekki. Eins mun guðsliugmyndin — rúmið þar .sem ekkert var og hver sem inn í það gekk, hætti að vera til sem sérstök persóna, iifði að vísu en var ekki framar hann sjáif- ur — svala mönnum yfirleitt minna en trúin á pprsónulegan guð og persónulegt líf eftir dauðann eins og kristindómurinn kennir. Og eins mun af meginmáli bók- arinnar fleira, mælt á þá alin, þykja benda mönnum og skemra á lífsins leið en væri hún skrifuð í anda kenningar Krists — en sumir telja nú öll önnur trúarbrögö góð af því þeir þekkja þau enn minna. Hó skal ekki farið nánar út í þetta hér- Vil eg aðeins að lokum henda á XXIX kaflann, þar sem Chr. Bárnes ræðir um rauðaþráð sögunnár, trúartiifinninguna, sem er öllum jafn eiginleg og aðrar eðl- ishvatir — þótt hún gefi af sér mismunandi trúarhrögð. Sjálfsagt verða deildar meiningar um að rétt sé þar lýst uppruna og þróun í þjónustu hins tímanlega: “Trú- artiifinningin eykur líf vort með þvf að taka af því — sá sem týnir lífi sínu mun finna það; hún á ræt- ur í hinu ótímabundna, hinu ei- lífa”.---- En þetta er kenning Krists og hefði gjamast átt að leiðast í anda hans, en ekki vingltrúarmanna. Sínum augum lítur hver á silfr- kistindómsins — eg tel hann vafa- laust standa dulspeki framar. En eg álít föguv þessi orð um trúar- tilfinninguna: “Allar aðrar tilfinningar verða til að auka líf vort með því að bæta einhverju við það, þær eru ið- Það er afsökun mín ef eg hefi í einhverju óafvitandi misskilið höfundinn, að sú er skoðun mín, ag gildi bókar fari eigi eftir því, hvað höfundi dettur í hug, er hann ritar, heldur hinu, hvaða hugsanir og hvatir verk hans vekur f sál les- andans. Því tel eg bók þessa betri lýsing á spiltum aldaranda en leiðsögn upp á hæðina þar sem spekin kall- ;ar- (Várkald—Lögr.) ------------x------------- ekki gengið fram hjá andlega kveðskapnum, hvaða augum sem menn annar slíta á þau efni, því að hann er sú skuggsjá, er betur en alt annað gefur oss að lfta inn f hugsunarlíf þjóðarinnar á hverju tímabili þróunarsögu hennar- Fyr- ir því ætla eg, að bók eins og þessi nýja bók Arne Möllers, eigi ekki síður erindi til vor íslendinga, en annara sem málið er óskyldara — það sem hún nær, því að hér er aðeins um stutt yfirlit að ræða. iRiti sínu hefir höf. skift í þrjá höf(uðþætti: I. Kristileg miðalda- ljóð, II. Evangeliskur sálmakveð- skapur fram ag dauða Hallgríms Péturssonar, og III. Sálmakveð- skapur síðari tfma. Síðustu 40 blað sfðurnar eru “viðbætir”, sem inni- heldur átta af Passíusálmunum, og Alt eins og blómstrið eina, í þýð- ingu eftir séra Þórð Tómasson í Horsens- Lofsöngur Islands um þúsund ár. Dr. Arne Möller gleymir ekki (föðurlandi móður sinnar- í fyrra kom út hin ágæta bók hans um Hallgrím og Passíusálmana. I haust birtist ný hók eftir hann um lofsönginn í íslenzkum sálma- kveðskap að fornu og nýju- Kallar hann bókina “Lofsöng íslands um þúsund ár”, (“Islands Lovsang gennem tusind Aar”). Hann byrj- ar ))ar á Einari Skúlasyni og ondar á Matthíasi Joehumssyni. Gefur hann þar yfirlit yfir andlega ljóða- gerð íslenzka, bæði f katólskum sið og evangeliskum, og sýnir fram á, að það sem íslendingar í því efni leggi fram, þoli í fylsta máta samjöfnuð við andiegan kveðskap annara kristinna þjóða og meira að 1 segja taki honum fram í sumu til- Iiti. Menn tali oft um “sögueyna” | fsland, og öllum almenningi sé þegar ljóst orðið, að Norðurlönd öll séu í þakkarskuld við íslend- inga fyrir það, hversu þeir fremur j öðrum norra-tium þjóðum í sögum sfnum og skáldskap varðveittu end i urminningarnar um löngu liðna j tíma. — Hitt muni allflestum vera nýmæli, að fsland geti einnig með réttu kallast “sálmaiandið” enda j sé flestum utan fslands ókunnugt um hinn kristilega skáldskap og | sálinakveðskai) á fslandi að fornu og nýju. Til þess að bæta úr þeirri j vanþekking hefir höf. ritað bók i sína- Mega íslendingar vera dr. Möller þakklátir fyrir það, ekki i síður en annað, sem hann af rækt- j arsemi við föðurland móður sinnarj hefir gert til þess að vekja athygli j frændþjóða vorra, er Norðurlönd I hyggja, á íslandi og andlegum fjár-j sjóðum þess, enda mikið verið um j andlegan kveðska]) fslendinga í! samfellu, frá þvf er sá kveðskapur hefst með })jóð vorri alt til vorra tfma. En hók dr. Möllers á ekki síður erindi til íslendinga sjálfra en til útlendingá. Því að sannast talað er öllum aimenningi með þjóð j vorri lítt kunnugt um þessi efni ekki síst um þá afidlegu ljóðasjóði, j sem við eiguin frá kaþólskuin sið.; (Það er ekki langt sfðan er eg átti; tal við, að eg hélt vel mentaðan ^ mann í íslenzkum fræðum, er ald- rei hafði iesið Lilju eða Sólarljóð j og aldrei heyrt nefnd á nafn önnur eins snildarljóð og Harmsól eða j Líknarbraut). Þetta er þó að sumu j leyti afsakanlegt, því að þó skömm sé frá að segja mun hið ágæta rlt prófessors Finns Jónssonar, “den norsk-islandske Skjaldedigtning”, vera í fárra hondum hér á landi, annara en einstöku sérfræðinga. En í því stórmerka riti eru öll vor and- legu miðaldakvæði prentuð, meg- inið af þeim í fyrsta sinni- Um andlega kveðskapinn, frá siðbót fram yfir daga Haligríms, er mönn- um alment kunnara, og er það sér- staklega að þakka hinu ítarlega riti dr. Jón s Þorkelssonar “Om Digtningen paa Island í det 15. og 16. Aarh.”, riti, sem nú er löngu ó- fáanlegt og nauðsynlega þyrfti að gofa út aftur í endurbættri útgáfu því að vafalítið mun höf. þess nú líta öðrum augum á margt, sem þar er vikið að, en hann gerði fyr- ir alt að 35 árum. Þeir, sem á ann- að borð vilja kynnast andlegu lífi íslendinga að fornu og nýju, geta í fyrsta höfuðþættinum er fyrst lýst “Geisla” . Einars Skúlasonar, fyrsta og sennilega besta helgi- kvæðinu af norrænni rót, síðan “Harmsól” eftir Gamla kanoká í Þykkvabæ og “Líknarbraut”, feg- ursta íslenzka krosskvæðinu í kat- ólskum sið, er talar um trúna og iðranina á jafn evangeliska vísu og Passíusálmarnir 500 árum síðar. Því næst snýr höf. sér að “Sólarljóðum" og „Lilju“, þar sem katólsk ljóða- gerð á íslandi liafi náði hámarki sínu. Samlíkir hann Sóiarljóðinu við Hávamál, en telur Lilju rétt nefnda “kristilega Yöluspá”. Þar sem Sólarljóð eru, telur hann oss eiga skýrasta og einkennilegasta mynd kristilegrar miðalda alvöru- gefni, eins og hún lýsir sér i ís- leirzkum hugsanaferli. En ofar öllum íslenzkm kveðskap katólsk- um setur höf. þó, sem vonlegt er, Lilju Eysteins — Loks er vikið að kveðskap Jóns Arasonar. Hann lýkur að vísu lofsorði á .Tón Ara- son sem skáld, en vill ekki kannast vig að hann nái Eysteini í skáld- legri snild og andagift. Af frum- legum krafti og fegurð Lilju finn- ist ekkert í andlegum kveðskap Jóns Arasonar. Aftur á móti sé skáldskapur Jóns biskups hið bezta vitni um áhrifin frá Lilju, enda tveimur öldum eftir framkomu hennar. f öðrum höfuðþætti ritsins er rakin saga íslenzks sálmakveð sikapar frá siðbót fram að dauða Hallgríms Péturssonar. Mintist hann þar á elstu sálmabækurnar íslenzku — sálmahefti þeirra hisk- upanna Marteins og Gísla- Höf dæmir ijijög vingjarnlega um þessa fyrstu byrjun evangclisks sálma- skáldaskapar; álítur hann að sám- ar Marteins standi alls ekki að baki fyrstu lútersku sálmunum dönsku- Hann kallar þessi sálma- hefti “den betydningsfulde Begyri- delse til en helt ny Slas Digtning paa íslaixl'’. Vorra tíma mæli- kvarða megi ekki leggja á þennan skáldskaj), lioldnr eigi að sjálf- sögðu að bera hann saman við annan samtíma-íkveðskjap. Þá er allnákvæmlega skýrt frá Sálma- bók Guðhrands biskups og Vfsna- bókinni, kveðskap séra Jóns píslar- votts og séra Sigurðar í Presthól- um, og margt vel athuagð það er hann segir um andlegan kveðska]) þeirra. Loks kemur höf. svo a?í sjálfum Hallgrími Péturssyni. Hafi hann ekki fyr náð ser niðri á efn- inu (sem þó síst mun staðhæft verða) þá gerir hann það hér, enda er hann maður svo þaulkunnugur ikveðskap Hallgríms Péturssonar, að þar munu fáir fara fram úr honum; Arne Möller hefir þá líka flest skilyrði til þess að skilja Hjall- grím, og þá ekik síst sjálft megin- skilyrðið, kægleikann til skáldsins og kveðskapar hans- Svo sem kunn- ugt er, voru Passíusálmarnir aðal- efni doktorsritgerðar Möllers í fyrra, og þar er ritað um þá fá bók mentalegu sjónarmiði. Hér er sjón- armiðið nokkuð annað, au'k þess sem hér er ritað um alian andlegan kveðskap Hallgríms. Sá kafli rits- ins, sem lielgaður er Hailgrími, er lang-ítarlegasti kaflinn í hókinni, alls 42 blaðsíður, og finst mér hann taka öllu fram, sem ritað hefir ver- ið um Hallgrím sem sálmaskáld. VJæri mikið fyrir það gefandi að þcssi kafli væri þýddur á ísl. og prentaður framan við einhv. Pass- JlllL JLrJL JLZJL JIZJL JIÍJL= FYRST OG SIÐAST Þegar þú varst ungur angi, Ennið bjart og rjóður vangi. Fjör í þínum fótum smáum, Feguröin í augum bláum. Féll um þína ljósu lokka, Leyndardómur æsku-þokka. Gagntekin af lífsins ljóma, Lékstu frjáls á meðal blóma, Þegar þú varst átján ára, Ör og frjáls sem hafsins bára. Sveif þá fyrir sjónum mínum, Sólskinið á barmi þínum. Eg brann af þrá að fá að fanga, Fegurðina á þínum vanga. Þitt ástarbros frá andans hæ^ðum, Vár æðsti tónn í mínum kvæðum. Þegar þú með börn á barmi Brostir móti hverjum harmi, Lífi þínu fús að fórna, Frelsa, leiða, hjúkra, stjórna; Gleymdir oftast eigin þörfum Á undan þessum líknar störfum. Laugað kærleiks, litum sterkum Lífið fult af kraftaverkum. Þegar elli-ára bjarmi Um þig léK, og geislin varmi Glóði í þínum huga hlíðfom; Haust-sólar á degi fríðum. Mildur, hægur himins friður Hamingjuna færði yður í hátíð leika helgi dagsins; Hjúpuð skini sólarlagsins. Þú varst: eins á æpkuvegi Ástríkt blóm á vorsins degi. Þú varst: sveipuð sannleiks klæðum, Af sumardagsins bestu gæðum. Þú varst: kærleiks kossi góðum Kyst af haustsins sólar-ljóðum Hjá þér: athvarf átti blíðast Ást og virðing, fyrst og síðast. G. O. Einarsson. =H=n^=iFir=—ir=ir-------------------imr íusálmaútg- í doktorsritg. sinni hefir Arne Möller bent á samband Passíusálmanna við “Eintal sálar- innar”. Við nánari rannsóknir síð- an hefir hann uppgötvað nýja heimild, sem Hallgrímur hafi stuðst við, þar sem er “Harmonía evan- gelica”1' Jóhanns Gerhardý. Sér- stök ritgerð um ]>að efni mun hafa birst í tímaritinu “Edda” á þessu ári. í þriðja og síðasta höfuðþætti ritsins “Um sálmakveðskap sfðari tírna”, talar höf. fyrst um sálma- kveðskap 17. aidar eftir dauða Hallgríms, og 18 . aldarinarr- — Þykist hann þar sjá hnignunarvott í hinum andlega kveðskap og lítið annað. Hið besta þar sé aðeins Efterslet og Efterklang”, þegar miðað sér við Halgrím. En mest beri á afturförinni í Aldamótabók Magnúsar Stephensens. f síðara hluta þessa höfuðkafla talar höf. um sálmabókina frá 1886, sem liann lýkur miklu lofsorði á. Bæði sé kveðandinn og málið miklu full- komnara en áður var og sálmabók- in auðugri að “kjarnasálmum” I hinnar almennu kristni er nokkur fyrirrennari hennar- Af höfundum hennar er þar sérstaklega minst Helga Hálfdánarsonar, Valdimars Briem og Matthíasar Jochumsson- ar, hins síðar nefnda svo sem ]>ess, er ágætastan verði ag telja allra þeirra sálmaskálda, sem hafi lagt sálma til bókarinnar. Og bókin endar þá líka á “Ó guð vors lands”. í bók Möllers um Passíusálmana voru ailar tiivitnanir í sáimana á íslenzku. í þessari l)ók eru flest- allar tilvitnanir þar á móti á dönsku. Hin tilfærðu erindi úr miiðaldakveoskapnum andlega eru í þýðingum eftir próf. Paasche. Flestar hinar útleggingarnar eru gerðar af séra Þórði Tómasson í Horsens, auk þess sem hann hefir útlagt ]>á átta af Passíusálmunum og Alt eins og blómstrið eina, sem eru í viðbætinum aftan við bókina Þar er þýðing á sálmi séra Stefáns í Vallanesi, “Himnarós, leið og ljós, líf og velferð”, er byrjar svo: Rose skön, Lys i Lön, Liv og Lykke, Gæs du milde, Glædéns Kilde Guds Sön r Prelser min, fro i din Favn jeg tyr, da endt er al Kvides Kval. Halleluja! Af sálmum Matthfasar, sem séra Þórður hefir útlagt á dönsku, lang- ar mig til að setja hér alla þýðing: hans á sálminum ‘Taðir andanna”- \ Aanders herlige, evig kærlige Pader, Folkenes Hyre, naadig afvende Nöd og Elende, Synd og Sorgenes Byrde. Lys os tænde du, Liv udsende du Tröst for bitreste Taarer. Led oss af Fare, lös os af Snare læg^ hvor Lækne os saarer. Sværdet brydende, Samhu nyden<f« Folk lad favnes omsider. Döden lad vige, dages Guds Rige, komme Kærligheds Tider. Livs almægtige, Lysets prægtige Væld al Verdpn genföde! Fader du, raade! Frelsende Naade lindre Livskampens Nöde! Alt hig sama er að segja um hina nýju þýðingu hans á “Alt eins og blómstrið eina”. Hún hefir tekist mæta vel, og tekur að mínu vití fram flestum eldri þýðingum. Fyrsta erindið hljóðar svo: “Som yndig Urt i Vange sköd op af frodig Grund met5 Blomst og Blade mange i blide Morgenstund, men atter brat mon blegne for Blink af Leens Slag, maa hastig selv vi segne og se vor Henfartsdag”. Allar þessar þýðingar í bók Möllers auka henni stórum gildi- Bókin er alls 186 hlaðsíður. Er hún prentuð á ágætan pappír og hin prýðilegasta í öllu tilliti. Fjé- lögin Dansk-islandsk Kirkesag eru saman um útgáfuna. En forlagið er Gyldendals. Þessi bók verðskuldar góðar viðtökur af öllum, sem elska and- lega ljóðagerð íslenzka. Því þótt hún sé aðallega ætluð útlending- um á hún líka erindi til vor- Og er það sannfæring mín, að enginn muni iðrast þess að kaupa hanat. Sá hinn sami verður áreiðanlega einni góðri bók ríkari við það. (Dr. J. H.—Lögr )

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.